Heimskringla - 26.12.1918, Síða 5

Heimskringla - 26.12.1918, Síða 5
WINNIPEG, 26. DES. 1918 HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSIÐA finst í margvíslegu ástandi. Þetta nær út yfir alt, og getur ekki móSgaS nokkurn mann. ÞaS sem vér köllum anda og sálna efni — substance — eru ó- sæileg líkamsaugum vorum. Þann- ig er sagganum einnig variS. Ljósvakinn — ether — sem vísindamenn þeir sem efnishyggju stefnunni fylgja, eru farnr aS kannast viS aS sé partur af and- 'rúmsloftinu, sem alvarlega verSi aS taka til greina, og serft guS- speki og skynsemis vísindamenn- imir hafa lengi trúaS aS viShaldi hinum smágjörvari pörtum lík- amsveru vorrar, líkt og fæSan, sem vS sjáum, nærir grófgerSari ytri parta hennar, er enn ónuminn af mannlegri sjón og sjónfærum þeim, sem vér höfum hingaS til getaS aflaS oss. En eftir því sem manninum fer fram, eftir því sem hann lengur heldur áfram meS þaS, aS hreinka Og göfga efnis-líkamann, og þroska og styrkja æSri hæfileika sína, mun þá ekki sjónarfærum hans fara fram aS sama skapi, svo þessi æSri sviS veriS honum þá einnig sjáanleg? I ríki efnisvísindanna er yfir höfuS kannast viS, aS skynjunar- sviS mannlegra vitsmuna nái aS- eins yfir Iítinn kafla af hinum mikla boga hreyfingahringsins. Heymarfæri mannsins verSa aS ens vör viS fáeinar sveiflur eSa hreyfingar meSal allra hljómlbylg- anna — gamut of sound. — Sjón- taugar hans nema aS eins fáa Ijós- geisla, takmarkaSa tölu litanna í hinu mikla ljósbandi. Menn kann- ast viS tilveru ultra-violet geisl- ans, en geta ekki séS hann. Raddir margra skorkvikinda heyrast ekki, því þær 'liggja of hátt. Mörgum hljómum, sem jörSin gefur af sér, veit maSur enn ekkert af, því þeir liggja of lágt. ÞaS er enda munur á öllum mönnum í þessu falli. Veldu fimm- tíu manns og reyndu þá alla eins meS tilliti til sjónar og heyrnar næmleika, og þú munt finna mjög mikinn mun á þeim. Sumir heyra betur hærri nóturnar og sumir greina betur hina lægri og óþýS- arí tóna. En fyrír utan og ofan oss liggja mikil og ómæld djúp og hæSir, *em enginn hefir klifiS. Ef til vill höfum vér á reynslu- sviSi óæSri tilveru heyrt lægri nóturnar—á öSrum kafla reynslu- hjólsins. Ef til vill höfum vér, tem bjarg í hárri fjallakleif eSa risavaxiS eikartré í víSáttumiklum frumskógi, nötraS og skolfiS eSa svignaS og hrists, þegar ofveSrin geysuSu, þó vér séum fyrir löngu síSan hættir aS vera oss þess meSvitandi. Ef til vill eru blóShundarnir og rauSu mennimir—Indíánarnir — nátengdari jörSinni, móSur vorri, en vér, þar sem þeim veitist sva létt aS leita uppi og ná herfangi •ínu. Ef til vill höfum vér veriS í myndum svo efnisföstum og gróf- um og svo lágt í stiga hreyfing- anna, aS jafnvel moldin og klett- amir hér í þessu jarSar heimlkynni vom, séu langt fyrir ofan og utan þær. Ef til vill og ef tdl vill, og enn ef til villl Hver veit? og hvenær fær nokkur maSur aS vita þetta? Þegar maSurinn verSur guS ? GuSspeki-mennirnir deila íefni tilverunnar í sviS eSa