Heimskringla - 26.12.1918, Page 4

Heimskringla - 26.12.1918, Page 4
4. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 26. DES. 1918 WINNIPEG, MANITOBA, 26. DES. 1918 Pólitískar breytingar. Til eru þeir menn, sem ekki virðast sjá sótina fyrir einhverjum sérstökum pólitiskum flokki, er t>eir tilheyra. Miða þeir alt við flokk þann og í augum þeirra er ekkert ti! gott eða nýtilegt utan það eigi upptök sín innan vébanda hans. Leiðtoga þess flokks tilbiðja þeir sem guð og eru fúsir að fórna öttu stefnu hans til stuðnings — jafnvel sá og sannfæringu. * Hve þetta flokks ofstæki sumra manna er h’fseigt, sézt bezt á því, að það hefir lifað í gegn um öll áföll stríðsins — hér í Canada að minsta kosti. Alt í gegn um styrjöldina þróaðist það og dafnaði, jafnvel þegar út- litið var sem allra ægilegast. Hættur orustu- slóðanna voru ekki nógu stórkostlegar til þess að slá því skelk í bringu og því síður til þess að geta ráðið því bana. Og nú að stríðinu toknu, er það enn bráðlifandi og í undirbún- ingi að láta röggsamlega til sín taka. En skyldu ekki margir, stór fjöldi hugs- andi og réttsýnna einstaklinga, vantrúaðir á að æst, óstöðvandi flokksofstæki geti verið aokkru góðu málefni til liðs, eða að það (flokksofstækið) sé samræmanlegt nokkurri framför og þroskun? Óefað svarar reynsla tiðna tímans spurningu þessari játandi. Þeg- ar þjóð þessa lands var í sem mestum raunum stödd á nýafstöðnum ófriðartímum og her hennar í hættu að hljóta ekki nægilegan lið- styrk hér heiman frá, þá komu hér til sög- unnar þeir menn, sem viljugir voru að leggja tíl hliðar alt flokksfytgi á meðan á hörmung- um þessum stæði, svo þjóðin fengi sem bezt unnið með óskiftum kröftum í þágu þess góða og göfuga málefnis, er hún væri að berjast fyrir. Þannig létu þjóðhollir Canada borgarar hag lands síns og þjóðarinnar sem heildar sitja í fyrirrúmi, létu flokksmálin og önnur heimamál, er ágreiningi kynnu að valda, rýma 'úr sessi fyrir þjóðarinnar mesta al- vörumáli—þátttökunni í stríðinu. Um árang- urinn er öllum kunnugt og því óþarfi að fara um þetta mörgum orðum að sinni. Núver- andi bandalagsstjóm, þó margt megi henni til foráttu finna, hefir að dómi allra óhlut- drægra manna staðið vel fyrir stríðsmálum þjóðarinnar og um hana verður því ekki sagt að hún hafi brugðist aðal-ætlunarverki sínu. Undir herskyldulögunum voru kallaðar fram rúmar 80,000 manna og hið mannmarga Quebec fylki, sem svo mjög hafði dregið sig í hlé áður, varð nú að leggja fram fylsta skerf. Slík breyting var til hins betra og Can- adaherinn nú í minni hættu að hljóta ekki ■ægilegan liðstyrk. Aðal markmiðinu hefir þrví verið náð, þó margt annað hafi gengið hreglega og í handaskolum. Núverandi sambandsstjórn er ekki alfull- komin fremur en aðrar mannlegar stjórnir, en framkvæmdir hennar í sambandi við aðal- verkið, er henni var falið, hafa þó verið hin- ar viðunanlegustu. Stríðsmálum þjóðarinn- ar hefir verið þannig stjórnað, að, eins og nú er komið, má þjóðin sannrlega vera stolt af Uuttöku sinni í þessu mikla stríði lýðfrjálsra landa