Heimskringla


Heimskringla - 01.11.1922, Qupperneq 4

Heimskringla - 01.11.1922, Qupperneq 4
#, BLAÐSfÐA. HEÍMSKRINGLA. WINNIPEG I. NÓVEMBER 1922. WINNIPEG, MAN., 1. NÓVEMBER, 1922. Deyfð og áhugaleysi. Eitt af jsví, sem virðist vera að keyra fram úr öllu hófi, er deyfð og áhugaleysi manna í Jjjóðfélagsmálum öllum, bæði stórum og smáum. ISé einhver af þeim, er maður hittir, spurð- ur að því, hvað sé að frétta úr hans sveit og hver séu nú helztu áhugamál manna þar, er svarið oftast, “að 'það sé nú ekki eitt mál öðru fremur”. I Ontario fóru fram aukakosningar s.I. viku, eins og kunnugt er. Við kosningar liggja menn vanalega ekki á liði sínu; það mætti ætla, að áhugi væri aldrei sýndur í Jandsmálum, ef ekki þá. Kosningum er ná- lega ávalt einhver æsing samfara. En hvað skeður? Á öðrum staðnum, þar $em kosmngin fór fram, í Toronto, eru 37,000 atkvæðisbænr menn. Af þeim greiddu aðeins 7000 at- kvæði, eða nokkuð minna en einn fimti. Á hinum staðnum, í Russell-kjördæminu, sem kosið var í sama tíma, var það tæpur einn þriðji kjósenda, sem fanst það “ómaks- ins vert, að fara til kjörstaðarins og merkja atkvæðaseðilinn. Stjórnskipulag í þessu Iandi er svo frjálst, að það er alveg undir fólkinu komið, hvaða stjórn er við völd. Almenningur kýs menn- ma, sem annast eiga um hin opinberu mál. Hverjir og hvermg þeir menn eru, sem kosn- ingu hljóta, er algerlega undir fólkinu sjálfu komið. Stjórnir hafa ef til vill aldrei verið eins gagnrýndar og nú á tímum. Það er tekið eftir Iiverri hreyfingu þeirra, og dómarnir oft kveðnir upp, áður en nökkur vissa er feng- in fyrir, hvort að þær séu sekar eða ekki. En að hvaða gagni kemur slíkt, þegar áhugi manna er ekki meiri fyrir almennum málum en raun ber vitni um í þessum áminstu kosn- ingum ? Þegar stjórnir reynast öðruvísi en almenningur æskir, og rekur opinberu störf- in, störf almennings, ekki eins og vera ber, er ekki nema sanngjarnt að minna fólk á þann sannleika, að það sé sjálfu því að kenna eða deyfð o§ áhugaleysi þess á opin- berum málum, á þess eigín málum, því það getur enginn maður með réttu sagt, að opin- ber þjóðfélagsmál séu sér ekki viðkomandi, ekki sízt í Iöndum þeim, er eins frjálst stjórn- arfyrirkomulag hafa og Canada. En það eru ekki aðeins almennar fylkis- og landsskosningar, sem þetta mál nær til. Það nær og til hinna smærri félagsmála. Og það er ekki Ontariofylki eitt, sem þetta á heima um. Það er 'þetta fylki, sem í mörg- um efnum má segja hið sama um. Vér mint- umst á það nýlega, að skuldir þessa fylkis hefðu á síðastliðnu fjáihagsári aukist um 3500 dollara á hverjum degi. Ekki er það Ontario að kenna. Og til þess að minna á það, að þa ðse ekki aðeins Man. og Ontario að kenna, hverju fram fer í félagsmálum, skal bent á þjóðeignarjárnbrautir landsins. Á rekstri þeirra tapast að minsta kosti um 50,000,000 dollarar árlega eða um 140,000 dollarar á dag. Hvers vegna? Vegna þess, að vitleysislega mikið hefir verið Iagt hér af járnbrautum. Það hefði verið hægt, til þessa tíma, að komast af með helmingi minna af þeim. Þær þrifust ekki, hvernig sem fargjöld og flutningagjöld