Heimskringla - 29.08.1918, Blaðsíða 3

Heimskringla - 29.08.1918, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 29. ÁGÚST 1918 HEIMSKRINGLA 3. BLAÐSíÐA Kvenfélagið “Fjallkonan” Herra ritstjóri Hkr. Úr ýmsum bygðum hafa smám- saman komið fréttir viðvfkjandi hjálparfélögum, en þó að bréf hafi komið úr okkar bygð þá (hafa höf- undarnir algjörlega gleymt að minn- ast á hvað komurnar reyna til að hjálpa áfram góðum fyrirtækjum, og sérstaklega hvað vel flestar hafa unnið til að hjálpa áfram að ná því miði, 'sem stefnir að fullkomnum sigri fyrir bandamenn; og þegar sigurinn er unninn, hvað þær munu ætíð vinna að alheims friði og bræðralagi iþjóðanna í heild sinni. Kvenfélagið “Pjallkonan” var stofnað 1 ILangruth, Man., 18. nóv- ember 1916, og er því enn ekki tveggja ára, eni á þeim tíma hafa meðlimir þ'ess unnið með dygð og á- nægju. — í félaginu eru 41 meðlim- ur og þó að allar þessar geti ekki vegna ýmsra kringumstæða sótt fundi stöðugt, þá eru fjölmennir og skemtilegir fundir haldnir í heima- húsum fyrsta laugardag í hverjum mánuði. Áður en ifélag þetta var stofnað, var og unnið í þarfir stríðsins, með peningalegum samskotum og ýms- um fyrirtækjum. Gekk þetta stuind- um vel og stundum skrykkjótt, eins og gerist. Leiddu því þessar til- raunir til þess að konur töluðu sig saman um að vinna að stríðsþörfum sem félag. Yildu þó konur ekki ein- ungis binda sig að einni þör.f—nefni- lega stríðsþörfum: umhugsun um drenigina okkar á vígvöllunum, drengina okkar 'heimkomnu, hjúkr- unarhjálp og svo leiðis—, heldur að vinna í þarfir hermanna og nauð- staddra í bygðinni, eða að vinna til að hjálpa áfram góðum og göfugum fyrirtækjum. Með þessari stefnu hafa því meðlimir uniniið og komið í verk því sem eftirfylgjandi skrá sýnir: Inntektir fyrir samkomur, bazara og svo leiðis hafa verið $667.85 Útgjöldin eru $403.87, sem geíin hafa verið til styrktar ýmsum fyrir- tækjum. Peningar til Rauða kross- ins, $75.00. Saumur og prjón til sáma félags $50.00. Gjöf til Betels $25.00. Og það sem ótalið er af útgjöldun- um, hefir verið brúkað til styrktar og glaðningar bygðinni, og til þess að gleðja hermennina úr bygðunum í kring með böglasendingum þrisv- ar á ári. 1 hýert skifti hafa verið yfir 30 k.assar sendir með ýmsum þægindum til matar og klæðnaðar. Hafa heima prjónaðir sokkar verið sendir fjórum sinnum (og verða sendir í haust í kössunum), em einu sinni slept vegna þess, að gjöfin átti að iheita sumargjöf, og var því sum- arlegt í kössunum, að eins sælgæti fyrir hetjurnar obkar. Háfa allir þessir sokkar og meira til verið gefnir af félagskonum, utan allskonar annairs til ýmsra þarfa. Á fleiri gjafir má minnast, svo sem 57 vel fyltir fiðurkoddar voru serid- ir í fyrra til Rauða kross sjúkra- hússins, 4 eggjakassar til frakkneska hjálparfélagsins í Winnipeg, og tvo þunga kassa, jóla-kassa, með smjöri og fuglurn til sjúkrahússins fyrir heimkomna hermenn í Winnipeg. Hefir þetta félag eins og öll önriur ekki einu sinni orðið til gagnis frá fjárhagslegu hliðinni, heldur orðið valdandi margrar ánægjustundar og stuðlað að ’samvinnu 1 bygðinni. Og er