Heimskringla - 07.07.1920, Side 4
4. BLAÐSIÐA
HEIMSK.RINGLA
WINNIPEG, 7. JúLf, 1920.
HEIMSKRINGLA
<<4t*fnu« 1H8«)
Kemur át á hverjum Mtt5vlkude*i
Oty;efexidur og elgendur:
I HE VIICING PRESS, LTD.
VfirH >jia«slne ?anad«*. o$ BandarikJ-
' \fjo um ÁrtC (fyrirfram borg«o).
>5-ní til tfflands 82.00 ífyrtrfram borgat5).
Allar borganlr Hendisl rátlsmanni blatiB-
r*ó8t eba bant&a 4vi»anir stílist til
i4h* Vlkiug PrfíK-,
Ritstjóri 02 ráðsmacSur:
GUNNL. TR. JóNSSON
Skrifal.f.l
T» SKKH BHOIIKK STRBET, WÍKItlPtV
P. S. S*x 3171 Talwlnil: \ 6537
WINNIPEG, MANITOBA, 7. JOLI, 1920.
Kosningaúrslitin
í Manitoba.
i
í>á eru fylkiskosningarnar um garð gengn-
ar, og atkvæðaseðlar taldir, búið að kanna
valinn og búið að rannsaka hverjir fallið hafa
frá allra hálfu. Kosið var í 44 kjördæmum
eða um 53 fuiltrúar, en í tveim kjördæmum
fer kosning fram seinna í sumar. Það er í nýju
kjördæmunum og lítt bygðu í Norður-Mani-
toba, Le Pas og Rupertsland. I hinu fyrtalda
sækir Hr. Brown fylkisféhirðir fyrverandi.
Gerði hann sér vonir um að hann fengi umboð
þessa kjördæmis gagnsóknarlaust, en nú hefir
verkamannaflokkurinn ákveðið að láta ein-
hvern úr sínum hópi sækja á móti fjármála
ráðherranum. Eigi eru kjósendur þar allir
Ijósir á Iitinn, því fátt er þar hvítra manna. En
þeir blökku hafa ekki síður vit á fjármáluim
en aðrir að sagt er, þegar til kosninga kemur.
Og eigi getur það óhyggilegt talist að láta
þessa frumbúa íandsins skipa í fjármálaráð-
herrasætið.
Kosningar hafa þá þannig farið að af
stjórnarliði hafa náð kosningu 21, af con-
sewativum 10, af verkamönnum 1 1, af bænd-
um I I. Hvernig flokkarnir sameina sig eða
fylkja liði, þegar til þings kemur, er enn ó-
ráðið. Koma dagblöðin hér með ýmsar til
lögur í þá átt. Free Press stingur upp á að
stjórnarliðið og conservativar sameini sig, en
litlar líkur eru til að það verði- Eins og sak-
ir standa getur Norrisstjómin ekki haldið á-
fram nema hún fái einhvern þessara flokka í
Iið með sér. Og þó hún fengi einhvern einn
flokkinn yrði hún tæplega nógu atkvæða-
mörg á þingi samt. Sanngjarnast og senni-
iegast virtist vera að flökkastjórn félli nú al-
ve? n’ður hér í fylkinu, en ráðuneytið yrði
valið úr öllum flokkum eftir jöfnum hlutföll-
um. Þótt slíkt hafi eigi gerst áður, og það
sé fáheyrt, ætti ekkert að þurfa að vera því
til fyrirstöðu. Væri sennilegt að fylkið
fengi með því sanngjarnasta stjórn, sem léti
sér jafn umhugað um allar stéttir manna,
bæru þá og líka allir flokkar ábyrgð á gerðum
stjórnarinnar. Yrði þá og engin þörf á því,
sem hmgað til hefir tíðkast að stjórnin neydd-
ist til — oft fram yfir vilja sinn — að finna
upp ýms embætti handa fylgifiskum sínum,
sem svo eru settir á laun af landsfé eingöngu
í þakklætisskyni fyrir starf þeirra fyrir flokk-
inn, en ekki að Iandið hafi þeirra nokkra þörf.
