Heimskringla - 15.08.1918, Blaðsíða 7

Heimskringla - 15.08.1918, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 15. ÁGÚST 1918 HEIMSKRINGLA 7. BLAÐSIÐA Stjórnarbyltingin mikla á Rússlandi (Framh. frá 3. tols.) indi lcvenna og losa bændur og verkamenn við hégiljur og hleypi- dóma með því að kenna þeim ýms nytsöm fræði, en stjórnmál og breytr ingar á stjórnlögunum létu þeir framan af lítið til sín taka. Þeir voru yfirleitt ósérplægnir menn og hreinsklnir, en -vanstiltir og hroka- fullir og áttu iþvf ekki miklum vin- sældum að fagna hjá öllum þorra frjálslyndra manna, er liöfðu ímu- gust á öfgum þeirra. Ríkinu virt- ist þvf ekki vera nein sérleg hætta búin af starfsemi þeirra, og það því. síður sem sumir mestu atkvæða- menn ifrjálslynda flokksins, svo sem Alexander Herzen og Turgenjew, voru þeim andvígir. En afturhalds- stjórnin beitti nihiiista miikilli harð- ýðgi í stað þess að láta þá að mestu leyti afskiftalausa, og gerði iþá með því mófci, er fram iðu stundif, að heiftúðugum samisærismönnum, er svifust einkis, þegar því var að skifta. Árið 1866 veittu menn úr þeirra flo’kki keisara tilræði. Stjórn- in lét reiði sína bitna á blöðunum, lærðu skólunum og háskólunum, er töldust höfuðból nihilistahreyfing- arinnar, enda tókst henni og að ráða niðurlögum þeirra um stund- arsakir. Margir rússneskir m'entamenn og konur, er sárgramdist ástæðurnar heima fyrir, tóku, þegar hér var komið, að iðka nám við háskóla í Vesturlöndum og Mið-Evrópu, einik- Ufin við háskólann í Zurich í Sviss. Þar urðu þau fyrir töluverðum á- hrifum ýmiissa ákafra jafnaðar- manna og stjórnleysingja, er höfðu sig injög f frammi þessi ár og áttu meðal annars mikinn þátt í hinni svonefndu ‘‘kommunarda”-uppreisn í Parfs vorið 1871. Nú tóku rúss- neskir nihilistar, sem höfðu hingað til staðið lítt í stórræðum, að hneigj- ast til ofbeldisverka og byltinga að dæmi útlendra og innlendra bylt- ingapostula; gengust þeir bylting- argarparnir Miehael Bakunin og Lav- ron mest fyrir þvf að beina löndum sínum inn á þá braut. Bakunin var meira eða minna riðinn við margar byltingar, er áttu ’sér stað hér í álfu fyrir og um miðja nítjándu öld. Hann stofnaði með Kaifl MarX, hin- um nafnkunna þýzka höfundi jafn- aðannenskunnar, féiagsskap þann, er “Internationale” nofndist. Sakir öfga og ofsa Bakunins skildi þó brátt með þeim Marx. Síðustu æfi- ár sfn sfcarfaði Bakunin af miklu kappi að því að gera kenningar stjórnleysingja kunnar á ættjörðu sinni. Hann er holdtekja rússnesiks byltingarhugar. Þótt nihilistar færu misjafnlega lang.t, voru þeir samt allflestir á eitt sáttir um ]jað, að ungir mentamenn og konur ættu að samlagast alþýðu, fræða hana og starfa að útbreiðslu jafnaðarstefnunnar meðal hennar. Að hugur fylgdi máli, má marka af því, að margt manna gekst með eld- legum áliuga undir þetta starf og í þeirra tölu voru menn og konur, er voru af tignustu höfðingjaættum og töldust til æðstu stétta þjóðfélags- ins. Stjórnin greiddi óviljandi fyrir þessum æsingamönnum og kenning