Heimskringla - 27.06.1918, Page 1

Heimskringla - 27.06.1918, Page 1
Opíð á kveldin til kl. 8.30 í>egar Tennur Þurla Aígerðar Sjáið mig DR. C. C. JEFFREY ‘‘Hinn varkári tannlæknir” Cor. Logan Ave. og Maln 8t. SLÁTTUVÉLA- og bindara- PARTAR ALLS KONAR Blndara Segrldflkar, hver ----- $7.50 Slflítuvf'la Hnffblö'5 (25) --- 1.75 Blndara Hnlfblöb (25)------------1.75 SlAttnvéla Hnlfar, hver ----- 2.75 Blndara Hntfar, hver ------ 3.25 SIAttuvfla og Blndara Guardn - - 0.35 Guard Platea (25)----------------1.50 Sendiö eftir vorri nýju VerÖskrá.—Vér seljum allskonar verkfæri og vélpart* THE JOHN F. McGEE CO. 79 Henr; Ave., WINNIPKO xxxn. AR. WINNIPEG, MANITOBA, 27. JÚNI 1918 NÚMER 40 Islenzk hetja fallin. Joe G. Johnston. Jóhannes GuíSmundur ÞóríSarson er einn þeirra vösku íslenzku hermanna, sem fallið hafa í þjónustu aettjarðar sinnar. Hann var sonur Þórðar Johnston frá Neðra-Hálsi í Kjósarsýslu á Islandi og konu hans, Guðbjargar Guð- mundsdóttur frá Káraneskoti í sömu sýslu. Hann var fæddur á Gimli í Manitoba 15. maí 1892. Þaðan fluttist hann með foreldrum sínum til Winnipegosis 1897 og ólst þar upp til þess er hann var tuttugu og þriggja ára að aldri. Hinn 3. ágúst 1915 innritaðist hann í 79. herdeildina, sem þá var í Brandon, Man., og dvaldi þar við heræfingar um sex mánaða tíma, og fór svo til Englands í apríl 1916. Þar var hann gerður að undirforingja (Corporal). Á Eng- landi var hann í sex mánuði við að æfa menn til herþjón- ustu og átti að vera við það starf framvegis, en bauðst til að fara til Frakklands með 43. Canadian Highlanders í október 1916. Á Frakklandi tók hann drengilegan þátt í stríðinu. Skömmu áður en hann féll hafði hann verið gerður að liðþjálfa (Sergeant) fyrir vasklega framgöngu, og var hann að leiða menn sína til atlögu er hann féll, í hinni skæðu orustu 26. október 1917. Joe var fríður maður sýnum, bjarthærður og góðmann- legur á svíp. Hann var með hærri mönnum á vöxt og fag- urlega vaxinn, þíður og innilegur í öllum viðræðpm, orð- var og gætinn og ávann sér hylli allra, sem hann kyntist. Fráfall þessa ungmennis hefir vakið mikinn söknuð, bæði skyldum og vandalausum. Vinur.. Fyrlr lönffu Mlban l»nr«t mébur hln« lAtnn eftlr fylarjandl bréf frA majAr herMveltar þelrrar^ er Serjfeant Johnnton tllheyrbl. Bréf l>etta akýrlr MjAlft ok vottar ljflaleKa I hve mlklu Alltl þeaal hrauMtl ok huicprAbl fMlenxkl hermaflur heftr verlb, hæftl hjA yflr- mffnnum Mfnum ok ffllÖKumi •‘IlelKÍum. 6. nðvember 1917. Kæra Mrn. Johnaton! Me5 djúpum treica tllkynnl eg yflur dnufta nonar yfiar, Seryceant JohnMton, Mem fflll 1 oruatu morycunlnn 26. oktAher. SerKennt JohnMton er harmdauffl öllum f herdelldinnl. var mvo vlnaæll ok hnfbl nfkaMtab mvo frAbærleyca mlklu Mtarfl, ekkl eln- KflnKU vlb betta tllfelll, heldur vlb allar undanfarandl atlöicur, er hann ætfft nýndi hina mentu huKprýfll oic var þfl vlMMuleica öllnm tll fyrlrm.vndar, nem foryatu hana nutu. Sonur jflar féll f aprenyclkAInahrfb, dfl tafarlaunt oyc kvalalauMt ok var jarbabur nAlægrt hlettlnum, þar nem hann féll. Vottandl