Heimskringla - 24.11.1920, Síða 4

Heimskringla - 24.11.1920, Síða 4
HEIMSK-RING^A ■± WINNIPEG, 24. NóV. 1920. HHIMSKRINGLA (Slofnnö 1.5K6.) Knnnr Qt á hrorjnm ■i9rlk«d«(L ftcel'rndur c.g einesCar: ME VKUNG PT<ESS, LT». VertJ blatSsins er $2.00 á.rsangtirinn, *é haan borgabur fyrirfraat,' anaars 98JM. AUar borgaalr aendiat ritsmaani blals- ins. Póst- eSa bankaáTÍsan.'x stilint U1 Th® Vlking Pres«, L,td riitsijóri o* rácSsTnaSm-: GUNNL. TR. JCN06ON Skr1f»t*fa> 720 ^HiKBROOKB fTRI3BT, WIIIHPBO. P. O. Box 2171 Takfail VBMT WINNIPEG, MAN., 24. NÖVEMBER 1920. Vöra Stephans G. Á öðrum stað hér í blaðinu ritar skáldið Stephan G. Stephanson langt mál um bók sína Vígslóða. Á það að vera vörn gegn dómi þeim unVbókina, sem nýlega birtist í Lög- bergi. Vér höfum sáralitJar mætur á Vígslóða, en vildum þó eigi bægja skáldinu frá rúmi í blaðinu, vegna þess að Heimskringla hefir jafnan álitið það réttlátt, að aðrar skoðanir en blaðsins eigin kærnu fram í dálkum þess, hefðu þær á annað borð erindi fram á sjón- arsviðið. Eins er og það í bága við alment blaðavelsæmi, að maður, sem ákærður er í blaðagrein, fái ekki að bera hönd fyrir höfuð sér. Fyrir dómstólum allra siðaðra landa, hafa hinir ákærðu rétt til að koma fram með alla þá vörn, sem þeim frekast er auðið. Höfundur Vígslóða er undir ákæru af blaða- dómi; að neita honum um að bera fram vörn, hefði ekki einasta verið í mesta máta ósann- gjarnt, heldur og beinlínis blaðamannlegur glæpur. Ekki æflum vér að gagnrýna vörn skálds- ins, og það vegna þess að vér erum ekki málsaðili. Vér höfum ekki skrifað ritdóm um bó'kina, og það fyrir þá sök að hún hefir ekki verið send Heimskringlu til umgetningar, og venjan er að dæma aðein's um þær bækur, sem blöðunum eru sendar. En það víljum vér taka fram, að vér erum í flestum atriðum sammála ritstjóra Lögbergs í dómi hans um 'Vígslóða, og hefðum vér skrifað ritdóm, þá hefði hann verið í svipuðum anda. En það er fyrir almenning að kveða upp fullnaðar- dóminn. Ritdómur Lögbergs hefir sjálfsagt verið lesinn a'f flestum þeim, sem um Víg- slóða hafa heyrt getið hér vestra, og nú fá þeir vörnina í málinu. Það er því þeirra að kveða upp sektir- eða sýknunardóm yfir skáldinu. Plöggin eru í þeirra höndum. í Varnargrein sinni kemur Stephan G. víða við, og dregur menn inn í málið, sem engin þörf var að minnast á. Vörnin er víða víðtæk og ítarleg, en þó vér ætlum ekki að rökræða hana, viljum vér benda á einn lið hennar, sem oss finst sérstaklega veíkur, en er héfði þurft að vera hvað sterkastur. Vér eigum við “Sláturtíðar-erindið”, sem er svo- hljóðandi: ‘Evrópa er sláturhús, þar myrða þeir af móði, og mannabúka í spaðtunnurnar brytja í erg og grið. Við trogið situr England, og er að hræra í blóði, með öllum sínum kaupmönnum og bæjargötu lýð.” Og það verða lesendilrnir að hugleiða, að það er brezkur þegn, sem þannig kveður. Í3 kosinn til að starlli á. Stefnuskrá mun flokkurinn hmía sam.o, en hana höfum vér ekki séð. Vitum vér aðeins að flokkurinn ætlar að standa einn f>g óstuddur, og vill hyorki samband við conservativa eða verka- mannaflokkinn. I nefnd þeirri, sem kosin var til að semja stefnskrána, var meðal ann- landi vor, séra Albert Kristjánsson, þing- ara ver