Heimskringla - 02.03.1921, Blaðsíða 7

Heimskringla - 02.03.1921, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 2. MARZ, 1921. HEIMSKRINGLA 7. BLAÐSIÐA. The Dominion Bank UA»K ATB. «*» * Allar elKBlr ...........«70,000,0©« ■ 8érst*kt athygli v«itt vittakJft-1 »*• kaupmann* og vwElurmrfé- ^ a«a. SparÍBjóSsdeildin. Yertir a£ innateeðufé groiddir Jaín hÁir og annarsstaðar, Vér bjóðum vetkomin amá lem^ stór viðskiíti- PHOPÍB A P. B. TUCKER, Ráðsmaíur Frá N- Dak. þinginu. Ritstjóri 'Hermskrinlu Altaf bætist raun viS raun , réna lí'fsins stundir; þaS er ei nema hraun við hraun höltum fæti undir. --- Þetta datt mér í hug þegar eg frétti að Scandinavian bankanum í Fargo hefði verið lolkað og einn- eigin League bankanum í Grand Fork's, skömlmu eftir að Legue- blaðið “The American”, hætti að koma út, svo nú er hvor rauna- rollan á eftir annari í tjöldum “League '-fmanna, eða Townley- sinna. Mér er ókunnugt um League Ibankann í Grand Fork, en iþað hefir komiS í ljós við rann- sókn rfkisreikninganna, að Scandi- navian bankinn hefir verið nokk- urs konar saurrenna Townley for- spmkkanna, og er nú lýðum ljóst. að Páll Halldórsson var réttur, ]>egar hann fór fram á að þessum banka væri lókað, fyrir meir en ári slíðan; en allar þakkir sem hann fékk fyrir ráðvanda rannsókn, var »ú. að hann var rekinn iburt frá banka rannsókninni. Allir sem þektu Mr. Halldórsson, þóttust vera vissir um, að hann væri sann- orður og áreiðanlegur maSur, en Townleysinnar þóttulst vita betur, — en nú hefir sannleikurinn kom- ist í ljós/ Ástand bankans er í mesta máta hörmulegt — og bank inn lokaSur. ' ViS sitjum hér á þingi daglega og aSal verkiS er aS rannsaka gerSir stjórnarinnar, af okkar hliS, en Towley-sinnar verja af kappi, og halda því fram, aS þaS sé af ýmsuim ástæSum. sem þeim sé ó- viSkomandi, aS fjárhagur ríkisins sé í þessu ólagi — en árinni kenn- ir illur ræSari — en viS höldum því fram, aS ef þar hefSi veriS haldiS betur á árinni, IhefSu þeir ekki brotiS bát sinn á blindskeri drauma og loftkastala í ólgusjó eySslu og hugsunarleysis. Fjár- málanefndin situr nú stöSugt kveld og morgna, en alt setur enn viS þaS sáma; lítiS veriS gert enn sem koimiS er. ÞaS er heimtaS af okkur, aS viS leggjum fram $1,000,000 til Grand Fork University, hálfa milj. til A.C. skólans í Fargo, $400,000 til hvors of 5 Normal skólum rík- isins, $300,000 til vitlausra spít- alas og söimu upphæ<5 vill fánga- húsiS fá; svo koma allar ríkis- byggingarnar hér í Bismarck, mál- lausra-stofnun, blindrastofnun, tæringastofnun, föSurlieysingj a- heimiliS, o. s. frv., o. s. frv.. Þar á ofan bætist allslags kostnaSur, sem stjórnin hefir, á löndum og sem er óhjákvæmilegur. ÞingiS hefir samþykt, aS láta prenta allar skýrslur og reikninga rfkisins, svo allur heimur megi sjá, hversu hagkvæmlega og hyggilega Tov'nleyjstjórnin hefir fariS meS fjárhirzlu rfkisins. Mr. Townley kom hingaS í síS- ustu viiku, en fór eftir stutta dvöl heim tiil sín aftur —1 ýfirleitt virS- ist fólk ekki veita honum mikla eftirtekt, og ekki kom hann á þing- ^S — hann hafSi hvorki loft'bát né loftkasíala