ybur InnileicuMtu Mamhyirb f hinnl mlklu MorK yflar, Kr eg yffar einlæicur TOM TAYLOR, Major. Styrjöldin Frá Vestur-vígitöívum. Eina stórorustan, sem háð var á vesturvígstöðvui)um síðustu viku, var sókn Þjóðverja gegn borginni Rheims og hefði að líkindum meir úr orðið, ef vörn Frakka hefði ekki reynst jafn örugg. Viðbún- aður Þjóðverja á þessu svæði hafði verið mikill undanfarandi daga og er þeir hófu sóknina höfðu þeir dregið þarna að feiki- legan her — um 40,000 manna. Atlöguna hófu þeir að vanda með grimd mikilli og otuðu liði sínu fram án minstu vægðar. En svo knálega tóku Frakkar á móti þeim, að áður langt leið urðu þeir þarna undan að hrökkva við stór- kostlegt mannfall. Síðan hafa Þjóðverjar lítið þorað að láta á sér bæra á Rheims svæðinu og fyrsta sprettinn eftir orustu þessa höfðu þeir ærið nóg að gera að jarða þá dauðu. Aðrir stórslagir hafa ekki verið háðir nú um tíma á Frakklandi eða í Flandri og báðar hliðar lát- ið sér nægja, að gera smá-áhlaup hér og þar. Hvergi hafa Þjóð- verjar komist áfram neitt sem heit- ir og í nokkrum stöðum verið hraktir á bak aftur. Eftir miðja síðustu viku gerðu Bretar mörg á- hlaup og flest á þeim svæðum, þar sem undirbúningur Þjóðverja virtist einna mestur, og báru hærri hlut í öllum þeim viðureignum. Var þá um tíma haldið, að þeir þýzku mundu gera öfluga atrennu gegn Bretum á stórum svæðum, en að svo komnu hefir þetta ekki komið á daginn. Hvar þeir láta næsta höggið ríða er enn þá hul- inn leyndardórrjur, en engum vaía virðist undirorpið, að stórrar og öflugrar sóknar sé að vænta frá þeirra hálfu áður langt líður. Er haft eftir föngunum, að mörgum af þýzku herforingjunum sé farið að þykja full-ískyggilegt hve ört Bandaríkin koma nú hermönnum sínum yfir hafið, og gangi ekki að því gruflandi lengur, að þetta geti orðið þeim stór hætta áður marg- ir mánuðir líða. Eina úrræði Þjóðverja, þegar svo er komið, er því að sækja og reyna að sigra áð- ur her bandamanna þannig verð- ur öflugri. ------o------ Sigrar ítala. Sókn Austurríkismanna gegn ltölum er nú lokð—í bráðina að minsta kosti—og hafa þeir beðið hinn mesta ósigur. Á þeim svæð um þar sem þeir komust yfir Piave ána, urðu ófarir þeirra þó einna mestar og voru heilar herdeildir af liði þeirra þar strádrepnar niður. Manntjón þeirra í alt er sagt að vera um 200 þúsundir manna og um 46 þúsundir fanga hafa Italir tekið af liði þeirra. Flóð í Piave ánni gerðu Austurríkismönnum hálfu örðugra fyrir og áttu að sjálfsögðu stóran þátt í hinum mikla ósigri þeirra. — Þetta er stærsti sigur bandaþjóðanna í seinni tíð og meir en vegur upp á móti sigri Þjóðverja á Frakklandi. ------o------ Óeirðir í Ukraníu. Sagt er að uppreistir miklar eigi sérstað í Ukraníu (suðurhluta Rússlands) og sem byrjað hafi í höfuðborginni Kiev og svo þaðan breiðst til Poltava og Tohernigow héraðanna. Vistaskortur og megn óánægja gegn Þjóðverjum eru aðal-orsakirnar, sem hrundið hafa uppreistum þessum af stað. Taka þátt í þeim margar þúsundir bor,;- arbúa og bænda. ------o—•---- Vélasmiðir gera verkfall. Um 