Heimskringla - 07.11.1918, Síða 4

Heimskringla - 07.11.1918, Síða 4
4. BLAÐSIÐA HEIMSKRinGLA WINNIPEG, 7. NOV. 1918 HEIMSKHINGLA (Stofnu« 1KK6) Kemur út á hverjum Fimtudegi. tttgefendur og eigrendur: THE VIKiNG PRESS, LTD. Ver?i blaTJsins i Canada og BandaríkJ- unum $2.00 um árib (fyrirfram borgab). Pent tll Islands $2.00 (fyrirfram borgab). Allar borganir sendist rábrsmanni blatSs- ins. Póst eba banka ávísanir stilist til The Viking Press, l*td. O. T- Johnson, ritstjóri S. D. B. Stephanson, ráSsmaður Skrlfstofa: 720 SHERBROOKE STREET, WINNIPEG P.O. Box ýl71 TalHfml Garry 4110 WINNIPEG, MANITOBA, 7. NÓV. 1918 Stríðslok að nálgast Heimsstyrjöldin mikla hefir nú staðið yfir í rúm fjögur ár. Á þessu tímabili hefir al- heimurinn verið vafinn svörtum skugga sorgar og eyðileggingar. Allar þjóðir orðið fyrir þessu meir og minna, en stríðsþjóðirnar þó mest. Frá því styrjöldin fyrst skall á, hefir sorgin skipað öndvegi í stríðslöndunum, og þjóðir þessara landa frá þeim tíma verið flak- andi í sárum. Engin önnur styrjöld veraldar hefir lagt jafnmarga hrausta drengi að velli eða orsakað jafn stórkostlega eyðileggingu og skaða af öllu tagi. En nú er ögn tekið að rofa í lofti og komi ekkert óvænt fyrir, virðast fylstu líkur til að stríðið sé þá og þegar á enda. Tyrkir eru nú gengnir úr leik og þegar þetta er skrifað eru herstjórnir Austurríkis og ftalíu í undirbún- ingi að semja um vopnahlé. Þannig eru samherjar Þjóðverja að detta úr sögunni og og vart munu þeir síðarnefndu lengi fá stað- ist einir gegn því ofurefli, sem nú berst á móti þeim. Máttarstoðir einveldisins þýzka virðast nú óðum að hrynja og augu þjóðar- innar að opnast fyrir þeim ægilegu ógöngum, er valdhafar hennar hafa ?teypt henni út í. Úr þessu ætti henni að fara að verða skiljanlegt hverjir voru höfundar þessa hryllilega stríðs, þessa skelfilega blóðbaðs og allra þeirra hörmunga, er því hafa verið samfara, og fara að sjá að þetta voru hennar eigin metnaðar- tryltu og blóðþyrstu einveldisstjórar. Hætt er þá við, að vinsældum keisarans þýzka og fylgifiska hans sé lokið og þeim úr því ómögulegt að halda stríðinu áfram, hve fegnir sem vildu. Við sigur bandamanna, sem nú færist óðum nær, rennur upp mannkynssögunnar mesti gleðidagur. Þessar þjóðir, er svo ötullega hafa barist fyrir málstað lýðfrelsis, hafa þá náð augnamiði sínu. Einveldis drotnum þeim, sem svo lengi hafa þrumað yfir stórum hluta Evrópu, verður þá vonandi bylt frá völdum, eða að minsta kosti valdahringur þeirra svo takmarkaður, að hér eftir megni þeir ekki að steypa alheimi í stórstyrjöld, er þeim sýn- ist svo við hofa. Lýðfrelsið hefir þá unnið frægan sigur og þær þjóðir, sem fórnað hafa fylstu kröftum sínum í þágu þess, hafa þá um leið skráð nöfn sín gullnum stöfum á spjöld sögunnar. • Á öðrum stað í blaðinu birtist niðurlag ræðu þeirrar, er Col. Frank Edwards, brezkur herforingi, flutti á bankastjóra fundi í Minne- apolis í sumar sem leið. Er ræða sú hin eft- irtektaverðasta, þar hún styðst við svo góðar heimildir og flutt af manni svo nákunnugum öllum afleiðingum stríðsins, hvað þjóð hans snertir. Dregur hann upp skýra mynd af þátttöku Englendinga í