það ósik ailra félaigssystra, að fé- lagið haldi áfram sínu 'góð^starfi, að ihlynna að góðu drengjunum okkar, sem hafa fórnað öllu fyrir fósturlandið, heimilið og frelsið. — Guð blessi þá og ástvini þeirral Skrifarinn. ------o------- Minni íslands 1 samsæti því, sem Reykjavík- urdeild Norræna stúdentasam- bandsins hélt kvöldið 18. júlí til að kveðja Sigfús Blöndal bóka- vörð, flutti Holger Wiehe docent eftirfarandi raeðu fyrir minni Is- lands: Magasj úkdómar orsakast af sýru Hvernig hægt er að bæta sýrða meltingu. Svo kallatSir magakvlllar, eina . og meltingarleysi, vindur, sýra, magaverk- ir og uppsölugirni, orsakast venjulega af of mikilli framleiöslu af súr í mag- anum. og sem myndar vind og sýröa meltingu. Vindurinn þenur út magann, og or- sakar hina óþægilegu, brennadi til- finningu, sem kallast brjóstsviöi, og sýran kitlar og særir hinar vlSkvæmu magahimnur. Orsök alls þessa er í ofaukinni framleiöslu af sýru. Til þess aö koma í veg fyrir þessa framleiöslu sýrunnar í fætíunni, og gjöra magann heilnæman, skaltu taka teskeitS af Bisurated Magnesíu” í kyart glasi af vatni, heitu etia köldu, — eftir máltitS, etSa hve nær sem vindsins etSa sýrunnar vertSur vart. —Þetta hreinsar magann og eytSir verkun sýrunnar á fáum augnablikum,— og er á sama tíma algerlega skatSIaust og ódýrt metSal. Mót-sýru efni, eins og Bisurated Magnesia, og sem fæst hjá öllum lyf- sölum i duft etSa plötu formi, gjörir maganum mögulegt atS vinna verk sitt án atSstotSar meltingarflýtandi metSalfi. Magnesia er seld 1 ýmsum myndum, svo veritS vissir um atS þér fáitS Bisur- ated Magnesia, sem er eina tegundir er dugar vitS ofannefndum kvillum. Háttvirta samkoma! — Bjarni Thorarensen * nefndi ísland “eld- gapila Isafold”; en það er naum- ast réttnefni. Það er miklu nær sanni að s^gja eins og Hannes Hafstein kemst að orði:# Þú álfu vorrar yngsta land — því í raun- inni er Island tiltölulega ungt land. Það er ungt séð frá jarðfræðilegu sjónarmiði, orðið til síðast á nýju öldinni eða jafnvel seinna. Sem bygt land er það líka ungt, og þjóðin er ung, yngst allra Norð- urlandaþjóða. Þe|;ar fyrir 800 urðu Danir ein þjóð, og á sama tíma runnu einnig Gautar og Sví- ar saman í eina þjóð. Norska þjóðin aftur á móti er yngri, var ekki til, er Egðir, Hörðar og Rýg- ar flýðu undan ofríki Haralds Hálfdanarsonar og fluttu sig til Is- lands; en hún fór að verða til eft- ir þann tíma. Islendingar, sem urðu til aðal- lega úr norskum kynþáttum, bæði austan hafs og vestan, hafa því aldrei heyrt til norsku þjóðinni, þó þeir væru upphaflega Norðmenn. Og ekki mjög löngu eftir stofnun allsherjar ríkisins íslenzka . fóru þeir að finna til sín sem einnar og sérstakrar þjóðar. En þó að ís- lenzka þjóðin sé það gömul, varð hún þó síðust allra Norðurlanda- þjóða — en ekki sízt. Og einnig að öðru leyti eru Is- lendingar ung þjóð, einhvern veg- inn ný þjóð, yngd upp, endurnýj- uð — eftir margra alda svefn. Tunga hennar hefir verið endur- reist, nýtt andlegt líf hefir færst í hana og orðið fjölskrúðugra en nokkum tíma áður, og jafnvel verklegar framfarir hafa verið til- tölulega