400 vélasmiðir, sem vinna á verkstæíðum C.P.R. járnbrautar- félagsins hér í borg, gerðu verk- fall í vikunni sem leið. Iðnfélag þeirra (union) hafði farið þess á íeit við C. P.R. félagið að reka mann einn úr vinnu, Amos Stew- art að nafni, en verið neitað og leiddi þetta til þess, að verkfallið var hafið. Ef til vill getur verk- fall þetta orðið neisti að stóru báli, því sagt er að með allri C.P. R. brautinni séu nú ótal samhygð- ar-verkföll í aðsigi, en enn sem komið er taka ekki þátt í þessu aðrir en vélasmiðir og málm- vinslu starfsmenn. Óvinsældir þessa eina manns, sem misklið þessari valda, orsakast af því, að hann er ekki tilheyrandi iðnfélagi vélasmiðanna og skoðast því “ó- alandi og óferjandi” í þeirra aug- um. -------o------- Góðir gestir. Heil herdeild frá Bandaríkjun- um er nú að fara gegn um Canada á leiðinni til vígvallanna á Frakk- landi. Á þriðjudaginn var her- deild þessi stödd hér í Winnipeg og hlaut hér hinar beztu viðtökur. Múgur og margmenni var saman komið (i járnbrautarstöðinni um morguninn til þess að mæta henni og þar með fjöldi hermanna. Var alt gert til þess að láta þessum knálegu Bandaríkja hermönnum ekki leiðast um daginn og má með sanni segja, að þeir hafi “her- tekið" Winnipeg—hjörtu Winni- peg-búa að minsta kostil Um kvöldið voru þeir kvaddir með miklum gleðilátum, er þeir stigu á lestina austur. — Á öðrum stað í blaðinu er ögn betur á þá minst. Kirkjuþingið. Ársþing kirkjufélagsins hófst þann 19. þ.m., eins og skýrt var frá í siðasta blaði, og stóð yfir þangað til á mánudaginn í þessari viku. Sátu það um 60 erind- rekar víðsvegar að úr 0«>am Is- lendinga. öll starfsmál kirkjuíé- lagsins voru rædd að vanda á þinginu og fyrirlestrar fluttir. Em- bættis kosningar fóru þannig, að séra B. B. Jónsson var í einu hljóði endurkosinn forseti kirkju- félagsins, en séra K. K. Ólafsson varaforseti. Séra Fr. Hallgríms son var kosinn skrifari og J. J. Vopni féhirðir, en séra Jóhann Bjarnason varaskrifari og J. J. Bildfell varaféhirðir. Skýrslur ei lagðar voru fyrir þingið, sýndu, að nemendur við Jóns Bjarhason- ar skóla þetta ár höfðu verið tvö- falt fleiri en næsta ár á undan; 1 nýir söfnuðir gengu í kirkjufélag- ið í þetta sinn, tveir í Winnipegos- is héraði, einn að Crescent, B.C og einn í Vancouver, B.C. -------o------- I Hryllilegt jámbrautarslys. Lestir rákust á f Indiana ríki á Michigan Central járnbrautinni, nálægt bænum Gary, og við þetta biðu um 85 manns bana að síð- ustu fréttir segja og nærri því eins margt fólk meiddist meir og minna. Með annari lestinni ferð- aðist stór dýrasýningar leikflokk- ur og starfsfólk hans, en hin lestin var tóm flutningslest. Sagt er að margir frægir dýrasýningar leik- endur og íþróttamenn hafi verið f tölu þeirra, sem fórust. Slys þetta er hið stærsta í sögu þessar- ar járnbrautar. -------o------- Harðkol í vændum. Sendinefnd sú, sem fór héðan frá Winnipeg til Ottawa í síðustu viku hefir nú fengið loforð kola- stjóra Canada fyrir þvf, að frá 200,000 til 275,000 tonn af Ban- daríkja harðkolum verði send til