Heimskringla - 30.05.1918, Síða 7

Heimskringla - 30.05.1918, Síða 7
WINNIPEG, 30. MAI 1918 HEIMSKRINGLA 7. BLAÐSIÐA 0r bréfi Herra Sigurður Magnússon, sem nú dvelur í bænum New Brunswidk, N. J., í Bandaríkjunum, skriíar oss 17. }>.m. meðal annars l>etta: 'Gullfoss fór frá Reykjavík 25. apr- íl; hrepti allgott veður og ferðin gekk vel; kom til Halifax á 10. degi, stóð þar við f tvo daga og kom til New York 10. maí; má það kalla á- gætlega fljóba ferð. Parþegar, sem eg veit um, voru: Arent Claesen, Oarl Olsen, Halldór Guðmundsson, Jón Björnsson, Jó- hann ólafsson, Jónatan Þorsteins- son með frú sinni, og Kristjám J. Brynjólfsson. En Sigfús Blöndal steig af skipi í Halifax. Aillir munu þessir farþegar koma i verzlunar- erindum. Hað munu þó nokkrir, sem ætla að taka sér far heim með ‘Possinum’ nú, sumir þó að eins snöggva ferð. En Vilhelm Knudsen, sem kom með næst síðustu ferð og er erindreki fyrir Nath^n & Olsen, (Olsen kom sjálfur nú), hefir legið all-lengi og æði isjúkur, svo eg tel óvíst að hann verði ferðafær, en vonandi verður það þó. — Jón Sivertsen fór heim síðast. Eg man ekki til eg hafi séð þess getið í blöðunum að áritun stjórn- ar-erindrekanna (Eggertssonar og Egilsens) hefir breyzt þannig, að nú hafa þeir fluzt til 27 William St., N. Y. City. — Máske einhverjum koini betur að" vita það. Þakkarorð Islands synir. Island, áttu syni <svo ósérplægna vini — hvort byiggja sand eða blómg- an hvaram—, að eitt þeir uppihefð meti: að unnið frægð þér geti og haldið þínum heiðri fram? í>ú hefir liðið lengi of léttúðuga drengi, er störðu bara á stundar hag, og hetjur vildu heita, er hjartablóð og sveita iþinn siugu fram á síðsta dag. Það verður varla lengur, nú veit hver hygginn drengur hann teigar upp sitt eigið blóð og eyðir orku sinni i undirgefni þinni. Hví máttu treysta, móðir góð. Sjá, allir íslands synir vér eruin þínir vinir (hvort byggjum sand eða blómgan hvamm. Ef þér skal hildi heyja, vér hræðumst ekki að deyja, . en isækjum aliir óskift fram! B. — Frón. Herra ritstjóri! Mig langar til að biðja þig um svo lítið pláss i þínu heiðraða blaði i tilefni af óvæntri heimsókn á heim- ili mfnu. Það skeði 5; maí sfðastl.— Án forinála byrja eg þá á því, að konan mín var eitthvað að útbúa son okkar, Jóhann, sem var í þann veginn að kveðja okkur og leggja á stað austur á herstöðvar sem aðrir góðir menn; hannfékk fyrir sérstak- ar ástæður að iheimsækja okkur áð- ur hann legði af stað. Hvað mig snerti hafðist eg ekkert að, það var líka hvíldardagur (ef ihvfldardagur er til fyrir bóndann); lá eg uppi i sófa og mókti. Samt var hugsanin ekki isofandi þessa stund; hugurinn staðnæmdist sem eðlilegt var við það að nú var að renna upp skilnað- arstundin; hvort það yrði fyrir fult og alt í þessu lífi eða við ættum eft- ir að sjá hann (soninn) aftur, var nokkuð, sem mér var huiið. Lfkar hugsanir býst eg við að komi fram hjá öðrum foreldrum, og þeir eru margir, sem mega sjá á bak sonum í þann hildarleik, sem háður er austur f Evrópu nú. Sorglegt, að mannkynið sku'li þurfa að berast svo á banaspjótum, sem nú á sér stað, og það fyrir einn valdhafa. Hve nær komast miennirnir eða þjóðirnar á þá menningartröppu að útkljá