Yrði sá árangurinn af þessum kosningum og
hinni miklu flokkaskiftingu, er upp hefir kom-
ið innan fylkisins, mætti vel við una. Sam-
komulag í stjórnarráðinu ætti að geta verið
um öll þau mál, sem horfa til almennra nota,
en sérstök mál öll yrðu að afgreiðast innan
þings, og kæmu þau þá fram sem þingmanna-
frumvörp, er stæðu eða féllu, eftir því sem at-
kvæði skiftust um þau. Þetta myndi gera
þingið virðulegra og valdmeira en það hefir
verið hingað til, er að fáu hefir verið spurt,
en stjórnin látð sér sæma að gera út um flest
mál í stjórnarráði. Hefir þingtíminn svo
mestur verið upptekinn við að rannsaka þess-
gerðir stjórnarinnar, þegar það hefir þá
ar
fengist. En ef inn á hitt fyrirkomulagið yrði
gengið, yrði stjórnin fremur sem þjónar og
framkvæmdastjórar þingsins en herrar þess
og húsbændur. Áreiðanlega er fylkið tilbú-
ið að gera þau skifti og sjá, hversu þannig
lagað fyrirkomulag hepnaðist.
Áhrif Bandaríkjanna á
þjóðfrelsishreyíingar
i heiminuni.
fRæða flutt sunr.udaginn 4. júlí í Cln-
ítarakirkjunni í Winnipeg.)
Kæru vinir!
Vér höfum tekið til íhugunar í kvöld afar
víðtækt og stórvaxið efni. Mál, sem oft
hefir verið deilt um, en sem við hverja um-
ræðu hefir hlotið jafnan meiri og fyllri viður-
kenningu. Úr því hefir verið reynt að draga
fram til allra síðustu tíma, að þjóðfrelsiskenn-
ingar þessarar miklu meginálfu hafi nokkru til
leiðar komið, jafnvel heima hjá sér, hvað þá
út á við í heiminum- Að hugsanirnar, sem
hér hafa vaknað, hafi verið nokkurs nýtar og
nokkuð fram yfir draumóra hins meðvitundar-
sljóa almúgalýðs allra landa, er sikamt ná og
skemra sjá. —
Þó umræðuefni þetta sé stórt, þá er kostur-
inn sá, að það er öllum að meira eða minna
leyti kunnugt, og þarf því eigi að styðjast við
það, sem vér kunnum að segja, til þess það
verði skiljanlegt', til þess þér finnið og sjáið
hvað í því felst, og til þess þér játið, að um
áhrif úr þessari átt hefir verið að ræða, og
þau mikil og blessunarrík.
Fyrir því að vér tökum þetta málefni til
meðferðar í kirkju vorri í dag, færum vér
enga afsökun, með því að þessi dagur er hinn
145. afmælisdagur þjóðveldisins hér í álfu,
og að vér álítum, að réttu lagi, þjóðveld’sins
í heimmum nú á sfðari tíð. Á þjóðveldi forn
má benda hjá tveimur fremstu mentaþjóðum
fornáldarinnar, Grikkjum og Rómverjum. Á
þjóðveldi á miðöldunum má benda hjá einni
smá þjóð — þjóð vorri. En öll þessi þjóð-
veldi féllu og hurfu úr sögu, biðu ósigur, fyrir
ágengni, ásælni og skammsýni sinna eigin
borgara og fyrir róg og undirferli konunga og
konungsþræla, er í legíóna tali völdust til að
veita þeim banasárin, svo að “stjórn almenn-
ingsins, frá almenningi og fyrir almenning’
hvarf af jörðinni, en í þess stað kom stjórn
aða/Isins, frá aðli og fyrir aðal — í öllum lönd-
um; — komu og runnu upp hinar myrku og
svörtu miðaldir í sögu mannkynsins, þegar
innan kifkju og ríkis jafnaðarréttur mann-
anna og frelsishugsjónirnar urðu ofsóttir út-
lagar um heim þveran.
