Heimskringla - 30.05.1918, Side 2

Heimskringla - 30.05.1918, Side 2
2. BLAÐSIÐA HEÍMSKRINGLA WINNIPEG, 30. MAl 1918 Yfirlýsing Dr. Muehlons. Kaflar úr Lichnowsky-dagbókinni, eem svo mikla eftirtekt hefir vakið um heim allan, hafa birzt í þrem- ur undanfarandi blöðum Heims- krimglu í íslenzkri' þýðingu. í>ar sem kaflar 'þessir íjalla um beinar orsakir stríðisins, sem vér Vestur- fslendingar erum nú hluttakendur í, ætti þetta að hafa mikils varðandi þýðingu fyrir oss engu síður en aðr ar þjóðir. Að dagbók þessi er sam- in af þýzkum stjórnmálamanni og þýzkum föðurlandsvini, gefur henni líka alveg sérstakt gildi. Lich- nowsky prinz er auðsýnilega eikki sterkur keisarasinni og virðist alt of frjólslyndur til þess að geta verið falstlega trúaður á einveldis stjórn- arskipulagið sem blessunarríkt og affarasælt — það vottar dagbók hans svo ekki er um að viMast. Ef hann hefði tilheyrt jafnaðarmannia flokknum eða verið verkamanna leiðtogi, þá hefði þessi afstaða hans verið eðlileg í alla staði og ekki at- hugunarverð. En iþar som hann er framarlega í röð þýzkra stjórnmála- manna og igegnir þýði'ngarmikiili stjórnlarstöðu, verður ekki annað um hann sagt, en að afstaða hans sé eftirtebtaverð f meira lagi. Sumir kunna nú að halda, að eftir að hann varð sendiherra Þjóð- verja á Englandi hafi hann iátið heillast af brezkum áhrifum. Sii^ Edward Grey, J>áverandi utanríkis- ráðherra Breta, hafi dáleitt hann og komið honum til þess að aðhyllast brezkar stefnur í öllum mtálum. Ó- Mklegt er þó að þeir, sem dagbók bans lesa með athygli, verði þeirrar skoðunar, að hann iheillaður eða töfraður hafi verið. Tilraunir hans að koma ó betra samikomulagi milli Englands og Þýzkaiands votta það gagnstæða, því enginn getur þar borið honum á brýn, að hann beri ekki hag sinnar eigin þjóðar mest fyrir brjósti. Annað líka, sem vert er að athuiga í sambandi við þetta, er það, að Lichnowsky prinz er ekki sá eini Þjóðverji, sem setur sig upp á móti athöfnum stjórnarinnar þýzku á þessum tímum. Heima á Þýzkalandi sj'álfu — langt frá öllurn brezkum óhriifum — eru til hótt- standandi og mólsmetandi menn, sem fyiigja bóbstaflega sömu stefnu. Má þar fyrstan nefna Dr. Muehlon, sem þá var einn af forstöðumönnum Krupp verbstæðanna í Essen. Alt bendir Mka til þess, að hann hafi átt litlum vinsæiduin að fanga á meðal stjórniarsinna, því áður langt líður segir hann af sér stöðu sinni við Krupp verksmiðjurnar og flytur sig til Sviss, þar hann nú á heima. Þar samdi hann yfirlýsingu síðast- liðið haust, sem skýrir all-ítarlega afstöðu hans gagnvart þýzku stjórn- inni og hefir sú yfirlýsing nýiega verið birt á Þýzbalandi. Kemur yf- irlýsing þessi í öllum atriðum ná- bvæmiega heim við dagbók Lich- nowsky prinz og leiðir ljós rök að því að þýzka stjórnin, með keisar- ann í broddi fylkin^ar, hafi fyrir- hugað og orsakað strið það, sem nú stendur yfir. Lesendunum til fróð- leik* birtum vér hér aðal-kafla yfir- lýsingar þessarar, er hljóðar sem fylgir: “Um miðjan júlí 1914 átti eg sem oftar samtal við Dr. Helfferich, þá- verandi forstjóra Deutche bankans og niúverandi kanzlara. Deutsche bankinn var orðinn eitthvað hik- andi í sarnbandi við viss verzlunar- viðskifti í Búlgaríu og Tyrklandi, sem