Heimskringla - 05.09.1918, Page 7

Heimskringla - 05.09.1918, Page 7
WINNIPEG, 5. SEPT. 1918 HEIMSKRINGLA 7. BLAÐSIÐA Kraftamenn Islenzk alþýða hefir lengi haft mætur á kraftamönnum, og ein af kærustu skemtunum hennar hefir veriS aS segja sögur af þeim og heyra þær sagSar. I fomsögun- um úir og grúir af sögum um sterka menn. En þær sögur þrjóta ekki meS fornsögunum. Þær hald- ast viS gegn um allar aldir alt til okkar daga. NokkuS er af þeim í þjóSsögusöfnunum, en lang-flest- um slíkum sögum er þó enn þá ó- safnaS. ÞaS væri nú vel til falliS, ef í- þróttafélögin vildu safna slíkum sögum. ÞaS er ekki aS eins til þess aS hafa þær til skemtunar og 'hvatningar, þótt þaS eitt ætti aS vera nægileg ástæSa. Úr sögun- um sjálfum má vinna mikilsverSan þátt íslenzkrar menningarsögu, því aS í þeim speglar sig hugsun- arháttur liSinna kynslóSa og oft gefa þær upplýsingar um uppeld- iS. Þær mega því engan veginn glatast. Ganga má aS því vísu, aS marg- ar af þessum sögum séu ýktar, sumar stórlega, — sumar meira aS segja ósannar meS öllu. Þetta skiftir minstu. Hvort sem þær eru sannar eSa ósannar, sýna þær mætur alþýSu á aflraunum. Hvort menn hafa upplifaS þessar afl- raunir í raun og vera eSa aS eins í ímyndun, ber aS sama brunni þegar um menningaráhrifin frá þeim er aS ræSa. Fæstir af þeim, sem segja frá aflraununum, hafa séS þær sjálfir og allur þorri þeirra sem á hlýSir, sér þær aS eins meS augum trúarinnar. En fyrir augum allra þessara manna standa þær sem eitthvaS göfugt og mikilfeng- legt, sem vert er aS leggja eitt- hvaS á sig fyrir aS fá höndlaS. 1 þessum fáu línum ætla eg aS eins aS gera krafta manna aS urn- talsefni, ekki aSrar íþróttir, t. d. glímni, vígfimi, skotfimi, léttleik, hvatleik o.s.frv Þótt nóg sé til af sögum hjá alþýSu einnig um þær íþróttir. Aflraunasögurnar eru flestar, og eg held aS þær hafi vakiS mesta aSdáun alment. Allir kannast viS sögurnar um HafnarbræSur. ÞaS eru yfirleitt sannar sögur. Þar voru afburSa- sterkir menn og jafnframt ram- íslenzkir, fornir í skapi og ein- kennilegir. En menn líkir Hafnar- bræSrum hafa veriS nálega í hverri sveit á Islandi og venjulega hefir fylgt kröftum þeirra ein- kennilegt skapferli. Venjulega eru þeir hversdagsgæfir og yfir- lætislausir, en reiSast illa, ef þeir reiSast. Þannig vildi alþýSan ís- lenzka hafa þá. KraftamaSurinn og oflátungurinn gengu aldrei í sömu húSinni. ÞaS aS vera krafta- maSur og hitt, aS láta lítiS yfir sér fór venjulega saman. Oftast nær sýna sögurnar fá- dæma handstyrk og bakstyrk — aS síga fast á árar, lyfta þungum steinum á stall, súpa á brennivíns- tunnu, bera hestinn sinn á háhesti o.s.frv. Um styrk hálsvöSvanna sérstaklega er sjaldan talaS og enn síSur um styrk kviSarvöSvanna og brjóstvöSvanna. Útlendir afl- raunamenn sýna oft styrk þessara vöSva sérstaklega, til dæmis meS því aS láta raSa þungum IóSum á kviSinn á sér og brjóstiS, eSa láta mann á klossum stökkva úr háa lofti ofan á kviSinn á sér án þess aS láta sér verSa mikiS um (I. P. Muller telur sér slíka aflraun til gildis, ef eg man rétt). Um slíkar aflraunir er aldrei talaS í íslenzk- um alþýSusögum svo eg muni. Mönnum hefir víst fundist