Heimskringla - 10.10.1923, Blaðsíða 5

Heimskringla - 10.10.1923, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 10. OKTÓBER, 1923 HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSÍÐA. Það eru næg skilyrði til þess, að íslenzkan og íslenzk þjóð dafni og breiðrst út. Séra Friðrik heitinn Bergmann benti á það, að hér í álfu væru nú orðnir svo margir Islendingar, að lítið vantaði á, að þeir væru helmingur á við heima- þjóðina. En óvíst kvað hann að íslendingar hefðu verið nokkru fleiri heima, þó engir hefðu flutt vestur, vegna þess, að lífsskilyrð- in iþá, hefðu ekki verið nægilega mikil heima til fjölgunar þjóðinni. Slíkt á sér stað um mörg lönd og meira að segja um Bretland hið mikla. Það kemst ekki mikið fyrir af ensku mælandi þjóðinni á Bretlándi. Flutningar manna til annara landa, efla því oft þjóð- írnar heima fyrir, ef þannig stend- ur á, að lífsskilyrðin hamla fólks- fjölguninni. Ef þessir útfluttu menn nema nokkru að tölu, geta þeir á ýmsan hátt staðið í sam- bandi við ættþjóð sína og eflt hana, og í því er köllun Vestur- Islendinga fólgin. Haldi þeir ekki sambandi við heimíaþjóð sína, bíður íslenzk þjóð í heild sinni halla af vestur-flutningunum. En ®vo þaíf ekki að verða. Það er dómur margra bezítu manna, að íslendingar geti haldið hér áfram að vera íslendingar, ef viturlega er á haldið. Og með því að leggja rækt við alt sem þjóðin íslenzika hefir fyr og síðar átt gott í fari sínu, glæðist meðvit- undin fyrir því máli. Takmarkið ætti því að vera það, að vinna sleitulaust að útbreiðslu íslenzk- Unnar og þess sem íslenzk er, en ekki að einangra hana. Það vof- ir ávalt sú hætta ýfir einangrun í öllum skilningi, að hún verði of- þröng og að síðustu óhagkvæm og magnjaus. Verksvið þeirra ís- lendinga, sem í enskum löndum búa, blasir þarna við og er svo mikið, að engin takmörk eru fyrir því. Einstökum íslenzkum mönn- um, eins og Guðbrandi Vigfús- syni og Eiríki Magnússyni, sem á Bretlandi hafa verið, hefir lánast að vekja mjög eftirtekt á Norrænu og útbreiðslu hennar. Hvað aétti ekki hinn stóri hópur Vestur-ís- lendinga að geta gert, ef þeir reynast drengir, en ekki dáðleys- ingar? Frá þessu sjónarmiði skoðar Hkr. málið, sem hún vakti máls á með greininni “Einangr- un”, há-alvarlegt, hvort sem Lög- berg kailar það heiðindóm eða skurgoðadýrkun eða eitthvað annað eftir því sem vanskapnings- hugmyndir þess blósa því nöfn- um ýfir það í brjóst. Ofrægingargrein séra Páls Sigurðssonar, í “Lögbergi” Framh. I lok pessa kafla fyllist höf. greinju og vandlæitingu yfir ])ví að séra Friðrik hafi, “fljótt eftir að hanh kom að Iheiman orðið heill- aður af hugmynd únítara og farið að starfa að framkvæmdum henn- ar”. “Ekkert tillit tekið til Dakota safnaðanna er voru af sama tagi og söfnuðir 'hans, og langfremstir hafa sltaðið í þeim ihópi frá byrjun^ né hekiur til prgsts þeirra (höfundar- Ins) og þess sem hann var að starfa að, ásamt Kirkjufélaginu.” “1 stað t>ess hafi hann farið að vinna að samlbandi við Únítara. boðið Dak. söfnuðunum að senda menn á