Heimskringla - 31.10.1918, Blaðsíða 3

Heimskringla - 31.10.1918, Blaðsíða 3
WINNIPEG. 31. OKTÓBER 1918 HEIMSKRINGLA 3. BLAÐSiÐA fóru upp í bifreiðina og brunuðu á stað. En María stóð upp og hélt á- fram ferð sinni til læknisins. Það 8em hann sagði henni og smásýningin í skemtigarðinum gjörði þenna fagra sumardag skuggafullan í sálu hennar. Það fór alt að sýnast eins og það í raun og veru gæti ekki verið virkileiki: dagurinn, sólskinið.Georg, bifreið- in, stúlkan ástúðlega og það sem læknirinn sagði. Að eins sumars- ins heiðblái himinn virtist Maríu virkilegur og hún starði til himins. “Eitt ár — að eins eitt ár” - varir hennar titruðu hvað eftir annað, rétt eins og af kuldahrolli. Einn klukkutíma sat hún í litla, græna skemtigarðinum og reyndi að fá sjálfa sig til að trúa, skilja. Svo blikuðu alt í einu augu hennar af stóru hraustlegu brosi, og hún sagði viðkvæmnislega: “Ó, — gott og vel.” Svona fara konur, sem eru mæður, að hughreysta sjálfa sig. Hún var hálft um hálft að hugsa um, að leigja eina af þessum skrautlegu bifreiðum, til þess að fara heim í, því henni fanst hún hörmulega þreytt. Og það sem læknirinn hafði rétt áður sagt henni, gjörði það að eins að afar- mikilli heimsku að vera að spara. En hún leigði samt enga bifreið- ina. Hún vissi það, að eftir það sem hún hafði séð í skemtigarðin- um, þá mætti hún ekki gjöra neitt, sem væri æsandi, ekkert heimsku- legt eða í geðvonzku. Hún var roskin kona og átti sex börn, en að eins eitt ár eftir að lifa.. Hún mætti ekki spilla þessu stutta ári sínu með kærleiksleysi. Svo hún brosti og hló þegar börnin komu að mæta henni; og hún lét kvöldverðarborðið standa óhreinsað. Hún sagði stúlkunum og drengjunum hlægilegar sögur og fyndnis-skrítlur og jós yfir ’þau gátum. Þau þektu hana naum- ast og þverneituðu að fara í rúm- ið. I staðinn fyrir að sneypa og krefjast hlýðni, þá hló hún aftur og lét þau vera á flakki þar til þau Ný skáldsaga Fjölda margir hafa þegar pantað bókina Pantið í dag. Sagan “Viltur vegar”, eft- ir Bandaríkja skáldið Rex Beach, er nú sérprentuð og rétt komin af press- unni. Pantanir verða af- greiddar tafarlaust. Sag- an er löng—496 blaðsíð- ur—og vönduð að öllum frágangi; kostar 75 cent. eint. Þessi saga er saum- uð í kjölinn—ekki innheft uieð vír—og því miklu betri bók og meira virði fyrir bragðið; og svo límd í litprentaða kápu. Saga þessi var fyrir skömmu birt * Heimskringlu og er þýdd af O. T. Johnson. Sendið pantanir til The Viking Press IMITtD O Tox 3171. Winnipeg, : Canada gátu naumast haldið uppéttum^ kollunum og þau gátu ekki lengur haldið sér vakandi. Þegar þau voru öll sofnuð í rúmum sínum, fór hún frá einum koddanum til annars að horfa á þau. Og þegar varir hennar voru að svíkjast til að titra, endurkall- aði hún hið mikla ástúðarbros í augu sín og sagði viSkvæmt hvað eftir annað: “Gott og vel — ó, gott og vel” Bifreiðin kom með sínum möl- unarhljóm heim í gegn um nætur- kyrðina. Það var enn ekki fram- orðið. María heyrði Georg kalla upp út af því