Krupp félagið var mikið við- riðið — hafði samið um tilbúning á skotfæra birgðum miklum, er send- Rst áttu í þessi lönd. Er eg krafðist söfnun myndi hann gera það sama —'en þetta þýddi stríð og það innan skammis. Enigin tilslökun eða hik- un myndi eiga sér stað í þetta sinn. Einnig fræddi Dr. Helfferich mig á því, að Austurríkismenn væru hæst ánægðir með þessa ákveðnu af- stöðu keisarans. Þegar eg sagði honum þessa í- skyggilegu frétt koma mér til að óttast veraldar stríð í vændum — fullvissa mig um iþað meira að segja, kvað hann fult útlit vena að svo væri. En Fra'kkar og Rússar myndu þó ef til vlll hugsa sig um tvisvar áður þeir iegðu út í stríð. En Ser- bía verðskuldaði ráðningu, hvað sem á dyndi. Þetta var fyrsta vitn- eskja mín um ráðetefnu keisara vors og Au.sturríkismanna. Eg vissi að Dr. Helfferich var í nánu sam- bandi við þó helztu menn, sem við þetta voru riðnir á 'Vora hlið, og gekk þar af leiðandi ekki að því þvf gruflandi, að frétt þessi væri sönn. Eftir ferð mína til Berlín tilkynti eg yfirmön.n/um mfnum í Essen hvers eg hefði orðið áskynja, þeim Krupp von Bohlen og Halbach. Dr. Helfferich hafði leyft mér þetta og hendur mínar þvf frjálsar. Herra von Bohlen virtist fyllast gremju, að Dr. Helfiferich skyldi vita svo mikið og sagði eitthvað á þá leið, að slíkt orsakaðist af því að stjórn- arembættismennirnir gætu aldrei þagað yfir neinu. Svo sagði hann mér frá ]>ví, að hann sjálfur hefði séð og talað við keisarann fyrir nokkrum dögum síðan. Keisarinn hefði sagt honum frá ráðstefnunni nýafstöðnu milli hans og Austur- rfkismanna og hvað þar hefði gerst; en hefði sagt þetta vera trúnaðar- mál að svo komnu, sem hann (Krupp) mætti engan veginn láta berast til forstöðumanna sinna eða annara. En þar sem eg vissi þetta allareiðu, gæti hann fullvissað mig um, að staðhæfingar Dr. Helfferich væru sannar. Kæmi niú upp úr kaf- inu, að Dr. Helfíerich hefði fengið öllu nánari fréttir en hann (Krupp) Kvað hann útlitið vera orðið alvar- legt mjög. Keisarinn hefði sagt, að hann myndi tafarlaust segja Rúss- um stríð á hendur, ef þeir byrjuðu á liðissöfniuni og í þetta sinn myndi hann taka þá stefnu, að hika ekki eða hopa, hver sem úrslitin yrðu. Bú margendurtekna staðhæfing hans að nú skyldu engir geta brugðið honum um tilslökun eða eftirlátssemi, heíði verið nærri því spaugileg. Einmitt þann dag, sem Dr. Helff- erieh hafði tiltekið við mig birtist hinsta boð Austurríkis til Serbíu. Eg var þá aftur staddur í Berlín og lét eg þá skoðun mína í ljós við Dr. Helfferich, að skeyti þetta væri afskaplegt, bæði hve anda þess og innihald snerti. Hann sagði það hafa afbakast í þýzku þýðingunni; hefði hann séð iþað á frörasku, og þar væri andinn alt araniar. Einnig sagði Dr. Helfferich mér frá því, að skemtiferð keisarans með skútu sinni væri að eins “látalæti”; ferð þessi hefði ebki verið undirbúin með neinni vanalegri viðhöfn og keisarinn myndi eiralægt verða á næstu grösum og í nánu sambandi við alt sem væri að gerast. Nú væri svo komið, að ekki væri um annað að gefa en bíða átekta. Stjórn austurríkis, sem vitanlega ekki vænti eftir að kröfum þessum yrði sint, væri nú í hröðum undirbún- iragi að hefjast til handa áður hin stórveldin fengju kost