Heimskringla - 29.08.1918, Síða 7
Stjórnarbyltingin mikla
á Rússlandi.
(Þorl. H. Bjarnason í Skírni.)
(Framh.)
þessar ráSistafanir, sem nú voru
taldar, sofuðu merin í svip. En er
bið varð á því, að dúmunni var
stefnt saman og stjórnin hélt upp-
teknum hætti að brjóta lög á mönn-
um og beita þá ofríki, fyltust menn
á ný mikilli bræði. Rak nú hvert
tilræðið anmað við trúnaðarmenn
stjómarinnar, bændur gerðu víða
uppþot og byltingamenn urðu jafn-
vel vongóðir um, að herinn mundi
bregða trúnaði við keisara og fylla
flokk þeirra. En sú von brást í
þetta sinn, einis og uppreim sú
sýndi fylPilega, er lýðvaldssinnar og
verkamenn vöktu í Moskva í árslok
1905. Yfir höfuð þótti stjórnin hafa
sýnt litla festu og röggsemi í afskift-
um sínum af stjórmskipunarmálinu.
Allir iflokkar báru að heita mátti
inegnasta vantraust til henmar og
höfðu ímugust á henni. Pobjedon-
ostzew, er áður hefir verið getið, og
lengi hafði verið mesta stoð ein-
veldisins, varð svo reiður október-
auglýsing keisara, að hann lagði
niður embætti sitt til þess að mót-
mæla “syndafalli Rússlands og
skrælingjahætti.” Varð nú Witte
að .fara frá.
Eftir vígasuninudaginn mikla
hafði Nikulás 2. li'fað í mikilli ein-
veru í Zarskoje Selo, sumarmústað
keisara í grend við Pétursborg.
Hann sökti sér nú niöur í dul-
magnatrú og andatrú og tók, að þvi
er sagt er, dag hvern þátt í anda
trúarsamkomum, er haldnar voru í
höllinni. Annars vissi hann lítíð,
hvað gerðist í heimiinum, og ekki
nema undan og ofan af uim það,
sem var að gerast með hans eigin
þjóð, Jþví að hirðgæðingaráð hans
hafði nánar gætur á því, hvað hann
las. Um þessar mundir kyntist
hann hiinum alræmda Rasputin, er
varð brátt aðalmiðilliimn á andatrú-
arfundunum og skýrði keisara fyrir
milligöngu andanna frá óorðnum
hlutum. Hann átti og með fyrirbæn-
bænum sínum að styðja að heill og
hamingju keisara og ættar hans.
Af því að maður þessi kemur mjög
við sögu hinnar rússnesku einvalds-
stjórniar á henmar síðustu og verstu
tímum og er nokkurs konar hold-
tekja spilingar þéirrar og myrkra-
fjálgleiiks er drotnaði við hirð keis-
ara, þykir rétt að greina stuttlega
frá nokkrum æfiatriðum ihans:
Rasputin var ættaður frá litlu
þorpi í Tobolskumdæmi í Síberíu.
Faðir hans var bóndi, en móðir
hans taldist til flökkuþjóðar þeirr-
ar, er kaliast -Samojedar. Hvorugt
foreldranna var talið fyrirmynd
annara manna, enda var sonur
þeirra þegar 'frá æsku kendur við ó-
skírlífi, ofdrykkju og ryskingar, og
nafnið Rasputin, sem hann er oft-
ast nefndur, þýðir saurlífismaður
eða hinn ósigrandi. Á yngri árum
komst hann þrásininis undir manna
hendur fyrir ýmiskonar klæki og
glæpi, meðal annars, að því er sagt
er, fyrir hestáþjófnað og meinsæri.
Þegar hann hafði nokkra hrfð
gengið fram af sér í útsláttarsemi og
ólifnaði, afréð hann að hverfa frá
villu síns vegar og gerast munkur.
