Heimskringla - 25.05.1921, Side 4

Heimskringla - 25.05.1921, Side 4
4. BLAÐSIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG 25. MAI, 1921 HEIMSKRINGLA (StofBUð LNNtt) Kemur öt A hverjum nil5vIkuUes:I. ttgefendnr og elKendnri THE VIKING PRESS, LTD. 72» SHEHBROOKE ST, WISNIPEB, MAS. TnlMíml: >'-6537 \>rfl blafiMlnM er »3.0« arKantturlnn bortt- ÍMt fyrlr fram. Allar borttanlr Mendlat rfttÍMmanni blaftnlnM. R i t s t j 6 r i : GUNNL. TR. JÖNSSON Ráðsmaður: BJÖRN PÉTURSSON l tanðMkrift tll blaSslns: THE TIKISJ PRESS, l.td., Bol 3171, Winnlpete, Man. Ttanðskrlft til rltatjörana EDITOR HEIMSKRI5GLA, Boi 3171 Wlnalprt, Moik The "Heimskringla" is prlnted and pub- lishe by the Viklns Press, Limited, at 72» Sherbrooke Street, Wlnnipeg. Manl- toba. Teiephone: N-6537. WINNIPEG, MANITOBA, 25. MAI, 1921 Háskólapróíin. Á föstudaginn var, þann 20. þ. m., útskif- uðust 6 Islendingar hér við Manitoba-háskól- ann og 34 stóðust deildaprófin og fluttust upp í efri bekki. Fór uppsögn háskólans fram með mikilli viðhöfn í Walker leikhúsinu. Flutti erkibiskupinn yfir Ruperts landi skiln- aðarræðuna til nemendanna og brýndi fyrir þeim að halda fast við þær hugsjónir, er út í Íífsbaráttuna kæmi, er menningin, mentunar- og skólaáhrifin hefðu vakið hjá þeim. Sér- staklega áherzlu lagði hann á nauðsyn og nyt- semi heilbrigðra mannlífsskoðana. Stétta- myndunin em a'f þeim stefnum innan þjóð- félagsins, ej alhr sannir mann- og mentavinir vinni á móti, jafnrétti og hugarhreinleiki það sem flest mannfélagsmein fær læknað, brýndi hann fyrir mentalýðnum að reynast trúir þjóðræðishugsjóninni, er beztum þroska hefði náð hér í þessari álfu, og leitt hefði í ljós betur en nokkuð annað manngildi einstakl- ingsins. Forstöðumenn hVerrar háskóladeildar, skrýddu þá sem voru að útskrifast, háskóla- einkennum og afhentu þeim skýrteini sín. Þessir Islendingar útskrifuðust: Úr lærdómsdeildinni sem Barchelors of Arts, Valentínus Valgarðsson með ágætis einkunn, og Ingólfur Gilbert Árnason með 1. eink. Hlaut Valentínus gullmedalíu háskól- ans í stærðfræði, og hlaut háa ágætiseinkun í hverri einustu námsgrein. Á hann þökk og heiður skilið allra samlanda sinna fyrir sína ágætu framistöðu og væri óskandi að sem flestir íslenzkir námsmenn næðu að feta í fót- spor hans. Venjulegast hér fyr á árum, s'kör- uðu íslenzkir námsmenn fram úr annara þjóða nemendum, en svo kom afturkippur í þá 1915 og síðan hafa þeir átt fáa afburða námsmenn, þar til nú, og í fyrra er ungfrú Sigurbjörg Stefánsson vann 2 gullmedlíur. Jóhannes Eiríksson tók meistaragráðuna (M. A.) í hagfræði. — Sá maður er altaf að læra, elja hans og dugnaður óbilandi. Or læknadeildinni útskrifuðust, Kristján J. Austmann og Steinn 0. Thompson, báðir með hárri I. einkunn. Báðir eru þeir hæfileikamenn hinir mestu og líklegir til að, verða þjóðnýtir menn. Kristján er kvæntur, er kona hans dóttir Þorsteins Oddsonar fasteignasala, hér í borginni. Or lagadeildinni útskrifuðust, eins og getið var um í síðasta blaði, Árni G. Eggertsson, og Edvin G. Baldwinsson, báðir með II. eink- unn hinni betri. Báðir eru