á að miðla málum. Deutsohe bankinn (.stór- skýringar á þessari breyttu afstöðu bankinn þýzki, sem Dr. Helfferich bankans, tilfærði Dr. Helfferich lokum eftirfylgjandi ástæðu: að ‘Frá pólitisku sjónarmiði skoðað, er útlitið mú að verða hið ískyggi- legasta. Deutsche bankinn verður þar af leiðandi að fara varlega í sak- irnar í sambandi við nýja verzlun- arsamninga erlendis. Sendinefndir frá Austurríki hafa setið á ráð- Btefnu ineð keisaranum. Innan viku hér frá mun Austurríki senda Ser- bíu hinsta boð (ul'timatum) og til- taka stuttan tíma til svars. Krafist verður að mörgum serbneskum liðs foringjum sé hegnt, austurrískum yfirvöldum falin öll aðal málsrann- sókn; í stuttni máli sagt, þessum og öðrum kröfum verður öllum að vera fullnægt, eða Austurríki segir Serbíu stríð á hendur.’ Dr. Helfferich bætti því við, að keisarinn hefði látið í ljós að hann væri þessu algerlega samþykkur og stjóm Austurríkis færi hér alveg rétt samkvæmt haras skoðun. Mál þetta væri að eins viðkomaradi þess- um tveimur ríkjum og myndi hann því ekki leyfa að önnur ríki skiftu sér af því. Ef Rússar byrjuðu á lið- var forstjóri við) hefði þegar gert allar nauðsynlegar ráðstafanir og væri því neiðu'búinn að mæta hverju sem að höndum bæri. Til dæmis væri bankirara nú hættur að borga út gull það, sem inn kæmi. SMkt væri auðveldlega hægt, án þess nokkur eftirtekt vektist og gæti eíðar komið að beztu notum. Tafarlaust eftir að ofannefnt hinsta boð Austurríkis var sent til Serbíu, birti þýzka stjómin yfir- lýsingu þess efnis, að stjórn Austur- ríkis hefði verið hér ein í ráðum og spor þetta verið stigið án þess að þýzka stjórnin hefði verið við þetta riðin eða um það vitað. Sé reynt að samríma þessa yfirlýsingu atburð- um þeim, sem sagt er frá að ofan, getur ekki öranur útskýring málsins fengist, en keisarinn hafi bundið sig hér böndum án þess að gera tilraun að fá samlþykki stjórnar sinnar — og á róðstefnu við sendinefnd Aust- urríkis hafi fulltrúar þýzku stjórn- arinnar séð um að samþykkja ekki textann í þessu hinzta boði til Serbíu. Eg hefi þegar fært nægar sannanir fyrir því, að innihaldið var vel kunnugt á Þýzkalandi. Þegar eg mintist ó yfirlýisingu þessa við nerra Krupp von Bohlen, virtist mér hann alt anmað en trúaður á sannleiksgildi hennar. Lét hann ]iá skoðun í ljós, að í svo istórkost- legu máli hefðu Þjóðverjar ekki átt að una við að stjórn Austurríkis hefði algerlega frjálsar hendur; skylda helzfu stjórnmólamanna og keisarans verið að sjá um að þessar kröfur Austurríkiis hefðu verið ítar- Lega ræddar og öll atriði þeirra samlþykt af oss áður þær voru birt- ar, og iþá um leið hefði stefna vor verið valin og hægt að gera állar ráðstafanir þar að Jútandi Hann sagði enn fremur, að frá hvaða sjón- armiði, sem það væri skoðað, þá hefðum vér ekki átt að gefast al- gerlega á vald Arasturríkis í þessum sökum og þar með skuldbindast til þess að mæta þeim afleiðingum, sem vér hefðum ekki reiknað upp á fyrir fram. Viðeigandi ástæður urðu að finraast að öllum skuldbindingum vorum og þær að miða að einhverju ákveðnu marki. — í fáum orðram sagt skoðaði herra von Bohlon þessa neitunar yfirlýsingu þýzku stjórnarinnar ósanna frá byrjun til enda og hneykslanlega frá hvaða