Heimskringla - 31.12.1919, Blaðsíða 4

Heimskringla - 31.12.1919, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA. HEIMSKRINGLA WiNNIFEG, 31. DES. 1919. H.ELALSK RINGrLA (Stofnuð 18IS0) Kemur út 4 hverjum MitSvlkudegl Ctgefendur og elgendur: fHE VIKING PRESS, L'ID. VerT> blatSsins í Canada og Bandarikj- •inum $2 00 um áriti (fyrirfram borgatJ). >.Jent tii lslands $2.00 (fyrirfram borgat5). Allar borganir sendist rátSsmanni blatJs- ins. P<Jst et>a banka ávísanir stílist til The Viking Press, Ltd. Ritstjóri og ráSsmaSur: GUNNL. TR. JÓNSSON Skrifstofai 729 SHERBROOKE P. O. Box 3171 STREET, WINNIPE0 Talafml Garry 4ÍIÍ WINNIPEG, MANITOBA, 31. DES. 1919 Aríð 1919. Stutt yfirlit. Árið, sem nú er að enda, mun skráð í ann- álum sögunnar sem eitt hið viðburðaríkasta í veraldarsögunni. Eftir fimm ára blóðugt stríð, þar sem allar stórþjóðir heimsins og margar hinar smærri höfðu verið þátttakendur í„ átti heimurinn örðugt með að ná jafnvæginu aftur árið 1919 þótt sjálft stríðið væri um garð gengið nokkru fyrir síðustu áramót. Vopnahléð, sem kom því til leiðar að sverðin voru sliðruð milli þjóðanna, cr borist höfðu á banaspjótum, færði ekki : >ðunum frið innbyrðis. Friðar- þingið, sern setið hefir á rökstólum mestan hluta ársins, átti við mikla og margfalda örð- ugleika að stríða, og þó að störfum þess sé nú að mestu lokið, er ekki friður til fullnustu kominn á fyr en allar hlutaðeigandi þjóðir hafa samþykt þá. Og öldungadeild Banda- ríkjaþingsins, með því að fella þá, hefir tafið stórum fyrir því að friðurinn gengi í gildi. Einnig hafa Rúmeníumenn revnst örðugir við- fangs, og hafa nú aðeins fyrir fáum dögum síðan samþykt friðarsamningana, eftir að stórveldin höfðu hótað þeim hörðu, ef þeir höguðu sér ekki samkvæmt fyrirmælum þeirra. Friðurinn á milli landanna er því langt frá því að vera á traustum fótum ennþá. Innbyrðis hafa þjóðirnar sjálfar borist á banaspjótum, og megn óánægja hefir verið ríkjandi út af landaskifting og öðrum ákvæð- um friðarsamninganna, sérstaklega þó í Ev- rópu, enda var naumast við öðru að búast með allar þær umbreytingar fyrir stafni, sem áskildar voru af friðarsamningunum. Ríki féllu úr sögunni og ný ríki mynduðust, og slíkt gat ekki gengið hljóðalaust. Hið volduga sambandsríki Austurríki og Ungverjaland féll gersamlega í mola, og af rústum þess risu 3 eða 4 ný ríki. Hin nýju ríki, sem risið hafa upp af rústum þess og Rússlands, eru: Aust- urríki, Pólland, Ungverjaland, Czecho-Sló- vakía og Finnland, en landamærin urðu ekki sett án þrætu og blóðsúthellinga. Þýzka land, sem nú er orðið að Iýðveldi, hefir átt við miklar innbyrðis óeirðir að stríða, en svo horfir nú orðið málum þar, sem æsingamenn séu algerlega á bak brotnir, og að íhaldssöm Iýðveldisstjórn sé orðin föst í sessi. Rússland er alt í molum. Mestur hluti þess er þó á valdi Bolshevika, en 10 aðrir flokkar hafa menn undir vopnum og halda landspildum á sínu valdi og hafa myndað hjá sér stjórnir, sem allar þykjast hafa rétt til að kallast hin eina sanna stjórn Rússlands. Ó- áran er mikil um alt hið víðlenda ríki, og virðist friður eiga þar langt í land ennþá, að minsta kosti á meðan Lenine og Trotzky eru við stjórnartaumana í meginríkinu. Á Englandi hefir það heldur ekki gengið tíðindalaust til. Er það þó sérstaklega tvent, sem mikið hefir borið á, en það eru írsku málin og verkamannasamtökin. Á ír landi má heita að alt hafi verið