stríðinu frá því fyrsta og segir í átakanlegum orðum frá þeirri miklu fórn, sem þjóð sú hefir lagt á altarið í þágu þess málstaðar, er hún skoðar réttan og göf- ugan. Lítt viðbúin til stríðs á landi snerist brezka þjóðin undir eins í lið með hinni að- þrengdu þjóð í Belgíu, sem saklaus af öllum tildrögum stríðsins var að reyna að verja land sitt gegn hinum æðistryltu herskörum Þýzka- lands. Og þó margir þýzksinnaðir einfeldn- ingar, bæði hér í landi og annars staðar, hafi reynt að gera lítið úr þessari liðveizlu, á hlut- taka Englendinga í stríðinu þó vafalaust stærsta þáttinn í að Þjóðverjar eru nú í þann veginn á kné komnir. Það er sjóflotinn brezki, sem mest hefir bægt óvinaþjóðunum frá sigl- ingum um höfin og þannig útlokað þær frá umheiminum. Á sjó voru Bertar vel við bún- ir og hafa þar líka haft í öllum höndum við óvinina. En sökum óviðbúnaðar á landi, hef- ir stríðið orðið þeim afar kostbært og útheimt að þeir legðu fylstu krafta í sölurnar og hik- uðu ekki við neina fórn. Þar hefir hinn eld- Jegi áhugi og dæmafáa hugprýði brezkra karla og kvenna komið í ljós og þjóðin brezka um Ieið getið sér þann orðstír, sem aldrei firnist. Og þegar núverandi styrjöld er lokið og til þess kemur að kippa í lag því, sem aflaga hef- ir farið, og efla til nýrrar þroskunar og fram- fara, þá mun brezka þjóðin vart reynast eftir- bátur neinna annara þjóða. Þann ötulleik og það ósigrandi viljaþrek, er hún hefir sýnt í stríðinu, mun hún óefað halda áfram að sýna þá því linnir — þó verkefnin verði þá alt önn- ur. Hjá öðrum þjóðum mun koma í ljós það sama; þær þjóðir, sem vel og drengilega hafa barist fyrir málstað Iýðfrelsis og mannrétt- inda, munu engu síður leggja fram krafta sína í þágu þess góða, þegar stríðinu er lokið. Og það sama má segja um einstaklingana. Þeir einstaklingar, karlar eða konur, sem lagt hafa fram alla krafta sína í stríðinu og verið fúsir að fórna öllu fyrir land sitt, munu óefað reynast atkvæðamestir, þegar til framkvæmda kemur að ófriðnum Ioknum. Hjá þeim mun koma í ljós mestur áhugi fyrir öllum velferð- armáium lands og þjóðar — og koma í Ijós í verkinu. Það verða ekki þeir, sem staðið hafa æp- andi frammi fyrir fólkinu og stofnandi til óá- nægju þess, er mest láta til sín taka að stríð- inu loknu. Slíkir menn sitja aldrei við stjórn- völlinn, er á reynir atorku og dugandi fram- takssemi. Enda væri þjóðin illa stödd undir forystu þeirra manna, sem eru sígalandi og sí- æsandi aðra, en eru sjálfir gersnauðir af allri sannri manndáð og fljótastir allra að draga sig í hlé, ef stórir örðugleikar eða lífshætta er á ferðum. Það verða ekki æsingamenn, liðieskjur og heiglar, sem dugmestir og gagnlegastir reyn- ast, þegar stríðinu lýkur — heldur þeir, sem með dug og dáð hafa í baráttunni staðið, leggjandi fram alla krafta sína unz sigur var fenginn. 