Heimskringla - 27.06.1918, Side 6

Heimskringla - 27.06.1918, Side 6
6. BLAÐSIÐA •'"V* HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 27. JÚNI 1918 Skáldið Þorsteinn Erlingsson. ----- 9 “Þú komst hér svo fríður, og kvadd- ir avo snjalt, Vér kendum þig sönginn og stáliö; og fanst sem vér værurn í ætt við það alt 0g eldgamla norræna miálið. l>ér fylgdi þar sannieikans fr^ek- leiki og traust, Oss fanst að hann kæmi þar sjálfur, í>ví hann getur einsamall haft þessa raust, Sem heyrist um gjörvallar álifur.” ----•-- Það eru eitthvað tuttugu og eitt ár síðan að alþjóS Islendinga fyrst kyntist skáldinu Þorsteini Erlingssyni. Hefir hann þá Verið þrjátíu og fimm ára gamall. Átti hann þá heima í Kaupmanna- höfn. Fyrstu kvæðin, sem vöktu almenna eftirtekt, birtust í “Sunn- anfara” og kváðu nokkuð við annan tón en menn höfðu alment átt að venjast. Bragarhættir, efni og orðfæri, hvert öðru samvalið, vöktu fólk af værð og veizlugleði og gjörðu sumum fátt í geði. Hvaða reiðiþrumur riðu að eyra? hver vakti þenna gný? hver guð- lastaði svo? hver reif fortjöld musteranna og sýndi gintum og glapviltum lýð inn í helgidóminft auðan? hver velti allri veraldar- tign að velli? hver hélt merki sannleikans við loft og bauð að tigna hann einan? Þannig spurðu menn forviða, og horfðu höggdofa, “því ótti og ofboð var yfir þá komið”. Undr unin og skelfingin settu þá hljóða þannig hafði enginn fyr dirfst að ávarpa lýðinn, að rökstyðja má sitt, hvorki með kirkju eða kon ungi, en vitna alt undir sannleik ann. Það var fátækur stúdent, is- lenzkur bóndasonur úti í Höfn Þorsteinn Erlingsson. Fram að þessum tíma höfðu að eins fáir þekt til hans.er honum voru hand gengnastir og vandabundnastir og svo nokkrir skólabræður hans. Þessir vissu að hann var skálc gott, eftir því sem þeir hafa síðar sagt, en ekki hvílíkt stórskáld hann var, né hvílíkur einurðar og alvörumaður. Fram til þessa tíma fundu þeir það að kvæðagjörð hans, að hún væri efnislítil. En listina fundu þeir og málfegurðina á öllu, sem hann orti. En eftir þetta þurfti ekki að kvarta um, að efnið væri ekki nóg. Þessi umkvörtun kunningja hans hefir sjálfsagt verið á góðum og gildum rökum bygð. Fram að þessúm tíma—að hann varð 35 ára—hefir Þorsteinn sjálfsagt ekki verið búinn að átta sig til fulls mannfélaginu eða finna þau máÞ efni, er gagntekið gátu allan hans huga. — En af innan-tómum huga yrkir enginn efnismikið. Hann iagði fyrir sig algengan skólalærdóm, fornmálin og fyrir- skipaða fræði í Reykjavíkur skóla, síðan lögfræði fyrstu árin í Khöfn. Ekkert af þessu gaf tilefni til djúptækrar kvæðagjörðar. Al- vara lífsins var enn hulinn heimur, Enda gaf hann þá frá sér lögfræð- ina og tók upp norrænu- og fag- urfræðisnám. I>að lauk upp fyr- ir honum nýjum heimi. Listin og fegurðin gjörðu lýtin sýnileg hugsunarhættinum og erfðakenn- ingunum, en til glöggvari skilnings á þeim hlutum munu hinar djörfu og hreinlyndu kenningu Georg Brandesar hafa hjálpað. Telur hann sjálfur sig hafa hlotið frá honum trúna á gildi og göfgi þess sanna, og óbeitina á öllu, hverju nafni sem nefnist, er hóf vana og hleypidóma upp yfir sannlerkann. Mannfélagið var í böndum andlega og