Má telja víst, að hann hafi orðið
fyrir einhvers konar trúarvakning,
er fékk mikið á hann, enda varð
liann um stundarsakir annar og
betri maður. Nú fór hann einnig
að læra að lesa og skrifa en lærði
aldrei að heita mátti að draga til
stafs. Rasputin hafði lagt fyrir sig
inalaraiðn ,en rækt lftt það starif,
því að hann var latur og værukær.
Nú feisti ihann sér lítið bænahús við
inylnu sína og .sat þar löngum og las
í biblfunni, niðursokkinn í trúar-
hugleiðingar og ráðgátur lífsins.
Nolckru síðar fór hann að ferðast
um ríkið og prédika fyrir lýðnum.
Jafnframt gerðist hann forgöngu-
maður ýmissar fjársöfnunar, er til
var stofnað f trúar- og guðsþakka-
skyni. Á þessum ferðum sínum
sneri hann einkum til kvenna, því
hann komst brátt að raun um, að
hann gat hrífið þær og dáleitt með
augnaráði sínu. Leið ekki a löngu
þar til hann fór að “lækna” alls-
konar kvenkvilla með dáleiðslu-
gáfu sinni. Brá þá einatt fyrir í
augum hans merkilegu og máttugu
leiftri, er varð síðar meir öflugasta
vopn hans. »
Rasputini var maður fríður sýn-
um, hár vexti og tígulegur. Ennið
var mikið og hvelft, hárið þykt, sítt
'og hráfnisvart. Kinnábeinin lágu
hátt, munnurinn stór og holdlegur,
en ikringsettur' miklu, silkimjúku
skeggi. Augu hans -»i"ru stór og
djúp, annað veifið töfrandi og seið-
andi, en hitt draumhýr og fjarskygn.
Hann barst lítið á í klæðaburði og
var enginn snyrtimaður í fram-
göingu, enda haifði hann lítil kynni
af kamib og sápu. Engu að síður
naut hann mikillar kvenhylli. Þeg-
ar honum græddist fé á kennimanns
starfinu, keypti hann sér mikið og
reisulegt hús. í því bjuggu, auk
konu hans og tveggja dætra, tólf
“systur”. Það voru trúhneigðar kon-
ur, er þjónuðu guði eftir fyrirsögn
Rasputins: en nágrennið kunni að
segja mikið af bænahaldi hans og
“syistranna.”
Á ferðalagi sínu kyntist Rasputin
ým.sum málsmetandi mönnum og
tignum konum. Er sagt, að ekkja
miljónamærings eins, er Boschma-
cow hét, hafi kynt hann ýmsum
hefðarfrúm og meyjum, í Péturs-
borg. Þær urðu frá sér numdar af
viðkynningunni við Rasputin, eins
og stallsystur þeirra f öðrum borg-
um ríkisins, og kappkostuðu að
gera alt sem hann lagði fyrir þær.
Hann hefir sjálfur gelfið oss skýr-
Ingu á þessu fyrirbrigði með svo-
feldum orðum, er taka fram það
sem var mergurinn málsins í kenn-
ingu hans:
“Eg er runninn frá hinni æðstu
veru, og enginn getur orðið end-
urleystur nema fyrir mig. Fyrir
því er nauðsynlegt að samlagast
mér líkamalega og andlega. Alt er
frá mér kemur er uppspretta ljóss-
ins og leysir menn af syndinni.”
Rasputin var frámunalega slunginn
og metnaðargjarn. Hann sá að bein-
asti vegurinn til vregs og valda var
að komast í kynni Við ihirðina, og
lét því einskis ófreistað til þess að
það mætti takast.