sjónarmiði sem væri — og kvaðst bann ætla að lýsa henni á þá leið við herra von Jagow, þáverandi ut- anríklsráðherra vorn og sem var góður vinur hans. Skömmu eftir þessa viðræðu okk- ar, saigði iherra von Bohl^i mér, að utanríkisráðherrarara hefði verið ó bifanlegur hivað þá staðhæfingu snerti, að hann hefði ekki neitt ver- ið riðinn við hirasta boð Austurríkis til Serbíu og Þýzkaland hefði aldrei gert sllkar kröfur. Þegar Bohlen dróg efa á þetta og kvað slíka af- stöðu með öllu óskiljanlega, svaraði von Jagow því, að sem stjórramála- maður hefði hanri eðlilega viljað annað — en á ráðstefnunni hefði keisarinn farið svo langt í sakirnar, að samkvæmt vanalegum reglum á slíkum ráðstefnum, hefði vilji hans orðið fram að garaga. Úr því hefði verið of seint að leggja fram nýjar tillögur. Enda hefði þonum (Jagow) að endingu fundist bezt, að láta þetta afskiftalaust — þar sem sú yfirlýsing þýzku stjórnarinnar, að hafa ekki verið raeitt riðin við þess- ar kröfur Austurríkis, hlyti að bafa góð áhrif í París og Pétursborg.” Þaranig uppljóstar Dr. Muehlon hinni ófyrirgeíanlegu tvöfeldni ut- anríkis ráðherrans þýzka og eiras þvf, hve feikilega mikils keisarinn hefir mótt sín. Hann var höfuðið, sem ilimirnir—embættismenn þýzku stjórraarinnar — dönsuðu eftir og auðsýnilega hefir hann viljað stríö og ekkert annað. Lichnowsky prinz sýndi fram á hvernig allar milli- göngu tilraunir mishepnuðust, bæði Breta og annara, sökum af- stöðu þýzku stjórnarinnar. Dr. Muehlon skýrir frá því, sem fyrir augu hans bar^á Þýzkalandi á með- an á þessu stemdur, og bregður um leið Ijósi yfir bvernig þessi afstaða þýzku stjórnarinnar orsakast. Bóðir eru menn þessir hátt standandi hjá þjóð sinni og málavöxtum öllum vel kunnugir — og báðir eru þeir sam- liljóða í að kenna stjórra sinni um að hafa verið aðal orsök stríðsins. Siðasta ár birti Dr. Muehlon bréf í blaðinu Humanite, jafnaðar- manna blaði í París, sem hann skrifar 7. maí (1917) og stýlað er til Bethmann-Hollwegs, þáverandi rík- iskanzlara Þýzkalands. Bréf þetta er eftirtektavert mjög og hljóðar þannig f lauslegri íslenzkri þýð- ingu: Þrátt fyrir margar og stórvægileg- ar yfirsjónir ó hlið Þjóðverja, síðan strfðið byrjaði, hélt eg lengi við iþá von að ögn af fyrirhyggju og fram- sýni myndi á endanum gera vart við sig hjá stjórnendum vorum. í þeirri von gaf eg mig að nokkru leyti undir umráð yðar og reyndi þannig að koma yður til gagras í Rúmaníu; efnnig tjáði eg mig fús- ar til allrar aðstoðar í Sviss, þar eg nú á heima — 'ef markmiðið kepti að samkomulagi óvina þjóðanna. Að eg var, og er enn, andvígur öllu öðru en endurnýjun friðar og sam- komulags, sannaði eg skömmu eftir að stríðið skall á, með því að’ segja af mér forstjóra stöðunni við Krupp verksmiðjurnar. Síðan frá byrjun þessa árs er eg hortfin frá allri von f sam'bandi við núverandi stjórnendur Þýzkalande. Friðar tilboð vor án þess að «kýrt sé frá stríðsmarkmiði voru, áfram- hald kafbáta hernaðarins, burt- flutningur Belgíu manna, eyðilegg- ing með ásettu ráði í prakklandi og margt annað hefir svo niðurlægt núverandi stjórnendur alríkisins þýzka, að eg er fyrir löngu síðan þess fullvisis, að þeir eru með öllu óhæfir til þess í einlægni að gera tilraun að