samstalsþing í Wynyard í des. síð- astl. vitandi að um svo fanga vegu taeri ekki fólk að hópast, til þess rétt að horfa á þá samsuðu er hann vissi sjálfur að var svo í pottinn húið að ekki gat soðist nema 6 e>nn veg; tekið svo til að vígfrægja samíband þetta og ófrægja Lút. Kirkjufólagið”. Þetta á að taka af óll tvfmæli og sanna rækfarleysi séra Friðriks “við iþá kirkju er hann vígðist til að þjóna”. ’ Lík- iöfta á höf. við ríkiskirkjuna ís- ienzku, er hann þó segir að sé "frjáls og rúmgóð og taki frjálsa og andlega afstöðu til játninganna”. Hvernig þessar kærur, þó sannar vteri, fá þá sannaö ræktarleysi til beirrar kirkju^ er víst engum ljóst nema höf. sjálfum. Það er bœði að almenningur er DiinnisMtill og skilningsdaufur enda treystir höf. á það tii fuilrar hlýtar með þessari frásögn, því naumast er tilhæfa íyrfr öllum þessum samsetningi. Séra Friðrik byrjar á því eftir að vestur kemur að kynna sér afstöðu Kirkjufél. lútlh. og þann anda og stefnu sem þar er drottnandi, vill ekki taka þann orðróm trúanlagan, um sam- úðarskort og þröngsýni^ er það var búið að ávinna sér, bæði hjá söfn- uðum hans og öðrum er kynni höifðu haft af því um fleiri áratuga. Gerir hann sér því ferð austur hingað, eftir að hann er seztur að á Wynyard og tekinn að þjóna söfnuðunum þar, fer til Selkirk og finnur þáverandi forseta Kirkju- félagsins að máli^ og ennfremur helztu stoðirnar hér í bænum. Þá ber hann sig saman við séra Pál sjáifan um hversu horfi til með samvinnu við Kirkjufélagið. Eigi er oss kunnugt um hvaða hugboð hann hefir fengið um félagið við þessa ferð og samvinnu möguieika, en eitt er víst að hann einsetti sér þá nokkru á eftir, — og fyrir beiðni séra Pálls, að sitja hið næsta þing þess og kynna sér starfeemi þess enn Ibetur. Lýsir hann sjálfur hver árangurinn varð af þeirri ferð með ritgjörð er birtist hér í blaðinu í fyrra. Segist hann þá hafa sann- færzt um að það væri “annars anda”, en prestaskóli íslands og sú kirkja er hann var uppalinn í. ó- frægingar orð hefir hann engin látið falla, hvorki fyr né síðar » leynt né ijóst, um félagið, nema ef það á að kalla ófrægingu að segja hið sanna um það. Má séra Páll því alvariega vara sig að hann hafi sjálfur ekki gengið þar feti fram- ar í því sem hann hefir sagt um sainlbandsmál óháðu safnaðanna. Þau ummæli sín, að gengið hafi verið fram hjá Dakota söfnuðun- um og presti þeirra, ósannair höf. með því sem hann segir, hð þeiin hafi verið boðið að senda mann á samtalsþing í Wynyard í des. síðastJ. er rætt skyldi um framtíð- ar mál óiháðu safnaða. En hitt að safnaðarfólk höf. hafi litið svo á, að ekki væri ómaksins vert að senda þangað fulJtrúa, mun vera hæpin ályktan, því til þess lét höf. aldrei koma að það væri um það spurt. Játaöi hann sjálfur að liann hefði fí iengum sinna safn- aða boðað til fundar í því skyni að fá kosna fulltrúa ti.l fundarins og fundarboðinu hefði hann aðeins hreyft heimuglega við nokkra menn. Kom ihann því aðeins við annan mann til fundarins. Ekki vildi hann láta það heita svo að * þessi