að borðið skyldi ekki vera hreinsað. Hún hló hrein- skilnislega og bað um styrk og góðsemi — að eins góðsemi. Hún sat við gluggann sinn í litla ruggustólnum, sem hún hafði ætíð setið í, til að hlynna að öllum börnum síunm, ruggað sér í með þau og þaggaS niður í þeim, þegar þau grétu. Hún hafSi snúið á ljósin, því hún þorði ekki að reiða sig á sínar svikulu varir í myrkrinu. Og hún hikaði ekki við að horfa í augu manns síns, þegar hann kom upp á loftið að leita að henni. * v * Hún vissi nokkurn veginn hvað ske mundi, þegar hún sá Georg fara með höndina ofan í vasa sinn. Hægt rétti hún fram ískalda hendi og Georg fékk henni litla fer- strenda böggulinn, sem hún hafði þegar séð einu sinni áður þá um daginn. Hún hélt fast um böggulinn í hendi sinni og þrýsti að brjósti sér, og svo sem í mínútu áður en hún opnaði þetta, sneri hún höfði og horfSi út um gluggann, út í nætur- kyrðina fyrir utan gluggann sinn. Svo smeigði hún spottanum af og opnaði svo skartsmuna-öskjuna. Georg horfði á hana. Á næsta augnabliki varð hann að hlusta á hennar einkennilega hlátur, hlátur, sem hún var að reyna sitt bezta til að láta vera sem fegurstan. “Líkar þér það ekki?” spurði hann, þegar hún starði á armband- ið í hinu flauels klædda hulstri, en hafði ekki enn hreyft hönd til að | snerta. “Það er mjög snoturt, Georg— en varla nógu skrautlegt.” Hann glápti undrandi. “Ekki nógu gott? Nú, var það eitthvað annað, sem þig sérstak- lega vantaði? Eg get auðvitað fengið því skift; nú, María, eg borgaði fimtíu dollara fyrir þetta armband. “Já, eg trúi því, Georg. En Ge- org, eg mundi ekki láta mér einu- sinni detta í hug, að selja einn koss þinn fyrir fimtíu dollara arm- band,” sagði hún brosandi. Þannig sitjandi í litla ruggu- stólnum, við hliðina á vöggu yngsta barnsins sagði María Georg alt, sem hægt var að segja viSvíkj- andi deginum; alt, nema þaS sem gamli, víðfrægi læknirinn hafði sagt henni. Það sagði hún honum ekki. Og þegar hún hafði lokið sögu sinni, sneri Georg Lennard sér að henni, í skömm sinni, ógæfu og gremju, og endursagði henni alla sögu þessara tólf sárbeisku ára. Og eftir því sem hann hélt lengra á- fram sögu sinni óx gremja hans og endaSi seinast með þessum beiskju-orðum: “Það er alt þér sjálfri aS kenna. Þú hefir sjálf leitt þetta yfir þig. Hún er svo snotur og ljúflynd og metur hvert smáræði, sem eg gef henni. Og eg hefi verið glaður að hafa hana til þess að eyða pening- I um mínum fyrir. Eg hefi ekki gjört þér neitt rangt til. Það hef- ir hún ekki heldur gjört. Hún veit alt um þig og börnin. Eg hefi sagt henni það. Hún er unaðsleg og góS. Eg hefi heldur ekki gjört neitt á hluta hennar. En eg — eg segi þér það, að eg mundi berjast gegn öllum heiminum hennar vegna.” Hann varð næstum því æstur, en það var hún sem sefaði og huggaði. “Þegiðu drengur—þegiðu, eg veit það—eg veit það. Það er alt mér að kenna, hvert einasta atriði af því. Eg er ekki að neinu leyti að kenna þér um. Og eg trúi því, að þú trúir því að hún sé góð, trúi öllu, sem