Stjórnmálin í Manitoba Lítið greiðist fram úr stjórnmálaflækjunni hír í fylkinu. Hún virðist frekar verða öllu flóknari, eftir því sem nær dregur þingsetn- ingunni, í stað þess að menn höfðu búist við, að alt yrði sundurgreitt og komið í fastar skorður fyrir þann tíma. Nú/hafa andstæð- ingaflokkar stjórnariijnar samþýkt hver um s’g, að standa á eigin fótum, óstuddir af hin- um, haínað öilum samvinnuhugmyndum um stjórnarmyndun, og þar með trygt Norris- stjórninni völdin áfram, að minsta kosti um stundarsakir. Bændaflokkurinn, sem nú mun telja, 17 þingipenn, og er því fjórum fáiiðaðri en stjórnarflokkurinn, hélt í vikunni sem leið flokksfund hér í borginni. Þar var kosinn leiðtogi fyrir flokkinn, og varð fyrir vali William Robson, þingmaður fyrir Glenwood kjördæmið. Hann er auðugur bóndi og sagður í miklu áliti í héraði sínu, en á þingi hefir hann aldrei setið áður, og er hann því alls óreyndur á því sviði, sem hann hefir ver- maður St. George kjördæmis. Höfðum tal af honuia, en hann vildi fátt segja, nema að flokkurinn myndi ekki styðja Norrisstjórn- ina. Conservativar héldu einnig flökksfund í vikunni sem leið og völdu sér leiðtoga. Kosn- ingu hlaut Jo>hn T. Haig lögmaður, sem er einn af þingmönnum Winnipegborgar. Haig hefir áður setið á þingi, og er maður mikil- hæfur og vel til leiðsögu fallinn, en skaðinn er sá, að hann hefir svo fáa þingmenn að leiða., Fjórir af þingmönnum flokksins hafa yfirgefið bann og gengið í bændaflokkinn. Þar á meðal hinn nafnkunni Roblinstjórnar- ráðgjafi Joe Bernier. Sjö þingmenn sitja eftir í flökknum, þrír lögmenn, einn læknir, einn kaupmaður og tveir bændur. Sjömenn- ingarnir fóru eins að ráði sínu og bænda- flokkdþingmennirnir, samþyktu að vera út a)f fyrir sig, en í engu bandalagi við aðra flokka. Flokkurinn, þó fámennur sé, er nógu mannmargur til þess að bjarga Norris- stjórninni frá falli, ef vei'kamenn og bændur gerðu sameiginlegan aðsúg að henni, og án hans hjálpar gætu bændur og verkamenn ekki héídur myndað stjórn, ef svo skyldi fara að þeir gerðu samvinnubandalag, eftir að á þing kæmi. Conservativar geta því nokkurn- veginn ráðið lögum og lofum í þinginu, ef svo ber undir, þó fámennir séu. Vcrkamannaflokkurinn telur 9 þingmenn, en tveir þeirra eru sem stendur í hegningar- húsinu, og er því óvíst að þfeir komi flokknum að liði á næsta þingi. Það var verkamanna- flokkurinn, sem einkum og sérstaklega kom í veg fyrir samvinnu milli andstæðinga stjórn- arinnar, og á því stjórnin honum mest að þakka, ef bún tórir af. Verkamannaflok'kur- inn vildi gjarna gera samband við bænda- flokkinn, en honum var meinilla við conserva- tiva, og er hann sá að þeirra þurfti með, til þess að geta steypt Norrisstjórninni og mynd- að nýja stjórn, þá vildu þeir enga samvinnu. Conservativar vildu einnig sem minst hafa satman við Verkaflokksmenn að sælda, og bændaflokkurinn hafði ótrú á báðum. Ea þó nú að verkamannaflokkurinn hafi að öll- um Iíkindum bjargað Norrisstjórninni, þá mun hún þó eiga í honum sinn bitrasta and- stæðing, er á þingið kemur. Það verður tvímælalaust snörp ádrepa sem þeir Dixon, Bayley og Smith gefa stjórninni og ekki munu þeir Ivens og Queen liggjá á liði sínu að gera stjórninni lífið leitt, verði