samferðamaöur hans hefði verið kosinn til að mæta þar á fundinum. En ihinsvegar mætti þó iíta svo á sem hann færi með fult umboð safnaðanna ef til nokkurs kæmi. Fyrlr þessari ráðstöfun bar hann fram þá ástæðu, að verið væri að leita eftir samningum um samiband við Kirkjufélagið og á meðan að á því stæði viJdi hann ekki að hinir óháðu söfnuðir væri að efna til fundahalda til þess að ræða um framtíðina. Ef þeir samningar tækjust, sem hann kvaðst fastlega vona, þá væri hin- um öðrum frjálslyndum söfnuðum opnuð leiðin til inngöngu í félagið og myndi þá framtíðarhorfurnar breytast mjög mikið frá því sem nú væri. Vildi ‘hann helzt að ekki yrði lengra farið út í þetta fundar- mál. Eigi var hægt að draga aðra á- lyktan af orðum hans en að frjáls- lyndi söfnuðurnir hér megin landa- mæranna ættu að bíða láta öll sín * áhugamiál liggja niðri þangað til þessum samningum væri lokið og taka þá við því sem að þeim yrði rétt. En nú hafði þessi samningur við Kirkjufélagið, er þá vár um að ræða, aJdrei verið Jiorinn undir söfnuðina þar vestra svo þeim gæf- ist kostur á að láta skoðun sína í ljósi um þá. Var nú fundurinn við því ibúinn að ræða það mál, og það því sett fyrst á dagskrá, AJImargir fundarmanna voru þeirrar skoðunar að það væri á- hugamál séra PáJs að allir söfnuð- umir er stæðu utan við Kirkju- félagið yrðu samhuga um þær breytingar er heimtaðar væri og þá samferða inn í hina umsteyptu fé- lagsheild ef til samkomulags dragi. Þeir voru og enn fremur styrktir í þeirri trú, því að á fundi er hald- inn var við Mountain í júní þá um sumarið, var því skýlaust lofað af helzta semjanda fyrir hönd Garð- arsafnaðar, að Dak. söfnuðurnir skyldu ekki ákveða neitt um saní- band við Kirkjufélagið, né ganga að samningum er ekki hefðu áður verið bornir undir söfnuðina í Sask. og Sambandssöfnuð í Wpg. og þeim virzt aðgengilegir. Það átti að opna dyraar meira en í hálfa gátt, En nú hafði þetta ekki verið gert, engra álita leitað norð- (ur yfir landamæri, og Wynyard söfnuðurnir látnir ganga þess duldir hvað verið væri að gera. í stað þess að séra Friðrik hafi geng- ið fram hjá séra Páli og söfnuðum hans með framtíðar ráðagerðir safnaðarmálanna, er það séra Páll sem geriir sig sekan í því efni, og er því sannleikanum alveg snúið við. Ofan á þetta bætist svo, að þegar til fundarins kemur, þá má ekki einu sinni ræða þessa væntanlegu samn- ninga, og samvinnuhugurinn eigi meiri en svo að ekki má kjósa er- indsreka á fundinn er vestan söfn- uðumir efndu til. Að eigi mátti ræða samingana hefir ef til vill sprottið að því að “samsuSan” var það kominn að eigi mátti rjúfa seyðinn svo eigi spiltist veizlukost- urinn en það hefir höf. ef til vill óttast að komið gæti fyrir ef álit manna 'hér norðurfrá fengi að koma í Ijós um inngöngu skilyrðin. Annars verður það jafnan lftt skiljanlegt, hvernig á þvtf stóð að Datoota söfnuðumir tóku sig út úr én þess að toveðja álits og sain- vinnu safnaðanna hér megin ianda- mæranna ef v prestur þeirra og greinarhöf. væri ekki sjálfur aðal úttskýringin. Það