Heimskringla - 17.10.1923, Qupperneq 6
6. BLAÐSIÐA.
• HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 17. OKTÓBER 1923.
K
Eftir Mary Roberts Rinehart.
Það gladdi hana hve vinaleg Miss Harrison var;
hún var fegin, að samlcomulagið milli sín og henn-
ar vaeri að batna. Þegar þær voru kornnar á henn-
ar gólf, lagði hún hikandi hendina á handlegg henn-
ar.
“Eg var hrædd um að eg hefði móðgað þig,
sagði hún. “Eg er fegin að það hefir ekki verið.”
Það fór hrollur um Carlottu.
Það hafði ekki gengið sem bezt fyrir K. Hann
hafði að vísu verið hækkaður á ákrifstofunni og með
kaupinu sínu, sem nú var orðið tuttugu og tveir
dollarar á viku, gat hann gert sitt af hverju.
Mrs. Rosenfeld þvoði nú 'þvofct þar í húsinu
einn dag í viku, svo að Katie gæti 'haft meiri tíma
til þess að líta eftir Önnu. Hann hafði líka aukið
peningasendingarnar, sem hann sendi austur við og
við.
Þetta var nú alt ágætt. En iþað sem honum
sárnaði og kom honum til að halda að hann væn að
vinna fyrir gíg, var afstaða Max Wilsons. Hann var
að vísu ekki óvingjarnlegur, heldur, þvert á móti,
umgekst K. með stöðugri virðingu, næstum því
lotningu. En það var auðséð að honum fanst stað-
an, sem K. hafði valið sér, blátt áfram hlægileg.
Það var engin sönn vinátta milli þeirra; en það
var að byrja stöðugur kunningsskapur, og af og
til skoðanamunur undir það síðasta. Þeir höfðu ó-
líkar skoðanir á flestu.
Wilson fór að koma til Le Moyne með öll sín
vandamát. Þeir áttu löng samtöl í litla lofther-
berginu. Þó nokkrir sjúklingar áttu, éf til vill, K.
Iff sitt að þakka það haust, þótt þeir hefðu hvorki
heyrt hann né séð.
Doktor Wilson gerði hvert snilcjarverkið eftir
annað undir handleiðslu Le Moynes. Sjúklingar
frá öðrum bæjum voru farnir að vitja hans. Hann
var áræðinn og þar við bættist alveg framúrskarandi
leikni. En Le Moyne, sem hafði sætt sig við breyt-
inguna, sem hafði orðið á högum hans, þótt hann
væri ekki ánægður, var nú aftur farinn að nálgast
starf það, sem hann élskaði. Það kom fyrir, þeg-
ar hann hafði rætt við Max um eitthvert sjúkdóms-
tilfelíi, og þeir höfðu komið sér saman um hvað
Max skyldi gera næsta dag, að hann gengi út og
eigraði út um hæðirnar fyrir utan bæinn langt fram
eftir nóttu og ætti í harðri baráttu við sjálfan sig.
Honum ógaði þá við gasfélags skrifstofunni og til-
breytingarleysinu þar. '
Á einni þessari gönguferð rakst hann á Tillie.
Það var komið fram í desember. Veðrjð var
hryssingslegt með snjóslyddu, sem varð að vatni, er
hún kom við jörðina. Það var ökladjúpur aur á
veginum og meðfram honum voru rastir af haug-
blautum laufum. Dapurleiki náttúrunnar þennan
laugardag átti vel við skap hans. Hann hafði farið
með strætisvagni eins langt og hann komst og þaðan
gekk hann. Hann gekk nú, sem endrarnær, í engri
og yfirhöfn, en hann var í stuttri peysu innan undir
treyjunni. Einhverstaðar á leiðlnni hafði hann
rekist á flækingshund, sem labbaði á eftir honum,
rétt eins og hann hefði verið að drepast úr leiðindum
yfir því að hafa engan mann til þess að fylgja.
Sjö mílur frá enda sporbrautannnar var veiting-
arhús við veginn. Hann fór þar inn til að fá sér
ístaup af whiskey. Honum var orðið hrollkalt.
t Hundurinn fór inn með honum og stóð og mændi
upp á hann. Það var sem hann hlýddi, án þess
að skilja nokkuð í því, hvað þeir væru að gera inn
í hús, þar sem vegurinn Iá framundan þeim og héra-
göturnar voru alstaðar í kringum þá.