vesturlandsins. Af þessu að dæma hefir eitthvað verið rýmk- að útflutningsbann Bandaríkja- stjórnarinnar á kolum hingað til Canada og munu margir telja slíkt gleðifrétt. Engin vissa er að svo komnu fengin fyrir hve nær harð- kol þessi komi, en talið er líklegt það verði bráðlega. — þeir af borgarbúum, sem þegar Kafa keypt helming vetrarkola sinna (í linkolum) verða látnir sitja fyrir með kaup á peim. ------—♦------- Fjársöfnun Raúða krossins. Fjársöfnun fyrir Rauða kross- inn hér í Manitoba gengur efti.- beztu vonum. Frá sveitarhéruð- unum er nú komið inn í alt um $655,122.28 og hefir þó ekki enn heyrst frá öllum þeirra. Að með- taldri upphæð þeirri, sem kom frá Winnipeg, gerir þetta tillag Mani- toba fylkis til Rauða krossins í alt $1,31 3.091.32. Bréf frá New York. NewYorkhöfn, 19. júní 1918. Herra ritstjóri! Nú er “Gullfoss” loksins farinn frá landi og kominn út á höfn. Fór frá bryggjunni í gærkveldi, og fórum vér farþegarnir þá um borð. Gullfoss er hlaðinn af vör- um, að eins stendur á skipsskjöl- unum í landi enn. Vonum þó að geta farið héðan í dag á leið heim til lslands. Rúmir 20 farþegar eru á skip- inu; samt ekki margir þarna að vestan. Frá Winnipeg eru: Árni Eggertsson erindreki og dóttir hans Thelma, og mæðgurnar Ing- unn og Steinunn Gíslason. Einn- ig eru: ögmundur Sigurðsson skólastjóri, og Stefán Stefánsson (Eimskipafél. hluta kaupandi m. m.), Vigfús Guðmundsson frá Eyri, Eiríkur Hjartarson rafmagns- fræðingur með konu sína og þrjú börn, Guðm. Vilhjálmsson erind- reki samvinnufélaganna á lslandi. Svo eru nokkrir Reykvíkingar, er hafa verið hér í New York um tíma í verzlunarerindum. All-erfitt er að komast nú á brott héðan. Farangur allur rann- sakaður nákvæmlega og alt sem prentað er eða skrifað þarf að fara í gegnum “censor” og er inn- siglað, þar til komið er út á haf. — Póst fer Gullfoss með heim eins og ísl. skipin gera nú orðið. Á Gullfoss að fara beina leið, ekki að koma við í Halifax. Farþegi á Gullfossi.. ------o------- Verkföll og óeirðir í Austurríki. Af þeim fréttum að dæma, sem nú berast frá Austurríki gegn um hlutlausu löndin, virðist útlit'ð nú alt annað en glæsilegt þar í landi. Tíð verkföll eiga sér þar stað og í Vínarborg einni og þar í grend er sagt að um 100,000 verkamenn hafi hætt vinnu í lok síðustu viku. Við þetta gerð'ít all-róstusamt og varð stjórnin að senda eftir herliði til að skakka leikinn. Svo mikill skortur á all i matvöru er nú þar í landi, að stjórnin hefir orðið að smækka alla matvöruskamta, mest þó brauð og mjöl og þar með orsak- að óánægju verkalýðsins. Fregnir þessar eru þó allar frekar óljósar að svo komnu og vafalaust lítið mark takandi á sumum þeirra. ------o------- Vítisvél í Piano. Brezkur herforingi segir þessa sögu: Þegar herflokkur vor settist að í Peronne, var nökkrum hluta liðs- ins valið húsnæði í einu af stærstu húsum bæjarins. Þar var í einni stofunni þýzkt píanó. Ungur her- maður, sem var afbragðs píanó- leikari, varð mjög hrifinn af því að þar skyldi vera slíkt hljóðfæri, og gjörði sig líklegan til að fara