Heimskringla - 08.08.1918, Blaðsíða 6
(x BLAÐSiDA
HEIMSKRINGL A
WINNIPEG, 8. ÁGúST 1918
Æfintýri Jeffs Clayton
e%a
RAUÐA DREKAMERKIÐ
Gía.1 P. MAGNÚ5SON þýddi.
‘‘Um kveldiS aS öSrum degi eftir dauSa systur
minnar, var faSir minn heitinn aS aka í lukta vagn-
inum sínum niSur í bæ; en þegar hann kom á þrítug-
asta og fjórSa stræti, var umferSin þar svo mikil, aS
hann komst ekki áfram og varS því aS stanza um
stund—”
"Um hvert leyti aS kveldinu var þetta?” greip
Jeff fram í.
”1 kring um klukkan 9, ef eg man rétt.”
“Var hann einn í kerrunni?"
“Já. En faSir minn sagSist muna, aS um þetta
leyti hafi sig sótt ónotalegur svefndvali og aS hann
muni hafa blundaS nokkur augnablik. En þegar
hann rankaSi viS sér aftur var kerran komin í hreyf-
ingu.
“Voru gluggarnir í kerrunni opnir?”
“Já, einn þeirra."
”Á hvorri hliSinni?”
“Látum okkur sjá. Eg held þaS hafi veriS á
vinstri hliS. Ha, ha; nú fer eg aS skilja tilgang þinn
meS þessum spurningum, Mr. Clayton. En hvaS
veizt þú um þetta mál? ” spurSi Walter undrandi.
“HeyrSu, vinur minn, eg er aS reyna aS komast
eftir öllu, er eg get, um þaS sjálfur. Þú segir aS þaS
hafi veriS glugginn til vinstri handar, sem opinn var,
er ekki svo?"
“Jú. ÞaS er rétt? ”
* "Og hvaS var svo þaS næsta?"
“FaSir minn sagSi, aS stuttu eftir þetta hefSi
hann fundiS til ónotalegs kulda í vinstri handleggn-
um. Hann klóraSi sér og nuddaSi handlegginn, og
gleymdi þessu svo þar til nokkrum dögum síSar.”
“Jæja, og hvaS skeSi þá?”
“Eitt sinn, er hann fór í heitt baS, fann hann út
hvaS hafSi orsakaS þenna kláSa í vinstri handleggn-
um. Þá — þá vissi hann aS hann var merktur til
aS deyja.”
“Hvernig vissi hann þaS?"
“Vegna þess aS merki þaS, sem komiS hafSi í
ljós á hinum, sem dóu úr fjölskyldunni, sást nú á
handlegg hans."
“Og hvert var merkiS? Hvernig var þaS?"
“Eg veit þú trúir mér ekki, þegar eg segi þér þaS,
en eg skal ekki víkja neitt rá sannleikanum.”
"Haltu áfram. SegSu mér frá því. Ef til vill
legg eg meir upp úr því sem þú segir, en þú ímynd-
ar þér."
ar þér. Hvert var merkiS?”
“Merki hafSi veriS tattúeraS á vinstri handlegg
hans rétt fyrir ofan úlnliSinn.”
"Og þetta merki var rauSur dreki,” sagSi Jeff
í lágum rómi eins og hann væri aS tala viS sjálfan
sig.
Walter spratt ósjálfrátt upp af stólnum eins og
af einhverjum fjaSrakrafti. “GuS komi til, maS-
ur; hver og hvaS ejt þú?”
"Eg er Jeff Clayton, spæjari.”
“Nei, þú ert yfirnáttúrleg vera eSa andi í mansn
líki; þaS er þaS sem þú ert.”
“Mér er næst aS óska mér þess, aS eg væri
slíkur.”
“En þú ert þaS ekki, hvernig gætir þú annars
vitaS þetta, sem líkskoSunarmaSurinn tók ekki
einu sinni eftir. En þú veizt þetta hér heima í þín-
um húsum og hvergi nærri hlutunum.”
“Seztu niSur, Mr. Delano; þetta er ekki eins ó-
skiljanlegt og þú kannske álítur svona í fljótu
bragSi. Eg fullvissa þig um, aS þaS er ekkert yf-
irnáttúrlegt viS mig, og eg er mannleg vera. Eg er
bara réttur og sléttur spæjari, sem hefi ef til vill
betri eftirtekt á hlutunum en fólk alment hefir. Eg
á þá aS skilja þaS svo, aS faSir þinn hafi fengiS
þetta merki á sig þetta kveld, sem hann var úti aS
keyra?”
