Heimskringla - 10.11.1920, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA
HEIMSKRINGiuA
WINNIPEG, 10. NÓV. 1920.
WINNIPEG, MAN., 10. NÓVEMBER, 1920.
Bandaríkjakosaing-
arnar. *
" ' ' i.
Kosningaúrsilitin í Bandaríkjunum munu
hafa komið fáum á óvart. Allir, sem fylgd-
ust nokkuð með málum suður þar, hlutu að
sjá að nú var “Republikka ár” upp runnið,
og að hvaða mannhræða, sem í kjöri var af
þeirra hálfu fyrir forsetaembættið, hlaut að
verða kosinn, og hvaða ágætismaður, sem
demokratar otuðu fraun á sóknarsviðið, var
fyrirfram dæmdur til falls. Það eina, sem
kom mönnum á óvart, var, að republikka-
sigurinn skyldi verða jafn stórfeldur og hann
reyndist; það að brot skyldi. komast í hinn ó-
vinnandi demokrata vegg suðurríkjanna
höfðu fæstir búist við. Hefir slíkt ekki bor
ið við^síðan á tímum þrælastríðsins.
Ástæðurnar fyrir þessum stórfelda sigri
republikka eru margar. Helztar þær, að
þjóðin var orðin þreytt á átta ára demokrata
stjórn, eða öllu heldur eins manns stjórn, því
það var á flestra vitorði, að Wilson forseti
var stjórnin. Að hann bar höfuð og herðar
yfir samt'íðarmehn sína, bæði að andlegu at
gerfi og stjórnmála-atorku, kom flokki hans
að engu haldi, héldur þvert á móti. Þjóðin
hefir jafnan metið mest þá menn, sem voru
henni skyldastir að andlegu atgerfi, snjall-
orða málskrafsmenn, sem ekki höfðu víðtæk-
ari sjóndeildaihring en fíkin sjálf. Woodrow
Wilson hafði allan heiminn að sjónarsviði;
hann var stjórnvitringur, en ekki hreppapóli-
.tíkus; þess vegna stóð mörgum stuggur af
gerðum hans. Aðrir skyldu hann ekki og
gleyptu við þeim kenningum andstæðinga-
forsetans, að voði stæði landi og þjóð af
stjórnmálastefnu hans. Alþjóðasambandið
átti að vera einhver skaðræðissamtök, er
Bandaríkjunum gæti stafað af hin mesta
hætta. Það, að tilgangur þess væri sá að
halda frið í heiminum og vaka yfir rétti lítil-
magnans; það einmitt gerði það langtum
hættulegra, vegna þess að Bandaríkin yrðu
máske dregin inn í þrætumál, sem þau kæm-
ust hjá, væru þau utan sambandsins. Það,
að velferð heimsins gat verið fólgin í öflugu
þjóðasarrtbandi, varðaði minst. Bandaríkin
fyrir Bandaríkjamenn, en ekki fyrir neina
aðra, var sú hin göfuga kenning, sem senat
orarnir Hiram Johnson, Borah og aðrir helztu
Hardings-menn létu bergmála um ríkin þver
og endilöng, og þjoðm hlustaði hugfangin á
fagnaðarboðskapinn og ásetti sér að breyta
eftir honum. Og 2. nóvember sýnir ótví-
ræðilega að hún gerði það.
Kosningaúrshtin gefa nú repubhkkum
völdin og ailla ábyrgðina, sem af þeim stafa.
Þeir hafa forsetann og báðar þingdeildir.
Það sem Wilson reyndist örðugasti hjallinn,
var að hann hafði minnihluta í báðum þing-
deildum síðustu tvö árin. Hefði öðruyísi
verið ástatt, mundu Bandaríkin nú komin inn
í alþjóðasambandið og friður saminn við
Þýzkaland fyrir meira en ári síðan. Eins og
nú er ástatt er alt í flækju; en gaman mun
margur hafa af að sjá, hvernig hinn nýi for-
seti fer að greiða fram úr henni, án þess að
þræða Wilsons leiðina að nokkru fcða, öllu
Jeyti. ,
« II.