fleti, ótölu- lega — hvert sviS eSa flötur gríp- ur, blandast eSa vefst inn í hinn næsta, næstum svo óaSgreinan- lega smámsaman eins og litirnir í ljósbandinu. Margverur mannsins skilst þeim felist í misþéttum lög- um úr þessu sama al-efni, er svari til sviSa þeirra eSa flata í tilveru- heildinni, sem hann dvelur á, frá grófgerSasta líkama efni til hins smágjörvasta ósýnilega anda hvert um sig fái viSurværi sitt frá því tilveru sviSi, sem þaS heyrir til. Þessu er í þaS minsta ekki erfitt aS trúa. Al-efniS—alchemy —sem fornmenn dreymdi um, er ekki hugarburSur, heldur virki- letki. Gull hefir í raun og veru veriS búiS til úr grófari málmum. Vís- indin hafa lengi kannast viS nokk- ur, fá, frumefni, sem ekki verSi breytt, en eigum vér lengur aS ef- ast um, aS þaS takist meS tíman- um aS breyta þeim öllum í eitt efni? Vitsmunir mannsins þokast alt af nær og nær sannleikanum. MeS rannsóknum sínum á radíura og helíum og uppleysing þeirra, eru vísindamennirnir á góSum vegi. öll efni, sem í heiminum finn- ast, eru til í sólinni, og sólin er í öllu. Kiol eru aS eins fjötraS sól- skin og demantinn er einungis kol, sem orSiS hafa fyrir miklum þrýstngi (carbon) og nú hafa menn fundiS aSferS til þess aS beita nægilega miklum hita og þrýstingi á carbon til þess aS fram leiSa demant. MaSurinn getur gjört alt, sem guS getur gjört — þegar hann lærir aSferSimar—en 'þegar hann gerir þaS, verSur hann sannarleg- ur guS, í samanburSi viS þaS sem hann er nú. Fyrir mörgum árum síSan skifti maSurinn efninu í agnir, og ögn- unum í frumagnir. SagSi svo, aS lengra yrSi ekki komist, frumögn- in væri óskiftileg. Nú vita vís- indamennirnif, aS fmmögnin er ekki óskiftileg, heldur aS hún er dálitill heimur út af fyrir sig — samsafn af rafmagnseindum (el- ectric ions) á óskiljanlegri flug- ferS. Þeir jafnvel halda því fram, aS hver eind hafi aS geyma miS- sól meS fylgihnöttum, sem snúist um hana, sé ofurlítill útdráttur úr sólkerfi vom. Næst munu þeir segja oss, aS hverri smæS megi skifta í sundur og svo deila enn þá meir, þar til heila vorn sundlar viS aS ígrunda þessa óskiljanlegu smá-skiftingu. Er ekki rafurmagns-eindin óend- anlegt innihald, óendanlega skift- anlegt? HinkriS viS UtiS eitt og íhugS hvaS óendanlegt þýSirl GetiS þér komiS því ifyrir ySur, aS þaS em til"tvö orS, sem mzumlegan heila sundlar viS aS íhuga og sem hann er máttvana fyrir? Þau eru ó- endanleiki og eilífS— takmarka- laust og endalaust! Endanleg sálvera getur ekki gripiS þessi orS þangaS til hún vitandi verSur óendanleg sálvera, og þá verSur maSurinn guS. Þegar oss auSnast aS skilja hvaS fmmögn er, þá opnast þaS líka fyrir oss hvaS maSurinn, guS og tilveran eru. Og fmmögnin er efni, viS þaS er kannast, og hún samanstendur af rafurmagni, viS þaS má líka kannast, og þaS verSur kannast viS, aS rafurmagn sé einungis ljós- vaki undÍT þrýstingu. Og ljósvaki? Hver getur fullyrt, aS ljósvaki sé nokkuS annaS en óæSra gerfi andans? Og guS er.andi, er hann ekki ? Hver þorir þá aS draga tak- markalínuna milli efnis anda, eSa segja aS til sé nema eitt efni, alls- herjar íefniS? ESa hver mun þora aS takmarka þannig sína eigin vem? Einn guS. Eitt líf. eitt efni! —New Thought Companion. (M. J.) Allir glöddust yfir því þann 11. nóvember að “friður komst ó yfir alla jörðina”. Gekk tþá mikið é hér, eikki síður en annars staðar; en um það þarf nú ekki að skrifa. t>að er uan garð geragið, og allir hafa séð það og heyrt, og öllum mun hafa orðið það til ánægju og fylst gleði vonar og þakklæti í hjörtum sín- um. 3?að eina, sem varpað hefir sorg og skugga yfir gleði manna við málalok styrjaldarinnar, er þessi svo kallaða spanska veiki. Hún byrjaði hér unn þær mundir, sem friðurinn var boðaður og hefir reynst allskæð, hér sem annars stað- ar og leitt margan úr þessa heims “táradal”, “inn á land friðarins og sælunnar.” Flest, sem dáið hefir úr veiki þeasari, er fólk á miðaldurs- skeiði, frá 20—45 ára aldurs og þar um bil. Aí börnum hefir ekki dáið mjög mikið og lítið aif gömlu fólki, enn sem komið er. Veikin er nú talsvert f rénun, og er það þakkað kuldanum og svo að sjálfsögðu hin- um miklu og góðu varúðarreglum, sem einlægt eru hafðar um hönd. Svo það er vonandi, að bráðum létti til, og alt komist í samt lag aftur. Á meðal landa vorra, og sem ekki heflr verið getið um áður, J^afa 'þess- ir látist: Hannes Hannesson, dó á Frakklandi úr innflúenzu 14. októ- ber, og hinn 18. sama mánaðar lézt Yiktor, bróðir Hanneaar, norður i Idaho, úr sömu veiki. Voru þeir báðir ungir menn á þírtugs aldri, en ókvæntir. Þeir voru synir Sig- urðar heitins Hannessonar frá Hvoli í öífuáiuu og Sigríðar Gísladóttur frá Kröggólfsistöðum, nú Mrs. E. C. Christianson. — Sigurður lézt 13. júní 1910. Hinn 21. nóvember lézt að heimili sínú hér í bænum, af slagi, ekkju- frú Helga Nielsen, nærri 65 ára að aldri, fædd 11. desember 1853. Hún var dóttir Einars hreppstj. Bjarna- sonar í Hrífunesi í Skaptáriungum. en systir séra Bjarna prófasts á Mýrum, Jóns bónda á Hemru og Gfsla í Spanish Fork. Auk bræðra sinna eftirlætur Helga tvo syni, tvær dætur og eina systur, öll tii heimilis hér f bæ, og síðast eitthvað atf 'bamabörnum. Hún var merk kona og vel látin. Þann 8. nóveanber lézt að heimili sfnu hér í bæ hústfrú Sigríður Ólaís- dóttir úr þeasari spönsku sýki, og að nýlega afstöðnum barnsburði. Hún var eiginkona herra Ephraims Valgarðssonar, 25 ára að aldri og mesta myndarkona. Hún eftirlætur hér, auk manns sfns, tvo bræður og eina systur, og tvö ung börn; það eldra tveggja óra, hitt nýfætt. Geta miætti þess lfka, þótt ekki verði það til að stytta sorgarsögur vorar, að hinn 27. október síðastlið- inn lézt að heimili sínu hér í bæn- um bóndinn Ralph Higginson, úr þessari “flú”, dugnaðarmaður á fer- tugsaldri. Hann eftirlætur konu af íslenzltum ættum: Marfu Eyjólfs- dóttur Eiríkssonar, og þrjú lftil börn. Eitthvað um sömu mundir sem Mr. Higginson lézt, misti herra Þór- arinn Bjarnason, af slysi, einn af yngri