í báli og brendi síðan um áramót. Þann 21. júní síð- astl’ðinn komu Sinn Feiners saman á þingi í Dublin og lýstu Irland þar lýðveldi, og sögðu sig úr lögum við brezka ríkið. Síðan hafa uppihaldslausar óeirðir mátt heita í Iandinu og hefir brezka stjórnm haft mik nn hluta lands- ins undir hervörzliim síðan snemma í sumar. Nú hefir Lloyd George lofað Irum hc>ima- stjórn og Iagt frumvarp þar að lútandi fyrir þingið, sem að líkindum mun verða samþykt. En þó nú að þetta heimastjórnarfrumvarp sé að mörgu leyti réttarbót og gefi írum sjálf- stæði í heimamálum, þá þykir leiðtogum Ira það ekki fara nógu langt, og eru því alt ann- að en ánægðir með það. Og þegar þess er gætt, að þetta heimastjórnarfrumvarp gefur Irlandi minna sjálfræði en sjálfstjórnar lýð- lendur Breta hafa, þá er ekki að undra þó kurr sé í mörgum. Sífeldar verkamannaóeirðir hafa verið á Bretlandi því nær alt árið. Verkfall ofan á verkfall og óánægja megn milli verkamanna og stjórnarinnar. Sérstaklega var kolanámu- verkfallið alvarlegt, og hefir að sjálfsögðu víðtækar afleiðingar, því þó því sé lokið, þá Iifir enn í kolunum, og á fjölmennu þingi, er leiðtogar verkamanna héldu í Lundúnum ný- lega, var þess krafist að allar kolanámur í landinu yrðu gerðar að þjóðeign, og er það í samræmi við tillögur Shankys dómara, sem rkipaður hafði verið af stjórninni til þess að rannsaka kjör námumanna og starfrækslu númanna. Lagði hann það tii meða! annars í skýrslu sinni, að allar námur landanna (Englands, Skotlands og Wales) yrðu gerðar að þjóðeign, en stjórnin neitaði að fara að ráðum hans. Nú krefjast verkamannaleið- togarnir hins sama. I flestum öðrum löndum hefir verið líkt á- statt og á Englandi. Á Frakklandi, Þýzka- landi, Italíu og Danmörku hafa stórvægileg verkföll átt sér stað. I Bandaríkjunum og Canada hefir hið sama orðið uppi á teningn- um. Nýjar hreyfingar hafa gagntekið hugi verkamanna, og í sumum löndum hafa þær leitt til blóðugra óeirða. Tíðarandinn hefir fengið á sig nýjan blæ, sem ekki virðist þekkja meðalhófið eða kæra sig um að leita þess. Friðarsamningarnir. Friðarþingið kom saman í París 12. janú- ar, en tók ekki formlega til starfa fyr en 18. s. m. Fyrsta verk þess var að koma í þenn- an heim alþjóðasambandi, er vera skyldi sverð og skjöldur smáþjóðanna og efla frið og eining í heiminum. Var Wilson Banda- rfkjaforseti faðir hugmyndarinnar og barðist bezt fyrir framgangi hennar, og þann 14. fe- brúar auðnaðist honum að sjá afkvæmi sitt samþykt af friðarþinginu. Þá var vikið að friðarsamningunum við Þýzkaland, og voru þeir loks fullgerðir 7. maí og þá fengnir fulltrúum þýzku stjórnarinnar í hendur. Þýzku fulltrúunum var ekki leyft að ræða friðarsamningana á friðarþinginu, en gefinn 15 daga frestur til að svara þeim skrif- lega. Er friðarsamn.ingarnir voru kunngerð- ir í Þýzkalandi, urðu menn óðir og uppvægir, þóttu þeir ganga of nær þjóðarheiðri Þjóð- verja og væru of harðdrægir. Og Ebert for- seti kallaði þá hina hörðustu, sem nokkru sinni hefði verið þröngvað upp á sigraða þjóð. Margar breyíingar voru síðan gerðar á þeim af þýzku stjórninni, og þannig voru þeir sendir til baka til friðarþingsins. Nokkrar af breytingunum tók friðarþingið til greina, en alt um það þótti Þjóðverjum þeir óað- gengilegir, en friðarþingið kvaðst í engu breyta þeim frekar, og þann 22. júní sam- þykti þýzka þingið þá með 237 atkvæðum gegn 138. Friðarsamningarnir