er hann sem komast vildi inn í þann félags- skap, en ekki söfnuðurnir en sá sér þaö ekki fært nema með því móti að hann fengi söfnuðina til að fylgjast með sér. Enda ef til vill ekki verið félagsgengur nema hann hefði með sér “þrauðið”, því nógu erfiðlega mun Kirkjufél. ganga, að reita ú't úr almenningi ofan í þá sem þar eru fyrir, þó ekki ibætist fleiri við í hópinn, þegar grípa verður af gjafafé til gamalmenn- anna sem svarar $300.00 á ári til þess að launa með einn prestinn. Vér munum ])ó þá tíð, að “andleg yfirumsjón” með hælinu átti ekki að kosta neitt. En þetta er að hækka í verði, — svo að andlega fæðan kostar nú hlutfallslega sjö sinnum meira en sú líkamlega, og hver veit hivað hún gotur orðið síðast. Niðurstaða Wynyard fundarins, sem kunnugt er var sú að stofna skyldi til sambands með öllum hin- um óháðu söfnuðum á þann hátt að hver söfnuður réði sínum sér- inálum algerlega í fullu samræmi við grundvallarlaga frumvarpið gamla frá 1916, og þá hugsun er vakti fyrir mönnum á þeim tfma. Með þessu þurftu söfnuðuruir engu að breyta hjá sér, fram yfir það sem þeir vildu sjálfir. Lög Wyn- yard safnaðar, og svo hinna safn- aðanna allra, voru þau að engin þvingunar skilyrði eru sett þeian sem í sötouðinum vilja standa. 1 samræmi við þessi lög safnaðanna voru svo grundvallarlcg sambands- ins sniðin. Félagsskapurinn er þann ig var grundvallaður, verður því frjáJst samband, frjálsra manna er þann einkaréit eiga óskertan, að mega hugsa um hin alvarlegu mál- efni trúarinnar og Jeita sannleik- ans eftir því sem þeim veitist kraftur til. Eigi verður annað séð en með þessu fyrirkomulagi sé það trygt “að framhald siðibótar fái átt sér sitað innan kirkjunnar”, þannig að þeirri þekkingu er tfm- inn smám saman leiðir í ljós verði Jeyft að hafa áhrif í þá átt að fegra og göfga trúarhugmyndirnar. Hið sameiginlega markmið sambands- ins er að stetaa að þessu takmarki, og að útrýma trúarágreiningnum og deilunumog fordæmingunni sem rétttrúnaðar hrokinn eys yfir þá sem óbundna hugsun vilja hafa. Trúar og siðakenningu stoa grund- vallar það á kenningu Meistarans sjálfs, og þó eigi væri annað, virð- ist það nægileg trygging fyrir því að eigi sé slitið samhengið við hina kristnu trúanhreyfingu, er einmitt á upptök sín f Jærdómum N. Tesitm. Með þessu er engu verið að bregðast og ektoi því sem mest er um vert, en oft minst metið —ekki sjálfum sér, sál, sannfæringu eða samvizku.sem ofeinn og öfgarn- ar leiða menn oft út 1 að svíkja. 1-0111111 er gnn feldu1’ yfir hii- um, “amarlega þjóni er stendur eða feJlur sínum herra”, en hitt fúslega viðurkent, “að enginn lif- ir sjálfum sér og enginn deyr sjálf- um sér.” Þetta er þá það sem höf. þókn- ast að kalla “samsuðuna við Gn- Jtara” og hann áiítur ekki ómaks- vert að gefa stundar gaum. Þejta er það sem hann segir að sé sam- bandsslit við kirkjuna og kristn- ina, og með þeim áfellingardómi gerir lýðum Ijóst að ihann álítur kirkjuna og kristnina eigi annað vera en eitt og .hið sama og Kirkju- félagið lút. Annars má finna þess víðar