í öðru lagi færum vér ekki afsökun fyrir
því, að taka' þetta mál til meðferðar hér,
vegna þess að ekkert snertir meir trúarhug-
sjónir manna, en einmitt sambandið milli
mannanna sjálfra, hin örlagaþrungna saga
þjóðanna, — örlagaþráðurinn gullni, sem
saman hnýtir sögurökin og söguatburðina og
tengir aldirnar horfnu og ókomnu saman, og
véböndin vefur utan um dómhring mannkyns-
sögunnar. Alt frá fyrstu tíð hefir þjóðsagan
verið samofin trúarhugsjóninni, verið mesti og
stærsti vitnisburðurinn, opiriberunin, sem leit-
að hefir verið til. Biblían sjálf, trúarbók
kristninnar, byrjar á því að segja sögu, og
leita ráðstafana guðs í atburðum þeirrar sögu,
og hún endar á því að gera þá sögu að helgri
opinberun guðs mönnunum til leiðbeiningar
og sáluhjálpar. Og hin fornu trúarrit vor eru
eigi annað en saga — opinberun, er greiðir
úr örlagaflaékjunni miklu, greiðir úr rökunum
sem að atburðunum liggja í hversdagsbaráttu
mannanna, svo að fylgja má hverjum þræði
að upptökum — að hniklinum, sem hann er
rakinn af, ef svo mætti að orði komast — til I
hugsananna í brjóstum mannanna, sem eigin-
lega eru guðir þeir er örlögin skap>a. Því eftir
hugsunarhættinum hníga framkvæmdirnar.
Hugsanir þessar vaxa, skýrast og eiga sína
þroskatíð, svo hnignar þeim og þær breytast,
eða halda burtför sína úr heimi hugans.
Það er sú “Ásareið”, sem áfram heldur öld af
öld á undan hinum Nýja Sið. Goðin öll, sem
örlögunum ráða, flytja sig og fara, nema
gyðjan ein — kennarinn mikli alinna og óbor-
inna — ííún situr og fer hvergi — Sökkva-
bekksdísin guðum borna — opinberanin
framhaldandi um Guð í framfarabaráttu
mannkynsins.
------“Ein þar goða situr systir,
sem að aldrei heiman gekk.
Aldastarfið frægst hún fékk;
um aldur og æfi rún hún ristir
reiknings glögg á Sökkvabekk.
Við engar er hún aldir bundin,
Ei við siðaskifti nein.
Saga’ er ávalt söm og ein;
Heims þótt komi hinsta stundin,
helduHiún áf-ram sinni grein-------”
Til sögunnar verður haldið áfram að vitna
svo lengi sem maður er til á þessari jörð; hún
geymir vitnisburðinn um mannlífið, skýrslurn-
ar yfir allar framfarirnar og afturförina; hún
er safnið mikla og helga, allrar mannkyns-
opinberunar Guðs í heiminuirí.
Þó að fornu björgin brotni,
bili himinn og þorni upp mar,
iiiiar sortni sóiirnar,
aldrei deyr, þótt alt um þrotni,
endurminning þess sem var.”
Það þarf. því enga afsökun að færa fyrir
því að vér víkjum að þessu málefm voru á
þessum stað eða á þessari stund. Miklu held-
ur fyrir hinu, að of sjaldan er trúarskoðunin
skýrð með frásögn og sannindum sögunnnr,
of sjaldan sett í samband við sögu, við örlög
og framtíð þjóðarinnar. Vér trúum, en trú-
um ekki á það sem þjóðinni er til mestra nota,
að stjórn almennmgsms, frá almenningi og
fyrir almenning, skuli um aldur og æfi haldast
við á jörðinni.. Vér trúum á fyrirgefningu
syndar.na, sem vér ættum að vera of miklir
menn til að hafa drýgt gagnvart þjóðfélaginu,
og værum, ef trú vor væri túskildings virði.