þess- konar aflraunir—ef ekki flónsleg- ar—þá samt nauSsynjalitlar, og ekki fallnar til mikilla nytja í dag- lega lífinu, en hins vegar bera keim af oflátungshætti, sem stór- spilti allri aflrauna-göfgi í um- daomi alþýSunnar. Um hitt eru sögurnar óteljandi. Margir nafnkunnir menn, sem gátu sér almennan orSstír fyrir eitthvaS annaS, voru einnig orS- lagSir kraftamenn, t.d. séra Snorri Björnsson á Húsafelli (skáld og fræSimaSur) og Jón sýslumaSur Espólín. Um afl Jóns Espólíns eru til all- margar þjóSkunnar munnmæla- sögur. T. d. þá er hann kleip Nathan í handlegginn eftir eitt réttarhaldiS í morSmálinu, og kvaS þetta um leiS: ....Brenni þér sinar, blóS og æS, bölvaSur Nathan satans. Einnig á hann aS hafa getaS boriS reiShestinn sinn á háhesti. En þaS fylgir ætíS slíkum sögum, aS menn verSa aS byrja á því, aS bera hestinn sem folald og þannig venja hann viS þaS, enda er þaS skiljanlegt, aS erfitt sé aS bera hestinn, ef hann er óvanur því og brýzt um á bakinu á manninum. Tryggvi heitinn Gunnarsson sagSi mér eitt sinn einkennilega sögu af Espólín. I kirkjugarSin- um á Hálsi í Fnjóskadal var gam- all legsteinn, ótilhögvinn berg- stuSull, einn af þeim sem oft voru notaSir þannig í gamla daga. Var þaS siSur pilta á Hálsi, bæSi gesta og heimamanna, aS reyna afl sitt á þessum steini. Tryggvi, sem var maSur vel efldur, hafSi aldrei komiS honum lengra en upp á kné, ékki getaS rétt sig upp meS hann. ASrir, sem reynt höfSu viS hann jafnsnemma honum, höfSu aS eins getaS látS renna vatn undir hann, og sumir ekki einu sinni þaS. — En einu sinni, löngu fyrir Tryggva minni, höfSu menn sem oftar veriS aS reyna afl sitt á steini þessum á sunnudag aS tíSum loknum. RiSu þá ókunn- ugir menn meS garSi en komu ekki heim, og gáfu menn því eng- an gaum. En morguninn eftir var steinninn kominn upp á bæjar- kampinn. ÞaS var Jón Espólín, sem riSiS hafSi norSur hjá um daginn og suSur hjá um nóttina. HafSi hann þá komiS heim aS bænum — og þetta var nafnspjald hans! Heilan mannsöfnuS þurfti til aS koma steininum aftur á sinn staS. Einkennilega aflraunasögu hefi eg heyrt úr VopnafirSi, og af því aS hún er dálítiS ólík öSrum, set eg hana hér. MaSur bjó þar á bæ, og er þess ekki getiS hvaS hann hét, en enginn þóttist vita afl hans. Hann var orSinn gamall en átti tvo sonu uppkomna, báSa af-bragSs efnilega menn og meiri en meSalmenn aS afli. Þeir voru enn hjá föSur sínum, og fór af þeim öllum mesta friSsemdar orS. Eitt sinn gisti presturinn hjá þess- um feSgum. Karlinn var þá orS- inn hrumur mjög og lá hann í háa- rúmi fyrir gafli baSstofunnar. Svo hagaSi til, aS rétt framan viS rúm- stokkinn hjá karli lá biti um þvera baSstofuna. Prestur átti þar beztu nótt, en seintekinn var þó karl aS tala um aflraunir sínar, þótt prest- ur leitaSi viS á ýmsa vegu. "ÞaS er nú ekkert orSiS eftir af mér”, sagSi hann, “og strákarnir eru liS- leskjur." En áSur en prestur færi, lætur þó karl til leiSast, aS sýna honum leik þeirra feSga. Skipar hann þá sonum sínum aS koma meS reipiS, og komu þeir þá meS óvanalega sterkt ólareipi meS hornhögldum. Sezt karl þá framan á bóliS sitt, stySur olnbogunum á bitann, stingur báSum