gegn einveldi og hervalds-kúgun. Her- menn hennar hafa getið sér hinn bezta orð- stír og að kunnugra manna sögn hafa engir bermenn bandaþjóðanna verið betur útbúnir að vopnum, vistum og öðru, sem til þurfti. Fyrir þetta er þjóðin í þakklætisskuld við náverandi stjórn og næstu stjórn á undan, er f>rátt fyrir yfirgnæfandi örðugleika sendi svo ítóran her til Frakklands og kostaði hann að öftu leyti. Laurier stjórnin gamla sendi forðum nokkr- ar þúsundir manna Bretum til aðstoðar í Búastríðinu. En ekki náði hjálpsemi þeirrar svonefndu “frjálslyndu” stjórnar lengra en það, að senda að eins mennina með þeirri til- högun, að þeir væru algerlega kostaðir af brezku stjóminni sjálfri. Með öðrum orðum, Laurier var viljugur að Ieggja fram mannslíf- in, ef Bretar legðu fram peningana. Ekki hefði þessi aðferð komið að miklum notum í hinni nýafstöðnu styrjöld og undir slíku fyrir- komulagi hefði þátttaka Canada í stríðinu ekki orðið landi og þjóð til mikils sóma. Vitanlega mun rígbundnum og óbifanleg- um Lauriers fylgjendum veita örðugt að festa sjónir á atriði sem þessu. Margir á meðal þeirra hafa eins og byrgt augu sín fyrir stríð- inu og hluttöku Canada í því.. Hafa sem minst viljað um stríðsmál ræða og stöðugt verið galandi og glamrandi um alt annað. Þeir menn gátu ómögulega séð hættu Can- ada hersins sökum hins þverrandi liðstyrks og börðust því með hnúum og hnefum gegn herskyldulögunum, sem reynsla annara þjóða hafði þó sýnt vera eina úrræðið, þegar sjálf- boðs aðferðin nægði ekki lengur. Þessi bar- átta margra hinna “frjálslyndu” gegn eina úr- ræðinu til þess hægt væri að senda hermönn- um þjóðarinnar fullnægjandi liðstyrk og aðra aðstoð, er heldur ekki gleymd — ekki einu sinni af flokksbræðrum þeirra. Eins og nú horfir, er með öllu óvíst, að sóknar-börnum Lauriers katólska verði það auðvelt, að sam- eina sig aftur þeim fyrverandi félagsbræðrum sínum, er þeir hafa titlað sem “svikara við flokk sinn” og öðnnn ónöfnum, af því þessir menn möttu meir hag landsins og þjóðarinnar sem heildar, en fylgi við einhvem sérstakan “flokk” og leiðtoga hans. Flokksdýrkendur, sem ekkert nýtilegt sjá nema í sambandi við flokk sinn og stefnu hans, eru varhugaverðir í fylsta lagi. Engir menn eru líklegri að leiða þjóðina á glapstigu en þeir. Kröfur nútímans sjá þeir ekki, eru of rígbundnir við sína gömlu stefnu til þess. Framkoma þeirra á þeim tímum er Canada- herinn var í mestri hættu sannar þetta bezt. Og þjóðin gleymir þessu ekki. Samvinna núverandi stjórnarmeðlima hefir gengið eftir öllum vonum, þegar alt er hlut- drægnislaust skoðað og allir þeir miklu örð- ugleikar er þeir áttu við að etja. Áður voru menn þessir andstæðingar í flestum málum og sýndist sitt hverjum. Öll slík ágreiningsmál voru þeir þó fúsir að leggja til hliðar, er þeir sáu að heiður og sómi þjóðarinnar væri í veði, ef hún gæti ekki haldið áfram að leggja fram alla aðstoð her sínum til styrktar, til þess að afstýra að hann yrði að uppleysast og hætta að vera til sem sérstakur hluti brezka hersins. Þessi hætta lands og þjóðar