sonum sínum, eitthvað 17 ára að aldri. Hann ihét Henry, en slys- ið, sem leiddi hann til bana, vildi til f kolanámu f Schofield, Utah. Mr. Bjarnason liofir Mka rétt ný- lega mist eina af dætrum sínum, Mrs. Harris, af völdum þessarar spönsku veiki. Hún átti heima f smábænum Clearcreek og eftirlætur mann og þrjú börn, auk aldurhnig- inna foreldra, sem búa í Spring- ville, og fleiri systkina. Og nú síðast, i dag, þegar eg ætl- aði að leggja frá mér pennann og hélt eg hefði lokið öllum sorgartíð- indunum, barst mér sú frétt, að látinn væri hér f bænum bóndinn Eggert Ólafsson, úr ininvortis mein- semdum, maður á sextugs aldri, frá konu og mörgum börnum. Verður hans sjálfsagt nánar getið sfðar. Nóttina milli 27. og 28. nóvember kom upp eldur í heyhlöðu, eign Gísla bónda Bjarnasonar, og brann hlaðan til kaldra kola ásamt 20 bonnum af heyi, einihverju af akur- yrkjuverkfærum og $1,200 bifreið. Er skaðinn metinn á 3,000 dollara; alt óvátrygt. Með óskum beztu um gleðileg jól og hagstætt nýtt ár. E. H. Johnson. flestir munu hafa nóg að starfa heima.. Og nú siðast gjörir spanska veikin allar leiðir ófærar. Það er því engin furða, þó hér sé fremur dauft og drunigalegt. Tíðarfarið hefir verið hér eins og víðar nokkuð örðugt. Vorið held- ur kalt fraraan af, en vætusamt þegar á leið. Gras spratt því frern- ur vseint og misjafnt- mjög illa á sumum stöðum, með fram vötnum, þar sem land Jiggur lágt, en allvel þar sem hærra er Jand og skjóls nýtur af skógum. Grasvöxtur mun Jrvf tæplega hafa verið í meðallagi yfirleitt. Heyskapur byrjáði með seinna móti og stóð með longsta móti yfir; því tíðin var skúrasöm og óstilt, þó aldrei rigndi mikið. Flestir voru líka mannfærri en und- anfarin ár, og rnarga skorti nýtileg- ar engjar, og neyddust þvJ til að sló alt sem ljá festi á, eins og heima á gamla landinu forðum. Þó munu flestir hafa fengið nægileg hey, því rnargir munu hafa verlð ráðnir í þvf áður, að fækka heldur gripum, vegna yfirvotfandi vinnukrafts- Leysis. Akuryrkja hefir hepnast hér von- um betur í ár. Rigningar komu á heppilegum tíma í vor yfir akra og vætur voru nægar fyrir þá í alt sumar; em ekki um of, því aldrei rigndi mikið í einu. Uppskera varð hér í góðu meðallagi. Að sönnu er akuryrkja hér í ibyrjun og þvi f smá- um stfl; en þetta sumar glæðir ef- laust áhuga í þá átt, þar sem full reynsla er nú fengin fyrir þvf, að hún getur hepnast hér. Heilsufar hefir verið með bezta móti f sumar hér í sveit; engir hafa dáið, sem eg man eftir, úr þossum fámenna hópi, nema Methúsalem Jónsson Mathews, sem féll á Frakk- landi í 'sumar. Þar eigum við á bak | að sjá einum okkar nýtasta og bezta manni. Margir drengir eru farnir héðan í herinn, en við höfum verið svo hepnir að þelr hafa kom- ist í gegn um hætturnar slysalítið, nema ]>essi eini. Sumir hafa særst, en enginn til örkumla nema Gunn- laugur G. Hávarðsson, sem»misti hendina tfyrsta ófriðarárið. Hann er nú í Winnipeg og vinnur þar að skrifstofustörfum. — Haligrimur