þumal- fingrunum gegn um hagldirnar á reipinu, en heldur um meS hinum fingrunum fyrir neSan. Lætur hann síSan töglin falla ofan á gólf- iS og segir sonum sínum aS toga í þau og “draga nú af sér sleniS.” Áttu þeir aS toga reipiS úr hönd- um karls. Þeir lögSust nú í tögl- in eins og þeir gátu, lögSu sig flata á gólfiS og spyrtnu í alt, sem fyrir varS, en hvernig sem þeir létu, réttu þeir ekki handleggi karlsins úr kreppunni; þeir voru sem stál- fleinar. Karlinn blánaSi í framan viS átökin, en handleggimir gáfu sig ekki. Þeir vom ekki vöSva- miklir, en sinarnar ákaflega stælt- ar og harSar. Loks urSu synirnir aS gefast upp, en karlinn sýndi presti förin eftir hagldimar inn undir bein á þumalfingrunum og glotti drýgindalega. Þannig mætti margar sögur segja. Eina get eg ekki stilt mig um aS setja hér, af því aS eg held aS eitthvaS sé hæft í henni. Grím- ur Thomsen hafSi nokkmm sinn- um unga menn hjá sér á Bessa- stöSum til undirbúningsnáms und- ir skóla. MeSal þeirra var maS- ur, sem eg vil ekki nefna meS nafni, en er nú embættismáSur og orSlagSur kraftamaSur. Hann var þá 18 ára og leizt Grími svo á hann, aS hann mundi vera flestum fremri aS afli, og langaSi til aS reyna hann einhvern tíma. Eitt sinn bar svo viS, aS þeir eru aS ganga niSur viS tjörnina, Grímur og pilturinn. Þar er lending Bessa- staSabóndans og þangaS höfSu nýlega veriS fluttar vörur sjóveg. Þar átti Grímur skúr eSa skemmu- kofa. Þegar þeir koma aS köfan- um, liggur þar úti tunna, ekki all- stór, og gekk eitthvert grá-hvítt dust út á milli stafanna. Slíkar tunnur voru þá nýlega farnar aS flytjast. Grímur segir þá viS pilt- inn meS mestu hægS: “Viltu nú ekki gera svo vel, góSi minn, aS láta mjöl-hálftunnuna þá ama inn' í skemmuna; eg held aS nú ætli aS fara aS rigna.” Pilturinn ætl- ar aS gera þetta umyrSalaust, og þrífur til tunnunnar. Er hún þá þyngri en hann hyggur, svo aS hann fær varla loftaS henni. Rennur hann þá á tunnuna aftur, vegur hana upp og vippar henni inn í skemmuna, en segir aS lok- inni aflrauninni: "Þetta er andsk. ekki mjöl." “Nei, þaS er líklega sement,” mælti Grímur og glotti. Jafnframt sögunum um afl manna hefir alþýSa ótal sögur aS segja af seiglu manna og þraut- seigju, manna, sem þó eru ekki nema meSalmenn aS burSum. — Þannig var eitt sinn BorgfirSingur eystra aS taka út í veizluna sína á SeySisfirSi. ÞaS var aS vorlagi, snjóa var aS leysa og færSin því fremur vond á fjöllunum. LagSi hann þá af staS meS 1 2 fjórSunga bagga á bakinu. ÞaS er nú í sjálfu sér engin sérleg mannraun, aS bera 12 fjórSunga (120 pund) stuttan veg, en aS bera þaS í illri færS frá SeySisfirSi norSur í BorgarfjörS, yfir tvo erfiSa fjallgarSa! — Enda var maSurinn 14 klukkustundir á leiSinni. Hann kom þó til Borg- arfjarSar morguninn eftir meS all- an veizlukostinn, en blár var hann og marinn undan brennivínskútn- um í bagganum, og þótt hann gifti sig eins og til stóS, um daginn, var hann meS veikum burSum og lá nokkra daga á eftir. MaSurinn, sem sagSi mér söguna, bætti því viS, aS svo mikiS vildi hann ekki vinna til nokkurrar stúlku undir sólinni, aS bera 12 fjorSunga bagga þenna veg í sömu færS; enda hefSi hann vafalaust