þeir orðnir frjalsir menn um það leyti. Stjórnarflokkurinn telur 22 þingmenn, að því crbienn vita bezt; þó er vafi um einn eða tvo. En 22 þingmenn af 55, sem á þinginu eiga sæti, er 6 manna minnihluti, svo ekki eru horfurnar álitlegar fyrir stjórnina; hvern- ig svo sem rætast kann úr fyrir henni. Og nái hún að hjara, þá á hún það einungis því að þakka, að andstæðingar hennar voru svc sundurlyndir sín á milli, að þeir létu úr greip- um sér ganga tækifærin sem kjósendur höfðu fengið þeim í hendur. En vera má að þetta sé öllum fyrir þeztu. Yenizelos. Heimslánið er fallvalt, segir máltækið. Og sjaldan hefir málsháttur þessi reynst jafn á- þreifanlega sannur'og einmitt nú. Stórmenn- um heimsins er hverju á fætur öðru hrint af stóli valda og virðinga, niður í fordæmingar- forað almenningsálitsins. Menn, sem áður voru svo að segja alvaldir, eru nú landflótta eða fallnir helsærðir í valinn, hinn pólitíska valinn. Einkennilegt má það og lcalla, að allir þeir menn, sem mest hafa verið riðnir við stríðsmálin og friðarsamningana af höndum bandamanna, hafa orðið fyrir þess- ari óblíðu örlaganna. Em er þó undantekn- ingin og hún er Lloyd George. Hann stend- ur ennþá sem klfttur úr hafinu, óbifanlegur mitt í hafrótinu. Orlando, sem stjórnaði Itölum á styrjaldartímunum, varð fyrstur til að líða skipbrot; þá kom Clemenceau, franski járnkarlinn. Honum var gefið það að sök að hann hefði látið bæði Lloyd George og Wilson forseta hræra í sér, svo að Frakkar hafi ekki borið eins mikið úr býtum í stríð- inu og þeim bar. Utan Frakklands furðar alla á þessari ákæru, því flestir munu vera þeirrar skoðunar, að Frakkar hafi fengið sinn skerf vel útilátinn af herfanginu. Næstur varð Wilson forseti að gista valinn. Og nú síðast stjórnarformaðurinn gríski, Venizelos, og undrár marga hvað mest á því. Hvað orsakað hefir fall Vemzelos er mönn- um ekki fyllilega Ijóst, en ómögulega getur það verið það, að Grikkir séu óánægðir með það, sem þeir báru úr býtum í landaskiftun- um. Þeir fengu tiftölulega mest allra, og Að höfðu þó langminst til matarins uninð. þeim vegnaði svona vel í skiftunum, var Venizelos einum að þakka; hann var mestu ráðandi af smáveldafulltrúunum í ráðum bandamanna og naut trausts og álits stór- veldanna meira en nokkur annar. Friðar- samningarnir við Tyrki, sem nú eru nýlega undirskrifaðir, leggja undir Grikkland miklar lendur og lýð, rúmlega 2/z miljón Grikkja, sem öldum saman háfi verið undir tyrknesk- um yfirráðum, komu nú aftur undir gríska stjórn, samkvæmt friðarsamningunum. Með- al landa þeirra, sem Grikkir hafa nú fengið, eru Epirus, mestöll Macedonia, öll Þrakía að undanskilinni svolítilli strandlengju meðfram Marmarahafinu sem Tyrkir fyrir einstaka náð fá að halda. Einnig fengu Grikkir borgina Smyrna í Litlu-Asíu ásamt Iandi öllu umhverf- is og allar eyjarnar í ‘ Grikklandshafinu, að Rodhes og Cyprus undanskildum; halda lt- ahr hinni fyrnéfndu en Bretar þeirri síðar- nefndu, en svo var til ætlast, að þær gengju síðarmeir undir Grikkland. Einnig var Veni- zelos mest að þak'ka bandalagið milli Balkan- þjóðanna 1912, sem að stríðinu við Tyrki áfloknu gaf Grikkjum borgina Saloniki og fylkin Þessalíu og suðurhluta Macedoniu. Venizelos hefir