Heimskringla - 10.10.1923, Síða 6

Heimskringla - 10.10.1923, Síða 6
6. BLAÐStDA. HhiMSKRINGLA WINNIPEG, 10. OKTÓBER, [923 K Eftir Mary Robarts Rinehart. “Maður, sem drekkur er brákaður reyr,” sagði Christine. “Það er það sem eg ætla að giftast og styðjast við það sem eftir er æfinnair — brák- aður reyr. Cg ekki nóg með það!” Hún stóð upp, gekk hratt að dyrunum og lokaði hurðinni. Svo dró hún úr barmi sínum bréf. “Sent með sérstökum bréfbera — Iestu það.” Bréfið var stutt. Sidney las það í einni svip- an. Þar stóð: — “Spurðu manninn þinn tilvonanda, hvort hann þekki stúlku að 213 — stræti.” Fyrir þremur mánuðum hefði strætisnafnið, sem þarna var gefið, ekki gefið Sidney neina bendingu um neitt. Hún vissi hvað það þýddi. Christine, sem hafði séð og heyrt meira, hafði altaf vitað það. “Þarna sérðu; þetta er það sem eg verð að sætta mig við.” Sidney sá alt í einu hver stúlkan að 213 —*-------- stræti, sem getið var um í bréfinu, var. Blaðið, sem hírrí hélt á í hendinni var spítalapappir, en prentaða yfirs'kriftin hafði verið rifin af. Sagan rann öll upp í huga henoar: Grace Darling með magurt andlit og klipt hár, og dagblaðið við hliðina á henni í sjúkra- koicur? cða væri eins gott að láta þar við sitja og fá sér 1 eidur bita þegar maður kæmi he:m aftur? K. sat aftanega i kirkjunni milli Harriet og Cnnu. líann tók^ekki eftir neirm nema Sidney — sá ekkert nema hana. Hann tók eftir fyrstu sporum hennar inn góifið, sá hana bera höfuðið hærra eftir því sem hún varð öruggari og náði meira jafnvægi. Hann tók eftir hve liðlegar allar hreyfingar henn- ar voru, þar sem hún gekk fram hjá honum í snjó- hvrtum, næfurþunnum fötunum og gekk fram hjá löngum röðum af höfðum, sem öll sneru horfandi í áttina til hennar. Seinna meira gat hann ekki mun- að eftir neinu af athöfninni sjálfri, hann miundi bara eftir Sidney þar sem hún stóð mjög alvar'eg og hálf hrædd við altarishornið. Það var hún sem gekk út úr kirkjunni eftir hljóðfalli brúðarlagsins, hún og Max Wilson við hliðina á henni. Harriet sat við hægri nlið hans. Hún hafði nú hlotið hina fyrstu frægð í sinni nýju stöðu. Brúðar- klæðin fóru ágætiega, þau voru blátt áfram hrein- asta fyrirtak. Hún leit yfir alla kifkjuna þaðan sem hún sat: kirkjan var full af brúðarefnum. Fyrir Harriet var þessi haustdagur fullur af framtíðar hugsunum um kjóla, sem yrðu hver öðr- um aðdáanlegri. En Anna, sem sat og horfði á alt með daufum augum og bláleitum vörum, var að nálgast sitt endadægur. Hún sat og spenti greipar utan um bænabókina. Hún bað ofurlitla stund fyr- ir dóttur sinni, sem stóð há og tiguleg við altaris- hornið og horfði feimnislaust á þá sem inni voru. Um leið og Sidney og Max komu fram í kirkju- dyrnar skaust Joe Drummond, sem hafði staðið ut- arlega í kirkjunni, út. Hann rak tærnar í, eins og hann ætti bágt með að sjá. stofunni. Ein stúlkan barði fast á hurðina og hrópaði há- stöfum inn: * “Annar rafmagnslampi! Og Palmer er niðri”! “Þarna sérðu”, sagði Christine raunalega, mér hefir verið gefinn annar rafmagnslampi og Palmer er niðri. Eg verð víst að halda inn á mérabRuum urinn á mér og öðrum stúlkum, sem giftast er sá, að eg veit hvað eg fæ. Þær vita það flestar ekki.” “Þú ætlar að halda áfram?” “Það er orðið of