f því skyni lagði hann lag sitt við
greifafrú Ignatiew, gjálífa og laus-
láta hefðarkonu. Hún kom honum
1905 í kynni við Elizabet stórfursta-
frú, er hafði þá fyrir skemstu mist
mann sinn, Sergius, er var veginn í
Moskva. Mun frú Ignatiew hafa
bent vinkonu sinni á að leita sér
huggunar og harmabótar hjá Ras-
putin. Elizabet kom honum aftur á
framfæri við hirðina. Keisari og
drotning hans fögnuðu Rasputin
sem sendum þeim af himnum ofan,
því að þau voru bæði gagntekin af
kvíða og ótta við byltinguna og
harmi lostin af sjúkdómi kornungs
einkasonar þeirra, er læknar kunnu
engin ráð við. Þegar svo fyrirbænir
Rasputins virtust hrffa og bylting-
in var sefuð og keisarasyni batnaði,
þá þurfti ekki að sökum að spyrja:
Rasputin varð átrúnaðargoð keis-
ara og drotningar og áður en langt
leið réð hann öllu, er hann vildi
ráða.
Loks var dúmunni stefnt saman í
maímánuði 1906; en skömmu sfðar
var hinu forna ráðgjafa-ríkisráði
breytt í efri málstofu með stjórnar-
skipunarlögunum frá 6. maí sama
ár. Þcgar á þin0 var komið var
stjórnin í miklum minni hluta.
Andstæðingar hennar voru fjöl-
mennir, en skiftust í marga smærri
flokka, svo sem ibændur og verka-
menn, er hneigðust meira eða
minna til ákafrar framsóknar eða
jafnveí til byltiniga. Atkvæðamestir
voru hinir svonefndu “kadettar” (af
upphafsstöfunum k. d.: konstitu-
tionellir demokratar), er ef til vill
mætti kalla þingstjórnar lýðvalds-
menn. Á þinginu áttu enn fremur
nokkrir íhaldsmenn setu, er kallað-
ir voru “oktobristar’,’, af því þeir
gerðu sig nokkurn veginn ánægða
með stjórnarbót þá, er var heitið í
október-yfirlýsingu keisara, sem að
framan er getið, og loks allmargir
flokksleysingjar. Þó að andstæð-
ingar stjórnarinnar væri engan veg-
inn á eitt sáttir, voru þeir þó allir
samfaka um að útohúða stjórninni
og aðgerðum henmar og krefjast al-
menns kosningarréttar, beinna
kosninga og þingræðisstjórnar, er
bæri ábyrgð á gerðum isínum. Auk
þess voru margir því fylgjandi, að
bændur og verkamenn til sveita
fengi jarðir til eignar og umráða í
miklu víðtækari mæli en áður.
Loks tók stjómin það til bragðs
að rjúfa þingið, er hún gat engu
tauti við það komið, en hét jafn-
framt að stefna því saman á ný. Um
loið kvaddi keisari Stolypin, dug-
andi mann og harðan í horn að
taka, er áður hafði verið innanríkis-
ráð'herra, til þess að veita stjórninini
forstöðu. Hann barði niður með
harðýðgi sam'blástur þann, verkföll
og uppþot, er byltingamenn höfðu
vakið, er þingið var rofið. Á ihinn
bóginn hét hann ýmsum umbótum.
Byltingamenn unnu nú hvert ill-
ræðisverkið af öðru, rændu menn,
réðust á banka og járnbrautaiilestir
og veittu mönnum banatilræði eða
myrtu þá. Meðal annars reyndu þeir
að sprengja hús Stolypins og sjálf-
an hann í loft upp. Hann saltaði
ekki, en 2 dætur hans særðust og 28
manns biðu bana. Á hinn bóginn
lét stjórnin dærna byltingamenn
vægðarlaust til útlegðar eða til líf-
láts og þröngvaði jafnvel kostum
þingmanna, er gengið höíðu í ber-
högg við stjórnina.