í fórum sínum — sagt er aS loffbáturinn sé í lama- sessi og lofkastalarnir hrundir til grunna. Mér dettur í hug Jörund- ur hundadagkonungur í samlbandi v:S 1 ownleys ráSsmenskuna í NorSur Dakota. Townley réSi ein- um vetri hér áþingi; Jörundur réSi part af einu sumri á Islandi. Fréttir af þinginu læt eg hjá LíSa aS geta um, fyrst og fremst yrSi þaS o'flangt mál og svo hefi eg mjög takmarkaSan tírna til aS akrifa; viS sitjuim, eins og áður er sagt, á nefndarfundur eSá þing- fundum al'la daga, en sofum flest- ar nætur; eg læ't þaS duga, aS segja aS viS byrjum aS rífast á morgnana og endum á kveJdiin — svo enginn fái hjartveiki af snögg- um umskiftum, þá gerum viS þaS sama næsta dag og alla daga, því alt af kemur eitthvaS upp úr kaf- inu og þó viS höldum áfTam til þingloka 'býst eg viS aS það verSi koma í ljós og kemur í ljós meS mikiS eftir ósnert, sem ætti aS tíS og tíma. ÞaS seinasta sem komiS hefir fyrir almenning, eru bréfa viSskifti milli innflutninga agenta Townley sinna. — Ðitt af þeim er prentaS í “Fargo Forum”; mynd af því .bréfi eT í Forum, og ættu allir sem hafa haldiS vörn fyrir þinginu inu 1919, sem lagSi $200,000 af almennings fé; aS lesa iþetta bréf, I þaS er e'ftirtektarvert í meira lagi; ef þaS væri ekki svo langt, mundi eg útleggja þaS, en tíminni leyfir þaS ekki nú sem stendur; en mig grunar aS þaS bréf komist á fleira en eiitt tungumál áSur en næstu kosningar fara fram. P. J.— Á flakki. Framh. Eg fór norSur á VíSir og gisti nokkrar nætur hjá Jakob mági mínum og oddvita Jóni SigurSs- syni. ÞaS var rétt fyrir sveitarráSs- kosningarnar nýafstöSnu fyrir Bif- röst. Jón hefir áSur oddviti ver- iS í 8 ár og lengur viS sveitarmál riSinn. 1 fyrra tapaSi hann kosn- ingu á móti innlendum manni, R. J. Wood, sem kaupsýslu hefir í Árborg, meS aSeins 20—30 at- kvæSa mun, en nú vann hann aft- ur oddvita sætiS meS 200 mis- mun eSa réttum tveim þriSju af öllum greiddum atkvæSum, sem voru um 600. Þetta var mjög vel faro, þvl LæSi er Jón nýtur og góSur drengur í hvívetna og fylgir fast fram öllu sem til um'bóta horf- ir í sínu héraSi, og í öSru lagi eiga landar í Nýja Islandi aS halda al'lri stjórn í sínum höndum, eins lengi og hægt er; eir eru gamlir og reyndir bændur, kunnugastir sín- um örfum, og eir þeru mennirnir sem fyrstir börSust í gegnum veg- leysur og vandræSi óteljandi, sem landnáminu fylgdi. Og eir eru mennirnir sem flestum svitadrop- um hafa úthelt til aS ryðj engi og ajkra og gert þetta víSáttumikla landflæmi aS blómlegxim bústaS, | sem tvær járnbrautir 'liggja núum og alla jafnahafa nægtir aS flytja. Eg man aS mér sárnaSi þegar Far- ly var kosinn þingmaSur þar neSra en slíkum ágætismanni sem Sv. Thorvaldssyni hafnaS. Og þá sneri áreiSanlega aftur þaS sem fram átti aS vera af höfSi vinar míns Dr. Sig. Júl, því aldrei hef- ir hann barist betur en þá meS Gallanum og er hann þó afburSa duglegur oft í slíkri sókn. Þá orti líka eitt skáldiS okkar hér fyrir munn Doctorsins þessa snjöllu stöku: “Kæru landar kjósiS fjandans Gallann; hann er alveg eins og þiS, alt er sama þjóSerniS. En þetta er nú alt um garS