Heimskringla - 25.07.1918, Síða 1
OpíS á kveldin til kl. 8.30
Þetrar
Tannur
l»urfa
A'ðg-erðar
Sjáið mig
DR. C. C. JEFFREY
"Hirni varkári tannlæknir”
Cor. Liosa* Ave, og Maln St.
SLATTUVÉLA- OG BINDARA-
PARTAR ALLS KONAR
Btndara SegldAkar, hver ..... |7.M
Sldttnvéla HalfblöR (2S> ------- 1.7*
Blndara Hnífblbö (25>----------- 1.75
Sldttuvéla Unlfar, hver ----- 2.75
Bindara Hnffar, hver ------ 3.25
SIAttnvC'la og Blndara Gnarda - - 0.35
Guard Plates (25)-----------------1.5*
SendiTS eftir vorri nýju VerÖskrá.—Vér
seljum allskonar verkfæri og vélparta
THE JOHN F. McGEE C0.
79 Henrj Ave., WXNNIPKCI
xxxn. AR WINNIPEG, MANITOBA, 25. JOLI 1918 NÚMER 44
Almennar frjettir.
CANADA
Styrjöldin
Frá vestur-vígstöðvunum.
Sókn ÞjótSverja gegn París er
lokiS—í bráðina atS minsta kosti.
Nú er svo komiS fyrir þeim, atS
þeir hafa æriS nóg Kð gera að
verjast og forða sér undan. Hetj-
urnar hugumstóru, sem fyrir stuttu
síðan sóttu fram svo knálega
beggja megin við Rheims, eru nú
á geystri ferð aftur á bak og má
með sanni um þær segja, að þær
eigi fótum sínum fjör að launa.
Þessi síðasta atrenna Þjóðverja,
einhver öflugasta atrenna þeirra
frá byrjun stríðsins, hefir þannig
endað í algerðum ósigri á þessu
svæði og vel getur farið svo, aS
þeir verði nú reknir eins langt, eða
lengra, og sumarið 1914, eftir or-
ustuna miklu við Marne fljótið.
Á fimtudaginn í síðustu viku
hófu Frakkar og Bandaríkjamenn
öflug áhlaup gegn Þjóðverjum á
25 mílna svæði fyrir vestan
Rheims, alla leið frá Aisne ánni til
Belleau vígstöðv^inna í grend við
Chateau-Thierry og virðist áhlaup
þetta hafa komið þeim mjög á ó-
vart. Urðu þeir þýzku undan að
hörfa á öllu þessu svæði og um há-
degi á föstudaginn voru banda-
menn búnir að hrekja þá aftur á
bak rúmar átta mílur í sumum
stöðum, höfðu tekið um 1500
fanga af liði þeirra, 1 00 stórbyss-
ur og fleiri hundruð af vélbyssum.
Var þá sagt að bandamenn væru í
alt búnir að ná frá þeim 140 fer-
hyrnings mílna svæði og þar með
frá 25 til 30 þorp og borgir. Um
sex hersveitir (divisions) Banda-
ríkjamanna tóku þátt í áhlaupum
þessum og sýndu hina mestu
hreysti og hugprýði, sem þeirra
var von og vísa.
I lok vikunnar voru Frakkar og
Bandaríkjamenn búnir að hrekja
óvinina enn lengra á öllu þessu
svæði og búnir að lengja sóknar-
svæði sitt um meira en helming,
teknir að sækja á rúmu 60 mílna
svæði og þá búnir að taka í alt um
25,000 fanga og yfir 600 stór-
byssur. Seinustu fréttir segja, að
alls staðar gangi þeim vel að svo
komnu og bætist einlægt við tölu
fanga þeirra með hverri stundu.
Sóknarsvæðið er þá sagt frá
svaaðunum fyrir austan Rheims og
til Marne árinnar, og svo þaðan í
norðvestur átt til Soissons. Á öllu
þessu svæði hefir viðnám Þjóð-
verja verið brotið á bak aftur og
þeir alls staða'r verið hraktir meir
og minna. Sigurför þeirra gegn
Paris er ^jví lokið — endar við
skaða og skömm.
Eins og skýrt var frá í síðasta
blaði komust Þjóðverjar við sein-
ustu atrennu yfir ána Marne og
gerðu sig þá líklega að þjóta yfir
landið eins og logi yfir' akur unz
þeir kæmust alla leið til Parísar.