Þegar vér könnum válinn eftir bardagann,
þá er hann fremur ófrýnn, að minsta kosti frá
demokratisku sjónarmiði. Vér sjáum Camp
Clark, fyrrum þingforseta og leiðtoga demo-
krata í neðri deild sambandsþingsins, fallin
óvígan eftir meira en 30 ára óshtna þing-
mensku fyrir sama kjördæmið í Missouri.
Vér sjáum senatorana Smith í Maryland og
Chamberlain í Oregon, eftir 30 ára og 18 ára
dvöl í senatinu, pólitrska nái; einnig sex eða
sjö aðra demokrata senatora, þó ekki séu
eins gamlir í hettunni og hinir tveir. Vér
sjáum Oklahoma í fyrsta skiftið í sögunni
senda republikka senator til Washington, og
iexas, hið óvinnandi demokrata-virki, kjósa
republikka-þingmann. Ohio kýs nú í fyrsta
sinm ala þingmannasveit sína, 22 talsins, úr
flokki republikka, og jafnvel Tennesee slít-
ur af sér demokrataböndin og fleygir sér í
faðm Hardings.- Slíkt og þvílíkt hefir aldrei
áður sktð.
Þá er atkvæðamagn Hardings undursam-
legt. Hann vinnur New York ríki með rúmri
miljón atkvæða fram yfir Cox. Pennsylvaníu
með 700,000 atkv. meirflíluta, Illinois og
Massachusetts með Vi miljón og Ohio, heima-
ríki þeirra beggja, með 400,000 atkv. meiri-
hluta. Kansas, California, Iowa og Was-
hington, sem öll fylgdu Wilson 1916, lénda
nú Hardings megin með 100.000—200,000
atkv. meirihluta; og hin Wilsons ríkin að
vestan, suðvestan, norðan og úr miðju, öll
nú Hardings megin, þó með minni atkvæða-
yfirburðum en þau, sem áður er getið. I
allri sögu Bandaríkjanna héfir ekkert forseta-
efni fengið helming þeirra atkvæða, sem Har-
ding fékk að þessu sinni; en hér ber þesS að
gæta, að við þessar kosningar bættist kven-
þjóðin í kjósendatöluna.
En úr því vér á annað borð mintumst á
kvenþjóðina, þá er rétt að geta þess, að ein
kona var kosin til neðri deildar sambands-
þingsins. Er hún frá Oklahoma og heitir
Alice Robertson, og er 66 ára gömul mey-
kerling. Er þetta í annað skiftið að kona
er kosin til sambandsþingsins. Hin fyrri var
Miss Jeanne Rankin frá Montana; en hún
féll eftir eitt kjörtímabil. En þessi sigur
kvenþjóðarinanr er líka sá eini, sem þær
unnu í þessum alríkjakosningum. Annars-
staðar gætti kven-atkvæðanna hvergi öðru-
vísi en sem jásystra karlmannanna, sem að
þeim stóðu. Sýnir það sig bezt á því, að
fjórir senatorar, sem sérstaklega höfðu verið
á móti kvenréttindunum, og sem kvenþjóðin
hafði lýst vanþóknun sinni á og svarið að
feila við kosningarnar, náðu allir kosningu
með miklum atkvæðamun, en fal’l þeirra var
fyrirsjá&nlega óhjákvæmilegt, hefðu konurn-
ar gert nokkra alvöru úr hótunum sínum.
Nei, þær löbbuðu með góðri samvizku við
hlið manna sinna, bræðra, unnusta eða þá
feðra, og greidu atkvæði með auðmýkt og
undirgefni að vilja þeirra, kusu þá menn, sem
svívirt höfðu þær á þingi þjóðarinnar með
því að telja þær óhæfar til þegnréttinda,
vegna þess að þær væru ósjálfstæðari en
karlmenn og létu stjórnast af þeirra vilja.
Þær sögðu þetta svívirðingu. En hvað kom
á daginn. Moses frá New Hampshire, Bran-
degee frá Connecticut, Dillingham frá Ver
mont og Wadsworth frá New York, hefðu
ekki verið endurkosnir til senatsins, hefði
kvenþjóðin eigi kosið þ'ssa fjandmenn sína.