um þeirra með því að láta það boð út ganga milli 1870 og 1880, að allir rússneiskir nemendur skyldu hverfa aftur heim til Rússlands. Stjórnar- náðstöfun þossi var upphaf ákafra ofsókna á hendur nihilistum. Þeir stofnuðu hins vegar til samsæra f því skyni að kodlyarpa einveldinu. Þótt þeir legðu óspart fé, sæmd og fjör í isölurnar, bar viðleitni þeirra að svo komnu lftinn árangur: allur almenningur skildi ekki, hvað menn þessir voru að fara, og gaf þeim l.ít- inn gaum. En þá urðu afleiðingar styrjald- arinnar 'milli Rússa og Tyrkja og vonbrigði þau, er Berlínarfundur- inn 1878 varð æðri sem lægri á Rúss- landi til þess að ala á óánægjunni heima fyrir og glæða frelsisþrá manna og byltingarhug. Þótt Rúss- ar bæri hærra hlut í styrjöldinni, leiddi hún samt áþreifanlega í Ijós, að uimboðstjórnin hafði breyzt lítið til batnaðar síðan Kríim-istríðinu iauk, og embættismannastéttin varð ber að margvíslegum fjárdrætti og megnri spillingu. Óx frjálslyndum mönnum við það hugur og dugur. Sum umdæmaráðin dirfðust jafnvel að senda keisara bænarskrá um stjórnarbót en um sama leyti sýndu nihilistar honum enn banatilræði. Afturhaldsstjórnin gerðist nú enn harðráðari en áður og lét höfða mál gegn fjölmörgum mönnum og færa þá í ifangelsi, en þar voru þeir sumir liverir beittir miskunarlausri harð- ýðgi. þá var það, að rússneskur kvenstúdent, Yera Sassulitch, iskaut með marghleypu á Trepow lögeglu- Stjóra í Pétursborg, af því að hann hafði látið hýða fanga þvert ofan i lög. 'Síðan var höfðað má.1 á inóti lienni fyrir tilræðið, en kviðdómur- inn sýknaði hana. Panst mörgum mentuðum mönnuim mikið koma til djörfungar og varnar Veru og ann- ara nihilista fyrir kviðdóminum. Jafnvel Turgenjew, isem var annars enginn vinur nihilista, hefir í kvæði einu í óbundnu máli, sem nefnist “Á þröskuldinum”, vegsamað hugsjóna trúfesti þeirra: “Eg kem auga á mikið stórhýsi, mjóar dyr á múrveggnum eru gal- opnar, fyrir innan þær tekur við niðamyrkur. Ung stúlka stendur á þröskuldinum .... rússnesk stúlka. Draugaleg rödd skýrir henni frá skelfingum þeim og hættum, er bíði hennar fyrir innan þröskuldinn, en hún svarar: “Eg veit það .... eg er viðbúin.” “Ertu líka við því búin að drýgja —glæp?” Hún hneigir höfuðið: “Líka við því.” — “Veiztu að þú get- ur týnt trú þinni og komist að raun um, að þér hefir iskjátlast og þú hef- r til einskis lagt líf þitt í sölurnar?” “Það veit eg líka. En samt sem áð- ur ætla eg inn.” “Flón!” ihvæsti einhver fyrir aiftan hana. “Helga mær!” kvað við einhvers- staðar upp f loftinu. • Nú fóru hinir svæsnustu nihilistar, er vér köllum byltingamenn, að láta miklu meira til sín taka en áður. Varð stefna þeirra því næst ofan á um langt skeið, þótt þeir væru fá- liðaðir. Þeir vildu skjóta stjórn- endum skelk í bringu með illræðis- verkum og morðvígum og þröngva þeim til þess að verða vð þeim kröf- um byltingamanna, að einvalds- stjórnin yrði afnumin og tekin upp þingbundin stjórnarskipun. Fram- kvæmdarnefnd, er nefndist “Þjóð- viljinn”, hafð á hendi