Heimskringla - 06.06.1918, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 6. JÚNI 1918
HEIMSKRINGLA
3. BLAÐSIÐA
elskum göfug friðarmál;
■vorrar tíðar velferð spilla
vondra manna svik og tál;
þrátt sem skapa skemd og voða,
skynsemina fótum troða.
Þar sem allir ætla að ráða,
ei fær þrifist mannleg stjórn;
vanast kraftar vits og dáða,
verður heimsku margt að fórnj
framsókn öll að óráðs-fálmi,
ekkert finst af skírum málmi.
Ef sér lýður ætlar ráða —
eins og réttur heimtar manns,—,
verður að neyta vits og dáða,
varast snörur freistarans.
■'Land skal æ með lögum byggja,
er lán og heiður þjóðar tryggja.
Alfaðir, sem alheim ræður —
aðalráður kærleikans—,
vill að allir eins og bræður
eigi hlut í ríki hans: ,
sérhver annars hlynna að högum,
helgum eftir kærleiks lögum.
S. J. Jóhannesson.
-------o-------
Lífið er dásamlegt.
HugleiSingar um landamæri
lífs og dauSæ
eftir
Steingrím Matthíasson.
I.
Líffræðingar telja þaS sameigin-
legt einkenni allra lifandi vera, að
þær eru gerðar úr ‘'sellum” eða
frumum. Lægstu verur eru að eims
ein fnuma ihver. Að vísu eru sjón-
aukar vorir eigi nógu góðir til að
geta greint fyrir okkur gerð hinna
lægstu frumdýra og plantna og við
vi'tum meira að' segja um verur svo
smáar, að engin smásjá getur stækk-
að þær svo að þær sjáist (t.d. sótt-
kvieikju bólusóttarinnar og gulu
hitasóttarinnar), en við ímyndum
okkur, að þess-ar lágu verur séu í
aðalatriðum aif sömu gerð og allar
liinar, sem við þekkjum.
Meginhluti hverrar frumu er hið
svonefnda frymi eða lífkvoða (pro-
toplasma) og ií því þéttari kjarni,
frumkjarninn. öll fyrirbrigði lífsins
virðast vera bundin við þessi líf-
færi hjá öllum iþeim lífsverum, er
við getum athugað nákvæmilega.
Ef lífkvoðan verður fyrir snöggum
eða megnum áhrifum, t.d. rafmagns
eða eiturefna, eða ef hún þornar eða
stirðnar og missir með því þá fljót-
andi hreyfingu, sem henni er eigin-
leg, þá hætta um leið allar lífshreyf-
ingar. Lífsmörkin hverfa og ekki er
annað en dauðamörk að finna. f
fryminu er vatn eitt af aðalefnun-
um. Ef vatnið þornar eða t.d. frýs,
þá stöðvast lífið í sama vetfangi, að
því er oss virðist.
En lífið getur stundum byrjað á
nýjan leik og með sama fjörinu og
áður, þrátt fyrir það þó það virðist
fyrir vorum sjónum hafa algerlega
stöðvast og líkaminn sýnist dauð-
ur------
I>að mun vera algengt um bakterí-
ur og aðrar frumverur, að þær geti
þornað upp, og sýna þær þá emgin
merki þess, að þær séu framar með
lífi — fyr en einn góðan veðurdag,
þegar hlýindi, raki og önnur Skil-
yrði eru fyrir hendi. i?á lifna þær
við aftur. Þetta fimst flestum fátt
um, þegar um svo lítiisigldar verur
er að ræða sem bakteríurnar, enda
komia þær oft illu einu til leiðar. En
sennilega finst mörgum það eftir-
tekbarverðara, að til eru ýms lægri
dýr, sem geta leikið þetta eftir
bakteríunum. Merkust þessara.smá-
dýra eru hjóldýrin (rotatoria), af
því að þau standa tiltölulega ofar-
lega og allur skapnaður þeirra er
furðu fjöibreyttur. I>au þorna upp
með poillunum, sem þau lifa í.
skoi-pna saman og sýnast steindauð.