gengiS og oþarft um aS ræSa, og Gimli kjördæmi komiS í 'hendur íselndings sem eflaust vinnur því gagn og sæmd, þar sem GuSm. FélsteS er nýtur og dugandi maS- ur, eins og 'hann a kyn til. Eg sá þó nokkur ný hús í Ár- Hans og Gréta. NiSurl. "ÞvaSur! svaraSi kerlingin. ‘SjáSu. dyrnar eru alveg nógu stórar; stingdu höfSinu á undan, líkt og eg geri.” Og kerlingar-nornin beygSi sig niSur og stakk höfSinu inn í ofn- inn. Eins og snæljós stökk Gréta aft- ur fyrir hana og hrinti henni af öllu afli, svo nornin sitakst á höf- uSiS inn í ofninn, en Gréta lok- aSi honum vel og vandlega. SíSan fann hún lykilinn aS búr- inu, sem Hans var í og flýtti sér þangaS tií aS losa hann. “Kerlingar-nornin er nú lokuS inni í ofninum!” kállaSi hún. Og þau vöfSu hvert’ annað örmum og dönsuSu af 'fögnuSi. Loks fóru þau inn í kofann og opnuSu allar fjárhirzlur kerfingar- innar og IHans fylti alla vasa sína af perlum, demöntum og rúlbínum, en Gréta tók eins mikiS í svuntu sína og hún gat boriS. SíSan héldu þau enn á ný af staS, í þeirri von aS þeim tækist nú aS rata heim; og þeim þó'tti vænt um þegar þau höfSu kofa kerlingarinnar aS baki. Þau höfSu ekki gengiS lengi er þau ikomu aS gríSar stóru vatni, svo djúpu og breiSu, aS þaS he'fSi veriS ómögu legt aS komast yfir þaS án þess aS hafa bát. “HvaS eigum viS aS gera," sagSi Hans. “ÞaS er engin brú yf- ir vatniS og enginn bátur er hér nærri.” “SjáSu!" kallaSi Gréta, “ÞaS syndir hvít önd þarna úti; máske hún vilji hj'álpa okkur.” SíSan kallaSi hún: “Ástkæra, litla önd! Eg veit aS þú ert góS. Viltu synda meS okk- ur yfir vatniS ? ” Og öndin synti til þeirra, reiSu- búin aS flytja þau yfir. Hans skreiS á undan yfir á bakiS á henni og vildi aS Gréta settist á þau bæSi yrSu of þung fyrir önd- kné sér, en hún var hrædd um aS ina; og því beiS hún þar til Hbns var kominn yfir og öndin kom aft- ur til aS sækja hana. Þegar þau voru nú bæði komin yfir vatniS, sáu þau sér til mikillar gleSi, aS þau voru komin í þann hluta skógarins, sem þau þektu eins og fingurnar á sér. Þau hlupu nú heim á leiS. og viS næstú bugSu á veginum, sáu þau heim til gamla litla kofans síns, og þau sáu föSur sinn standa í dyrunum. Vesalings skógarhöggsmaSur- inn réSi sér ekki fyrir fögnuði( þegar börnin hlupu í fang honum. Hann hafSi ekki litiS glaSan dag síSan hann skildi ‘bömin sín eftir í skóginum, og nú var konan hans dáin. Hann vafSi örmum sínum utan um þau og hrópaSi upp yfir sig af gleSi. Þau sögSu honum frá öllum æfintýrunum og hvemig þau höfðu sloppiS frú kerlingarnom- inni. “Og sjáSu hvaS viS komum meS heim,” sagSi Gréta um leiS og hún opnaSi svuntu sína og sýndi honum hina glitrandi gim- steina. “Og sjáSu, vásarnLr mínir eru allir fullir,” sagSi Hans um leiS og hann sneri þeim viS og hinir dýr- mætu steinar ultu út um al't gólf. Nú höfSu þau auSæfi. sem mundu endast þenm alla þéirra æfi og þau þurftu aldrei framar aS svelta. En þó aS demanarnir og rú'bín- arnir væru dýrmætir, þá fanst Hans og Grétu þeir ekki nærri því eins fallegir 'og litlu hvítu stein- arnir í gangstéttunum í garSinum, skinu eins og nýir silfurpeningar, þegar