því á átta ára tímabili hafið Grikkland upp úr niðurlægingu og vesaldómi upp í voldygasta ríki Balkanskagans. Hið gríska ríki er nú fjórum smnum stærra en það var fyrir 1912, og íbúatala þess hefir aukist um 5 mi’ljónir. Að þetta sé að mestu leyti dugnaði Venizelos að þakka, munu fáir neita. En hver verða svo laun þess manns hjá hinni grísku þjóð? Otlegð og bannfæring. Og dómur þjóðarinnar er eins ótvíræður og framast má verða, því að í hinum nýafstöðnu kosningum var ekki einn einasti fylgismaður Venizelos 'kosinn til þingsins frá þeim hluta ríldsins, sem var Grikkland fyrir 1912. Það voru hinir nýju hlutar rfkisins, sem kusu þá af Venizelos mönnum, er á þingið komust. Grikkir áttu í þessum kosningum að velja á milli Venizelos, 'mannsins, sem bjargað hafði ríkinu frá tortímingu og aúkið það að völd- um og virðingu, og Konstantíns fyrverandi konungs, sem vildi neyða þjóðina í bandalag við Þjóðverja, og sem haft hefði í för með sér eyðileggingu Iandsins. Á milli þessara manna átti hin gríska þjóða að velja, og hún kaus Konstantín. Forn-Grikkir voru þektir að vanþakklæti við sína ágætustu menn; það var þeirra stærsti löstur. Ung-Grikkir virðast hafa erft þenan löst forfeðrpnna í fullum mæli. Með- ferðin á Venizelos sýnir það ótviræðilega. Presturinn Spracklin. Þes svar getið hér í blaðinu nýlega, að prestur nokkur, Spracklin að nafni, þjónandi prestur í Méþódista kirkjunni‘og á sama tíma embættismaður Onatio stjórnarinnar sem vín- bannseftirlitsmaður, hefði skotið til dauða hótelhaldará einn og síðan verið sýknaður af drápinu. Presturinn sagðist hafa drepið manninn í sjálfsvörn og hið sama báru menn þeir, er með honum voru. Aftur bar kona hins myrta manns það fyrir réttinum að mað- ur hennar hefði énga byssu haft og hið sama báru tveir af gestum hótelsins, sem í ná- munda voru, er maðurinn var skotinn. En rannsóknarrétturinn trúði prestinum og sýkn- aði hann. Er drápssagan og sýknunin varð kunn, urðu margir til þess að hefja andmæli gegn slíkum málalokum og heima nýja rann- sókn, og hefir nú dómsmálaráðgjafi fylkisins séð sér þann kostinn vænstan að verða við þeim áskorunum. Hefir hann því fyrirskip- að nýja rannsókn í málinu. En Méþódista- kirkjan hefir ekki fundið neina ástæðu til þess að víkja prestinum úr hempunni, ekki einu sinni um stundarsakir. Þvert á móti hefir hún gert Spracklin þenna að nokkurs- konar dýrðlingi sínum fyrir «ð hafa drepið manninn. Oss hefir verið kent að hin kristna kirkja hefði kenningar Jesú frá Nazaiet sem'grund- völl sinn og breytti eftir þeim; og Meþódistá- kirkjan hefir sérstaklega verið skoðuð sem dyggur fylgjandi Heilagrar Ritningar, bókstaf fyrir bókstaf að heia má. Er hún samkvæm sjálfri sér í þessu máli? Vér skulum athuga það IítiIIega. Fyrir rúmum 19 öldum síðan sagði Jesús frá Nazaret, að því er í Mattheusar guðspjálli stendur: “Þér hafið heyrt að sagt var við forfeðurna; Þú skalt ekki mann deyða, en hver sem morð fremur, verður sekur fyrir flóminum.” Að morgm þess 6. nóvember skaut presturinn Spracklin til dauðs ungan mann, Trumble að nafni, sem bæði var eigin1- maður og faðir, og gerði konu hans að ekkju og börnin hans forsjárlaus. Jesús frá Nazaret segir ennfrem- ur í Mattheusar guðspjalli 