4--------------------------------------- Sjálfsagðar breytingar Til eru þeir, sem halda, að undir eins og stríðinu er lokið, muni alt hér í Canada tafar- laust leita í sama horf og áður og engra eða lítilla breytinga sé að vænta frá því, sem var áður en hin mikla styrjöld hófst. Virðist svo, sem afturhalds andinn sé svo ríkur í eðli þeirra einstaklinga, sem slíka skoðun hafa, að þeir geti engan veginn trúað að breyting- ar í umbóta áttina geti átt sér stað hér í Can- ada. Eitt íslenzka blaðið hér, er stofnað var sem frjálst og óháð “málgagn” fólksins, hefir hátíðlega lýst yfir því, að það fylgi vissri flokksstefnu — að sjálfsögðu í þeirri von og vissu, að slík stefna verði að lokum viðtekin af meiri hluta Canada þjóðarinnar. Ritstjóri þess blaðs virðist fasttrúaður á, að eftir stríð- ið rakni gömlu pólitisku flokkarnir úr rotinu til þess að endumýja þá baráttu, er þeir urðu að leggja niður um tíma stríðsins vegna. Bar- átta þessi verði hafin í annað sinn með fullum krafti og öllum þeim vopnum, er áður tíðkuð- ust. Han ner vantrúaður á að nokkrar breyt- ingar verði og virðist gleðjast af þeirri lilhugs- una. að þá gefist honum tækifæri að beita fylstu kröftum flokki sínum til styrktar! Er engu líkara en það sé hjartan sannfæring hans, að sérhver þroskun og framför þessa lands byggist á flokkaskiftingu og stéttaríg. Þessi íslenzki ritstjóri er ekki sá eini hér í landi, sem slíku heldur fram; margir aðrir eru á svipaðri skoðun. Sökum megnrar óá- nægju yfir ýmsum þröngkosti stríðinu sam*- fara hafa ekki svo fáir látið heillast af marg- víslegum glymjanda æsingarmanna og stjórn- leysingja, sem hér í landi aldrei hafa fengið áheyrn áður. Hefir þetta orðið til þess, að blása að neistum tortrygninnar hjá mörgum og vilt þeim meir og minna sýn í bili. Sem betur fer vanr slíkt eigi lengi. Að stríð- inu loknu mun núverandi óánægju linna og allir, eða flestir munu þá fara að átta sig bet- ur á öllu og fara að geta litið hlutina réttum augum. Þá verður farið að sinna kappsam- lega og af alefli ýmsum framfara og þjóð- þrifa málum, sem beðið hafa hnekkir sökum stríðsins, og öll áherzla þá lögð á sem mest- ar og öflugastar framkvæmdir málum þessum til styrktar. En þegar til framkvæmdanna kemur munu draumóra postular og æsinga- hetjur fljótt birtast í sinni réttu mynd og áhrif þeirra úr því fara þverrandi. Slíkum mönn- um er sjaldan mikið um það gefið, að strita í hita og þunga dagsins eða leggja á sig nokk- urt erfiði. Sem ræðumenn fást þeir aldrei til að brjóta nokkurt mál til mergjar og leitast heldur við að hafa áhrif á tilfinningar fólks með léttvægu glamri og hávaða—sem rit- stjórar forðast þeir vanalega alt, sem út- heimtir vandvirkni og fyrirhöfn, og láta nægja að vaða sem mest elginn frá eigin brjósti. Sízt er því að undra, þótt þeir hafi lítil áhrif á starfstímum, þegar margvíslegum fram- kvæmdum er hrint af stokkum, sem ómögu- legar eru þá þjóðirnar standa í stríði, og að slíku unnið með ötulleik og dugnaði. Eftir stríðið munu vafalaust eiga sér stað stórkostlegar breytingar í Canada, engu síður en öðrum löndum. Hér eftir fara verkamenn og bændur meir að láta til sín taka en áður og atkvæði þjóðarinnar um leið að hafa meiri þýðingu en í liðinni tíð. Við aukna framtaks- semi bænda og verkamanna hættir auðvaldið að geta ráðið lögum og lofum í löndunum og úr því fer auðurmn að skiftast jafnara niður. Til þess að slíkt geti gerst hér í landi, þarf ekki að blása að neinum stéttaríg né hrinda af stað