Heimskringla - 15.08.1918, Blaðsíða 3

Heimskringla - 15.08.1918, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 15. ÁGOST 1918 HEIMSKRINGLA 3. BLAÐSIÐA Minni kvenna Flutt í Reykjavík kvennadaginn 19. júní 1918 Eftir Árna Pálsson. Um kvenfrelsið bafa verið skiftar skoðanir og svo er enn. Umræðurn- ar um l)að maál eru ekki ennþá út- kljáðar og í fæstum löndum álfunn- ar hefir kvenfólkið enn fengið fuiJ pólitísk réttindi. Það er nú að ví ;u engin furða, þótt konur sætti siv eigi sem bezt við slíkan ójöfnuð, l>ví að það virðist hart lögmál, að vitrasta og bezta konan hafi eigi jafnrétti við heimskasta og auvirði- iegasta karlmanninn. En þó hafa vitrir menn séð mörg missmíði á pólitískum kröfum kvenna og allri kvenréttindahreyfingunni.—út í þá sálma ætla eg þó ekki að fara hér, því að til þess væri staður og stupd illa valin. Enda er nú málið útkljáð vor á meðal með fullum isigri kven- þjóðarinnar. Og þess vegna vil eg heldur tala fáoin orð um hitt, hver- jar vonir maður gerir sér, eða öllu heldur, hverjar vonir maður reyriir að gera sér um afskifti kvenna af þjóðmálum. Sú röksemd, sem mér hefir heyrst að kvenfólkið hafi einna oftast beitt fyrir sig í umræðunum um þetta mál, hljóðar svo: “Yið reynumst þó aldrei lakari en karlmennirnir.’' Eg vil nú jára, að fram á síðustu ptand- ir hefi eg verið talsrert vantrúaður á, að þessi staðhæfing væ.’ á rökum bygð. En nú treyst eg inér ekki til að mótmæla henni. Eg held að miál- um vorum væri ekki teflt í óvænna efni, en þeim er hú, þótt þau væru eingöngu í kvenna höndum. En þar með er nú í rauninni ekki mikið sagt. Og helzt vil eg geta staðið hér og fuliyrt með öilum is'annifæringar- innar krafti, að kvenfólkið mundi reynast miklu vitrara, víðsýnna og vandaðra að virðingu sinni heldur en karlmennirnir. Því að þess væri þörf. — — En fyrsta þjóðmáiefni, sem ís- lenzkar konur létu til sín taka, var landsspítalamálið. Það var nú ekki vonum fyr, að farið var að vinna að því, að koma svo sjáifsagðri stofn- un á laggirnar hér á landi, enda hefir alment verið litið svo á, að kionur hefðu ekki getað valið sér veglegra verkefni og sjálfum þeim eamboðnara. Og einmitt nú á þess- um dögum er sérstök ástæða til þess að þakka konum fyrir, að þær hafa tekið þetta mál í sínar hendur, þvi að af því ætti maður að mega á- lykta, að íslenzkar konur líti svo á, að lapdiö geti ekki verið án lækna og læknisdónna. En svo sem kunn- ugt er, eru nú sem stendur skiftar slípðanir um það mefjal karlmann- anna, hvort við höfum ráð á að launa lækna, — hvort við höfum ráð á að berjast móti pestum og sjúk- dómum. Nú er þvf gott til þess að vita, að kvenfólkið virðist einhuga um, að pestin megi ekki hafa hér friðland, að það vili berjast á móti sjúkdómunum, en eigi með þeim. Út af þessu dettur mér í hug, að til eru sjúkdómar, sem engin líkindi eru til að fæknaðir verði á hinum fyririhugaða landsspítala. Það eru tií kvillar, sem eg kann ekki með orðum að lýsa, — kvillar, sem pína seint og hægt og í þaula, eru aíi vísu ekki bráðdrepandi, en ban- vænir þó, ef þeir\ eru ekki læknaðir í tíma. Þess er ekki, að dyljast, að margir menn — og eg er einn af þeim — líta svo á, sem þjóðlíf okk- ar, og sérstaklega pólitíkin, þjáist af slfkum kviilum. Eg verð auðvit- að að tala hér nokkuð óákveðnum og almennum orðum. En ef eg á aif gjálfum mér að segja, þá finst mér að eg daglega andi að mér pestar- lofti. Hreinlætið