þeir Winnipeg- menn, vellátnir og vinamargir; er Edvin son- ur Baldwins L. Baldwinssonar, fyrv. Heims- kringlu ritstjóra og hið mesta mannsefni. Var hann full 3 ár á orustuvöilunum á Frakklandi og gat sér þar góðan orðstýr. Árni er sonur Árna Eggertsonar fasteignasala. Er hann hvers manns hugljúfi og ætti því að reyryist vinsæll Iögmaður. Hefir hann þegar gert gangskör að því að byrja lögmannsstörf, og verður í félagi þeirra Garland & Anderson og mun eiga að veita forstöðu lögmannaskif- stofu þeirri, sem þeir ætla að sitja upp í Ar- borg. Árni er maður kvæntur, er kona hans af hinni góðkunnu Laxdalsætt, dóttir Gríms Laxdals fyrv. kaupmanns. Fullnaðarpróf í húsjtjórnarfræði við land- búnaðardeild háskólans hefir ungfrú Þórey I Þcrðarson tekið með góðri I. einkunn. Við deildaprófin stóðu íslenzku nemend- urnir sig misjafnlega. Tveir sköruðu fram úr öðrum, Emma L. Johnson í III. bekk og Jón V. Straumfjörð í II. bekk, unnu sín $100 verðlaunin hvort, fyrir framúrskarandi kunn- áttu; hlaut Miss Johnson frönsku verðlaunin í deild sinni, en Straumfjörð fjöthæfnisverð- Ilaun sinnar deildar. Tveir aðrir nemendur tóku einnig ágæt próf, þeir Númi Hjálmarsson í I. bekk iæknadeiidarinnar og Edward Thor- laksson í III. bekk lærdómsdeildarinnar. Þessir nemendur stóðust Ieildaprófin: Lærdómsdeildin Or I. bekk upp í II. Viihelm Kristjánsson, I. eink. í Stefanía Sigurðsson, I. eink. Alexandra Brynjólfsson, II. eink. Fanney Sigurðsson, II. eink. Sigrún S. Friðriksson, II. eink. Sigir.undur Thompson, II. eink. Cr. II. bekk upp í III. Jón V. Straumfjörð, ágætiseink. Jón Ragnar Johnson, I. eink. Agnar R. Magnússon, I. eink. Axel Vopnfjörð, I. eink. Daniel Thorsteinsson, I. eink. Kristján B. Sigurðsson, II. eink. Halldór J. Stefánsson, II. eink. Hannes Hannesson, II. eink. Jóhann Sigvaldason, II. eink. Or III. bekk upp í IV. Emma L. Johnson, ágætiseink. Edward J. Thorlaksson, ágætiseink. Hólmfríður Einarsson, I. eink. Jóhann E. Sigurjónsson, I. eink. Jón S. Helgason. I. eink. IV. bekkur Auk þeirra tveggja sem útskrifuðust sem . Barchelors öf Arts, og áður er um getið, lauk Jóhann P. Sólmundsson IV. bekkjar prófi í heimspeki, með II. eink. Verkfræðisdeildin Undirbúningsdeildin Lárus Sigurðsson, I. eink. Grettir E. Eggertsson, II. eink. Helgi 0. Christopherson, II. eink. Geir Thorgeirsson, II. eink. Or I. upp í II. ársdeild George F. Long, I. eink. Jón Sigurjónsson, I. eink. Helgi I. S. Borgfjörð, II. eink. Úr II. upp í III. ársdeild Cornell T. Eyford, I. eink. Úr IV. upp í V. ársdeild Emil Einar Johnson, I. eink. Læknadeildin Undirbúningsdeildin Eyjóífur Jónsson, I. eink. Thomast Leálie Petursson, I. eink. Ur L ársdeild upp í II. Númi Hjálmarsson, ágætiseinkunn, Sigríður Christiansson, I. eink. Eilín GiIIies, II. eink. Cr II. ársdeild upp í III. Haraldur F. Thorlaksson, II. eink. Búnaðardeildin Úr. IV. ársdeild upp í V. i Joseph Thompson, I. eink., Eim ísíenzki nemandinn að því vér gátum séð í neðri békkjunum. Lagadeildin Hafði aðeins þá tvo nemendur sem útskrif- uðust, neðri deildirnar engan, að því er vér fáum scð af nafnalistunum. I