Brandsson frá Oak View lézt hérj nýlega úr lungnabólgu. Hann kom friá Winnipeg og hafði verið f vinnu vestur J landi í haust en var að búa sig undir fiskiveiðar, því þá vinnu hafði hann stundað hér und- anfarna vetur. Varð kalt á feTða- lagi, veiktist og dó snögglega. Var af mörgum haldið vspanska veikin, en ekki hófir hún gert vart við sig á þeim stöðvum síðan. Sá vógestur (spanska veikin) hefir mjög lítið borist í þessar bygðir enn þá. Þó hofir hún komið á tvö heimili, sem eg veit um, en verið þar fremur væg og ekki borist út, enda hefir verið reynt að tforðast samgöngur. Hér er hættan mest úr “Indian Re- serve,”, sem liggur rétt utan við bygðina, én þar gengur hún með fullum lcrafti. Heyrst hefir, að sjö menn séu dánir þar en margir veik- ir. Indíánar eru næmir fyrir allri umferðarveiki, og þola hana ver en hvftir menn. Austur við járnbraut hefir veikin gengið á hverri járn- brautarsböð, meira og minna. Tveir landar hafa dáið !þar, sem og veit um, ÁrnJ Lundal, sem undanfarin ár hefir haft gistihús og greiðasölu á MuJvihill, og Ragnar Smith, smjörgjörðarmaður í Ashern, báðlr duguaðarmenn með afbrigðum og drengir góðir. Nái veiki iþessi að útbleiðast hér um fiskitímann, er hætt við hún verði sikæð, þvf tregir munu' fiskimenn verða til að leggj- ast í rúmið strax og þeir fá kvef, en láta netin frjósa við ísinn. — Fiski- voiðar verða stundaðar hér með minna móti í vetur. Veldur því mannekla, því á mörgum heimilum eru ekki meiri mannaráð en nauð- synlegt er til Lieimaverka. Kaupa- menn nœr ófáanlegir og fram úr hófi dýrir, þeir fáu sem til eru setja 100 dollara um mánuðinn. Það er stór áhætta að stunda fiskiveiðar með svo dýrum möninum, þvf svo getur farið, að þeir vinni ekki fyrir launum sínum. Fiskiveiðar eru nú að eins byrjaðar, en líta fremur illa út. Vatnið lagði óvanalega seint, svo hætt er við að fiskur hafi verið genginn af grunnmiðum til djúps- ins, en þar er hann vandhittur og verri viðfangs. Frarmfarir eða framkvæmdir, sem til umbóta bonfa, eru Jitlar þetta áT. Efnahagur bænda er að sonnu betri, en búast mætti við, eftir þessa dýrtíð, því afurðir bænda hafa selst vel að þessum tíma, og fáir hafa minkað biistofn sinn að miklum roun. En hetfði stríðið hald- ið áfram, voru stór vandræði fyrir dyrum næsta ár; því svo mátti kalla, að allir ungir menn í bygðum þessum væru kallaðir f herinn, en margir fengu leyifi til að vinna að heyvinnu og uppskeru J sumar, en átbu að fara í haust, hefði stxfðinu haldið áfram; en þá voru mörg heimlli hér f bygð, sem hefðu hlotið að líða stórum og nokkrir vel efn- aðir bændur, som gjörðu ráð fyrir að hætta búskap. læirri hættu er nú af Jétt, sem betur fer, og von- andi koma þeir heim næsta ár, sem í hemum eru. Verzlun er hér Lll og óhagfeld eins og vtfða mun brenna við á þessum árum. Vörur allar úr hófi dýrar og óvandaðar, að sama skapi. Undan- farin ár hafa allmargir bændur hér keypt nauðsynjavörur f féiagi ýmist af Grain Growers korni félaginu eða atf