Þannig liggja þau mánuðum saman
eða lengur. En þegar rigning kem-
ur og sólskin lifna þau við á ný, eins
og þau hefðu að eiins fengið sér vær-
an blund til hressingar. Silákepp-
irnir (tardigradal eru að vísu smá-
vaxnir, en engu ófullkomnari að
VINDUR I MAGANUM
SÚR MAGI, MELTING-
ARIÆYS, BR JÓSTSVIÐI
LŒKNAST TAFARLAUST MEÐ
bisuraTED
MAGNESia
í 5 GR. PLÖTUM OG EINNIG
SELT I DUFT FORMI.
BISURATBD MAGNESIA er magn-
esia sérstaklega samsett til þess aB
rátia þót á. hættulegum magasúr. ÞaS
er selt einungis í 5 gr. plötum eöa
duft formi í innsiglutSum umbútium. —
LátitS ekki glepjast á vanalegri Magn-
esiu, Magnesiu mjólk etia Citrate of
Magnesia. LítitS eftir ortSinu BISUR-
ATED og kaupitS þatS einungis; til sölu
hjá ÖLLUM LYFSÖLUM.
gerð en hjóldýrin. Þeir þoia einnig
að þorna upp og verða að skrælu-
þurru hismi. Þeir geta legið þannig
árum saman algerlega líflausir að
sjá. En jafnskjótt og væta kemur,
færist líf í þá og þeir lifna við á ný.
Pleiri dýrafceguindir mætti nefna,
sem haga sér líkt þessu, en þessi
dæmi nægja.
öll vitum við, að mikill kuldi er
óhollur öllu, sem lífsanda dregur,
bæði jurtum og dýrum. Elestir
menn hafa séð, ihvernig flugur detta
út af, þegar kólnar, og liggja að því
er virðist líflausar í gluggakistunni.
En jafnskjótt og sólin skín, færist
fjör í þær og þær fljúga suðandi um
laftið. Líkt er um ýins æðri dýr, t.
d. skriðdýr og slöngur.
En korni mikið frost, þá tekur út
yfir og fjöldinn allur iaf dýrum og
jurtum verður heltekinn af kuldan-
um og sofnar þá svefni eilífðarinnar.
En svo er þó ekki ætíð, sem betur
fer.
Til eru ýmsar lifandi verur, bæði
frumverur, plöntur og dýr, sem þola
helkulda frostsins alveg furðanlega
vel og lengi, en þó því að eins, að
þiðnunin komi hægfara, smátt og
smátt á eftir.
l>að er alkunnugt, að í norðlæg-
um iöndum gaddfrýs mikill bluti
alls grassvarðarins og sefur í helj-
arböndum alian vetur. En þegar
vorar og þiðnar, losnar lífið úr læð-
imgi, laufin fara að spretta og brum-
hnappar opnast, er riýlega voru
harðir sem kaldur klaki.
f>ar sem frostið er mest í Síberíu
og Ameríku, gaddfrjósa trén og
verða svo stirðkalin og hörð, að stál-
axir hrökkva sem gler í sundur, ef
reynt er að höggva þau (stálið verð-
ur líka stökkvara í frosti). — Þann-
ig er það marg-sannað, að ýmsar
plöntur þola þann frostkulda, sem
vér þekkjum mesfcan í náttúrunni,
sem er um 70 gr. C. (eins og t.d. í
kringum Yierchojnask í Síberíu).
Látum nú svo vera, að plöntumar
þoli þessi feikn.en slíktmundi marg-
ur telja Óboðlegt öllum dýrum. En
þó fer fjarri þvi, að svo sé.
Það er alkunnugt, að sníglar,
froskar og ýmsar fiskategundir þola
að gaddfrjósa uim leið og vötnin,
siem þeir lifa í, botnfrjósa á vetrum.
Þegar þíðan kemur á vorin, lifna
dýrin við aftur og virðast e'kki
kenna sér neins meins á eftir. Þetta
má furðulegt iheita.
