Heimskringla - 12.02.1919, Síða 5

Heimskringla - 12.02.1919, Síða 5
WINNIPEG, 12. FEBR. 1919 HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSJÐA keirasálfu krefjist þess, að minnis- varðinn yfir fallna henmenn af vor- um þjóðbálki, sé svo saanilegur að hann samsvari drottinhollustu þeirra föllnu, sem af frjálsum vilja dóu til þess að vér, sem eftir erum, megum una við óskerð borgararétt- indi í þeim ríkjum, sem vér- erum einnig af. Fundurinn fann til J>ess, að sök- um veikinda þeirra Hon. Thos. H. Johnsons, dómsmálastjóra Manito- ba fylkis og séra B. B. Jónssonar, forseta kirkjufélagsins, nú um und- anfarnar vikur, hefir framkvæmd- um í þessu máli verið frestað leng- ur en annars hefði orðið. En nú eru báðir þessir herrar á góðum batavegi. Hon. Thos. H. Johnson hefir farið vestur að Kyrrahafi sér til hvíldar, hressing- ar og heilsubótar þar um tíma, og verður væntanlega kominn þangað á undan þessu blaði. Hann hefir í hyggju að koma við í þeim bæjum, þar sem íslendingar hafa aðsetur og hefir góðfúslega lofað nefnd- inni að leggja lið sitt til þess að landar vorir í þeim bæjum taki tninnisvarðamálið að sér og annist að sumu leyti um æskileg afdrif þess. Eg vil mega benda “Strönd- ungitm” á, að hafa gætur á ferðum herra Jöhnsons og ná tali af hon- um, helzt að þeir vildu stofna til fundar hjá sér og fá hann til að flytja þar erindi minnisvarðamál- inu til skýringar. Séra B. B. Jónsson er enn þá of Jasburða til þess að hann megi fara að heiman, en allan vilja hefir hann á að verða máli þessu að liði strax og hann hefir náð svo fullri heilsu, að hann megi sér hættulaust ferðast. Það var ákveðið á nefndarfundi þessum, að fá stjórnarnefnd minn- isvarðajmálsins löggilta nú á þessu þingi. Slík löggilding veitir nefnd- inni og umboðsmönnum hennar ó- yggjandi lagarétt til fjársöfnunar til minnisvarðans og tryggir jafn- framt gefendum fjárins rétt til þess að ganga eftir fullri skilagrein þess frá nefndinni, eins og ef hún væri að eins einstaklingur. Kostn- aður við löggilding þessa verður lítill eða álls enginn.—Helzt alls enginn. Nefndin hefir þegar fengið vitn- eskju um áhuga ýmsra manna í bygðum Islendinga á framgangi þessa máls og gerir sér beztu vonir um almennan áhuga þeim fylgj- andi. En jafnframt virðist rétt að laka fram, að hún ætlast ekki til að gefendur í minnisvarðasjóðinn sendi peninga frá sér fyr en hún befir kosið sér féhirðir og að öll liHög séu þá send beint til hans, en ekki til blaðanna. Nefndin vonar og óskar, að ís- lenzku blöðin hér, öll, styrki mál þetta eftir megni. Meira í næstu viku. B. L. Baldwinson. --------o-------- ÍSLANDS FRÉTTIR. 13. jan.—Asahláiku með axtótan- rtbormi perði hér í nóbt. Hitinn var V ©Wd n®m)a 1.5 et. hér í nnorgun. Eldur kom upp 1 dönsku segl- ekipi !hér á (hötfnJnni í íyrri nótt, on MkiLnm tökst að slökkva áður en kann næði að breiðast út að mun. Settur eýslumaður i Árnessýslu er nú orðinn Magnús Ofslason cand. juT. frá Búðum við FáskrvVðsfjörð. Froet var með langmesta möti hér i bænum í morgun og sýndi lamd- «fcnamælirjim 10 stig. — Hvergi á lamdinu var froetið jafn mikið. — Nýr botnvörpungur kom hingað 4ré útlönduim 1 gærkvekii. l>að er botnvörpungurinm “Yfnland” eign Oelre Thorsteinssonar og fl. Sfcipið ei* ’bygt 1 Hollandi, cn ófriðurinn