Heimskringla - 01.01.1919, Síða 4
4. BLAÐSIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, I. JANÚAR 1919
WINNIPEG, MANITOBA, 1. JAN. 1919
Yoröld og “Bolshe-
vikismé”
Telja má til stórviðburða hér í Winnipeg,
að blaðið “Voröld” virðist nú algerlega hafa
breytt um stefnu í stjórnmálum — sagt skilið
við Sir Wilfrid Laurier og þá “sann-frjáls-
lyndu” og tekið upp stefnu Bolsheviki flokks-
ins á Rússlandi.
Þar sem hér er um tvær gagnólíkar stjóm-
málastefnur að ræða, sem afar-stórt djúp er
staðfest á milli, þá er með öllu óhugsandi, að
þær geti átt sömu fylgjendur. Að fylgja
báðum þessum stefnum í sömu andránni
væri bókstaflega það seuna og “þjóna tveim-
ur herrum” eftir vanalegum skilningi þess
orðtækis, og slíkt er öllum um megn. Jafn-
vel ritstjóra Voraldar, þó teygjanlegur og
fjölbreytilegur sé, yrði það ofvaxið; Það
mun hann sjálfur hiklaust játa, gefi hómn sér
•gn tóm til að hugsa málið.
Þar af leiðandi er harla óh'klegt hann muni
neita að stefnubreyting hafi átt sér stað við
blað hans. Vart myndi hann svo mjög siá
Bolsheviki stjórninni gullhamra, ef ekki að-
hyltist hann stefnu hennar. Það sér hver
heilvita maður. Mun því óhætt að ganga út
frá því sem vísu, að hann muni eftirleiðis
vinna öfluglega að útbreiðslu Bolsheviki
kenninganna hér í Canada — á meðal Islend-
h»ga, því ekki ná áhrif hans lengra. Laurier-
flokksfánanum verður þá fleygt til hliðar
sem ónýtri dulu — en hafinn á hæstu stöng
hinn rauði frelsisfáni Bolshevistanna!
Svo breytilegt er manneðlið, jafnvel eðli
toganna sjálfra. En skyldi ekki mörgum
koma þessi skyndilega stefnubreyting “Vor-
aldar” töluvert á óvart og það mörgum af
sterkustu fylgjendum blaðsins? Hvað skyldu
stefnufastir og ákveðnir Laurier-liberalar
segja um þetta, sem fasttrúaðir eru á flokks-
stefnu sína sem þá einu réttu fyrir Canada?
Skyldu þeir fúsir að rjúka upp til handa og
lóta til fylgis við algerlega ólíka stefnu,
stefnu, sem enn er með öl'Iu óreynd og sem
að mörgu leyti virðist lítt miðandi til sannrar
þjóðfélagslegrar þroskunar?
Vitanlega verður á ýmsan hátt reynt að
slá ryki í augu fólksins. Til dæmis með því,
að nafnið Bolsheviki þýði ekki annað en
“meiri hluti”, merki því ekki annað en þjóð-
kjörna stjórn. Útskýring sú mun þó tæplega
villa þeim sjónir, er ögn hugsa og rökleiða.
Ef Bolsheviki stjórnin væri ekki að neinu
•ðru leyti frábrugðin öðrum stjórnum, en að
ganga undir þessu nafni, þá værí munurinn
enginn. Þá mætti með sanni segja, að allar
þjóðkjörnar stjórnir, bæði hér í Canada og
annars staðar, séu bolsheviki stjórnir! Stjóm-
ir allra lýðfrjálsra landa eru meiri hluta
stjórnir, settar til valda við meiri hluta at-
kvæða, og að því leyti getur nafnið Bolshe-
viki átt jafnt við þær allar.
