Heimskringla - 28.12.1921, Blaðsíða 4

Heimskringla - 28.12.1921, Blaðsíða 4
HEIMSKRINGLA. WINNIPEG. 28. DESEMBER 1921 4. B L A ‘ú i : £ A. WINNIPEG,MANITOBA,28.DESEMBER 1921 Starfsemi. Atorka og framtakssemi eru skilyrði lífs- ins, doði og framkvæmdaleysi eru dauða- merki þess. Sá sem óskar að Kalda líkama sínum hraustum, hugsjónum sínum vakandi og sálarlífi sínu heilbrigðu, má ekki fallast láta í aðgerðarlaust draumamóks, hreyfing- lausa svæfandi værð; hann verður að vaka og starfa. Hann verður að hálda öllum vöðvum líkamans sístarfandi svo þeir öðlist nýjan þrótt, nýtt líf; þrek og þolgæði er hægt að öðlast aðeins -með þessu móti. Hvert spor er þú stígur skapar þrótt til að stíga hið næsta; hver hreyfing vekur afl ti næstu hreyfingar. Vísindin hafa slegið því föstu, að alt líf myndist af smáfrumum (cells) og hver sú frumla er ekki hefir tækifæri að starfa, dofn- ar smátt og smátt unz hún deyr og verður þá að útskúfast úr lí'kama þeim sem hún áður var partur af og bygði upp. Það er því sjá- an'legt að eftir því sem fleiri deyja eftir því minkar lífsafli4 meir og mögulegheitin til íramkvæmda. Dýraríkið hefir sannað okkur að hvor ögn, angi eða limur, sem einhverra orsaka vegna hefir óþarfur orðið og þarafleiðandi hætt að starfa, hefir smámsaman visnað upp og dá- ið, eyðst og horfið sýnum í djúp tilverunn- ar. Menn og konur sýna að Iífsmáti þeirra og starf, eða starfleysi, kynslóð eftir kyn- slóð skapar gjörfi þeirra og hugsunarhátt- Hraustur og heilbrigður líkami geymir oftast hrausta og heilbrigða sál. Gullöldin gamJa mat mikils líkamlegt atgjörfi og lagði mikla stund á líkamaæfingar, en hún geymir líka mörg gullkorn göfugra hugsjóna og takmarka lauss sálarþreks. Aftur þegar hugmyndin um niðurlægingu líkamans, sem átti að vera sannkristrlegt auðmýktarmerki, ruddi sér til rúms og náði dýpstum tökum, þá smádeyfð- ist sálarsjónin og myrkur miðaldanna grúfði þyngra og þéttara að hinum svokallaða mentaða heim og dauðinn var í þann veginn að trampa út hinn síðasta lífsneista undir fót- um sér. En nokkur voru enn eftir þau Ijós, sem loguðu skært og lögðu svo sterka geisla út frá sér að lífið varð dauðanum yfirsterk- ara og starfsþrekið tók aftur að aukast og færa sig yfir jörðma. Aldrei hefir verið brýnni þörf á því en einmitt nú að sem flestir létu sér skiljast hvað nauðsynlegt það er að vera vakandi og starf- andi, að efla líkama og sálarkrafta sína, að hugsa um að gera hvern vöðva, hverja taug líkamans sterka og lifandi. Mótstöðuafl okk- ar eigin líkama er það kröftugasta meðal til að útrýma öllum sjúkdómum og það hlotn- ast eingöngu með rétt starfandi líferni. Að ofbjóða einum parti Iíkamans á kostnað hins getur aðeins haft slæmar af- leiðingar, þessvegna er áríðandi að finna sem mest samræmi í öllu. Hugsjónir sálarlífsins þurfa einnig að vera vakandi, vakandi fyrir því sem er fagurt og gott og hryndir sjálfum okkur og þeim sem við getum haft áhrif á í kringum okkur, á hærra og fullkomnara stig. Sá eða su er ékki nennir að gjöra slíka til- raun liggur í hýði sínu og sýgur fót sinn. Hann eða hún er að hálfu leyti dauð og er að fylla efnistillag eyðileggingarinnar. Hver sá einstaklingur eða hver sá flokk- ur er hefir það á stefnuskrá sinni að mótmæla