En eðlisfræðingum hefir tekist
með frystivélum að framleiða langt-
um meira frost en fyrir kemur úti í
náttúrunni eða um 250 gr. C. Og nú
hefir það sannast, að ýmsar bakfcer-
íutegundir þola í langan tímia að
verða fyrir áhrifum þessa heljar-
kulda; þær lifna við aftur og ná
fullu fjöri á ný, þegar hiýnar. Það
er þessi sannreynd er hefir komið
sænska eðlisfræðingnum Svante
Arrhenius, til að leiða skynsamleg
rök að því, að líf geti borist um him-
ingeiminn hnattanna í milli; en úti
í geimnum halda menn að svipaður
kuldi drotni og sá, sem áður var
nefndur og vér þekkjum mestan.
Sumir sníglar liggja, að því er
virðist, steindauðir í kuldakreppu
aillan veturinn, en lifna við á vorin.
Á hiaustin draga þeir sig inn í sníg-
ilhúsið eða kuðungana og loka svo
þéfct fyrir opin mieð fótlokunum, að
ekkert loft kemst inn. Til þess nú að
ganga rir skugga um, hvort snígl-
arnir opni ekki lokið við og við til
að anda að sér lofti, hafa þær til-
raunir verið gerðar, að iláta þá liggja
í olíu eða kvikasilfri, sem hvort-
tveggja útilokar loft algenlega. En
þrátt fyrir það lifna dýrin við á
sínum tíma. Enn fremur hefir reynst
óhætt að frysta þá i langan tima í
120 gr. frosti, og þá lifnuðu þeir við
aftur eftir hæga og varlega þiðnun.
Svipaðar tilraunir hafa verið .gerðar
með froska og fiska. Reyndar þola
þeir ekki annað eins grimdarfrost
og snígiarnir en óhætt er, að þeir
gaddfrjósi, svo að öli lfffæri verði
helfreðin og hörð sem klaki.
Hvernig víkur nú þessu við?
Hvernig geta gaddfrosnir fiskar lifn-
að við og orðið spriklandi fjörugir
á ný? Það 'sýnist í rauninni litlu
trúlegra en það, sem kveðið var um,
þegar Stokkseyrardraugurinn var á
ferðinni hérna um árið:
“Svo mikill var Satans kraftur,
að saltaðir gengu þorskar aftur.”
En sleppum öilu gamni. Eyrir vor-
um sjómum eru þessar gaddfrosnu
verur allar alveg dauðar. Hjá þeim
er enigin lífsmörk að finna, og með
vorum beztu sjónaukum og öðrum
áhöldum verðum við ekki vör við
nein lífsmörk; þau sjiást að eins þá
fyrst, þegar tilraunir eru gerðav til
að lífga þær. Þá keanst alt á ið og
skrið og það er eingöngu þess vegna
sem náttúrufræðingar halda því
fi’am, að hér sé að eins um dauðadá
en ekki dauða að ræða. Þeir sogja,
lífið er okki farið, það iiggur niðri,
eða er falið (iatent) eins og eldur er
falinin á hlóðum. En hér segja þeir
í rauninni meira, en þeir geta stað-
ið við; því hvar er oldurinn? Þeir
finna hann ekki.
Með orðatiltækinu ‘falið Mf’ meina
Mffræðingar, að ljósihræringar frym-
isins séu í rauninni ekki hættar,
þó ofckur sýnist svo, heldur haldi
þær áfram, en að eins ofur hægt. En
sé það þannig, að iif geti leynst í
helstirðum, klaka hörðuin líffærum,
þá fer það að verða eins trúlegt, að
líf leynist í steinum og málmum,
eins og sumir hafa viljað halda
fram (t.d. indverski fræðimaðurinn
Bosc). Og þá er líf langt um víð-
tækara og víðar að finna en vér höf-
um hingað til haldið, nema vér sé-
um sömu skoðunar og þýzki spek-
ingurinn Fechier, að jörðin sé kvik
og of til vill allur heimur sé ein
feikna skepna með fullu fjöri. (Sjá
Skír'ni, . h. 1914: “Hefir jörðin sál?”
eftir dr. Gm. F.)