En þótt þekking hér í Iandi viðkomandi at-
höfnum Bolsheviki stjómarinnar sé all-mjög
takmörkuð, vita allir, sem ekki byrgja augu
sfn fyrir því rétta, að stjórn þessi er fjarskyld
•g gagnólík öllum öðrum stjómurti lýðfrjálsra
knda. Það er ofur auðvelt að segja öll um-
mæli blaðanna hér lygar og titla þau “ljúg-
a*di leigutól” en örðugra að komast svo að
•rði um þá mörgu merku og málsmetandi
■enn, sem við og við hafa verið að koma frá
Rússlandi, bæði hingað til lands og annara
landa, eftir að hafa dvalið hjá rússnesku
þjóðinni um lengri tíma og sem þar af leið-
a»di eru nákunnugir Bolsheviki stjórninni og
•ðru þar í landi. Fáir munu voga sér að
segja alla þessa menn lygara, enda væri það
td lítils. Menn þessir hafa lýst Rússlandi eins
•g það nú kom þeim fyrir augu og sagt all-
íterlega frá mörgum helztu athöfnum núver-
a»di stjórnar þar í landi.
Bolsheviki stjórnin er annað rneira, en
•afnið bendir til og annað meira en felst í
Jieirri merkingu, að hún sé “verkamanna
•ijórn” — hún er brautryðjandi nýs og áður
•*eynds skipulags, sem er gersamlega ólíkt
núverandi skipulagi allra annara landa. Lög-
gjöf hennar hefir reitt öxina að rótum alls
þess “gamla” og lostið til agna allar fyrver-
andi menningar stoðir Rússlands. Þessu til
framkvæmdar hefir ekki verið hikað við
blóðug innbyrðis stríð og skelfilegustu mann-
dráp, enda er slíkt oftast samfara öllum stór-
vægilegum byltingum og breytingum hjá
þjóðunum. Alt þetta væri réttlætanlegt, ef
hið nýja skipulag, sem Bolsheviki stjórnin nú
er að stofnsetja, og sú nýja menning, sem hún
hefir í smíðum, virtist miða til góðs fyrir
þjóðina — til æðri þroskunar og fullkomn-
unar.
En, því miður, er slíku ehgan veginn að
fagna. Eins og nú horfir virðist Bolsheviki-
stjórnin komin í mesta bobba með allar um-
bóta-framkvæmdir í landi sínu og hið ný-
smíðaða skipulag vera að stofna henni í
verstu vandræði. Eina hjálparvonin virðist
nú fólgin í tilraunum hennar að heilla undir
áhrif sín “alþýðu” annara landa, hljóta
þannig auðmagn utan frá með tíð og tíma
og fá aukið verzlunarviðskifti sín út á við.
Margir af meðlimum hennar eru Gyðingar,
sem þótt þeir séu ef til vill hugsjónamenn í
aðra röndina, eru að sjálfsögðu þaulkunnug-
ir verzlunarbrellum öllum og viðskifta-braski.
Spá margTa er, að áhrif þeirra verði í meirí
hluta í Bolsheviki stjórninni áður lýkur.
Hið “takmarkaða” afnám eignarréttsins
var stjóm þessari ómetanleg auðsuppspretta
um tíma, en sem nú virðist óðum vera að
ganga til þurðar. Og þegar engar eignir eru
lengur til, sem hægt sé að gera upptækar, er
þessi auðsuppspretta vitanlega alveg úr sög-
unni. Kröggur Bolsheviki stjórnarinnar magn-
ast því stöðugt eftir því sem lengra líður.
Uppleysing hjónabandsins til viss aldurstak-
marks og ríkisuppeldi barna hefir að sjálf-
sögðu stuðlað stórum að mannfjölgun í þeim
héruðum, sem lög þessi ná yfir, en víða geng-
ur þó treglega að fá lögunum framfylgt, og
kvað þetta nú mjög tekið að auka á áhyggjur
stjórnarinnar, Vafalaust eru slíkar mann-
fjölgunar tilraunir hið mesta vandræðamál.