sambandi við einkunnirnar ipá geta þess að ágætiseinkunn, eða sem á hérlendu skóla- tnáli kallar I.A, telur frá 100 stigum niður í 80. Fyrsta einkunn/eða I.B, telur 79 stig nið- ur í 67 og II. einkunn 66 stig og niður í 50. III. einkunn^er frá 49 uiður í 40 stig. Þeir nemendur sem ekki ná 40 stigum hafa ekki staðist prófið. I síðasta blaði var þess getið að 6 íslenzk- ir nemendur hefðu tekið próf við Saskache- wan háskólann, en einkunnir þeirra höfum vér ekki frétt, og fullnaðarprófi lauk enginn íslenzkur nemandi þar heldur. En þessir tveir háskólar, Manitoba- og Saskachewan háskól- inn, eru þær æðri mentastofnanir sem íslenzkt námsfólk sækir mest í þessu landi; einkum hefir það verið Manitobaháskólinn-sem hefir verið mentabrunnur landans, og þaðan hafa útskrifast vorir helztu mentamenn. Saskatche- wanháskólinn*er Iangum yngri en útlit er fyr- ir að hann verði engu síður sóttur af íslenzku námsfólki í framtíðinni en Manitobaháskól- inn. íslenzkir prófessorar eru nú við háskól- ana, þeir Skúli Johnson og 0. T. Anderson, við Manitobaháskólann, og Þorbergur Þor- valdsson við Saskatchewanháskólann; allir mikilhæfir menn og góðir kennarar. En það sem telja má háskóla þessa fyl'kis til ágætis framyfir Saskatchewanháskólann er það, að íslenzka er kend í neðri bekkjum hans. Að því sleptu Varðar það minstu hvaða skólar eru sóttir, allir veita þeir mentun, ef nemend- urnir nenna og kunna að færa sér hana í nyt. “Bókavitið verður ekki 'lagt í askana” segir gamli íslenzki málshátturinn; um sanninda- gildi hans munu flestir efa, en enginn efast um sannleikann í vísunni þeirri arna: ‘ Oft er sá í oiíium nýtur sem iðkar mentun kæra; en þursinn heimskur þegja hlýtur sem þrjóskast við að læra. Sveiiibjörn Johnson.j Kosningahríð, bitur og stormasöm er nú að byrja í Norður-Dakóta. Eru Ieiðandi og beztu menn ríkisins að reyna að losa það undan yfiráðum Nonpartisan League-manna, sem hafa haldið því í heljargreipum nú um nokkur ár og komið því næstum á fjárhags- lega heljaíþröm. Eiga kosningarnar að aftur- kalla (recail) úr embættum sínum, ríkisstjór- ann, dómsmálaráðherrann og aðra helztu em- bættismenn ríkisins sem Nonpartisan League hefir sett þangað, og koma í þeirra stað þjóð- nýtum sæmdarmönnum sem láta sér annara um velferð ríkisins en eigin hagsmuni. 1 tölu helztu andstöðumanna Nonpartisan League er landi vor Sveinbjörn Johnson, pró- fessor í lögum við ríkisháskólann í Grand Fork, og formaður miðstjórnar demokrata- flokksins, maður mikilhæfur og vinsæll. Hefir hann verið tilnefndur til að sækja um dóms- málaráðherraembættið, á móti 1 elzta kappa Nonpartisan League-manna, Lemce, núver- andi dómsmálaráðherra, og eru sigurhorfur Sveinbjörns sagðar góðar. Honum var raunar þvert um geð að vera í kjöri, því honum er kærari friðsemd kenslustarfanna en háreysti stjórnmálanna, en útnefningarfundurinn kaus hann í einu hljóði, og vildi hann þá ekki skor- ast undan óskum og vilja hinna kjörnu full- trúa fólksins. Hér er það því embættið serr Jeitar Sveinbjörns en hann ekki þess, og sýn- ir það hversu maðurinn er fjarlægur því að ota