Heimskringla - 06.06.1918, Blaðsíða 1

Heimskringla - 06.06.1918, Blaðsíða 1
Hinir Beztu—Sendið Oss Pantanir Opií á kveldin til kl. 8.30 Þesar Tennur Þurfa AðgerSar Sjáið mig' DR. C. C. JEFFREY “Hinn varkári tannlæknir” Cor. Logan Ave. og Main St. 12 þuml...........&S.25 13 ok 14 þuml.....$3.98 15 ok 13 l»uml. w . . $3.95 Sendií eftir vorri nýju Ver?iskrá.—Vér seljum allskonar verkfæri og vélparta THE JOHN F. McGEE CO. 79 Henry Ave., WINNIPEO XXXII. ÁR. WINNIPEG, MANITOBA, 6. JONI 1918 NOMER 37 FARNAR TIL FRAKKLANDS Una Kristbjörg Samson. Halldóra Ásta Walters. Átta hjúkrunarkonur lögðu af staS héðan til herstöðvanna í Evrópu á laugardaginn var. Á meðal þeirra voru tvær ís- lenzkar stúlkur, þær Miss Una Kristbjörg Samson og Miss Halldóra Ásta Walters .. Hinir mörgu vinir þeirra hér árna þeim allra heilla og skjótrar afturkomu. Eftirtektaverðar ákærur Styrjöldin Frá Vestur-vígstöívum. Síðan Þjóðveijar hófu sóknina miklu á Aisne svæðinu í byrjun síð- ustu viku, befir j)eim orðið mikið á- gengt og hrakið bandamenn aftur á bak á stórum svæðum. Aðal áhlaup J>eirra var á milli Noyon og Bheims og eftir að hafa brotist í gegn um skotgrafir Frakka bar fengu þeir hrint þeim alla leið að ánni Marne —og um leið tekið á sitt vald mörg borp og Ibæi. En að svo komnu hafa þeh' hvergi komist yfir á þessa og virðist alt benda til þess, að bandamönnum muni takast að veita þeim þarna það viðnám, að þeir koimist ekki lengra. Yið þessa seinustu atrennu eru Þjóðverjar komnir lengst áfram um 28 mílur og á einum stað eiga þeir ekki eftir nema 45 mílur til Parísar. Enda er borgin Parfe vafalaust aðal mark- mið þeirra, um það ber öllum fréttum saman. 1 lok síðustu viku höifðu þjóðverj- ar, að eigin sögn, tekið um 35,000 fanga og við þetta eiga að hafa bæzt frá átta til tíu þúsund fangar síðan. En að dæma af skýrslum Þjóðverja við undangengnar at- rennur þeirra, mun óhætt að full- yrða, að nú sem endrarnær muni til muna teygt úr fangatölunni — og fáir menn því finnast svo einfaldir og fljótfærnir að leggja trúnað á orð þeirra. Frá fyrstu tíð hafa Þjóð- verjar verð listfengir mjög að halla sannleikanum sér í vil. Ekki er því að neita að síðasta vika var þeim að mörgu leyti sigur- sæl og útlitið um tíma afar-ískyggi- legt hvað ibandamenn snerti. Eftir að Þjóðverjar höfðu tekið Soissons og aðrar varnarstöðvar, sem margir hafa talið áríðandi að bandamenn fengju haldið, var sízt að undra þó mörgum hér í fjarlægðinni færi að verða órótt innanbrjósts. En ekki er að heyra að herstjórar banda- manna á Frakklandi ihafi verið neitt kvíðaþrungnir yfir undanhaldinu og virðast stöðugt hafa verið von- góðir að Foch, æðsti herforingi þeirra, myndi fá veitt óvinunum viðnám og hafið sókn á móti er hon- um virtist tími til kominn. Og eins og nú horfir virðst góð ástæða til að halda að vonir þessar muni rætast. Frakkar hafa þegar ihafið áhlaup á móti á mörguin stöðum og unnið töluvert á. Hafa tekið marga staði aftur, sem hér þýðir ekki að nefna, og