í bytjun marzmánaðar 1907 var
dúman aftur kvödd til setu. Enn
var stjórnin í minni hluta, enda
þótt “kadotba”-flokkurinin, er margir
frjálslyndir mentamenn töldust til,
hefði gengið allmikið saman. Aftur
á móti hafði áköfum afturhalds-
mönnum og svæsnum byltinga-
mönnum fjölgað töluvert. Lenti
brátt í miklum deilum milli dúm-
unnar og stjórnarinimar, einkum eft-
ir að uppvíst varð um samsæri gegn
keisara og keisaraefni, er stjórnin
kvað nokkra þingmenn jafnaðar-
manna Ihafa verið við riðna og
heimtaði þá framselda. Þegar dúm-
an vildi ekki verða við þessari kröfu
rauf stjórnim þingið í annað sinn
sumarið 1907. En nú var hinum
æðri istéttum farið að þykja nóg um
byltingaranda þingmanna og vald
og áhrif stjórnarinnar höfðu auk-
ist; andstæðinga stjórnarinnar
greimdi aftur á móti á um mýmörg
mál og þeir voru sjálfum sér sund-
urþykkir. í trausti til þessa rauf
Stolypin stjórnarskipunarlögin, er
keisari hafðl sett af fullveldi sínu,
og breytti kosningarlögunum. Með
breytingu þessari vildi hann bæði
fjölga íhaldsmönnum í dúmunni og
gera hana fhaldssamari og rússmesk-
ari 1 anda. En jafnframt lék hon-
m hugur á, að fækka fulltrúum
eim, sem sumar aðrar þjóðir ríkis-
ins áttu 1 dúmunni, því að sumir
þessara fulltrúa iiöfðu hingað til
reynst einhverir ákveðnustu and-
stæðingar stjórnarininar.
Kosningarlaga - breytingin hafði
þann árangur, sern stjórnin hafði
ætlast til, og andstæðingum hennar
tókst ekki að koma í veg fyrir að
kosið væri eftir himum nýju kosn-
ingarlögum. Þegar hið nýkosna
þing, ef þing skyldi kalla, kom sam-
an haustið 1907, voru afturhalds-
menn og íhaldsmenn í miklum meiri
hluta, en stjórnarandstæðingar
voru til samans ekki nema um 100
V
að tölu. Samvinnam milli dúmunn-
ar og stjórnarinnar var nú allgóð,
þótt þeim bæri ýmislegt í milli. En
auðvitað hneigðust flestar ráðstaf-
anir stjórnarinnar til fhaldssemi og
afturhalds.
Stolypin veittí stjórninni forstöðu
til 1911, er hann var myrtour að umd-
BújöríS, 160 ekrur, 50 ekr. brotn-
ar; landiS alt inngirt og beitiland*
afgirt; góSar byggingar, ágætur
brunnur. Mjög herítugt land fyrir
“mixed farming '. VerSið er $20
ekran. ' Skilmólar rýmilegir. —
SkrifiS eSa finniS
S. D. B. Stephanson.
729 Sherbrooke St., Winnipeg.
——. —--- ■■——*
Til þeirra, sem
auglýsa í Heims-
kringlu
Allar samkomuauelýslnffar kosta 25
cta. fyrir hvern’þumlunt? ðAlkslengdar
—í hvert skiftl. Kngln anklýsintr tekin
t blaTSia fyrir minna en 25 cent.—Borg-
ist fyrlrfram, nema ötSru vísi sé um
samlo.
ErfilJóB og æfiminnlnerar kosta 15e.
fyrlr hvern þuml. díUkRlengdar. Ef
rnynd fylgir kostar aukreitis fyrir ttl-
hóning & prent “photo”—eftlr stærtS.—
Borgun verTSur aS fylgja.
Augiýsingar, sem settar eru I blaTUB
&n bess aTS tiltaka tímann sem þaer eiga
atS blrtast þar, verba atS borgast upp atS
eim tfma sem oss er tilkynt ats taka
»r úr blatSinu.
Allar augl. vertia atS vera komnar &
Bkrlfstofuna fyrlr kl. 12 k þrttSjudag til
blrtingar 1 blatsinu þá vikuna.
The Vlkinff Preaa, TAd.