sér fram til metorða. Á fimtudagskveldið 19. þ. m. var Svein- birni haldið fjölment heiðurssamsæti í Grand Forks. Voru þar saman komnir leiðandi menn úr öllum hlutum ríkisins, sem keptust um að sýna Sveinbirr.i aðdáun og vináttu. Hani» er nú viðurkendur helzti andstöðu leiðtogi Non- partisan League^ manna, og sá maðurinn er mestur veigurinn er í fyrir þá að fella. Verður því ekki hljótt um nafn hans úr þessu. Og landar vorir hafa ástæðu til að vera uppmeð sér að Sveinbirni Johnson. Frá um- komulausum sveitapilti, bláfátækum, er hann nú orðinn einn af leiðandi mönnum Norður- Dakótaríkisins sem hefir fóstrað hann síðar á barnsaldri að hann kom heiman af gamla Fróni. Hann er fæddur á Hólum í Hjaltadal, 14. júní 1883, en fluttist hingað vestur með móður sinni, 5 ára gamall. Settust þau að í íslenzku nýlendunni nálægt Akra, og þar ólst Sveinbjörn upp og naut þeirrar fræðslu sem barnaskólarnir gátu veitt, að barnaskólanámi loknu fór hann til ríkisháskólans, stundaði fyrst nám við lærdómsdeildina og síðan við lögfræðisdeildina og tók próf úr báðum með lofi. Á námsárum sínum vann Sveinbjörn fyr- ir sér sjálfur, og varð oft hart að sér að Ieggja en viljinn og þrekið var óbilandi og það hvort tveggja sigrar allar torfærur. Að loknu námi varð Sveinbjörn lögmaður um hríð í Cavalier og síðan í Grand Forks, en árið 1913 varð hann prófessor í lögum við háskólann og hef- ir gengt því embætti síðan. Málafærslustörf hefir hann þó haft jafnframt á hendi. Vér óskum þessum mæta landa vorum góðs gengis, og vonum að honum auðnist að bera sigur af hólmi í baráttunni sem nú stendur yfir, — sjálfs síns vegna, Norður-Dakóta vegna og vegna eyjunnar norður undir Ishafi, þar sem vagga hans stóð fyrir 38 árum síðan. “ — sómi þinn er sómi vor sértu guði falinn.” Hagskýrslur íslands. Vér höfum nýlega fengið í hendur ”Hag- tíðindi íslenzku tjórnarinnar, fyrir marzmán- uð. Er það hagstofa Islands sem sér um út- gáfu þessara tíðinda og eru þau venjulegast fróðleg og kennir þar jafnan margra grasa. I þessu hefti er meðal annars skýrsla um hjónavígslur, fæðingar og manndauða fyrir árið 1911 og samanburður gerður við öll ár- in frá 1876. Er hér því um allmikinn fróðleik að ræða sem lesendum vorum mun þykja vert að kynnast. Hjónavígslum hefir yfirleitt farið tiltölu- lega fækkandi á síðustu 30 árum, þar til stríðsárunum og síðan, að þeim hefir aftur farið að fjölga nokkuð. Fæðingum hefir farið mjög fækkandi síðustu 40 árin. Þær voru ár- in 1876—85 til jafnaðar 31,4 á þúsund manns. En árið 1919 25,4. Andvana börn I voru 62 árið 1919. Árið áður voru þau 75 en ekki nema 55 árið 1917. —*- Af ölium börn um árið 1919 voru 254 óskilgetin, eða 11,2% er það tiltölulega færra en nokkurt ár áður. Óskilgetnum börnum hefir farið mjög fækk- andi síðastliðið 40 ára skeið. Þau voru árin 1876—95 til jafnaðar 20,2% — og sýnir þetta, “að heimur batnandi fer.” Manndauði hefir verið með minstaa móti árið 1919. Það ár dóu I I 74 manns eða 12,6 af þúsundi. Aðeins eitt ár, 1917, hefir hann verið minni en 12,6. En árið 1918 var hann 16,1 vegna inflúenzu-drepsóttarinnar. En