síðan í byrjun þessarar viku brotið öll áhlaup óvinanna á bak aftur. Við Amiens hafa Bretar var- ist öfluglega og þar verða Þjóðverj- ar 'stöðugt að lúta í lægra haldi. Einnig hefr Bretum gengið vel vfða annars staðar og borið sigur úr být- um f mörgum ihörðum viðureignum. í grend við Neuville-Vitasse stöðv- arnar gerðu Canada menn nýlega stórt áhlaup og gátu sér að vanda hinn bezta orðstír. Síðustu fréttir segja orustu mikla nú standa yfir í Ourcq dalnum og á svæðinu frá Oise til Marne og víð- ast hvar gangi bandamönnum að mun betur. Ekki virðast þeir enn þá þó hafa tekð neitt til muna af varaiiði sínu og er það góðs viti. Þegar sóknin verður fyrir alvöru hafin á þeirra hlið er því vonandi að Þjóðverjar fái að kenna afls- munar. —----o----- Bandaríkin Síðan 25. fjin. hafa þýzkir kafbátar verið að sökkva skipum fyrir fram- an Bandaríkjahafnir. Barst fyrst frétt um þetfa hingað á mánudag- inn í þessari viku og mun hafa kom- ið mörgum á óvart. Var þá sagt að 15 skipum hefði þegar verið sökt með fram ströndum Bíi uiaríkjanna og fyrir framan New York. Næsta dag birtist greinilegri fré't og var þá sagt að fuli vissa væri fyrir því fengin að 9 skipum iliefði þegar ver- ið sökt og of til vMl fleirum. Stærsta skipið, sem sökt var, farþegaskipið “Carolina”. Um borð á því voru um 220 farþegar, sem að sögn komust allir í bátana, en þegar þetta er skrifað hefir ekki ifrézt hvernig þeim ihefir reitt af eftir það. Eng- um af herflutningsskipum Banda- ríkjanna hafa þýzku kafbátarnir enn fengið grandað, sem þó vafa- laust liofir verið aðal augnamið þeirra. Sökuin manneklunnar, sem nú á sér ,stað víða syðra, er er stjórnin að gangast fyrir því að mönnum sé safnað til þess aðstoða við upp- skeruvinnuna. Er ráðgert, að stórir skarar af mönnum ferðist frá einu ríki í annað, eftir þwí sem þeirra er þörf, og verða margir þeirra sendir hingað til Canada til þess að vinna hér um tíma. Sagt er að Þjóðverjar í Bandaríkj- unum séu nú farnir að flytja til Canada í stórum hópum og megin- þorri þeirra haldi til vesturlandsins. Af hverju þessi útflutmingur þýzkra borgara í Bandaríkjunum stafar er öl'lum utan þeim sjálfum, hulinn leyndardómur. Ef til vill hefir þeim þótt Uncl'e Sam albhiarður í horn að taka síðan stríðið ibyrjaði og halda þar af leiðandi að þeim muni breyt- ing til hins betra að fiytja til Can- ada. Þann 29. f.m. brann til kaldra kola stórt vitskertrahæli í bænum Ool- umbia S. C., í Bandaríkjunum. Fór- ust 16 manms í eldi þessum og marg- ir urðu fyrir meiðslum. Margir af vitfirringunum voru lítt viðráðan- legir og stukku sumir þeirra inn í eidinn aftur eftir að búið var að bjarga þeim út. Bandríkin hafa mú að sögn sent eina miljón hermanna yfir hafið og er sagt að rúmur helmingur liðs þessa sé þegar kominn til orustu- svæðanna á Frakklandi Nú er ver- ið að framleiða um 700,000,000 punda af sprengieíni syðra og öll skotfæra- gerð stunduð þar í stórum stýl. Bandaríkja sjóflotimn er nú orðinn annar sá stærsti í