og koma í veg fyrir framþróun annara ein- staklinga eða flokka er átumein úldið og ó- græðandi á þjóðlíkamanurfhog verður því á burt að hreinsast því það ber merki dauðans og er hætt að vinna en liggur í hýði sínu og sýgur versa löngu dauðra úreltra skoðana. Hver sá einstaklingur sem ekki nennir að byggja upp sinn eigin líkama og gefa hon- um starfsþrek að vinna hlutverk það sem lífið hefir ákvarðað honum, er að hál'fu Ieyti visinn þótfc hann enn hfi og hrærist. Hann er múmía sem andar frá sér kulda yfir alla er í námunda koma við hann og kæhr lífskraft þeirra og rnögulegheit að sigra. dauðann. Reynum því frá æsku að byggja upp lík- ama vorn og gera hann hæfilegar fyrir lífs- starfið- Reynum að leiðbeina öðrum og kenna þeim þetta mikilvæga lögmál lífsins. Bend- um þeim á réttar líkamsæfingar og göfugar og fagrar sálar hugsjónir svo hægt verði með sanni að segja að hver sá er nær sjötíu ára aldurstakmarki megi kallast sjötíu ára ungur. Þorvaldur Thoroddsen 1855—1921 (Grein sú er hér fer á eftir er þýdd úr rit- inu “Det Nye Nord”; hún er skrifuð (á dönsku) af Sigfúsi Blöndal og biðjum vér höf. velvirðingar á traustatákinu.) T. Nafn Þorvaldar Thoroddsens kannast hver einasti Islendingur við, sem kominn er ti'l vits og ára. En það eru ekki íslendingar einir sem það þekkja; það mun víðar þekt er- lendis en nafn nokkurs annars íslenzks fræði- manns. Mikill meiri hluti íslenzkra menta- manna, ihefir fyrst og fremst gefið sig við þeim fræðum er snerta íslenzka tungu og bókmentir og þá um leið norræna menningu. Rit þeirra hafa því lítið náð til annara er- • lendis en þeirra fáu, sem leggja sig eftir ger- mönskum málum (sérstakl. þó norrænu) og forn-germanskri menningarsögu. Vísindastarf Thoroddséns hefir verið gagn stætt þessu; það hefir verið víðtækara í eðli sínu. Með þekkingu sinni á jarðfræði og landfræði auðnaðist honum á ferðum sín- um að sáfna saman ógrynni af gögnum um lítt þekt eða óþekt efni snertandi jarðfræði og benda á eðlisástand þeirra og iegu, sem afar mikilsvert var fyrir vísindi yfirleitt. Hlaut hann verðskuldáða viðurkenningu út um heim ifyrir þetta eigi síður en hjá sinni eigin þjóð- Þrautseigju og elju hans við að rannsaka íslenzka náttúru verður viðbrugð- ið svo Iengi, sem nafns íslands verður að nokkru getið. En starf Thoroddsens er mikilsvert í fleiru en þessum eina skilningi. Hann komst í miklu nánari kynni við sína þjóð og alþýðleg fræði en öðrum vísinda eða fræðimönnum hafði nokkru sinni auðnast áður. Mörg af medc- ustu ritum sínum reit hann á íslenzku. Og þrátt fyrir það að þar er þjappað saman vís- indalegum frásögnum og mikilvægum undir- stöðufróðleik, er þetta skrifað svo ljóst og greinilega, að hver meðal skýr maður getur notið þess. Auk vísinda' rita liggja einnig eftir hann óteljandi bækur stórar og smáar og ritgerðir um sögu og menningu íslenzku þjóðarinnar, sem beinlínis eru skrifaðar til fróðleiks alþýðunni. Hann héfir gert meira en nokkur annar íslenzkur rithöfundur til þess, að opna augu alþýðunnar og draga at- hygli hennar að umheimi sínum, sögu, þjóð- menningu og sérstaklega náttúruvísincfum. Ritstörf hans mega því — jafnvel að vísind- unum undanskyldum teljast mikilsverðari fyrir alla íslenzku þjóðina en rit