Dugnað töluverðan hefir Bolshevikistjórnm
sýnt í að aðskilja ríkið og kirkjuna — en við
þetta hefir hún egnt alla prestastétt landsins
á móti sér og þannig eignast áhrifamikinn og
hættulegan óvin. Gullbirgðir landsins eru nú
óðum að þverra, en þar sem stjórnin hefir
ráð á prentsmiðjum þeim, þar pappírs seðlar
eru búnir til, er hún að svo komnu ekki á
neinu flæðiskeri stödd í fjárhagslegu tilliti —
hefir nóg fé til allra innan lands útgjalda að
minsta kostí. Fyr eða síðar hljóta þó augu
þjóðarinnar að opnast fyrir ástandinu eins og
það í raun og veru er og þá hætt við að meg-
instoðir Bolsheviki stjórnarinnar taki að
veikjast. -
Voröld, sem nú fylgir Bolshevistum svo
fastlega að málum, leggur mikla áherzlu á þá,
staðhæfingu einhvers “Mr. Blumenbergs”
(var Voröld ekki einu sfnni að ráðgera að
segja herra og frú í staðinn fyrir Mr. og
Mrs. ?), að Bolsheviki stjórnin væri stjórn
verkamanna-stéttarinnar, þar verkamennirnir
ráði mestu. Svo er að sjá, sem Winnipeg
Bolshevistar skoði þetta stórvægilegustu
stjórnarfarslega fullkomnun! En er ekki slík
'stéttarstjórn, þar ein stétt landsins hefir öll
æðstu völd, nokkurs konar einveldi? Hvað
segir Voraldar ritstjórinn við því?
Og hví í ósköpunum hefir hann látið
Voröld vera að flytja samkyns fréttir um
Bolsheviki stjórnina og önnur blöð hér hafa
flutt? Vér munum ekki betur en í blaði hans
hafi birst, einu sinni að minsta kosti, frekar
ófögur lýsing á stjórn þessari og gerðum
hennar!
En taka verður til greina, að á þeim tíma
fylgdi Voröld fastlega stefnu Sir Wilfrids
Lauriers — ritstjóri hennar var þá ekki heill-
aður af “Mr. Blumenberg” og augu hans ekki
opnuð fyrir hinu yfirgrips mikla umbóta-
starfi Bolshevistanna rússnesku.
Yiðreisnarvonir
Armeníu.
Fáar þjóðir hafa átt við meiri raunir, kúg-
un og yfirgang að stríða, en Armeníuþjóðin.
Harðstjórn Tyrkja hefir lengi verið viðbrugð-
ið og hvergi hefir meir á ofríki þeirra borið,
en gagnvart Armeníu. Til þess að undiroka
þjóð þá sem mest, hafa þeir ekki hikað við
hryllilegustu ofbeldisverk eða skelfilegustu
manndráp, og er hörmulegt, að slíkt skuli
hafa verið látið viðgangast af hinum siðaðri
þjóðum.
En styrjöldin hefir haft þær afleiðingar að
horfur, hvað Armeínu þjóðina snertir, virðast
nú vera að breytast. Ófarir Tyrkja í þessari
miklu baráttu hafa vakið henni viðreisnar-
vonir í barmi og sem hún aðllega byggir á
hjálp og aðstoð bandaþjóðanna. Þar sem
stríðið var háð fyrir sjálfsákvörðunarrétti og
tilverurétti hinría smærri þjóða og málstaður
sá hefir nú sigrað, er líka full ástæða fyrir
Armeníu að vænta eftir slíkri hjálp frá þeirra
hálfu. Eftirfylgjandi kafli úr grein, sem ný-
lega birtist í merku Bandaríkjablaði, skýrir
töluvert núverandi afstöðu Armeníumanna og
bregður ljósi yfir baráttu þeirra í seinni tíð
gegn Tyrkjum og Þjóðverjum:
“Nýlega er tii Englands kominn herforingi
nokkur frá Armeníu, Torcom að nafni, og er
hann formaður sendinefndar, er hermála yfir-
völd Armeníu hafa nú sent til Englands með
því markmiði, að leitast við að fá banda-
þjóðirnar til þess að 'hlaupa undir bagga með
hinni kúguðu og undirokuðu Armeníu þjóð.
Torcum herforingi komst til Englands á-
samt félögum sínum eftir sex mánaða ferða-
lag um Rússland ‘Bolshevistanna’, og þakkar
hann sínum alsæla að hafa sloppið óhultur í
gegn um allar þær yfirgnæfandi hættur, er
biðu hans og þeirra félaga á þessu ferðalagi.
Þýðingarmikil og áríðandi skjöl hafði hann
meðferðis, er honum hepnaðist að vemda og
komast með alla Ieið. Skömmu eftir komu
hans til Lundúnaborgar hafði fregnriti blaðs
vors tal af honum og fékk hann til að skýra
a'll-náið erindi Armeníu sendinefndarinnar til
Englands. Aðal tilgangurinn er að lýsa fyrir
bandaþjóðunum núverandi ástandi í Armeníu
og draga athygli þeirra að neyðarkjörum
hinnar svo lengi undirokuðu þjóðar þar.