miklar, þegar miðað er við undanfarna tíma. Og hún hef- ir náð aftur hinu forna frelsi sínu að miklu leyti, og nú stendur til að hún öðlist fullveldi. Alt hefir þetta orðið á seinustu 40—50 árurrt. Er hún því réttnefnd yngsta ríkið á Norðurlöndum. Eg hefi alt af óskað þessa full- veldis til handa Islendingum, en jafnframt hefi eg einatt haldið fram, að það mætti e k k i slíta hinu stjórnarfarslega sambandi Is- lands og Danmerkur alveg; það gæti að minni kosti orðið til þess að slíta Island út úr menningar- sambandi þess við Norðurlönd. Nú eru horfurnar að því er til þessa máls kemur mjög góðar. Vegurinn verður nú ruddur. Og vonandi verður þá tekið til ó- spiltra mála að því er kemur til andlegrar samvinnu Norðurlanda, bæði yfirleitt og ekki sízt í þessu félagi. Vankunnátta og skilnings- skortur hafa hingað til verið á báðar hliðar. Einkum hafa Dan- ir, Norðmenn og Svíar þekt alt of lítið til Iands og lýðs hér; hafa þeir helzt haldið, að Island væri ein- göngu nokkurs konar forngripa- safn. Eg verð að játa, að það var einmitt “forngripasafnið”, sem fyrst heillaði mig. En eg fann hið nýja Island. Það var 1891, eð eg las í einhverju dönsku blaði um nýútkomna íslenzka bók, “Sýnis- bók" Boga Melsteðs. Keypti eg mér hana undir eins og fór að lesa hana, en skildi lítið í henni. Þá var eg enn í skóla. Sá, sem fyrst- ur manna fraeddi mig um hið nýja Island, var heiðursgestur okkar, fornvinur minn, Sigfús Blöndal. Og þegar eg kyntist nýja landinu, þá fyrst fór eg að skilja réttilega Island fornaldarinnar. Þessar þjóðir, er eg nefndi, eru nú fyrst að verða þess áskynja, að Island er ungt land, og þó að for- tíð Islendinga hafi verið glæsileg, þá eiga þeir ef til vill enn þá glæsi- legri framtíð fram undan sér. En lslendingar sjálfir eiga líka eftir að kynnast frændþjóðum sín- um betur. Þeir eiga mikið eftir að læra af þeim. Á mörgum sviðum — einkum í verklegum efnum — eru Islendingar enn eftirbátar hinna frændþjóðanna, því Island er ungt land og enn óreynt að mörgu leyti. En það er líka fram- tíðarinnar land, ef börn þess kunna að koma vel ár sinni fyrir borð. Gáfur vantar ekki og held- ur ekki þorið og dirfskuna. Hætt- an er einangrunin'; varist þið hana. Feður ykkail kunnu þetta. En þið Islendingar nútímans eruð að því leyti margfalt betur að vígi staddir, þið sem eigið stór eim- skip, síma og margt annað, sem bindur saman. Ef réttilega er á haldið, er Is- Iand einmitt bezti sjónarhóllinn, sem kosinn verður. Víðsýnið héð- an er nógu mikið, en maður verð- ur að fara upp á efstu tindana. Eg vona nú það, að einmitt nú liggi fram undan ykkur glæsileg framtíð, að land og lýður muni blómgast, að hið göfuga móður- mál ykkar, hið mjúka og ríka, muni lengi hljóma í þessu landi, og að ný frægð muni ljóma suður um höf frá hinni síungu fjallkonu, er sendir aftur dáðríka syni út um öll heimsins höf á eigin skipum og undir hinum unga íslenzka fána. Lengi lifi framtíðarinnar Island, hið fullvalda Island. Lengp lifi hið unga Island.