vott í ritgerðinni. Ber það vott um afarmikla virðingu og að dáun höf. fyrir Kirkjufélaginu en öllu rýrari fyrir sannleikanum. Þó Kirkjufél. sé dýrðlegt og voldugt — telji 10,000 skírðra og óskírðra sálna, tekur það naumast yfir “gjörvalla kristnina á jörðunni.” Næsta kafla ritgerðarinnar nefn- ir höf.: “Lút. Kirkjufélagið og aðr- ir lút. söfnúðir íslendinga bornir tilhæfulausum getsökum.” íEr kafli þessi rangfærzlu mestur allrar ritgerðarinnar, og vfsvit- andi farið með ósannindi. Er byrjað á því að segja frá hvernig staðið hafi á samliandstilrauninni 1916 millum Únítara og séra Frið- riks sál. Bergmanns. Skýrir höf. svo frá: “séra F. J. Bergmann knúður af þvingandi ytri ástæðum og hngboði sínu um að únítarar væri að falla frá sínum sérskoðun- um, gerir frunivarp til saniibands- laga 1917 (!) sem hann setti alveg í strand á, þegar til kastanna kom. — — Jesús Kris'tur, nafnið sem hverju nafni er æðra var það sem á milli bar. Únítörum fanst það nægilegt að halda sig við fagnað- arerindi Jesú, en séra F. ,1. Berg- mann vildi halda sig við persón- una sjálfa, Jesús Krist og fagnað- arerindi hans. Munurinn er að vísu ekki mikill í augum sumra leikmanna og illa mentaðra guð- i fræðinga, en hann er ákaflega stór i í augum annara, 'bæði leikmanna og guðfræðinga, svo "stór að þar 1 geta menn aldrei orðið á eitt sátt- ir; hann var nógu stór í augum | séra F. J. Bergmanns til þess að ekkért gat orðið úr sanubandinu.” Það skal þá enn einu sinni tekið fram, sem svo margoft hefir verið skýrt frá áður, að þetta sambands- laga frumvarp, er ihér um ræðir var samantekið sxhnarið 1916 af séra Friðriki sál. Bergmann. Hafði liann til samanburðar við samning þess, lög safnaðanna er gengið höfðu úr Kirkjufélaginu, lög Úní- tara safnaðarins hér í bæ og lög “l'he General Conferencg of Uni- tarians and other liberal Clhrist- i.ans”.j Vann hann að þvf verki ó- knúður, og óduldur hverra skoðana Únítaiar væru. Tildrögin voru þau, að þá um sumarið færðu þeir hr. Jón Víum frá Foam Lake, er hér var gestkomandi í bænum og capt. Josep'h B. Skaptason forseti Únítara satoaðarins það í tal við bann, livtont eigi myndi mega koma á einskonar sambandi og samvinnu meðal hanna frjáls- lyndu íslenzku kirkjuflokka hér vestra. Tók hann þvf vel, hafði sjálfur vikið að þessu í ræðu, er hann flutti á 25 ára afmæli úní- tarasafnaðarins þá um vorið. Um þetta leyti drógu hermálin sem mest til sín bæði hugsun og krafta alménnings svo að ineinn gengu unn vörpuin í iherinn. Mistu söfnuð- urnir við það mikilla starfskrafta og urðu auk þess að leggja drjúg- um til ýmsra herþarfa annara. Lítið Ibar á milli í skoðunum, en öll hugsun stefndi þá í þá átt að draga úr ágreiningi heima fyrir en sameina sig um það sem nauð- synlegt væri. Ettir að þeir höfðu rætt þetta nokkuð aftur og fram, kvaðst séra Friðrik vilja tala um þetta við prest Únítarasafriaðar- ins og einíhverja fleiri \ úr safnað- arnefndinni. Varð það þá úr að seinna um daginn heimsóttu þeir ihann, skrifari Únítarasafnaðarins, hr. Friðrik Sveinson