En aðrir munu segja: Þegar lif-
andi vera er stirðnuð og gaddfrosin,
þá er lífið um leið algerlega stöðvað
og dauðinn er seztur að í lífsins
stað; frostið h-efir 'stöðvað alla lífs-
hreyfingu. En frostið heldur hins
vegar öllum líffærunum heilum og
óskemdum, svo að þau geta byrjað
að starfa á n-ý jafnskjótt og góð skil-
yrði — hæfilegur hiti o. fl. — eru
fengin affcur. Og þeir líkja þvl við
gufuvélina, sem stöðvast, Jiegar eld-
urinn sloknar í kolunum, en hreyfist
að nýju, þegar kveikt er upp og guf-
an myndast á ný.
Enn eru aðrir, sem segja: Við
mennirnir erum gæddir líkama og
sál. Sálin er sama og lífið og er and-
legs -eðlis og æðra eðlis en Mkamin-n.
Líkaminn verður lifandi fyrir sam-
band hans við sálina. Jafnskjótt og
sálin fer burt, liggur líkaminn dauð-
ur eftir. En sé það svo, að menn-
irnir liafi sál, þá hafa dýrin lika sál,
og yfir höfuð allar lifandi verur, þó
sál þeirra sé ófullkomnari en vor.
Hverjir hafa rétt fyrir sér? Því
getur hver sv-arað eftir þvf, sem hon-
unn þykir sen-nilegast.
II.
1 kaflanum hér á undan var ein-
ungis að ræða um iægstu verur og
um plöntur og dýr m-eð köldu blóði.
Þar voru engin tvfmæli á, að lífs-
hreyfingar þeirra geta, að því er oss
virðist, algerlega stöðvast og engin
Iffsmörk verið frainar að finna; en
þrátt fyrir það getur lífið komið aft-
ur, svo að plöntur og dýr virðast
rísa uppfr-á dauðum.
En þekkjum vér nokkuð svipað
um æðri dýrin, spendýrln og þá Mka
æðstu skepnu jarðarinanr, manninn
sjálfan?
Hér á landi (Islandi) eru engin
dýr, sem liggja í vetrardvala, sem
kallað er, en vfða erlendis eru dæmi
þess eins og t.d. björninin, greifing-
inn, sum nagdýr, bmdd-geltir o. 11.
Áður en fer að harðna á haustin og
bjargir að bannast, hafa þes-si dýr
venjulega safnað góðum holdum og
eru orðin feit. íégar svo er komið,
er sem þau finni á sér, að erfiðum
tfmum sé að mæta, og búa þau sér
þá híð ýiriisj inni í hellum eða í
skógarfylgsnum og holum og hlúa
v-el að sér, -svo að frost mái -ekki inn
til þeirra. Síðan leggjast þau til
svefns og hætta að nærast, og nú
liggja þau næringarlaus í föstum
svefni mánuðum saman. Andar-
drátturinn verður smám sam-am svo
hægifara, að varla verður -gneint að
brjóstið bærist. Hjartað 'slær svo
örhægt, að það finst varla eða ekki,
svo að blóðrásin gengur mjög sila-
le-ga og iblóðhitinn lækkar um mörg
stig m-iður fyrir venjulegan líkam-s-
hita. En þegar vorar og ihlýnar f
lofti 'fara þau á kreik, en eru í fyrstu
mjög máttfarin og mögur.
Þekkjum við nú nokkur dæmi
þess, að rnenn geti lagst í svipaðan
dvala og þosisi dvaladýr?
Það fara margar sögur af hinum
svomefndu fakírum á Indiandi, sem
sagt er að geti eftir vild lagst í dá,
látið múra sig inn í loftlitlar hvelf-
ingar og geti legið í dvala eða dái
næringarlausir f lan-gan fcíma. Þess-
ar sögur -eru margar eitthvað ýktar,
en ým-sir vísind-amenn hafa þó ekki
viljað neifca þvf, að þetta getl átt eér
stað, l>ví að það er árefðanlog vissa
fyrir þvf, að móðursýkissjúklingar
geta stundum ifallið í svo djúpan
dvala, að lífið virðist liggja niðri
um stund. Svipað kemur fyrir um
fcaugaveikis- og kólerusjúklinga, sem
Garð-land
til sölu
A PortnRe Ave., nftlæftt Mnrrny
l'ark. Ile/.ti RnutÍflnlnÍN jnrtJvejp-
nr. lIAtt ogr luirt. Lækur rennur
í gegn um eignina. Jört5 þessa á
nú gömul kona, sem ekki hefir
tök á at5 færa sér hana í nyt.