"Sú ályktun er þín, én ekki mín, Mr. Clayton.
Eg skil ekkert hvernig stendur á því, aS eg skuli
ekki hafa getaS" sett þetta tvent í samband hvert
viS annaS fyr. ÞaS hlýtur aS hafa veriS þá, sem
merkiS var stimplaS á handlegg hans. Já, þú hefir
sett þaS í samband. En hvernig? Hvernig, Mr.
Clayton?”
"ÞaS spursmál angrar mig ekki hót.”
“HvaS segirSu?”
“ÞaS 9T minst um vert af öllu. Hvemig þaS
var gert er hægt aS útlista á ýmsa vegu, en þaS er
ekki spursmáliS."
"Ef þaS er ekki spursmáliS, hvert er þaS þá?"
“Ja, þaS er leyndardómurinn. 1 mínum huga
er aSal spursmáliS aS finan út, hver gerSi þaS, en
ekki hvernig þaS var gert. Þegar viS höfum fund-
iS þaS út, þá fyrst erum viS aS komast ögn áleiSis
aS því atriSi, sem viS viljum komast eftir.”
“Þú ert alveg réttur. Eg sé þaS nú. Þú hugsar
hraSara en eg og ferS lengra. Viltu taka aS þér
máliS, Mr. Clayton? Vilt þú gera alt, sem í þínu
valdi stendur til aS finna út þann seka og meS því
forSa okkur sem eftir lifum af fjölskyldunni frá
sömu afdrifum, sem eg er fullviss um aS bíSa okkar
nú? Eg er enginn heigull, en eg verSa aS játa
þaS, aS eg hræSist þann voSa, sem yfir okkur
hangir.”
“Eg skil þig, Mr. Delano. Eg er allareiSu
byrjaSur á aS vinna aS þessu máli, og hefi veriS aS
vinna aS því síSuastliSnar tuttugu og fjórar klukku-
stundirnar.”
"Þú meinar ekki þetta, Mr. Clayton?”
Jeff kinkaSi kolli til samþykkis.
“Þú hefir gert mig alveg forviSa, Mr. Clayton.
Þú virSist vita jafn mikiS, ef ekki meira, um þetta
mál, en eg sjálfur. Vilt þú ekki gera þaS fyrir mig,
aS lofa mér aS heyra alt sem þú veizt um þaS og
hefir uppgötvaS?”
“Eg veit mikiS um þaS, en þó raunar ekki
neitt. Þó eg hafi ekki fariS héSan úr þessu húsi
nú um tíma, þá hefSi eg samt uppgötvaS þaS, sem
okkur getur báSum veriS mikils virSi í þessu máli.”
"Alveg undravert.”
“Nei, alls ekki. Ef til vill getur þú hjálpaS mér
til aS koma vissum atriSum í dagsljósiS, sem nú eru
hulin myrkri. Getur þú sagt mér um nokkur á-
stæSu fyrir því, aS segjum Kínverji vilji nokkurn
meSlim fjölskyldu þlnnar dauSan?”
“Nei, alls ekki.”
"Hefir nokkur úr fjölskyldu þinni nokkru sinni
haft nokkur viSskifti viS, á nokkurn hátt, nokkurn
Kínverja? HugsaSu þig nú vel um, áSur en þú
svarar.”
"Nei, mér er óhætt aS fullyrSa, aS svo hefir
ekki veriS."
“HugsaSu þig betur um,” sagSi spæjarinn í
höstum skipunarrómi.
“Ekki viS Kínverja. Einn ættingi okkar var
um eitt skeiS konsúll í Tokio í Japan, en enginn úr
minni fjölskyldu, svo langt sem eg veit, hefir
nokkru sinni haft viSskifti viS Kínverja.”
Japan. SagSirSu þaS? ÞaS er þess virSi
aS athuga þaS atriSi. HvaS hét sá ættingi þinn?”
“Roger Delano.”
“HvaS er langt síSan hann var konsúll í
Tokio?”
“ÞaS eru um fjögur ár síSan. Eg get vitaS þaS
meS vissu, ef á þarf aS halda. Eg man aS eg var
þá á lögfræSisskólanum”.