lafið fyrir. Fulhveídi landslriiS kcvstar oftir bvi aem “Frón” segir, tæp 80 bús. kr. á •ri. Aif beirri uppihæð veTða 50 bús. lagðar á borð m»ð konuugn, 12 þús. t.H utanríkisstjórnarimnar og viðlíka uppthæð til íslenzku akriifstofunnar í Khöfn. Er bá ekki gert ráð fyrir oneinum sendimönnuim í öðrum Jöndum en Danmörku. Kaup premtara hofir nú verið é- kveðið með gierðardómi 35% hærrn en bað var áður og aukavinnu- kaup eininig hækkað. Höfðu prent- arar farið fram á 50% hækkun, en prnitsmiðjueigemdur vödu veita 25. ÁVARP TIL ISLENDINGA I VESTURHEIMI. FT og mikið hefir verið talað um nauðsynina á aS viðhalda þjóðerni vorn íslendinga hér í álfu, og er það skiljanlegt.—Þar ræðir um dýran fjársjóð, er vér, menn og konur útflutt frá Islandi eigum: menningu þjóðar vorrar, þús- und ára gamla og margreynda,—það veganesti, sem er aflvaki allra fram- kvæmda vorra og manndóms í þessu nýja kjörlandi voru. Þenna fjársjóð vitum vér að vér eigum og þenna fjársjóð viljum vér varðveita oss til uppbyggingar og þjóðfé- laginu, sem hér er í myndun, til þroskunar. Hann er arfurínn, er vér þráum að geta látið hreinan og ómengaðan niðjum vorum í þessu Iandi í té, þegar vér leggjumst til hvíldar, þeim til uppbyggingar og landi þessu og lýð til blessunar. Vér viljum afhenda þeim tunguna—málið, “mjúkt sem gull og hvelt sem stál”, er í sér felur hugsanaheim hins íslenzka þjóðlífs frá hinni eiztu tíð og upp til vorra daga, er lýsir hinum norrænu hugsunum, hinu norræna einstaklingseðli, hinum norræna skilningi á kröfum og tilgangi mannlífsins, sem, að vorum dómi, er fullkomnari og æðrí en skilningur sumra annara þjóða. Vér viljum að þeim sé greiður gangur að bókmentum þjóðar vorrar, sem, þó lítil sé, er eina þjóðin í heimi, er á lifandi máli á sí-gildar fornaldar bókmentir, sem af fræðimönnum eru taldar jafn-snjallar, ef ekki snjallari því bezta í bókmentum forn- aldarinnar. Þetta, meðal annars, þráum vér að orðið geti ævarandi eign niðja vorra í álfu þessarí og hjartfólginn fjársjóður, er þeir svo fái auðgað með hið vaxandi þjóð- líf, að það megi verða þróttmeira og fegurra en ella. Nú byggir þetta land, sem kunnugt er, fólk úr öUum álfum heims, og hefir hvert um sig með sér flutt þá siðu, þær hugsjónir, þá tungu, er tíðkuð hefir veríð í heima- landi þess. Standa menn því hér á mjög misjöfnu menningarstigi, þó nábúar gjörist eftir að hingað kemur. Frá borgaralegu sjónarmiði er þjóðin ein og óskift. En tími sá er enn eigi kominn, að fólk þetta hafi náð því takmarki, að mynda eina þjóðernis- lega heild, er öðlast hafi sérskilin og ákveðin andleg þjóðareinkenni, þó, með framtíð- inni, að eftir því sé vonast að svo megi verða. Gætir því margbreytiiegra skoðana, á öUum þeim málum, er varða framtfðina og áhrif geta haft til að efla eða hnekkja menningu hinnar uppvaxandi þjóðar, á komandi tíð, og ræður í því efni, á hverjum stað fyrir sig, að mjög miklu leyti, hver þjóðflokkurinn er öflugastur, að fólksfjölda eður efnahag. Nú er það hin helgasta skylda gagnvart þessu ríki og hinni uppvax- andi þjóð, að þeir, er að arfi hafa tekið göfugar hugsjónir og haldgóða menningu, og hingað hafa flutt, ávaxti þenna arf sinn og verndi þessar hugsjónir sínar frá glötun. Nú hagar svo tU hjá oss, að vér erum búsettir meðal aUra þessara þjóðflokka