er komið á svo lágt stig í íslenzkri pólitík, að við slíkt er ekki unandi Stundinni lengur. Reynið Magnesíu við magakvillum Það Eyðir Magasýrunni, Ver Ger- ingu Fætiunnar og Seinni Meltingu. Ef þú þjálst af meltlngarleysi, þá hefir þú vafalaust reynt pepsin, bi- smuth, soda, charcoal og ýms önnur metiul, sem lækna eiga þenna al- genga sjúkdóm—en þessi metiui hafa ekki læknaB þig, í sumum tilfellum ekki elnu sinni bætt þér um stund. En ábur en þú gefur upp alla von og álítur. atS þér sé óviöhjálpandi i Íiessum sökum, þá reyndu hvatSa af- eitSingar brúkun á Bisurated Magn- esia hefir — ekki hin vanalega car- bonate, citrate, oxide etia mjólk — atS eins hrein, ómengutS Bisurated Magnesia, og sem fæst hjá nálega öll- atS eins hrein, ómengutS Bisurated um lyfsölum, annati hvort í dufti e15a plötum. Taktu teskeitS af duftinu etSa tvær plötur, i dálitlu vatni, á eftir næstu máltitS og taktu eftir hvatSa áhrif þat5 hefir á þig. ÞatS eytSir á svipstundu hinum hættulega magasúr, sem nú gerar fætSuna og orsakar vindgang, uppþembu, brjóstsvitSa og þessum blý- kendu og þungu tilfiningum, eftir atS þú hefir neytt matar. Þú munt finna. atS ef þú brúkar Bisurated Magnesia strax á eftir mál- títium, þá gjörir ekkert til hvatSa matartegund þú hefir bortSatS, þvi alt meltlst jafnvel og tilkenningarlaust, og Bisurated Magnesia hefir ekki nema góts áhrif á magann, þótt lengl sé brúkati. O-g nú er spurnin: Getið þið konur ekki komið til skjalanna? Það er ykkar að sjá um hreinilætið á heim- ilunum. Getið þið nú ekki veitt hreinum og hressandi loftstraum- um inn í alþingishúsið. Þar inni er loftið efeki heilnæmt sem stendur. Og þó tekur út yfir, að margir karl- mennirnir, bæði utan þings og inn- an, eru orðnir svo samdauna óloft- inu, að þeir finna ekki til þess. Lát- ið þið konur nú sjá, að kvenfrelsið sé meira en nafnið eitt! Það er sagt, að konan móti karl- manninn, og með því er meint, að karlmenij hafi ósjálíráða tilhneg- karlmenn hafi ósjálfráða tlhneig- ingu til þess að semja sig að vilja kvenna, til þess að tileinka sér þá eiginleifea sem þeir vifa að konur gangast fyrir. Á hinum miklu sögu- öldum íslands gengust konur mest fyrir því, að karlmenn “héldu sæmd sinni.” Bergþóra unni sonum sln- um mikið, en hún ihefði aldrei fyrir- gefið þeim, ef þeir hefðu riðið til al- þingis og hegðað sér þar eins og fífl og varmenni. Hinn mikli rithöfundur dr. Georg Brandes talar á einum stað um mis- munandi kosti og ókosti kvenna í ýmsum löndum álfunnar. Hann á- lítur að islavneskar konur, sérstak- lega pólskar, séu öðrum konum fremri. Hann segist hafa þekt pólsk- ar konur, sem ekki leyfðu kari- mönnum sem þeim voru nákomnir, að koma í augsýn sina, ef þeir höfðu svívirt miálstað föðurlands síns með eigingjarnri eða auðvirðilegri fram- komu. Hann segir, að þær dæmi vægar um breyskleika manna en aðrar konur en harðar um klæki. Á þenna hátt getur konan unnið kraftaveilk, því að vitanlega þolir karlmaðurinn fyrirlitningu annara kariimanna, en þó ver fyrirlitning kvenna. Eg verð að gera þá játningu, að eg hefi í raun og veru enga trú á at- kvæðisrétti kvenna. En eg ann þeirn að hafa hann, ef þær kæra sig nokk- uð um hann. Enn þá síður hefi eg þó trú á, að nokkuð gott hljóttet af, ef kvenfólk tekur upp á því, að semja sig að siðum ikarlmanna og stæla þá. Það skyldu konur varast sem heitan eldinn. En hitt er og á að vera þeirra verk, að