Kvaðst Torcom herforingi sterklega vona, að
þetta hefði hinar beztu afleiðingar fyrir þjóð
sína og þannig veitist henni styrkur til hinna
ýmsu framkvæmda, er hún þegar hafi fyrir-
hugað.
Að þessi maður hafi fulla heimild til að
tala fyrir hönd þjóðar sinnar vottar fram-
koma hans um margra ára skeið. Æfisaga
hans er saga endalausrar baráttu gegn yfir-
gangi Tyrkjans, hvar og hvenær sem mót-
spyrnu öfl vöknuðu gegn hinni iilræmdu tyrk-
nesku harðstjórn og kúgun. Undanfarandi
sex ár hefir harín staðið í stöðugri orrahríð.
Árið 1913 barðist hann Iátlaust gegn
Tyrícjum í Thrace og Macedoníu, frá 1913 til
1917 átti hann að etja við Austurríkismenn
og Þjóðverjá, og síðastliðið ár hefir hann bar-
ist á Armeníusvæðinu. Frá því fyrsta hefir
barátta hans miðað að auknu frelsi fyrir þjóð
hans og að henni sem fyrst mætti auðnast að
brjóta af sér alla ánauð og kúgunarhlekki.
Enn fremur var það hann er í Erzerum, 31.
jan. 1918, lýsti yfir sjálfstæði hinna samein-
uðu Armeníu ríkja, Armeníu þeirri stærri,
Armeníu þeirri minni og hinni svo nefndu
‘Cilician’ Armeníu. Sjálfstæðis yfirlýsing
þessarí var vel fagnað, þó sökum vanmáttar
þjóðarinnar hafi þetta ekki náð að bera' mik-
inn árangur að svo komnu. Ekki var þetta
heldur alger sameining Armeníu, því sex mán-
uðum síðar mynduðu Tyrkir og Þjóðverjar
nýtt ríki (Ararat), er samanstóð af land-
ræmu, sem Armeníu tilheyrði með réttu.
Torcom herforingi hóf tafarlaust öflug
mótmæli gegn ríkismyndun þessari við stjórn- j
ir Tyrklands og Þýzkalands, en sem vænta
mátti var slíkt,með öllu árangurslaust. Nú
vonar hann með aðstoð bandaþjóðanna aðj
geta sameinað öll Armeníu ríkin undir eina
stjórn — Þjóðstjórn.-----------
— Ástand Armeníu nú segir hann hörmu-
legra en nokkur orð fái lýst. Skilmálar
vopnahlés samninganna við Tyrki hafi þar
ekki orsakað á neinn hátt breytingu, sízt til
hins betra. Eins og nú horfi eigi Armeníu-
þjóðin engrar* bráðrar bótar að vænta á
neyðarkjörum þeim, er hún eigi við að búa.
Jyrkir halda henni enn þá í heljarklóm,
fremja hryllilegustu manndráp í landi hennar
er þeim sýnist slíks þörf til þess að fá sem
mest hnekt mótspyrnukröftum hennar — og
enn standa hinar siðaðri ‘Vesturþjóðir’ utan
hjá og tilhlutast ekki um, endurtaka sama af-
skiftaleysið og á undanförnum tímum.
Vopnahlés skilmálar bandaþjóðanna við
Miðveldin ákváðu bráðan burtflutning allra
hersveita þeirra síðamefndu úr Belgíu, Serb-
íu, Czecho-Slovakíu, Póllandi o.s.frv., — en
vopnahlés samningarnir við Tyrki ákváðu
ekki neitt slíkt Armeníu viðkomandi. Tyrkir
eru þar enn við æðstu völd, hafa herstöðvar
hér og þar um landið og halda enn áfram að,
brytja Armeníuþjóðina niður sem hráviði, er.
þeim sýnist svo við horfa. Þar sem þjóð þessi
barðist bandamanna megin í þágu frelsis og
mannréttinda, er leitt til þess að hugsa, að
henni skuli þannig hafa verið gleymt.