ágreiningsmál sín á frið- samlegan hátt, en lá a ekki siga sér eða reka sig áfram sem skepnur út í slíkt sem nú á sér stað. Eg hrökk upp við það, að konan mín segir að margt fólk komi heim götuna að húsi okkar. Ekki eru Þjóðverjar komnif1 svona langt, nei það gat ekki verið, og þarna var kvenfólk. Ekki eru þeir farnir að fylkja kven- fólki; kven-njósnara senda þeir út, það hafði eg heyrt. Nei, Þjóðverjar voru það ekki. Við framdyr húss- ins staðnæmdist hópurinn; tók eg þá í mig lcjark og áræddi að fara út og láta sjá mig. — Vék sér þá fram einn úr hópnum, Jón Runólfsson skáld og barniakennari, sem flestir íslendingar kannast við af hans á- gætu þýðingum—jæja, ekki meira um það—, gat þess að hér væri kom- ið 'Stríðsfólk og heimtaði að eg gæf- ist upp skilmálalaust, eg sæi liðs- muninn, það vildi hafa hús mín í sina umsjá. Eg sá það var ekki annars úrskosta en að gefast upp, hopaði á hæl og vék til hliðar og af- henti því yfirráðin. Mér var það nú ekkert óljúft heldur, þar sem eg sá, að þetta fólk var alt nágrannar mínir og vinir, þegar inn kom. Hr. Jón Runólfsson hóf fyrst máls, og skýrði frá að tilgangur heimsóknar þessarar væri að kveðja son okkar hjóna, sem nú væri á förum, m. fl. Á eftir var sungið kvæðið góða og gamla “Hvað er svo glatt?’’ Næst taiaði herra Tímóteus Böðvarsson, póstmeistari á Geysir, vel valin orð } w j PENINGAR GETA EKKI KEY T BETRA HVEITIMJÖL EN PURITY FLOUR (GOVERNMENT STANDARD) “Stríðs-Tím ” Hveiti Canada Abyrgst gott hvítt hveitimjöl til allrar brúkunar. MOR E BREAD ANO 0ETTER BREAD 1140 PURITV FEOUR P puhitv rtouH m Gleymið ekki íslenzku drengj- unnm á vígvellinum Sendið þeim Heimskrrnglu; það hjálpar til að gera lííið léttara KOSTAR AÐ ESÍS 75 CENTS I 6 MANUÐI eða $1.50 I 12 MÁNUÐI. Þeir, sem vildu gleðja vini sína eða vandainenn í skot- gröhmum á Frakklandi, eða í herbúðunum á Englandi, með því að senda þeim Heimskringlu í hverri viku, aettu að nota sér þetta kostaboð, sem að eius stendúr um stutt- an tíma. Með því að slá einum fjórða af vanalegu verði blaðsins, vill Heimskringla hjálpa til að bera kostnaðinn. Sendið oss nöfnin og skildingafla, og skrifið vandlega utanáskrift þess, sem blaðið á að fá. The Vík/ng Press, Limited. P.O. Box 3171. 729 Sherbrooke St., Winnipeg til ungmennisins og afhenti honum gjöf, milli 30 og 40 dollara, sem hann ætti að kaupa sigurverk (úr) fyrir og eiga til minnis um á mörgu kunn- ingja, sem hann ætti hér. Sigurför vonaði hann að það yrði að lokum, sem J. B. væri að leggja út í ásamt öllum okkar samherjum m. fl. Næst flutti skáld konan Mrs. Margrét Sigurðsson, kvæði til ungmennisins, birt hér á eftir. — Þakkaði þá J. B. gjöfina með fáum orðum og hlýhug þann, sem fólk sýndi sér, og kvaðst aldrei mundi gleyma þessari stundu. —Þá fór kvenfólkið að búa út borð og bera á vistir, sem það kom með, og var þar ekki skorið við nöglur sér. Má það furðu gegna hve rausn- arlegar veitngarnar voru, þar sem konurnar höifðu mjög lítinn tíma til undirbúnings, að eins frá hádegi til klukkan fimm, vissu ekki fyr en um hádegi að Jóhann ætti að fara þá um kvöldið. En svo eru þær vanar við, og vísa eg til samkomanna, sem baldnar eru hér í bygð; þar fer eng- inn ómettur