og sá er þetta ritar. Talaðist þá svo til að heppi- legast myndi vera að kveðja nokkra menn á fund frá toáðum hliðuui, til þess að ræða um þetta, kæmi þá í ljós hve almennur væri vilji manna í þessu efni. Nokkrum dögum seinna varð það svo að samkomulagi að fundur þessi skyldi haldinn f fundarsal Tjald- búðarkirkju föstudaginn 14 júlí. Tólf manns inættu á fundinum. Allir létu í ijósi að þeir værj því meðmæltir að samvinna tækist | miJli beggja flokka. Forseti var j kosinn séra Friðrik J. Bergmann en’ skrifari sá er þetta ritar. Var þá samþykt að samið yrði frum- varp til ■ sainbandsiaga. Var for- seta og skrifara falið það verk, og ha'fa því lokið fyrir næsta fund er ákveðinn var 29. s. mán. Þegar til þessa fundar kom lagði forseti fram "Frumvarp til laga” f 15 greinum. Var það lesið og rætt og vo.ru menn alment ánægðir með það, að undanteknum Hjálm- ari A. Bergmann, er þótti 4 greinin alt of löng og óþarft að taka frain að félagið leyfði “almenf og óskor- ið skoðana og kenningafreJsi!’’ Þetta væri sjálfsagt án þess það væri f lög tckið. Var frumvarpinu því vísað til baka, þessi grein dregin saman og stytt. í þeirri mynd var svo frumvarpið samþykt á fundi 12. ágúst, af öllum við- stöddum, en þar voru þá staddir frá Ihálfu Tjaldbúðarsafnaðar séra Friðrik J. Bergmann, Hjálmar Á.1 Bergmann, Líndal J. Hallgrímsson, • Ó. S. Thorgeirsson, Loftur Jörunds- son og Bárður Sigurðsson, en af, hálfu Únítara, Thorst. S. Borgfjörð, j Hannes Pétursson, Stefán Péturs- son, Bögnv. Pétursson, Jóhannes ( Sigurðson, Ólafur Pétursson og J Eriðrik Sveinsson. Var þá ákveðið að þessir menn skyldu gangast fyrir hver í sínurn hópi að iboðað yrði til ailmennra fulltrúa funda og lögin iJiorin undir atkvæði þeirira. Var fulltrúa fundur Úní- tara haldin í kirkju sataaðarins hér í bænum 27. sept., og mættu þar þessir erindrekar frá félögum og sötauðum utan bæjar: Jóhannes Sigurðsson, Stepihan Thorson frá Gimli, Sigurður Sigurbjörnsson, Sig. Péturson frá Ámesi, Sigurður J. Vídal frá Hnausum, ‘Sveinn Thor- valdsson frá Riverton, séra Albert E. Ivristjánsson, Jón Sigurðsson, Páll Reykal frá Lundar, séra Guðm. Arnason frá Clarkleigh, Jón Víum frá Foam Lake, Sask., og einhverj- j ir fleiri. Á fundinum var staddur, séra Friðrito J. Bergmann, að beiðni j nefndarmanna. Fundarstjóri var ' kosinn Thorst. S. Borgfjörð en fundarskrifari Friðrik Sveinsson. Skýrt var frá fundarefni og laga- frumvarpið lesið. Var þá séra Frið- rik J. Bergmann beðinn að skýra nánar frá sambands hugmynd þess- ari frá sjónarmiði hans flokks og gerði hann það. Nokkrar fyrir- spurni.r voru þá geðar, og meðal annara hvort önnur skilyrði væri sett fyrir sambandinu en þau er tekin væri fram f lögunum og kvað hann það eigi vera, nema að til mála gæti komið að hlutaðeigandi söfnuðir yrðu ef til vill að breyta lögum sínum að einhverju leyti svo þau yrðu í fullu samræmi við sam- bandslögin. Var þá spurt um hvort Únítarasöfnuðurnir yrðu að breyta nöfnum sínum og slíta sambandi við hina amerísku Úinítarisku kirkju. Létu margir í