og hefir þegar komið í Ijós, að straumar þessara áhrifa eru mjög mishollir voru andlega heil- brígði, og hafa því orðið þess valdandi, að vér höfum í sumum efnum miður en skyldi verndað hinn þjóðernislega arf vorn, og það gengið svo iangt, að jafnvel hugsjónalífi voru og tungu hefir staðið háski af. Áhrífin hafa eigi fremur boríst oss frá þeim þjóðflokkum, er ofar standa í menningarlegu tilliti en vér, en hinum, sem þar standa neðar, og veldur því afstaða bygðarlaga vorra og nábýli við hina ýmsu þjóðflokka. Þess vegna getur svo farið, ef vér eigi gjörum neitt tU þess að varðveita þjóðerni vort í framtíðinni, að í stað þess að taka framförum andlega og h'kamlega, farí oss svo aftur, að af því súpum vér og niðjar vorir um langan aldur. Það er þess vegna skoðun vor, að Islendingar hér í álfu ætti að bindast sam- tökum sín á meðal, til að mynda félagsskap tU viðhalds tnngu vorrí og þjóðerni, er og jafnframt hefði það að markmiði að efla sæmd þjóðar vorrar og virðingu innbyrðis og út á við, í öllum efnum, eftir því sem ástæður leyfðu; er orðið gæti hvöt menta- mönnum vorum í námi þeirra og vísindaiðkunum, ríthöfundum vorum styrkur í verki þeirra og frumkvöðull að því, að kynna afkomendum vorum og meðborgurum sögu vora og bókmentir að fornu og nýju, með fyrirlestrahaldi eða útgáfu þar tU kjörinna rita. Auk þess gæti innifalist í verkefni félagsins: (a) að stuðla að því, að íslenzk tunga verði kend við sem flesta háskóla hér í álfu, er íslendingar sækja, og að komið verði á fót verðlaunasjóðum í nor- rænum fræðum við þær stofnanir. n (b) að stuðla að samvinnu og samhygð milli Islendinga hér í álfu og þjóðarinnar heima. (c) að efla þau framfarafyrirtæki, er orðið gætu lslendingum tU sæmdar og nyt- seradar hér sem annarsstaðar. Þessi tillaga vor um almenna félagsmyndun er eigi ný. Miklu fremur má með sanni segja, að hún sé jafngömul landnámi voru í Vesturheimi. Hafa á ýmsum tímum og velflestum stöðum, þar sem Islendingar búa, komið fram svipaðar tUlögur og jafn- vel tilraunir veríð gjörðar að stofna þvílíkan félagsskap. Hefir þetta mál því veríð eitt hið mesta og almennasta áhugamál vort, þótt eigi hafi veríð gjörðar svo almennar framkvæmdir í því, sem nú er farið fram á og æskilegt hefði veríð. En nú á sfðustu tímum hefir það fengið nýjan og aukinn þrótt og áhugi vaknað fyrir því meirí en nokk- uru sinni áður. Til þess Iiggja margar orsakir, sem öllum eru Ijósar og eigi gjörist þörf að skýra frá. Hér í Winnipeg hefir þegar nokkur byrjun verið gjörð. Fjöl- mennur fundur var haldinn hér 7. þ. m. og voru þar alKr einhuga með því, að æskUegt værí að komið yrði á stofn allsherjar þjóðernisfélagi meðal Islendinga hér í álfu, og ▼ar þar samþykt svolátandi tillaga: “Að kosin sé þrjátíu manna nefnd, er vinna skufi að undirbúningi þessarar ... fyrirhuguðu félagsstofnunar fram tU almenns fundar. Skal nefdnin semja ávarp, er sendast skal mönnum í hinum ýmsu bygðarlögum vorum hér í álfu, og með þvf sé á þá skorað að gangast fyrir fundarhaldi hver í sinni bygð, og með fundar- atkvæði leita álits þeirra, sem viðstaddir eru, um stofnun þjóðernisfélags meðal fslendinga í Vesturheimi. Falli samþyktir með, skulu kosnir fulltrúar á fundum þessum, er mæta skulu á almennum fundi í Winnipeg, er ræða skal um stofnun, stefnu