Vér trúum íítt á þær hugsjónir, sem vér viljum
að þjóðfélaginu miði að og að aðrir lifi eftir,
oss til verndar og blessunar.
Ö'I þessi trú er gagnslaus og engum ti!
sæmdar og engum til virðingar. En þannig
er trúnni fanð of víða í mannfélaginu, þar
sem hún er ekki færð í samræmi við söguna,
né dregin frá opinberaninni sönnustu — lífs-
reynslu þjóðarinnar. Sagan er ávalt leiðrétt-
ingin og skýringin bezta. — Stefán, fyrsti for-
svarsmaður hinnar ungu kristni í Jerúsalem,
byrjaði ræðu sína með því að vitna ti! sögu
þjóðar smnar.
Endurreisnartímabil íslands byrjar með
sögurannscknum 19. aldarinnar- Endurfæð-
ingartímabil Norðurálfunnar hefst með forn-
fræðarannsóknum 14. og 15. aldanna. “Saga
er ávalt söm og ein”.
Áhrif þau, sem Bandaríkin hafa haft á
þjóðfrelsishreyfingar í heiminum, er saga.
Saga, sem er einn undursamlegasti kaflinn í
hinni miklu mannkynssögu, því saga þessi er
þroskasaga mannlegra hugsana — siðaskifta,
sem hinar eldri skoðanir flýja undan, hinir
eldri örlagaguðir þjóðfélaganna.
Hin mikla breyting, sem orðið hefir á hugs-
unarhætti manna frá byrjun 19. aldarinnar til
þcssara tíma, á eigi að hálfu leyti, heldur að
mestu leyti, upptök sín hér í hinum nýja
he’mi. Breytingin, sem orðið hefir á skoðun-
um manna um réttindi einstaklinganna, um
hvað til grundvallar skuli liggja fyrir allri
stjórn og löggjöf, hvað sé hið rétta og sanna
frelsi, um erfiði og Iaun erfiðisins, um skoð-
anafrelsið og fleira þessu líkt á upptök sín hér
í álfu. Ef vandlega er athugað, verður það
Ijóst, að það á upptök sín í þjóðfrelsishreyf-
ingunni miklu, er hefst rétt fyrir síðasta ald-
arfjórðung 18. aldarinnar.
Hins fyrsta, sem gætir, þegar farið er að
skoða hugsanir manna á báðum þessum tíma-
bilum, er að á hinu fyrra eru allar þjóðmála
og stjórnmálaskoðanir yfirskygðar og óskýrð-
ar með kenningunni um guðsnáðar vald og
ríki konunganna Konungar eru skipaðir af
guðs náð. Öhæfa er það talin hin rnesta, að
hafa á móti valdi þeirra og einræði. á almenn-
um réttlætisrökum- Frelsi þegnanna er að-
eins það ei,tt, sem konunginum þóknast að
veita. Það er alt náðargjöf einvald-herrans
tn fyrir því er enginn réttur. Af þessari
skoðun kemur það svo til, að menn fengu sig
til að syngja þeim Iof og dýrð án afláts, yrkja
á fæðingardögum þeirra sálma og kvæði, sem
væru þetta guðir en ekki menn.
Á þessu hefir stórfeldasta breytingin orðið.
Flestir minnast þess nú, með hve Iítilli virð-
ingu og Iotningu hefir verið talað um konunga
og önnur máttarvöld nú á síðari tíð, einkum á
meðan á hinu nýafstaðna stríði stóð. Hvern-
ig á þessari breytingu-stendur, er að leita í
sögu Bandaríkjanna, í atburðunum, sem gerð-
ust fyrir aldamótin 1800 — í sögu frelsis-
stríðisins frá 1775—82. Þá fyrst er kon-
ungsvaldinu sýndur sá mótþrói, sem það eigi
fékk sigrað, og sem áður en lýkur tekur fyrir
það með öllu, um það að lokið er þjóðfrelsis-
hreyfingunni í heiminum. Skáldið Þorsteinn
Erlingsson lætur Evrópu segja um FrelsisstA'ð-
ið í Bandaríkjunum og áhrif þess:
“Sá sigur skóp örlögin ykkar og vor,
og eins þótt vér hröllinum leynum,
þá höfum við síðan við hvert ykkar spor
í hundrað ár skolfið á beinum.”