En það er margt skrítið í heiminum, og
kvenkjósendur eru ekki þeir einu, sem má
finna að, síður en svo. Verkamannaleiðtog-
arnir með Gompers í broddi fylkingar, ætl-
uðu að leiða verkalýð landsins undir merki
Cox. Má vera, að þeim hafi tekist að leiða
hann undir merkið; en hitt er víst, að ekki
kusu verkamenn Cox að nokkru ráði; hann
hefði þá ekki fallið jafn flatt og raun varð á.
Dakota, að nokkru leyti í Wisconsin, og yf-
irriðunum yfir demokrata útnefningunum í
Colorado. Mesti sigur Non Partisan League
var í Norður Dakota; fengu þeir kosinn sen-
ator til Wáshingtonþingsins og ríkisstjóra sinn
endurkosinn. I Wisconsin fengu þeir einnig
kosinn ríkisstjóra, en aðeins vegna þess að
hann var á republikkalistanum. I Minnesota,
Suður Dakota og Montana fóru N. P. L. mikl-
ar hrakfarir. Þess ber að geta, að The Non
Partisan League er í rauninni ekki sjálfstæð-
ur flokkur, heldur bylting innan annarshvors
gamla flokksins. Þó virðist hún frekar
smeygja sér inn hjá republikkum, og þykir
leiðtogum flokksins það Iítið gleðiefni, eins
og við er að búast.
IV.
Rétt er að minnast með nokkrum orðum á
hinn nýkjörna forseta. FuIIu nafni heitir
hann Warren Gamaliel Harding. Hann er
fæddur 2. nóv. 1865 í bænum Corsica í
Ohio, og var faðir hans læknir þar. Harding
varð stúdent árið 1881 og byrjaði á lög-
fræðisnámi en hætti við það eftir tvö ár og
fór að gefa sig við blaðamensku. Hann
keypti skönunu seinna blaðið Marion Star,
sem þá var á heljarþröminni, og með dugnaði
og fyrirhyggju tókst honum að reisa það við
og gera það að áhrifamiklu og víðlesnu blaði.
Er hann enrtþá útgefandi þess og eigandi. Til
efri málstofu Ohioþingsins var Harding kos-
inn 1899 og sat þar í fjögur ár. Árið 1903
var hann kosinn aðstoðarríkisstjóri. Um rík-
isstjóraembættið sótti hann 1910, en féll.
Sex árum síðar náði hann senatorskosningu
tíl Washingtonþingsins og þar hefir hann átt
sæti síðan. Og nú 2. nóvember á 55. af-
mælisdag sinn, er hann kosinn forseti Banda-
ríkjanna; í sannleika dágóð afmælisgjöf.
I senatinu hefir ekki mikið á Harding bor-
ið; þó er hann ræðumaður allgóður. Ekki
hefir hann heldur þótt framgjarn eða frjáls-
lyndur, og hefir fátt það til að bera, sem vek-
ur vinsældir og fylgi. Hugsjónamaður er
hann enginn, en hann er maður hygginn og
hagsýnn. Um nafn hans mun aldrei sveip-
aður dýrðaríjómi; en nýtur maður þjóð
sinni er hann líklegur til að reynast, því mað-
urinn er gætinn og atorkusamur; og þeir
mennimir verða venjulega hapapdrýgri en
afburðamennirnir.
Mikilmenni gæti Harding þó orðið; leiðin
liggur honum opin! En vér erum vondaufir
um að hann treysti sér að fara hana, hún er
engum heigjlum hent. Ef Harding gengur
loforðaveginil á enda, eínir öll þau kosninga-
loforð, sem hann og flokkur hans gáfu, þá á
hann fulla kröfu til þess að kallast mikil-
menni. En vér höfum aldrei ennþá rekist á
þann manri, sem þess hefir reynst megnugur
að uppfylla öll sín fögru og miklu kosninga-
loforð. Alílir stjórnmálamenn lofa upp í
ermina sína.
m.
Bandaríkjaþjóðin virðist ekki vera sérlega
gefin fyrir að margskifta sér í pólitíkinni.
Hún lætur sér nægja gömlu flokkana tvo,
nærir þá og klæðir, en biður nýgræðinga
aldrei að þrífast. Við þessar kosningar voru
að minsta kosti sex,vef ekki sjö, flokkar, sem
sóttu fram á vígvöllinn: Demokratar, repu-
blikkar, jafnaðarmenn, Non Partisan League,
bænda- og verkamannaflokkur, bindindis-
flokkur og “Socialist-Labor”. Allir höfðu
flokkar þessir að Non Partisan undanskild-
um, forseta- og varaforsetaefni í kjöri, en
atkvæðin, sem dvergflokkar þessir fengu,
voru sárfá, í samanburði við görnlu flokkana.