—Lögrétta. Nokkur orð um tóbaks- uautuina Eftir Jónu Kristjánsdóttur Fjalldal á Melgraseyri. Þess er getið í 7. blaði Skóla- blaðsins 1915, að tóbaks bindind- isfélöginhafi snúið sér til alþingis 1913, og viljað með lögum stífla þenna óheillastraum. Þrátt fyrir áhuga ýmissa manna fyr og nú með að útrýma nautn þessari, þá virðist nú, jafnvel í dýrtíðinni, vera einna mestur skortur á tóbak- inu. Að mikið sé um tóbaks- nautn hér á landi, mun enginn neita. Að tóbaksnautnin hafi slæm áhrif, andlega og líkamlega, mun heldur enginn neita í fullri alvöru- Og það eru þessi slæmu áhrif, er nautn þessi hefir á neytendur sína, auk aukinna útgjalda, er hefir komið mönnum að reyna að stemma stigu fyrir henni. Margir tóbaksneytendur munu verða þess varir, að tóbaksnautnin hefir það sameiginlegt með öðrum óhollum nautnum, að hún leggur á marga neytendur sjína andlega fjötra, er töluverða áreynslu og sjálfsafneit- un þarf til að losa sig úr. Hvernig stendur á því, að menn byrja á tóbaksnautn? Stund- um kemur það fyrir, að tóbaks- neytendur venja aðra á tóbaks- nautn með því sífelt að vera að bjóða tóbak, en vanalega mun tó- baksnautnin byrja af einhverjum spjátrungshætti eða rælni, er smám salnan verður að vana, van- inn að ílöngun, ílöngunin að á- stríðu, og ástríðan oft að ánauð. —Þetta mun nú þykja nokkuð djúpt tekið í árinni og út í öfgar farið, en slíkt er þó ekki tilfellið. Eg hefi margsinnis heyrt tóbaks- neytendur skýra frá því, að þeim fyndist ekki mögulegt að vera án tóbaks og færu þeir að reyna það, þá gætu þeir ekki á heilum sér tek- ið, væru önugir og óánægðir með alt og alla, enda sýna hin mörgu atvik hins daglega lífs, að þessu er þannig varið. Vitað hefi eg mann, er neytti tóbaks, hætta störfum, af því að hann gat ekki veitt sér tó- bakið í nokkra daga og ekki byrj- aði hann störf sín aftur, fyr en bú- ið var að útvega honum tóbak. Svona var ílöngunin orðin sterk hjá manninum í nautn þessa, þrátt fyrir ítrekað bann lækna, því að maðurinn var brj óstveikur. Að tóbaksgræðgin alment er ekki á jafnháu stigi, og hjá manni þess- um, gefur að skilja, en þetta getur sýnt hve nautn þessi getur komist á hátt stig. En svona getur van- inn helgað alla skapaða hluti; eftir þessu er naumast tekið. Þetta, sem hér að framan hefir verið sagt, um tóbaksneytendur, er ekki sagt í því skyni að kasta að þeim Æfinlega . áreiðanlegt “Eg get óhikað fullyrt, að heilsa mín sé betri síðan eg byrjaði að brúka Triner’s American Elixir of Bitter Wine. Eg fékk vart úr rúmi komist og matarlyst mín var horf- in og stöðugt þjáðist eg af svefn- leysi. Eg var taugaveikluð og hafði langvarandi harðlífi. Þannig hafði eg verið veikluð í 20 ár og get sagt að Triner’s American Elix- ir of Bitter Wine hafi framlengt líf mitt um tíu ár.” Svo skrifaði okk- ur Mrs. Th. Bjarnason, frá Spring- ville, Utah, þann 12. ágústmánað- ar 1918. Og afstaða hennar er sú sama og margra þúsunda annara viðskiftavina Triner’s félagsins. Enda er það sannleikur, að Triner’s American Elixir of Bitter Wine er hið áreiðanlegasta meðal við öllum magasjúkdómum, harðlífi, melting- arleysi, höfuðverk, taugaveiklun og öllu slíku. Fæst í öllum lyfja- búðum, $1.50 flaskan. >— Triner’s Liniment er annað meðal, sem