Og auðvitað er það aðall Evrópu, hin
aðalboma stétt, sem skáldið lætur þannig
mæla. Og vel hefir hin tigna Evrópa mátt
nötra. Komið er nú svo að nú eru engir fæð-
ingarsálmar ortir til konunga á afmælisdögum
þeirra. Skáldin keppast eigi lengur um að
kveða þau kvæði. Allir eru farnir að skilja
og sjá, að guðsnáðarvald þeirra er ekkert og
hefir aldrei verið, nema lygasaga ein. Lof-
gerðir eru engar sungnar þeim til hróss og
virðingar. Hróður þeirra hvergi rómaður..
Hið annað, sem hefir orðið breyting með á
þessari hálfri annari öld, er afstaða manna
gagnvart valdi og ríki kirkjunnar, og er þess-
arar breytingar líka að leita í atburðunum,
em gerðust hér í álfu á árunum frá 1 775 til
1789, að stjórnarskrá Bandaríkjanna var
samin og samþykt- Fram til þess tíma hafði
það aldrei heyrst í Norðurálfunni, að nokkurt
það ríki væri til, gæti verið til eða mætti vera
til, sem í stað þess að viðurkenna vald ein-
hverrar lögboðinnar kirkju, viðurkendi ein
staklingsréttinn til að velja og hafna fyrir sig,
í trúarefnum. Bandaríkin voru þar fyrsta
ríkið í heiminum, sem neituðu að valdbjóða
neina ákveðna trú, heldur að skilja það hverj-
um einum eftir að eiga um það við samvizku
sína, sjálfan sig og Guð, hverju hann vildi
trúa. Var það að þakka einkum fimm mönn-
um, sem jafnan verða nefndir sem hinir helztu
Ieiðtogar trúfrelsisins í heiminum; þeir Wash-
ington, Adams, Jefferson, Franklin og Paine.
w DODD’S
fKIDNEY
PILLS -
5JDN
Þegar stjórnarskráin var samin,
vildu þeir eigi fremur reisa hof trú-
arþröngsýninni og páfadómnum,
en hásæti konungum og aðalsstétt-
um. Landið — framtíðin — var í
þeirra augum helgað hugsjóninni,
sem fólst í þessum orðum frelsis-
skrárinnar: “Það teljum vér ómót-
mælanlegan sannleika, að allir
menn séu bornir til sama réttar, að
leita sér lífs, frelsis og farsældar.
Og rétt hafa þeir til þess þegar á
einhverjum tíma að stjórn sú, sem
þeir eru undirgefnir, er orðin svo,
að hún skerðir þessi réttindi þeirra.
að leggja hana niður og taka upp
aðra, er tryggingu veitir fyrir þess-
um réttindum”. Með öðrum orð-
um að setja upp þá stjórn, sem
væri eins og Lincoln komst að orði,
“stjórn almenningsins, frá honum
og fyrir hann”. En til þess stjórn-1
in gæti orðið þessi, var nauðsyn-!