seint að gera nokkuð annað ^ Eg ætla ekki að gefa nágrönnunum hérna nu. neitt til þess að tala um.” Hún tók upp brúðarblæjuna og setti 'brúðar- kransinn á höfuð sér. Sidney stóð með bréfið í hendinni. Einu sinni hafði K. svarað einni spurn- ingu hennar á þessa leið: “Það er ekkert vit í því að horfa til baka nema það hjálpi manni til þess að horfa framundan. Það varðar minstu hvað stúlkan í sjúkrastofunni þinni hefir verið; hitt er meira um vert, hvað hún ætlar að verða.” “Jafnvel þó að þetta sé satt, Christine, og þ^ð getur ver»ð, að það sé bara illgirnislegur uppspuni, Þá vissulega hlýtur það að vera búið nú. það sem þér kemur mest við nú, er ekki hið liðna líf Palm- ers, he'dur það hr, sem hann á fyrrr höndum,með þér. Er það ekki rétt?” Ghristine var loksins búin að láta á sig blæjuná. Borði af fegurstu kniplingum stóð upp úr mjúku hárinu, eins og kóróna og féll svo niður í bylgjum alla leið til kjóls’óðans. Hún festi á sig brúðar- kransinn með nálum, sem höfðu perlur á endunum. Svo stóð hún upp og Iagði hendina á öxlina á SidL * ney. Sannleikurinn er sá, að eg gæti haldið í Palmer, ef eg kærði mig fjarska mikið um það. Eg geri það ekki. Og eg er hrædd um að hann viti það. þetta særir bara sómati'finningu mína, annað ekki.” Þannig gekk Christine Lorenz ofan til þess að setjast á brúðarbekkinn. f Sidney stóð kyr dálitla stund og horfði á bréf- ið, sem hún hélt á. Hún hafði lært að þekkja margt einkennilegt í sinni nýju lífsspeki og eitt af því var það, að stúlk- ur eins og Grace Irving koma ekki upp um elskhuga sína; að í þeirra heimi væri sá sem kvartaði skoð- aður sem afhrak; að þar legðu menn alt í hættu, ynnu eða töpuðu og þeir sem töpuðu yrðu að gera sér það að góðu. En hefði Grace ekki sent bréfið, hver gat hafa gert það þá? Einhver í spíta'- anum, sem þekti sögu hennar, hlaut að hafa gert það. En hver? — Og hvers vegna — já, hvers vegna? Sidney lagði bréfið á undirskál áður en hún fór ofan og kveikti í því með eldspítu. Fagnaðarglamp- inn var að mestu horfinn úr augum. hennar. Samkvæmt skoðun strætisbúa fór giftingin al- veg framúrskarandi vel fram. Sumum af hliðar- strætunum fanst þó sumt fremur skrítið, svo sem tjaldið frá kirkjudyrunum, sem þeim fanst að mundi vera aðeins fyrir heldri gesti og þeim hætti við að skjótast út undir h'iðarnar, þegar enginn sá til. Mrs. Rosenfeld neitaði alveg að láta leiða sig til sætis; hún hélt að hún gæti gengið ein. Johnny Rosenfeld kom í ökumanns einkennis- búning og með Ieðurhúfu á höfðinu, eins og hæfði hinni nýju stöðu hans. Hann bar spegilfagran skjöld á brjóstinu vinstra megin; það var leyfi hans frá ríkinu til þess að stjórna bifreið. Eftir hjónavígsluna komu strætisbúar til kvöldverðar, en sumir voru þó í vafa um hvernig þeir ættu að haga sér. Ættu þeir að fá sér einhvern bita heim? áður en þeir færu, ef svo skyldi fara, að hjá Lorenz yrði ekkert borið fram nema ísrjómi og 14. KAPÍTULI. Kveldverðurinn í White Springs hótelinu var ekki eini kveldverðurinn sem þau borðuðu saman, Car- lotta Harrison og Max Wilson. Hún eyddi sumarí leyfi sínu í smábæ, sem var ekki lengra frá borginni en það, að þangað mátti hæglega komast í bif- reið. Wilson hafði farið þangað tvisvar eða þris- var þær tvær vikur, sem