Til Sölu:
irlagi leynilögreglunnar. Hann var
þrekmikiil maður og harðgeðja,
eins og áður hefir verið sagt, og
hélt fram ákveðinni stefnu í stjórn
sinni: hann vildi hæla niður öll upp-
þot og þyltingar með harðri hendi,
og þröngva, eins og fyr, ráði þeirra
þjóðflokka, er voru ekki rússneskir
að þjóðerni eða annarar trúar en
fgrísk-katólskir, en jafnframt vildi
hann koma á ýmsum umbótum, er
gæti oflt og treyst ríkið. Honum
tókst og að rétta ríkið istórum við
þau fáu ár, sem hann var forsæds-
ráðherra. tlann hætti fjárhag ríkis-
ins, er var í mesta ólagi eftir ófrið-
inin við Japana og byitinguna 1905,
hann lét sér umhugað um að gera
umboðsstjórnina betri og bagfeldari
og jók eftirlitið með embættismönn-
um ríkisins. Varð þá bert, hversu
siðspiliing og valdamlsbeiting eiga
sér djúþar rætur hjá hinni rúss-
nesku þjóð. Hann fékk.og sefað
nokkurn veginn ofsa og ofbeldis-
verk 'byltinigamanna, en merkileg-
astar voru samt búnaðar umbætur
þær sem hann og Krivoschein land-
búnaðarráðherra gengust fyrir og
síðar var haldið fram af eftirmönn-
um Stolypins, forsætisráðherrunum
Kokowsow og Goremykin. Umhæt-
ur þessar hnigu að þvf, að byggja
.út samyrkju bænda, er hafði gefist
illa, sem og að því, að' gera þá að
sjálfseignarbændum með því að
skifta ýmsum ríkiseigníum og stór-
eigmium aðaismanna, sem stjórnin
hafði látið kaupa, niður í smærri
jarðeignir, er “bændabankinn”
studdi svo bændur til að eignast.
Sumir sem hafa kynt sér umbætur
þessar, láta mikið yfir þeim, en
sumir telja þær að eins góðav byrj-
un til þess að rétta við hag bænda,
Stolypin og eftirmenn hans, er fyr
voru mefndir, voru aftur á móti and-
vígir allri viðleitni, er bendist að því
að auka stjórnmálaréttindi almenn-
ings. Dúman lagðist á eitt með
þeim, enda voru íhaldsmenn og aft-
urhaldsmenn þar lengi f allmiklum
meiri hluta. Amnars hefir hin svo-
‘nefnda alriissneska stefna, er býst
að steypa öllum slafneskum þjóðum
saman í eina iheild undir forræði
Rússa ráðið miklu um aðgerðir
stjórnar og dúmu bæði í innan-
lands og utanlandsmálum. En húin
hefir komið einkar hart niður á ýms-
um þjóðum ríkisins, sem eru ekki
rússneskar að þjóðerni. Þannig hafa
Gyðimgar, eins og fyr orðið fyrir
miklum ofsóknum. Pólverjar hafa
fengið að kenma á margvíslegri
harðýðgi og 1908 skipaðí stjórnin
svo fyrir, að ‘í unglingaskólum Pól-
verja skuli rússneskir kennarar
hafa á hendi fræðslu í sumum grein-
um og skuli fræðslan fara fram á
rússnesku. Á Finnlamdi hefir sótt
aftur í sama horfið, ©r var þar um
og eftir síðustu aldamót. Alríkis-
stjórmin hefir hvað eftir annað skert
vaiasvið finska þingsins með lög-
uin, sem dúman hefir sett. Það er
og segin saga, að hin einkar frjáls-
Lega stjórnarskipumi er Finnar tóku
upp 1906 kom illa heim við hina
ríku rússnesku einvaldsstjórn, sem
hin alkunna frakkneska skilgrein-
ing komst svo að orði um, að morð-
vígið eitt fái ekki snert hana (le
despotisme tempéré par l’assas-
sinat).