“ÞaS er ekki nauSsynlegt. Hvar er sá Roger
nú?”
“Hann er dáinn.”
"Einmitt þaS,” sagSi Jeff og leit á Walter
spyrjandi augum.
“Eg veit ekki, hvaS honum varS aS bana”,
svaraSi Walter hinu spyrjandi augnaráSi Jeffs.
“Var þaS snögglegur dauSdagi?”
“Já.”
“Eg'hugsaSi þaS. ViS erum aS smá færast
nær takmarkinu. VarS hann fyrir hinu sama
leyndardómsfulla áfelli og faSir þinn?”
“ÞaS hefi eg ekki veriS fær um aS finna út enn
sem komiS er. Mr. Delano dó úti á landsbygS-
inni og var hann þar stundaSur af skottulæknir, er
eg hefi enn ekki náS tali af. En þaS er hugboS
mitt, aS hann hafi dáiS úr því sama og faSir minn
og systir dóu úr.”
"Hann var sá fyrsti af ættinni, sem dó á þenna
leyndardómsfulla hátt, svo langt sem þú veizt?”
“Já, sá fyrsti.”
"Skildi hann eftir sig fjölskyldu?”
“Nei, hann var ókvæntur maSur.”
“Þér ef til vill finnast þessar spurningar all-
einkennilegar, en eg hefi mínar ástæSur fyrir aS
spyrja þeirra.”
“Eg veit þaS. Eg hefi lært meira síSan eg kom
inn í þetta herbergi, en eg hafSi hugsaS aS fyrir
gæti komiS.” ^
“Eg geri ráS fyrir, aS þessi ættingi þinn hafi
komiS meS ýmsas jaldséna muni meS sér þegar
han kom heim frá Japan. Var ekki svo?”
“Jú.”
“Hvar eru þeir? Veiztu þaS?”
"ViS höfum nokkuS af þeim heima hjá okkur.”
“HvaSa munir eru þaS helzt?” ÞaS brá fyrir
glampa í augum spæjarans er hann spurSi þessarar
spurningar.
“ÞaS eru vopn af ýmsum tegundum, hálsmen
og allra handa.”
“Gott. Viltu gera mér þann greiSa, aS láta
leynilega flytja alla þessa muni yfir hingaS, svo eg
geti í ró og næSi athugaS þá? Eg hefi sérstaka á-
stæSu til aS vilja athuga þessa muni.”
' “Já, vissulega. Eg skal sjá um, aS þeim verSi
komiS hingaS nú strax í dag. Þeir skulu verSa
komnir í þínar hendur innan einnar stundar eftir
aS eg fer héSan.”
“Þakka þér fyrir. En þú sagSir, aS þú héfSir
nokkuS af þessum munum. Af því dreg eg, aS þiS
hafiS þá ekki alla. HvaS varS af hinum?”
"Eg veit þaS ekki. Eg ímynda mér aS Roger
hafi gefiS þá til ýmsra vina sinna. Mig minnir aS
aS eg heyrSi föSur minn segja eitthvaS um þaS.'’
“Þú veizt ekki, hverjum hann hefir gefiS þá?”
“Nei.”
"Eg vildi aS þú vissir þaS.”
"Er þaS mjög áríSandi?”
“Já, þessir Austurlanda munir geta orSiS til
þess aS ráSa alla þessa leyndardómsfullu gátu. En
þú verSur aS skilja þaS, aS eg segi aS þeir gætu
orSiS til bess, en fullyrSi þaS þó ekki. En grunur
minn er mjög sterkur í þá átt,” sagSi spæjarinn og
fremur viS sjálfan sig en viS Walter. Hann sat
meS hálflokuSum augum og var auSséS, aS hugur
hans var allur viS þetta mál.
“Þá skal eg gera alt sem eg get til þess aS finna
út hvar sumt af þessum munum er niSur komiS,
Mr. Clayton.” r
“i’aS verSur mér mikil hjálp. Og jafnframt
mun eg reyna aS vinna aS þessu í sömu átt. Reynd
þú líka aó komast eftir hvort Mr. Roger Delano var
í nokkrum kunningsskap viS Hammond fjöldskyld-
una. Eg býst viS aS þú hafir tekiS viS, umsjá alls
eftir föSur þinn?”
"Já, eg hefi gert þaS.”