frá borðum. — Eftir borðhald voru sungin nokkur kvæði, einnig hafði herra Jón Run- ólfsson upp kvæði eftir sjálfan sig, sömuleiðis húsfrú Margrét Sigurðs- on. Að endingu var sungið “Eld- gamla ísafold” og nokkur skilnaðar- orð fram borin af hr. J. R. Við hjónin vottum hér með öllu þessu fólki (57 alls) okkar innileg- asta þakklæti fyrir heimsókn þessa og þá hluttekning, sem það sýndi við þetta tækifæri; því gleymum við aldrei. — Nú er verið að sópa þessa bygð af ungum mönnum á herskyldualdri; ömurlegt er það, en vonandi að sem flestir eigi aftur- kvæmt iheilbrigðir. Geysir, Man„ 13. maí 1918. B. Jóhannsson. Kvæði Þú, ungi vin, sem ert nú hurt að hverfa okkur frá uih lífsins torvelt svið; hjartasárin hart að mörgum sverfa, en helgur drottirtn æ þér veiti lið að stefna beint und stórveldanna merki og stríða fyrir æru og dygða rán, )>á verður höndin sigursæl að verki, og sviftir burtu glæpum, falsi og smán. Blessun drottins blíðust æ þér fylgi, hvar berst þú yfir daga og myrkva nótt, þótt töstulega tímans sjór sig ylgi, hinn tendrar ljós og brjóstum vekur þrótt. Farðu vel, þú fósturjarðar vinur, frægan sigur hljóttu utan iands; við óskum þér, þú ungi Islands hlynur, að aftur komir skrýddur heiðurs- kranz. Margrét Sigurðson. -------o------- hið ytra og sýnilega gangi úr sér og hverfi, þó heilar þjóðir líði undir lok og álfur sökkvi f sjó, iþá sé öllu líifi borgið, þvi að iífið skifti þá að eins um ilfkami og bústaði. Gervöll fraiíiþróunin sé f höndum frumvi't- undarinnar sem lifir og starfar í allri tilverunni, hinni sýnilogu og ósýniiegu. Og þótt einstaklingarnir, sálirnar, hverfi af einu leiðsviði jarðlífsins, þá komi þær fram á Öðru, því að hin stýrandi máttar- völd láti “Upp koma öðru sinni jörð úr ægi iðja igræna.” Og á hinni nýju jörð láta þau rísa nýja inenningu. Hver me.nning er sem bekkur eða deild í háskóla þeim, scim höfundur tilverunnar hefir isett á stofn, — háskóJia, er vér nefnuin “þenna hverfU'Ueikans heim.”— Frón, -------o------- Að mætast og að víkja (Eftir “Vísi.”) Menn mætast margvíslega á veg- um lífsins. Vinir mætast með gleði- brosi og víkja kurteislega hvor fyrir öðrum og hvor frá öðrum. Þeir, sem ekki þekkjast, halda hvor sína leið og gefa hvorugum öðrum gætur. — ----Óvinir sneiða svo langt úr vegi hver fyrir öðrum, sem unt er og gefa hver um sig hinum ilt auga, ef ekki er tími eða ástæður itil annars meira og verra. Að mætast og víkja þannig, á einkum við það, þegar nóg er svig- rúm og vegur breiður, en sé um >röngan og vondan veg að ræða, fer oft alt annan veg. Flestar þjóðir heims munu hafa fastar reglur fyrir því, hvernig menn eigi að víkja, þegar þeir mætast.l Aðal regian mun vera sú, að víkja( til hægri handar, og þó eru þær þjóðir til, sam víkja til vinstri hand-J ar, og þar á meðai erum vér íslend- ingar. Engin alþjóðaregla mun vera til fyrir þessu, og er þvi regla okkar fslendinga góð og gild, þar eð hún ekki kemur í bága við alþjóðalög, og það sem eru lög ber, öllum að halda, því fremur sem lögin eru ó- hjákvæmilega nauðsynleg, en engar Páskaey. (Framlli. frá 3. bls.) veit neina það hafi eimmitt verið “synir guðs”, senn kendu risunum að gera þessi jötunvöxnu líkneiski