Ijósi óvilja sinn til þess og töldu það þarflaust eftir ákvæðum samibandslaganna. Urðu um þetta nokkrar umræður og áleit séra Friðrik að söfnuðir er gengi í þetta fyrirhugaða sam- band mætti helzt ekki heyra öðr- um kirkjufélögum til, því enn væri fordómiarnir nokkuð rótgrónir og létt að skapa vantraust. Sjálfur sagði hann að sér væri ekki svo ant um lúth. nataið á söfnuði sínum, en áleit það varða meira hver andi væri þar ríkjandi. En fundurinn tjáði sig eindregið á móti þessu. Vax þá gengið til atkvæða um lagafrumvarpið og það samþykt lið fyrir lið. Skipuð var því næst 7 manna nefnd er vinna skyldi að þessu máli og í hana kjörnir: Thor- steinn S. Borgfjörð, Hannes Pét- ursson, Rögnv. Pétursson, Jóseph B Skaptason, Guðm. Árnason, Albert E. Kristjánsson og Friðrik Svejnsson. óskað var eftir að séra Friðrik kveddi til samskonar fundar meðal sinna félagsmanna sem fyrst svo að nefnd yrði kosin Hjá þeim, og nofndirnar gætu svo tetoið til starfa Kvaðst hann gjarna vilja koma því til vegar svo fljótt sem auðið yrði. Þetta er þá öll sagan um “strand- ið” er séra Páll talar um og geta menn séð á þessu hvað hæft er i þeirri frásögn. Um játningargrein laga frumvarpsjns var alls etokert deilt, en sumum fanst, og oss þar á meðal, að óþörf vera sú aðgrein- ing sem þar var gerð á persónu og og fagnaðar erindi Jesú, því að “Fagnaðarerindið” innibindur ekki eingöngu f sér orð og gerðir per- sónunnar, heldur og persónuna sjálfa. Hversu stór sem séra Páll álftur að munurinn sé er felist í þéirri orðabreytingu er síðar var gerð, en “lítill”, 1 augum illa ment- aðra guðfræðinga — þá má hann trúa því að munurinn er enginn. Framh. Páfi birtist. Fréttaritari blaðsins “Sunday Times” i Róm, símaði blaði sínu föstudaginn 22. júní sögu þá er hér fer á eftir: — Það gengur sá orðrómur, að andi Píusar páfa 10. hafi sést í Vatican- inu fyrir fáum vikum. Nokkurir þýzkir og austurrískir prestar biðu f einkastofu páfans eftir við- tali við hann sjálfan. Lítil hurð á veggnum laukst hægt upp og Píus tfundi, sem dó 1915, stóð fyrir framan þá. Klerkarnir þetotu hann ‘þegar; nokkrir af þeim höfðu þekt hann persónulega, og þeir krupu á kné í óttablandinni lotn- ingu. Svipurinn hóf upp ihöndina og mælti í hálfum hljóðum: “Að tíu árum liðnum munu vondu tím- arnir breyttir”, og leystist því næs* sundur. Þegar pflagrfmarnir voru leiddir fyrir páfa, gátu þeir ekki á sér set- ið og sögðu hinum heilaga föður frá þvf, er fyrir þá hafði borið. Það er sagt, að Píus ellefti hafi óvilj- andi mælt: “Hvað, aftur?”, en hafi náð sér aftur og sagt þeiim að lesa bænir sínar, þvf þeir hefðu allir orðið fyrir hinni sömu kvikskynj- uninni. En prestamir eru samt alsannfærðir uin, að þeir hafi i raun og sannleika séð svip Píusar tíunda. PERCIVAL C. CUNYO Phonograph Repairs Any Make Work called for and delivered 587 Corydon Ave., Winnipeg. — Res. Phone Ft. R. 1766 — PURITVl FLDUR MoreBread and BetterBread” and Better Pastry too 9 USE IT IN ALL Y0UR BAKING Íp®

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.