“Hefir þú fariS nákvæmlega yfir öll bréf hans
og skjöl?”
“Nei, aS eins litiS yfir þau."
“Þegar þú gerir þaS, og eg vildi ráSleggja þér
aS gera þaS sem fyrst, þá vil eg biSja þig aS taka
vel eftir, hvort þú verSur ekki var viS nein bréf,
blöS eSa aSra hluti senda frá Japan, af Roger meS-
an hann var þar, og ef þú verSur var viS eitthvaS
þess háttar, þá komdu meS þaS til mín. Eg skal
sjá um aS þaS glatist ekki eSa skemmist.”
“Eg veit þaS, og eg skal gera eins og þú óskar
eftir. ÞaS er mér ánægjuauki aS vita, aS eg geti
veriS þér til einhverrar aSstoSar í máli þessu, og
þaS er mín eina hjartans ósk og von, aS þessir
morSvargar náist og úttaki sinn réttláta dóm.
“Og þaS skal verSa, Mr. Delano. Eg lofa þér
því; þó þaS kosti mig aS eg verSi aS ferSast tvis-
var í kringum hnöttinn, þá skal eg handsama þessa
þrjóta og draga þá fyrir lög og dóm, svo þeir út-
taki sín makleg málagjöld.”
“Eg virSi áhuga þinn fyrir þessu máli, Mr. Clay-
ton,” sagSi Walter og stóS upp af stólnum. Hann
j gekk þangaS sem spæjarinn stóS og tók báSar
hendur hans í sínar og þrýsti þær hlýlega. "Vilt þú
segja mér, því þú ert svo áfram um aS fá upplýsing-
ar viSkomandi kunningsskap okkar, ef nokkur væri,
viS Hammonds fjölskylduna? ÞaS er aS segja,
ef þú getur þaS, án þess aS þaS komi í bága viS
starfsemi þína. Eg er ekkert gefinn fyrir aS hnýs-
ast inn í annara einkamál, en þú hefir komiS mér ti
aS álíta, aS Hammonds fjölskyldan sé á einhvern
hátt riSin viS þetta mál okkar.”
“Eg hefi enga ástæSu til aS segja þér þaS ekki.
En þú verSur aS muna mig um aS segja þaS eng-
um, sem eg ætla aS segja þér nú. ÞaS gæti orSiS
til þess aS eySileggja allar okkar ráSagerSir.”
"Eg þarf ekki aS taka þaS fram, aS eg myndi
ekki vera meS sjálfum mér, ef eg uppljóstaSi
nokkru því, sem gæti orSiS til þess aS tefja fyrir
eSa koma í bága viS starfsemi þína í þessu máli.”
"Þá ætla eg aS segja þér, aS eg trúi því fylli-
lega, aS þessar tvær fjölskyldur séu á einhvern hátt
settar í samband hvor viS aSra af þrælmennunum;
þaS sé eitthvaS sameiginlegt meS þeim. hvaS viS-
kemur þessum dauSsföllum. Eg trúi því enn þá
fastlegar síSan eg hefi átt viStal viS þig. Eg er
jafnvel nú fullkomlega sannfærSur um, aS svo sé."
"Er þaS mögulegt? Hvernig?”
“Nokkrir meSlimir þeirrar fjölskyldu hafa dáiS
á sama hátt og þeir úr fjölskyldu þinni,” svaraSi
Jeff hægt og rólega og var auSséS, aS hann var
aS veita eftirtekt hver áhrif orS hans hefSu á
Walter Delano.
“Er — þaS — mögulegt?” spurSi Walter meS
opinn munninn af undrun.
“Já, svo er. Komdu hingaS”, sagSi spæjar-
inn og gekk aS dyrunum á herbergi því, sem ung-
frú Hammond hafSi daio í. Walter fylgdi honum
eftir án þess aS hafa minstu hugmynd um hvaS þaS
var, sem Jeff ætlaSi aS sýna honum.
“Á þessum legubekk,” sagSi spæjarinn og
benti á iegubekkinn í herberginu, “dó ungfrú Ham-
mond í gærkveldi.”
“Þú meinar þetta ekki?”
"Jú, þaS er sannleikur.”
"En eg skil þig ekki.”
