Heimskringla


Heimskringla - 12.02.1919, Qupperneq 4

Heimskringla - 12.02.1919, Qupperneq 4
4. BLAÐSiÐA HEIMSKRINGLA WINNIPLG, 12. FEBR. 1919 HEIMSKBINGLA (StofnuS 188«) Kemur út á hverjum Mit5vikudegi mgefendur og eigendur: THE VIKING PRESS, LTD. VerB blaSsins í Canada og Bandarikj- unum $2.00 um áriö (fyrtrfram borgaS). Pent tll lslands $2.00 (fyrirfram borgaC). Allar borganir sendist rábsmanni blabs- Ins. Póst eba banka ávisanir stíllst til The Viking Press. Ltd. O. T. Johnson, ritstjóri S. D. B. Stephanson, ráSsmaður SkrlfMtofa: 72» SHERBROOKE STREET, WINNIPEG P. O. Box 3171 TalMÍml Garry 4110 WINNIPEG, MANITOBA, 12. FEB. 1919 Merkur Íslandsvinur látinn. Fyrir skömmu barst sú sorgarfrétt til Is- lendinga hér, að Waterman S. C. Russell veeri látinn — hefði látist 29. sept. síðastliðinn að heimili sínu í New Hampshire í Bandaríkjun- um. Spanska sýkin var banamein hans, þrátt fyrir fullkonma hjúkrun og læknishjálp hlaut hann að verða þeirri skæðu pest að bráð. Við fráfaíl þessa manns á íslenzka þjóðin á bak að sjá einlægum vini, sem lagði sig fram af ítrustu kröftum að kynnast sem bezt íslandi og öllu íslenzku. Fór hann fjór- ar ferðir til Islands og dvaldi þar sumarlangt í hvert skifti (árin 1909, 1910, 1011 og 1913), ferðaðist þá um landið þvert og endi- langt og kappkostaði að afla sér sem ítarleg- astrar þekkingar á “sögulandinu fræga” og íbúum þess. Árið 1914 gaf hann út bók um þessar ferðir sínar, er hann nefndi “Iceland” og mun bók sú hafa náð töluverðri útbreiðslu hér í landi. Bókina trleinkar hann eigin- konu sinni, er í tveimur fyrri ferðum hans fór með homim til Islands og lét engan mótbyr eða ferðaþrautir aftra sér frá að fylgja hon- um í þessum leiðangrum um landið. Russell heit. var á fertugasta og áttunda aldursári er hann lézt. Var hann fæddur í Woodstock héraði í aprílmánuði árið 1871. Þar hlaut hann undir búningsmentun og 1895 útskrifaðist hann af Bates háskólanum. Hafði hann lagt stund á enskar bókmentir og vís- indi og útskrifaðist með hinum bezta vitnis- burði. Um nokkurra ára skeið var hann kennari í vísindum við æðri skóla í Manchest- er, Remington og Springfield. Á ofangreind- um árum ferðaðist hann til Islands. Árið 1915 gerðist hann skrifari og helzti umboðs- maður félags eins í Waverley, sem nefnist ,‘The Cambridge Botanical Supply Co.”, og ásamt þeim störfum sínum ferðaðist hann oft um, hélt fyrirlestra um Island og sýndi þaðan myndir. Hvernig athygli hans vaknaði á Islandi og hvað lokkaði hann þangað skýrir hann frá í ofannefndri bók. segir hann slíkt hafa verið mörgum samlöndum sínum hið mesta undrun- arefni og hafi hann þráfaldlega verið spurð- ur, hvers vegna hann veldi ekki einhvern ann- an skemtilegri stað að fara í. Annar kapítuli bókar hans er svar hans gegn þessari spurn- ingu, og meðal annars kemst hann þar þannig að orði: “Þjóð þessi vekur mig til athugunar. Landið var ekki bygt af þýjum eða þrælum. Hinir frægu fomu kappar víkinga tímabilsins, er ruddust yfir eyjamar brezku, gerðu usla á ströndum Frakklands, sigldu þvert og endilangt Miðjarðarhafið, komust jafnvel alla leið til Kontsantínópel og ráku sigrihrós- andi hernað hvert á land sem þeir fóru — þetta eru mennirnir, sem, eitt sinn herrar og smákonungar Noregs, forsmáðu að beygja kné fyrir Haraldi hárfagra og kusu heldur hættur óþekts og fjarlægs lands, og komnir þangað, tóku sér dvöl á milli ísa og eldfjalla og sögðu þar sögur hreystiverka sinna. Frá þessiím hrausta kynstofni em Islendingar nú- tíðarinnar komnir. Þeir eru góð, ráðvönd og gestrisin þjóð; góðgerðasamir