og fyrirkomulag þessa félags, og skal sá ahnenni fundur haldinn svo fljótt, sem ástæður leyfa.” Nefndin, sem kosin var, hefir þegar tekið til starfa. Formaður hennar er séra Rúnólfur Martemsson, hr. Ásm. P. Jóhannsson féhirðir og séra Guðm. Árnason rítarí. Að tdhlutun hennar og samkvæmt ofangreindri tillögu er ávarp þetfa samið, og eru það tilmæli nefndarinnar, að þeir menn, er veita kunna því móttöku, gangist fyrir fundar- höidum á þann hátt, er um ræðir í tillögunni, og tilkynni svo rítara eða formanni kér úrslit þeirra funda. Dagsett í Winnipeg. Manitoba, 27. janúar 1919. Rúnólíur Marteinson Jón J. Bildfell. O. T. Johnson. Sig. Júl. Jóhannesson. O. S. Thorgeirsson. Björn B. Jónsson. Magnús Paulson. Sigurbjörn Sigurjónsson. Hjálmar Bergmann. Líndal Hallgrímsson. Ingib. Ooodmundsson. Rakel Oddsson. Aurora Johnson. Jóhanna O. Skaptason. Thóröur Johnson. Friörik Sveinsson. S. D. B. Stephanson. Ásm. P. Johannsson. Thomas H. Johnson. Brandur J. Brandson. Rögnv. Pótursson. Thorst. Borgtjörö. Kristj&n J. Austmaan. Gunnl. Jóhannsson. Hj&lmar Oislason. Gúöm. Arnason. Einar P. Jónsson. Jón Árnason. Gn’örún F. Johnson. Sesselja Gottsk&lksso®. Umferðasalar gMjKhf' Vorir eru , NÚ MEÐ SÝNISHORN AF SKÓ- M FATNAÐI FYRIR SUMAR, HAUST OG VETUR. KAUP- MENN HAFA UR MIKLU AÐ VELJA HJÁ ÞEIM. SPYRJIÐ KAUPMANNINN YÐAR UM “RYAN SKÓ” OG TAKIÐ EFTIR STIMPLÍNUM Á HVERJU PARI. Thomas Ryan & Co., Ltd. PRINCESS STREET, WINNIPEG Ábyggileg Ljós og Aflgjafi. Vér ábyrgjumst yíSur varanlega og óslitna ÞJÓNUSTU. Vér æskjum virtSingarfylst viSskifta jafnt fyrir VERK- SMIÐJUR sem HEIMILI. Tals. Main 9580. . CONTRACT DEPT. UmboSsmatSur vor er reiSubúinn at5 finna ySur a8 máli og gefa ySur kostnaÖaráætlun. Winnipeg Electric Railway Co. A. IV. McLimont, Gen'l Manager. Skólaganga Yðar. I>etta er verzlunarskólinn, sem í 36 ár hefir undirbúið unga fólkið f þessu landi i beztu skritstofustöðurnar. £>ér ættuð að ganga & þenna skóla og njóta góðrar kenslu, bygða á svo langri reynslu. STŒRÐ OG ÞÝÐING KENSLUSTARFA VORS Vorir sameinuðu skólar, "Winnipeg and Regina Federal Colle^e”, hafa kent og undirbúið fleiri en 24,000 stúdenta fyrir verzlunarlifið. I>eir finnast alisstaðar, þar sem stór verzlunar-etarfsemi á sér stað. I>eir sýna einnig, hvar sem þeir eru, hvað kensluaðferðir vorar eru notagóðar. — Pessi stóri hópur talar fyrir oss. — VUtu koma með öðrum sjálfsboðum er innritast á skólann á mánudaginn kemur? Dag og kvöld kensia. Winnipeg’ Business College 222 PORTAGE AVE. George S. Houston, Gen. Manager. KOL! Vér erum reiðubúnir að veita fljóta afgreiðslu á Hörðum og Linum Kolum, af beztu tegundum. Ef þér hafið ekki allareiðu pantað kol fyrir veturinn, þá finnið oss. — Vér gjerum yður ánægða. Telephone Garry 2620 D. D.Wood & Sons, Ltd. Office og Yards: Ross Ave., homi Arlington Str. BORGIÐ HEIMSKRINGLU. NafnmiÖinn á blaÖinn yÖar sýnir hvernig sakir standa. Brúkið þetta eyðublað þá þér sendið oss peninga: THE VIKING PRESS, Ltd., Winnipeg, Man. Kæru herrar:— Hér með fylgja .—............!..........„Dollarar, sem borgun á áskriftargjaldi mínv við Heimskringlu. Nafn ........................................... • Áritun ......................................... BORGIÐ HEIMSKRINGLU. I

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.