"Þú gerir þaS þegar eg segi þér, aS hún dó á
nákvæmlega(sama hátt og þú segir aS ættingjar
þínir hafi dáiS. Annar helmingur líkama hennar
var dauSur löngu á undan hinum. ÞaS var doSi og
máttleysi, sem smáfæ|rSi sig um líkama hennar.”
Walter varS náfölur í andliti og kom ekki upp
nokkru crSi, svo varS hann forviSa.
“Hún dó, vinur minn, meS rauSa drekamerkiS
á handleggnum.”
“GuS sé oss næsturl Er þetta mögulegt?”
"Já.”
“Þannig hefir þú kynst rauSa drekanum. Nú
fer eg aS skilja alt saman,” sagSi Walter.
“Nei, þannig kyntist eg honum ekki fyrst. Eg
þekti hann áSur, en eg hefi komist aS því síSan,
aS þaS er merki dauSans. AS sá eSa sú, sem þaS
merki ber, er sama sem skilinn viS þetta jarSneska
líf. Fyrst sá eg rauSa drekamerkiS fyrir tveim vik-
um síSan, Mr. Delano."
“Fyrir tveim vikum síSan!”
“Já, þaS var um kveld í starfstofu ráSsmanns-
ins fyrir Metropolitan leikhúsinu—”
“HvaS ertu aS segja?”
“ÞaS var um þaS bil, sem fólk var aS fara heim
frá leikhúsinu um kveldiS; stuttu eftir aS kvenmaS-
ur hafSi stigiS út úr keyrsluvagni fyrir framan leik-
húsiS og kallaS eftir hjálp."
Walter, er var hvítur sem nár áSur en hann
heyrSi þetta, varS nú meS öllum mögulegum lit-
um í andlitinu. "Systir mín!” sagSi hann loks ofur
lágt. “Já, þaS hefir veriS systir mín.”
“Já, hún systir þín dó í örmum mínum. Eg er
sá Mr. Taylor, sem Margaret systir þín talar um,
og nú getur þú skiliS, því eg hefi allareiSu veriS aS
vinna aS þessu máli. Tveir kvenmenn hafa dáiS
í höndunum á mér af völdum hins rauSa dreka.”
Walter hné aftur niSur í stólinn, sem hann
rafSi óafvitandi staSiS upp af. I gegn um huga
rans flugu myndir af því, sem spæjarinn hafSi ver-
iS aS segja honum. “Eg er þér skuldbundnari, en
eg hafSi hugmynd um, Mr. Clayton.”
“Nei, þú skuldar mér alls ekki neitt, Mr. De-
lano. En viS, þú og eg í samráSi, ættum aS geta
komist fyrir upptökiin á þessu leyhdard.ómsfulla
máli. í*ú verSur aS hafa gát á sjálfum þér, aS þú
lendir ekki í þessum voSa. Sérstaklega verSur þú
og þeir, sem eftir eru af fjölskyldu þinni, aS vera
vör um ykkar um nætur; lokiS vel herbergjum ykk-
ar áSur en þiS fariS aS sofa, því í sumum þessum
tilfellum hefir merkiS veriS sett á í svefni.” \
"Eg skal visulegav iSahafa alla varkárni. Þú
hefir vakiS hjá mér meSvitund um skyldu mína í
þessu efni. Eg hefi ekki athugaS á hvaSa hátt eg
gæti helzt varast þenna voSa, en eg sé þaS nú.
Þú skalt verSa búinn aS fá þessa Austurlanda muni
hingaS í þínar hendur innan klukkustundar, eins
og eg hefi lofaS. Þú gerir svo vel og lætur mig
vita, ef eg get aSstoSaS þig á einhvern hátt.”
“Já, eg sendi þá eftir þér."
“Eg veit aS systir mín verSur glöS viS þær
fréttir, sem eg get nú faert henni, og eg veit aS hún
verSur forviSa er hún heyrir, aS þaS varst þú, sem
komst henni til hjálpar, þegar henni lá sem mest
á hjálp. ÞaS var hún, sem uppástóS aS eg leitaSi
til þín í þessu efni. Er ekki þetta alt einkennilegt?”