kauproöninum austur á járn- braut. Nú er slíkt ekki leyfilegt, þvf enginn má kaupa matvöm nama til fárra daga. Era það vondar bú- sifjar fyrir okkur, sem búum 25 til 30 mílur frá járnbraut. En vonandi verður losað um öll ófrelsisbönd, þegar herlögum léttir af og var- anlegur friður er saminn. Menn vænta margs góðs á árinu sem kem- ur, en hætt er við að það ár endist ekki til að kippa öllu í Lag, sem af laga hefir íarið á ófriðaráranum. Flestir munu vona, að betri tímar en áður voru og nýjar framtfarir spretti upp af ihörmungum þeim, er heimurinn hefir þolað undantfar- in tjögur ár. GuSm. Jónsson. Innisfail, 9. des. 1918. Heiðraði ritstjóri:— Innilegustu þakkir eiga linur þessar að færa þér og ykkur ölluin, er ritað hafið í Heimskringlu, sér- staklega brðfriturunum víðsvegar að úr bygðum lslendinga: þau eru trygðaiböndin, er tengja okkur Vest- ur-fslendinga saman í dreifingunni og kærkomnir vikuiegir gestir, að minsta kosti á mitt heimili. Lfka ferðasögurnar úr öðrum löndum og kvæðunum mé heldur ekki gleyma. “Hetjusögur Norðurlanda” eiga Ifka betur við mitt skap, en ástar- æfintýrin, en :-vo er eg ekki einn fyrir alla. — Hið sama sem hér að ofan er ritað, gæti eg sagt um hin fslenzku blöðin; þvf þótt sumt sé of eða van hjá ykkur ritstjórunum og okkur öllum, er það ekkert nerua náttúrlegt, þvf við erum bara menn, en engar fullkomnar æðri verur. — öll þessi voðaiegu styrj- aldarár sagði ekkert fslenzka blað- ið Jætur frá herfréttum en Heims- kringla. Nú eru þau komin inn í Ibrtfðina og munu Jengi í minnum höfð, en traflun og æsing þjóðanna er enn eldd búin að ná jafnvæginu, er enn ekki um garð gengin eða þær búnar að ná jafnæginu atftur; og vei þeim, sem æsing valda á þessum hæt-tulegu tímum. Tíðarfar. Haustveðráttan inndæl fyrir alli útivinnu, þrevSkingu og plægingr er yfir stóðu þar til seint J nóveir t>er, enda eru plóglönd meiri th reiðu undir sáningu og vorvinnu, en nokkuru sinni áður J sögu þess- ara héraða. Uppskeran varð held- ur betri en búist var við; hér hjá löndum allflestum: hafrar frá 26 til 65 ibushel af ekru, vfðast frá 30 til 10; bariey er Jítið ræktað, hveiti því minna; þeir fáu, sem sáðu hveiti, fengu írá 20 til 45 bushel af ekru og flestir þriðju “grade”, er seldist á $1.90. Eg fékk fyrir mina hafra 79— 85 eents bnshelið, og það sama fengu aðrir þar til seint í nóvember. — 21. nóvember gránaði tfyrst í rót af snjó, er tók upp strax aftur; og mátti sumar, en vart haust, kallast til 4. des.; þá féll fjögra þumlunga snjór af norðaustri, en frostvægt heíir síðan verið og snjórinn sígið að mun, að eins gott föl til bóta fyr- ir allan útigangs pening. Fjárhöld enn í bezta lagi, en heybyrgðir al- rnent með minsta móti, enda bund- ið hey fermt á járnbrautarvagna nú virt á $18 tonnið; færra er nú á fóðr- um en vant er af nautgripum og sauðfé. Verð á gripum er: kýr 7—9 cts pd.; tveggja ára Jcvígur $75 til $80 dali hver; tveggja ára geldneyti 10 ets. pundið, þriggja ára lle til 13c eftir