hverir við aðra og við þá annara þjóða menn, er að garði þeirra ber. Gestrisnin íslenzka á fáa sína líka og er því nær óþekt hjá vorri sjálf- elsku og eigingjömu þjóð. Bókmentirnar heilla mig. Tungan, sem nú er dauð í hinum fornu dölum Noregs, er Hfanch mál á Islandi. Þjóð þessa lands les fomsögur sínar, sagnir margra alda gamlar, með eins góðum skilningi og vikublöðin. Er slíkt engu líkara, en ef einhver löngu týnd ey geymdi enn í öllum sínum foma hreinleik málhreim Homerisku aldarinnar, eða að ein- hver löngu gleymdur dalur í Alpafjöllum Ital- íu endurhljómaði mælsku Ciceros eða berg- málaði á ný sönglög Horesar.” Höfundurinn bregður svo upp mynd af margbreytilegri náttúmfegurð Islands og un- aði íslenzks sveitalífs. Endar hann svo kapí- tulann með þessuin orðum: “Hví fer eg til Islands? Af því þjóð þessi er aðlaðandi, hinar fornu hetjusögur hreyfa hið þunga blóð borgarlífsins. Og sú hugsun, að mega þar, ferða frjáls og áhyggjylaus, á löngum sumardegi reika um afskekt dalverpi eða brosandi gmndir, verður ráðandi aflið.” Bók Russells heit. um Island er þmngin af hlýhug í garð íslenzkrar þjóðar. Hin til- komumikla náttúrufegurð Islands hefir greypt ógleymanlegar myndir í huga hans og hrifinn er hann af hinu friðsama íslenzka sveitalífi í öllum þess myndum. Við að lesa þess lýsing- ar hans á íslenzku þjóðinni og íslenzku sveitalífi, getur manni ekki annað en dottið í hug, að glögt sé gestsaugað. Maður verður þess ffjótt var, að hann tekur eftir því smáa engu síður en því stóra. Og flestar munu lýsingar hans á fólki og staðháttum vera nokkurn veginn réttar, þótt skýringar hans á sögu Islands og lýsingar á þjóðmni í heild sinni, séu ekki lausar við öfgar með köflum. En hinn einlægi velvilji hans í garð alls, sem íslenzkt er, réttlætir slík mishermi, sem engin em alvarlegs eðlis; og óefað munu allir Is- lendingar, sem bók hans hafa lesið, ætíð minnast hans með virðingu og þakklátum huga. Þau Russell heit. og kona hans höfðu fyr- irhugað að leggja aftur í ferð til Islands að stríðinu loknu. En dauðinn, sem aldrei gerir manníunun, hefir nú komið í veg fyrir slíkt. Hartnur hinnar eftirlifandi ekkju, er nú syrgir svo ástríkan og góðan eiginmann, er mikill og þungbær. Þjóðin íslenzka, er jafnan mun minnast hins látna með hlýjum hug, vottar henni einlæga samhygð í hinni miklu sorg hennar. +-------..........................-.. Bolshevisminn og Sósíalismi. Rússar í New York samansöfnuðust nýlega á Grand Central járnbrautarstöðinni, auð- sýnilega fólk af öllum stéttum og öllum flokk- um, til þess að bjóða velkomna Mme. Cater- ina Bleshkovsky, hina nafntoguðu kvenhetju rússneskrar þjóðar, sem þá var að koma til Bandaríkjanna. Óþreyja lýsti sér í hverju andliti á meðan fólk þetta var að bíða eftir lestinni, og voru margir með fult fangið af rauðum blómum. Eftir að lestin var komin og Mme. Bleshkovsky stigin niður á brautar- pallinn, var var brátt sleginn hringur kringum hana og segja ensku blöðin hana hafa þá haft ærið nóg að gera, að taka á móti kossum. Störðu burðarsveinar og aðrir brautarþjónar undrandi á aðfarir þessar og botnuðu ekki upp né niður í neinu. Hér var þó verið merkum gesti að fagna. Kona þessi er nú háöldruð, en þrátt fyrir þungan mótbyr í lífinu og mikla reynslu, þó enn hin ernasta og hressasta í bragði. Á dög- um keisarastjórnarinnar gömlu háði hún öfluga baráttu gegn hinni þá ríkjandi harð- stjórn og kúgun, fylgdi sterklega kenningiun sósíalista og hélt frcim algerri stjórnarbylt- ingu sem eina úrræðinu þjóðinni til frelsunar. Hefir hún þar af leiðandi verið nefnd “amma hinnar rússnesku stjómarbyltingar.” Eins og vænta mátti áttu kenningar hennar engum vinsældum að fagna hjá stjórnarsinnum og varð hún fyrir ofsóknum mildilm frá þeirra hálfu, unz hún að lokum var flæmd í útlegð til Síberíu. I útlegð þeirri var hún rúm tuttugu ár og fékk ekki lausn fyr en eftir stjórnar- byltinguna. Urðu kjör hennar þá stórum betri og á meðan ábyggilegir umbótamenn, bæði sósíalistar og aðrir frjálshugsandi leið- togar héldu um stjómvölinn var hún ánægð. En eftir að Bolsheviki flokkurinn brauzt til valda og öfgamenn og draumórapostular tóku öll ráðin í sínar hendur, hreyfði Mme. Bresh- kovsky brátt mótmælum og sem áður langt leið leiddu til nýrra ofsókna í hennar garð. Að lokum var hún tilneydd að leggja á flótta og eftir að hafa verið í felum í marga mánuði, lagði hún af stað frá Omsk síðast liðið haust áleiðis til Bandaríkjanna. Eftir langt og þreytandi ferðalag komst hún svo á endanum til New York fyrir stuttu síðan, eins og frá er skýrt að ofan. Skönmmu eftir þangað komu sína veitti hún áheyrn nokkrum fregnritum helztu New York blaðanna. Var hún fyrst spurð hvort Bolshe- vismi og sósíalismi væri það sama og svar- aði hún því neitandi. Kvaðst sjálf ætíð hafa verið ákveðinn sósíalisti, lagt fram alla krafta í þágu aukins frelsis fyrir þjóð sína—en öfga- kennmgar Bolsheviki flokksins fengi hún aldr- ei aðhylzt; sem nú væri verið að útbreiða með þeirri harðstjórn, er ekki ætti neitt sam- eiginlegt með sönnu lýðveldisskipulagi. Með- al annars komst Mms. Breshkovsky þannig að orði: “Eg fæ eigi útskýrt nákvæmlega í fáum orðum allar þær öfgar, sem samtvinnaðar eru kenningum Bolsheviki flokksins. Alt er~«ú í ruglingi og sundrung á Rússlandi — þannig eru áhrif slíkra kenninga að birtast, sem þrýst er að þjóðinni með valdi og yfirgangi af nú- verandi stjórn. Nýjar skipanir koma daglega frá Lenine og Trotzky og alþýðan veit eigi hvers næst skal vænta. Lögin eru horfin og regla ei lengur til. Almennar kosningar eiga sér ekki stað; frumlaga þingið, sem þjóðin bygði svo Óflugar vonir á, er lostið til agna af völdum Bolsheviki stjórnarinnar. Öll stjórn landsins er í höndum hinna svonefndu ‘um- byltinga nefnda’ er framnfylgja skipunum öll- um með hervaldi.” Mme Breshkovsky var döpur í bragði, er hún þannig lýsti neyðarkjörum þjóðar sinnar. Kvað hún enga von að úr þessu rættist á með- an ‘Bolshevisminn” héldi veldissprota sínum yfir landinu. Að eins sannur sósíalismi, grundvallaður á viti og rökum og einlægri umbóta-þrá, gæti nú komið þjóðinni til frels- unar. “Hvað getur Ameríka gert Rússlandi til aðstoðar?” var hún spurð, og svaraði hún fljótlega: “Að leggja sig eftir að skilja sem bezt rússnesku þjóðina.” Til þess að glæða skilning Ameríku á Rúss- j landi er Mme. Breshkovsky hingað til Iands komin. Markmið hennar er að ferðast í ýmsa staði, halda ræður hvar sem hún fær á- heyrn og þannig reyna að koma fólki þessa lands í réttan skilning um ástand rússneskrar þjóðar, eins og það í raun og veru er. Segir hún kjör þjóðar sinnar nú hörmu- legri en orð fái lýst. T. d. séu 4,000,000 munaðarlausra barna á Rússlandi, er mist hafi foreldra sína bæði í styrjöldinni miklu og hernaði Bolsheviki stjórnarinnar. Með sterkum og áhrifamiklum orðum bendir hún á þá þörf að munaðarleysingjar þessir geti hlotið sem bezta uppfræðslu og mentun. “Slíku til hjálpar, verðið þið að senda bjek- i ur,’ segir hún, “kenslubækur handa börnum —og stafrofskver.” Leggur hún á þetta mikla áherzlu og segir hægt að senda slíkar bækur til ýmsrá samvinnu félaga á Rússlandi, er þrátt fyrir ofríki og yfirgang Bolsheviki- stjórnarinnar muni gangast fyrir útbýtingu þeirra — til séu ýmsir leynivegir. Það er föst og óbifanleg sannfæring þess- arar merku konu, sem svo mikið hefir lagt í sölumar lands síns vegna, að einskis góðs sé að vænta af athöfnum núverandi stjórnar.