Nú hefir þeim verið snúið þarna
við og búið að hrekja þá alveg af
suðurbökkum árinnar. Tóku
Bandaríkjamenn öflugan þátt í or-
ustunni á þessu svæði og gátu sér
hinn bezta orðstír. Með allri fram-
komu sinni sí'ðan þeir tóku að
berjast, hafa þeir sýnt að þeir séu
fram úr skarandi vel æfðir og yfir
höfuð að tala svo hugprúðir, að
þeir láti ekkert fyrir brjósti
brenna. Þeir bera á sér öll merki
ungrar og tápmikillar þjóðar,
þeirrar frjálsustu og mestu fram-
faraþjóðar í heimi, og er þeim
fyllilega treystandi til alls hins
bezta.
Þessi seinasti sigur bandamanna
á vestur-vígstöðvunum er sú mesta
gleðifrétt, sem oss hefir borist nú
lengi. Foch hersforingi hefir nú
sýnt það, að hann er fyllilega jafn-
oki hinna þýzku herstjóra í hern-
aðarlistinni — og þeim fremri —
þar sem hann hefir snúið þeirra
öflugu sókn í hinn versta ósigur.
--------------o-----
Til minnis.
íslendingadagurinn hér í Winni
peg verður haldinn í River Park í
þetta sinn. GleymiS ekki staðnum.
Allir íslenzkir heimkomnir her-
menn eru heiðursgestir dagsins og
mega þeir ekki gleyma að koma—
annars verða allir, sem þjóðhátíð-
ina sækja, fyrir stórnm vonbrigð-
um. Leyfi hefir einnig fengist fyr-
ir alla aðra íslenzka hermenn að
sækja hátfðina og vonandi færa
sem flestir þeirra sér þetta í nyt.
Listamaðurinn íslenzki, Einar
Jónsson, sem nú dvelur í Phila-
delphia, verður heiðursgestur dags-
ins. Gefst Vestur-íslendingum þá
kostur á að kynnast þessum fræga
listamanni, sem nú er brautryðj-
andi íslenzkrar listar hér í landi.
ÖHum sönnum (slendingum ætti að
vera þetta gleðiefni.
tslenzk fegurðarglíma verður
sýnd og þar sem Vestur-íslending-
um gefst sjaldan kostur að sjá ve!
glímt á íslenzka vísu, munu þeir
flestir telja þetta hina beztu skemt-
un. Góð verðlaun verða gefin fyr-
ir ýmsar íþróttir, kappsund, hlaup,
stökk o. s. frv.
Kvenmanna hjálparfélag 223.
herdeildarinnar annast um matsölu.
Verða seldir margvíslegir alíslenzk-
ir réttir, svo sem skyr og rjómi,
lundabaggi, rullupilsa o. fl. o. fl.
Enginn þarf hungraður heim að
fara af íslendingadeginum.
Þetta er þjóðhátíð vor íslend-
inga. Gleymið henni ekki.
Sækið íslendingadaginn.
------o-------
Frá Vilhj. Stefánssyni.
Nýkomin frétt frá Fort Yukon í
Alaska, þar sem Vilhjálmur Stef-
ánsson nú dvelur, segir hann hafa
í hyggju að leggja af staS heim-
leiSis í næsta mánuSi. Er hann á
sjúkrahúsi í Fort Yukon, en nú
sagSur á góSum batavegi. RáS-
gerir hann aS sigla frá Nome til
Seattle og fara þaSan til New
York. ÞaSan ætlar hann svo aS
leggja af staS í fyrirlestrarferS um
Bandaríkin og aS líkindum um
Canada líka til arSs fyrir Ra^Sa
kross sjóSinn. Segir fréttin aS
hann muni halda fyrsta fyrirlestur
sinn í New York 6. okt. næstkom-
andi.
------o-------
Herafli sendor til
Síberíu.
Stjórn Bandaríkja hefir komiS
meS þá tillögu, aS Japanar sam-
einist bandaþjóSunum í því aS
senda herafla til Síberíu. Mark-
miSiS meS þessu er aS aSstoSa
Czecho-SIovaka, er nú hafa brot-
ist til uppreistar gegn Bolsheviki-
stjórninni, og hjálpa þeim aS
stySja til valda þá stjórn á Rúss-
landi, er líkleg sé aS gera ein-
hverja ábyggilega tilraun aS viS-
halda lögum og reglu. — Japanar
hafa tekiS tillögu þessari vel og er
búist viS, aS þeir muni ásamt
Bandaríkjunum þegar taka aS
senda herafla til Síberíu. Rúss-
nesku þjóSinni verSur tilkynt aS
augnamiS bandaþjóSanna sé ekki
aS hremma undir sig neitt af landi
hennar, heldur aS eins aS aSstoSa
hana og hjálpa henni til þess aS
koma á fót ábyggilegri lýSveldis-
stjórn.