heimi, en var sá fjórði í röðinni á undan stríðinu. Um 150 Bandaríkja herskip hafa verið send til Evrópu og 50 smærri skip, sem einnig eiga að notast til hernaðar. --------o-------- Skrásetningin. Eins og sagt hefir verið frá hér í 'blaðinu áður, fer fram almenn skrá- sotning hér í Canada 22. júní næst- komandi og verða þá allir, konur og karlar, að skrásetjast. Þetta má eniginn vanrækja eða draga sig í hlé, því vafalaust er þetta til góðs fyrir þjóðina. Markmiðið með þess- ari skráisetning er, að stjórnin fái að vit-a um allan mannafla landsins og eigi því hægra með að gera allar nauðsynlegar ráðstafanir og stuðla til þess, að vinnukraftur þjóðarinn- ar komi að sem beztum notum. Meiðyrðamál var nýlega liöfðað gegn ritstjóra einum í Lundúna- borg, sem Noel Poníberton-Billings heitir. Var hann sakaður um að hafa farið ósæmilegum orðum um leikkonu eina frá Bandaríkjunum, sem nú dvelur á Englandi. Hefir hann kært hana og leikhús það, sem liún lék í, fyrir að standa f nánu sambandi við “ólifnað” þann, sem njósnarar Þjóðverja hefðu kom- fet að fyrir löngu síðan og sem leitt hefði til þess að margar þúsundir karla og kvenna á Engla'ndi væru nú sama sem á valdi Þjóðverja. For- stöðumaður leikhússins og leikkon- an, sem sérstaklega var á ráðist, fengu ekki þolað þetta og hrintu tafarlaust af stokkum meiðyrða- máli. Mál þetta stendur nú yfir og heifir Noel Pemlberton-Billing, sem í við- bót við það að vera ritstjóri, er með- limur brezka þingsins, látið leiða fram mörg vitni því til sönnunar að staðhæfing hanis í blaðinu hafi Við góð og gild rök að styðjast. Kona cin, Mrs. Villiers Stewart að nafni, bar það fyrir réttinum, að hún vissi fullri vissu, að leynilögreglumenn Þjóðverja hefðu með ihöndum nafnaskrá, sem samanstæði af 47,000 nöfnum málsmetandi karla og kvenna á Englamdi, er þessi um- ræddi og ónefnanlegi “ólifnaður” hefði sannast á. Sökum þessa væri alt þetta ifólk á valdi Þjóðverja, því það vildi alt til vinna að þetta kæm- ist ekki upp. Annað vitni sagði nöfn Asquiths, fyrverandi stjórnar- formanns á Englandi, og konu hans vera í nafnaskrá þessari, einnig nafn Haldanes lávarðar og margra ann- ara hátt standandi og málsmetandi manna. Af staðhæfingum vitna þessara virðist svo sem Asquith hafi um iangan tíma verið algerlega á valdi Þjóðverja og þeim þar af leiðanidi hugleikið að hann gæti komfet til valda aftur á Englandi. En þar sem öll framkoma hans frá stríðsbyrjun hefir vottað það gagn- stæða, munu fáir fást til að trúa þessu. Vafalaust mun þó mörgum þykja þetta all-ískyggilegt og bíða með ó- þreyju eftir að fá að heyra hvernig máli þessu lyktar. -------o—------- Merkur maííur látínn. Seinasta mai andaðist að heimili sínu í Toronto John Ross Robert- son, eigandi og stoínandi blaðsins i Evening Telegram. Hann hafði ver- ið vefkur undanfarnar vikur og svo þungt haldinn upp á siðkastið, að engir ætluðu honum líf. Hann var í fremstu röð blaðamamna hér í landi og lét jafnan mikið til sin taka í öllum