uppreistum. Undir stjórnarskipulagi þessa lands eru öll völdin í þjóðarinnar hönd- um, kunni hún að eins að nota atkvæði sín réttilega. Framtíð Canada er algerlega undir þjóð- inni sjálfri komin. - - - - - - ~ - ——-—— Hjálþarþörf annara þjóða Þó stríðið hætti, verður allur sparnaður að ‘ halda áfram og öll framleiðsla að vera stund- uð með fylsta kappi og áhuga. Nú er hart í ári um heim allan og hallæri víða yfirvofandi. Fil þess að geta komið öðrum þjóðum. til hjálpar, verður Canadaþjóðin að halda áfram að neita sér um margt og að viðhafa allan sparnað. Um þetta kemst eitt enska blaðið hér nýlega þannig að orði: “Það verður ekki hægt að slaka neitt á matvöru sparnaðar reglugjörðunum, jafnvel þó friður komist á bráðlega. Matvöruskortur á sér nú stað um heim allan. Fyrirliggjandi matarbirgðir eru ekki til og tvö eða þrjú ár hljóta að líða áður unt verður að framleiða nóg til þess að sumir partar veraldar færist úr nærveru við hallæri og hungurdauða. Með því að stunduð sé framleiðsla hér af alefli og viðhafður allur sparnaður, getur Canada kom- ið þurfandi þjóðum heims lil hjálpar og sömu- leiðis stuðlað að eigin velferð. Með öflugri framleiðslu og áframhaldandi sparnaði getum vér stofnað til allrar velmegunar í landinu og aðstoðað við að greiða skuldina, sem fallið hefir á ríki vort á hinu langa stríðstímabili. Þar miljónir íbúa á hinum herteknu svæð- um Belgíu og Frakklands verða enn að draga fram lífið á matvöru skömtum, er hallæri ganga næst. Eins fljótt og auðið er ætti að binda enda á slíkar hörmungar. Þjóðir þess- ar hafa þjáðst nóg alla reiðu. Séum vér dreng- lynd og góðhjörtuð, mun oss umhugað að þjóðir Englands, Frakklands og Italíu — er svo mikið hafa orðið að líða — eigi sem fyrst völ á meiri matarbirgðum, en átt hefir sér stað síðast liðin tvö ár. En stríðsþjóðirnar eru ekki þær einu, sem skorturinn hefir þrengt að, því slíkt hefir engu síður átt sér stað með margar hlutlausar þjóð- ir Evrópu og eins rússnesku þjóðina. Vér les- um í blöðunum að margar þúsundir Rússa hrynji niður daglega af matarskorti. Vér fá- um ekki hjálpað Rússum nú, en getum það undir eins og stríðinu linnir. Þegar stríðinu lýkur, verður hægt að færa til afnota stórar hveitikorns birgðir í Astralíu og sykurbirgðir í Java. Til birgða þessara hefir ekki náðst sökum skipaskorts. Eftir stríðið verður hægt að flytja þær til Evrópu, en ekki munu þær þó reynast þar fullnægj- andi. Skylda vor er því augljós. Hvort sem stríðið endar bráðlega eða ekki, verðum vér að leggja stund á allan matvörusparnað af ítrustu kröftum.” » - ■—--------------------— ----------•+ Vetrarsmíðar Stephans (Sjá "VetrarsmíSar” í Andvökum.) Hristist storðin stór viS orS, Stephan þorSi mynda, þegar' forSum bar á borS 'bögur norSanvinda. En því stranga stríSi lauk storS um langa’ og hauSur; berserksgangi’ í beykis hnauk breytti fanga snauSur. DODD’S NÝRNA PILLUR, góSai lyrir allskonar nýrnaveiki. Lteknc gigt, bakverk og sykurveiki. Dodd’í Kidmey Pills, 60c. askjan, sex ösk} ur fyrir $2.50, hjá öllum lyfsölun) eða frá Dodd’s Medicine Oo., Ltd. Toronto, Ont. Fréttabréf frá Frakklandi. (Niöurl. frá síðasta bliaði) Á Frakklandi, 2 