Að sönnu fékk Debbs, forsetaefni jafnaðar-
manna, yfir 2 miljónir atkvæða; en það seg-
lítið, þegar greidd eru 30 miljónir atkv.
Einn þingmann til Washington þingsins fengu
jafaðarmenn kosinn, en svo hafa þeir haft á
undanförnum árum, og einn maður segir lít-
ið á þingi, sem telur hátt á sjötta hundrað.
En af þeim hlutföllum má nokkurnveginn
marka styrkleik flokksins í Bandaríkjunum.
Bænda- og verkamannaflokkurinn var nýr af
nálinni í þessum kosningum. Hans gætti
hvergi að neinu nema í Washingtonríkinu; en
þó fékk hann engan þingmann kosinn á sam-
bandsþingið, og forsetaefni þessara samein-
uðu fékk miklu færri atkvæði en Debbs. Sá
eini af þessum nýgræðingaflokkum, sem
nokkru fékk áorkað, var Non Partisan Lea-
gue. Hann hafði ekki forsetaefni í kjöri, en
lét talsvert á sér bera í fjórum eða fimm ríkj- um.
um, þó með þeim hætti að flokkurinn reyndi
að sölsa undir sig útnefningar annarshvors
gamla flokksins; þannig náði fólokkurinn yf-
irráðum yfir republikkaútnefningunum í N.
Harding og flokkur hans hefir lofað að
efla vellíðin og auðsæld í ríkjunum. Það á
að gera með tollum. Á bæði bændum og
verkamönnum að stafa gott af því, og verk-
smiðjueigendum ekki hvað minst. Her ög
flota á að auka að miklum mun, efla sigling-
ar og verzlun, borga þjóðskuldina og hefja
veg og gengi ríkjanna bæði innávið og útá-
við. Alt þetla og ótalmargt fleira, svo sem
að gefa öðrumhverjum manni sem kusu hann,
embætti, á hinn nýi forseti að gera, ef vel á
að vera. Mun honum takast það ?
Og utanríkismálin, friðarsamningarnir og
alþjóðasambandið. Þar héfir Harding verk-
efni ekki alllítið. Raunar virðist hann hafa
verið fljótur að ráða við sig afstöðu sína og
Bandaríkjanna gagnvart alþjóðasambandinu,
því daginn eftir kosningarnar hrutu honum
þessi orð af munni: “Alþjóðasambandið
er dautt! ”
#
V.
Að endingu viljum vér minnast með fám
orðum sjúka mannsins í Hvíta húsinu. Um
hann og verk hans snerust kosningarnar aðal-
lega. Woodrow Wilson hefir verið metinn
og veginn á vogskálum þjóðar sinnar og Iétt-
vægur fundinn. En dómurinn sá verður
skamlffur. Sagan mun reisa Wilson bauta-
stein, veglegri en nokkrum þeim, sem grýttu
hann og svívirtu. Og þjóðin hans, sem skildi
hann ekki vegna þess að hánn var andlegt ít-
urmenni, og laus við kotungs hugsunaÆátt
þann, sem kunnastur er'í stjórnmálum; hún
mun síðar hefja hann við hlið Washingtons
og Lincolns, gera hann að engu minni þjóð-
dýrðlingi en þá.
Merkur blaðamaður skrifar nýlega um
Wilson meðal annars:
“Tvær myndir eru sérstaklega í huga mín-
og gengur að ræðustólnum. Hár
og grannur, beinn og vasklegur,
svipmikill og tigulegur. Hann er
60 ára garnall, en lítur út fyrir að
vera í mesta lagi 45 ára. Þannig
leit Wilson út, er hann flutti stríðs-
boðskap sinn.