ár- in 1876—85 var hann til jafnaðar 24,5, svo af því sézt, að manndauði hefir| íarið mjög minkandi síðustu 40 j ár. “Minkun manndauðans hefir| fyllilega vegið upp á móti fækkun j fæðinga, svo mismunurinn á töluj fæddra og dáinna hefir ekki mink-1 að, og mannfjölgun af þeim ástæð-1 um getað haldist í líku horfi.” i Þessi mismunur hefir þvert á móti. vaxið. Loks er ií þessu hefti bráða-í birgðayfirlit yfir síðasta manntal, ‘ 1. des. 1920. Samkvæmt því á S mannfjöldinn að hafa verið 94866 (1910, 85060) Hagstofan telur að þessi tala muni breytast, þegar ful'lnaðarskýrslur berast og endur- skoðun fer fram. í kaupstöðum landsins, sem nú eru7 er dvalarmannafjöldinn talinn vera 28,846, og er meir en helm- ingur í Reykjavík, eða 17,420. Mannfjöldi hinna kaupstaðanna er sem hér segir: Akureyri 2575, Vestmannaeyjar 2519, Hafnar-1 fjörður 2342, ísafjörður 1990, Siglufjörður 1 128, og Seyðisfjörð- ur 871. * Ibúafjöldi sýslanna er talinn 66,- 020, sem hér greinir. Gullbrigu og Kjósasýsla 4309, Borgarfjarðarí sýsla 2428, Mýrasýsla 1921, Snæ- fellsness- og Hnappadalssýsla 2919, alasýsla 1909, Barða- strandasýsla 3324, ísafjarðarsýsla ( 6286, Strandasýsla 1761, Húna- vatnssýsla 4306, Skagafjarðar- sýsla 4339, Eyjafjarðarsýsla 5320 Þingeyjasýsla 5518, Norður-Múla- sýsla 2947, Suður-Múlasýsla 5169, Austur-Skaftafellssýsla 1 157,Vest-; ur-SkaftafellssýsIa 1835, Rangár- vaWasýsla 3865 og Árnessýsla 5696. Á síðastliðnum 10 árum eða síð- an næsta aðalmanntal á undan fór fram hefir mannfjöldinn sam- kvæmt bráðabirgðayfirliti vaxið um 9200 manns eða rúmlega 10/4 %. Samsvarar það því, að ár Ieg fjölgun hafi verið að meðaltali 1,10% þessi 10 ár. Er það meiri fjölgun en á undanförnum áratug- um. 1901—10 var árfeg fjölgun að meðaltali 0.91 %, 1890—1901 0.92%, en 1880—90 fækkandi fólkinu um 0.21 % árfega að með- altali. Það var á þeim árum, sem Vesturheimsferðirnar voru mestar. Mestöll fjölgun landsmanna á þessum 10 árum hefir lent hjá kaupstöðunum 7, sem nú eru. Á þessum tíma hefir íbúatala þeirra vaxið alls um 9077 manns, en í sýslunum hefir íbúatalan einungis aukist um 729 manns. I saman- burði við mannfjöldann 1910 hefir fjölgunin því numið nálega 46% í kaupstöðunum, en að eins rúm- Iega 1 % í sýslunum. í 10 sýslum eða meir en helming allra sýslna á landinu, hefir fólkinu jafnvel fækk- að á síðastliðnum 10 ámm, en í hinum 8 hefir fjölgunin orðið þeim mun meiri. Tiltölulega mest hefir fólksfækkunin orðið í Dalasýslu, rúmlega 8'/2 % á þessum 10 árum, þar næst í Árnessýslu 71/2% og í Borgarfjarðarsýslu 0Vi%. I sýsl- unum hefir mannfjölgunin á þessu tímabili orðið mest í Suður-Múla- sýslu, rúmlega 12%, og í Eyja- fjarðarsýslu rúmlega 10%. 