voru sprengd upp; þær höfðu ekki nægilegt að gera. Þær voru með öðrum orðum óþarfar. Ef kjós- endur alls Iandsins hefðu ekki verið eins á- hugalausir fyrir því, er landsstjórnin hafðist að, hefði lan,dið nú ekki átt í vök að verjast í þessu efni. En svo eru ekki þessi áminstu dæmi alt, sem af áhugaleysi almennings hef- ir ilt hlotist, heldur eru þau aðeins sem ljóst og ómótmælanlegt sýnishorn af því. Bændafélagsskapurinn í Canada er einn af hinum þörfustu og áhrifamestu félags- sköpum, landi og lýð til velferðar. Gengi þess félagsskapar hefir verið mikið og áhrif- in víðtæk á síðustu árum. Þeirra gætir nú mikið í landsstjórninni. Og í þrem fylkjum landsins er stefna hans alráðandi í stjórnmál- um. En þó að félagsskapurinn sigli nú fyrir svona góðu leiði, má ekki gleyma því, að það er ekki víst, að það vari lengi, ef deyfð og áhugaleysi fyrir velferð hans skyldi nú halda innreið sína í huga manna. Nú er upp- skerutíminn senn á anda. Þá fara bændur að hafa meiri tíma til að sinna félagsmálum, að sinna áhugamálum félagsskapar síns. Sá mikli sigur, sem hvarvetna er auðsætt, að stefna hans er að hljóta, ætti að verða bænd- um hvöt til þess, að vinna öflugar og ötular að félagsmálum á komandi vetri en nokkru sinni fyr. Það fylgir altaf ábyrgð sigrinum. Því víðtækara sem starf félagsins verður, þess meiri ábyrgð fylgir því. Þörfin á, að vinna nú af kappi að félagsmálunum, er því meiri en nokkru sinni fyr. Það er ekki alt ' fengið með því, að hafa barist fyrir því, að kjósa menn á þing til þess að koma einhverju af hugsjónum félagsskaparins í framkvæmd. Þingmennirnir eða bændastjórnirnar þurfa að hafa óskifta aðstoð félagsskaparins sér að baki. Það örfar þá til framkvæmda. Skorti þá fylgi félagsins, getur svo farið á stuttum tíma, að ávextirnir verði engir af öllu starf- inu undanfarið, að land og lýður fari þeirra á mis, og verði að engu bættari fyrir það. Til þess að fylgið verði sem óskiftast, ættu því sem flestir, bæði menn og konur, að ger- ast félagar f bændafélagsskapnum. Með því er auðveldast að verða hugsjónum hans að, liði. Starfið kemur þar að mestum notum. Á þetta leggja allir félagsskapir, og hafa ávalt gert, mikla áherzlu. Verzlunarmanna- félagsskapir gera það, kirkjulegir félagsskap- ir og þjóðræknisfélagsskapir. Það hefir oft bjargað lífi þeirra. Bændafélagsskapurinn er somu lögum háður og aðrir félagsskapir í því efni. Vér mintumst á þjóðræknisfélagsskapi. Hvernig er ástatt með Þjóðræknisfélagið ís- lenzka ? Það er á fastan fót komið og bless- ast ágætlega, segjum vér. Þar geta Islend- ingar sem heild verið eitt. Þeim félagsskap ætti því að vera borgið. Hugsjónir hans eru Islendingum hjartfólgnar og kraftamir eru ennþá svo miklir meðal Vestur-Islendinga, að slíkum félagsskap ætti að vera leikur að halda við, ef áhuga brestur ekki. En því miður vottar ekki fyrir neinum almennum brennandi áhuga sem stendur fyrir hugsjón- um og viðhaldi þessa félagsskapar. Það eru alt of fáar deildir stofnaðar ennþá. Og það sem verra er, að þær deildir, sem stofnaðar eru, vinna slælega að ætlunarverki sínu, vegna deyfðar og