framfaramálum þjóðarinnar. Um 25 ára skeið stuðlaði hann mest allra að viðhaldi barna sjúkrahúss- ins í Toronto og veitti þvf all stór- kostlegan fjárstyrk, um hálfa miljón dollara. — 1 uppreistinni 1885 var hanm stddur hér í Winnipeg og þá fregnriti sfns eigin blaðs. -------o------- Verkfalli lokiS. Verkföll þau, sem nú um all-lang- an tima hafa staðið yfir i skipa- smíða-verkstæðum í Britfeh Cölum- bia, éru nú sögð að vera því nær á enda. Gideon Roibertson, sem sam- bandsstjórnin sendi hingað til Winnipeg á meðan verkföllin stöðu hér yfir, og sem góðan þátt átti í málalokum hér, heifir verið vestur frá síðan ,og lagt sig fram til þess að útkljá ofannefnd verkföll þar. Verkamenn víðast hvar virðast bera bezta traust til hans, og koma hans vestur á vafalaust stóran þátt í að leiða ágreiningsmál skipasmíða verkamannanna og verkveitenda til heppilegra lykta. ------o------- GuIlbrúÓkaup. Þann 29. þ.m. var þeim J. Clemens og konu hans haldð veglegt sam- sæti hér í Goodtemplara salnum í tilefni af því að dagur þessi var gullbrúðkaupsdagur þéirra. Fjöldi gesta voru þarna viðstaddir úr öll- um áttum og þar á meðal séra J. J. Clemens, sonur gulibrúðkaupshjón- anna og sem nú er herprestur í liði Bandaríkjanna. Samsætinu stýrði O. A. Eggertsson ieikari og fórst það vel eins og vænta mátti. * • -------o------ Sigur Grikkja í Macedoníu. Hersveitir Gfikkja, sem berjast samhliða Frökkum í Macedoniu, nnnu nýlega stóran sigur fyrir sunn- an Struma ána. Hröktu þeir óvin- ina þarna á all-stóru svæði, tóku um 1,500 fanga af liði þeirra ásamt stór- um birgðum af skotfærum og vist- um. Ljúka Frakkar miklu lofsorði á ihreysti grísku hermannanna og segja þá ágætlega vel æfða og búna beztu vopnum. Stefánsson væntanlegur heim. Frá Ottawa kemur sú frétt, að sjó- deildin hafi nýlega fengið skeyti frá Vilhjálmi Stefánssyni norðurfara þess efnis, að innan skamms leggi hann af stað til Victoria, B.C., og búist vð að koma þangað í byrjun þessum mánuði. Vilhjálmur er nú á góðum batavegi eftir veikindi sín og mun þetfca verða öllum ísiending- um sérstakt gleðiefni. Sagt er, að eftir að hann er kominn lieim, muni hann ferðast eitthvað um Canada og Bandaríkin og halda fyrirlestra. --------o-------- Særður á vígvelli. Oddur Johnson, sem áður bjó í Áliftavatnsbygðinni, en dvelur nú á Betel að Gimli, skrifar oss að fyrir skömmu siðan hafi hann fengið skeyti þess efnis, að sonur hans, Th. O. Johnson, sé nú særður á Frakk- landi — hafi fengið skot í annan handlegginn — og sé þar á sjúkra- húsi. Hann innritaðist í 223. her- deildina skömmu eftir að herdeild sú var stofnuð og fór með henni til Englands vorið 1916. Hann er á þrí- tugsaldri og ógiftur, fæddur á Is- landi en fluttist hingað ungur og Canada því fósturland hans, sem hann sjálfviljuglega bauð sig fram til að berjast fyrir. -------o--------" Spellvirki þýzkra flugmanna. Flugmenn Þjóðverja gera nú hverja árásina af annari á sjúkra- íhús bandamanna á Frakkiandi og virðtet þeim sérstakloga