ala upp karl- mannlega eiginleika í karlmönnun- um sjálfum. Það þarf að verða hiífðarlaus krafa íslenzkra kvenna, að fnenn sem veita þjóðmálum af- skifti, ati sig ekki svo út, að ekki sé komandi nálægt þeim. Þær verða að læra að fyrirlíta allan rangfeng- inn gróða, alla óverðskuldaða r.pp- hefð, allar lánaðar fjaðrir og allan uppskafningshátt. Með því móti geta kvenmenninnir ^núið taflinu. þær hafa vald til þess, ef þær íiafa vit og vilja til að beita því. Því að ekkert er slfkt hjjpnnimark á enni karimannsins sem réttmæt fyrirlitning kvenmanns!—Vísir. \ -------o------- Frá Serbwn Serbastjórn hefir nýlega sent full- trúa til Dannlerkur, en þar hafa Serbar ekki áður haft isendiherra. Þessi sendiherra þeirra heitir Java- novitch og var áður sendiherra Serba f Berlín. Hann á líka að hafa á hendi sendiherra störf fyrir Serba í Noregi, en aðsetur hans verður í Khöfn. Og í viðtali við danskan blaðamann, sem birt er í Politiken, segir ihann að aðalstarf sitt fyrst um sinn eigi að verða að kynnast land- búnaðinum danska, iþví að land- búnaðarskilyrði séu að mörgu leyti mjög lík þar og 1 Serbíu og muni Serbar geta lært mikið af Dönum í þeim efnum. Um ófriðinn hefir biaðið það eft- ir honum, sem hér fer á eftir: Serbar voru neyddir í ófriðinn.i Morðið í Sarajevo var haft að yfir- varpi. Þeir voru fúsir að ganga að öllum kröfum Austurríkismanna, nemá einni. þeir gátu ekki þolað lögreglurannsókn af hendi Austur- rfkismanna. Þegar Jovanovitch af- henti þýzka utanríkisráðherranum von Jagow svar Serbíu við ikröfum Austurríkismaruna, þá var sendi- herra Austurríkismanna viðstadd- ur og varð 'þeim báðum að orði, — að þeir hefðu ekki vænst svo mikill- ar eftirgja^ar af Serbum og að vænt- anlega yrði hægt að koma í veg fyr- ir ófriðinn. Fyrst eftir að ófriðurinn hófst voru Serbar sigursælir og ráku Aust- urríkismenn af höndum sér í desem- ber 1914 og í byrjun ársins 1915 gerðu Miðveldin þeim tvívegis til- boð um sérfrið, fyrir miliigöngu Konstantíns* Grikk jakonungs. En Serbar vildu ekki svíkja banda- menn sína. En svo komu Búlgarar að baki þeirra. Það þóttust Serbar vita fyrir, að þeir myndu gera, og vildu þ\i verða fyrri til að ráðast á þá, eii bandamenn vildu það ckki. Þeir trúðu Búigöruin ekki til l>ess níðingsbragðs. Ein miijón manna hefir fallið af Serbum á vígvellinum. Af hernum komu þeir einum 140 þús. undan tii Korfu. Yar sá her matarlaus og að heita mátti klæðlaus síðustu þrjár vikurnar áður en þangað kom. Á Korfu komu saman fulltrúar fyrir 12 miljónir Grikkja, Serba, Slavona og Montinegroibúa, er flestir höfðu flúið úr löndum Austurríkismanna, þegar ófriðurinn hófst og samþyktu þar að mynda sjálfstætt ríki að ó- friðnum loknum. Jovanovitch kvaðst vona, að Ser- bía fengi sjálfstæði sitt aftur að ó- friðnum loknum. Serbar berjast fyrir írelsinu, en' ef þessum ófriði lýkur ekki með því að smáþjóðirnar fái fult frelsi, þá hlýtur annar enn ógurlegri ófriður að fara á eftir. í Serbíu ríkir" fullkomið neyðar- ástand sfðan Austurrfkismenn her- tóku landið, að því er Jovanovitch eegir. öll uppskra landsins er flutt þaðan f burtu jafnskjótt og hún hefir verið birt, og ekkert eftir sícil- ið handa landsmönnum sjálfum. — — Vísir. ------o------- Nénette og Rint- intin Svo heita verndargripir, sem fjö<l- margir Parísarbúar bera á sér, Frá því er sagt í ensku iblaði að þessum vermiargripum sé það mikið að þakka, hve vel