vitsmunalega. Það sat í myrkrunum og sá ekki ljósið, ekki sannleikann. Skylduverkið varð þá það, að höggva af því fjötr- ana, opna myrkvastofurnar og hleypa inn Ijósi. Til þess hjálp- aði sagan og tungan góða og Ijóðin. Það er með hann eins og meistarann frá Nazaret, hann hlaut fyrst að taka skírnina hjá þeim, sem mótmæli hófu á hugs- unarháttinn — og ójafnaðarlær- dóma aldarandans,—hjá þeim, er í fyrstu var hrópandi rödd í eyði- ómaði “Mig hryggir svo margt,, mörkinni,—og að unnu skírnar-! sem í hug mínum felst.”!-- heitinu hóf hann kenninguna—þáj En nú fór að fjölga ljóðum. Og þrjátíu og fimm ára gamall, eðaj nú var til þess efnis tekið, er ekki um það bil. ---- Nú var yrkisefnið fengið, og það svo stórt, en svo fagurt, að æfin gat aldrei orðið svo löng, kraftarnir aldrei svo miklir, að hann fengi tæmt það eða skilað verkinu loknu. Hann fann til þess, að armur- leyfði svefn og sinnuleysi. Síðari hluta ársins 1892 og fyrri hluta ársins 1893 komu kvæðin: “Ör- lög guðanna,” “Örbirgð og auð- ur”, “Vetur,” "Hulda”, “Ef æsk- an vill rétta þér örfandi hönd," “Huldufólkið,” “Myndin,” “Vest- ínn var mjor , en huggaði sig við menn , Bæn Faríseans,” “Bókin að “oft verður lítið til bóta.”jmín. Sólskríkjan. Öll í Sunn- Hann sá, að “lítið var liðsmanna1 anfara . Er árið 1893 afkasta- safnið”, en það varð svo drjúgast mesta árið. að lagt væri fram það sem hann hefði. Lét hann sig þá litlu skifta hvert komist yrði “hálfa leið heim.” Hóf hann þá kenninguna og byrjaði að kveða. Áður kunni hann lag á ljóðahagleik, en nú var inn í stuðlana bætt brýningaryrð- um, að kasta af sér ófrelsi í allri mynd og hylla sannleikann, og sannleikann einan. Hver maður ungur og gamall, er skyldur að meta líf sitt til gildis, og gildið er fegurð, drengskapur og sannleiki. Ríkið batt mönnum þungar byrðar og lítt bærar. Erfða kenn- ingar bjuggu til sérréttindi fyrir einstaka menn, sem lífsgildið mót- mæslti og fann að var ósatt. Þær skiftu fólki í flokka, í stéttir, og efri stéttirnar bygðust á því, “að einhver var inni, sem grætur.” Konungstignin var ekki hálfsmíð- uð fyrri en þrælsmyndinni var þrýst á ásjónur þe^nanna, alls fólksins. Inn í þetta mannfélag, þenna ranglætis heim, voru börnin borin, — saklaus, — og þau áttu að gjalda fyrri alda heimsku. — Vonir þeirra >roru slöktar, langan- ir þeirra píndar, manndómur þeirra krossfestur. Kirkjan studdi konungdóminn. Kenning hennar, eins og hún var fram borin, þekti engan guð, held- ur "Himnakonginn”, er eins og hinir jarðnesku böðlar átti þúsund svarthol, full pólitiskra sakamanna —andlegra auðvitað á himnum- þeirra, sem efuðust um sannleiks- gildi trúarkenninganna, vitrustu og beztu manna heimsins, — þús- Kvaeþin “Örlög guðanna” og “Örbirgð og auður” vöktu strax óp andmæla og var jafnvel haft í heitingum við Sunnanfara fyrir að flytja kvæðin. En ekki batn- aði, er hin öll komu á eftir. Varð afarkostum fyrir. Og inn í alt er ofin gleðinautnin að mega og þora, kasta af sér böndunum, finna til frelsisins, dýrka fegurð- ina, knéfalla sannleikanum, og með þessu öllu saman halda uppi á göfugastan hátt virðingu þjóð- arinnar, sem er fegursta og bezta þjóðin í öllum heimi. En nú risu