þyngd og gæðum; sauðfé er 7 til 9 cts.; lömb 12c, sauðir 10c.; eg fékk $11.75 til jafnaðar fyrir mfn lömb, en $15 fyrir ársgamla sauði. Dánarfregnir og veikindi. Spanska innflúenzan geisaði hér í haust, og eins og annars staðar voru hér hafðar alJar varúðarregl- ur: kirkjum, skólum, leildiúsum og fundasölum Jokað. Var veikin held- ur væg og tfáir dóu, en er banninu var iétt af með byrjun deserolær, gekk veikto aftur, liáifu verri held- ur en áður, bæði f bænum og úti á landsbygðinni. Flýgur pestin svo ört yfir, að sjúkrahús eru aftur full orðin og bændabýlin kasast niður, þó ekki mörg islenzk heimili enm. Þossir landar hafa dáið, er og veit um: Um miðjan nóverober á sjúkra- húsi í'Red Deer, lézt NleLs Nilsen, danskur í tföðurætt; kom hingað fyrir nokkrum árum, ættaður úr Hafnarfirði eða Álftanesi; átti enga ætlngja hér, en sagt að hann eigi móður og sysfekini heima á ísiandi. ísafolda Grímsson, skólakennari, andaðist heima hjá föður og stjúp- móður, Sigurði Grímssyni að Burnt Lake, um 8. des. Gestur Sidney Johnson á Red Deer sjúkrahúsi 9. des. — Bæði hin sfðarnefndu voru jarðsungin 10. des. af séra Pétri Hjálmssyni. Að ©ndingu óska eg ykkur öllum gleðilegra jóla og n.ýáre. Virðingarfylst, J. Björnsson. Hafið þér Borgað Heimskringlu ? CANADIAN NORTHERN RAILWAY Þénustu Viðbúnir Hraðskreiðar Lestir Góður Aðbúnaður Spanish Fork, Utah. • 2. desomber 1918. Herra ritetjóri:— Tíðarfarið hefir mátt heita hið indælasta hér í alt haust; gekk því uppskera, þresiking og öll nauðsyn- leg hausts vinna í tæzta lagi. Um iniðjan nóvember tfór dálítið að kólna, og fyrsti snjór, að eins lítið föl, féll hér þann 11, og síðan hefir snjóað ofurlítið tvisvar sinnum og nú komin nokkur frost, svo ekki I verður plægt. Að öllu öðra leyti er I tíðin mjög hagstæð og góð og líðan j fólks yfirleitt tfremur bærileg. Dog Creek, 28. nóv. 1918. Það er langt um liðið, síðan eg sendi Heimskringlu línu, og eg hefi ekki orðið var við að nokkur annar hafi gert það, héðan úr bygð. Kr. Á. Benediktsson hefir að eins getið þess í ferðasögu sinni, að hér væri mannabygð; annað hefir Hkr. ekki haft af okkur að segja. Samgöngur hafa verið með minsta móti hér i sumar og veldur því mest mann- fækkun. Fjöldi af ungum mönrium eru farnir í herinn, en þeir, sem eít- ir eru heima, geta ekki farið frá heimastörfum nema J lífsnauðsyn. Fáir koma hingað lengra að, því VETRAR • FERÐAMANNA - FARGJÖLD —TB^— VANCOUVER, VICTORIA {gSS£ STRÖND CALIF0RNIA UmboíSsmenn vorir munu leíðbeina ySur vi'ðvíkjandi Vetrarferðum Yðar, setja yður lægsta fargjald, útvega yður svefnklefa á lestunum og önnur þægindi — og senda yður eftir Canadian Northem brautunum, — sem liggja um lægstu skörð Klettafjallanna. AUSTUR CANADA Ferðalog Með tímalengmgar hlunninci- um á sextíu daga farbréfum. Spyrjið umboðsmann vom og hann mun fúslega gefa ySur allar upplýsingar. CANADIAN NORTHERN RAILWAY BRAUTIN MEÐ HINUM MIKLU ÞEKTU YFIRBURÐUM

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.