alþýða manna í Par- ísarborg hafi iborið sig síðan Þjóð- verjar tóku að skjóta á borgina. Nénette og Rintintin eru smábrúð- ur úr ull, drengur og stúlka, alla- vega litar. Og þeim, sem þær bera á sér, á að stafa minni hætta af sprengikúlunum, sem á borginni dynja. Þó að fallbyssurnar drynji í fjarska, þá er hverjum manni óhætt hvar sem er í París, ef hann ihefir þessar brúður á sér. Þegar loftrás er gerð að næturlagi, festa stúlk- urnar þær á náttkjólinn sinn og fara hvergi smeykar niður í kjallar- ann og iláta sem þeim sé með öllu ó- hætt. Og svo tala menn saman og halda hrókaræður, 4 gamni og al- vöru, um Nónete og Rintintin og gleyma alveg skothrið þjóðverja. Auðvitað er þetta heimska, segir enska iblaðið, en það er heimska, sem enginn skyldi hlæja að. Þegar saga Parísarborgar 1918 verður skrif- uð, þá verður þeim ekki gleymt, Nénette og Rintintin, eða þessari “brjálsemi” íólksins, sem gerði þús- undir ungra stúiikna hugrakkar í hættunni og vakti gleðskap í hverj- um krók og kima. Og Nénettc og Rintintin vinna þarft verk með því að verja Parísarbúa fyrir því að æðrast.—Vísir. Belgar. Samkvæmt opinberum skýrslum á Englandi eru nú um 170 Belgar í brezka ríkinu. f Lundúnum eru um 60 þús.. Um 80 af hundraði þessara manna stunda allskonar vinnu, 40 þús. vinna að hergagnaframleiðslu, en 30 þús. hafa gefið sig fram til her- þjónustu. Takið upp merkið. _________________________________ Féllu að jörðu háir hlynir hvars þeir veiku fengu skjól, dagsins hetjur, dýravinir, dægraskifta kvöddu sól : Gjallandi, hinn glöggvi, dyggvi, og göfugmennið þjóðar, Tryggvi. íslands hraustu ,ungu synir, upp er hauður lýsir sól, gerist styrkvir, háir hlynir, hvars sér dýrin finna skjól : Gjallanda með glóð í orðum, gerið eins og Tryggvi forðum. Vinur, hlúðu að hesti þínum, húsdýranna virtu trygð, gættu að kúm og kindum þínum, kendu öðrum sömu dygð. Láttu um, hvað þú viljir vera, vitni dýr hjá garði bera. Liðsinn fugli er loftsins vegu leitar til þín liælis sér. Hann júnídægrin yndislegu unaðssöngva flytu^ þér. Þin sé gleði að gefa og veita gestum skjól sem til þín leita. M. G. — Heimilisblaðið. I Til sölu Tvö hús á Sherburn stræti, 3 svefnherbergi og 3 her- bergi niðri, öll þægindi (modern), fást keypt á mjög rýmilegu verði og með. góðum skilmálum. Finnið S. D. B. STEPHANSON á skrttstofu Heimskringlu. Stjóruarbyltingin mikla á Rússlandi. (Þorl.'H. Bjarnason í Skírni.) I. Aðdragandi og orsakir bylt- ingarinnar. Stjórnarbylting sú, er átti sér stað í Rússlandi fyrri hluta marzmánað- ar síðast liðinn vetur (1917), er vafa- laust enn sem komið er merkileg- asta og mikilvægasta afleiðing heimsstyrjaldarinnar tmiklu. En rót sína á byltingin fyrat og fremst að rekja til frelsshugsjóna þeirra, er stjórnanbyltingin mikla á Frakk- landi, styrjaldir Napolaons og stjórnarbyllingarnar 1848 vöktu hjá Rússuim cins og hjá öðrum þjóðum Evrópu, og hér verður ekki nánar getið. í annan stað hefir harðstjórn sú og óstjórn, sein um langan aldur liefir drotnað í Rú.s.ilandi, og hins vegar ibyltingarhugur og frelsisbar- átta rússneskra frelssgarpa glætt og magnaö uppreisnaranjlann hjá þjóð- inni. Loks hafa breytingar þær, sem á síðari árum ihaía orðið á atvinnu- brögðum og þjóðfélagshögum Rússa og síðast en ekki sízt hrakfarir þeirra í heimsstyrjöldinni og dýrtfð og hallæri, er af þeim leiddi, komið byltingunni af stað. Skal því næst vikið að þeim