áhugaleysis manna í deild- unum. Hér í Winnipeg er ein stærsta deild Þjóðræknisfélagsins. Það er deildm “Frón . Hún hefði átt að vera búin að hafa fjóra fundi á þessu hausti. En hvað skeður? Hún hefir engan fund haft enn. Ekki af því, að til fundar hafi ekki verið kallað. Ónei. það hefir fjórum sinpuin verið gert. En af fundi hefir aldrei orðið, vegna þess, að eng- . Ir eða SVo sárfáir hafa mætt, að ekki hefir þótt fundarfært. Hvílíkur áhugi, eða hitt þó heldur! Og hvílíkan skrípaleik menn ; eru að leika, sem á vörum hafa daglega orð- 1 in: “Islendingar viljum vér allir vera”! Fundi er stundum erfitt að sækja úti í sveitunum. Bæði er langt að sækja þá fyrir marga, og vegir og veður því til fyrirstöðu. En ekkert af þessum tálmunum er til í Winm- j peg. Afsökun fyrir því, að sækja ekki þjóð- ræknisfundi hér, er því bemlínis engm, nema i ef kalla mætti það, að áhugaleysi fyrir mál- j efninu sé um að kenna. t (Blaðið “Free Press” hefir í gamandálki sínum stundum setningar, sem það setur j fram og biður að leiðrétta. Setningar þess- : ar hljóða um ýmislegt. Ein, sem nýlega birt- i ist, var á þessa leið: Það er ekki peninganna vegna, heldur hugsjónarinnar, sem eg geri þetta. Það sjá flestir, hvar þessi setning þarf Ieiðréttingar við. — Nú ætlum vér að fara eins að, og biðja þjóðræknismennina, sem Iátast vera, að leiðrétta setninguna: “Islendingar viljum vér allir vera”. Hún gæti með ofursiítilli breytingu átt mikið bet- ur við hugsunarháttinn hér, heldur en hún á, eins og hún nú er. Hverju er verið að fagna? Nokkur af blöðum þessa lands virðast fagna því óaflátanlega, að canadiski dollar- inn skuli nú aftur vera kominn í fult verð í kauphöllinni og jafn Bandaríkjadollarnum að verðmæti, eða jafnvel dálítið hærri sem stendur. Fögnuður þessi ber það með sér, að menn eiga dálítið enn ólært, að því er geng- ísmun peninga snertir. Fyrir nokkru reis einn þingmaðurinn á Englandi upp úr sæti sínu og sagði frá því, að hann vissi ekkert um skifti á útlendum peningum, og að það væri ekki nema einn maður, að því er honum væri ljóst, sem skildi nokkurn hlut í slíku. En þannig stæði á ,að sá maður væri á vitfirringahæli! Og hann lagði til, að stjórnin skipaði nefnd til að rann saka þetta flókna en alvarlega mál. Það er alls engin furða, þó að mál þetta verði að flækju í hugum almennings, úr því að löggjafinn botnaði ekkert í því. En það er þó eigi að síður eitt, sem flest- ir sjá og geta skilið við gengismuninn. Á yfirstandandi tíma er t. d. hægt að kaupa sterlingspundið enska fyrir h. iu. b. $4.40; fult verð þess er $4.86. Þetta er svo að skilja, að á hverju sterlingspundsvirði af vörum, sem héðan eru fluttar til Englanas, nemur tapið 48c. Á innfluttum vörum til þessa lands er það aftur jafn mikill gróði. Þegar gengi canadiska dollarsins er hærra en gengi peninganna þar, tapar Canada á út- fluttu vörunni, en græðir á þeirri innfluttu. Þegar .peningar hér eru Iægri en annarssrað- ar, er ágóði á útfluttri vöru, en tap á þeirri innfluttu. , Yfir 12 mánuði — frá 1. september 1921 til 31. ágúst 1922 — námu útfluttar vörur frá Canada til Bretlands $313,223,918, en innfluttar þaðan $124,061,105. Eins og gengismun hagar til nú, tapaði Canada á út- fluttu vörunni, en græddi á þeirri innfluttu. Korn og búnaðarvörur, sem héðan voru flutt- ar, námu $277,104,103 af þessari upphæð. Það getur verið, að ástæða sé fyrir oss að vera stoltir yfir því, að canadiski dollarinn skuli vera hærri í kauphöllinni en brezka sterlingspuncfið; vér berum svo mikla ást til fóstru vorrar. Það vekur ánægju, að vita það, að hún stendur ekki öðrum löndum að baki. En dregur það ekki dálítið úr fögn- uðinum og ffðdáuninni, þegar að vér förum að gá betur að öllu og komumst að raun um, að á þessu $277,104,103 virði af búnaðar- vörum, vörum framleiddum á jörðum hér, tapaði Canada við gengismuninn fé, sem að upphæð nemur $25,000,000. Það vísu verið oss raunabót, eða bændum hér, ef neytendur á Englandi yrðu fyrir þessum gróða á vöru vorri. En því er ver, að svo er ekki. Hann lendir í vasa þess, er vöruna flytur inn í landið; og þeir menn gera sér- staklega vel á þessum tímum, eða meðan af- föll eru á peningum. En fyrir bónd- ann hér er það stórtap. Það eru vissulega ekki peningar í hans vasa, þó canadiski doll- arinn sé verðhærri en peningar annara landa. En að það gefi ekki peninga- og gróðabralls- manninum eitthvað í aðra hönd, er annað mál. >050COOCCOOOOOOOCeOOOBOOCOC<BOOOOOO! Hverju að þakka? Thomas Edison, hugvitsmaðurinn frægi, var nýverið á rafáhaldasýningu í New York. Gaf þar að líta sum af fyrstu áhöldunum, er hann hafði uppgötvað. Eru nú ný áhöld komin í þeirra stað, eða þau sjálf breytt og fullkomnari en áður. Eftir sumum af þess- um áhöldum mundi Edison ekki. Er það sízt að furða, því sum af þeim eru ekki nema lítill hluti af öðrum áhöldum, sem Edi- son hefir nú gert til að fullnægja sama til- gangi. “Eg veit ekki til hvers sum af þess- um áhöldum mínum eru, en eg veit það, að eg sveittist blóði við hvert eitt af þeim, sagði hann. lEdison er eitt af stórmennum heimsins. Með uppgötvunum sínum hefir hann unnið ómetanlega þarft verk. Hann er skoðaður mesti hugvitsmaður þessarar aldar. En af ummælum hans sjálfs á þessari sýn- ingu, eins og oftar áður, vaknar sú spurning í huga manns: Hverju á hann frægð sína að þakka? Því verður auðvitað fljótsvar- að af mörgum — hyggjuviti. Já, fáir munu frýja honum vits, þótt sjálfur geri hann aldrei mikið úr þeim hæfileika sínum. En hann segist hafa sveizt blóði vlð hverja af sínum uppgötvunum. Getur það verið, að meðfæddar gáfur hafi átt minni þátt í því, að gera Edison fræg an, en það, að hann héfir alla æfi verið vinnuþræll? Gott efni er þetta til íhugunar. Skoðanamunur. Dodd’s nýmapillur eru bezta nýrnameðaliÖ. Lækna og gigt. bakverk, hjartabilun, þvagtepDU. og önnur veikindi, sem stafa frá Eftirtölur ætti þaS tæpast að kosta, rúmið, seni eytt er af dálkum blað- anna okkar íslenzku í þarfir ÞjóS- ræknisfélagSins. Þess hefir að vísu verið minst hlýlega stöku sinnum, en hitt þó jafnframt leyft, að klúrorðir mælgismenn þjóni lund sinni með hnútukasti og illvígum aðsúg tii manna og málefna viðkomandi félag- inu. Og ekki sýnist þeim mikið til fyrirstöðu