ætíð reynist vel. Reynið það við gigt- veiki, taugaverk, bakverk, tognun, bólgu, ó.s.frv. f öllum lyfjabúð- um, 70 cent flaskan. — Joseph Triner Company, 1333—1343 S. Ashland Ave., Chicago, III. % % S, % % Si % % % % % % 5. % % % % % % % \ % \ % % % Vorkvöld l Hér sólrotSi’ ér fagur, en sunna til vitSar er hnigin; eg sit undir lauftrjám, og horfi á blóm-fagra stiginn; hér breitSa sig greinar sem glitrandi perlur á meitSi, metS glóandi rósir, sem nema viö dýrtSlega heitSi. VoriS metS unaðinn sætlega syngjandi ómar, frá sutSrinu berast mér fuglanna dýrtSlegu hljómar; silfurtært vatnitS í ljósroóans litum sig speglar, í loftinu breiða sig geislandi regnbogans dreglar. Sat eg um stundu og starði’ út í geiminn hinn víða, stunu eg heyrði mjög sára, en hreimfagra’ og blíða; hvað var á ferðinni kringum mig? Líta eg náði, en kvikt ekkert sá eg á blómfögru rósanna láði. Frá sorgmæddu hjarta oft sárlega stunurnar óma, þá svört glottir nornin með ilskunnar ferlegu dóma; Niflheimsins bitvargur náungann saurinn í dregur, Níðhöggur brosir þá farinn er grýttasti vegur. Enn guð á sér marga, er göturnar skrýða með {ósum og gangstéttir prýða með dýrðlegum kærleikans ljósum, himininn blíðast þá brosir þeim móti í raunum, blessunar ávexti sælunnar fá þeir að launum. Náttúran iðar af almættis fjöri og blíðu, ekkert fær lirakið þá miskunar spekina blíðu : í himneskum ljóma er hulinn oss guðdómsins andi, honum vér tengjumst með eilífu friðarins bandi. I Margrét Sigurðsson. % % % S, % % % % % \ % % % % % \ % % \ % % % % % % þungum steini, eSa fella dóm yfir i atferli þeirra, þeim er vorkunn, er! svona langt eru leiddir út á þessa | braut, og eiturverkanir þær, sem 1 tóbakiS hefir á þá, gera manni I skiljanlega framkomu þeirra í í þessu efni. Hitt er annað mál, að það er í fylsta máta ósamboðið mannlegri veru, aS komast svo langt út á brautir óhollra nautna, aS hæpiS standi, aS til baka verSi snúiS. Annars virSist oft verSa vart andlegs ístöSuIeysis og sljórr- ar dómgreindar, þegar velja á um heilnæmar nautnir yfirleitt, og er þar komiS aS viSkvæmum punkti óg dularfullu atriSi í sálarlífi okk- ar mannanna, og skal eigi lengra út í þá sálma fariS. Á hvern hátt er bezt aS útrýma tóbaksnautninni? Lagaleg á- kvæSi í þessu efni, eins og tóbaks- bindindisfélögin hafa fariS fram á, munu miSur heppieg; bezt aS þess háttar komi af fúsum vilja án þvingandi laga ákvæSa. AS byrja á börnunum. Já, þaS er nú stundum gott. — En hart er þaS; gagnvart hinum ungu, þegar afj þeim er krafist aS þau geri ekki þaS sem þau sjá daglega fyrir sér af fullorSna fólkinu og þeim er; sagt aS sé ljótt. VitaS hefi eg föSur reykja vindil í makindum, | en þegar, lítill drenghnokki aS dæmi föSur síns vildi gera hiS sama fékk hann ávítun hjá föSrur sínum og löSrung í þokkabót. Annar drengur 6 ára gamalll horfSi oft á þaS meS sýnilegri eft-1 irtekt, þegar vinnumaSur föSuri hans var aS tyggja munntóbak. | Einu sinni var tekiS eftir því, aS drengurinn var smátt og smátt aS taka eitthvaS upp úr vasa sínum °g tyggja. Þegar fariS var aSj grenslast eftir því, hvaS þetta var, kom þaS í ljós, aS