ópin og mótmælin. Var hann ekki bóndason, var hann ekki fátækur, var hann ekki bilaður á heilsu og haft blóðspýt- ing, og var hann ekki Ijóslifandi vottur Hafnarspillingarinnar and- legu, sem mest orð var á gjört? Kom nú margt til mála. Margir guðsmennirnir héldu þeir ættu svo mikið undir sér, að ef þeir réttu upp minsta fingur væri þessi oltinn úr sögu og fyrir varir und svarthol full! 1 stað sannana, sannleiksgildis, kom svipan og ólin, og þær ólu upp óttann og hræðsluna. Mannúðarstarfið gekk í öfuga átt, gengur í öfuga átt. Þegar fall- ið hafa björgin ofan á mennina, þarf að velta steinunum af þeim og reisa þá á fætur, en ekki að senda til þeirra með ölmusugjafir og afgangs-mola, en láta þá liggja undir klettinum. Einstak- lingurinn líður, en ekki af því að vistaskortur sé í heiminum, heldur vitskortur í sálum mannanna. Það verk tekur aldrei enda og er ávalt jafn-óunnið, hvernig sem látið er, að ætla að ala þá sem undir bjarginu liggja, og láta þeim líða bærilega, en velta ekki af þeim þunganum. Mannúðarverkin eru öll í því fólgin, að reisa þann, sem flatur liggur, brjóta niður hefð yfirstétt- anna og láta jöfnuðinn, réttlætið og sannleikann ríkja. Byrjið á konungunum og páf- unum. Haldið'hjálparsamkomur til þess að byggja þeim úr landi. j Næst er að lækna óttann fyrir guðum og mönnum. Hverfur þá senn augna þjónustan og Faríse- inn bíður ósigur og kutinn hans ‘.‘sljófgast dag frá degi.” Þjóð- ræknin er í því fólgin, að elska fólkið, en ekki sjálftignaða herra. Tvö kvæði komu út 1891: Trú, von og ást” og “1 Hlíðar- endakoti.” Báru þau ekki boð um það, sem á eftir átti að koma. 1892 koma “Mansöngvar.” Er aar fegurð og ljúfleiki svo saman tvinnað, að það" snart eins og ábyrgðarmaður að gjöra lítils- háttar afsökun sína, blaði sínu til björgunar og þröngsýninu til hugnunar; að Þorsteinn gæti bet- ur varið pundi sínu en með því að ráðast á "historiska helgi- dóma.” Afsökunin var ekki kröftug og fráleitt verið til þess ætlast, en litlu verður Vöggur feg- inn. Um þetta leyti byrjaði “Eim- reiðin” að koma út. Orti þor- steinn inngangskvæðið, “Braut- in”, eitt hið fegursta kvæði á ís- lenzkri tungu. Var hann nú orð- inn þjóðkunnur og enginn sá ls- lendingur til vits og ára kominn, er ekki hafði heyrt hans getið. Nafninu fylgdi eitthvert töfra- magn. En töframagnið var ljóð- in snildarfögru og hreystin og drenglyndið, sem í gegn um þau skein, og, þó menn gjörðu sér síð- ur grein fyrir því, fegurðarþráin og lotningin fyrir sönnum og göf- ugum málstað. Á hans máli voru allir—allir hinir yngri, er þeir fóru að skoða huga sinn um það, að taka svari lítilmagnans, etja ofur- kappi við ófrelsisvöld ný og gömul. Ástin til landsins og þjóðarinnar er kom Þorsteini í trúarstað og varð hans helgasta eign, og varð einn dýpsti tilfinningastrengurinn í ljóðum hans, dróg hina yngri kynslóð enn nær honum, mynd- aði persónusamband milli hennar og hans og hún unni honum eins og æðstum bróður. Hún kastaði frá sér öðrum ljóð- um til þess að lesa hans, hún fjöl- menti að ströndinni til þess að hlýða á kenningar hans, hún leit- aði hans í útlöndum og heima og henni brugðust aldrei orðin, alúð- ar viðmótið og