að koma máli sínu í blöð- in; alt er tekið — eða svo vari sé hafður: flest. — Margt af þessum ó- sóma sent lesendunum nafnlaust, eða höfundarnir skýla sér bak við gerfi- nöfn, — veigra sér við að skrifa nöfn sín undir sinar eigin hugsanir, nýrunum. — Dodd’s Kidney Pill* er þeim finst þó boðlegt handa kaup- kosta 50c askjan eða 6 öskjur fyr. endum blaðanna. Sú ætti þó að vera ir $2.50, og fást hjá öllum lyfsöl- siðferðisleg skylda þeirra, er með um eða frá The Dodd’s Medicin* fúkyrði fara í garð annara, að segja Co-, Ltd., Toronto, OnL ti! nafns síns. Aliir sanngjarnir menn virða hreinskilni, hvaðan sem hún kemur. ____ • j ræknisritinu en einkamál hinna ýmsu Nafnlaus bréfkafli úr Vatnabygð- stjórnmálaf,okka’ svo sem Conserva- um birtist fyrir nokkru síðan í tlve’ Liberala, bændasinna o. fl. eiga Heimskringlu. Verður það flestum Þar heim3’” segir Sveinstauli. mönnum torskilið, hvert erindi slíkt skrif, átti í opinbert blað, sem aðeins hefir þá höfuð ókosti, að vera illgjarn og heimskulegur þvættingur, — vesæl, en, að því er virðist, einlæg viðleitni að kasta skugga á störf þjóðræknfedeildarinnar í Wvnvard, í santbandi við íslendingadaginn 2. ágúst sJ., og vefja kaldhæðni að máli, sent mörguni er hjartfólgið. Eru þá stjórnmál einkamál ? Ein- hver einn flokkur stjórnmálamanna hefir venjulega ráðandi afl á þingi. Gerum ráð fyrir, að það sé einn þeirra flokka, sem að framan nefndir. J>essi flokkur samþykkir lög og innir af hendi önn- ur störf, sem eru þjóSarmál; mál, sem hvern einstakling þjóðarinnar varðar. Getur Sveinstaula ekki skil- eru sernur og Um bréf þetta skal þó ekki fjölyrt 'st I)a<'’' a*<’ hver einasti fttllveðja ntað hér; þess er engin þörf. Aðeins skal ur tekur Þ'114 ' stjórnmálum með því bent á hina skringilegu athygli höf., aK ^reiSa atkvæ8i vis kosningar ti! er hann kemur á mannamót. Höf. Þinús. ,l kost a Þvi fyrir það, að getur þess, að ræðumenn hafi haft stJórnmál eru alþjóðarmál? stóla til að sitja á. Þetta mun vera Glæstar hugsjónir á pappírnum satt, þó ekki sé það einsdæmi á sant- re>’nast oft gagnlitlar, þegar til þess konutm. Aftur hefir höf. sýnilega virkiie?a kemur, segir Sveinstauli ekki fylgst jafnvel með, er ræðumenn enn frernur. irnir fóru að tala, því hann kveður C,læstar hugsjónir komast ekki á þá alla hafa ámint okkur um að halda PaPPir nema f-vrir hu?a hond þess áfram að vera Islendingar, sem er eða Þeirra> sem þ*r ‘hafa alið, þær ósatt. Séra Friðrik Friðriksson hafði eiSa þvi dýPri rætur en ti! skriffær- ekki þau orð í sinni ræðu, enda var anna’ try?8'in8'in fyrir því, að þó hún ,þess efnis, að það átti ekki við. merkisberinn falli í valinn i dag, Hitt lagði hann áherzltt á í lok ræðu he,dur annar afram starfi hans a sinnar, að við íslendingar yrðum morS'un- Vegut sannleikans liggur sem beztir Canadaborgarar. Virðist a,drei um þau ódáðahraun eða Illu- næst að halda, að höfundur bréfsins «■>> að framsókn hans verði stöðvuð. hafi þes slítil not, að hlusta á góðar Göfugar hugsjónir hafa aldrei reynst ræðttr, og alt erfiðið að sækja rnótið sagnslitlar, og eiga ávalt rétt til 2. ágitst hafi