við Austurríki voru fullgerðir 2. júní og afhentir austurrísku full- trúunum. Þótti þeim þeir harðir og óréttlátir, en voru þó samþyktir óbreyttir af austurríska þinginu nokkrum dögum síðar. Friðarsamn- ingarnir við Búlgaríu voru fullgerðir 19. sept. Urðu Búlgarar að gefa upp Thrace héraðið og lönd þau öll, sem þeir höfðu tekið af Serbum, lækka herafla sinn niður í 20.000 og greiða $445.000,000 í stríðskostnað. Að bessu öllu gengu Bálgarar og þóttusr sleppa \el í samanburði við bandamenn sína. Frið- arsamningarnir við Tyrki hafa enn þá ekki séð dagsms ljós. Allar bandaþjóðirnar, að Bandaríkjunum undanskildum, hafa nú samþykt friðarsamn- ingana og alþjóðasambandið, og er alment búist við að Bandaríkjamenn geri hið sama innan skams. Canada. Árið hér í Canada hefir verið viðburðaríkt. Sérstaklega hefir verkamannalareyfingin verið áberandi. Verkföll hafa verið víða um land- ið, þó hið lang stærsta og víðtækasta væri hér í Winnipeg. Hófst það 15. maí og stóð í sex vikur. Verkfallið er öllum svo í fersku minni að óþarft er að fjölyrða um það hér. Átta af verkamannaleiðtogunum voru teknir fastir, sakaðir um friðarspjöll og að stofna borginni í hættu. Mál þeirra stendur nú yfir og hefir emn þeirra þegar hlotið dóm sinn, tveggja ára heEmingarhúsvist. I öðrum borgum og bæjum, svo sem Mont- real, Toronto, Calgary, Vancouver, Edmon- ton, Sidney og víðar, hafa og alvarleg verk- föll átt sér stað. Á hinum pólitíska himni hafa stjörnur fallið og risið. Hinn aldurhnigni og mikilhæfi leið- togi liberal flokksins, Sir Wilfrid Laurier, andaðist 17. febrúar. Eftirmaður hans var valinn á flokksþingi í Ottawa 4. ágúst, og hlaut hnossið Hon. W. L. McKenzie King, áð- ur atvinnumálaráðgjafi Laurierstjórnarinnar, vel mentaður maður og ungur. Nokkrar breytingar hafa orðið á sambands- stjóminni. Tveir ráðgjafar, Sir Thos. White fjármálaráðgjafi og Hon. Thos. Crerar land- búnaðarráðgjafi, sögðu lausum embættum sínum, og komu í þeirra stað Sir Henry Dray- ton og Dr. Tolmie. Sir Robert L. Borden baðst og lausnar frá stjórnarformenskunni, sökum liciisubrests, en þá ætlaði alt af göfl- um að ganga, og tók hann því lausnarbeiðni sína aftur. Ný hreyfing hefir rutt sér braut í stjórn í stjórnmálaheimi þessa lands á árinu, og það er bændafick!::hrcyfingin. Bændur hafa nú í fyrsta sinni í sögu þessa lar.ds myndað sjálf- stæðan síjórnmálaflokk, sem keppa á við báða gömlu flokkana, og vel md segja ð hann hafi riðið úr hlaði, því hann hefir þegar náð heilu fylki á sitt vald, Ontaríu. Kosn- ingarnar fóru þar fram 20. október ög unnu bændur 45 þingsæti, og í félagi við ve.ka- menn, sem fengu 12 þingmenn kosna, tokst þeim að mynda stjórn, og sá maður gerður að stjórnarformanni, sem Ernest C. Drury heitir. Er þetta í fyrsta sinni í sögu Canada, að bænd- ur hafa náð stjórnartaumunum, og mæna nú allra augv. á Drurystjórnina, til að sjá hvernig henni reiðir af. Auk þessa stórsigurs hafa bændur unnið 4 aukakosningar til sambands- þingsins og eitt þingsæti í Alberta og annað í Saskatchewan við aukakosningar. Conservativa flokkurinn í Manitoba hélt flokksþing í Winnipeg 6. nóvember, og kusu fvrir Ieiðtoga flokksins R. G. Willis, bónda frá Boissevain. En líklega það merkilegasta í sögu Canada þetta árið er heimsókn brezka ríkiserfingjans, prinzins af Wales. Hann kom hingað til lands snemma í ágúst og hvarf aftur heimleiðis seint í nóvember, eftir að