Skrifit5 e?5a sími« til
ADVERTISKR,
Dept. H
!M>2 Coufeileration Iilfe llldg.
Wlnttlpegr.
Telephone M. 2391
eru langt leiddlr. Tilfinningin er
þá farim, andardrátturinn hættur,
hjartað finst þá ekki slá og blóð-
hitinn lækkar töluvert niður fyrir
venjulegan hita. En þetta dvalaá-
stand eða stjarfi helzt þó ekki
m-arga daga í einu. Eigi að síður er
það mesta ifurða, að lífið skuli geta
haldist meira en stutta stund í þess-
ari mynd.
í hinu ágæta riti prófessor Weiss,
“Om Livet og dets Love”, er sagt frá
enskum ofursta, Townsend að n-afni,
sem var gæddur þeirri gáfu, að geta
lagst í dá eftir vild. Hanin gerði
þetta hvað eftir annað í viðurvist
þriggja lækna, sem voru vel þektir
vísindamenn, og gátu þeir ekki ann-
að séð en að ofurstinn lægi þar sem
liðið lík; andardrátturinn var hætt-
ur og hjartað stóð kyrt.
Með skírskotun til þessarar áreið-
anlegu frásagnar finst próf. Weiss
að ekki sé rétt að fortaka, að marg-
ar fakírasögurn-ar séu sannar, en þá
verður manni að halda, að ýmsar
sagnir um menn, sem eiga að hafa
dáið og risið upp fná dauðum — eft-
ir því sem fólki he-fir virzt — séu
líka sann-ar. En víst er um það, að
alt er ákveðnu lögmáli bundið, og
þó bkkur virðist surnt yfirnáttúr-.
le-gt, ]>á er það svo einungis af því,
að oss brestur skilning á hlutumum.
Yér læknar sjáum ekki svo sjaldan
inenn í slíku dauðadái, að örðugt
er að skera úr því í fljótu bragði,
hvort enn leynist líf eða það sé öld-
ungis slo'knað. Mörg börn fæðast
svo líflítil, að ekki ber á neinu lífs-
inarki, fyr en Mfgunartilraunir eru
gerðar. Og sama er að segja um
menn, sem sagðir eru kafnaðir og
druknaðir, að t-akast roá að lífga, ef
nógu fljótt er brugðið við. Eg liefi
nokkrum sinnum verfð sjónarvottur
að þvf, hvernig tekist hefir að lífga
manneskjur, sem sýndust dauðar.
1 fyiira sumar kom það fyrir mig,
eins og marga aðra lækna hefir hent
að lífga við barn með barkaskurði,
en það var — að þvf er mér virtist —
algerlega kafnað í höndunum á mér.
Móðirin beið angistarfull úti í gang-
inium í sjúkr-ahúsinu, og eg kveið
fyr'ÍT að þurfa að segja henni frá
andiláti barnsins. Eg þóttist sann-
færður um, að barnið væri dautt,
en af einhverri innri hvöt gerði eg
á því barkask'U'ð -og v-erð eg að
segja, að það var gert í fullu trú-
leysi á, að það hefði nokkurn árang-
ur. Og aldrei gleymi eg þvf augna-
bliki, þegar blessað barnið opnaði
au-gun og ilífsin® glampi lýsti út úr
þeiin, eins og sálin væri komin aftur
frá öðrum heimi. Mér fanst eg sjá
það þá gleggra en nokkru sinni,
hve -lífið er dásamlegt, og ofar öllu
jarðnesku.
Hjá merkum skurðlækni dönsk-
u-m (próf. Maag, sem nú or dáinn)
kom það fyrir, eins og aðra hefir
einnig h-ent, að sjúklimgur féll í dá
við klóróform-svæfingu. Hjartað
hætti að slá og andardráttur stöðv-
aðist. Maðurinn sýndist d-auður.