hugieikið að geta líflátið sem flestar hjúkrun- arkonur og sjúklinga.. Á síðastliðn- um 12 dögum hafa þeir gert sex á- rásir á sjúkrahús og við sumar þessar árásir orsakað töluvert manntjón — banað mörgum hjúkr- unarkonum og fjölda af .sjúklingum. Þar sem sjúkrahúsin eru með rnerkj- um er gefa til kynna hvaða staðir þetta séu liggur í augum uppi, að þess spellvirki þýzkra flugmannia muni framin af ásettu ráði. -------o-------- Fjársöfnun Raúða krossins. Fundur var haldinn að Gimli á mánudaginn með því augnamiði að kjósa nefnd til þess að hafa með höndum fjársöfnun fyrir Rauða- krossinn þar nyrðra. 1 nefnd þessa var kosið ötult og duglegt fólk, karlar og koniur, og mun því óhætt að fullyrða að vel og kapi»samlega verði starfað í þarfir Rauða kross- ins að Gimli. Bergthor Thordarson borgarstjóri var kosinn formaður nefndarinnar, en A. G. Polson fé- hirðir. Margir tðku til máls á fund- inum og ihjá ræðumönnum kom í ljós mikill áhugi fyrir máli þvf, sem fyrir lá. -------o-------- Islands fréttir. (“Vfsir” 25. apr. til 1. maí.) Sumardagurinn fyrsti er ekki enn orðinn almennur frídagur, eins og ætti að vera, en bönkunum og skrif- um ýmsum er þó lokað, og pósthús- inu frá kl. 1. “Willemose” kom hingað í gær (24.) tímanlega, hlaðinin ýmsum vör- um frá Danmörku. Hann lagði á stað þaðan nokkrum dögum á eftir Botníu. “Ýmir” kom inn til Hafnarfjarðar á sunnudaginn fullur af fiski og með 60 lifrarföt. Þifekipið ‘Surprise’ kom inn í vikunini með 9V4 þús., en “Acorn” með 9H þús. og “Haraldur” (í fjórða sinn) með 10 þúsund. “Gullfoss” fór héðan um kl. 7 í gærkveldi vestur um liaf. Þessir farþegar fóru með skipinu: Kaup- mennirnir: Arent Claessen, C. Ofeen, Jón Björnsson, Sigfús Blöndahl, Jóh. Ólafsson, Kristján Jónsson (Brynj- ólfssonar) og Jónatan Þorsteinsson og kona bans og Halldór Guðmunds- son rafmagnisfræðingur. Vorpróf eru nýafstaðin í Menta- skólanum og þykir það tíðindum sæta, að ákveðið hefir verið að eng- inn nemandi sem hlotið hefir vitn- isburðinn 0 í einhverri námsgTein, skuli fluttur upp úr bekk. Áður hefir það verið alsiða, að þó nem- endur fengju 0 í einni némsgrein hafa þeir komtet upp þrátt fyrir það, ef meðaleinkunin hefir hefir orðið nógu há, og munu sumir nem- ondur beinlínis liafa iliagað námi sínu þar eftir og oft og einatt lagt einhverja námsgreinina algerlega á hylluna með það fyrir augum, að þeir gætu samt náð prófi. Þessi nýja ákvörðun kennaranna befir því vakið megna óánægju meðal mem- enda og þykjast þeir ekki hafa verið viðbúnir þessari nýbreytni. Saltlauist er að verða hér í bæn- um svo að horfur eru á því að bátar þeir sumir, sem héðan hafa gengið til fiskjar, verði að hætta. Afli hef- ir verið ágætur á bátana og væri þetta því tilfinnanlegt tjón fyrir menn ,þá, sem þannig myndu mfesa ágæta atvinnu. Kolalaust var orðið hér svo ger- samlega áður en Borg kom, að sagt er að Wiillemose befði ekki komist hkðan fyrir kolaleysi, ef Borg befði hlekst á. Það hafði jafnvel komið til