legt að setja því skorður með lög-1
um, að nokkur sérkenning eðaj
kredda hefði vald til að leggja haft i
á hugsanir manna og þeirra heimu- j
legu skoðanir. Áhrifin í þessa átt
hafa því orðið stórkostleg. Trú-! Innm 1,1 að afnema trúarbragðaein-
leysi þessu var spáð skjótu falli. j veldlð’ svo er M °8 fyrsta Iandi$
Áður en mannsaldur liði yrði þettaj
ríki, sem svona væri grundvallað
hrunið til grunna- En spár þær
hafa að engu orðið. Er nú svo j
komið að þau ríkin, sem eigi hafa
þegar lyft ríkistrúaránauðinni af
herðum þjóðanna, eru farin að játa j
Dodd’s Kidney PiUs, 50c askjan,
eða sex öskjur fyrir $2.56, hjá öil-
nm lyfsölum eða frá
The DODD’S MEÐICINE Co. j
Torooto, Ont.
um þær er lúta að almennri sögu,
þá eru þær þó það áhald, sú vog-
stöng, er lyft fær þjóðinni upp úr
djúpi fáfræðinnar og hleypidóm-
anna, til mannvits og þekkingar.
Eins og það er fyrsta landið í heim-
það og finna, að að því hljóti að
reka fyr eða síðar, að þau verði að
gera það. Eða að rýmka svo til
að allar skoðanir manna í þessum
efnum eigi ^griðland innan ríkistrú-
arinnar.
Samfara borgaralegu og trúar-
legu frelsi hlutu framfarirnar í öll-
um hinum ytri og verklegu efnum
að verða. Hefir og sú orðið sag-
an og reyndin. Og áhrifin frá
þeim í heiminum hafa eigi orðið
hvað minst. Því hvort ætti mann-
kyninu að verða hughaldnara og
kærara, það sem linar og léttir
hversdagsstritið eða það sem kenn-
ir manninum að kross og mótlæt-
ingar, fátækt og böl, strit og ó-
frelsi og eih'f kyrstaða, séu honum
æthið og úthlutuð sem undirbún-
ingur fyrir alsælu annars heims?
I þúsundir ára var það prédikað í
Evrópu, svo að vesaldóminum
skyldi finnast kjör sín bærilegri.
Uppfyndingarnar á sviði verklegrr
framfara urðu því þær helztu, fall-
byssurnar og fingurskrúfan, pínu-
békkurinn og gálginn, gapastokk
urinn og galeiðan. Okið um háls
vinnudýranna hreyfivélin helzta —
hið líkamlega tákn oksins andlega,
sem var um háls þegnanna. Meira
var eigi að búast við að uppfundið
yrði, meðan farvegurinn, sem hug-
vit manan fékk að falla eftir, var á
aðra síðuna óskeikul kirkja, en á
hina síðuna einveldi ábyrgðar-
lausra þjóðardrotna. Meira en níu
tíundu allra þeirar uppfyndinga, er
linað hafa baráttu mannanna fyrir
lífinu eru fundnar upp í álfu vorri,
og í Bandaríkjunum. Ef telja ætti
það upp, tæki það engan enda. En
það sem frjáls maður í frjálsu landi
byrjar jafnan að hugsa um, er
hvernig hann fái gert sér jörðina
undirgefna og framfleitt lífinu, svo
að það færi honum fleira og meira
en þrotalausa baráttu og stríð. Ó-
frjáls maður, í því landi, þar serr
hann hefir engan rétt til jarðarinn-
ar, eigi svo mikinn sem til blettsins
þar sem han nað síðustu legst sem
andvana lík, fær eigi um það hugs-
að. Hann er vinnudýr, bróðir á-
burðarklársins og uxans, sem erjar
á akrinum. — Áhrifin, sem allar
þessar uppfyndingar hafa skapað
svo aitur á framsóknarhuga marm-
anna, verða aldrei talin. Maður-
inn fer að dirfast að hugsa fyrir al-
vöru, þegar hann finnur að hugvit’
sínu lýtur lögmál tilverunnar, og að
öfl náttúrunnar hlýða hverri sinni
skipan. Og hugsanir hans verða í
áttina til að hefja gildi mannlífsins
tilgang þess og takmark.