að nota sér það strax. Einn af hinum eldri yfirmönnum þeirra bannaði honum stranglega að snerta það, fyr en búið væri að rannsaka það. Við skoðunina kom það í ljós, að viss nóta í hljóðfærinu stóð í sambandi við sprengivél svo öfluga, að hún hefði eflaust sprengt húsið til agna, og drepið alt lifandi, sem þar hefði verið inni. ------o------- Breytt stefna. Dr. Richard Kuehlmann, utan- ríkis ráðherra Þýzkalands, hélt nýlega ræðu fyrir ríkisþinginu þýzka, þar sem hann skýrði frá núverandi afstöðu Þjóðverja í stríðinu. Vottaði ræða þessi ljós- lega, að andi stjórenda Þýzka- lands er nú alt annar en í byrjun stríðsins. Nú er ekki stagast á, hve hervald þjóðverja sé öflugt og ósigrandi og ekki með einu orði minst á "kaupmanna herinn brezka" eða spilling Frakka. Hrokinn er minni en áður og stjórnin, að því er virðist, að mun eftirgefanlegri en áður. Kvað Kuehlmann Þjóðverja , engu síð- ur en Breta, vera reiðubúna að ræða friðartillögur nær sem væri. Stefna þeirra hefði aldrei verið, að reyna að brjótast til æðstu valda, hvorki í Evrópu eða ann- ars staðar. Hvorki keisarinn né nokkrir aðrir í stjórnarráði hans hefðu nokkurn tíma farið fram á slíkt. Þjóðverjar væru að eins að biðja um fullkomin jafnrétt- indi við hin stórveldin, algert verzlunarfrelsi og að höfin væru frjáls. Ekki mintist hann þó neitt á, að Belgíu bæri skaðabætur fyr- ir þau ægilegu spellvirki, sem þar hafa framin verið, — tók það að eins fram, að Þjóðverjar mættu ekki skuldbinda sig neitt meir en hinar þjóðirnar hvað Belgíu snert- ir. Orsök stríðsins leiddi hann að dyrum Rússlands og lagði á þetta mikla áherzlu. --------o------- (Lögr. 6 —22. inaí) 6. niaí—Tíðin er liin bezta, öðm bvoru létt r< jm, og t’a>r Jörðin nú Prófurn við fctýrimannaskólann er nú nýlega lokið, og tóku 26 ihið .al- men,na «týrimanna próf, en fiski- skijvst^óraprófið tóku 8. Lyfjapróf, fyrri h'luta, hefir tekið í Khöifn Jóhanna Magnúsdóttir, frá fsafírði, dóttir M. Torfasonar bæjar- fógeta. Búist er við, að danska stjórnin sendi hingað mann til viðtals við Aíþingi um sambandsmiálið, en 6- vfist enn hve nær sá maður rnuni koma, eða hver hann verði. MikiM áhugi virðist vera vaknað- ur á því víða erlendis, að koma sem fyrst á fluigpóstferðum . Félag er nú myndað til þess að koma þeim á milli Aberdeen á Skotlandi og Stav- angurs f Noregi, og á að byrja þar næsta vor. 8. maí,—Tíðin er hin ákjósanleg- asta um alt land, svo að betri veðráttu um þetta leyti muna menn ekki. Borg fór 'héðan til Austfjarða 6. þ.m. og fer þaðan tii Englands. Muninn kom ifrá Englandi 4. þ.m. Lagarfoss er til aðgerðar í Khöfn, en búist við að hann fari þaðan um miðjan 'þun. Það er sagt að uppkast sé nú komið ihingað af ensku samningun- um, frá nefndinni á Englandi, en ekki hefir enn verið látð uppi um hvernig það sé. Sú fregn gengur hér, að sendimað- ur dönsku stjórnarinnar, sem um sambandsmálið á að fjalla, sé ekki væntan'legur ifyr en í júní eða júlf. Tangsverzlun á ísafirð, með úti- búum hennar, er nú seld Þórði Kristinssyni, með húsum og öðrum eignum fyrir 210 þús. krónur að sögn. Hvftárbakka-skólanum var sagt upp um sumarmálin einvs og vant er. Á honum hafa verið 35 nemend- ur síðastl. vetur, <fná veturnóttum. Giert er ráð fyrir, að skólinn starfi næsta vetur. Frá verzlunarskólanum útskrifuð- ust 31 nemandi nú við nýafstaðið próf, en miðdeildarpróf tóku 21 og inntökupróf 20. 