þetta var sam- anvafiS steikt roS. Þegar hann; var spurSur aS hví hann gerSi þetta, kvaS hann þetta vera munntóbakiS sitt. Drengurinn tugSi þetta, spýtti og bar sig aS öllu hiS mannalegasta. AS þessu var hlegiS dátt, en hin alvarlega hliS þessa máls var ekki athuguS. Fyrir Sjúkleik Kvenna. Dr. Martel’s Female Pllls hafa ver- ltl gefnar af læknum og seldar hj& flestum lyfsölum I fjóröung aldar. Taklö engar eftlrlíkingar. — Þegar kenna á börnum, þykir mikils um vert, aS hafa góSa og rétta uppdrætti af því, er barniS á aS læra um, svo aS þaS í sem skýrustum og virkilegustum mynd- um geti séS þaS sem veriS er aS segja því frá. ViS fullorSna fólk- iS, meS eftirdaömum okkar, erum þær virkilegu myndirnar, er börn- in horfa daglega á, og hvaS stoSar boS okkar og bann, ef aS mynd- irnar þær líta alt öSru vísi út en kenningar okkar. Betur færi, aS viS ættum aldrei eftir aS heyra hljóma fyrir eyrum okkar orSin alvöruþrungnu: “Vei þeim er hneykslunum veldur.” ViS kom- umst þá aS þeirri gömlu, en þó á- valt nýju niSurstöSu. AS eigi aS innræta einhvern sannleik, þá verSur um leiS aS sýna hann, sé hann þess eSlis, aS hann sé sýni- legur. — Eigi tóbaksnautnin aS hverfa úr landinu, verSur full- orSna fólkiS fyrst aS hætta aS neyta tóbaks. Sú fómfýsi og sjálfsafneitun ætti aS vera því ljúf vegna hinnar ungu kynslóSar. Bezta meSaliS til þessa, er aukin sj ál fstæS isþekkin g einstaklingsins. — Lögrétta. Hafið þér pantað nýjn söguna “Viltur vegar” 9 Stöður fyrir Stúlkur og Drengi Það er nú mikil vöntun á skrifstofufólki í Winni- peg, vegna hinna mörgu ungu manna er í herinn hafa farið. Útskrifaðir stúdentar af Success Business College ganga fyrir um veitingu verks. Success skólinn mentar og setur í stöður fleiri útskrifaða Hraðritara, Bókhald- ara og Verzlun&rfræði-kennara heldur en allir aðrir verzlunarskólar Manitoba til samans. Vér höfum í þjónustu vorri 30 reynda kennara, vér eigum og brúk- um 150 ritvélar og höfum hinar stærstu og bezt útbúnu skólastofur hér. Success skólinn er sá eini, sem hefir “Chartered Accountant” á meðal dagkennara sinna, einnig er hann á undan öllum öðrum skólum með tölu útskrifaðra nemenda og medalíu vinnenda. Skólinn útvegar stöður. Stundið nám í Winnipeg, þar sem nóg er af stöðum og fæði ódýrara. Skrifið eftir full- komnum upplýsingum. PHONE MAIN 1664-1666. The Success Business Coilege, WINNIPEG LIMITED MANITQBA Gleymið ekld íslenzku drengj- unum á Sendið þeim Heimskringhi; það hjáipar til að gere lífið léttara KOSTAR Aö EDÍS 75 ŒNTS 1 S MANUÐI eSa $1.50 ! 12 MAMJÐL Þehr, sem viUu gieðja vini sína eða vandamenn í sfeot- gröfunum á FrakklancS, eða í herbúðunum á Englandí, með því að acada þeán Heimskringlu í hverri viku, oettu aS nota séx þetta kaatabeð. sem aS etns stendur um stutt- an tíma. Met því að ciá emum fjórSa af vanalegu verði blaðsins, vifi HeámsLriogJa hjálpa til að bera kostnaðinn. Sencfið ew nöfain sg skiIrEngana, og skrifið vandlega utanáskrift þess, mxa blaðið á að fá. The Vfking Press, Lfmited. P.O. B«x 3171. 729 Sherbrooke Su Winnipeg

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.