5. kap., 38. og 39. versi: “Hafið þér heyrt að sagt var: Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. En eg segi yður: Þér skulið ekki ríscT gegn meingerðamanninum, en slái einhver þig á hægri kinn þma, þá snú þú einnig hinni að honum.” Presturinn Spracklin segist hafa drepið manninn í sjálfsvörn. Var hann þar að fylgja kenningum Krists, hvers þjónn hann þykist vera? I Fjallræðunni, eins og hún er prentuð í Mattheusar guðspjalli, segir Kristur: “Enginn getur þjónað tveimur herrum, því að annaðhvort mun hann hata annan og elska hinn, eða aðhyllast annan ol lítilsvirða hinn. Þér getið ekki þjónað Guði o^ Mammon.” En þessi trúi drottins þjónn(!) Spracklin, þjónaði tvein^ur herrum er hann drap Trumble. Hann var og er þjónandi prestur, og hann var þá og er enn einbættismaður Ontariostjórnarinnar, og dregur tvöföld Iaun. Er þetta í samræmi við kenningar læriföðursins? Hefði Spracklin sagt af sér prestsembættinu þegar hann gerð- i«t bannlagasnápur stjórnarinnar, hefði dráp Trumbles naumast orð- ið hljóðbært, iþ. e. a. s. hafi full sönnun verið fyrir hendi að um sjálfsvörn væri að ræða, þó hins- vegar að naumast að hpegt sé að mæla drápum bót, þó framin séu af reglúlegum Iögregluþjónum, þegar ekki er um stórfeldari glæp að ræða en grun um vínbannslaga- brot, því að í fæstum tilfellum myndi hinn grunaði gríp^ til byss- unnar, nema því aðeins að lög- regluþjónninn hefði byssu sína ógnandi framan í hopum. Og það einkennilega við þetta Trumble- dráp er það, að byssa sú, er hann á að hafa ógnað prestinum með, hefir ekki sést ennþá, og eqginn þykist vita til þess að hann hafi átt byssu. Presturinn sá “eitthvað standa út í vasa hótelhaldarans og það miðaði á hann (prestinn), en að það hafi verið byssa, er engan veginn sannað, má vel vera að það háfi verið reykjapípa mannsins eða útréttur fingur. Og það er einmitt vegna þesas efa, að rann- sókn er hafin að nýju. I þessu sambandi má geta þess, að einn af yfirmönnum fylkislög- reglunnar, sem var með Sprackljn í förinni til Trumbles, segist hafa ráðið presti frá að vera sífelt með bvssu, og að ^jálfur hafi hann aldrei byssu meðferðis, telji þess enga þörf. En hann v?ir aðeins lögreglumaður, ekki préstur, sem svarið hafði að helga líf sitt Guði til dýrðár. Sagan eftii^Jack Ca- nuék. En það sem er þungamiðjan í öllu þessu er þetta: Er það sæm- andi fyrir prest,4þjónandi kristnum söfnuði, sem svarið hefir að fylgja kenningum og boðum Jesú frá Nazaret í öllu,\að taka sér fyrir hendur lögreglustarfsemi, samfara prestsembættinu. Að ferðast um bygðir og bæi sex daga vikunnar í $5000 bifreið, sem stjórnin leggur honum t’l, méð hlaðna byssu og handtö'kuheimildir, sem hann sjálf- ur hefir heimildir til að útfylla og nota á hvern sem er? Er þetta sæmandi af presti? Og er það sæmandi af Meþódistakirkjunni að hafa sh'kan mann sem þjónandi prest? Hafa bæði kirkjan og presturinn gleymt orðum Krists: “Enginn getur tveimúr herrum þjónað”. Og “þér getið ekki þjónað bæði Guði og Mammon.” Og svo að síðustu: Fara ekki vínbannslögin að verða nokkuð háskaleg, þegar maður má eiga það á hættu að vera skotinn til bana, fyrir að hafa flösku í fórum sínum með einhverju sterkara í en Iímónaði? | ....Dodd’s nýmapBlur ern bexta nýrnameTSabTS. Leekna og gigt, bakverk; hjartabOon, þvaetoppc, og önnur veðdndi, mbi stafa frá nýnnnn — Dodd’s Kidney POls kosta 50c aakjan etJa 6 öakjur fyr- ir $2.50, og fást hjá öilum lyfsöl. um etJa frá The Dodd’s Medkme Co. Ltd., Toronto Ont ............ Yfirráðin á sjón- um. Bandaríkjamenn ætla vöru að fj»ra að keppa um “yfirráðin á sjónum” í fullri al- við Breta . -r- “Þær þjóðir eru ekki frjálsar, sem verða að sækja til annara þjóða skipa- kost til að flytja afurðir sínar fræ sér og nauðsynjar að sér. Heims- friðnum er ekik óhætt, meðan ein þjóð drotnar yfir heimsviðskiftun- um.” Þannig komst verzlunar- málanefnd Bar.daríkja senatsins að orði í vor í álitsgerð til senatsins. Þegar ófriðurinn hóst var kaup- skipafloti Bandaríkjanan í utan- landssiglingum 1. milj. og 300 þús. smálestir að burðarmagni. — Til samanburðar má geta þess, að Hamborgar-Ameríku fél. þýzka átti álíka stóran skipastól. Nú er kaupskipáfloti Bandaríkjanna orð- inn 14 mijjónir smál. — Svo af- skaplega mikið hefir verið bygt þar af nýjum skipum á ófriðarár- unum. — En það þarf meira til að- ná undir sig heimssiglingunum, en að byggja skip, og Bandaríkm voru í rqun og veru litlu nær þvf takmarki, þrátt fyrir allar skipa- bygg’ngarnar! Bandaríkjamenn hafa einnig bygt herskip áf mikl- um móði, enda er háett við að yfir- ’ráðni á sjónum yrðu ekk vel ör- ugrg án öflugs herskipaflota. En það hefir heldur ékki tekist að fá skipshafnir á þau, og segir blaðið “Evening Journal” í New York^* að af 104 tundurspillum, sem bygðir hafa verið, hafa 73 verið “settir upp” aftur sökum mann- leysis. — Þjóðin er ékki siglinga- þjóð, og fyrirætlanir u mað ná yf- irráðum á hafinu eiga enga rót í eðlistilhneiging hennar. Það er öðru máli að gegna um Breta, sem eru svo að segja “fæddir” sigl- ingaþjóð. Það er sennilegt, áð Banda- ríkjamenn hefðu helzt kosið að heyja samkepnina við Breta alveg á eigin spítur. En það stoðar ekki að berja höfðinu við steininn, því að vanir sjómenn verða ekki gripn ir upp úr grjótinu, og skip sigla ekki mannlaus. Þeim var þá nauð- ugur einn kpstur að leita samvinnu við aðra, og þá auðvitað Þjóð- verja. I ófriðarlok tóku bandamenn öll stærstu skip Þjóðverja af þeim. Öll skip /tærri en 1600 smálestir og heíming 1000—1600 smál. skipa. Þjóðverjar stóðu þannig uppi skipalausir að kalla, en með heilan herskara vinnulausra sjó- manna og skipaútgerðarmanna. Það var því svo sem sjálfsagt, ,aiS Bandaríkjamenn tækju ‘höndum saman við þá, og fyrir nokkrum mánuðum síðan hófust samningar og þrír menn úr stjórn Hamborgar- Ameríku félagsins tókust ferð á hendur til Ameríku, undir foru6tu aðal framkvæmdastjórans, Cuno. I byrjun júnímánaðar símuðu þeir heim, að samningar hefðu tekist um að “taka í sameiningu upp sigl- ingar vorar eins og þær voru fyrir ófriðinn”. En fátt hefir verið lát- ið uppi um fyrirætlanirnar, enda talið óþarft að tilkynna þær keppi- nautunum löngu fyrirfram. Og síðan halda Bandaríkjamenn áfram að byggja herskip, í meiri á- kafa en nokkru sinni áður. Ný- lega var símað"'að þeir væru að byggja 18 orsutu6kip og mörg önnur stór herskip. Hvaðan myndú þeir ætla að fá æfðar skipshafnir

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.