Húsið stóð í dál milli tveggja hæða. Það
hafði litið eitthvað svo vingjarnlega út í augum
hans, þegar hann sá það í gegnum mugguna. Hurð-
in var hálfopin og hann gekk inn í forstofuna. Til
hægri handar var borðsalur. Hvítur dúkur var á
borðinu og nákvæmlega á því miðju stóð vöndur af
stífum, þurkuðum blómum. Til hægri handar var
setustöfan, sem var eins og setustofur eru vanar að
vera í þess konar húsum. Hún var nákvæmlega
eins og setustofan í White Springs hótelinu, sami
flauelsþakti hægindastóllinn hvað þá annað. Og
yfir öllu hvíldi þögn, og fernisolíulyktin fylti hús-
ið. Húsið var alt nýmálað og gljáandi — gamla,
signa gólfið gliáði og hurðirnar ^ljáðu.
K. kallaði til þess að gera vart við sig.
Hægt fótatak heyrðist upni á lofti; kommóðu-
skúffu var lokað og svo heyrðist skr’áfa í kven-
mannsfötum niður eftir stieanum. K. stóð hálf
vandræðalega á dálitlum gólfdúk, sem var eins og
eyja á mioju gólfinu í setustofunni. Hann smeygði
af sér peysunni.
“Ekki mikið að gera í dag”, sagði hann við
lcvenmannirm, sem kom niður stigann, og sem hann
hafði ekki séð enn. Svo kom hann auga á hana.
Það var Tillie. — Hún studdi héndinni í dyrastafinn
til þess að stöðva sig. Já, það var Tillie, en hún :
var orðin mikið breytt. Hárið !á lausara yfir and-
litinu á henni og hreina, bláa treyjan, sem hún var í,
var dálítið niðurskorin í hálsmálið; á brjósti henn-
ar var svört borðalykkja, og hún var mikið sæl-
legri og fallegri en hún hafði verið áður, síðan hann
kyntist henni. En hún brosti ekki. I augum henn-
ar var eitthvað, sem líktist mest svip hundsins,
undirgefnilslegt, spyrjandi.
“Þú hefir fundið mig, Mr. Le Moyne”, sagði
hún. Og þegar hann rétti henni hendina, bætti hún
við: “Eg mátti til að gera það.”
“En hvernig gengur þá alt saman? Þú ert mjög
sæj'eg og — ánægð á svip, Tillie.”
“Mér líður vel. Mr. Schwitter er farinn til póst-
hússins. Hann kemur aftur khikkan fimm. Viltu
fá þér tebolla, eða viltu eitthvað annað?”
Venjur “strætisins” voru enn ríkar í Tillie. Þetta
“eitthvað annað”, sem hún átti við, var ekki í af-
haldi á “strætinu.”
“Whiskey og sódavatn”, sagði Le Moyne. “Og
á eg að kaupa miða handa þér að marka á?”
Hún brosti daitflega. Hann sá eftir að hafa gert
glappaskot. Það var auðséð, að hún vildi ekki
láta minnast á strætið né neitt er heyrði því til.
Þetta var þá nýja heimilið hennar. Fyrir þetta
hafði hún látið hina virðulegu stöðu sína í
matsöluhúsi Mrs. McKee — fynr þetta Iitla hús,
sem stóð bert fyrir öllum næðingum og var ljótt,
þrátt fyrir alt hreinlætið, og ósegjanlega einmana-
legt. Yfir arinhillunni héngu tvær stækkaðar and-
litsmyndir, önnur var sýnilega af Scihwitter og hin
var eflaust af konunni, sem klipti brúður úr pappír.
K. var að hugsa um hvaða undarleg sjálfsneitunar
tilhneiging það væri, sem hefði komið Tillie til
bess að láta mynd konunnar hanga þarna óhreyfða.
Það að myndin skipaði heiðursætið sýndi að stúlk-
an í raun og veru skildi, hver staða sín væri. Á
hillu beint undir myndunum var annað ker með
þurkuðum blómum í.
Tillie kom með whiskey blönduna í háu glasi.
K. héfði heldur viljað blanda sér drykkinn sjálfur;
en wihiskeyið var gott, og það jók virðingu 'hans
fyrir Schwitter.
Mér varð 'hálf bilt við fyrst, en mér þykir samt
vænt u-m að sjá þig, Mr. Le Moyne”, sagði Tillie.