— Bolshevismann segir hún hafa átt upptök í , Petrograd á undan stjórnarbyltingunni og náði útbreiðslu við fögur umbóta loforð, er glöptu þjóðinni sýn í bili. Friðurinn reyndist ágæt beita; alþýðunni var lofað, að undir eins og Bolsheviki flokkurinn kæmist til valda skyldi þátttaka þjóðarinnar í stríðinu taka enda og friður komast á. Helzta við- kvæði Bolshevista á þessum dögum var: “Þið megið ekki bíða eftir frumlaga þinginu (Constituent Assembly). Verðið að aðhaf- ast undir eins — taka tækifærið meðan það gefst. Nú verðið þið að ná rétti ykkar eða aldrei.” Og viðkvæði þetta heillaði marga. En Bolshevistar höfðu ekki verið lengi við völd, þegar öfgarnar urðu sýnílegar. Frá því fyrsta hefir stjórn þeirra gengið í óreiðu, alt framkvætmdarvald verið í molum og hinar margvíslegu hörmungar þjóðarinnar aukist, en ekki minkað. Allar brautarstöðvar með- fram járnbrautinni frá Omsk til Vladivostok voru um tíma fullar af flóttafólki, körlum, konum og börnum; fófki, sem hrjáð hafði verið og hrakið af völdum Bolsheviki her- mannanna. Herlmenn þessir höfðu vopn, skotfæri og vistir í sínum höndum og mót- spyrna gegn þeim því ómöguleg. Mme. Breshkovsky byggir alla von um við- reisn þjóðar sinnar á sönnum sósíalisma og i ábyggilegu umbóta-starfi. Og eins og nú sé komið fyrir þjóðinni, þarfnist hún aðstoðar utan frá. ♦■.*•■■■ '■——* ■•■■■■■■♦ Minnisvarða-málið. Á almennum fundi lslendinga í Winnipeg, er haldinn var 14. jan. 1919, var svolátandi tillaga frá Dr. B. J. Brandsyni samþykt í einu hljóði: “Þessi fundur skoðar það sem sjálfsagða skyldu allra Islendinga í þessari heimsálfu, að leggja sitt fram til þess, að viðeigandi minnisvarði sé reistur til handa þeim mönnum af íslenzku bergi brotnu, sem létu Iífið í þjón- ustu þess dýrmæta og réttláta málefnis, sem Bandaþjóðirnar börðust fyrir í hinu mikla stríði, sem nú hefir hefir verið leitt til sigur- sælla Iykta,” Þá var með þeirri samþykt stig- ið ákveðið spor miðandi til þess, ekki eingöngu að heiðra minningu hinna föllnu hetja, heldur og einn- ig að halda vakandi í huga kom- andi kynslóða í þessari heimsálfu, þeirri staðreynd að menn og konur frá Islandi hafi verið í tölu þeirra þjóðflokka, sem varið hafi hér æfi og kröftum til þess að byggja upp og auðga og þroska þessa heims- álfu og að afkomendur þeirra hafi með þátttöku sinni í nýafstöðnu stríði lagt líf sitt í sölurnar, ásamt öðrum sonum þessa Iands, til þess að tryggja eftirlifandi kynslóðum þann mæli þjóðlegs frelsis, sem þeim er nauðsynlegur til eflingar þeirrar menningar, sem ein er lykill að fulkomnunar þroska og hag- sæld hverrar þjóðar. Fundurinn fann til þess, að hér var að ræða um skyldu, sem hverj- um góðum borgara bæri að rækja og að nauðsynlegt væri að koma þessu skyldustarfi í framkvæmd svo fljótt sean unt yrði að ná sam- an fé til þess. Þerss vegna kaus fundurinn níu manna nefnd til þess að annast um framkvæmdir í þessu þjóðræki- lega nauðsynjamáli, með því á- kvæði, að bætt skyldi við nefnd- ina mönnum úr sem flestum héruð- um þeim, sejm Islendingar byggja hér vestra. Níu manna nefndin hefir nú haft sinn fyrsta fund þann 8. þ .m. í húsi Dr. B. J. Brandsonar, og kosið Dr. B. J. Brandson forseta sinn og B. L. Baldwinson skrifara. Féhirð- ir var ekki kosinn að svo stöddu. Ákvæði voru tekin til þess