því verið unnið fyrir æðstu þott moldviðri miður ' Höf. veit, að hann er ekki einn Þroskaðrar menningar geri að þeim g’g- til frásagna um tslendingadaginn 2. aðsu£ andbyr. Eða getur ekki ágúst s.l., og ætti því að stilla orð- Sveinstaula skilist það. að glæstar um síntim i það hóf, að ekki sé hann imKsjónir afburðamanna sögttnnar opinlær að ósannindum t þessu efni. hafa Þ° Þokað þjóðunum í áttina til ___________________ þess þroska, er þær þegar hafa náð, Þá eru árásirnar á Stephan G. °” sem bre^ða munu birtu um fram' Stephansson, út af kvæðinu “Á rúst- f.m hruninna halla”, er birtist í III. árg. Tímaritsins, ekki síður undra- verðar, og ritstjóranum goldin ó- þökk fyrir að birta það í ritinu, vegna þess að kvæðið eigi þar ekki heima. — Það er ekki ný háðung hér vestan hafs, að gera aðsúg að Stephani fyr- ir skáldskap hans og skoðanir, óg er það harmkendari vottur um þroska- leysi þeirra, sem að því vinna, fyrir tíðarveg komandi kynslóða í barátt- unni fyrir batnandi þjóðfélags^kipun og sanutðarfyllri skilning á lögmáli lífsins. Sveinstauli heldur áfram: “Friðarhugsjónir, sem aldrei gera ráð fyrir alvarlegum ágreiningi þjóða á milli, geta ekki skoðast þungar á metunum.” Eg veit ekki, hvar Sveinstauli vill draga línuna um altKtrhcgan ágrcin- ing. Friðarhugsjón gerir ekki ráð i v v c>. l n ■ - • fyrir svo þungu sundurlyndi, að skaði það, að Stephan G. er etnn sa etn- J s } , ,, ..... eða voðaverk hljótist af. Friðarhug- dregnasti ntalsvart kærletkans, sem J n , ,, , , , , , siónin er grein á stofni kærleikans, lioðbtndur mal a tslenzka tungu, og 1 * því æfinlega þung á metum. — og þvt ætiniega pung a þyngri en svo, að Sveinstauli fái velt henni úr vegi. Sem einstaklingur getur hann ttnnið henni ógagn, en aldrei yfirbugað. Getur ekki Svein- staula skilist, að með einlægri sátt- er fyrnefnt kvæði háns, sem svq . mörg önnur, ótvíræð sönnun þess. \> Lengstri deilu um þetta mál hefir , Sveinstauli haldið uppi gegn Jakobi Jónssyni, og virðist hafa lagt áherzlu • á að sanna, að hugsjón Þjóðræknis- félagsins sé misboðið meðþvt að fýsi og hróðurhug sé unt að greiða úr birta kvæðið í riti þess. Varnarrök ágreiningsmálum mannanna. svo Jak. Jónssonar, sem mér og mörgum sneitt verði hjá þeim rattnum. sem öðrum hafa fundist óaðfinnanleg, samúðarslcortiirinn hefir leitt vfir virðast þó ekki hafa sannfært Svein- j,jóísirnar á ]iSinni ttð? staula, því síðasta grein hans (S), er _________________ hann kallar “Að endingu”, og birtist í Lögbergi 40. tbl., byrjar með þess- ari sjálfsálitskendu hreykni: “Ösigr- aður er Stauli ennþá”. Fyr en eg svara því frá mínu sjón- armiði, hvort áminst kvæði St. G. St. á rétt á rúmi í Þjóðræknisriti vortt, vil eg fara fáum athttgasemdum um nefnda grein Sveinstaula — hún er t svipinn hendi næst af því, sem hann hefir lagt til málsins — og leiða at- hygli að þvi, hversu röksemdir hans eru róttækar. En til þess, neyðist eg til að taka upp fáeinar setningar úr nefndri grein Sveinstaula. “Kvæðið “Á rústum i hruninna halla” átti ekki fremur heima i Þjóð-

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.