flestra eða allra íslenzkra rithöfunda hennar í óbundnu máli. Hér er því um dálítið meir en meðal mann að ræða. Æfisaga hans, sem birt verður inn- an skamms mun bregða upp mynd af honum og samtíð hans, sem sérstök mun talin í sinni röð. Hér gefst aðeins rúm til að drepa á að- aldrættina í lífi hans, lífsstarfi og einstök at- riði sem Iýsa honum persónulega, eins og oss kom hann fyrir sjónir. II. Þorvaldur Thoroddsen var fæddur 6. júní 1855. Hann var elzti sonur Jóns Thorodd- sens skáldsagnáhöfundarins fræga- Hann er í báðar ættir kominn* af einkar gáfuðu og góðu bændafólki á vesturlandi. Faðir hans var þá sýslumaður í Barðarstrandasýslu, en bjó á hinni nafnkunnu ey — Flatey á Breiða- firði; þar var frægt klaustur á miðöldunum. llm þessar mundir var eyjan aftur að verða aðseturs-staður mentunar og fræðimanna. Þar var nú mentaskörungurinn Konráð Gísla- son sem lagt hefir flestum meira til nútíðar- j bókmentanna íslenzku — og söfnuðust utan i um hann náms og mentavinir úr ö llum átt- um. Litlu síðar (flutti samt Jón Thoroddsen til Borgarfjarðar, því þar bauðst honum þá betra embætti en það er hann hafði. En þess naut hann ekki Iengi, því ánð 1868 dó hann. Eftir dauða föður síns, fór Þorvaldur litli — þá 13 ára gamall — til Reykjavíkur og var þjá þjóðminjafræðingi Jóni Árnasyni sem þá var lands-bókavörður og giftur móður- systur hans. Á heimili þeirra var hann þar til að har.n lauk stúöents-próii árið 1875 og hann 'byrjaði nám á hásgólanum í Kaup- I rnannahöln. Vera Þorvaldar hjá Jóni Árnasyni íiafði mikil og góð áhrif *á hann. Þar álti hann að- | gang að hinu merkilega bókasafni Jóns Arna sonar sjálís og landsbókasafninu cg lærði ! hann þegar á skóíaaídri að færa sér það í j nyt- Og eflaust hefir samvera 'hans og þessa . bráðgáfaða og eldheita ættjarðarvinar, haft þau áhrif á Þorvald, að vekja og styrkja hjá honum áhuga og ást til þjóðlegrar fornar ís- Ienzkrar alþýðumentunar, sem hann gleymdi aldrei; þrátt fyrir það, að hann stundaði al- þjóðleg vísindi í stærri stíl en nokkur annar í íslenzkur fræðimaður og þrátt fyrir það að j hann verði miklum hluta æfinnar erlendis, bjó ræktin til þess sem þjóðlegt var og ís- lenzkt ávalt einlæg og hrein í brjósti hans. 1 'tómstundum sínum las hann mikið; voru það einkum rit Alexanders von Humboldt, er heilluðu huga hans- Auk tungumála sem hann nam á skólunum Iærði hann portugölsku. Hann gaf sig einnig við söng og spilaði á gítar. Skólabræður hans segja hann nú samt ekki 'hafa verið mikinn kappa við lestur. En hann tók með lífi og sá'l þátt í leikjum og í snjókasti var hann heljarmenni. í hreyfingum öllum var hann eldsnar. Á háskólanum stundaði hann náttúruvís- indi, einkum dýrafræði. En eftir ferð sína til íslands, með Fr. Johnstrup steinafræðingi, j árið 1876, sem gerð var í sambandi við rann sókn á eldgosinu mikla úr Oskju árið áður, hneigðist hugur hans meira að jarðfræði og gaf hann sig nú nálega eingöngu við henni. En svo bágborinn var efnahagurinn um þær mundir, að hann varð að hætta því námi á skólanum áður en hann lauk prófi. Árið 1880 þegar gagnfræðaskólinn var stofnað- ur á Möðruvöllum, sótti hann um kennara- stöðu þar og var veitt hún. Var hann þar kennari þar til árið 1884. Árið 1881 byrj- aði