En vonandi hefir Armeníu sendinefndin,
sem nú er komin til Englemds og fer þaðan til
Frakklands og Ítalíu, þau áhrif að vekja at-
hygli hins siðaða heims á neyðarkjörum
Armeníuþjóðarinnar. Vonandi er að þær
ráðstafanir verði gerðar á friðarþinginu, er
skjóti loku fyrir kúgun og harðstjórn Tyrkj-
ans þar í landi og sem geri hinni þjáðu Arm-
eníu þjóð mögulegt að heyja baráttu sína
eftir meiri framförum á öllum sviðum sem
frjáls og sjálfstæð þjóð”
Alþjóða hjálp-
artungan.
/ —
Heill mannaldur eða meira er nú
liðinn síðan tiLraun var gerð að
mynda nýtt tungumál, sem auðlært
væri og allar íþjóðir gætu tileinkað
sér og notað í viðskifbum hver við
aðra. Mernin haifa fundið sáran til
til þeirra óþæginda, sérstaklega í
verzlunar heirninum, hve miklir
örðugleikar og kosbnaður væri
af hinum mörgu óiíku máilum í
milliþjóða viðskiftum.- Suroum hug-
kvæmdisb jafnvel að siíkt alheima-
roál kæmi í staðlnn fyrir öll önnur
tungtrtök, og að allur heimur að
lokum balað eibt og sama mál. Þó
mun «ú víðbækari 'hugmynd hafa
fengið lítinn ibyr að vonum. Hitt
sáu aliir, að þægilegt væri að hafa
auðlært og auðskilið hjálparmál til
allra miHilandia viðsklfta. Um
þetba var allmikið hugsað og ritað
fyrir mokkrum árum, og málfræði-
spokinigar settust í vizkustóla til að
sjóða saman aLheimsm'álið, og allir
kannast við nöfnin Esperanto og
VoLapuk er auglýst voru sam heiti
á nýja máiinu. Meðan á stríðinu
stóð hefir þetba sem margt annað
legið í láginni að mestu eða öldu
leyti; á þelm tfma hefir aLheimsmál
toanónumnar og heriúðursLns haft
ÖU völd, sem kunnugt er.
í blöðunum á íslandi hafa þó að
undanfömu staðið nokkrar grelnar
þjóðinni heima til ífræðslu um þær
tilraunir er gerðar hafa verið hjá
stórþjóðunum til þess að hrinda af
stokkum alþjóða hjálpartungu. Þeir
Sig. Kristófer Péturssori og Holger
Wiehe tala um þebta mál í Lögréttu
og Morgunblaðimu, ofe tökum vér|
hér upp greinarstúf eftiir hinn síð-,
arnefnda, Jesendum Hieimskringlu
til fróðleítos og skemtunar. Höfund-
urinn, sem er danskur fræðimaður
búsetbur í Reykjavík, er nú að
verða eða er nú þegar orðinn þjóð-
kunnur fyrir ritgerðir sínar í ísl.
blöðum og tímaritum.
Þessi umrædda grein Hoigef;
Widhe er tekin úr Lögréttu frá 20.!
nóv. síðastl., og hljóðar svona;
þörfi'n á hjálparmáli er deginum
Ijósari. Og þetta mál getúr heldur
ekiki verið lifandi mál. Ekkert
þeirra er nógu auðlært, enda mup,
engin stórþjóð unna annaxi þeirra:
hLmuninda, sem leiða af því að eiga'
þá tungu, sem yrði valdboðin al-
þjóða hjállpartunga. Letta iiggUr f
augum uppi. Etoki Jieldur latíhuna
væri hægt að baka upp aftur. Er
hún mjög svo toriærð; enda era
það hú miklu íleirJ, sem þurfa á al-|
heimsmáli að halda, en áður fyr, or.
vísindamenn voru einir um hituna.1
Og í öðru lagi myndi Latínan ófær
um að fullnægja þörfum nútímans.