Að endiingu skal vikið stuttiega
að utanríki'smálastefnu Rússa á síð-
ari stjórnarárum Nikulásar 2., að
svo miklu leyti seim hún átti þátt í
að koma heimsstyrjöldinni miklu af
stað, en hún „varð aftur á móti til
þess að steypa keisara af stóli og
koma á stjórnarbylting þeirri, er
síðari þáttur ritgerðar þessarar
fjallar um.
-----o-----
Fróðleiksmolar.
þumalfingri og mælti: “1 nafni 'guðs
föður”; síðan að vísifingri og mælti:
“í n-afni sonarins”; síðan að löngu-
töng og mælti: “í nafni heilags
anda”; og loks að græðifingri og
sagði: “Amen” og setti hringinn á
fingurinn, og þar var hann látinn
sitja.
..........111 .
“Austur í
blámóðu fjalia”
bók Aðalsteins Krist-
jánssoijar, er til sölu
á skrifstofu Heims-
kringlu. Kostar $1.75
send póst.frítt. Finnið
eða skrifið S. D. B.
Stephansson, 729 Sher-
brooke St., Winnipeg.
Trúlofunarhring bera menn al-
ment á fjórða fingri hægri handar.
Sá siður er gamall, og kvað vera
sprottinn frá 'því, að í fyrri daga, er j
elskendur skiftust á hringum, að |
unnustinn bar fyrst hringinn að
$1.75 bókin
/*
Prentun.
Allskonar prentun fljótt og vel af
hendi Ieyst. — Verki frá utanbæj-
armönnum sérstakur gaumur gef-
inn. — Verðið sanngjarnt, verkið
gott.
The Yiking Press, Limited
729 Sherbrooke St.
P. 0. Box 3171 Winnipeg, Manitoba.
HvaÖ gjörir þé í
vinnuiölks -eklunni ?
V'
^b?%L
THE UNIVERSAL
CAR
Touring . . . . . $ 690
Runabout . . . . $ 660
Cbassis. . . . . $ 625
Coupe .... .. $ 875
Sedan .... .. $1075
Truck ... .. $ 750
F. O. B. Ford, Ont.
* INNUFÓLKSEKLA er nú hjá bændum, en þeir
geta komist af meS því að brúka í staðinn þær
ágætu vinnuvélar er afkasta miklu með litlum
mannafla.
Hví ætti bóndinn aS vera svo fústheldinn viS hest-
ana—seina og kostbæra aSferS—þegar allir aSrir
starfsrækjendur eru farnir aS nota sjálfhreyfi-vagna
(Trucks) og þar meS spara kostnaS á flutningi alls-
konar, flýta allri starfsrækslu og um leiS spnua til
manneldis þaS fóSur, sem hestar þurfa?
Sjálfhreyfi “truck” vinnur viSstöSulaust í brennandi
sólarhita og nístandi vetrarkulda. Ólíkt hestunum
þarfnast hún engan hvíldartíma, eySir aSeins fóSri
þá hún vinnur, og aS kveldi þarf hún mjög lítils eftir-
lits og bóndinn hefir meiri tíma til aS sinna öSrum
snúningum. Líka má geyma hana í einum fjórSa
hluta þess pláss er hestar, vagn og aktýgi útheimta.
ÞaS er misskilningur, aS “truck” sé a S eins brúkanleg á troSnum brautum.
Ford “truck" má keyra yfir land þitt þvert og endilangt og brúka hana til aS
flytja korn, kartöflur, ávexti, garSamat, áburS, eldiviS, mjólk og hvaS annaS,
sem bóndinn hefir meS höndum. FerShraSinn, tíminn er hún sparar og lágur
viShaldskostnaSur er alt mikiS metiS af þeim, sem brúka Ford “Truck”. Ef
þú þarft hjálpar viS, þá pantaSu þína Ford Truck í dag.
ViS alla prísa legst sfríSsskattur nema á Trucks og Chassis. «
Ford Motor Company of Canada,
Limited
Ford - - Ontario
s