forustu þess- ara samisærismanna og hryðju- manna. Hún annaðist um allan undirbúning tilræðanna, kvað upp dauðadóma og hélt samsærismönn- um til að fullnægja þeim. Árin 1878 —81 rak hvert tilræðið og morðvíg- ið annað, er nefnd þessi lét vinna. Stundum birti hún all-löngu áður dauðadóma þá, er hún kvað upp yf- ir mönnum, er höfðu svikið byltinga menn í trygðum, og ýmsum æðstu emibættismöhnum ríkisins, er hún þóttist eiga söikótt við. Stjórnn lét hart mæta hörðu. Hún lét her- manna dóma, sem voru henni miklu auðsveipari en kviðdómarnir, dæma byltingarmenn, og þeir voru svo þúsundum skifti dæmdir í útlegð í Sfberíu og annara fjarlægra ríkis- h'luta eða til lífláts. Loks sneru byltingainenn reiði sinni á keisara, hryðjuverkanefndin lýsti yfir því, að hann hefði verið dæmdur til dauða. Síðan gaf hún út aðra yfir- lýsingu þess efnis, að hann mundi fá að hartfa lífi, ef hann gæfi þjóð- inni frjálsa stjórnarskipuo. Á nokkurra mánaða fresti gerðu bylt- ingamenn þar næst þrjár árangurs- lausar tilraunir til þess að ráða keis- arann af dögúm. Alexander keisari 2. fól árið 1880 Loris M^likow hershöfðingja eins- konar alræðiismanns-vald. Hann bældi tilræði byltingarmanna niður með harðri hendi, en sá þó, að óhjá- kvæmilegt mundi vera að skerða einvaldstjórnina eitfchvað til þess að friða þjóðina og til þess að geta notið aðstoðar hennar f viðureign- inni vð byltingamenn. Fyrir fortöl- ur Melikows félst keisari á að setja ráðgjafarþing í Rússlandi, er skyldi kosið sumpart af umdæmaráðum og borgarráðum (duma), sumpart af keisara. Sama daginn sem hann bauð að birta frumvarpið í blaði stjórnarinnar, ók hann út til þess að vera viðstaddur við herskoðun. Var þá sprengikúlu varpað að vagni hans. Hann muldist og margt manna beið bana eða særðist, en keisara sakaði ekki. Hann mælti: “Látið mig líta á hina særðu.” En í sama vetfangi var annari sprengi- kúlu varpað að fótuhi hans; hún sprakk og reið keisara og ýmsum “Austur í blámóðu fjaila” jtwMna* «r ttl aorn A nlnttlwfti Retn»- 1 hrtad*. Kwtar $l.m. wa< tUMII, FUwM est aiutm s. r». n. STRFHJkJIBMIf, 729 Sharteaaka «., Wte $1.75 bókin ■W...I 1.1.111 ' " ■ ■ ■■■ I öðrum mönnum að fullu 13. marz- mánaðar 1881. Æfi Alexanders 2. lauk, eins og nú var sagt, er hann var í þann veg að, gefa Rússum vísi til stjórnarskipun- arlaga. Víg hans var til mikllar ó- gæfu fyrr land og lýð. Alexander 3. (1881—1894) sonur hans var vitgrannur maður og fá- fróður, heldur einþykkur, en laut þó tíðum áhrifum sér fastlyndari manna. Hann stakk frumvarpi föð- ur síns undir stól og gat þess í á- varpi sínu til þjóðarinnar, að sér væri skylt “að treysía og halda uppi einveldi því, er hann hefði þegið af guöi.” Loris Molikow fór nú frá en ákveðnir afturhaldsmenn og ein- valdssinnar tóku við stjórninni og náðu brátt föstum tökum á keisara. Þeir neyttu allra bragða til þess að reisa rönd við byltingamönnum, enda tókst þeim um stundarsakir að sundra félagsskap þeirra og af- stýra illræðisverkum. En jafnframt hófst hin ríkasta og