Um 300 póstburSarmenn gerSu
verkfall hér í Winnipeg á mánu-
daginn var og á þriSjudagskvöld-
iS lagSi alt starfsfólk á pósthúsun-
um hér einnig niSur vinnu. Fara
póstburSarmennirnir fram á kaup-
hækkun og krefjast þess af stjórn-
inni, aS skipuS sé tafarlaust miSl-
unarnefnd til þess aS athuga alla
málavöxtu. Stjórnin hefir enn ekki
sint aS neinu leyti þessum kröfum
þeirra, utan bjóSa þeim uppbót,
sem þannig er ákveSin, aS þetta
nær aS eins til 20 af hverjum 100
póstburSarmanna, og þar af leiS-
andi af þeim skoSaS óaSgengilegt.
Verkfall þetta er nú aS breiSast
um alt Canada, hafa póstburSar-
menn í Vancouver, Toronto og
fleiri borgum þegar hætt vinnu og
gerist þetta alvarlegra eftir því
sem lengra líSur.
Um 1000 starfsmenn á málm-
vinslu verkstæSum hér í borginni
gerSu verkfall á þriSjudaginn.
Krefjast þeír hærra kaups og virS-
ast verkveitendunum mjög um og
ó aS verSa viS kröfum þeirra og
hafa dregiS í meir en tvo mánuSi
aS veita þeim nokkurt svar. TaliS
er líklegt aS þetta verkfall málm-
vinslumanna leiSi til ótal sam-
hygSar-verkfalla og getur útlitiS
hér þá orSiS í fylsta máta ískyggi-
legt.
LandbúnaSar ráSherrann hér í
Manitoba tilkynti nýlega aS fylkis-
stjórnin hefSi í ráSi aS verja einni
miljón dollara eSa meir til kúa-
kaupa fyrir bændur fylkisins. Sök-
um hins yfirvofandi fóSurskorts
hafa bændur hér selt gripi sína til
markaSar meS langmesta móti og
horfir slíkt til vandræSa ef þaS
fær aS halda áfram. Enn er ekki
fullráSiS hver tilhögun verSi á
þessum kvígu- og kúakaupum
Manitobastjórnarinnar, en áSur
langt líSur mun þetta verSa til-
kynt.
ÆSsti dómstóll Canada hefir
nú úrskurSaS, aS ríkisráSiS hafi
haft fult vald til þess aS afnema
þær undanþágur, sem veittar voru
undir herskyldulögunum. Geta
því engir lengur krafist málsrann-
Fyrverandi Rússlands
keisari líflátinn.
Þær fréttir bárust í síSustu viku,
sem sagSar eru áreiSanlegar, aS
Nicholas Romanoff, fyiverandi
keisari Rússlands, hefSi nú veriS
líflátinn af Bolsheviki-stjórninni.
VirSist svo sem stjórn þessi hafi
hafiS málsrannsókn gegn honum,
fundiS hann sekan um glæpsam-
legt framferSi gegn þjóSinni og
svo dæmt hann til dauSa. Spyrst
þetta athæfi rússnesku stjórnar-
innar mjög illa fyrir um heim all-
an. Nicholas keisari var ekki af-
kastamikill og frekar ósjálfstæSur
aS eSlisfari, en vildi þó þjóS sinni
vel og áttu sér staS aS mun meiri
framfarir á Rússlandi undir stjórn
hans en þektust á dögum fyrirrenn-
ara hans í keisarasessinum. Hann
var aSal-hvatamaSur aS friSar-
ráSstefnunni í Hague og myndaSi
‘‘dúmuna”, fyrsta þjóSþing Rússa,
er sett var áriS 1 906. Hann sam-
þykti tafarlaust aS stofnaS væri til
algers vínbanns á Rússlandi meS-
an stríSiSi stæSi yfir og hafSi
þetta hinar heppilegustu afleiSing-
ar. Stjóm hans var þó harSstjórn
sóknar af dómstólunum hvaS
þetta snertir. ÚrskurSur þessi ger-
ir ógildan úrskurS æSsta dómstóls
Alberta fylkis, sem skýrt var frá í
síSjista blaSi og sem heimilaSi
hlutaSeigendum rétt til slíkrar
rannsóknar. Hafa af þessu leitt
töluverSar þrætur og um tíma leit
út fyrir aS þetta myndi ef til vill
stofna til mestu sundrungar í land-
inu. Var svo eitt mál fært fyrir
æSsta dómstól landsins til reynslu
(test case) og leiddi þetta til þess
úrskurSar, sem hér er sagt frá.