vest- ur á Páskaey og líkneskin í Bamía andal í Afghaniistan sem eru jafnvel onn þá stærri.” Hæsta líkneskið þar er 173 fet á hæð, og er, eins og kunn- ugt er, hæsta líkneiski í heimi. Ypra má að það sé hin sameiginlega minning þessara “sona guðs” og ris- anna, sem á að lifa þarna um ó- komnar aldir “steini studdar* vest- ur í Kyrrahafi. En of vér eigum erfitt með að fellia oss við þessa risakenningu, álítum, að vér séurn upp úr því vaxnir að trúa þvf, að tröll eða risar ihafi nokkru isinni lif- að hér í heimi, þá er hinn kosturinn fyrir höndum og hann er sýnu verri Vér verðum þá sem sé að gera ráð fyrir, að einhvern tíma í fyrndinni hafi 'þeir menn verið uppi sem hafi haft að einhverju leyti miklu meiri þekkingu til brunns að bera en jafnvel “okkar upplýstu tímar” eiga völ á. Það er þá sýnt að þeir hafa kunnað tök á óþektum náttúru- kröftum eða kunnað að gera sér þau flutnimgatæki sem hafa gert þeim kieiít að flytja þá kletta langar leiðir, sem verkfræðingar vorra tíma láta sér eigi koma til hugar að flytja í heilu lfki — þrátt fyrir 'alian sinn véiút'búnað. Hafa líkneskjasmiðir Páskaeyjar verið stærri menn og sterkari en menn eru nú á tímum, eða hafa þeir haft meiri verkfræði loga þekkingu til brunns að bera en verkfræðingar menningar þjóðanna bafa enn seim komið er? Eftirmáli. Það mun vara fátt, isem fær glætt eins tr.aust manna á forsjóninni eða hinum stýrandi máttarvöldum til verunnar, eins og sú trú eða skoð un: að þótt "alt sé í heiminum hverfult,” þá stefnir iþó alt j eina og sömu átt, framsók'naráttina, og á fyrir sér að ná fullkomnunar tak- markinu—að lokum, og <]>ær munu færri, 'þær kenningar eða fræðistefn- ur, isem megna fremur að glæða þessa bjartsýniistrú en framþróunar kenning guðspekinnar. Hún held ur j>ví mjög fram, að jafnvel þótt smá siðvenjur, sem aldrei getur komið að tjóni hvort fylgt er eða ekki. Reykjavík er að fá á sig talsverð- an stórborgarbrag í mörgu tilliti, og stöðugt fjölgar fólkinu í borginni okkar. Umtferð um okkar mjóu og fáu gangstéttir fer því stöðugt vax- ahdi, og veitir ekki af að fólkið sjálft igæti þess að hlýða settum reglum og lögum; en þvf fer fjarri að sivo sé í því hvernig menn mæt- ast og víkja. Alment ganga menn áfram af handa hófi og reglulaust og hlýzt oft ilt af, árekstur og jafn- vel meiðsl. Auk þess hrjóba mörgum 111 orð og heitingar af vörum við á- reksturinn; en um hugsanirnar veit m.aður minna. Það eru margir svo geðstórir, að þeir taka það ekki með þökkum að fá karl eða lconu flanandi öfugstreymis í fang sér, og sjá og finna þess ljós merk, að sá er móti raanni kemur, þykist eiga göt- una alla óskifía, og sýni þess engin merki, að hánn þurfi að hliðra til. Menn ætíu alment að fara að gera sér að regiu að víkja eins og vera ber og muna það, að á íslandi er regian sú, að víkja til vinstri handar, bæði úti á landi og eins inni í bæjunum. Ef allir, konur sem karlar, hefðu þetfca hugfast, þá yrði það fljótt að vana, og myndi firra fóik, er þarf að Iflýta sér, óþægind- um, en væri hinum hagalaust, sem iæðast áfram með brekkusnigils- ferð, eins og manni hefir stundum virzt iýsa sér á “rúntinum.” Vegfarandi. Aths. — Margvfslegar framfarir Wljóta nú að