Síðari myndin er þremur og
hálifu ári seinna. Forsetinn situr
úti fyrir austurhlið Hvíta hússins
og kringum hann eru særðir og ör-
kumla hermenn. En nú er breyt-
ing orðin á forsetanum. Heilsan
farin, hárið fannhvítt, herðarnar
lotnar og axlirnar sígnar. Aðeins
hugurinn sá sami. Forsetinn er nú
63 ára, en Iítur út ifyrir að vera
miklu eldri; hann hefir elzt um
aldarfjórðung á rúmum þrem ár-
um. í sjúkravagni sitja örkumla
hermenn, blindir, fótalausir og
handarvana. Þeir heilsa forsetan-
um að hermanna sið um leið og
vagninn líður framhjá, og í kveðj-
um þeirra er lotning, djúp og ein
Iæg. Um leið og forsetinn lyftir
hægri hendinni til að svara kveðj-
unni, verður mér litið framan í
hann og eg sé að augu hans eru
full af tárum. Hinir særðu eru að
heilsa þeim særða; þeir í sjúkra-
vagninum, hann í sjúkrastólnum.
eru eins farnir, eru hvorirtveggja
krossberar heimsstríðsins.”
Hin pólitíska st^irfsemi Woodrow
Wilsons er nú á enda; en þó hún
endi í ósigri nú, sigrar hún síðar-
meir. Það góða og göfuga hlýtur
fyr eða síðar að vinna sigur á
hleypidómum og hindurvitnum. Og
þegar þröngsýnismyrkrinu léttir af
þjóðinni, leiftrar mynd Wilsons í
morgunroða víðsýnisins, sem sól á
uppstigningu, sem æ verður bjart-
ari og bjartari.
Moskusnautið.
Þess var getið hér í blaðinu fyr-
ir skömmu, að. félag hefði verið
stofnað hér í landi, með höfuð-
setur í Winnipeg, sem héfði það
markmið að vinna að hreindýra og
moskusnautarækt hér í Canada, og
að það mundi gert að ráði hins
fræga landa vors, 'Vilhjálms Stef-
ánssonar, sem á norðurheimaför-
um sínum hefir kynt sér lifnaðar-
háttu þessara dýra og er þess full-
viss að þau geti þrifist í norðurhér-
uðum Canada, og verið arðvænleg
tfl ræktunar.
Hreindýrin eru flestum kunn,
bæði af sjón og afspurn. En öðru
máli gegnir það með moskusnaut-
ið eða sauðnautið, sem sumir kalla
og sem vér álítum betra nafn, og
virðist oss því ekki úr vegi að Iýsa
skepnunni nokkuð.
Nyrst í norðri, í köldu löndun-
um, þar sem jörðin þiðnar aðeins
á yfirborðinu um sumartímann,
þar sem smáviðurinn heyir uppi-
haldslausa baráttu fyrir tflVeru
sinni, þar sem mýraslétturnar ná
yfir víðáttumikið Iandflæmi, sveim
ar ein jórturdýrategundin auk
hreindýrsins: sauðnautið eða mos-
kusnautið, sem á latínu kallas'
“Ovibos mosdhatus”. Moskusnaut-
inu svipar mjög til sauðfénaðar og
nautgripa, og má. þv<í með réttu
telja það sjálfstæða grein af þeim
kynstofni. Lengd þess, að 3 þuml.
dindli meðtöldum er rúmar 3 álnir.
Hæðin um herðakambinn er um
40 þuml. Skrokkurinn, sem er
borinn af stuttun en sterkum fót-
um, er þibinn og riðvaxinn, háls-
inn stuttur og digur, höfuðið
klumbslegt, ennið nálega hornin
tóm, augun smá, granirnar miklar,
og fliparnir þykkir. Neðri helm-
ingur hornanna er geisi viðamik-
ill. Niður í hausnum liggja þau
aiftur og út, en síðan beint niður,
beygjast þá fram og út og loks aft-
ur upp og enda í hívössum snigli.
Skrokkurin er klæddur feikilega
þéttri ull. Hún er sérstaklega þétt
á höfði og fótum. Frá neðri skolt-
inum niður á bringuna lengist ull-
in svo mjög, að hún nemur nærri
....Dodd’s nýraapllur ern bezta
nýnuuneQallS. Laekna og gigt,
bakverk, hjartabilan, þvagteppu,
og önnur veikindi, stefa frí
nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills
kosta 50c askjan e?Sa 6 öskjur fyr-
ir $2.50, og fást hjá öUum lyfsol.
um e?Ja frá The Dodd’s Medicne
Co. Ltd., Toronto Ont .......