hún var þar. Hann hafði skemtun af því að vera með henni; hún örfaði hann. Hann sá Carlottu helmingi oftar en Sidney. Hún hafði haft góðar gætur á sjálfri sér. Hún lagði mikið í sölurnar Hún vissi vel hvers konar mann hún átti við — vissi, að hann mundi gefa eins lítið fyrir skemtunina og honum væri unt. En hún vissi líka, að væri hægt að láta hann sækjast nógu mikið eftir sér, þá mundi hann ekki horfa í að leggja mikið í sölurnar, jafnvel ekki hika við að giftast. Hún var útfarin í þessum leik. Ákafinn, sem skein út úr henni, var til gagns. Á bak við tindr- andi augnatillit var slægð, sem reiknaði út og sætti lagi. Hún ætlaði sér að koma 0essu fram; og hún jkyldi þó eimi sinni gera þessar guðhræddu hjúkr- unar'konur, með a't sjtt væl og kvöldbænir, forviða. Hann sá hana aldrei öðru vísi klædda í sumar- ’eyfinu en í látlausan, hvítan kjól, sem var ofurlítið mðurskorinn um hálsmálið, og með ermarnar brettar upp, til að sýna miúka arma. Á bóndabýl- inu, þar sem hún var, voru engir aðkomandi. Hún sat tímunumsaman á kvöldin í garðinum hjá húsinu, sem var þétt settur með eplatrjám, hélt á bók en horfði stöðugt út á veginn, sem lá þar fram hjá. Hún las skáldskap eftir Browjning, Emerson og Swinburne. Einu sinni kom hann að henni með bók, sem hún faldi óðar. Hann vildi fá að sjá hana og náði í hana; það var bók um skurðlækningar á heilanum. Hún roðnaði og leit undan. “Mér finst eg vera sá einstakur auli, þegar eg er með þér,” sagði hún; “eg vildi vita ofurlítið meira um það sem þú ert að gera.” Hégómagirni hans varð matur úr þessu hóli; og það var einmitt það sem hún hafði æt'ast til. Þetta breytti vináttu þeirra, hóf hana upp. Ef tir það töluðu þau v:ð og við uin iækningar í stað- 'nn fyrir ástir. Hún var fljót til svara og greind. Verksvið hans, sem hingað til hafði verið lokuð bók þeim konum, sem hann þekti, lá opið fyrir henni. Stundum endaði tal þeirra um lækningar á öðru. Óskir þeirra mættust. “Svei mér, ef eg hlakka ekki til þessara kvölda,” sagði hann einu sinni. “Eg get talað við þig um verk mi'tt, án þess að þú verðir hrædd eða hlustir á mig með viðbjóði. Þú ert sá gáfaðasti kvenmaður, sem eg þekki — og einn sá fallegasti.” Hann hafði stöðvað bifreiðina uppi á hæð, í orði kveðnu til þess að dáðst að útsýnmni. 1 “Á meðan'þú talar um verk þitt,” sagði hún, finn eg að það er ekkert athugavert við þcyð þó að við séum saman; en þegar þú ferð að tala um hitt — “Er rangt að segja fallegri stúlku, að maður dáist að henni?” t , “Já, það er rangt þar sem eins stendur á og með okkur.” Hann snéri sér við í sætinu og horfði á hana. “Sá elskulegasti munur, sem er til í öllum heim-' inum,” sagði hann og kysti hana. Hún hafði búist við þessu að minsta kosti í heila viku, en svo vel gerði hún sér upp undrun að það var ekki hægt að merkja það. Hún þagði alla leið- ina heim. Nei, hún kvaðst ekki vera reið. En hann hefði komið sér til þessiað hugsa margt. Hann bara hló, þegar hún fór út út bifreiðinni og bauð honum góða nótt. “Treystir þú mér ekki?” spurði hann og hallaði sér niður að henni. Hún leit á hann með dökku augunum sínum. “Það er ekki j cð, sem eg er að hugsa um. Eg treysti ekki sjá.fri mér.” Eftir það var hann langtum áfjáðari en áður að ná fundi