hafa ferðast landshorna á milii, og verið hvervetna vel fagnað, sem tign hans sómdi. Sambandsstjórnin hleypti nýju sigurláni af stokkunum í haust. Hún bað um 300 miljón- ir dala. Hin Canadiska þjóð svaraði með því auð kaupa 600 miljón dala sigurlánsbréf. Ekki voru undirtektirnar slæmar. Verzlun landsins og iðnaður hefir staðið í blóma í ár, en uppskeran í tæpu meðallagi. , fsland. Margt hefir gerst sögulegt á Islandi á þessu ári, sérstaklega á stjórnmálasviðinu. Al- þingi kom saman nú í fyrsta sinni síðan Is- land varð sjálfstætt ríki, og gerði ýmsar breytingar, sem nauðsynlegar þóttu fyrir veg og gengi sjálfstæðs konungsríkis. Samþykti meðal annars að Alþingi skyldi hér eftir koma saman einu sinni ár hvert, í stað annars hvers árs, svo sem verið hefir. Samþykti ao flytja æðsta dómsvaldið inn í landið, með því að stofna hæstarétt í Reykjavík. Samþykti einnig að hafa sérstakan sendiherra við kon- ungshirðina í Kaupmannahöfn. Og samþykti ríkisborgararétt með 5 ára búsetuskilyrði, er innifelur jafn Vestur-lslendinga sem útlend- inga. I upphafi þingsins sagði Jóns Magnússonar stjórnin af sér, en þingið gat ekki komið sér saman um neina í hennar stað, svo að hún varð að sitja kyr fram yfir kosningarnar. Þær fóru fram 15. nóvember og féíl Jón Magnús- son sjálfur í Reykjavík, svo hann er úr sög- unni sem stjórnarformaður. Meðráðgjafar hans, Sigurður Eggerz og Sigurður Jónsson, eru báðir landskjörnir, og þurfa því ekki að leita á náðir kjósendanna. Botnvörpungaútgerðin hefir gefið sig ágæt- lega. Fiskiafli verið góður og verð afar- hátt. Aftur hefir síldarafli verið rýr. Landbúnaður hefir átt örðugt uppdráttar, bæði sökum óhagstæðrar veðráttu og mann- eklu. Aftur voru landbúnaðarafurðir allar í mjög háu verði. Verzlunarsamband við umheiminn hefir gengið ógreiðlega, og hefir orðið að sækja vörur til Bandaríkjanna, sem er afar örðugt fyrir Island og kostnaðarsamt, sökum hins mismunandi peningagildis, er Kallaði stórum á ísland. Alt um það hefir vellíðan ríkt víðasthvar um landið, og engir kvillar eða skæðar land- farssóttir grandað mönnum á árinu. Heldur engin stór slys eða mannskaðar komið fyrir. Nyársósk Heimskringlu. Um leið og Heimskringla óskar öllum kaup- endum sínum og vinum hagsældar og blessun- ar á komandi ári, vonast hún jafnframt til að þeir gleymi henni ekki með áskriftargjöldin. Heimskringla þarfnast peninga að þessu sinni meir en nokkurn tíma áður, og gerðu kaupendur henni ómetanlegan greiða ef þeir sendu henni sem allra fyrst það sem þeir skulda, þeir sem annars gera það.. Eins þeir innköllunarmenn, sem hafa ósenda peninga til blaðsins, gerðu því þénustu með því að senda þá sem fyrst. — Framtíð blaðsins er undir því komin að kaupendur standi í skilum. Lát- ið því hendur standa fram úr eimum og send- ? ið Kringlu dalina. Arbók heimsins 1919. Helztu vi'ðburðir hvaðanæfa. Janúar. 2. Bretar setja her á land í Riga, Líbau og Windau á Rússlandi, td að berjast gegn Bolshevik- um. 3. Wilson forseti kemur til Róm, og er tekið meS miklum fagn- aSarlátum. 6. BorgarastríS brýzt út í Berlín a Þýzkalandi, milli stjórnar- flokksins og Spartacans, og ná hinir síSasttöldu völdum í bili 12. FriSaríþingiS sezt á rökstóla Parísarborg. 15. María stórhertogynjan af Lux- emburg leggur niSur völd; systir hennar Oharlo'tta tekur viS. ( 1 6. Spartacans leiSto.garnir Karl Liebknecht og Rosa Luxem burg drepin í Berlín. 