------0------
BANDARÍKIN.
Farþegaskipinu ‘‘Carpathia’’ var
sökt af þýzkum kafbáti um miSja
síSustu viku. Var skip þetta eign
Cunard línunnar, brezks félags, en
nokkurn tíma undanfariS hafSi
þaS veriS notaS aSallega til flutn-
ings Bandarikja hermanna yfir
hafiS. Af öllum þeim fréttum aS
dæma, er aS svo komnu hafa bor-
ist, var farþegum öllum og skips-
höfn bjargaS.
Þann 10. þ.m. var herskipinu
(cruiser) “San Diego” sökt ná-
lægt Fire Island, aS líkindum af
þýzkum kafbát. 1100 af skipverj-
um var bjargaS, en sagt aS frá 30
til 40 hafi farist. Herskip þetta
var ekki stórt, en vel smíSaS og
mjög vel til þess vandaS og var
Ðandaríkja flotanum því allmikiS
tjón aS missa þaS.
Sú frétt barst frá vígvöllunum
um miSja síSustu viku, aS fallinn
væri þar Lieut. Quentin Roosevelt,
sonur Theodore Roosevelts, fyr-
verandi Ðandaríkja forseta. Var
þetta yngsti sonur hans, og var
hann í flugliSinu. Undir eins og
hann kom til Frakklands var hann
óragur aS sveima yfir skotgröfum
óvinanna og gekk honum alt vel,
unz einn daginn aS þýzku flug-
mennirnir fengu komist í færi viS
hann er hann var á heimleiS, og
skotiS niSur vél hans. Sáu félag-
ar hans hann falla til jarSar fyrir
innan varnargarS þeirra þýzku og
var honum af engum ætlaS líf.
Skömmu á eftir kom þó sú frétt,
aS hann hefSi sloppiS lífs af og
væri geymdur fangi hjá ÞjóSverj-
um, en næsta dag var þetta boriS
til baka.
hvaS alþýSuna snerti, gat ekki
veriS annaS undir því stjórnarfyr-
irkomulagi, sem þá ríkti á Rúss-
landi, en aS mörgu leyti reyndist
þó stjórn hans rússnesku þjóSinni
aS stórum un skárri en núverandi
stjórn hennar.
------o--------
Lögregluliðið stofnar
iðnfélag.
LögregluliSiS hér í Winnipeg
hefir nú stigiS þaS mikla framfara-
spor aS mynda iSnfélag (union)
og verSur félag þaS pjirtur af hin-
um sameinuSu iSnfélögum. Hefir
stór meiri hluti af lögreglumönn-
um hér í Winnipeg þegar gengiS í
félag þetta og aS svo komnu hefir
þetta ekki mætt neinni mótspyrnu
frá borgarstjórninni. Tíminn verS-
ur nú aS leiSa í ljós hvernig þetta
gefst, en margir hugsandi menn
munu draga stóran efa á aS slíkt
hafi æskilegar afleiSingar. ÖHum
allsherjar verkföllum liSinnar tíS-
ar hafa fylgt meiri og minni róst-
ur og lögregluliS borganna þá
jafnan komiS til bjargar. HvaS á
aS viShalda lögum og reglu þegar
lögregluliSiS hefir gert verkfall?
Andinn annar í þýzk-
um blöðum.
Stjórnar staSfest frétt, sem
borist hefir gegn um hlutlausu
löndin, segir aS þýzku blöSin játi
nú hiklaust, aS sókn ÞjóSverja á
vestur vígstöSvunum hafi mis-
hepnast og virSast nú kvíSaslegin
yfir öllu saman. BlaSiS Frank-
furter Zeitung staShæfir, aS hem-
aSar áform ÞjóSverja á Aisne-
Marne svæSinu hafi orSiS aS lúta
í lægra haldi viS hina miklu sókn
bandamanna á þessu svæSi. Útlit-
iS sé nú breytt og gegni mestu
furSu, hve mikinn her Foch her-
foringi hafi getaS dregiS saman
til þessarar sóknar.