ljóðin. Hann hélt engu til baka í kenningunni, harm trúði henni fyrir öllu. Treysti henni, skilningi hennar, innræti hennar, sem henni hafði aldrei töfrasproti sofandi sálir af dvala. j verið treyst áður. Árið eftir birtist miðkvæðið í Þetta fann hann óbeinlínis “Sunnanfara” aftur, þá með hinu j sjálf ur. Og engin Ijóða hans eru gullfagra lagi eftir Gunnst. heit. | æskunni tál. þau tala til vor- Eyjólfsson. Bergmálið var vakið j drauma óspiltra sálna, til sjálf- í tilfinningarríkum sálum hinna j stæðis og frelsislöngunin til þess yngri manna fyrir fegurðinni og j heillandi, töfrí ndi ofurhugmóðs.er alvörunni, alt frá uppkomu til þorir að ögra því sem unglingssál- niðurgöngu sólar. Og vestan yfirj in finnur að er þrællyndið og hafið frá ströndinni við vatnið rangsleitnin sjálf, þó sæta verði honum tekið og hann þagnaður. Viltust þeir mjög á því hver hann var. Forkólfar kirkjufélagsins hér héldu hann væri sitt meðfæri. Lögðu þann dóm á ljgð hans, að þau væru ekki skáldskapur, af því þau gengi í berhögg við trúna. Engin vantrúarljóð væri skáld- skapur. “Sameiningin” lagði ljóð- in í bann. Sumir tóku svari trú- kreddanna, aðrir kóngsins. Það sem þeim öllum til samans gramd- ist við hann, var að hann gekk frá dyrunum opnum. Það lagði næðinginn inn á miðjan pall, inn kirkjugólfið; það setti hroll að prestunum og fólkinu í kórnum! Hann svaraði með “Spítala- kvæðinu,” “Skilmálunum.” Sáu þá allir sitt ráð vænst, að fara ekki af stað aftur—og þegja. Það var ekki hægt að veiða hann í svörum, snildin var ómótstæðileg, frelsisdómarnir eiga 'bergmál i allra hjörtum. Nokkru áður en kvæðabók hans kom út í fyrra sinn, fór að gæta áhrifa hans á kveðskap þjóðarinnar. Menn gátu eigi kveð- ið á sama hátt og áður. Hend- ingar frá ljóðum hans hljómuðu í huganum, hugsanirnar vildu helzt allar falla í hans háttu, orðsnild hans var ógleymanleg og orðtækin sem hann hafði yfir hugsanirnar, vildu verða endurtekin yfir sams- konar hugtök; jafnvel hans hugs- anir, skoðanir, kenningar, trú, urðu almanna hugsanir, skoðanir, kenningar, trú. Var þannig byrj- að svo að segja strax, vitandi og óafvitandi, að kveða hann upp. En mest kvað að þessu, eftir að bókin kom út. Fóru þá flest kvæði, er út komu, að verða ein- hvers konar eftirhljómar af ljóð- um hans. Þar sem skáld áttu hlut að máli varð þetta bókmentum vorum stór gróði. Hugsanirnar þurftu þau ekki að láni að taka, en bún- inginn færðu þau til fegurðar og skírleika, eins og Þorsteinn. En ekki var frítt um. að það væri saknaðarefni, er þeir, sem engar hugsjónir áttu en voru að fást við að yrkja samt, gengu í góðkvæð- um hans, helguðu sér hugsanirnar, skiluðu þeim svo aftur herfilega leiknum og háðuleg-' til fara. En hjá því varð ekki komist, og und- an því kvartaði Þorsteinn aldrei. Ef hann var ríkur af nokkru, þá var það af hugsunum; þurfti hann því ekki að geyma eina hugsun eins og sjáaldur auga síns, vegna þess, að ef hann misti hennar ætti hann enga eftir. Vopn hans voru fæstum bær. Var það því afsakanlegt, að til al- mennra nota væru þau slegin upp í tálguhnífa. Almenningur varð að hafa það sem honum var með- færilegt. Árið 1 896 fluttist Þorsteinn al- farinn til