að leita styrktar einstakra manna í hinum ýmsu bygðum Islendinga í Canada og Bandaríkjunum í þessu máli með því augnamiði að þeir vildu takast á hendur að boða til fundar hver í sínu bygðarlagi, og fá þar valda menn sem verði með- limir nefndarinnar í Winnipeg og Máttlaus, Horuð, Tauga- veikluð og Fölleit. Mrs. Frank Berry segist hafa fund- ið bata viS notkun Dodd’s Kidney Pills. Eona ein í New Brunswick segir frá hvernig hún fékk fljótan bata við sjúkdómi er stafa'ði frá sýkt- um nýrum. New Jersey, Northumiberland Co.. N. B., 10. fdh. (Skeyti). — Mrs. Frank Berry, velþekt kona hér, er ein af þeim, sem nú syngja lof um ágæti Dodd’s Kidney PiUs. "Dodd’s Kidney Pills læknuðu mig,” segir Mrs. Berry. "Eg var máttlítil,. holdgrönn og tauga- veikluS. Eg hrökk oft upp £ svdfni og dreymdi illa. VarS ekkt fær uim að gjöra verk mín, augu mín voru döpur og þreytt og eg kvaldist af uppþembu, höifuðverk og harSIífi. Hendur og fætur voru æfinlega kaldar, skinnið þurt og 'hart iðkomu, og andlit mitt var þakið bólum. I “Eg var alt af þreytt og mátt- , laus og vissi aS eg hefSi veik nýru. AS eins þrjár öskjur af Dodd’s Kidney Pills þurftu til aS lækna mig algerlega.” Mrs. Berry brúkaSi Dodd’s Kidney Pillur til þess aS lækna or- sök veikinda sinna—veik nýru. Hún ifékk líka góSar afleiSingar. Ef þú hdfir nokkur af einkennian veikinda Mrs. Berry og hefir ekki reynt Dodd’s Kidney Pills, þá spyr nágranna þinn um ágæti þeirra. Dodd’s Kidney Pills, 50c askj- an, sek öskjur á $2.50, hjá öllum lyifsölum, eSa írá Dodds Medi- cine Co., Limited, Toronto, Ont. í samvinnu við hana. Jafnframt var það ósk og von nefndarmanna, að hver íslenzk bygð vildi stofn- setja hjá sér varanlega fram- kvæmdarnefnd til þess að annast um fjársöfnun, hver í sinni bygð, og að leggja þar að alla alúð að til- lögin geti orðið sem ríflegust, því það vakir fyrir nefndinni, að sasmcf íslenzka þjóðflokksins í þessari I Framhald d 5. bla.) H.F. EIMSKIPAFÉLAG ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»♦ ISLANDS ♦ Aðalfundur. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Aðalfundur Hlutafélagsins Eimskipafélag Islands verður haldinn í Iðnaðarmanníihúsinu í Reykjavík, laugardaginn 28. júní 1919, og hefst kl. 1 e. h. Dagskrá: 1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á liðnu strafsári, og frá starfstilhöguninni á yfirstandandi ári og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar end- urskoðaða rekstursreikninga til 31. desember 1918 og efnahagsreikning með athugasemdum endurskoðenda, svör- um stjórnarinnar og tillögum til úrskurðar frá endurskoð- endunum. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiftingu ársarðsins. 3. Tillögur um lagabreytingar. 4. Kosning 4 manna í stjórn félagsins í stað þeirra, sem úr ganga samkvæmt félagslögunum. 5. Kosinn endurskoðandi í stað þess er frá fer, og einn vara- endurskoðandi. 6. Umræður og atkvæðagreiðsla um frumvarp til reglugerðar fyrir Eftirlaunasjóð h.f. Eimskipafélags Islands. 7. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Að- göngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðs- mönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík, eða öðrum stað, sem auglýstur verður síðar, dagana 24.—26. júní, að báðum dögum meðtöldum. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til að sækja fundinn hjá hlutafjársöfnurunum um alt land og afgreiðslumönnum félagsins, svo og á skrifstofu félagsins í Reykjavík. Reykjavík, 30. desember 1919, STJÓRN H.F. EIMSKIPAFÉLAGS ISLANDS

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.