hennar. Hún vissi að hann mundi verða það. “Karlmaðurinn girnist bæði hættu og leik, og þess vegna velur hann hættulegasta leikfangið, konuna.” Kunmngsskapur þeirra var ekki með öllu hættulaus; hann var þess vegna orðmn ginn- andi. Næsta dag ók hann út þangað sem hún dvaldi, en honum var sagt að Miss Harrison hefði gengið burt sér til skemtunar og hefði ekki sagt hvenær hún mundi koma aftur. Honum þótti vænt um það. Hún var auðsjáanlega hrædd. Karlmönnum þykir gaman að því að vera skoðaðir dáiítið hættulegir. Doktor Max 'lagaði á sér hálsbindið, skildi bifreiðina eftir fyrir utan girðinguna og lagði af stað gangandi og í góðu skapi í sömu átt og Miss Harrison hafði farið. Hún þekti hann. Hann fann hana liggjandi á grúfu undir tré. Hún var föl í framan og þrevtu- Ieg eins og hún hefði átt í löngu og hörðu stríði við sjálfa sig. Hún stóð á fætur, þegar hún heyrði hann koma, hélt út frá sér höndunum, eins og til þess að banda honum frá sér og færði sig nokkur sk ef undan. “Hvernig vogar þú?” hrópaði hún, “hvernig vogar þú að elta mig hingað? Eg verð að vera ein. Eg verð að hafa tíma til að hugsa mig um.” Hann vissi að þetta var tóm uppgerð, en honurn þótti gaman að því. Hann kunni að halda á spil- unum ékki síður en hún. Þess vegna strauk hann eldspítu við trjábolinn og kveikti sér í vindli áður en hann svaraði. “Eg var hræddur um þetta,” sagði hann upp- gerðarlega. “Þú tekur þetta alt of nevri þér. Eg er enginn fantur, Carlotta.” Þetta var í fyrsta skifti sem hann hafði nefnt skýrnarnafn hennar. “Sestu niður og við skulum tala saman um þetta.” ) Hún settist niður í mátulegri fjarlægð og horfði á hann með þessum alvarlegu augum, sem fóru henni svo vel. “Þú getur vel verið rólegur,” sagði hún, “því þetta er aðeins leikur fyrir þig. Eg veit það, og hefi altaf vitað það. Eg get vel hlustað og eg er ekki ólagleg. En það sem er þér leikur er ekki að siálfsögðu Ieikur fyrir mig. Eg ætla að fara burt héðan.” Hann trúði því í fyrsta s'kifti nú, að hún væri hreinskilin. Hún væri þá ekki hræsnari eftir alt saman. Hann vildi ekki særa hana. Ef hún færi að gráta -— hann væri á valdi hverrar konu, sem gréti. “Ætlarðu að hætta við að læra hjúkrunarfræð- V* in? “Hvað annað get eg gert. Þetta getur ekki haldið áfram til svona, doktor Max.” Svo fór hún að gráta, táraðist í raun og veru. Og hann fór yfir til hennar og tók hana í faðm sér. “Gerðú ekki þetta,” sagði hann, *gerðu það fyrir mig. Þú kemur mér til þess að halda að eg sé fantur, og eg hefi þó aðeins verið að fá mér ofur- Iitla skemtun. Eg sver það, að eg hafði ekkert anm að í hyggju. Hún reisti höfuðið frá öxl hans. ' “Áttu við, að þú sért sæll með mér?” “Já, mijög sæll”, sagði doktor Max og kysti hana aftur. Carlotta hafði tekið alt með í reikninginn nema sjálfa sig. Hún þekti manninn, sem hún átti við og kunni að meta kringumstæðurnar. En hún* tók ek!ki me& í reikninginn það seiú er aðal atriðið í öllu sambandi, konuna. Saman við hina köldu metorðagirnd hennar var nú komið annað, sem var fult af eyðilegging. Hún hafði eins og K afneitað ástinni og öllu því sem henni fylgir, en hafði komist að raun um, að ástina væri ekki hægt að reka á dyr. Carlotta Harrison var orðin dauðástfangin af doktor Wilson þegar