háskalegasta einvalds-og afturhaidsstefna, er tók sér fyrir hendur að samþýða keis- araveldið og grísk-kaþólsku kirkj- una og þröngva með oddi og egg ráði þeirra þjóða og þjóðflokka i rfkinu, er voru hvorki Rússar að þjóðerni né töldust til hinnar sann- helgu grísk-kaþólsku ríkiskirkju. Bæði Pólverjar Finnar, þjóðirnar i Eystrasal'tslöndunum og þó einkum Gyðingar og nokkrir grfsk-kaþólsk- ir sértrúarflokkar fengu að kenna á hinni nýju stefnu, eins og síðar skal vikið að. Einhver helzti forkólfur hennar var Pobjedonostzew, er i 25 ár var formaður ihinnar helgu “synodu”, en svo kallast nefnd skip- uð æðstu 'höfðingjum rússnesku kirkjunnar; hefir hún æðsta vald í öllum málum hennar undir forræði keisara. Skal hér sagt Jítið eitt frá þesisum einkennilega manni og skoð- unum hans: Pobjedonostzew hafði verið kenn- ari Alexanders 3. og bræðra hans. Hafði hann á þá mikil áhrif og héld- úst þau við, er þeir voru orðnir full- ornir. Pobjedonostzew var stórvit- ur imaður og hámenfcaður á flestum sviðum, þrekmikill með afbrigðum og kunni hvorki að ihræðast menn né mótblástur. Hann hafði allnáin kynni af mcnning og bókmentum Vesturevrópuþjóða, en fyrirleit þær. Hann kvað heill ríkisins undir því komna, að náið samband og sam- vinna væri milli ríkis og-kirkju. Þjóðfélaginu væri einu sinni svo far- ið. að þar þyrfti að vera eitthvert vald er allir lyti möglunarlaust, og styrkti hins vegar einstaklinginn í baráttunni við sínar holdlegu fýsn- ir; en þessi barátta ein gæti gert menn farsæla. Rússland stæði að því leyti miklu betur að vígi en Vosturlönd að það hefði aldrei haift neitt að segja af baráttunni mil'Ii ríkis og kirkju eða af skynsemistrú- ar-menningu Vesturþjóðanna. Þess vegna bæri því að leiða hjá sér allar nýjungar þessarar menningar, svo sem istjórnskipunarlög, þingræði, stéttabaráttu og forræð borgara- stéttar. Þær vrori hvort sem er skil- getin börn sjáHsclskunnar, og af þeim hlytist ilt eitt. Aftur á móti ætti keisaraveldi og kirkja að taka höndum saman og láta allar stéttir ganga sér á hönd til iheilla og hags- muna öllum aimenningi. Skulu þar nsest taldar nokkrar ráðstafanir stjórnarinnar er gerðar voru f anda þessa manns og annara afturhalds'sinna. Vald umdæmaráða (semstvóa) var töluvert’skert. Ritvarzlan var hert og tekið uiip strangt og smásmug- legt eftirlit með háskólakennurum og stúdentum. Lögregluþjónum var fjölgað að miklum mun og valda- svið þeirra ,svo stórlega aukið, að eignir manna, velfcrð og lff voyu að heita mátti ofursold geðþótta þeirra. Á hinn bóginn lót lögreglustjórnin sig litlu skifta siðspiilling og mútu- girni rússneskra embættismanna. svo að lestir þessir ifóru í vöxt í stað þess að þverra. Lotos skerti stjórn- in á ýmsan hátt rébtindi einstakra þjóða og þjóðflokka í rfkinu og bygði út tungu þeirra og trú, en þröngvaði þeim aftur á móti til þess að taka upp rússnoska tungu og grískkaþólskan sið. Verstu meðferð sættu þó nokkrir grísk-kaþólskir sértrúarflokkar bg Gyðingar. Á síðustu stjórnarárum Alexand- ers 