“ÞaS er eins og forlögin séu hér aS verki,”
sagSi Jeff og brosti viS. Spæjarinn var aS dunda
viS aS brjóta upp á neSri vör sína, er hann fylgdi
Walter til dyranna. SíSan gekk hann inn í starf-
stofu sína aftur og lokaSi hurSinni á eftir sér, svo
hann gæti veriS í næSi. Þarna sat hann einn í
margar klukkustundir. MiSdegismatartími kom og
Pong fór aS líta eftir húsbónda sínum til dagverS-
ar, en er hann kom, aS herbergisdyrunum og sá
þær lokaSar, gægSist hann innn um skráargatiS;
en er hann sá, aS húsbóndinn sat hugsandi meS
hendur undir kinnum og olnbogana á hnjánum,
hvarf hann frá aftur, án þess aS gera vart viS sig.
Hann þekti þaS vel, aS Jeff vildi stundum mikiS
heldur næSi og kyrS en mat og drykk.
Dyrabjalla heyrSist hringja niSri í húsinu; hægt
og sígandi lokuSust augu spæjarans; hrollur fór um
hann allan og hann skalf; hann var hvítur sem nár
í andlti. En nú opnuSust augu hans og hann
starSi hálf dreymandi fram undan sér; þaS fyrsta
sem hann sá, var stóra klukkan á arinhyllunni.
“Klukkan er þá orSin þrjú,” sagSi hann viS sjálfan
sig. “Eg hefi veriS á löngu ferSalagi og er þreytt-
ur, en eg hefi líka séS margt og fræSst mikiS.”
VIII. KAPITULI.
Á slóSum drekans.
“Símskeyti,” sagSi Pong og stakk höfSinu inn
úr dyrunum, sem spæjarinn hafSi opnaS eftir aS
hann vaknaSi af þessum dvala. Jeff benti honum
aS leggja símskeytiS á borSiS í herberginu. Nokkr-
um mínútum síSar opnaSi hann umslagiS og las
skeytiS.
"Álít þér bezt aS koma hingaS. Samslags til-
félli hér og þau, sem þú ert nú aS vinna aS. Ef þú
getur ekki komiS, þá símaSu mér fyrirskipanir. —
Harper.”
Jeff reif í sundur skeytiS og fleygSi því í blaSa-
körfu á gólfinu. “Þetta fer nú aS verSa nokkuS
svæsiS," sagSi hann svo upphátt viS sjálfan sig.
Hann studdi nú á rafurmagns hnapp í veggnum, er
hringdi bjöllu niSri í húsinu og kom Snoopy Hav-
ens aS vörmu spori upp til hans.
“Snoopy,” sagSi spæjarinn, “Mr. Delano ætlar
aS senda hingaS ýmsa austurlanda muni, sem geta
ef til vill orSiS okkur aS liSi í þessu máli. Fyrir
sérstakar ástæSur vil eg ekki aS Pong sjái neitt af
þeim, eSa komist á snoSir um, aS þeir séu í húsinu.
Eg vil því aS þú bíSir hér þar til sendingin kemur,
og aS þú farir meS hana rakleiSis niSur í kjallara
og læsir hana inni í einum klefanum þar.”
“Rétt, þaS skal verSa gert, sem þú segir. Átt
þú von á þessari sendingu bráSlega?”
Já. Og þegar þú hefir komiS hlutunum fyrir
í klefanum, vil eg aS þú farir yfir til Hammonds-
fólksins og reynir aS komast eftir því, hvort ekki
er skyldleiki eSa sterk vinasambönd milli þeirra og
Delano fjölskyldunnar.”
“ÞaS skal eg gera. FÍvert ert þú aS fara?”
Til Philadelphia, og ef til vill til Washington
áSur en eg kem heim aftur. Eg hefi erindi á ríkis-
skrifstofuna í sambandi viS þetta mál, sem eg má
eins vel afljúka nú strax. Ef eitthvaS nýtt kemur
upp, þá getur þú símaS mér til Greens.”
“Kemur Harper heim í kveld?”
“Eg veit þaS ekki meS vissu. ÞaS getur skeS.”
Einni stundu síSar var Jeff búinn aS taka sér
sæti í einum vagninum í lest þeirri, er gengur til
Kvekaraborgarinnar. Þegar þangaS kom ók hann
rakleiSis til lögreglustöSvanna, þar sem yfirmaS-
urinn beiS komu hans. En Harper hafSi fariS yfir
á gistihús þaS, sem hann vissi aS Jeff var vanur aS
halda til á, þegar hann var í borginni, og beiS þar
eftir honum eSa skeyti frá honum.