koma á varanlegum friði. Allra hluta vegna geta þeir því ekki skoðast fulltrúar þýzkrar leragur þjóðar. Þjóðira þýzka fær ekki bætt úr þeim ægilegu glæpum sem framdir hafa verið gegn nútíð hennar og framtfð, gegn Evrópu og mannkyn- irau í heild sinrai utan hún eignist aðra fulltrúa og sem standa á æðra andlegu þroskastigi. Sann.leikurinn er, að það er ekki nema réttlátt að svo ilt orð skuli nú vera á oss kom- ið um heim allan. Sigur núverandi stjórnaraðferða á Þýzkalandi, hern- aðarlegra og stjórnmálalegra, hefði orðið réttnefnt rothögg björtum framtíðarvonum kynsiiras. lendinga á þessu ári, en séra Pétur Hjálmsson, sem fremur ytfirsöngva, hefir þegar getið þeirra í blöðunum og þarf því ekki að tilfæra nötfn þeirra hér. Sem sá maður, er þráir eingöngu velferð hinnar táldregnu og þjóðu þjóðar minraar, sný eg fyrir fult og alt baki að núverandi fulltrúum þýzkrar keisarastjórraar Og nú á eg bara þá einu ósk til — að allir sjálfstæðir eirastaklingar geri það sama og að sem flestir Þjóðverjar fái öðlast rét-tan skilning og dug til athafna. Þar sem mér er nú varnað að bera skoðanir mínar undir álit þjóðar minnar, finn eg mig knúðan að snúa mér til yðar og tilkynna yður hvern- ig eg lft á málið og afstöðu vora eiras og nú horfir.” BRÉF 0R BYGÐUM ÍSLENDINGA. Alt er selt hér og keypt með rán- verði, svo að fyrnum sætir. T. d. hafa meðal-kýr verið seldar alt að 100 dölum og allir nautgripir til- svarandi; sauðfé á fæti 12—'16 dali; síðastliðið sumar seldist ullar pund- ið á 61c. Smjör hefir verið frá smjör- gerðarhúsinu næstl. ár pd. 98—48c. og raú 50c. í fötum; enda er smjörið öllum • frá Markerville talið hið vandað- mann- aðasta og ihliaut hæstu verðlaun á sýningunni. Eggja-tylftin varð nær 50c. í vetur, er nú 32c. Bundið hey var, flutt til járnbrautar, $15—$17 tonnið og 'laust hey $10—$12; úti í sveit var $5—$8. Líkt þessu hetfir verðið verið á flestu sem selt hefir verið; svín hafa selst hér 19c. pund- ið á fæti. En þó þetta verð á vör- um bænda sé með fódæmum, þá er þetta varla hlutfallslega jafnhátt og verðið á innkaupsvörumni, því f skiftum mun dollarimin ekki meira virði en 40c—60c. Yel má þó segja, að 'bæradum hér líði vel og margir Islendingar orðnir vel efnaðir, og jafnt yfir munu peningar hafa verið til nú í nálægri tíð; til þess beiradir það, að á söluþingum hér hefir alt sela^ á háu verði og borgast við hama/rs högg. En samt sem áður eru hér daprir tímar og margur mun sá hér, sem tfús væri að gefa stóran hlut af eig- um sínum ef friður fengist og öllu væri óhætt. (Frá tfréttaritara Hkr.) Markerville, 2. maí 1918. Það er orðið býsna langt síðan nokkuð sást héðan í blöðunum; af því að eg er að vissu leyti bundinn því, að senda Heimskringlu gömlu fáeinar fréttalínur stöku sinnum, geri eg það í þetta sinn. Almennar fréttir eru hér í smáum stýl, nema hér er sama þunga deyfð- in og alvaran yfir hinum ægilegu af- leiðingum styrjaldarinnar, sem nú sýnist hvergi nærri leidd til lykta. Árið, sem leið, mátti telja meðal- ár; heyafli í betra lagi og komupp- skera sem næst í meðallagi. Næst- liðiran vetur langur, byrjaði í októ- ber og hélzt fram í apríl; fóðurtími á skepnum því langur, um 7 mán- uði; til vorveðráttu brá að vísu með apríl, en