2. höfðu rússneskir bændur og borgarar kpmið af sfcað Gyðinga of- sóknum hér og hvar f ríkinu. Voru þær oftast sprottnar af þjóðarhatri, af hleypidómum og fáfræði, eða þá af því að mönnum lók öfund á dug- naði Gyðinga og velgengni. En nú tók tjórnin að snúast gegn þeim, og skömmu eftir 1890 voru þeir að und- irlagi stjórnarinnar reknir svo þús- undum skiifti miskunarlaust burt úr mörgum borgum. Auk þess nutu þeir í mörgum greinum ekki sömu réfctinda sem aðrir rússneskir borg- arar og ekki alllsjaldan lögðust yfir- völdin á eifct með fáfróðri alþýðu að leika þá sem sárast. Það var því engin furða, þó þjóðir þær og trúarflokkar, sem voru svo grátt leiknir af ' istjórninni, fyltust gremju og hatri til ihennar. Það jðk á óánægju manna með stjórnina, að henni fór illa úr hendi að ráða bót á ýmsum vandkvæðum og vand- I ræðum er leiddi af uppskerubresti og hallæri. Margir Rússar, sem far- ið höifðu af landi burt, blésu eldi að kolunum með æsingaritum, er voru flutt inn á laun frá öðrum löndum eða preníuð f leynprentsmiðjum byltingamanna í Rússlandi. Alt þetta varðxtil að magna mikla mót- spyrnu á hendur stjórninni, og bylt- ingamenn fcóku aftur að færast i aukana, og vinna stöku vfg. Mark- mið þeirra var í öllum höfuðatrið- um hið sama og frjálslyndra manna, —að fá stjórnarskipunarlög og þjóð- kjörið þing. Meðal hinna mentuðu stétfca fór að bóla á þeim hinum sömu kröfum og einstaka umdæma- dirfði-st jafnvel að bera þær fram. Jafnvel sumir slavofilar voru á því, að æskilegt væri að taka upp ráð- gjafarþing, svipuð þeim, er átfcu sér stað fyr á tímum. Nikulás 2. (1894—1917) tók við ríkj- um eiftir dauða föður síns, Alexand- ers 3. Vonir þær, sem frjálslyndir monn gerðu sér um ríksstjórn hans, brugðust skjótt, því að keisari tók iað fram í svari sínu til fulltrúa umdæmanna, er í konunghoGlum bænarskrám höfðu látð í ljós, að >eir vonuðust eftir umbótum á stjórnarfarinu, að slík umimæli um- mæli væri heimskulegir draumórar og að hann væri fastráðinn í “að halda uppi friðhelgi alveldisins að dæmi hins ógleymanlega föður síns.” Pobjedonostzew og alvalds- sinnar úr flokki slavofiJa réðu sem áður lögum og lofum. Annars er >að enn sem komið er miklum erfið- leikum bundið, ef ekki alyeg ókleift að gera^sér rétta og glöggva grein fyrir lyndiseinkunn Nikulásar og hvern þátt hann muni hafa átt i ýmsum stjórnarráðstöfunum, sem honum eru eignaðar. En óhætt mun að fullyrða, að hann hefir frá upp- hafi vega sinna verið taugaveiklaður maður og draumlyndur, ístöðulaus og kviklyndur og hneigður til anda- trúar og allskonar hindurvitna. Fór því sem oft vill verða, að “alvald- inn” varð leiksoppur í höndum óbil- gjarnra og harðvítugra misindis- nnanna. Stjórnin varð jafnvel gjör- ræðisfyllri en á stjórnarárum föður hans og á öllum sviðum drotnaði megn áþján og mitoið skrifstofurlki. !