BlaSiS Munchener Neuste Nac-
hrichten segir aS her Frakka sé
enn hinn öflugasti, Bandaríkja-
menn hafi nú rúma hálfa miljón
manna á orustusvæSunum og all-
ur brezki herinn þar sé nú í eins
góSu ásigkomulagi og unt sé aS
hugsa sér. Bætir blaS þetta því
viS, aS margar vikur verSi nú ef
til vill aS líSa þangaS til ÞjóS-
verjar geti hafiS sókn aS nýju.
AnnaS þýzkt blaS kemst þann-
ig aS orSi: “Yfir þann sannleika
er nú ekki lengur hægt aS breiSa
aS þýzkir strokumenn úr hern-
um hafa uppljóstaS áformum
herstjórnar sinnar og þannig leikiS
í hendur óvinanna.”
-----0-----——
Sýning í Brandon.
LandbúnaSar og iSnaSarsýning
stendur nú yfir í Brandon, hófst á
mánudaginn. Fjöldi fólks úr öllum
áttum hefir sótt sýningu þessa og
bendir alt til aS hún muni hepnast
ákjósanlega vel. Hefir veriS mjög
vel til hennar vandaS og verSur
skýrt nánar frá henni í næsta
blaSi. Á þriSjudaginn hindruSust
þó allar athafnir um tíma, sökum
óveSurs; en þar sem þessu fylgdi
hellirigning spilti þetta engan veg-
inn fyrir gleSi bændanna og var
því bros á hverju andliti sýningar-
gesta. RegniS er bændunum nú
ómetanlega mikils virSi.
------o------
Fréttir frá Islandi.
______________________________
Eftlr Lögr. 18. júm.—3. júl.)
“Jón forseti” kom úr EnglandSför
5. þ.m. Skipstjóri er Grísli Þorsteins-
son. 26. maJ var skipið 27 mflur frá
Barrahead á Hebreidaeyjum og þá
á útleið. Var þá skotið að því tveim
skotum, öðru rétt fyrir framan það,
hinu rétt fyrir aftan það. Komu
skotin f4á kafbáti, er kominn var
upp í hér um bil 1500 metra fjarlægð
frá skipinu. Veður var stilt, en
töluverð ylgja. Eóru skipsmenn f
bátana, reru frá skipinu og stað-
næmdust í bér um bil 500 metra
fjarlægð. Skaut kafbáturinn 8 skot-
um á skipið, en hvarf svo. En skip-
ið flaut eftir sem áður. Skipsmenn
biðu 5 kl.t. í bátunum og bjuggust
við að kafbáturinn mundi koma aft-
ur, en það varð ekki. Héldu þeir þá
til skipsins aftur og svo áfram til
Fleetwood. Engin herskip voru
þarna í nánd. Líklega hefir það ver-
ið ætluni kafbátsmanna, að þeir
hofðu hitt skipið og að það mundi
sökkva.
Guðm. Friðjónsson skáld flutti
hér fyrirlestur í Báruhúsinu síðast-
liðið föstudagskveld og var húsið
svo fult sem framast mátti verða.
Hann talaði um ýmislegar þjóð-
sagnir og lærdóma þá, sem í þeim
feldust, og var gerður hinn mesti
rómiur að máli hans. öllum var það
éður kunnugt af afspurn, að hann
er orðlagður ræðumaður norðan-
lands, enj hér hafa monn ekki átt
kost á að heyra til hans fyr en nú.
Embættisprófi í lögfræði hafa ný-
lokið hér við háskólann Fáll E. Óla-
son og Sveimbjörn Jónsson, báðir
með 1. eink. — Fyrri hluta lækna-
prófs hefir nýl. tekið við Khafnar-
skóla Sainúel Thorsteinsson með 1.
eink.
Sauðaness prestakall er nú veitt
séra Þórði Oddgeirssyni í Bjarna-
nesi.
Bókmentafélags forseti hefir verið
kosinn dr. Jón Þorkelsson, skjala-
vörður, en varaforseti dr. Guðm.
Finnbogason prófessor.
Hinn 8. júní andaðist hér í Rvík
frú Guðrún Hedga Jónsdóttir, móð-
ir Magnúsar dýral. og iþeirra syst-
kina. Hún var fædd- á Gilsá i Breið-
dal 6. maí 1840, dóttir hjóna þar,
Jóns bónda Einiarssonar og Ragn-
heiðar Jónsdóttur, er síðar giftist
séra Magnúsi Bergssyni, föður Ei-
ríks meistara í Cambridge.