Nú voru reyndar venjuilegar lífgun-
artilraunir, en árangurslaust. Þá
skar Maag np -á brjósthol sjúklings-
ins svo stórt að hann kom inn -hend-
inni; og nú tók hann um hjartað og
tók að kreista það í jöfnum fcakt, til
að koma blóðrásinni á stað, en jafn-
framt lét hann halda áfr-am andar-
dráttar ihreyfingum. Eftir nokkra
sturnd gat hjartað slegið sjálfkrafa,
líf færðist f manninn og andardrátt-
urin varð eðlilegur. En maðurinn
v-aknaði þó ekki til meðvitundar, og
etftir dægur hni-gnaði lionum aftur
svo, að hann dó. — Þetta dæmi sýn-
ir, að lífið getur komið aftur — að
miinista kosti að nokkru leyti — þó
að hjartað sé áþreifan'lega hætt að
slá.
Af ofanrituðu er ljóst, að það eru
ekki einungis lægri dýrin, sem geta
lifnað úr dái, sem okkur isýnist vera
alger dauði, heldur líka fu-llkomn-
asta veran á jarðríki, m'aðurinn. En
þó er Mfsegja mannsins langt um
minini en imargra lægri dýra.
III.
í daglegu tali segjum við: Mað-
urinn er dáinn. En í rauninni er
maðurinn ekki algerlega dáinn í
andllátinu. Rétfcara er að segja:
Maðurin er ahdaður eða skilinn við,
(Framh. á 7. bts.)
Þegar hlaðan þín er fullsmíðuð,
þá málaðu hana undir eins. Hver
einasti dagur sem loftið nær að
leika um hina ómáluðu veggi,
styttir aldur hennar um dag. —
Þú borgar fyrir farva hvort sem
þú notar hann eða ekki—svo þér
er bezt að nota hann.
Þinn
STEPHENS
kaupmaður
mun fúslega
gefa allar
nauðsynlegar
upplýsngar.
HLÖÐU-MÁL >
er búið til að Vestur-Canada fé-
lagi fyrir Vesturlandið. Fjós korn-
hlöður, girðingar, verkfæraskýli
og allar byggingar bóndans. Og
þetta mál er brúkað af járnbraut
um og kornhlöðu félögum—sem
er næg trygging þess að þú fær
rentu-rentu af þeim peningum, er
þú leggur í farvann.
G. F. STEPHENS & CO, Ltd.
Paint and Vamish Makers
WINNIPEG - - - - CANADA
ielevator
^IPAINT#
, QNo |° oxiof J
«j»»»«0°°
ÍBí»íís"i co-
52
KAUPIÐ
Heimskringlu
Blað FÓLKSINS og FRJALSRA skoðana og elsta fréttablað Vestur-lslendmga
Þrjár Sögur!
og einn árgangur af blaðinu fá nýir kaupendur, sem senda
oss fyrirfram eins árs andvirði blaðsins. — Fyr eða síðar
kaupa flestir lslendingar Heismkringlu. — Hví ekki að
bregða við nú og nota bezta tækifærið ? — Nú geta nýir
kaupendur valið þrjár af eftirfylgjandi sögum:
“SYLVIA.” “HIN LEYNDARDÓMSFULLU SKJÖL.” “D0L0RES.”
“JÓN 0G LARA.” “ÆTTAREINKENNIÐ.” “HVER VAR HON?”
“LÁRA.” “LJÓSVÖRÐURINN.” “KYNJAGULL.” “BROEHJR-
DÓTTIR AMTMANNSINS.”
Sögusafn Heimskringlu
Þessar bækur fást
keyptar á skrífstofu
Heimskríngiu, meðan
upplagiíS hrekkur.
Enginn auka
kosfenatSur við póst-
gjald, vér borgum
þann kostnaS.
Sylvía $0.30
Bróðurdóttir amtmannsins 0.30
Ðolores 0.30
Hin Ieyndardómsfullu skjöl 0.40
Jón og Lára 0.40
Ættareinkennið 0.30
Ljósvörðurinn 0.45
Hver var hún? 0.50
Kynjagull 0.35
Mórauða músin 0.50
Spellvirkjarnir 0.50