þú segir, og því, að hvor- ugt ykkar hafi gjört mér rangt til. Og þú skalt hafa hana. Ó, hún er ástúðleg, ástúðleg, og þú skalt hafa hana—ó, þú skalt hafa hana, eg lofa þér því — eg lofa—” Hún var nú næstum ofsahrygg, og þannig sátu þau nú, þessi Vesal- •Fyrir Sjúkleik Kvenna Dr. Martel’s Female Pllls hafa v«r- 115 eefnar af læknum og seldar hjá flestum lyfsölum J fjóröung aldar. TakiS engar eftlrllklngar. ings maður og kona, en í kring um þau sváfu börnin þeirra og ná- búarnir. Eftir stund, sem virtist eins löng og klukkutímar, sagði María: "Heyrðu Georg! Vegurinn út úr þessu er léttur og auðveldur — svo léttur. Þessi gamli læknir seg- ir eg muni lifa að eins eitt ár—að eins eitt ár. Og einn dagur er þeg- ar liðinn. Hann lofar mér ári — og auðvitað geturðu beðið svo lengi — auðvitað muntu gefa mér þetta ár líka. Eg hefi verið svo grimmúðug í garð barnanna, eins og eg hefi verið við þig. Gefðu mér bara heimilið og börnin eitt ár; gefðu mér tækifæri til að sýna þeim þá ást, sem eg hélt að eg hefði engan tíma til að sýna — og gefðu mér að eins þetta eina ár, og þá lofa eg þér lausn—eg lofa þér —ó, eg lofa” Nú grét hún og Georg var aS reyna að skilja þessa nýju opin- berunarbók. “María—þú ert brjáluð ! Nú— þú munt ekki deyja. Þessi gamli auli—” Rödd Georgs hljómaði grimdarlega, var höst og hann tal- aSi eins og í andköfum, en þó efablandinn. Harðneskjan í rómi hans skáru í hjarta Maríu, og sómatilfinning- in, sem góðri 'konu er eiginleg, veitti henni kjark og þerraði tárin í augum hennar. Hún stóð upp og horfði beint framan í mann sinn. “Georg Lennard, ef eg dey ekki innan eins árs, þá lofa eg því og legg þar við drengskaparorð mitt, eins og drottinholl kona, að eg skal gefa þig lausan. Eins og drott- inholl kona,” endurtpk hún og var sem orðin slitnuðu sundur í geSs- hræringunni. “Drottinhollusta, það var það sem eg ætíð hélt að ást þýddi. Að vera drottinholl, að þjóna, að ala og annast börn mannsins. En það sýnist sem eg sé of gamaldags, alt of langt á eft- ir tímanum.” Svo blossaði alt í einu hennar úttaugaða móðurhjarta, í næstum | því ökyndilegt ofsaæði, af lengi niðurbældri geðshræringu. "Georg Lennard,” hrópaði hún, “þú ásakar mig fyrir óánægju, ei- lífa óánægju. En horfSu á mig, j horfðu að eins á mig. Eg er þrjátíu j og tveggja ára gömul. Eg á sex j börn, og eftir eitt ár verS eg að j deyja. Hefir það nokkurn tíma komið í huga þinn eða nokkurs af j ykkur karjmönnum, að ef við kon- ur ættum færri börn, mundum við síður vera hugsjúkar—síður út- slíta okkur með þrældómsvinnu, og myndum þá viðhalda okkar litlu fegurð ófurlítið lengur? Heldur þú að mér þyki ekki vænt um fagra hluti, geti ekki metið næði? Og veiztu hver kendi mér þessa beisku sparnaðar aðferð, brennimerkti inn í mig þessa voða- hræðslu við ’fátæktina? Móðir mín — vesalings móðir mín, — þessi kona, sem var haldiS við svo mikið annríki, kona, sem átti sjálfselskufullan mann; hún hafði sannarlega engan tíma til að vera móðir sinna tólf barna. Eg var hið fyrsta