15. maí.—Lfklegt er að alþingi verði frestað um hfið nú um hvíta- sunnuna, þótt ekki sé það fullá- kveðið ©nn og muf þá helzt í ráði. að það komi saman aftur 1. ágúst í sumar. Stendur þessi þingfrestun 1 samband við þær horfur í sam- bandsmálinu, sem frá er sagt í grein á öðrum stað í blaðinu. Alþingi kaus í gær formann Þjóð- vinafélagsins í stað Tryggva heitins Gunnarssonar, Benedikt Sveinsson alþingismann. Félag er stofnað ihér í bænum til l>ess að koma á smjörlíkisverk- smiðju og von á vélum til hennar með júlíferð Botníu frá Khöfn. For- maður félagsins er Jón Kristjánsson prófessor, en Gfsli Guðmundsson gerlafræðingur er ráðunautur þess. Hörmuilegt slys vildi til í sund- lauginni í fyrra kveld. Þar drukn- aði drengur, sem var nýfarinn að læra að synda, -hafði dottið ofan í laugina án þoss rnenn yrðu varir við. Drengurinn liét Hafliði Björns- son, 10 ára gamall, sonur Björns Er- lendssonar trósmiðs og Guðrúnar Pálsdóttur Hafliðasonar, efnilegur og góður drengur. Dáinn er nýlega á sjúkrahúsi hér f bsenum Ketill Bergsson, bróðir Guðmundar Bergssonar bóksala á ísafirði, myndarmaður á bezta aldri. — 6. þ.m. andaðist í Þórisholti í Mýrdal Finnbogi Einarsson áður hreppstjóri, 84 ára gamall, merkur maður. y Nýlega er iátinn Kjartan Jónsson bóndi á Efrihúsum i önundarfirði, faðir Jóns kennara og ritstjóra “Skinfaxa”. Tíðin er stöðugt hin bezta. t byrjun vikunnar brá snöggvast til norðanáttar og kóinaði, en það stóð stutt. Um alt iand er látið vel af vorveðráttunni og skepnuhöld sögð í góðu lagi. Landsþingiskosningin í Færeyjum fór svo, að Johannes Patursson kongsbúndi í Kirkjubæ var kosinn iandsþingsmaður, og vinnur Zahle- stjórnin við það eitt atkvæði í þinginu. “Alt eins og blómstrið eina”, þenna sálmanna sálm íslendinga, eftir Hallgrím Pétursson, hefir Gunnar Gunnarsson þýtt á dönsku, og er þýðing hans í “Höjskolebladet” frá ágúst 1917 ágætlega gerð. í sama biaði er mjög fallegt kvæði eftir G. G. frumsamið á dönsku og heitir “Hösthymne.” Sóknarmenn Staðarprestakalls í Grunnavík við ísafjarðardjúp hafa óskað eftr að fá sjra Jónmund Hall- dórsson tfyrir prest sinn og bekur bann við þjónusjju þess safnaðar að fyrirlagi biskups í fardögum í vor, og inun hann ætla sér að relsa bú á Stað, en þar iliefir verið presblaust ■sfðan séra Kjarban Kjarbansson fór þaðan ifyrir nokkrkum áruin. V. Ctaessen laix/sféhirðir liefir legið væikur um hrfð að undan- förnu; fókk aðkenningu af slagi, en er nú á batavegi. Þingfrestunin, sem um var talað um daginn, verður ekki framkvæmd fyrst um sinn að minsta kosti, en beðið þangað til einhver vissa fæst uim undirtektir danska þingsins í samlbandsmá'linu. (Framh. á 8. bls.) t

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.