3. september 1918. Mr. S. D. B. Stephanson, Kæri herra:— Þegar menn höfSu þvegiS sér úr fersku lækjarvatninu, matast og hvílst, IögSu þeir af staS aftur, lengra burt frá vígvellinum, þang- aS sem .afleiSingar orustunnar voru ekki sýnilegar í ríki náttúr- unnar. Á sumum þessum her- stöSvum eru stór tjöld eSa skálar, sem notaSir eru til hreyfimynda- sýninga og ýmsra skemtana til aS hressa og gleSja andann. Hverri stórdeild (division) tilheyrir leik- flokkur, sem saman stendur af yf- ir þrjátíu æfSum leikurum, söng- mönnum eSa öSrum, sem listfeng- ir eru aS skemta mönnum. Alt eru þaS hermenn, sem hafa aS eins þann starfa á hendi, aS ferSast um og skemta hermönnum. 1 sam- bandi viS hvern leikflokk er streng-hljóSfæra flokkur (orch- estra), sem saman stendur af þrjá- tíu mönnum. ÞaS er því mikiS af afbragSs söng og hljóSfæraslætti á samkomum þessara flokka, því menn viSurkenna gildi söngsins til aS halda andanum vakandi og starfandi í rétta átt. “Þar sig gróS-“ urskúrir söngsins sitra, síSast and- inn marki sínu gleymir,’’ segir eitt skáldiS. Menn munu spyrja, hvemig aS leikflokkur, sem aS eins saman- stendur af karlmönnum, geti sýnt leik. ÞaS er nú galdri líkast, því margir af áhorfendum myndu al- búnir aS sverja, aS stúlkur væru á leiksviSinu. Piltar, sem hafa vel æfSa og mjúka rödd, koma fram íklæddir dýrindis kvenbúningum, hvítu dufti og roSa, meS nýjasta sniSi frá Parísarborg. Jafnvel söngur þeirra er listilega af hendi leystur. Á þessum stöSvum bak viS víg- stöSvarnar er oft efnt til leikmóta og er þaS hressandi og skemtandi. SömuleiSis hefir Y.M.C.A., sem er ‘alstaSar nálægt” á herstöSvunum, bókasafn til útláns meSal her- manna. Enda þótt bækurnar séu fremur ómerkilegar, þá er aS eins þessi grein af starfi Y.M.C.A. ó-j metanleg. Enn fremur hefir fé- lagiS staS meS borSum, bekkjum og ritföngum, þar sem mönnum gefst kostur á aS skrifa heim, og selur ýmislegt smávegis til þæg- inda og smekkbætis meS sann- gjörnu verSi. Nokkra gamla og góSa kunn- ingja mína hitti eg á orustusvæS- inu. Þar á meSal þrjá Islendinga. ÞaS var einn morgun, aS eg kom ásamt öSrum úr björgunardeild aS ofur litlum gilfarvegi. Þar var "Regimental Aid Post’’ vissrar deildar. Þar veitti eg eftirtekt manni, sem var önnum kafinn aS binda um sár manna úr sinni deild. Hann var í snjáSum fötum meS "military medal” borSa á brjóst- inu. ViS annaS tillit sá eg, aS þetta var Eggert Árnason, bróSir GuSmundar prests Árnasonar. Hinir Islendingarnir, sem eg hitti, voru: Jón Bjarnason, sem er f björgunardeild, og SigurSur Ei- ríksson frændi minn, sem eg hafSi ekki séS síSan í Lundúnaborg skömmu áSur en hann lagSi af staS til Frakklands fyrir tveim árum. Þessir piltar litu allir hraustlega út. TíSin hefir veriS góS hér á Frakklandi í sumar, svona yfir- leitt. VirSist mér hér langviSra- samt. Fram eftir sumrinu voru litlar rigningar. Svo komu vætu- samur kafli um nokkrar vikur fram aS 7. ágúst. Voru þaS mestmegnis skúrir, meS glaSa sólskini á milli, eins og oft er á Frakklandi. Frá 7. ágúst til 26. sama mánaSar kom ekki dropi úr lofti, og var þaS mesta mildi, því þá voru margir særSir á vígvellinum. SíSan hefir veriS