af þeim tólf, og beiskja alls hennar lífs lenti í það að skapa sál mína. Móðir mín dó ung, svo ung, að hún skildi mér að eins eft- ir minninguna um þreytulegt von- arsnautt andlit og hræðsluna aS erfðum. "Það var grimm og sárbitur gjöf, það fullvissa eg þig um, og eignarhald mitt á þeim arfi hefir valdið þér sorgar. En, Georg Lennard, þessi sama móðir gaf mér aðra dýrmæta gjöf; það var drottinhollusta og trygð. Trygð við sannleikann, trygð við skyld- una og trygð við ástina. Þú hafS- ir rétt til, eða fyllilega ástæðu til að hafa óbeit á mér, fyrir mitt þó aumkunarverSa hugleysi — en hvernig vogaðir þú að gleyma mínum beztu hliðuml “En—ó, jæja", og María brosti alt í einu og talaði aftur viðkvæmt og blítt við manninn, sem sat þarna sundukraminn fyrir framan hana. "Ó, gott og vel—látum það koma. Hvað sem kemur, á- lykta eg, að það verði alt rétt og gott fyrir mig. Og eg lofa þér sannarlega, kæri — að eftir ár frá deginum í dag, skalt þú vera frjáls — algjörlega frjáls.” Hún strauk viðkvæmri hendi rétt í augnablik yfir hans niður- lúta höfuð, og fór svo frá honum. * * * Þetta ár var hið undraverðasta ár, sem húsfrú María Lennard hafði lifað. Hún tók við öllum þeim peningum, sem Georg gaf henni og bað oft um meira. Hún bara hló og hvíldist og horfði á krónur rósanna og í fyrsta sinni gaf sér tíma til að horfa á leiki barnanna. Hún fékk sér kennara til aS kenna sér að leika á slag- hörpuna og var ifrið kát, þegar hún fann aS hún gat leikið söng barnanna á hljóðfærið. Vegna frelsisins. TIL YÐAR, er hafið til Canada leitað eftir atvinnu og heimili, kemur nú tækifæri til að sýna, í verkinu, hversu mikið þér metið þetta, yðar fósturland. Canada er í stríði — hjálpandi til að reka til baka villimenn þá, sem komu frá Þýzkalandi og ætluðu sér að verða drotnar heimsins og þrælka íbúa hans. Peningar eru nauðsýnlegir til þess að kaupa fyrir fæði, fatnað, byssur og skotfæri handa hermönnum Canada, svo þá megi ekkert bresta til að geta unnið algerðan sigur yfir óvinunum, sem nú eru allareiðu hálf-sigraðir. Yðar peningar, borgaðir fyrir Victory Bonds, bætast við þær stórkostlegu upphæðir, sem brúkaðar eru til að borga fyrir alt það, er hermennirnir þurfa að hafa. Þér eruð ekki beðnir að gefa eitt cent—stjórnin tekur við pen- ingum yðar að eins sem láni. Og hálfs-árslega borgar stjórnin yður rentur — góðar prócent- ur — á þeim peningum, er yður veitist nú tækifæri til að lána henni. Og á gjalddaga borgar stjórnin yður að fullu alt það fé, er þér hafið lánað henni. Þetta er því tækifæri fyrir yður til að sýna vilja yðar til aðstoð- ar, þótt þér getið ekki barist á vígvelli fyrir Canada, sýna að þér séuð viljugir að leggja eitthvað í sölurnar fyrir það eina, sem stríðandi eða lifandi er fyrir — Frelsið. Kaupið því Victory Bonds — sparið peninga til að kaupa fleiri Victory Bonds — etið minna, kaupið minna af fatnaði, hættið við sumar skemtanir yðar — og látið hvert cent, er þér getið sparað, í Victory Bonds. Til að sanna, að þér hafið trú á