máninn helti geislum sínum yfir þá. Þýtt af J. ÚLFURIN OG LAMBIÐ j Eitt sinn kom úlfur aS lækjar- uppsprettu, og fór aS drekka; sá jhann þá hvar lam'b, er vils't hafSi, ’ stóS álengdar fyrir neSan hann og skvampaSi í læ'knum. Hann var þegar ráSinn í því aS taka lamlb- iS, og hugsaSi meS sjálfu.m sér j hvernig hann bezt gæti réttlætt ofríki sitt. “ÓhræsiS þitt”, kall- aSi hann, og hlj'óp itil lambsins “hvernig dirfist þú aS grugga upp vatniS, sem eg drekk af?” “Eg skil sannarlega ekki,” svaraSi lamlbiS meS auSmýkt, "hvemig eg á aS grugga upp vatniS, því þaS rennuT ofan frá þér til mín, en ekki frá mér til þín.” "Þó nú al- drei nema svo væri,” svaraSi úlf- urinn, en þaS er ekki meira en ár síSan þú óSst upp á mig meS skömmum.” “Æ, góSi herra!" sagSi larnbiS, “fyrir ári síSan var eg enn ófætt.” “Á,” sagSi úlfur- inn, “IþaS hefir þá veriS hann faS- ir þinn, en aS öSru ieyti kemur þaS alt í sama stctS niSur; þú þarft ékki aS hugsa til aS hafa af mér dagverS minn meS þvættingi jþín. um.”' HafSi hann .svo e.kki fleiri otS, heldur flaug á veslings lamb- iS, og reif þaS sundur. alvaldur, alvaldur æ sé (þín vörn! SofSu, mín Sigrún, og sofSu nú rótt! GuS faSir gefi góSa þ ér nótt! VÖGGUKVÆÐ LitfríS og ljóshærS og létt undir 'brún, handsmá og hýreygS, og heitir Sigrún. Vizka meS vexti æ vaxi þér hjá! Veraldar vélráS ei vinni þig á! Svíkur hún seggi og svæfir viS galum, óvörum ýtir í örlaga straum. Veikur er viljinn og veik eru börn: ísland. Þú drotning yztu eyja heims, þar ein, sem hverir vella og jötnar orga öldugeims og álfaibjöllur hvella. Og þú ert hamrasta'kki steind, — í strfSi fé'llir ella — MeS veldissprota spök og reynd, í spangabrynju svella. Svo langt( sem augaS eygir, skín þíns íss og loga ibjarmi, en þaS er BreiSablik í sýn og 'birta þér af hvarmi. ÞaS 'bjarmar up pþín eigin sál, og andvarp þér af barmi, og barna þinna móSurmál, sem mælt er þér á armi. Þín haíbli'k út og ofan fjörS aS yztu höfum glam.pa, MeS gullkamib þinna geisla, jörS, þú greiSir skýjakampa; og glóSar þinnar glaSan hag má greina logum hampa svo hatt, aS þú átt dýrSardag, þá dejri’ á sólarlampa. G. J. Guttormsson. —Bónd a d ó t ti r. q u Oií Merkileg uppfynding, sem laekkar málningarkostnaðinn um 75 prósent. tXStl borg sem bygS hafa veriS s. I. ár. En hvort sá bær á noikkurn tíma risa vöxt fyrir höndum, kann eg engu aS spá. Líklega ekki. Eg dva'ldi lengi hjá Halldóri frænda Erlendssyni sem giftur er GuSrúnu fósturdóttir þeirra Reykdals hjóna og eiginlega er þar eitt fagurt sam- býli eldri og yngri hjónanna. Full- komnara og fegra heimili er ekki á hverju strái; þar er þrifnaSur og reglusemi og allsnægtir og húsiS sérlega gott og allir innanhúsmunir Andrés Reykdal er alþektúr meS- al vor vestra; styltur og gætinn; sæmdarmaSur, 'hygginn og ráS-; hollur í hvívetna, staSfastur hverju góðu málefni og trygSar- vinur þar sem hann tekur þá. Eg kyntist hr. Reykdal vel í gegnum I Iþennan tíma og 'hafSi mikla á- nægju af. 