Islands. Honum var “mætust meyjan blárra fjalla.” Ástin og trúin á land og þjóð var orðin honum að hjartgróinni lífs- skoðun; tungan íslenzka og nor- ræna að fegurðar-ímynd. Hún var tunga hinna hugumstóru og frjálsu þjóða. Hún er hreinskilin og lát- laus og óskemd af aðalsdýrkun. Heilsan var enn tæp, "en lækn- arnir gáfu honum von um frest.” En skrifa mátti hann ekki nema með því að hallast aftur á bak í stól og hvíla skriffærin á kné sínu. Komu nú samt út kvæði hans í annað sinn "stórum bætt og auk- in.“: "Jörundur” “Eden”, "Alda- mótakVæði til Islands”, hvert snildarverkið öðru betra, öll kveð- in heima. Auk ótal fleiri smá- kvaqða í bókinni. Er hvergi ram- mara háð rist trúhræsni og stjórnmála tvöfeldni en í Jör- undi og Eden. En ekki hægt að lýsa hreinni og göfugri ást til lands og þjóðar en fram kemur í Alda- mótakvæðinu. Vissi Þorsteinn það ekki þá, að með Aldamóta- kvæðinu kvæði hann eina sálm- inn, er vinir hans gátu nær heilum huga sungið yfir honum látnum. þá fullkomnaði hann “Eiðinn” og kveður þau tvö kvæðin, sem bezt eru af þeim sem út eru kom- in: “Nótt” og “1 Mannheimum." Þá orti hann hinn mikla kvæða- flokk “Jón Arason.” Það var mynd úr íslands sögu er skyggja þurfti á ný og flytja áfram til ó- kominna alda, af mikilmenni, er lúta vildi engu harðstjórnar og of- urvaldi á jörð. Allmargar rit- gjörðir komu þá út líka, um ýmis- legt efni. Meðal þeirra eftirtekt- arverðustu var ritgjörðin er kall- ast mætti Upptaka Unnar Bene- diktsdóttur í skálda tölu. Um skáldsnafnið var henni synjað, en hún átti gáfuna og það var í*or- steini nóg; hann leiddi hana í sörtgvasætið. . Þá safnaði hann þjóðsögnum og fornum kvæðum. Alt það, sem Island snerti að fornu og nýju — heilagt alt. Eitt lítið kver kom út, hitt mun geymt á blöðum. Þegar yfir kvæði hans er horft, verður það fyrst sýjnilegt, hver smekkmaður hann var. Þar finst ekki einn einasti ljótur háttur, hljómgrófur, eða kveðandi, er illa fari með íslenzku máli. Mun það einsdæmi í seinni tíðar ljóðagerð. Engir þessir bjargvættir marg- mælginnar efnislausu og enda- lausu. Hann lætur tíðast tunguna sjálfa skapa sér háttinn. Það er leyndardómurinn í þíðleik allra hans ljóða. Líkingaríki á hann mikið, marg- ar vísumar eru sjálfstæð málverk. Sum eru málverkin háðmyndir eins og í “Jörundi” og "Eden”, aðrar dýrðar og helgimyndir, eins og í “Brautinni”, þar sem sann- leikurinn er kominn til valda. Þjóðimar leystar undan ánauð, jörðin orðin að friðarríki, þeir hælislausu fundið skjól, fögnuð- ur og réttlæti búa þar saman. Af fjöllum og neðan úr dölum kveð- ur við glaður lífskliður, sáttelsk- andi og frjálsra manna. — Þetta er daginn eftir dómsdaginn, eins og Þorsteinn hugsar sér hann. Sumar eru myndimar náttúru- málverk. Hann málar þær í orð- um, sem listamaðurinn fær ekki lýst með litum. Hver getur mál- að "Bjarta nótt”, “Friðinn” yfir hauðri og hafi, “Þögnina”? alla þá óáþreifanlegu hluti, sem auga fær ei séð, en er þó huganum lif- andi og virkilegt. “Ekki er margt, sem foldar frið fegur skarta lætur, eða hjartað unir við, eins og bjartar nætur.” “Sléttu bæði og Horni hjá heldur Græðir anda, meðan hæðir allar á aftanklæðum standa.” Einfaldar, látlausar