sum- arleyfið var liðið. Þau héldu áfram að hittast en ekki eins oft og áður. Fundirnir voru hættulegir nú. Og að sama skapi sem henni þótti það verra, fanst honum það skenttilegra. Hún var nógu glöggsikygn til þess að siá aðstöðu sína. Þetta hefði að nokkru leyti farið út um þúfur. Henni stæði ekki á sama, en honum stá&ði á sama. Þetta væri nú hans leikur, en ekki hennar. AHar konur fara eftir hugboði sínu, sem eru ástfangnar, gera það svo mjög að þær verða hættu- legar. Hún vissi vel.'að ást hans til sín væri ekki veruleg ást. en hún vissi líka eins vel að í hjarta hans var eð mvndast eitthvað, sem var mjög líkt verulegri ást til Sidney Page. Grunur hennar varð að vissu eftir samtál, sem fór fram milli þeirra í ve’tingahúsi úti í sveit kvöldið eftir áð Christine og Palmer giftu sig. “Hvernig var giftingin — leiðinleg?” spurði hún. “Nei, bráðskemtileg,” svaraði hann. “Mér finst altaf eitthvað æfintýralegt við það, þegar einhver maður tenBrist einni konu æfiiangt. Það er eitthvað svo ofdirfskufult.” Hún hleypti brúnurn. “Þetta er víst ekki alveg í samræmi við lögmálið og spámennina, eða hvað? Það er sannleikur. Að hugsa sér það, að velja sér eina konu í öllum heiminum og kjósa sér það að lifa með henni a’ia æfinnar daga! Þó að — ” Hann horfði fram hjá henni út í loftið. “Sidney Page var ein af brúðarmeyjunum,” sagði hann, eins og það kæmi þessu ekkert við. Hún var failegri en brúðurin sjálf.” “Falleg, en heimsk,” sagði hún. “Mér geðjast vel að henni. Eg hefi reynt að segja henni til, en — þú ski’ur.” Hún ypti öxlum. Doktor Max var að öðlast nýjan skilning. Hann varaðist að láta nokkuð á því 'bera, að sér þætti gaman að. En þegar þau voru aftur komin upp í bifreiðina, laut hann niður að henni, Iagði kinnina við vanga hennar og sagði með fagnaðarhreim í rómnum. “Óhræsið þitt! þú ert afbrýðissöm.” En samt sem áður þótt hann brosti, var mynd Sidney mjög glögg fyrir hugsjónum hans 'þessa haustdaga. Og Carlotta vissi að svo var. Sidney hætti að vaka á nóttunum um miðjan nóvember. Sá tími, sem hún vakti, hafði verið friðartími fyrir Carlottu. Doktor Max flutti ha ía aldrei til spítalans á kvöldin í biðreið sinni. Þegar Sidney fékk að fara heim síðari hiuta dags, kvaldist Carlotta af stjórniausri afbvýðis- semi. Einu sinni, réttura mánuði eftir giftinguna, gat hún ekki staðist mátið. Hún kvartaði ura höfuð- verk, eins og hún var vön, og fór með sporvagnin- um eins nálægt enda “strætisins” og hún gat kom1- ist. Eftir að var farið að dimma gekk hún strætið á enda. Christine og Palmer voru ekki komin aftur úr hveitibrauðsdaga ferðalaginu. Nóvember kvöld- ið var hlýtt, og á veggsvölunum sátu Sidney og doktor Max. K. var þar líka, en það vissi hún ekki. Hann sat í skugganum og horfði stöðugt á vangann á Sidney. Carlotta sá hann ekki, og hún hélt áfram niður eftir strætinu yfir sig komin af reiði og afbrýðis- semi. Eftir þetta var tvent jafn ríkt í huga hennar, annað var það, að losna við Sidney; hitt, að koma doktor Max til þess að biðja sín. Hún vissi, að það síðara var undir því komið, að hið fyrra tækist. Viku semna fór hún sömu ferðina, en nú sá hún annað. Hvorki Sidney né doktor Max var á svölunum; en Le Moyne stóð við dyratröppurnar. Ailantus-tré voru blaðlaus