>ó kastaði fyrst tólfunum, þegar Plehve varð innanríkisráðherra 1902 Hann hafði áður verið emættismað- ur í lögregluliðinu og í innanríkis- ráðifheytinu og síðar ráðherra fyrir Finnland. Hann tók sér fyrir hend- ur að treysta einveldið og brjóta á bak aftur með ósvegjanlegri harð- ýðgi alt sem því gat staðið einhver ótti eða háski af. Hann taldi sér skylt að kúga á allar lundir þjóðir þær og trúarflokka, er virtust sízt gefa samþýðst rússnesku þjóðerni og grísk-katólskum sið, og komu því margar * stjórnarráðstafanir hans einkar hart niður á Finnum, Arm- enfumönnum og Gyðingum Skal því næst drepið lítið eitt á atferli Rússastjórnar við þessar lýðskyldu smáþjóðir. Frelsi og sjálfstæði Finna hafði lengið v-erið Plohve og öðrum aftur- haldsmönnum þyrnir í augum. Ár ið 1899 hafði ikeisari að undirlagi þeirra, en þvert ofan í stjórnarlög Finna, gefið út opið bréf, sem kvað svo á, að lög sem vörðuðu alt ríkið og þar á meðal Finnland, skyldu sett, án þess að lögjafarþing Finna hefði þar hönd f bagga með Kom það fyrir ekki, að þingið mótmælti þessari lögleysu og þjóðin sendi keisara 500 manna sendinefnd með ávarp, til þess að fá hann til að taka aiftur opna ibréfið, en meir en 520,000 Finnar höfðu skrifað undir ávarpið. Síðan færði Rúfesastjórn sig upp á skaftið og svifti þingið að kalla mátti lögjafarvaldi í málum, sem að einhverju leyti snertu “hags- muni ríkisins”, þó að þau væru í raun réttri finsk sérmál. Næstu ár þar á eftir var Finnland svift hinum þarlenda her, sem þar hafði verið til þessa, og jafnframt settar nýjar regl- ur um liðsútboð; fundaifrelsi manna var skert og kveðið svo á, að stjórn- arerindi og emibættisbréf skyldu skráð á rússnesku og rússnesk tunga kend í skólunum. Loks var Bobrikoff landstjóra á Finnlandi fal- ið alræðlsman nsvakl. Hófst nú mesta harðstjórn þar í landi: fjöldi dómara og annara embættismanna voru reknir frá embætfcum, menn voru fyrir litlar eða engar sakir færðir í fangelsi eða gerðir landræk- ir, bréf manna voru hremd, blöð og tímarit gerð upptæk og skólum lok- að. Rlestiir Finnar andæfðu stjórn- lagarofinu og lögleysunum með staðfestu og stillingu, en varaðist ofríkisverk. Kákasuslönd byggja au.k Tattara og Rússa allmargir kristnir Armen- fumenn. Sumir þeirra höfðu lagt lag sitt við rússneaka byltingamenn, en í .hefndarskyni svifti Rússastjórn kirkju þe&sara Ainneníumanna eign- um sínum og amaðst við tungu þeirra á ýmsan hátt og lét loka skól- um þeirra. Árið 1903 og næs*w ár á eftir gengu miklar Gyðinga ofsóknir og mann- dráp í ýmsum borgum Suður- og Vestur-Rússlands. Fjöldi manna \ misti þar líf sitt og aleigu og aðrir flýðu allslauisir til Ameríku. ■ Það varð aldrei uppvíst, hverjir voru frumkrvöðlar þessara illræðisveka, en ýmislegt bendir á, að rússneskir embættismenn og leynilögreglan hafi verið við þau riðnir. Það er víst, að keisari veitti mönnum oft og einatt uppgjöf saka, er voru dæmdir fyrir Gyðingamorð og ofóknir. (Framh.) -------o------ Fróðleiksraolar (Eftir “Heimilisblaðinu.”) f Kína koisfcar 1 kg. af góðu te- grasi 10 aura. * * * í Virgina rfkinu í Ameríku er á einum stað neðanjarðar járnbraut- brautargöng, 457 metra á lengd, gerð af sjálfri náttúrunni. í því ríki er líka steinbrú, sem liggur yfir stórt vatnsfall; hún er einnig náttúrunn- ar smíði. * * * Gasnámur miklar eru nýlega fundnar í nánd við Klausenburg i fylkinu Siebenburgen í Rúmeníu.