'Kona hans er GuSrún Björnsdóttir Skaftasonar læknis á Hnausum. Sú ætt sem mér hefir alla tíS geSjast vel aS, því þar er allsstaSar aS öSrum þræSi, frá- bær fríSleiki og frábær karh meriska. Líklega af Egjls-ætt. En þaS spaugilega -- og þó ekki — var þaS, aS þeir ófríSu í 'Egils-ætt voru gæfudrýgrf en þeir fögru. Mrs. Reýkdal er mesta myndar- kona og aSdáanlega frfS, eins og báSar'þær systur Björnsdætur. ÞaS væri gaman og fróSlegt aS eiga vel og rétt sagSa æfisögu A. Reykdals; hann hefir gengiS í gegnum margt og kann frá mörgu aS segja. Enginn maSur í Árborg átti viS meira annríki og ófrelsi aS búa en Dr. S. E. Björnsson. ÞaS kom varla fyrir aS ihann væri fulla nótt í næSi heima; einlægt á ferSinni út í Mikley, ofan aS Riverton og í allar áttir; hefur ágætis orS á sér og er mjög vel liSinn maSur. En engum væri aS öSrum ihent en ibráSduglegum mainni, aS vera læknir fyrir svo afar víStækt pláss. Eg var viS tvær messur hjá séra jólhanni Bjarnasyni og eina jarSar- för. Hann er Ibúinn aS ná ein- dregnu og steriku fylgi meSál sinna safnaSa og ber margt til þess. MaSurinn er hreinskilinn og djarf- ur, á ekkert til af hégómaskap eSa hi æsni, skemtilegur í öllu viSmóti og mannfundum og prýSilega vel orSfær, og engum heiglum hent aS eiga viS hann orSasennu. Hann er skjöldur og vörSur allrar sæmd- ar fyrir Nýja Island, og eins og söfnuSum hans er ant um aS geta látiS honum og hans fólki líSa vel, eins er honum um þaS hugaS, aS halda uppi heiSri og veg síns fólks. ÞaS má kannske segja, aS séra Jóhann sé í kirkjunni nær gömlu guSfræSinni en iþeirri nýju. En eg leyfi mér meS fullri vissu aS segja þaS, aS sá maSur er eins og bezt getur veriS, trúr sinni köll- un og trúr sínu málefni. Og hvar maSur sem á þennan vitnisburS meS réttu, hann er mikilmenni, og eg vildi óska, aS söfnuSir hans gætu haldiS honum sem lengst og ‘líka látiS honum HSa sem bezt. Lengst dvaldi eg á Hálandi hjá mági mínum. ÞaS er of ékylt aS eg færi aS bera hrósyrSi á þau hjón, enda þarf þess ekki. AS systur minni látinni, verSur sagt aS vandfylt verSi sæti þeirrar sómakonu í Nýja íslandi, og aldrei verSa þau spor talin til fulls sem hún hefir gengiS til aS líkna og hjálpa, hvar sem hún hefir til náS. | Sama má segja um Erlend mág, , hann er Sæmdar karl og aldrei lát- iS sinn hlut eftir liggja til aS hjálpa áfram góSum málefnum. Er enn J sívinnandi, sífjörugur og kátur, rjóður í kinnum og furðu sællegur útlits og full röskann mann mundi þurfa til aS skella honum flötum, ef í tusk færi. TrauSla mundi hann hræddur verSa þó hann ætti eftir aS sjá SviS á Akranesi, eSa jafn-' vel Rennur. Eg efa þaS aS hann j vildi nú skifta Hálandi fyrir Teiga- i kot, þó oft væri þar fengsælt í vör. Daginn eftir aS eg kom ofan aS Hálandi, andaSist GuSný kona Jóns Jónssonar smiSs, þar í næsta h'úsi, skamt frá. Var hún 'búin aS liggja mjög lengi, þungt haldin, gömu'l og góS kona. Líkkistan var fengin og smíSuS í Árborg af Karl Jónasson; vel smíSuS og eik- armáluS, fóSruS og stoppuS inn- an og einnig ytri kassi og hvaS haldiS þiS aS hún — kistan, hafi kostaS? $35.00, skrifa og segi brjátíu og fimm dali. Eg fór sjálf- ; yfir meS systir minni til aS kistuleggja gömlu konuna, svo eg leit vel eftir öllu saman. Eg vildi