greri seint; má segja, að enn er ekki bithagi fyrir skepnur, raema sauðfé. Nú er kallað að sé góð tíð, samt nokkuð þur, ef hún breytist ekki. Snemma í apríl var farið að vinna akurvinnu, en stendur nú sem hæst; mikið var óunraið í haust, svo plægingar hafa nú tatfið fyrir. Búið að sá hveitikorni og sumir farnir að sá höfrum; vonandi verður sáningu lokið um miðjan þenna mánuð, að mestu leyti. Alt hlýtur að ganga seinna en að venju; hvorttveggja er, að bændur hafa stórurn aukið akur- rækt íyrri árin, og svo eru of fáar hendur nú til að vinna að fram- leiðslunni, og nú keyrir fram úr hófi, nsSr sópað er burt úr héraðinu stórum hóp af duglegum uragum ungum mönnum; er nú auðséð, að bændur verða að gefa upp að miklu leyti jarðrækt til kornframleiðslu, og einnig að fækka stórum kvikfén- aði sínum. Hér sem víðar eru þetta afleiðiílgar stríðsins voðalega, og stjórnvizku þeirra, sem með völdin fara, og að því leyti uppsker nú þjóðin það sem hún hefir niður sáð. Alment hefir mátt kalla, að hér hafi verið heilbrigði um lengri tíma. Einstöku sjúkdómstllfelli hafa þó komið fyrir, einkum af botnlanga- bólgu sem kostað hefir holdskurði; kona Ófeigs bórida Sigurðssonar, hofir legið hættulega haldin lengi, af luragna sjúkdómi, en mun nú úr hættu og í afturbata. Nokkrir hafa dáið hér meðal Is- G. A. AXFORD LÖGFRÆÐINGUR 503 Parls Bldg., Portage & Garry Talsimi: ain 3142 Winnipeg. Arol Anderaon K. P. Garland GARLANÐ & ANÐERSON Lð(iFR.1C8ING*a. Phona Haln lSfl Sleetrle Railway Chambar*. Fyrir nokkru síðan fengum við sjaldséðan gest herra Jónas Hall frá Garðar, N.D. Hann var á kynnis- ferð til Stephans skálds vinar síns og fleiri kunningja frá fyrri árum. Jónas er nú hniginn á efra aldur, en heldur sér samt furðu vel. Hann er vel skynsamur maður, stiltur og gætinn; hefir skarpa og ljósa hugs- un, en talar færra en hairan ihugsar. Hann er ágætur íslendingur, þrátt fyrir það, að hann mun standa með- al hinna fremri í enskri mentun; það hefir enzt homum, að hann er sannur maður. Land þitt og skyld- ur þínar. Ef þú álítur skyldu þína að vinna landi þínu alt það gagn er þér er unt, þá verður þú fyrst af öllu að hugsa vel um heilsuna. Tímarnir krefjast fullra krafta ein- staklingsins — bæði líkamlegra og andlegra—til fullkominna afkasta þess er gjöra þarf, en án góðrar heilsu getur þú ekki afkastað neinu. Hraustur magi, er eitt að- al skilyrði fyrir góðri heilsu, og Triner’s American Elixir of Bitter Wine er vissasta úrræðið, þá mag- inn er úr lagi. Triner’s meðalið kemur reglu á þarmana, skerpir lystina, styrkir meltingarfærin og taugarnar. Fæst í lyfjabúðum og kostar $1.50. — Triner’s Liniment mun reka burtu verki gigtarinnar, læknar fluggigtt, bakverk, tognun, bólgu, sára vöðva. Kostar 70 cts. —Joseph Triner Campany, 1333- 1343 S. Ashland Ave., Chicago, 111 f Dr. /VI. & Ha/ldorsson BOTD BDII.DING Tata. Mala MH8. Cr Port. Jt Bda. Stunðar elaTÍrtuaju berklaaýkl ob aSra lungnajaúkdéma. Dr aH (lnaa á skrlfstafu .tnnl kl. II Ul 12 kl' 3 W1 4 H.lmill að <6 Alloway are. Tal.fmi: Matn *802. Dr. J. G. Snidal TANNLÆKNIR. 814 SOHER8ZT BLE. Portar. Avenue. WINNIPMQ Dr. G. J. Gis/ason Phyalelai aad Svmeoa Athy»!i voitt Aucnji. Byrna o* Kvorka Sjókdýmum. Áaamt lnnvortls ajúkdómum eg upn- skurhi. 