vísur, skýrari en óbundið mál. “Hjá Sléttu og Horni (nyrzt á Islandi) heldur hafið niðri í sér andanum, meðan allar hæðir standa á aftanklæð- um. --- Eða hvar er fegurri mynd að finna af æsku og öllum eigin- leikum hennar, en þessa: “Hún blíðkaði hinn kalda bisk- upsstað með barnsglöðu, hlýju lyndi, Það sögðu þar allir sama um það, að sætara ekkert fyndi, þau bros voru allra yndi. Og þegar hún sat þeim hæglát hjá og hlustaði á kvæði og sögur: Þeir fundu það aldrei eins og þá hve æskan er ljúf og fögur. Eða hvar er spaugilegri mynd til af biskupinum, en þessi: “í>á böggla, sem guð leggur bisk- upinn á, hann bæri ekki á flasgjörnum dóna.” En það þarf ekki að hafa upp kvæði hans Að málfæri er ekk- ert skráð á vorri tungu látlausara né hreinna en ljóð hans. Var það eitt af hans stóru áformum, að vinna sitt dagsverk í þarfir feg- urðar og listar. Eg hefi þegar minst á, að hann lét af laganámi og tók upp norrænunám,—til þess að geta helgað fegurðinni alla sína krafta. Hann vissi að hann var veikur fæddur og átti skamt að Iifa, og langaði til að sá fyndi ekki eingöngu enga lýgi, heldur engin lýti, “er lokaði að síðustu bókinni sinni.” Fátækt hans dró úr að listfengi hans og gáfur fengi notið sín. Fyrsta heildar-verkið, “Eiðurinn”, er að eins hálft komið á prent, hitt alt bíður. En úr fátæktinni bætti vinfengi margra góðra manna. Sá er ríkur, sem á samhug og kær- leika göfugra manna og kvenna. Islenzka mannfélagið var svo víð- sýnt, að það gat ekki annað en tekið honum alstaðar vel. Þó lagði kirkja og landpólitík fæð á hann. Hann stóð þvert í götu og eins og engillinn varnaði Bíleam brautarinnar, þangað til asnan,—fékk málið. Hann var ekki til stáz á þeim mótum þar sem félagslífið var að tylla sér á tá, þar sem frúrnar skörtuðu silki og safala, þar sem fjörráð við lýð- rétt og land sátu veizlubúin. Það var ekkert lið að honum á sýnód- us eða á pólitiskum mótum. Hann orti kvæði til konungs; það var ekki þegið, af því hann hét á konung að sýna af sér rétt- læti. Það átti ekki við! Það á að leþja með sleikitungu upp mis- kunsemina úr lófum þeirra háu herra. Hann söng minningarljóð um Jón Arason á 350 ára afmæli hans, en þeim var líka hafnað, af því hann hugsaði sér að Jón bæri höfuðið eins hátt í paradís og þeir, sem á honum unnu. “Þótt á lotnum Iýðum væri Lúters þræl- um sigur vís, hann gat reynt hver hærra bæri höfuð sitt í paradís." Hann hlaut að lifa utan við stjórnmála og trúmála samfélagið. En í þess stað sökti hann sér of- an í líf smælingjanna fyrir utan mannfélagið, fuglanna ekki sízt. Þorsteinn skildi fuglamál og hann túlkaði það manna bezt. Og hon- um þótti gaman að hnýsast inn í búskaparlag þeirra. Og alt um- stangið við að búa til hreiður, tína orma í ungana, fanst honum vera svo líkt búskap mannanna, sama amstrið og erviðið, sama sorgin og gleðin. Hann elskaði alt lffið og mat það heilagt. Hann elskaði heim- inn, segið þér. Það er satt. En hann elskaði hann á sama hátt og orðin fornu benda til: “svo elsk- aði guð heiminn.” Sjálfselskan var engin. Þess vegna elskaði hann sannleikann, að hann var líf- (Frh. á 7. bls.)

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.