“Það kemur varla nokkur maður núna, af því að
vegirnir eru hvo slæmir. Það er ógurlega einmana-
iegt.”
Fram að þessu höfðu þau Tillie og Le Moyne
haft fátt sameiginlegt til að ræða um annað en mat.
Nú höfðu þau ekki það umræðuefni. Og síðasta
samtal þeirra lá eins og þröskuldur, sem ekki var
hægt að stíga yfir á milli þeirra.
“Ertu ánægð, Tillie?” spurði K. alt í einu.
“Eg bjóst við að þú mundir spyrja mig að
þessu, og eg hefi verið að hugsa um hverju eg ætti
að svara.”
Svar hennar kom 'honum til þess að athuga and-
lit hennar betur. Það var laglegra, á því var eng-
inn vafi, en var það ánægjulegra? Það var ein-
hver sorgarsvipur kringum munninn, sem kom hon-
um til að hugsa margt.
“Er hann góður við þig?”
“'Hann er eins góður og nokkur maður getur
venð. Hann hefir aldrei talað stygðaryrði til mín
— ekki einu sinni fyrst meðan eg var síhrædd við
hvem hávaða.”
Hann kinkaði kolli til merkis um að hann skildi
hana.
“Eg brendi matinn fyrst eftir að eg kom, af því
að eg var að hlaupa burt og fela mig, þegar eg
heyrði að einhver væri kominn. Mér fanst sem að
það, sem eg hafði gert, hlyti að standa skrifað fram-
an í mér. En hann sagði aldrei orð.”
“Þetta er búið nú?”
“Eg hleyp ekki burt, en eg er hrædd ennþá”.
“Það hefir þá verið tilvinnandi?”
Tillie leit á myndirnar tvær yfir arinhillunni.
Stundum finst mér það. Þegar hann kemur
þreyttur heim og eg hefi hænsnasteik eða reykt
svínaket og egg í kveidverð handa honum, og eg
sé að þreytan fer að fara af honum, þá finst mér
það. Hann kveikir þá í pípunni sinni og margoft
hjálpar hann mér við diskaþvottinn. Hann er á-
nægður og hann er að fitna.”
“En þú?” Le Moyne gafst ekki upp.
“Eg vildi ekki fara áftur þangað sem eg vár, en
eg er ekki ánægð, Mr. Le Moyne. Það er ekki til
neins að vera með nein látalæti. Mig langar til að
eignast barn; mig hefir altaf langað til þess. Og
það er eins með hann. Hann 'langar til að eignast
son, sem með tímanum gæti tekið við öllu hérna;
þetta er hans eign. En guð minn góður! hvað væri
það barn sem eg eignaðist?”
K. varð Iitið á myndirnar og þurkuðu blómin
fyrir neðan.
“Og hún — það er ekkert útlit fyrir að hún — ”
“Nei.”
Það var enginn vegur að ráða fram úr vanda-
rnáli hennar. Le Moyne sá, þar sem hann stóð við
arinn og horfði á hana, að hún yrði að ráða fram
úr þessu ein; hann gæti ekki boðið henni neina
hjálp.
Þau töluðu saman þangað til að farið var að
rökkva. Tillie var áfjáð í að fá að heyra fréttir af
“strætinu”, hún vildi fá að heyra um giftinguna, um
Harriet og um Sidney í spítalanum. Þegar hann var
búinn að segja henni alt, sat hún þegjandi og velti
vasaklútnum sínum milli handanna; svo sagði hún:
Taktu nú til dæmis okkur fjórar, Christine
Lorenze og mig. — Hver okkar hefir þú haldið að
mundi lenda á þetta? Eg býst við, að eftir útliti að
dæma, mundu flestir hafa sagt, að það yrði Christ-
ine. Þeir hefðu spáð að Harriet færi að hjúkra
veikum, eg að sauma og að Sidney Page mundi gift-
ast og eignast bifreið. Já, svona er lífið.”
Hún leit á K. íbýggin á svip.
“Núna nýlega koma gestir hingað. Þeir þektu
mig ekki, og eg heyrði á tal þeirra; þeir sögðu að
Sidney Page ætlaði að giftast doktor Max Wilson.”
“Það getur verið, en ekki held eg að þau séu
trúlofuð ennþá.”
Hann var búinn úr glasinu. Tillie stóð upp til
þess að taka það burt. Hún leit framan í hann
þar sem hún stóð fyrir framan hann.