látiS þaS ógert. I bókmentunum eru þessir menn, hvorirtveggju, krafta- og seiglu- menn, ekkert fágætir. Allir kann- ast viS lýsingu Jóns Thoroddsens á Bjarna á Leiti í ‘Manni og konu’, og af sama tagi eru frægSarsög- urnar, sem Grasa-Gudda segir af Ingimundi sínum í ‘Skugga-sveini’, þótt ekki nefni eg fleira. Eg er nu ekki á því, aS Islend- ingar séu yfirleitt meiri kraftamenn en aSrar þjóSir, og ekki tel eg heldur líklegt aS ísleiizkir afburSa menn mundu ekki hitta fljótt jafn- ingja sína meSal annara þjóSa, en “Anster í blámóða fjalla” bék Aðalsteins Krist- jánssonar, er til sölu á skrifstofu Heims- kringlu. Kostar $1.75 send póstfrítt. Finniö eöa skrifið S. D. B. Stephansson, 729 Sher- ' brooke St., Winnipeg. $1.75 békin [ gaman væri þaS þó, ef þaS sýndi sig viS athuganir, aS vér ættum fleira af slíkum mönnum aS til- tölu en aSrir. En þótt ekki væri nú svo vel, væri mikill fengur í því, aS safna þessum sögum og halda þeim á lofti, og þaS hefi eg grun um, aS Islendingar sigri flesta aSra í þrautseigju. G. M. — Þróttur. Stjórnarbyltiflgin mikla á Rússlandi. (Þorl. H. Bjarnason í Skírni.) (Niðurl.) Þegar Rússar tóku að rétta við eftir ófarirnar 1 styrjöldinni við Jap- ana og innanlandsbylting þá, sem af þeim leiddi, fóm þeir smámsaman að láta stjórnmál Evrópu meir til sín taka en áður. Þegar Austurríki haustið 1908 innlimaði Bosníu og Herzegovniu þvert ofan í samþykt- ir þær, er gerðar voru á Berlínar- fundinum 1878, vakti það sem von- iegt var mikla gremju hjá Serbum. Þeir höfðu gert sér von um, að landshlutar þessir, er Serbar byggja að mestu leyti, mundu með tíman- um hvérfa undir Serbíu. Létu Serb- ar allófriðlega og Rússar gerðu sig líklega til að fylgja þeim að málum. En Þjóðverjar lögðust þá á eitt með Austurríkismiönnu'm og þröngvuðu Serbum og Rússum til þess að leggja samþykki á innlimunina (1909). Þóttu Þjóðverjar og Aust- urríkismenn hafa vaxið mjög af þessum málum, en Rússar og banda- mernn þeirra sefct niður. Rússar voru auðvitað ekki við ófriði búnir, en ófriðarflokkurinn við hirð keis- ara mun hafa hugsað miðveldunum þegjandi þönfina. í bráðina varð þó friðarflokkurinn yfirsterkari og 1910 sótti Nikulás 2. ásamt utanríkis- ráðherra sínum Sasonow Viljálm keisara heim í Potsdam. Þar var og Bethmanni-Hollweg kanzlari stadd- ur. Uirðu þeir ásáttir um, að landa- skipun .á Balkanskaga skyldi ekki raskað úr því sem komið væri (þ. e. Austurríkismönnum skyldi ekki haldast uppi að færa þar út iönd sfn). Sumarið 1912 sótti Vilhjálmur keisari Rúasakeisara heim í Baltisch port í grend við Reval. Nokkrir helztu ráðherrar þeirra keisaranna voru og með í förinni. Þeir sendu síðan út orðsending þess efnis, að stjórnenduir þessara tveggja stór velda væri sammiála f öllum aðalat- riðum stjórnmálanna. Þjóðverjar og blöð þeirra lögðu mikið upp úr þessari orðsendingu, en Frakkar voru thinir reiðustu, af þvf Rússar væri að daðra við Þjóðverja. í Balkanstyrjöldunum (1912 og 1913) hallaðist Rússland aftur á sveifina með vesturríkjunum og hafði mikinn herbúnað. Lá hvað eftir annað við að ófriður risi með Rússum og Austurríkismönnum; var þá viðbúið að vináttan með hinum fyrnefndu og