var tengitaugin, er sameinaði hina áður andstæðu flokksmenn. Reynt hefir verið að gera gys að þessari sameiningu af þeim blindu flokksfylgjendum er ófáanlegir voru að vera með. Engan stuðning hlaut bandalagsstjórnin heldur frá hálfu þýzksinnaðra manna, sem fóstraðir eru á andlega vísu við hugsjóna-uppsprettur þýzkrar menningar — í þeim hefir stjómin átt sína verstu andstæðinga. Hafa þeir við- Tiaft allar mögulegar æsingar, lygar og blekk- ingar til þess að hnekltja gengi hennar og draga úr áhrifum hennar. Svo kappsamlega hafa þeir að þessu unnið, að mestu furðu gegnir hve lítið þeim hefir orðið ágengt. Stjómin hefir staðist allar þeirra árásir og hepnast svo vel að framkvæma aðal-ætlun- arverk sitt, að allir sannir Canadamenn munu ætíð minnast hennar með hlýjum huga. Og ólíklegt mjög er, að hermennimir kunni ekki að meta það, sem gert hefir verið fyrir þá. Þessi bandalagstjórn áður andstæðra flokka hefir orðið til þess að sýna þjóðinni nýjar leiðir. Eftirleiðis mun hún gera hærri kröfur til stjórna sinna, en viðgengist heíir í liðinni tíð. Það fyrirkomulag, er leyfir sér- stök flokkshlunnindi, mun úr þessu eiga hér við ramman reip að draga. Meðvitund þjóð- arinnar er nú gleggri fyrir'þeirri bölvun, sem ætíð hefir verið þessu samfara, og verður því engan veginn eins leiðitöm og áður. Kröfur eftir afgerandi breytingum á hinu fyrra skipu- Iagi, eru þegar teknar að gera vart við sig og munu halda áfram. — Um þfctta kemst blaðið St. John Telegraph nýlega þannig að orði: “Land vort þarfnast nýrra pólitiskra breyt- inga og umbóta. Þjóðin verður að fá full- vissu fyrir því, að kosningasjóðir fyrri ára, hvar sem upptök þeirra eru, verði afnumdir. Eins verður hún að fá ábyggilega tryggingu fyrir, að ‘flokkshlunninda venjan’, er báðir flokkarnir hafa verið að atyrða í seinni tíð, sé ekki eingöngu atyrt, heldur stungið bana- þorn. Þjóðin mun nú krefjast þess, að báðir flokkamir leggi niðnr þá leiðu venju, að veita óhæfum mönnum opinberar stöður í þóknun- ar skyni fyrir ‘pólitíska’ þénustu. Þess verð- ur krafist að stjómin í Ottawa verði að stór- um mun nær fólkinu og þörfum þess, en átt hefir sér stað í liðinni tíð.---- Eigi uppleysing að verða í Ottawa, þá verða nú flokksstefnur og flokksleiðtogar nánar gagnrýndir af kjósendum yfir höfuð að tala, en til foma. Nú mun ekki nægja, að hefja flokksfánann og fyrirskipa myndun her- deilda. Hver flokkurinn sem er mun nú verða þess var, að nýjar*kröfur séu teknar að vakna hjá fylgjendum hans og vissulega er þetta góðsviti. Tími er fyllilega til þess kominn, að hætt sé að haga þannig kosningum, að reynt sé að villa fyrir kjósendum með alls kyns brögðum, hávaða og gauragangi. Heill þjóðarinnar er í veði, ef slíkum blekkingum ekki lýkur, og sá dagur færist nú óðum nær, að þeir, sem vilja vera leiðtogar eða fulltrú- ar fyrir fólksins hönd, verði að hafa hugrekki til þess að geta komið hreinlega fram, er þeir opinbera skoðanir sínar — svo fólki gef- ist kostur að dæma um rétta afstöðu þeirra.” - - - - - - Dulvegir. I. Veran. ✓ Lifandi vera — ljós af hæðum — Leið til mín, í himinklæðum. Herbergið var ekki opið: Alveg læst: Og þó kom hún; Hrein og fögur; hress á brún. Eins og vildi við mig tala: Við mig barnsins máli hjala; Fylla hug minn frið og speki, Fegurð lífs og stærð. En það fær þó eigi málað Orðum, stundleg mærð. Örg mig hafði óró gripið Yfir smáum verkahring, Leiðindum og lasti’ í kring, Kveldinu áður, sem mig særði. Svo kom þessi hulda mynd, öþekt mér, úr alheims-lind. Opnaði’ hún mér undra heima: Öðar fór mig Ijúft að dreyma. Skilning minn í lífsins lögum Leiddi fram, við nýjan stofn. En hver var þessi Ijóssins Lofn? Alt hið smáa í heimahögum Heild fékk nú og merki hrein. Leið mín farin lá nú bein. Auðséð var, að alt var vegið: Alt hið minsta samandregið. Engu gleymt. Svo ekkert týnist; Alt sé matið, smátt þó sýnist. Sjálfan mig í sæluheimi Sá ég fegri en bjóst ég við. Hug var lypt á hærra svið. Og sem við mig veran kvæði — var sem stæðu orð á þræði—: Eitt er lífsins mark og mið: Myndun eigin starfs og gæða. Leið er brött til ljóssins hæða. Veran hvarf. — Eg vaki og bið! II. Hvar áttu heima ? Öld, sem þekkir eigin veg, Hvar áttu heima? Sjálf þú ert í svörum treg Og sýnist gleyma! Jón Kjærnesteð. -------o------ Öldur og laufblöð. I. Öldur. Vatnið liggur alt í öldum, Ýfist Rán við kaldar nætur. Haustið er að fara á fætur. Frævið sumar kastar völdum. Yzt við djúpsins óra-geima Árstíðanna drift á heima. Hringrás slík í öldum alda Ein má völdum halda. Brýst úr hafsins dimma djúpi Drun og stun , sem öldur þrái, Enn að Iiggja ögn í dái.— Hverfi tök við kólgu hjúpi. \ Regin vastir rymja, ymja, Rökkrið þegar legst á hafið. Heyrið óminn, heyrið skrafið Hamra við hvar öldur glymja. Það er haustsins rasta ríma, Róma vorra tíma, Eitthvað mér í eigin barmi Öldu svipað hreyfast tekur. Harm og gleði, hugur vekur. Mér er horfinn vorsins varmi. Hika við — í húmi kafna, Hika við — en þrá, að dafna, Vonir lífá. — Þó öldur æði óma dýpri kvæði! • ^ Jón Kjærnesteð. II. Laufblöð. Lauf-blöðin fjúka og falla Föl-bleik í sumarhalla. Hrollur fer enn um alla. Örlagadísir kalla: Hel snertir hæðir fjalla. Bitur og brúnaþungur Breiðar um dalasprungur, Rastir og klettaklungur, Kominn er senn, með hungur, Vetur, — á veðrabungur. Fellur þó vel a velli Vallstöng, — í hárri elli. Blöðin þó bjarkir felli, Bjart er á köldu svelli, Heiðríkt — á Hafrafelli. DODD’S NÝRNA PILLUR, góSai fyrir allskonar nýrnaveiki. Lækna gigt, bakverk og sykurveiki. Dodd’* Kidniey Pills, 60«. askjan, sex 5sk> ur íyrir $2.60, hjá öllum lyfsöhun eða írá Dodd’s Medieine Oo., Lt<L Toronto, OnL Fró sé í hug og heimi. Haustlaufum aldir gleymi. Vel þig í vetur dreymi. Von-fögur heill þig geymi. -----Kóf fylgir kulda-hreimi. Jón Kjærnesteð. -------o------- Eíni og andi. Eru ekki hinar ýmislegu hug- myndir manna um þaS, hvaS andi og efni séu, allar saman réttar? Þegar oss auSnast aS ná þekk- ingu á því, hvaS frumögnin er, þá opnast oss líka skilningur á því hvaS guS, maSurinn og tilveran eru. Hinir svoköIluSu Kristin-vís- indamenn—Christian Scientists— skýra tilveruna