— Hina stærstu þeirra hefir ríkið keypt. Þar framleiðir jörðin sjálf gas, sem reynst hefir mjög vel. Þeg- ar kemur 370 metra niður í jörðina, streymir gasið fram með öskrum og ógangr, dunum og dynkjum; á að gizka 800,000 kubikmetra framleiðir jörðin þarna daglega og er það miklu meira en framleitt er í nokk- urri gasstöð í heiminum á sama tíma. Gas þetta gefur ágæta birtu og er hitamikið. * * * Læknir einn í Japan er svo skelk- aður við sóttkvcikjur að hann hef- ir lá'ýð gera sér hús með tvöföldum glerveggjum, en á milli þeirra er fylt með natrónsalti og hitinn í húsinu er alt af hinn sami. Frá gluggum og hurðum er eins gengið, og loftið hefir að eins aðgang að herbergjum hússins í gegn um haganlega til- búnar vatnssíur. * * * Flugmönnum er það nauðsynlegt, að vera stöðugt heitir á höndum og fótum, svo að iþeir með leikni og lip- urð geti höndum farið hinar vanda- sömu vélar, s.ein þeir eiga að stjórna. Nú er það vitanlega ómögulegt fyrir þá að 'halda á sér hita um hávetur, hátt yfir jörðu, þar sem loftið er margfalt kaldara en niðri á jörð- inni. Til þess^að bæta.úr þessu er útbúin rafihi'.'a.leiðsla bæði í hend- ur og fætur fhigmannanna, svo að þeim er vel heitt. VINNUFÓLKSEKLA er nú hjá bændum, en t>eir geta komist af mecS því a8 brúka í stacSinn þær ágætu vinnuvélar er afkasta miklu meS litlum mannafla. Hví ætti bóndinn að vera svo fastheldinn við hest- ana—seina og kostbæra aðferð starf srækj endur (Trucks) og þar með spara kostnað konar, flýta allri starfsrækslu manneldis það fóður, sem Sjálfhreyfi "truck” vinnur sólarhita og ní þarfnast hún engan þá hún vinnur, THE UNIVERSAL CAR One-Ton Truck - "$750 Runabout - - - - $575 Touring........$595 Coupe.........$770 Sedan........$970 Chassis.......$535 vera svo -þegar allir aðrir eru farnir að nota sjálfhreyfi-vagna á flutningi alls- og um leið spara til hestar þurfa? viðstöðulaust í brennandi standi vetrarkulda. Ólíkt hestunum hvíldartíma, eyðir aðeins fóðri og að kveldi þarf hún mjög lítils eftir- lits og bóndinn hefir meiri tíma til að sinna öðrum snúningum. Líka má geyma hana í einufn fjórða hluta þess pláss er hestar, vagn og aktýgi útheimta. Það er misskilningur, að truck” sé að eins brúkanleg á troðnum brautum. Ford “truck" má keyra yfir land þitt þvert og endilangt og brúka hana til að flytja korn, kartöflur, áVexti, garðamat, áburð, eldivið, mjólk og hvað annað, sem bóndinn hefir með höndum. Ferðhraðinn, tíminn er hún sparar og lágur viðhaldskostnaður er alt mikið metið af þeim, sem brúka Ford "Truck". Ef þú þarft hjálpar við, þá pantaðu þína Ford Truck í dag. Við alla prísa legst stríðsskattur nema á Trucks og Chassis. Ford Motor Company of Canada, Limited Ford - - Ontario 1 SLk Ll—A- IroilPrfjMkl! . <5 s i |H SSSt s jjna unn > I

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.