og teygðu berar greinarn- ar upp í haustloítið. Birtan frá strætisljóskerinu, sem náði ekki að tröppunum á sumrin vegna laufsins, skein nú gegnum naktar greinarnar og féll á Lev Moyne, þar sem hann stóð, hávaxinn og þungbú- inn á svip. Það var of sein't fyrir Cariottu að snúa við, er hún sá hann. En hann sá hana ekki. Hún flýtti sér áfram hrædd og hugur hennar leitaði að nýjum ráðum. Hér var nokkuð nýtt í ráðabruggi hennar. Hún hafði ekki vitað fyr að K. ætti heima í húsi þeira Page mæðgnanna. Það fylti huga henn- ar með óvissu og óguriegri hræðslu. Næsta dag sýndi hún Sidney fyrstu vináttu- merkin. Þær hittust í kjallaranum, þar sem fata- skáparnir voru, sem geymd voru í föt sjúklinganna. Alls konar flíkur, sem sjúklingarnir höfðu verið í er þeir urðu fyrir silysum eða veiktust, láu hér sam- anvafðar í bögla, sem voru merktir með miðum. Ræflar og snyrtileg föt, óþrifnaður og hreinlæti voru hér í náinni sambúð. Hinu megin í kjallaranum, se mvar hvítmálaður að innan, voru menn að taka inn mjólkurílát af vagni. Sólskinið streymdi inn um kjallaraopið og skem á hvítar treyjurnar þeirra og mjólkurílátin, sem glitruðu eins og þau væru úr silfri. Alstaðar hvar sem litið var, ríkti hið ófrávíkjanlega lögmál spítalanna, reglusemin. Sidney hljóp í huganum yfir smá niðrunarorð, sem hún hafði nýlega fengið að heyra, og staðnæmd- ist við samtalið um nóttina í stiganum. Hún brosti glaðlega til Carlottu. “Það má kallast kraftaverk,” sagði hún, “að Grace Irving fer út í dag. Það er nokkuð til að vera upp með sér af, þegar maður hugsar til þess, hvað hún var veik; og við sem héldum að hún mundi deyja.” “Eru ekki þetta fötin hennar?” Sidney leit hálfraunalega á vandaða morgun- búninginn, sem hún hélt á á handleggnum. “Hún getur ekki fanð út í þessu. Eg verð að lána henni eitthvað.” Gleðisvipurinn hvarf af andliti hennar. “Hún hefir barist við dauðann og unnið,” sagði hún. “En þegar eg hugsa til þess hvað bíður hennar — ” Carlotta ypti öxlum. “Það gengur svona,” sagði hún skeytingar- leysisleg. Þó þær séu teknar og þeim se gefin stöð- ug vinna í eldhúsinu við að skafa u'tan af kartöfl- um, eða í þvottahúsinu við að járnberalín, þá kemur það ált í sama stað niður, þær lenda allar í það sama aftur.” Hún dró böggul út úr skáphólfi og leit á hann vandræðalega. “Nei, hvernig ~ líst þér á þetta? Þessi kona hefir komið hingað í einum náttserk og með morg- unskó á fótunum, og hún á að fara héðan eftir hálfa klukkustund.” Á leiðirtni út snéri hún sér við og hvesti augun á Sidney. “Eg var á gangi á þínu strgeti í gærkveldi”, sagði hún. “Þú átt heima beint á móti Wilsons húsinu?” iiT/ ** itJa- # ...» “Eg hélt það. Eg Jiafði heyrt þig minnast á húsið. — Bróðir þinn stóð á tröppunum.” Sidney hló. i “Eg á engan bróður. Maðurinn sem þú sást, heitir Le Moyne, og hann leigir herbergi hjá okkur. Það er nú reyndar ekki rétt að segja, að hann leigi hjá ökkur, hann er einn af fjölskyldunni nú.” “Le Moyne!” Hann hafði þá skift um nafn. Hann hlaut að hafa tekið þetta mjög nærri sér. Nafnið hafði snert viðkvæman streng í sál Sidney. Þær gengu báðar saman að lyftfvéVnni. Sidney þurfti ekki mikla örfun til þess að tala um Le Moyne. y /

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.