Það yrði að breyta henni þannig,
að hún yrði alt 'annað mál, eins og
“Latin sine fLexione’’ líka er. t>á eT
betra að búa til nýtt mál — alveg
óiháð gömlum kreddum. Og það er
hægt að húa tll slfkt mál. Þau tiaifa
meira að segja verið búln til svo
mörgum tugum skiftir. En fleat
hafa . verið ófullkomin og dáið
drotni sfnum. Mestri útbreiðslu
hafa Volapu^ og Esparamto náð.
Voiiapuk var þó mjög ófullkomin og
gölluð, enda er hún aiveg dottin úr
sögunni. Esperantó er aftur á móti
miklu betri sumt í henni er jafnvel
ágætt, en svo er annað, seon er mið-
DODD’S NÝRNA PlLLtJR, góðu
íyrir allskonar nýrnaveikL Lækna
gigt, bakverk og sykurveiki. Dodd’i
Kidniey Pills, 50c. askjan, sex ösk>
ur fyrir $2.50, hjá öljum lyfsölum
eða frá Dodd’s Medicine Co., Ltd,
Toronto, Ont
ur heppilegt, og önnur hjálparmál
tii, sern að símu leyti baka Esper-
anto fram, svo sem ‘Tdiom neutral”,
er nokkrir fyrverandi Volapuk-sinn-
ar bjuggu til, þó að það næði aldrei
þeirri útbreiðlu sem Esperanto.
Eg verð að fara fljótt yfir sögu og
læt mér nægja að segja, að fyrir
nokkrum árum tóku nokkuð márgir
vísindainenn út ýrnisum Jöndum slg
samian um að kjósa á milli hinma
mörgu hjálpartungna. Ekkert mál-
lanna réyndist futlnægjandi, en Esp-
eranto þó skást, og var hún því
kosin fyrir grundvöll. Á þeim grand-
veJli var þá búið til nýtt hjálparmáJ,
er neínJst ídó. Lfkist það bæði Es-
peranto og Idiom neútral. Menn
úr ýmisum löndum ög ýmsum frœði-
gTeinum hafa síðan unnið að því
að bæta málið og fullkonina það og
er það nú frábrugðnara Esperanbo
en í fyrstunni. Aðalamaður Idó-
mál'sims var L. Couturat, prófessor I
stærðíræði við háskólann í Parísar-
borg. Þvi miður beið hann bana f
byrjun stríðsins, hermanna bifreið
ók y.fir hiann. Margir Esperanto-
sinnar hafa viðúrkemt yfirburðí
Idó-málslns og yfirgetfið Esperanto,
en. iþví miður ekki allir. Og er nú
Leiðinleg barátta milli þessara
tveggja hjálpartunigna.
Það ætti að vera öllum ljóst, að
til þess að hæna menn að þessari
hjáþiarmáLshugsun, er hið besba
ekki of gott. En þÓ vilja Esperanto-
menn ekki bæta mál sitt áður en
búið er að viðurkenna það í öJlum
aðallöndum helmsiins. öfug aðferð.
Hvað cr þá fundlð Esperanto til
forábtu?
Fynst ora sérstöku Esperanto-
stafirnir. Fáar prentsmiðjur eiga
iþá eða skeyta um að kaupa þá, og
er það vorkunn, á meðan alveg ó-
vfst er að Esperanto sigri og verði
alment viðurtoent. Það eT því er-
vitt að láta prenta Esperanbo-
texta; það er erfitt að Skrifa hann
á ritvél og ómögulegt að símá hann,
nemia með þvf að slcrifa orðin með
annari stafsetningu. • En }>að er ær-
ið óþægilegt að að nota tvær staf-
setningar í ihjálparmáli.
Stafsetning hjáipartungu þarf að
vfsu að vera regluleg, en það er ó-
þarfi að nota hljóðritun hversdags-
lega. Hljóðrituini er ágæt sem kenslu-
gagn og f vísindunum—en það þárf
ekki að Jnafa lyfjavog ,f ölilum vetzi-
unrbúðuin.
Ekkert annað hjálparmál hefir
þessa “broddstafi”, enda gera þeir
UM LEIÐ OG VÉR
þökkum fyrir yið-
skifti og vináttu
sýnda oss á árinu, óskum
vér öllum Gleðilegra Jóla
og góðs og Farsæls Nyárs
SIGURÓSSON,
THORVALDSON
COMPANY, LTD.
Arborg, Man,
License No. 8—16028