18 South »rd St- Grand Fortrm, If.Ð. Dr. J. Stefánsson 401 BOTD llim.DINO Hornl Portaae Ave. og JSðmenten gt. Stundar .Ingrðnsu auana, errna, n.f og kv.rka-ajúkdðma. Hr a« hltta frá kl. 10 tll 12 f.h. og hl 2 tll S a.h. Phone: Main 368Í. Heimlll: 186 Ollvta St. Tata. O. 2616 ; Vér höfum fullar btraVlr hreln- ustu lyfja ogr meOala. KomJB meö lyfseBla yBar hla*a5. vér § rerum meöulln nákvaemleua eftlr v ávlsan lajknislns. vér ■Innum 0 utansv.lta ^öotuuum og saljum | J COLCLEUGH & CO. * V RJotre Danae Jt Sherbrooke Sta. t 1 Phone Garry 2890—2891 A. S. BAfíDAL selur lfkklstur og annast um út- farir. Aliur úthúnaSur sá be»ti. Ennfremur selur hann allskonar mlnnlsvartSa og legsteLna. : : 818 SHERBROOKE ST. Pbone G. 21S2 WINNIPEG G. THOMAS Bardal Block, Sherbrooke St. Wtnafpeg. Man. GJírir viB úr, klukkur og allskonar gull og silfur stáss. — Utanbœjar viögeröum fljótt sint. TH. JOHNSON, Ormakari og GullsnuSur Selur Kiftiragaleyiisbróí. Sérstakt athyRll veitt ptfatunum og viÖgJSroum útan af lantfl. 248 Main St. ■ Phoat M. 6604 Triners meðul fást öll hjá Alvin Sales Co., Dept. 15, P.O. Boz 56 Winnipeg, Man. I E INMITT N0 er bezti tími að gerast kaupandi að Heims- kringlu. Frestið því ekki til morguns, sem þér getið gert í dag. SKkt er happadrýgst. Upplýsingar óskast. Heimskringla þaifcftð fá að heimilsfang eftirtaldra manna vita um núverandi Th. Johnson, síðasta áritan Port. la Prairie, Man. Jón Sigurðsson, áður að Manchester, Waah. E. O. Hallgrímsson, áður að Jnneberry, Minn. Miss Amason, áður að Wroxton, Sask. S. Davidson, áður að 1147 Dominion str., Wpg. Mrs. W. L. Thomas, áður að Kimberley, Idaho. Hjörtur Brandsson, éður 9318 Olarke St. Edmonton. Steindór Árnason, áður að Wild Oak, Man. Lárus Bjarnason, áður Cortland, Nebrasca. Þeir sem vita kynnu um rétta áritun eins eða fleiri af þessu fólki, eru vinsamlega beðnir að tilkynna það á skrifsteíu Heimskringlu. » THE VTKING PRESS, LTD. X. X. twanni H. G. Hlnrtkuon J. J. SWANSON & CO. PASTKIGWASAI.AR OG mlata nrttlir. Totlaiml Hnln 8697 Cor. Portnso nnd Garry, Wlnnlpoz MARKET H0TEL 148 __Shvet Bátl markablnum Beotu vinföng, vintflnr OH »0- hlyníne f4S. falenkur veitmga- tnnBnr tf. HnHúórsson. ielöbtan- tr lelendtnguin. CCONSIL, Elgandl WtaalHc GISLI GOODMAN TINSMIÐDH. Bt. og VerkatæBl:—Hornl Toronto Notre Ð&me Ave. Phune Garry HelnaUta Gnrry HM Lagaákrarðanir viðvíkj- andi fréttablöðum! 1.) Hver maður, sem tekur reglulega á móti blaði frá pósthúsinu, stendur í ábyrgð fyrir borgun- inni, hvort sem nafn hans eða annars er skriíað ntan á blað- ið, og hvor1. sem hann er áskrif- andi eða ekkl. 2) Ef einhver uegir blaði upp, verð- ur hann að borga alt sem hann skuldar þvi, annars getur útgef- andinn haldið áfram að senda honum blaðið, þangað til hann hefir geitt skuld sína, og útgef- andinn á heimting á borgun fyrir öll þau blöð, er hann hefir sent, hvort sem hinn tekur þau af pósthúsinu eða ekki. 3) Að neita að taka við Sréttablöðum eða tímaritum frá pósthúsum, eða að flytja í burtu án þess að tilkynna slíkt, meðan slík blöð eru óborguð, er fyrir lögum skoðað sem . tilraun til svika (prima facio of intentional fraudV

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.