mála, að stöðva gasframleiðsluna hér í bænum og síðar hefði það verið sjálfgert. Fegursta sumarveður hefir verið þessa dagana um land alt.. í morg- un (27.) var þó með kaldasta móti og frost, 1,2 st. á ísafirði, og 05 á Grímsstöðum, 0,1 st. hiti á Seyðis- firði, 4 st. á Akureyri og í Rvík og 5,5 í Vestmannaeyjum. Nýtt skáta-félag (boy scouts) fyr- ir drengi á 14—18 ára aldri iiafa nokkrir nngir menn stofnað hér í bænum og ber það nafnið “Skátafé- lag Reykjavíkur.” í stjórn félagsins eru þeir Tryggvi Magnússon og Axel Andrésson. Atlantshafseyja félagið danska, er meðal íslendinga hefir hlotið nafn- ið ‘Skrælingjafélagið’, hélt nýlega fund í Khöfn, og var Jóhannesi Pat- ursson boðið á fundinn. Umræðu- efnið hafði verið eittlivað um sam- band Danmerkur og “hjálendanna” og hafði ifruinmælandi í ræðulok ráðist all fruntalega á gest félags- ins, Paturson, en er hann kvaddi sér hljóðs til svars, var honum alger- lega rneinað það. Lftur út fyrir að honum hafi verið boðið á fundinn í því skyni að íáta hann sitja undir skömmum. En auðvitað gekk hann og aðrir Færeyingar af fundi er hpn- um var bannað málfrelsi. — Félag þetta ætiar sýnilega ekki að “kafna undir nafninu”, enda er Knud Ber- lín nú kominn í stjórn þess og von- andi er að Danir einir verði látnir hafa 'heiðurinn af þvf að halda uppi þessu ‘skrælingjafélagi’ framvegis. Illir gestir þykja það, sem sagt er að gengið hafi á land við Breiða- fjörð í vetur. Það eru reifir þeir, sem aldir bafa verið upp undanfarin ár í Breiðafjarðareyjuimum, en þeir “löbbuðu sig í burtu” úr eyjunum í vetur, meðan fjörðurinn var lagð- ur. Eigendur refaklakanna segja, að refirnir hafi allir drepfet í vetur, en búendum við Breiðafjörð þykir sjón sögu ríkari um það, hvað um þá thafi orðið, þvf refirnir fara þar um sveitirnar í hópurn. Gera þeir sig jafnvel iheiinakomna á bæjun- um, því að þeir eru igæfir mjög sem eðlilegt er. Hafa nokkrir þeirra ver- ið skotnir. En búist er við því, að allur þorri þeirra “leggist út” á af- réttum og verði, er stnndir líða, hin versfca landplága. “Sigurfarinn” kom f fyrradag með 1214 þús. Mörg ifæreyisk ffe'kiskip hafa komið inn þessa dagana og munu yfirleitt hafa aflað vel. ‘Toyl- er” kom til Hafnarfjarðar í síðutsu viku með ágætan afla. “Surprise” (Einars Þorgilssonar) hafði komið með 10% þús. á dögunum. Sænskur ræðismaður er settur hér til bráðabirgða, í fjarveru Tofte bankastjóra John Fenger heildsali. Isinn á Eyjafirði brobnaði upp og rak út f nótt (30.) 1 gær var ísinn ó- breyttur að sjá á öllum innfirðin- um frá Hörgárgrunni, en auðvifcað farinn að grotna við ströndina. Taugaveiki hefir orðið vart í Hafnarfirði og hafa tekið hana 4—5 memn þar í 'bænum. Veikin er sögð illkynjuð. Botnía kom til Bergen á mánudag- inn og er nú komin til Khafnar. “Willemose” átti að fara héðan á- leiðis til Ameríku um hádegi í dag (1. maf). Hann á að sækja steinolíu- farrn. Póst flytur hann héðan til Halifax.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.