ráSleggja öllum, sem taka upp á1 því aS deyja í þessari dýrtíS, aS koma sér áSur ofan til Áriborgar— eSa þá aS panta sér kistu frá Karfi. Margir voru þarna neSra sem buSu mér aS heimsækja sig, en eg var bæSi vesall og værukær; enda hefi eg í hyggju aS fara til Nýja íslands oftar í vetur, þar e<S eg er ekki fær um vinnu og líka litlar vonir um aS vinnan fáist. Þá langaT mig til aS fara norSur aS “Fljóti”. Þar eru gamlir og meiikir landnemar og frumherjar Nýja íslands, sem eg hefSi sér- staika ánægju af aS sjá. Þar er gamall og góSur, hreinhjartaSur vinur minn, þó kynning okkar sé ekki löng. ÞaS er Haldá|n Sig- mundsson; hann sagSi mér sögu- brot úr rautatíS Nýja Islands fyrsta eSa annaS áriS sem hann var þar, og mig hefir alla tíS lang- aS til aS skrifa þaS upp, en engin tök voru á því dagana sem hann var í River Park og eg þá bundinn viS verk. Okeypln pnkkl xendnr III reynnln hverj- um Nrm Askar. A. L. Rice, merkur efnafræt5ingnr í Adams, N. Y., fann nýlega upp a?5f( rtS til at5 búa til mál án olíu. Kallar hanri þa?5 ‘Powderpaint”. Þat5 er þurt dufi osr eina s*em þarf til þess at5 gera þa?> að nothæfu máli er kalt vatn; grerir þa?5 málit5 varaniegt sem hvert annat5 olrimál, bæ?5i fyrir utan og inDanhúss- inálingu. Í*at5 á viti hvat5a yfirbort5 sem er. vit5 et5a stein, lítur iTi sem mál en kostar þrisvar sinn- um minni. ; - i wi • A. Tv. Rice Tnc., Msn’ifa^t- urers, 276 North St., Adams, N. Y., og bit5.iit5 um ókeypis reynslupakka. Vero- ur hann sendur þér um hæl ásamt fyr- irsögn um notkun. Skrifit5 nú þegar. VEISTU HVAD I»ETTA ERf AS endingu gét eg ekki gengiS fram hjá aS minnast á einn aldur- hnýginn mann sem nú ligguv veik- ur á Hotel Árfcorgar. Þa?j **r Pítur Bjarnason, áSur bóndi, aS mig minnir aS Otto P. O., Man. Harr; frétti til mín og haíSi á orSi r.j honum langaSi til aS sjá mig. Eg hafSi áSur afspurn af iþessum arr^reinda manni, og næstum* kveiS fyrir djúpri rannsókn hans. En enginn vinur getur teikiS mér ljúfara en hann gerSi og ræddum viS margt saman og þalkkaSi hann mér innilega fyrir línurnar sem eg hefi ritaS, sem varlá eru þakkar- verSar. Eg held aS eg 'hafi þ i stundina sem eg dvaldi hjá honv.m gert ofur lítiS 'bjartara í kringum hann, og eg vil'di óska og biSja góSa menn sem þarna búa í kring, aS gera þaS sama, aS reyna aS færa ibyrtu og yl inn'í þögula her- bergiS veika mannsins. Þegar eg kom til hans í síSara skiftiS og kvaddi hann, þá stakk hann fimm dala seSli í lófa minn og fann eg aS honum hefSi veriS sár móSg- un ef eg hefSi ekki þegiS. En þaS er ekki dalanna vegna sem mér er vel til þessa manns. ÞaS er hans skýra sál og sfkoSanir sem eg met öllu fremur. og jþó hann. sem bet- ur fer, sé enginn féþurfi og eigi þar tvo sonu góSa og mannvænlega, þá verSur einveran ætíS löng, og sál þarf ávalt birtu frá annari sál svo lifsleiðin verSi ekki öf þung- bær. MeS hjartans þökk til allra sem báru mig á höndum meS rausn og góSvild, og blessunar- og heilla- óskum á þessu nýbyrjaSa ári til allra fjær og nær, enda eg þessar línur. L&rus GuSmundsson

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.