eiga sér stað á íslandi —þar isem farið er þar nú' að kénna fólki að “mætast og víkja” á götun- um á þann hátt að brjóta ekki réfct- ar reglur,—Ritst. I En nú er haft eftir þýzkum blöðum, að prófessor nokkuar í Zurich á Svisslandi, hafi nú nýlega fundið aðferð til þess að vmma þannig gull úr sjónum að komið geti til mála að borgi sig, og hafi hann keypt einkarétt á uppfundning sinni. — Frón. ------o------- Vélplógur. Nokkrir dugnaðarmenn á Akra- nesi (á íslandi) hafa gert fólag með sér-til }>ess að kaup vélplóg (motor- plóg) frá útlöndum á komandi vori. Plógur þessi er ærið stórvirkur og hið mesta þarfaþing; verður honum og í bezta lagi við komið á Akranesi þar sein saman liggja stórfeld flæmi garða og landa, sem hæf eru til ræktunar. — Má vænta þess, að fyr- irtæki þetta leiði til mikillar efling- ar garðræktar hér á landi og er þess hin mesta þörf,—Frón. NÝIR kaupendur geta feagið Heimskriaglu til ársloka fyrir aðeins EINN DOLLAR. Guil úr sj'ónum. Síðan sannað var með efnarann- sókn, að gull væri í sjónum, hefir jafnan verið mikil viðleitni til að finna aðferðir til að vinna það. Að vísu er gull ]>að, gem sjávarvátnið inniheldur, ekki mikið, í mesta lagi 0.00063 milligram í einum lítra af sjó, og þyrfti eftir því um hálft ann- að þúsundir smálesta af sjó, til þess að vinna úr eibt gramm af gulli. — “Anstor í blámóðu fjalla” bðk ASaUtetu Krlst- Jlinaair, rr til aSln a ■kriftíitfo Hetma- krtnlfln. Korrfnr JLTii, aend ptitMN. PinalS e«a akrlttð 8. Ð. 11. STRPHAIJJOJi, 729 Sherhreoke It., Wlnnlpes, $1.75 bókin Nú er tíminn fyrir þig, bóndi góður, að kaupa hagl-ábyrgð, og ákveða undir ems hvort þú ert reiðubúinn að verja þig gegn uppskeru missi eða ekki. • Þú stendur þig ekki við, að missa uppskeru þína af völdum hagls, en þú stendur þig vel við að greiða dálitla upphæð, til þess að vernda þig gegn hættunni. > # TRYGGING. Álíka þýðingarmikið er að kaupa hagl-ábyrgðina í áreiðanlegu félagi. Vér höfum einmit núna komist að samningum við The Employers’ Liability Assurance Corporation, Ltd., London, England, og gerst þar með þeirra aðal- umboðsmenn. Þetta félag er hið lang-traustasta brezkt félag, sem leyfi hefir á hagl- svæðunum 1 Vestur-Canada, með höfuðstól, sem nemur meira en tuttugu og einni miljón dollara. Með því að taka Policy (skírteini) hjá þessu félagi, þá ertu viss um að fá kröfum þínum fullnægt, fljóta afgreiðslu, ef þú tapar uppskeru og öldungis strang-áreiðanlega tryggingu. Skrifið á íslenzku. Þér getið skrifað oss hvort heldur þér kjósið á íslenzku eða ensku, og vér skulum senda yður eyðublöð til þess að fylla út, prentuð á íslenzku. Leit- íð undir eins hjá oss allra upplýsinga, er þér þarfníst. — Það getur'verið gott fyrir yður að eiga oss að^í öllu því er að haglskemdum lýtur. -------------------------------—-------------------------- Eldsábyrgð. Vér seljum einmg eldsábyrgðir af ölium tegundum, sem um- boðsmenn fyrir eitt sterkasta félag þeirrar tegundar í öllu landinu. Skrá yfir vátryggingargjöld á húsum, akuryrkjuverkfærum, bifreiðum og heimilismunum, send tafarlaust, þeim er æskja. J. J. Swanson & Co. 504 Kensington Building WINNIPEG

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.