meS því aS segja, "ÞaS er ekkert líf, sannleiki né raunveruleiki í efninu. Andi er hiS eina efni.” Skynsemis vís- indamaSurinn — Mental Scent- ist — felst á hiS síSara, en neitar hinu fyrra. Hann trúir því, aS efniS sé aS eins óæSra ásigkomu- lag andans og aS alt efnislega sköpunarverkiS sé þrungiS af lífi og afli, ýmist kyrstæSu eSa starf- andi. Einn flokkur vísindamanna heldur því fram, aS ekkert sé til nema efni; þaS sem vér köllum skynsemi eSa sál, sé aS eins af- leiSingar vissra efnabreytinga eSa starfa þess sama al-efnis. Annar flokkur heldur fram hinu gagnstæSa og staShæfir, aS ekk- ert sé til nema skynsemin eSa sál, og hennar margvíslegu störf og ímyndanir. AS, til dæmis, tré eip sér ekki staS utan þeirrar sálar, sem ímyndar þaS. ÞaS er þessi síSasti flokkur, sem gefur Kristin-vísindcimönnun- um svo kölluðu vísindalega á- tyllu, ef þeir annars kæra sig nokkuS um átyllu fyrir neitan sinni um tilveru efnisins. Enn er til flokkur manna, sem fer meira meSalveg. Rökfærsla þeirra er þessu lík: ÞaS er heitt veSur og saggi í loftinu. And- rúmsloftiS er fult af raka, en hann er oss, sem stendur, ósjáanlegur. Nú kemur kaldur loftstraumur og þéttir nokkuS af þessum örsmáu vatnsögnum, sem vér köllum raka og breytir þeim í ský, sem eru sjá- anleg berum augum vorum. Nú kemur enn þá kaldari straumur og þéttir vatnsagnimar enn þá meira, þar til þær loSa saman og mynda vatnsdropa sem falla í skúrum og fylla tjarnir og ár. Emhverja vetramótt kemur svo ”Jack Frost” og gengur nokkm lengp"a í því aS herSa á samloSun- inni, og sjá, íshella hefir myndast — þétt, þungt efni. Hversu ólíkt hinum smágjörva, ósýnilega sagga í andrúmsloftinu! Alt er þetta þó sama efniS. Munurinn liggur ein- tmgis í mismunandi samloSunar- afli. Breyttu nú þvert á móti — láttu ísinn þinn verSa fyrir hita. MeS öSmm orSum: minkaSu samloS- unarafliS, og meS því færSu lög. þaS er leysingarvatn. Settu nú vatniS í ketil þinn og áSur langt um KSur sýSur í honum og gufan upp úr honum myndar ský, sem smá-eySist og verSur aS ósýnileg- um sagga, sem blandast viS hlýja andrúmsloftiS í eldhúsinu þínu. Alt er þetta efni, ef þú vilt kalla þaS svo, eSa eigum vér aS segja: alt er þaS saggi, aS ems í öSm á- sigkomulagi. Mörgum af oss þýkir þetta nægilega ljóst dæmi til þess aS skýra breytingu anda í efni og svo efnis í anda — “involution and evolution”---, meS því aS láta slíkt hraSastig svara til hinna mis- munand stiga sítmloSunaraflsins > daemi vom. Efnishyggjumennirnir hafa hétt fyrir sér og Kristin-vísindamenn- irnir einnig; vér höfum allir rétt fyrir oss. Oss ber aS ens dálítiS á milli meS orSatiItæki. Engar tvær stéttir manna eSa flokkar tala alveg eins sama tungumál. Alt er efni—alt er andi—alveg eins og þér þóknast. Betra er aS segja efniS aS eins eitt, en fyrir- UM LEIÐ OG YÉR þökkum fyrir yið- skifti og vináttu sýnda oss á árinu, óskum vér öllumGleðilegra Jóla og góðs og Farsæls Nyárs SIGURÐSS0N, TH0RVALDS0N C0MPANY, LTD. Arborg, Man. License No. 8—16028

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.