Canada — Til að sanna, að þér viljið leggja eitthvað í sölurnar fyrir það frelsi, sem þér njótið í Canada. Issued by Canada’s Victory Loan Committee in co-operation with the Minister ot Finance of the Dominion of Canada. Og nú klæddi hún sig ekki í dauflitaða ódýra klæðnaði. “Á morgun máske dey eg,” söng hún, þegar hún opnaði stóreflis vöru- kassa, sem hún hafði pantað frá borginni. “Ó, María, hvað það er skemti- legt að sauma fyrir þig,” sagði smávaxna saumakonan inni borg- inni við hana. “Og þú klæðist líka svo vel.” “Eg verð að gjöra það. Eg er að klæða mig fyrir ömmu mína og móður, og uð vet fyrir hvað margar dauðar sálir,” svaraði María smávöxnu konunni, sem á- leit, að María væri hreinasta ráðgáta. Fyrir Georg voru dagarnir eins og nætur-martraðar draumur, með svörtum útþöndum köflum svefns og vöku. Það fyrsta, sem hann framkvæmdi, eftir hina umgetnu voðanótt, var að fara til gamla læknisins. Læknir þessi hafði verið hreinn og beinn við Maríu, en um leið innilegur. En hann var bæði hranalegur og ómannúð- legur við Georg. “Já—ár. Auðvitað—æfinlega möguleiki, ef hún vildi vera róleg og gjöra ekkert. En hún er ein af konum þeim, sem ekki getur verið kyr, eða setið auðum höndum. Hvar varst þú, þegar síðasta barn- ið fæddist? Hví var ekki betur um hana hugsað? Og hví léztu hana fara á flakk? Hvers vegría léztu hana ekki koma fyr til mín? Henni að kenna—henni að kenna. Engin kona, sem er nokkurs virði, gáir að sjálfri sér. Hún veit ekki hvernig á að fara að því. Mundi ekki gjöra það, þó hún vissi það. Hvílíkt flón ertu, að vita þetta ekki? Vertu sæll.” konu, sem var skynsöm, sístarf- andi; konu, sem hafði fyrir löngu gleymt, hvernig ætti að setja upp ólundarsvip og hverrar hugmyndir um ást voru öðruvísi. Georg var hissa á ólundarsvip ástúðlegu stúlkunnar. Eftir nokkurn tíma varð hann þreyttur á því að horfa á hann. Og smátt og smátt fór hann að skoða stúlkuna með öðr- um augum. I fyrsta sinni fór hann að hugsa um hana á heimili, með börnum hangandi í hennar fína klæðnaði. Georg fyltist' efa og löngun eftir friði og einveru náði haldi á honum. Hann fór að verða seinn að mæta henni á tilteknum tíma og var stúlkan þá ekki einungis með fýlusvip, heldur rigsaði svo að kembdi aftur af henni; ekki eins og kona, sem hafði orðið fyrir rangindum, heldur eins og krakki, sem búið væri að spilla með of- miklu dálæti. Georg datt í hug andlitið á Maríu framan af árun- um, sem æfinlega var svo ánægju legt, jafnvel þó hann væri sjálfur leiðindafullur. Og hann var hvata- maður að þeirra næstu fyrirtekt. Hún kom aldrei. Og hann lét fremur reka á reiðanum, heldur en hitt; svaraði stundum bréfum hennar, en stundum lét hann það misfarast, af ásettu ráði. Og heimilið fór að verða svodd- an ánægju og huggunarstaður um þessar mundir. María var nú slík fíninda kona og svo elskuverð og hugljúf og fram úr skarandi móðir. Hann sat oft í sérstöku horni með fréttablaðið sitt, og horfði meira á hana út undan því, heldur en hvað hann las í blaðinu. Stundum