Þjóðverjum færi út um þúfur. Að minsta kosti þótti þýzku stjórninni horfurnar á Balkanskaga ®vo ískyggilegar og vígbúnaður Rússa svo tortryggileg- ur, að hún lagði til, að liðsafli ríkis- ins á friðartfmum væri aukinn stór- um, og hafðist það áfram. Þessi ár, sem nú voru talin, höfðu friðarvinir við hirð keisara haft yf- irtökin, en eftir því sem herinn efld- ist og ófriðarpostularnir með Such- omlinow herm'álaráðherra, Iswolski fyrv. utanríki'sráðherra og Nikulás stórfursta í broddi fylkingar fengu meiri byr í seglin, varð aðstaða hinna erfiðari. Helztu friðarvinirn- ir voru að því er umir segja þeir Sasonow utanríkisráðherra og Ras- putin, er áður hafa verið nefndir. Keisari var að eðlisfari fremur fylgj- andi friði, en annars sitt á hvað, eftir því við hvern hann ráðgaðist. Bezt tök á honum mun drottningin og Rasputin hafa haft. Annars kaus öll alþýða manma á Rússlandi, eða bændur og verka- menn, að fá að lifa í friði, en ein- valdsstjórnin lét nú ekki einu sinni svo Iftið að gefa vilja þeirra nokk- urn gaum. Hins vegar voru margir mentamenin og atvinnurekendur, er hneigðust að alrússnesku eða öllu heldur alslafnesku stefnunni, litlir vinir Þjóðverja, er þeir töldu erfiða og ónærgætna keppinaufca í öllunj viðskiftum. Þeir vildu að Rússland kastaði eign sinni á Constantinopel og Hellusund og svifti af sér sam- kepndsfötrum Þjóðverja. Kváðu þeir Rússa sjálfkjörna til þess að gerast forvígismenn slafnesku þjóð- anna f baráttunni við Germana. Svo árum skifti höfðu Rússar og aðrir Slafar, er voru fylgjandi salfnesku stefnunni, komið af stað miklum undirróðri og æsingum með smærri elafneskum þjóðum á landamærum Rússlands, einkum þeim er töldust til Austurríkis og Ungverjalands. Yíg Franz Ferdinands ríkiserfingja í Austurríki og konu hans, er voru myrt í Sarajevo í Bosníu 28. júní- mánaðar 1914, var eins og kunnugt er afleiðinig af margra ára æsiinigum og viðsjám f þessum ríkishluta. Við rannsókn þá, er hafin var út af víg- unum, þóttist stjórn Austurríkis hafa fengið sannanir fyrir því, að undirróður og æsingar Serba í Bos- níu hefðu átt mikda sök á þvf, að vígin voru unnin, og bjóst nú að ‘Ihirta” Serba fyrir fornan fjand- skap og nýjan. Serbar leituðu ásjár Rússastjórnar. Hún réð þeim til að taka liðlega í kröfur Austurríkis, en hét þeim liðveizlu sinni, ef til kæmi.' Serbar fóru að ráðum Rússa og gengu d svari sínu að því nær öllum skilyrðum þeim, er Austurríkis- menn höfðu sett þeim. En stjórn Austurríki'smanna vildi, þó undar-! legt megi heita, ekki þekkjast boð j Serba og sagði þeim stríð á hendur j 28. júlímánaðar. Sama dag eða I degi síðar tóku Austurríkismenm og | Rússar að vígbúa heri sína. Leikur1 nokkur efi á, hvorir hafi átt upptök- in. Þó er svo að sjá, sem Rússakeis- ara hafi verið allmi'kið áhugamál, að friður héldist, en hafi verið beittur brögðum af hermálaráðherra sínum og öðrum ófriðarsinnum. Að minsta kosti hefir Sudhomlinow, fyrv. her- málaráðherra, játað það í prófum þeim, er haldin voru yfir honum síð* astliðið sumar eða haust við ríkis- ráðsdóminn í Petrograd, að hann hafi haft að engu símaskipun keis- ara frá aðfaranótt þess 30. júlí, er bauð honum