Moskusnautin geta hizt alstaðar
á hinu víðáttumikla Iandflæmi, er
þau eiga heima á, þar sem þau
hafa haga á annað borð um Iengri
tíma og þar sem þeim er afkomu
auðið. Þau hafast við í misstór-
um hópum, einkum í dalverpum og
lautadrögum. Þeim virðist fjölga
éftir því sem norðar dregur, þar
reka menn sig stundum á allstórar
hjarðir, sem telja 30—50 nauta.
Frábær þrautseigja og nægju-
semi gerir þeim fært að hjara af
vetrargrimdina í heimskautalönd-
unum. Hægt og með þolinmæði
ráfa þau um endalausar fannbreið-
urnar, til þess að komast í betri
haga. Og þegar fóðuráhyggjurn-
ar þverra með sólbráðinu, hefjast
aðrir þjáningatímar er þau fara að
ganga úr ullinni og eiga jafnframt
að etja við óhemju mývarg. Þau
velta sér í flóum og fenum til þess.
að brynja sig gegn þessum óvin-
um sínum, og halda þessu áfram
þar til þau hafa steypt utan um sig
hörðum leðjuberki, sem er þeim
hlíf gegn varginum.
Moskusnautin tímgast í ágúst-
mánuði, og níu mánuðimi síðar*
eða í maí, ber kýrin litlum og gull-
fallegum kálfi, sem foreldramir
gæta vandlega gegn öllum hætt-
um.
Þó moskusnautið sé sitirðlega
vaxið, er það samt fádæmi létt á
sér í hreyfingum og fimlegt sem
steingeit. Þau klifra sem geitur til
bg frá í klettunum, og fara án
minstu örðugleika upp snarbratta
fjallahnúka og kenna ekki svima.
Gegn mönnum em þau oft ráðlaus
eða ráðafá, sérstaklega þau sem
aldrei hafa staðið augliti til auglit-
is frammi fyri þessum höfuðóvini
dýranna. En þau komast von
bráðar upp á að varast hættu þár
sem yfir þeim vöfir.
Enskur veiðimaður, Major Mc-
Clintock hefir sagt ym nautaveið-
ar:
“Við sáum og skutum tvö stór
moskusnaut .... og fundum þau bet
ur á sig komin en við höfðum séð
þau áður. Eg mun aldrei gleyma
helstríði hins tigulega sauðnauts.
Spánskt naUta-at gefur enga hug-
mynd um það; æðisgenginn bar-
dagi við bjarndýr er jafnvel smá-
munir í samanburði við það. Dýr-
ið var skotið gegnum lungun og
blóðið Iagaði út um nasagötin og
niður á snjóinn. Þarna s’tóð það
regingslegt og athugaði okkú'r, en
gat ekki hafið árás, augun Iítil og
leiftrandi, nálega hulin þykkri ull,
smugu í gegnum okkur, og allur
skrokkurinn engdist sundur og
saman í andarteygjunum. Hinar
skjálfandi hreyfingar dýrsins komu
í ljós í þykkri og flókinni ullinni;
riðvaxinn makinn virtist jafnvel
reisa sig í bræði og vatt sér til
beggja hliða. Oss virtist sem dýr-
ið sameinaði ofsaæði sitt til æðis-
legs áhlaups. Það gaf ekkert hljóð
frá sér; hið tigulega dýr var þög-
ult, en ægishjálmur augnanna og
Hin fyrri er þingsalurinn í Waslhington,
þéttskipaður þingmönnum og áheyrendum.
Orð hefir borist að forsetinn ætli að kunngera
stríðsboðskap sinn. Hann kemur inn í salinn
við jörð, og á herðunum myndar hinar ofboðslegu stellingar voru
hún nálega koddalagaðan söðul, er miklu óttalegri en herfileg öskur.
hefst aftan við hornin og nær yfir Við athuguðum það í kyrþey, því
'eyrun. Megin liturinn er brúnn að Iífið var að fjara út, en við
og framan á höfðinu og á makkan- þorðum samt ékki að leggja niður
um verður hann dokkbrúnn, en byssurnar fyr en kraftar þess voru
söðullinn er ljós. j þrotnir. Það skjögraði og datt.
í