Um síðastl. helgi var sýning á
handavinnu nemenda við Landa-
kotskóíann, og var margt af þessu
aðdáanlega vel gert. Mikið var þar
af liista-útsaum eftir málverkum frá
kvenfólki, sem lært hefir á skólan-
um, og mundi auðvelt að selja mik-
ið af þeim verkum á þessum sýning-
um, ef eigendur óskuðu þess, en
ekkert af þeim er sent þangað í því
skyni. Á sunnudaginn var fult af
fólki uppi á skólanum við sýning-
una.
HábíðaHiöldin 17. júní hófust með
lúðraþyt og skrúðgöngu frá Aust-
urvelli suður á íþróttavöll. Magn-
ús alþm. hélt ræðu við leiði Jóns
Sigurðssonar en Jóh. Jóhannesson
bæjarfógeti og alþm. lagði sveig
mikinn á leiðið. Var síðan haidið
suður á íþróttavöll og þar bauð
Sigurj. kaupm. Pétursson menn vel-
komna í nafni fþróttafélaganna, en
síðan héldu þeir ræður: dr. Guðm.
Finnboðason próf., Gen. Sveinsson
alþm. og Sig. Guðmundson magist-
er. Hófust þá fimleikar, glímur og
knattspyrna. Og síðast dans.
19. júní, kvenréttardagurinn, var
haldinn hátfðlegur til ágóða fyrir
landsspítalasjóðinn, eins og u-ndan-
f-arin ár. Hófst hátíðin kl. 1 e.h. og
var þá opnaður basar í G.-T.-húsinu
niðri, en veitimgar uppi. Aðal -há-
tíðarhaldið byrjaði kl. 4%, er konur
söfnuðust saman í Bar-naskólagarð-
inum og gengu í íylkngu til Austur-
vallar með fánum og lúðrablæstri.
Þar hélt frú Bríet Bjarnhéðinsdótt-
ir ræðu af þinghússvölunum, en
lúðraféliagið “Harpa” lék á horn.
Var svo gengið í prósessíu suður á
tþróttavöll og þar fluttu ræður frú
Guðrún Lárusdóttir og Bjarni alþm
Jónsson frá Vogi. Voru þar margs-
konar skemtanir til miðnættis.
Kvikmyndahúsin héldu sýpingar til
ágóða fyrir sjóðinn og kvöldskemt-
u-nt var í Iðaðarmannahúsinu og
hélt Arni Pálsson bókavörður þar
ræðu.
Frá Khöifn er símað í gær, að átta
þúsund manna hafi þyrptst saman
úti fyrir rfkisráðsbyggingunni þar
og iheimtað brauð og smjör. Aðókn
að almenningseldhúsum sé stjóm-
laus og biði menn þúsundum sam-
an fyriý utarn þau.
Frk. Guðrún Stefánsdóttir frá
Fagraskógi, dóttir Stefáns alþingis-
manns, kom hingað frá Swíþjóð ný-
lega, og hefir verið í Gautaborg síð-
astliðin -missiri, tók þar próf, mjög
gott, á verzlunarskóla og kynti sér
síðan matargerð um tíma á stóru
hóteli þar í borginni, eða í nánd við
hana. Hér hafði hún geuigið á
kvenn-askólann og einnig verið á
kennaraskólanum áður en hún fór.
Nú ihefir hún haldið heim til sín
landveg úr Borgarnesi. Áður hefir
hún farið ganigandi úr Borgamesi
og heim til sín. Það var þegar hún
kom úr kvennaskólanum fyrir
nokkrum missirum.
Magnús Árnason málari fór héðan
vestur um -haf með Lagarfossi og
ætlar að ganga þar á llstaskóla.
Hann seldi my-ndir eftir sig á upp-
boði hér í bænum áður en hann fór,
og seldu-st ýmsar af iþeim vel.
Frá Akureyri eru nú um þetta
leyti 2 strandferðabátar að byrja
göngu sína, fer annar milli Seyðis-
fjarðar og Akureryrar, en hinn milli
Sauðárkróks og Akureyrar.—Á Odd-
eyri ætla Hinar sam. ísl. verzl. að
byggja í sumar stórt vélafrystlhús
og í ráði er einnig að þar komi upp
i sumar sútunarverksmiðja.
“Eimreiðin”, tímarit dr. Valtýs
Guðmundssonar, er nú seld Ársæli
Ánnasyni bóksala hér í hænum og
kemur -hér út úr þessu.
(Framhald á 5. bls.)