að afturkalla fyrir- skipunina um almennan vígbúnað, er keisari hafði skrifað undir þá um daginn. En Suchomlinow lét ekki þar við staðar numið, heldur símaði hann í oddvita herstjórnarráðsins, að haf- ast ekkert að, þ. e. að halda áfram! vígbúnaðinum. Morguninn eftir laug 'hann því að keisara, vígbún- aður hefði einungis farið fram í suð- vesturhéruðum ríkisins (þ. e. á landamærum Austurríkis). Daginn eftir bar saman fundum þeirra Suehomlinow Sasanows og oddvita herstjórnarráðsins og á 10 mínútum fastréðu þeir að ekki skyldi hætta við vígbúnaðinn. Sama dag tókst þeim einnig að koma keisara á þá skoðun. Hafa sumir viljað fullyrða, að þeim hefði aldrei tekist það, e£ Rasputin hefði þá verið á upprétt- um fótum; en hann var þá allþungt haldinini af sári, sem alþýðukona ein, er sett var til höfuðs honum, hafði sært ihann. Fregnin um al- mennan vígbúnað Rússa virðist hafa komið allflatt upp á þýzku stjórnina. Hún sendi Rússum þeg- ar í stað ályktarorð með 12 stunda fresti og krafðist þess, að þeir hættu liðsafnaðinum að vörmu spori. Slík orðseinding var auðvitað sama sem friðslit, enda hófu Þjóð- verjar 1. dag ágústmánaðar ópin- beran vígbúnað og sögðu því næst Rússum stríð á hendur. Styrjöldin við Rússa dró á eftir sér ófrið við Frakka, Bandamenn þeirra, er hvorki vildu né þóttust geta setið hjá, og loks sagði Bretland Þýzka- landi stríð á hendur 4. ágúst. ---------------o------- ÍSLANDS FRÉTTIR. Engilbert Kolbeinason heitir sá maður, sem lengst hefir verið í Bók- mentafélaginu allra manna; hann á heima á Lónseyri hjá Kaldalóni við ísafjarðardjúp og er nú 88 ára gam- all. Hann gerðist félagi Bókmenta- félagsins árið 1857, eða snemma á forsetatíð Jóns Sigurðssonar, og hef- ir verið skilvis félagi í 61 ár. Stjórn félagsins hefir í viðurkenningar- skyni gert hann gjaldfrían félaga úr þessu og sent honum 100 króna heið- ursgjöf með lofeamlegu bréfi, sem vænta má að verði honum mikið fagnaðarefni. Bjarni amtmaður Thorsteinsson var 60 ár í Bókménta- félaginu, eða frá stofnun þess til dauðadags og hafði hann orðið ianglífastur allra nianna í félaginu, þangað til Engilbert komst fram úr honum.—(Mrgjbl.) Til þeirra, sem auglýsa í Heims- kringlu Allar samkomuaug!ý«lngar kosta 28 ets. fyrir hvorn þumlung dilkslengtlar —i hvart sklftl. Eagta auglýsing tekin I blaYTS fyrtr mlnna »a ZS o«nt.—»org- Ist fTrlrfraaa. noaoa Itru Tisi sé um saaatV. SrfUjétS c( æfimtnnlarar kosta 18e. fyrtr kvern þaml. ðA.lkslengdar. Bf mjwð fjrlclr kootar aukrottis fyrir til- bántag & yroot “photo"—oftir ot«rb.— Btirfoi roHhu- aU fylrja. Aagtýoíacikr, sem sottar eru I blaHfO &a hooa aV tlltaka timann sem þror eiga aV atrtast þar, ysrVa aS borgaot upp aC þotas ttaaa seos oss er ttlkynt ati taka þsar tr hlabtau. AtUr aagL rsrVa a« vara komnar & BkrWstafnaa fyrtr kl. 13 i þritjudaff tll blrtingar I blahinu þ& vikuna. Tko Vtklsg Preoo, Ltd. Prentun Alkiconar prentun fljótt og vel af hendi leysL — Verki frá utanbœj- armönnum sérstakur gaumur gef- inn. — VerSið sanngjamt, verkið gott The Yiking Press, Limited 729 Sherbrooke St. P. 0. Box 3171 Winiiipeg, M&aitoba.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.