1 8. FriSaríþingiS tekur formlega til starfa. 20. Konungssinnar gera uppreist í Portugal. • 2 1. Simj Feiners halda þing í Dub- lin og lýsa Irland sjálfstætt lýSveldi. 28. FriSarþingiS leggur vgrund- völlinn til alþjóSasambandsins Febrúar. II. FriSrik Ebert kosinn forseti hins þýzka lýSveldis, og Phil- ipp Scheidemann gerSur aS stj órnarforseta. I 3. FriSaríþingiS samþykti alþjóSa sambands uppkastiS. 1 7. VopnahléS milli ÞjóSverja og bandamanna framlengt um einn mánuS, samkvæmt beiSni é ÞjóSverja. 18. Uppreistinni í Portúgal lokiS meS algerSum ósigri konungs* sinna. ! 9. Clemenceau, stjórnarformanni Frak'klands sýnt banatilræSi á götu í París, skotiS á hann þremur skotum af stjórnleys- ingjanum Emile Cottin; hitti ei'tt Clemenceau í aSra öxlina, en reyndist ekki hættulegt. 20. Trompozinski, bóndamaSur, kosinn forseti Póllands. 22. Emírinn í Afganistan, Habi- bullah Khan, myrtur. Marz. 9. Margir af forsprökkum Spar tacans upprerstarinnar í Berlín teknir af lífi. 1 0. Uppþot á Kiimmel herstöSvun- um í Wales á Englandi, orsök- uSu dauSa 10 manna. 25,000 Canadiskir hermenn voru á herstöSvunum. 24. Bolshevikar undir'forustu Bela Kun komast til valda í Ung- verjalandi. 25. Uppreist hafin gegn Bretuím í Egyftalandi( aS undirlagi Ung- Tyrkja. Apríl. l.Fjögur hundruS manns biSu bana í verkfallsóeirSum í Frankfurt á Þýzkalandi. 4. Soviet stjóm kemst til valda í Dodd’s Kidney Piíls, 50c askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, hjá öll- um lyfsölum eða frá The DODD’S MEDICINE Co. Toronto, Ont. Bayern undir foruStu Kurt Eisner. 10. Borgin Geneva í Sviss er á- kveSin sæti aíþjóSasambands- stjórnarinnar. 24. Wilson forseti lýsir því yfir á friSarþinginu aS Italir fái ekki borgina Fiume. Fulltrúar It- ala ganga af þingi. 28. FjórSi hluti borgarinnar Yoko- hama í Japan brann, 150 manns mistu lífiS og 100.0001 urSu húsviltir. 30. FriSarþmgiS ákveSur aS Jap- an skuli halda Kiau Chau hér- aSinu. Eugene V. Debs, leiStogi jafn- aSarmanna í Bandaríkjuó’um og 'forsetaefni þeirra, byrjar fangavist sína í tugthúsinu f Moundsville, Va. Var hann dæmdur til 1 0 ára fangavistar fyrir æsingar og mótstöSu gegn þátttöku Bandaríkjanna í stríSinu. Maí. 4. Wilson, Lloyd George og Clemenceau biSja fultrúa It- alíu aS koima aftur á friSar- þingiS, og heita því aS ítalia skýldi fá Fiume eftir tvö ár. 6. FriSarsamningarnir fullgerSir. Bretland viSurkennir sjálf* stæSi Finnllands. 7. FriSarsamningarnir' eru fengn- i ir fulltrúum ÞjóSverja til und- irskri'ftar. 1 5. Grískar hersveitir taka iborgina Smyma í Litlu-Asíu. 16. Þrjár flugvélar úr sjóliSi Bandaríkjanna hefja flug yfir Atlantshaf. 18. Bretar sigra flota Rússa í Finska flóanum. 24. Franskur flugmaSur, Lieut. R'oget, 'flaug án viSdvalar frá París til Kentra í Marokko, I 1 38 mílur. 27. Einni af flugvélum Bandaríkj- anna tekst aS komast yfir At- lantsíhaf, dftir viSdvöl á Azor- eyjunum. Júní. 2. Hon T. A. Crerar, landbúnaS- arráSgjafi Canada stjómar, Isggur niSur embætti; Dr. Tol- mie þingmaSur frá Victoria B. C. verSur efftirmaSur hans. 1 4.— 1 5. 2 enskir flugmenn, Capt. John Alcok og Lieut. Arthur FUNDARB0Ð. T Arsfundur Press, Limited,yerður hald- inn á skrifstofu félagsins, 729 Sherbrooke St., Winni- pegf, miðvikudaginn þ. 14. Janúar 1920; kl. 4:30 e. h. S. THORVALDSON, forseti. Winnipeg, 15. des. 1919, PAUL REYKDAL, ritarí.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.