mönnum og viðburð- um, er mestu máli skiftir, l>egar úm aðdraganda byltingarinnar er að ræða. Að því búnu skal skýrt frá byltingunni sjálfri. Bftir ófarir Rússa í Krím-styrjöld- inni 1854—1856 tóku frelsishreyfing- ar og megn óánægja með stjórnar- farið að geja vartv ið sig á Rúss- landi, er á stjórnanárum Nikulásar keisara 1. hafði verið höfuðból alls afturhalds og harðstjórnar liér í álfu. Einhver ‘fyrsti postuli’ þessar- ar nýju stefnu, var Alexander Her- zen. Hann var eldheitur frelsisvin- ur og ákafur fríhyggjumaður. Her- zen hneigðist snemma að kenning- um jafnaðarmanna, en var hins veg- ar gagntekinn af ást til ættlands síns og þjóðar og af miklum metn- aði íyrir hennar hönd. Alexander Herzen var fæddur í Moscow 1812. Faðir hans var rúss- neskur fursti en móðirin þýzk. Þeg- ar Alexander hafði lokið námi sínu, var hann ásamt nokkrum félögum sínum tekinn höndum og hafður í haldi, af því að hann var grunaður um að hafa gengið í félag nokkurt, er var kent við frakkneskan jafnað- armann og mannvn, Saint Simon. 1 haldinu gat hann sér svo góðan orð- stír fyrir gáfur og dugnað í þjón- ustu ríkisins, að hann fékk um siðir góða stöðu í Pétursborg. Sakir ber- sögli sinnar vaTÖ hann nokkru síðar að fara í útiegð til Novgorod. Eftir lát föður síns fluttist hann til út- landa og settist þar að. Hann dvaldi lengst um í London og gaf þar út ýmsa merka rússneska rithöfunda og ýmisleg rit og ritgerðir um stjórnmáll. Þar gaf hann og út hið merka tímarit “Kolokol” (“Klukk- an”), er var í mörg ár þrátt fyrir bann og ritvörzlu eitthvert áhrifa- mesta og fjöllesnasta tímarit í Rúss- landi og hefir átt mest'an og beztan þátt í að skapa almenningsálit í helztu borgum þess. Jafnvel Alex- ander feeisari 2. las tímarit þetta. Er svo sagt, að einu sinni hafi þar staðið grein, er fletti ofan af fjár- svikum nokkurra meiriháttar rúss- neskra emibættismanna. Þeir kunnu því illa, að greinin kæmi keisara fyr- ir sjónir og létu prenta tölublaðið upp aftur án hennar og færa keisara. Herzen komst að því, bregður við og sendir keisara hið rétta eintak án nokkurrar úrfellingar. Herzen fann að ávirðingum stjórn- arinnar og krafðist þess, að bænda- ánauðin og ritvarzlan væri afnumin og dómgæzlan væri bætt frá rótum. Almenningsálitið tók í sama streng- inn og nú hófust um nokkurra ára bil mikilsverðar umbætur í Rúss- landi. Raunar greindust umbóta- menn í tvo flokka, hina svo nefndu “slavofila”, sem unnu af aQhug slaf- neSku þjóðern og trúðu á köllun þess og siðmenningarafl; f hinum flokknum voru þeir sem höfðu mæt- ur á frjiálsri framþróun Vesturlanda þjóða og vildu spmja sig eftir henni. 1 fyrstu áttu flokkar þessir samleið, þótt þeir gætu ekki fylgst að til frambúðar. Alexander keisari 2. (1855—1881), var góðviljaður maður og gáfaður. feann sá að margt fór aflaga í rikinu og þurfti íbráðra viðgerða. Hann kvaddi nýja menn sér til ráðaneyt- is og 'linaði ritvörziuna. Mest var þó um það vert, að hann fastréð að aifnema bændaánauðina og birti þessa fyrirætlun sína árið eftir að hann kom til rfkis. Margar nefndir voru skipaðar til þess að ræða og undirbúa miálið sem -bezt. Urðu menn skjótt á eitt sáttir um það, að ánauðugir bændur og hjú ættu heimting á að verða frjálsir menn. Aftur á móti var það miklum erfið- leikum bundið að komast að á- kveðinni niðurstöðu um, hvort bændur ætti einnig að fá eignarum- ráð yfir jörðum sínum, og með hverju