1 öllum kaupstöðunum hefir aftur á móti orðið allmikil fjölgun á síðustu 10 árum, nema á Seyðisfirði. Þar hef-| ir fólki fækkað. En tiltölulega mest hefir fjölgunin verið í Vestmanna- eyium og Siglufirði. í Vestmanna- eyjum hefir mannfjöldinn jafnveL nálega tvöfaldast á þessum 10 ár-1 um. ---------o---------- tJtnefning í Wyn- yard kjördæminui —r í Fylkisþingskosningar í Saskat- chewan nálgast nú (íðum og er nú ,undirbúningurinn undir iþær sem á-j kafastur. Þingmannsefna útnefn- ingar fara nú fram daglega í hinum; ýmsu kjördæmum, þó hinn tilskip-. aði útnefningardagur fyrir öll kjör- dæmin sé ekki fyr en 8 dögum hér frá. fimtudaginn 2. júní og kosn-< ingarnar viku seinna — 9. júní. 1 Wynyard kjördæminu, þar semj flestir íslenzku kjósendurnir eru, hafa tvö þingmannsefni verið til- nýmame’SaKÍS. Lækna og gigt, bakverk^ hjartabUon, þvagteppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan eða 6 öskjur fyr- ir $2.50, og fást hjá öUum lyfsöL um eía frá The Dodd’s Medicine Co. Ltd., foronto, Ont.......... nefnd. Hafa liberalar útnefnt mann þann er Musselman heitir, eit bændaflokkurinn og conservativar hafa komið sér saman um manne þann er Robinson heitir; er hanrr mikilsmetinn bóndi þar í kjördæm- inu, og öl'lum að góðu kunnur,. Væru Wynyardmenn vel sæmdir af honum sem þingmanni sínum. Landi vor W. H. Paulson var áð- ur þingmaður kjördæmisins, en honum var bolað frá útnefningu af þessum Musselman, sem nú er merkisberi Martinsstjórnarinnnar - ættu landar að muna það á kjör- daginn og kjósa Robinson. Það er kominn tími til þess a$ skifta um stjórn í Saskatchewan. --------o--------- Þrælasala. Frakkar hafa lengi átt í höggi viS Arafca í Morok'kó, og eiga enn. Nýlega hafa þeir tekið herskildi hina iheilögu borg þeirra, Wazzan. Er sú borg einstök í 'sinni röð, a<£ því leyti, aS þar hefir opinber þraelasala veriS rekin á hverju ári, þangaS til Frakkar náSu borginni á sitt vald. Þr ælarnir eru fluttir ti'l borgar- innar í stórlhópum úr ókunnum héruSum Afríku. MarkaSsstefna er haldin þar einu sinni á ári, þegar Arabar fara pílagrímsferSir tií borgarinna, hvaðanæfa úr Morok- kó. Flafa þeir þá meS sér svert- ingjana, þræla sína, bæSi karla og konuT, og tjóðra þá í smáhópum á markaSsstaSnum. Kaupendur þyrpast umhverfis þá og spyrja margra spurninga. ( um aldur 'þrælanna og íieilsu, og 1 ef um konur er aS ræSa, þá hvort j þaer séu giftar. Seljendur segja kon urnar æfinlega ógiftar, því að ein- I hleypar konur seljast betur. Oft er mikiS þjark um verðiS, eink- anlega þegar þrællinn ber einhver , ílkamslýti, sem oft vil'l verSa. — Kaupendur athuga jafnvel tennur : þrælanna, og þegar um karlmenn I er aS ræSa, reyna þeir oft afi þeirra meS því aS láta þá lyfta þungum byrSum. | Sagt er aS kjör þessara þræla megi heita tiltölulega góS í Mor- okkó. Þeir þurfa oft ekki annaS aS gera, en fylgja gestum um hina fögru garSa, um'hverfis bústaSi 1 auSmannanna, húsbænda sinna. Sumir eru látnir vera á verSi og gæta garSanna fyrir umrenningum SumstaSar eru alt aS 15 þrælar innanhús’s, sem haf?. þaS eitt fyrir stafni aS búa til te handa gestum húsbóndans. I Fez og fleiri borg- um er amibáttunum kent aS dansa. Segja þeir, sem séS hafa, aS þeir dansar minni menn á sögur úr 1001 nótt. . Eins og áSur er ságt, hafa Frakkar bannaS þrælasölu í Waz- zan, og 'búast þeir viS, aS hún leggist niSur aS miklu leyti, því aS ihvergi var hún rekin neana þar, svo aS 'kunnugt væri. --------—o——— /

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.