hann rannsóknarferðir sínar og héit þeim áfram á hverju sumri árin sem hann var kenn- ari- Árið 1884—-85 var hánn í ferðalögum utan lands; fór hann til Bretlands, Þýzka- lands, Sviss og Ítalíu. Stundaði hann þá nám ! við háskólann í Leipzig um tíma (hjá hinum fræga jarðfræðingi F. von Richthofen, sem mjög mikilsvert var síðar fyrir hann. Þegar hann kom heim til Islands aftur, var hann skipaður kennari við háskólann í Reykja- vík; aðallega kendi hann þar náttúiusögu. Árið 1887 giftist hann Þóru, dóttur Péturs Péturssonar biskups, ágætustu konu bæði gáfaðri og fjölhæfri. Hún var einnig góðum j efnum búin og batnaði nú hagur hans að svo stórum mun, að hann gat í víðtækara skiln- ingi en áður helgað sig vísindagrein sinni. Kennarastöðunni við skólann hélt hann þó þar til árið 1898. Nemendum sínum var hann mjög kær, en í raun og veru var hahn meira metinn sem mannkosta maður en kennari. ; Hann var ekki neinn bókstafsþræll, en hafði gott lag á að opna augu nemendanna fyrir ýmsu sem ekki stóð í bókunum. Oft 'Ienti | mikið af kenzlustundunum í að segja frá ein- i hverju er fyrir kom á ferðum hans, eða hann l hafði lesið. Hann var óþreytandi að reyna að opna augu nemendanna fyrir því að l'esa og athuga hlutina sjálfir. Skortur á áhöldum í skólanum olli því að kensla hans í grasa- j fræði og dýrafræði bar ekki þann árangur ; sem skyldi; en samt vakti hann ákveðinn á- huga hjá nokkrum nemendum í þessum grein j um. En það eru kenslustundirnar í jarðfræði } og landafræði, sem segja má annað um, því þær eru eflaust einar kærustu endurminning- arnar, sem margir nemendur eiga frá skóla- j árum sínum. Hin ljúfa og látlausa fram- koma hans í skólanum og umburðarlyndi og réttsýni gagnvart nemendunum, aflaði hon- um virðingar og vináttu þeirra- Nemendurn- j ir voru ekki hræddir við hann; en þá gerði j heldur ekki svo mikið sem að dreyma um að gerast honum of nánir eða skeyta ekki um að bera tilhlýðilega virðingu fyrir hon- j um. Og þeir nemendur, sem eins og sá er línur þessar skrifar, átti kost á að kynnast I honum persónulega og utan skóla, eða hittu hann stundum á ferðum sínum á íslandi, ! gætu sagt skólabræðrum sínum frá mörgu skemtilegu og ástríku í fari hans, sem mundi ; gera hann ennþá kærari þeim en áður. Og þrátt fyrir vaxandi frægð hans sem vísinda- I manns var framkoman og alúðin til ungra j og gamálla æ hin sama.. i IIL ! Þegar Thoroddsen byrjaði rannsóknarferðir sínar árið 1881, var mikill hluti af miðbiki Iandsins óþekt að mestu. Einstaka fjárleita- maður sem þangað viltist, hefir ef til vill aug um litið eitthvað af því. En yfirleitt var það mönnum dulið, hvernig þar væri umhorfs. Eini vísindamaðurinn sem litið hafði þetta svæði að einhverju leyti, var Björn Gunn- laugsson (d. 1876). Hann gerði mikinn og merkilegan uppdrátt af Islandi, en varð, að því er þenna hluta landsins snerti, að sætta sig við höfuðdrættina, sern auðvit að margra hluta vegna náðu skamt þó ágætir mættu heita eftir föng- um. Einkum var það svæðið norð- ur og vestur af Vatnajökli sem með öllu var óþekt. Hin víðáttu- miklu öræfi og hraunbreiðan mikla Ódáðahraun, var einnig sama sem órannsökuð. Þau svæði ásamt fjallaklasanurn vestur af Vatnajökii með hraunhyrnur sín- ar og