var unaðsblærinn á andliti hennar, þegar hún brosti að yngsta barn- inu, orsök þess, að hann fékk sting fyrir hjartað og meðaumkvun — meðaumkvun með henni eða sjálf- um sér, hann vissi ekki hvort held- ur var. Hann var farinn að kenna í brjósti um sjálfan sig. Fallega stúlkan, það sá hann nú, var að- eins skemt barn, sem í iðjuleysi og af eyðslusemisnáttúru hafði þó í sakleysi sínu og af meðaumkvun látið honum í té sína óþroskuðu ást. Hennar meðskapaða fegurð og blíða og hans eigin velsæmi, hafði verndað barnið frá mann- orðsmeiðsli. Hann var lánsamur, að hún var að eins barn, en ekki hyggin og slungin veraldar kona. Hann ætlaði að sleppa henni í kyrð og vinsemd að lyktum. Hann framkvæmdi þann ásetning gæti- lega og gjörði það svo vel, að sá j dagur kom ,að hún henti sér út úr ; bifreiðinni án þess að segja svo ! mikið sem vertu sæll. En í því flaustri skildi hún eftir kápuna sína í a'ftursætinu og hann komst í svo mikla gleði-geðshræringu yfir því, að vera laus við hana, að hann ók bifreiðinni andvaralaust beint heim í húsið, sem hann geymdi hana í á bak við íbúðarhúsið sitt, án þess að taka eftir kápunni. (Nðurl. næst.) Svo að Georg fór til baka til lagsstúlku sinnar sér til huggunar, og sagði sjálfum sér, aS það væri von og möguleiki — jafnvel þessi hræðilegi gamli grimdarseggur hefði kannast við það. Stúlkan vaí eins ástúðleg og sæt og nokkurn tíma áður. En Georg var svo sokkinn niður í áhyggjur um þess- j ar mundir og ekki æfinlega vel unplífgandi félagi. Fór þá stúlkan j r\8 verða kenjafull. Það er eitt af “inkaréttindum ástarinnar. En Georg hafði verið giftur í tólf ár, NÝTT STEINOLÍU UÓS FRfTP BETRA EN RAFNIAGN EÐA GASOLÍN OLIA 1 111 * 1 * Hér er tækifæri at5 fá hinn makalausa Aladdin Coal Oil Mantle lampa FRITT. Skrifit5 fljótt eftir upplýsingum. I>etta tilbotS vert5ur aftilrkallatS strax og vér fáum umbotSsmann til at5 annast söl- una í þínu hératSi. t>at5 þarf ekki annat5 en sýna fólki þennan Aladdin lampa, þá vill þat5 eignast hann. Vér gefum yt5ur einn frltt fyrir at5 sýna hann. Kostar ytSur lítinn tíma og enga peninga. Kostar ekkert at5 reyna hann. BRENNUR 70 KL.ST. MEÐ EINU GALLONI af vanalegri steinoliu; enginn reykur, lykt né há- vafSi, einfaldur, þarf ekki a« pumpast, engin hætta á sprengingu. Tilraunir stjórnarinnar og þrjátíu og fimm helztu háskóla sanna aó Aladdin gefur JrrtMvar MÍnniim melra IJóm, en beztu hólk-kveiks- lampar. Vnnn Gull Medaltu á Panama sýning- unni. Yfir þrjár miljónir manna nota nú þessa undra lampa; hvít og skær ljós, næ»t daígsljósi. Abyrgstir. Minnist þess, aS þér getiti fengió lampa án þeMM n« bnrgn etlt einnMta cent. Flutningsglaldtó Vér nslrnm n n n - - ‘ SpyrjitS um vort fría 10- OSKUmaOta er fyrlr fram borgaó af ou.HpVi daga tilboS, um þaS hvernig þér getiS fengiS einn af þessum nýju og ágætu steinolíu lömpum ókeyptn. — MANTLE LAMP COMPANY, 30« Alnildln Bnlldlng Stærsta Stetnoliu Lampa VerkstæSi í Heimi UMBOÐSMENN WINNIPEG

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.