Og það hefir sýnt sig með þeim
menningarstofnunum, sem á fót
hefir verið komið, og er þá fyrst að
nefna mentastofnanirnar- Þótt
þær séu langt frá því að vera það,
sem æskilegast væri, og fræði-
greinarnar séu altoí einhliða, eink-
í heiminum trl að setja upp á ríkis-
ins kostnað alþýðusíkóla, svo aS
ekekrt barn er til þess Iands kemur,
í því landi er borið, skuli þurfa
að fara á mis við að nema undir-
sjtöðuatriði almennra fræða. Fyrsta
landið til að viðurkenna skyldu
ríkisins gagnvart meritun barnanna,
ábyrgðina, sem því er á höndum
með uppfræðslu hinna tilvonandi
og uppvaxandi borgara.
Hve víðtæk áhrif það hefir haft
á skoðanir heimsins í þessum efn-
um, eru þessir tímar til vitnis uro.
Víðasthvar í heimmum meðal sið-
aðra þjóða mun barnauppfræðsla
nú vera skoðuð skylduverk ríkis-
ins, svo að með fæðingunni öðlist
börnin þann rétt að hafa frjálsan
aðgang að þekkkingar- og fræða-
forða heimsins.
Þetta eru aðeins örfá orðV
lítilfjörleg tilraun til að benda
á áhrifin heillavænlegu, sem þjóð
þessi hefir haft á þjóðfrélsisbarátt-
una í heiminum, með fyrirdæmi því
sem hún hefir sett. Hún hefir að
engu gert hina fornu kenningu um
guðsnáðarréttinn. Hún hefir fyrst
allra veitt borgurum sínum hið and-
lega frelsi, sem Evrópa synjaðí
þegnum sínum um, þrátt fyrir þrjá-
tíu ára blóðbaðið mikla. Hún hef-
ir fjmst allra viðurkent skylduna aS
veita hinni uppvaxandi kynslóð á
öllum tímum aðgang að þékkingar-
forða mannkynsins; hún hefir upp-
götvað flest þau áhöld, er hrundiS
hafa áfram hinum verklegu fram-
förum á öllum sviðum. Hún hefir
snúið athygli mannkynsins að þessu
lífi og ástandi sínu hér. Þessi þjóð,
sem að réttu lagi heldur fæðingar-
hátíð sína í dag. Þessi þjóð, sem
myndast hefir og stofnuð er af
þeim hluta þjóðanna, sem bygðu
Norður- og Vesturlönd Evrópu, —
hinum skoðanaræku, félagsræku,
útlögum, fátæklingunum, en frjáls-
um sálum, er eigi létu bugast eða
vildu kúgast láta mitt í fátaéktinni
og allsleysinu, heldur dirfðust að
leita lífs og gæfu í nýjum heimi þar
sern þcir höfou eigi aðra við að
deila um lífsframfærslu sína en
náttúruöflin ein.
Um þá þýðingu, sem stjórnar-
fyrirkomulag Bandaríkjanna hefir
haft fyrir heiminn í heild sinni og
þau áhrif, sem það hefir haft á
stjórnarfyrirkomulag annara þjóða
og landa, farast The Right Hon. Dr.
James Bryce, orð á þe?sa leið:
“Stjórnarskrá Bandaríkjanna er
ein hin þýðingarmesta lagasmíð í
réttarsögu veraldarinnar, eigi ein-
göngu vegna þess, að hún hefir
ráðið örlögum þessarar þjóðar,
heldur og hins, að hún hefir ýmist
haft áhrif á, eða að eftir henni hafa
verið sniðin grundvallarlög annaw
þjóða, svo sem Svisslendinga
(1848 og síðar 1874), Canada
(1867), Ástralíu (1900), auk
Mexico og ótal ríkja í Suður-Ame-
ríku. Hún er aðdáanlega ljós, á-
kveðin og gagnorð, og að líkindum
langt um fremri að öllum frágangi
hinum öðrum lagaritum, er eftir
henni hafa verið sniðin.” (Encyc.
Brit., vol- 27, P. 651).------