gjótur, ókleifar klettanýpur og þverhnýft gil og öræfin þess á milli með grenjandi sandfoki; þetta virtist ekki, þegar það var alt augum litið, vera neitt sérlega aðlaðandi eða eftirsóknarverður staður til þess að setjast að á- En þjóðtrúin hafði eigi að síður al- bygt þessi héruð allskonar verum, útilegumönnum, skessum, útburð- um og afturgöngum. Einnig voru sumir útkjálkar landsins algerlega órannsakaðir í vísmdalegum skiln- ingi; t. d. sum nesin og skagarnir á Norður- og Norðausturlandi, á- samt stórum fjallaflákum og ó- bygðum á Hornströndum. En yfir- leifct var ströndin og hinir bygðu hlutar landsins kannaðir og upp- drættir gerðir af því allgóðir. Höfðu danskir vísindamenn sum- part gert þá (Frisak ok Scheel í byrjun 19. áldar') og smnpart Björn Gunnlaugsson. En á þeim uppdráttum var þó margt, sem leiðrétta þurfti. Eigi að síður voru þeir mikils virði og miklu verki af- kastað frá landfræðislegu sjónar- miði með þeim. En ennþá meira verk var hitt, að rannsaka jarð- fræði Islands. Að vísu höfðu ein- stöku vísindamenn bæði útlendir og innlendir, stigið spor í þessa átt áður. En það var eingöngu á bygðu svæðunum, sem s’líks hafði verið freistað. Það var tænur fjórði hluíi allra eldfjalla landúns, sem menn þá vissu um, og hæð fjallanna uppi í miðju landi hafði ekki verið mæld. Thoroddsen hafði skrifað tals- vert af ritgerðum, þegar hann ár- ið 1882 gaf út fyrsta sjálfstæða vísindaritið sitt á dönsku: “De is- landske Vulkaners Historie” (saga íslenzku eldfjallanna)- Um sama leyti galf hann einnig út dálitla bók á íslenzku: “Lýsing íslands”, sem nú, 1920, var gefin út í þriðja sinni. Fór hann nú að fá orð á sig sem efnilegur vísindamaður. Og þegar hann árið 1881 bað Al- þingi um styrk til þess að rann- saka náttúru Islands, var honum fúslega veitt féð. Ekki voru það þó nema 1000 kr. árlega. En þrátt fyrir það, að mi'kið væri nú ekki hægt að gera með ekki meiri upphæð, byrjaði hann á verki sínu og hélt því áfram þar til árið 1888- En þá kom snurða á þráð- inn. Þá urðu bæði Alþingismenn og aðrir, sem ekki sáu hina vís- indalegu þýðingu af verki hans, hræddir um, að landið fengi ek'ki sinn skerf endurgoldinn af kostn- aðinum við þessi sællífis sumar- ferðalög Tlioroddsens og styrkur- inn var tékinn af honum. Mun margur brosa að því, er hann Ies ræður sumra þingmannanna í þing tíðindunum síðar um það mál. Thoroddsen hafði salfnað steinteg- undum og sent til útlanda til að láta rannsaka efni þeirra, því efna- fræðisleg rannsóknarstofnun var þá engin til í landinu. En jafnvel það var honum fundið til foráttu af þeim, sem á móti styrkveitingu hans voru. Einn af hinum útvöldö leiðtogum þjóðarinnar sagði í því sambandi, að hann “sendi dýr- mæta steina út úr landinu”. Og engin áhnf höfðu orð þeirra þingmanna, er vísindum unnu og mæltu með styrkveitingunni; henni var þverneitað. En þetta var auðvitað mesta gæfa fyrir Thoroddsen að svona fór Hann hafði fengið svo mikið orð á sig erlendis sem vísindamaður, að undireins og þessi afglöp þingsins urðu kunn, buðust tveir vísinda- frömuðir Utan Iands — barón Oscar Dickson í Götaborg og etaz- ráð A. Gamél í Kaupmannahöfn— strax til að borga rannsóknar- ferðir hans. Thoroddsen tók boð- inu og voru ferðir hans árin 1890 —1893 kostaðar af þessum tveirn ....Dodd’s nýmapillur eru bezta nýmameðalið. Lækna og gigt, bakverk^ hjartabilun, þvagteppu, og önnur veikmdi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan eða 6 öskjur fyr- ir $2.50, og fást hjá öllum lyfsöi. um eða frá The Dodd’s Medicine Co. Ltd., Toronto Ont........... mönnum erlendis. Þetta hafði auð- vitað sín áhrif. Án þess að Thor- oddsen nefndi það á nafn, tók Al- þingi nú aftur upp á því, að veita honum styrk. Og síðustu árin, sem hann hélt rannsóknarferðun- um uppi, veitti dans'ka þingið hon- um einnig fé. Afleiðingn af þessu varð sú, að nú gat Thoroddsen ha'dð lengur áfram rannsóknunum á hverju ári, og í annan stað að rnörgu leytj bú ð sig betur út til terðarinnar — og síðast en ekki sízt, nafði har.n þann hag af þcssu, að nú þurfti hann ekki að faia of- an • vasa sir n !i! þess að borga það sem ferðirnar kostuðu meira en fé þoð hrök!:, sem ti) þeirra var veitt. En það hafði hann orðið að gera oll árin áður. Rannsóknarferðir um óbygðir Islands eru alt annað en gaman. Loftslagið er óblítt; veðráttan ó- i stöðug. Á sumrum eru stundum ; steikjandi sólarhitar á daginn, en j ískalt á nóttunum. Eir.ng eru oft dögum saman rign ngar og þoka, ! sem gera rannsókr.irnar ómögu- 1 legar. Sumstaðar er enginn jarð- argróður og verður þá að hafa hey með sér handa hestunum, og urðu þeir Thoroddsen og fylgdarmenn I hans þá að slá það Yfirleitt varð ! að búa sig þannig út í leiðangur j þenna, að ekkert þyrf’ti til annara að saékja, enda voru oft margar dagleiðir til bygða og þangað, sem hjálpar var að vænta. Af hestum þur'fti ávalt talsvert, því mælinga- og önnur vísindaáhöld varð að i hafa með sér. Auk þess þurfti í nægileg matvæli, þar til aftur kom til bygða. Þegar mestu sandfokin , og snjóbyljirnir, eða þokur, ollu því, að ékkert var hægt að gera svo dögum skifti, var ekki um annað að gera en að lesa sér til dægrastyttingar í tjöldunum. Með sér hafði Thoroddsen ávalt vissar baékur, t. d. Ferðasögu Eggerts Ólafssonar, Lýsingu Islands eftir Kaalund, nokkur rit um\ jarðfræði og tölvísi. Auk slíkra fræðirita hafði hann nokkrar aðrar bækur til endurnæringar og hressingar sálinni. Voru það ásamt öðru náttúrufræðisrit éftir Alexander- Hu'mboldt, Faust éftir Goethe og tvær bækur eftir Sir Jdhn Lubb- ock. Landábréf skorti mjög um þær mundir af þessum stöðum. Og ekki var heldur ávalt hægt að reiða sig á áttavitann, vegna járns og ýmsra annara efna þar í jörð- inni. Sumstaðar var svo mikið af hnullungsgrjóti og söndtim, að ó- fært var yfirferðar með hesta. Áður en menn varði urðu stundum snarbrött gljúfur, mýrarfen og kviksyndi á leiðinni, sem langt þurfti oft að krækja fyrir. Oft varð hann að þræða eftir hæs'tu fjallahryggjunum og rekja sig eftir þeim með hestana- Stytti hann sér sumstaðar leið með því. Þó hlíðarnar væru sumstað- ar betri yfirferðar, var aldrei hægt að gizika á, hvenær gil eða stór- grýttar, ófærar ár, eða hraun, sem líkari voru völundarhúsi en nokkru öðru að lenda í, yrðu á veginum og tefðu ferðalagið hálfa og heila daga. Það hefir og oft átt sér stað, að bæði íslenzkir og erlendir vísindamenn hafa teflt lífi sínu í hættu á ferðum sínum um óbygð-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.