móti. — Loks batt opið bréf keisara 1861 enda á málið. Þar var svo fyrir mælt, að átthagafjöturinn skyldi með öllu afnuminn og kaup og sala á ánauðugum mönnum. Valdstjórn stóreignamanna yifir bændum var og úr lögum numin. Um eignarumráðin var svo fyrir mælt í brófinu, að hús þau eða kof- ar, er bændur byggi í, skyldu vera eign þeirra Aftur á móti skyldu akrar 'þeir, er bændur yrktu, vera að suimu leyti eign stóreignamanna, eins og þeir höfðu verið til þess tíma, en að sumu leyti skyldu þeir með sérstökum kaupmálum geta orðið bændaeign. Ríkinu var gert skylt að styrkja bændur til þessara kaupa með hagfeidum lánum. En jarðirnar skyldu þó ekki seldar ein- stökum ibændum, heldur sveitafélag- inu (mir), en það skifti þeim aftur milli bændanna, og gat jafnvel feng- ið þeim þær ti'l eignar með sérstök- um skilyrðum. Þó hér væri stigið stórmerkilegt spor til viðreisnar bændastétt Rússlands, < kunnu þá bændur landsins engan veginn að meta það sem skyldi, enda var það allmiklum örðugleikum bundið að koma því í framkvæmd. Bændur höfðu gert sér von uin að eignast jarðir þær, er þeir yrktu, og þótti því ným^elið fara alt of skamt. Auk þess voru þeir þekkingarsnauðir og fáfróðir og höifðu ekki rænu eða vit á að taka upp nýjar yrkingaraðferð- ir. Loks veitti þeim örðugt að greiða stóreignamönnum og ríkinu fé það, sem þeir áttu að inna af hendi. Alexander 2. gerði ýmsar aðrar mikiteverðar umibætur í ríki sínu. Hann gerbreytti dómgæzlunni og tók upp kviðdóma og friðdómara, málaflutning í heyranda hiljóði og málskot til æðri rétta, enn fremur óafsetjanlega dómara og talsmenn handa hinum kærðu. Þótt dómar- ar þægi mútur eins og fyr, voru sak- borningar þó nakkru öruggari fyrir gerræði þeirra en áður. Hin æðri fræðsla var bætt og ritvarzlan lin- uð. Loks voru sett lög um héraðs- stjórn og sett á stofn umdæmaráð, “semstvo”, og önnur ráð, sem voru skör lægri. Yarþetta fyrsti vísirinn til dálítillar sjálfstjórnar í nokkrum sveita- og umdæmamálum. Hafa um- dæmaráðin ekki átt lítinn þátt i því að bæta samgöngur, læknaskipun og lýðfræðslu í landinu. Alexander 2. gerði sér einnig far um að bæta kjör Finna og Pólverja. Árið 1863 rvar þing Finna kvatt til setu í fyrsta 'skiftið sfðan landið kom 1809 undir yfirráð Rússa, og finskan var í öllum innaniandsmái- um gerð jafnstæð sænskurmi. Á Póllandi þótti þjóðfrelsiamönnum lítið koma 'til umbóta keíáara, og þegar þjóðernistefnan um og eftir 1859 tók að ryðja sér tiil rúms í Ev- rópu, vildu þeir nota tækifærið til að nú fullu sjáWstæði. Þegar undir- róðurinn mót Rússum fór óðum vaxandi og ýmsir ínálsmetandi Pól- verja þóttust eiga vísa liðveizlu hjá Napoleoni 3., bjóst stjórnin til þess að nota liðsútboð sem yfirvarp til að handtaka marga unga menn, er voru 'framarlega í flokki andstæð- inga hennar, en þá hófu Pólverjar uppreisn í ársbyrjun 1863. Rússar bældu uppreisnina niður með harðri hendi, eins og kunnugt er, og sviftu landsmenri þerm litlu réttar- bótum, er þeir höfðu hlotið, og of- sóttu tungu þeirra óg kirkju. En uppreisnin varð ekki Pólverj- um einum til ófarnaðar, heldur og Rússum sjálfum. Nú urðu “slavo- filar” undir forustu Katkow’s rit- stjóra ekki að eins mikiir óvinir Pól- verja, heldur fráhverfir öllum írjáls- legum umbótum á stjórnarfarinu. Þeir kváðu einvaldsfyrirkomulagið vera bezt faíiið til þess að halda rík- inu saman og koma einnig bezt heiim við sögu og reynslu