fremur rigningasamt, en sér- staklega síSast liSnar tvær vikur. Kunnugir menn segja, aS innan skamms megi búast viS löngum þurrum kafla. AS endíngu biS eg Heimskringlu aS færa kveSju mína kunningjum mínum, sem eg er of latur til aS senda línu. MeS beztu óskum, Þinn einlægur, (Pte.) H. F. Danielsson. No. 523737, 14th Can. Field Amb., B.E.F., France. -------o------ Enn er þörf fyrir peninga ySar. — Kaupið Victory Bonds. SKÝRSLA um Betel-samkomur á Kyrrahafsströnd og aö Markerville, Alta. Herra ritstjóri:— Snorn rna í vor unintist eg á ]>að við kunningja einn, að mig lanigaði til að skreppa vestur að hafi, til þess að gefa löndum Okkar ]>ar tækifærí á að styrkja gamalmenna heimilið Betel á saima hátt og íslendingar í öðrum bygðarlögum hefðu gert, nJ. í gegn um Betile-saimkomur. En kunningi þessi dró iieklur úr áformi mínu. Bann ihélt að ferðin mundi ekki borga sig, að landar okkar þar vestra væru ibæði fátækir og fáir, og að flestir af þeim vildu holzt komast austur aftur, ef þeir bara gætu. eftir þetta hætti eg alveg að minn- ast á vesturför, en hugsaði með sj<álí- um mér að eg skyldi þó reyna og treysta á landann. Og nú bið eg þenna kunningja minn og alla aðra, sem ihugsa í samræmi við hann, að lesa níkvæiyl. éftirfarandi skýrslu, og fræðast svo um, að landar okkar vestur á KyrraJhafsströnd eru hvortri fátækir né ifáir, og heldur ekki smáir. Og líka það, að af öllum þeim, sem eg talaði við á ferð þessari, sem voru margir, hitti eg að eins eina fjöl- skyldu, sem langaði til að að hverfa austur aftur. Flestallir aftóku þa# alveg, jafnveJ þó þeim vær gefinn eignarrétt á Manitoba og fría ferð. Auðvitað varð eg ekki var við néina stórauðuga menn,—ekki svo auðuga, / . IlVAÐ HUNDRAÐ DOLLARA n “VICTORY B0ND” GERIR: Borgar 80 hermönnum eins dags laun, eða Fæðir smásveit fótgönguliðs í 44 daga, eöa þatS Kaupir 400 pund af osti, eöa 6 “incendiary” loftbáta, eöa 2,000 lækna nálar, eða 100 pör af hermannasokkum, eSa 26 pund af svefnlyfi, eða 145 poka til að hafa í heitt vat*. Saman baga barin var, bylja lag aS taka; vetrar hagleik hossar þar, iheflar, sagar klaka. Nú ei kosti einnars á, elli lostinn þunga, vits meS rosta Voröld hjá velkjast frosts í drunga. Heims á meSan harmur rís, hörku kveður málin; er ei geSið grimt sem ís, gödduð og freðin sálin? Gaddi og byl svo gerir skil, grimdar þylur ljóðin — sálaryl þar á ei til, öll það skilur þjóSin. En þótt hríSum Kjálpi til hörku smíSa langa, munu lýSir lönguþil létt á skíSum ganga. O. T. J. Til kaupenda Heimskringlu: HAUSTIÐ er uppskerutími blaSsins, — undir kaupendunnm er þaí komiS, hvernig “út- koman” verðiir. Viljum vér því biðja alla þá, er skulda blaðmu og ekki hafa allareiðu borgað til vor eða innheimtumanna vorra, að muna nú eftir oss á þessu hausti. Sérstaklega viljum vér biðja þá, sem skulda oss fyrir fleiri ár, að Iáta nú ekki bregðast að minka þær sknldir. Oss munar um, þótt lítið komi frá hverjum, því “safnast þegar saman kemnr.” — Munið það, vinir, að Heimskringla þarf peninga sinna viðy og látið ekki dragast að greiða áskriftargjöld yðar. S, D. B. STEPHANSON, Ráðsmaður.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.