þjóðar- innar. Alexander keisari heyktist á um- bótunum, er hann hafði borið lítið annað úr býtum en óþökk og erfið- leika, og leitaði nú trausts hjá “slavofilum” og gerðist afturhalds- samur í stjórn sinni. Breyttist nú margt á verra veg: umboð'Sstjórnin fór aftur að taka fram fyrir hend- urnar á dómstólunum, ineðal ann- ars með því að gera menn, er stjórn- in hafði illan augastað á fyrir und- irróður og æsingar útlaga til Síber- íu. Stjórnin jók einnig eftirlitið með háskólunum og skerti kensllu- frelsi þeirra. Þessar ráðstafanir mæltust illa fyrir hjá«mörgum ung- um mentamönnum og komu, ásamt annari andlegri hreyfingu, er þegar skal getið, af stað miklum viðsjám, róstum og tilræðum, þegar fram liðu stundir. Eftir Kfím-styrjöldina þótti mörg- um mönnum í Rússlandi hin forna þjóðféiagsskipun vera komin á fall- anda fót og af henni væri einkis að vænta fyrir þjóðina. En þá hófst einmitt með nokkrum yngri menta- mönnum stefna sú, er Turgenjew skáld gaf nafnið “nihilismi”, en fylg- ismenn hennar hafa veriþ kallaðir “nihilistar”. Þeir voru hugfangnir af raunspeki og efnishyggjukenn- ingu Vesturlanda,, eins og þær komu þeim fyrir sjónir í heimspeki, sögu og náttúruvísindum, og þótt- ust á hinn bóginn sannfærðir um, að rússneska þjóðin ætti eftir að vinna mikið og fagurt starf í þjón- ustu siðinenningarinnar. Nihilistar þráðu nýja þegnfélagsskipun, þar sem guðsafneitun hefði bygt út trú og kirkju, og siðgæðishugsjónir þær er höfðu hingað til verið drotnandi meðal manna, væri gerbreyttar, og það væri alment viðurkept, að hver maður ætti að njóta fulls frelsis til þess að glæða alla hæfileika sína og ná sem mestri fullkomnun. Annars Iék riihilistum fyrst í stað einkum hugur á að ibæta kjör og auka rétt- (Framh. á 7. bls.) Stöður fyrir Stúlkur og Drengi Það er nú mikil vöntun á skrifstofufólki í Winni- peg, vegna hinna mörgu ungu manna er í herinn hafa farið. tjtskrifaðir stúdentar af Success Business College ganga fyrir um veitingu verks. Success skólinn mentar og setur í stööur fleixi útskrifaða Hraðritara, Bókhald- ara og Verzlunarfræði-kennara heldur en allir aðrir verzlunarskólar Manitoba til samans. Vér höfum í þjónustu vorri 30 reynda kennara, vér eigum og brúk- um 150 ritvélar og höfum hinar stærstu og bezt útbúnu skólastofur hér. Success skólinn er sá eini, sem hefir "Chartered Accountant” á meöal dagkennara sinna, einnig er hann á undan öllum öörum skólum með tölu útskrifaðra nemenda og medalíu vinnenda. Skólinn útvegar stöður. — Stundið nám í Winnipeg, þar sem nóg er af stöðum og fæði ódýrara. Skrifið eftir full- komnum upplýsingum. PHONE MAIN 1664-1665. The Success Business College, WINNIPEG LIMITED MANITOBA i Upplýsingar óskasL HehnskrlngU þarf að fá aí vita um núverandi helmilslang eftirtaldra manna: Th. Johnaon, sfðaata irltan Port. 1« Pratrie, Man. Jón Sigurðason, áður að Manehester, Waih. E. O. HaUgrímsion, áftnr að Juneberry, Minn. Miss Arnasen, áðnr að Wroxton, Saek. S. Davidje*. áíur að 114T Domlnion *tr., Wpg. Mrs. W. L. Thoraas, áSur aTS Klmberley, Xdaho. Hjörtur Brandason, álur $813 Olarke 8t. Edmonton. Bteindór Araaion, áðnr að Wild Oak, Man. Lárns Bjamason, áður Cortland, Nebrasca. T Þ«ir hd vlta kynnu um rátta árltun eins eSa fleki af þessu lólki, eru vinsamlega beðnir aV tilkynna það t, skrlfstefn Heimskringlu. THE VZKTNG PRESS, LTD.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.