“Ef þér líst eins vel á hana, Mr. La Moyne, og
mig grunar, þá læturðu hann ekki ná í hana.”_____
“Eg er hræddur um, að það sé ekki undir mér
komið. Hvað ætti eg að gera með konu, Tillie?”
“Þú mundir verða henni trúr; en það er meira
en sagt verður um hann. Og eg býst við, að það
sé mikilsverðara, þegar öllu er á botninn hvolft,
heldur en peningarnir.”
Þetta var umhugsunarefnið, sem K. fór með;
heim með sér af þessum samfundi við Tillie. Hann
hugsaði um það þar sem hann gekk á móti vindin-
um á leiðinni til sporvagnsins. Veðrið var breytt.
Hjólförm á veginum voru full af vatm, og það var
farið að frjósa. Snjóslyddan var orðin harðari og
hann sveið í andhtið undan henni. Hundurinn
snéri inn á hliðargötu, þegar hann var kominn hér
um bil hálfa leið að sporbrautinni, og K. saknaði
hans ekki. Hundurinn horfði á eftir honum og
hélt uppi annari framlöppinni. Augun í honum
urðu aftur eins og augun í Tillie, þegar hún veif-
aði til hans hendinni í kveðjuskyni af svölunum fyr-
ir framan dyrnar.
K. stikaði áfram mílu eftir mílu af veginum með
höfuðið niðri á bringu, og átti í harðri baráttu við
sjálfan sig. Hatði þá Tillie rétt fyrir sér og hafði
h i n haft rangt fyrir sér?
Hvers vegna skyldi hann gera sjálfan sig að
engu, ef það þýddi það, að Sidney yrði óhamingju-
söm. Hví skyldi hann ekki þiggja boð Wilsons og
byrja aftur? Ef alt gengi vel — freistingin var
mikil þetta óveðurskvöld. Loksins sigraði har.n
hana, því hann var viss um, að hvað sem hann
gerði, mundi ekki breyta ætlun sinni vegna þess.
Ef henni þætti nógu vænt um Wilson þá mund; hún
giftast honum. — Honum fanst, að henn: vnundi
þykja nógu yænt um hann til þess. /
15. KAPITULI.
Palmer og Christine komu heim aftur daginn
sem K. fann Tillie. Anna Page vildi taka vel á
móti þeim og vildi ekki heyra annað en að þau
borðuðu heima hjá sér það kvöld. Hún hjálpaði
Christine til þess að taka upp úr ferðakoffortunum
og koma brúðargjöfunum fyrir í herbergunum. Hún
var hressari en hún hafði verið langa Iengi og tók
miklu meiri þátt í öllu. Hún dáðist að brúðarfötun-
um og var ofurlítið öfundsjúk fyrir hönd Sidney, sem
aldrei mundi geta eignast annað eins. Hún tók
Christine að sér sem dóttur sína í staðinn fyrir
Sidney.
Og það var hið glögga móðurauga hennar, sem
fyrst tók eftir því, að það var ekki alt með feldu
með sambúðina. Christine var ekki vel ánægð. Það
rann einhver þungiyndisstraumur undir kátínu yfir-
borðinu. Anna, sem hafði mikið af reynslu móður
sinnar þótt hún væri snauð af annari reynslu, fann
það, og út af einhverjum tilsvörum ungu konunn-
ar, sem henni fundust ósanngjörn og ekki alveg við-
eigandi, ávítaði hún hana ofur gætilega.
“Það fylgir hjónabandinu, góða mín, að
maður verður að haga sér eftir kringumstæðunum,”
sagði hún. “Það er ekki svo auðvel't að fara að lifa
fyrir aðra, þegar miaður er búinn að lifa fyrir sjálf-
an sig eingöngu í mörg ár.”
Christine rétti sig upp við teborðið, sem hún
var að setja bollana á.
“Það er náttúrlega satt. En hvers vegna á kon-
an ein að haga sér eftir kringumstæðunum?”
“Karlmennirnir eru vanafastari,” sagði Anna,
sem sjálf hafði aldrei verið föst við neitt um sína
daga. “Það er erfiðara fyrir þá að gefa éftir. Og
svo er Palmer eldri og hættir hans —
“Það er bezt að tala sem minst um hans hætti,”
greip Christine fram í fljótt. “Það virðist sem eg
'hafi gifs't manni, sem ekki hefir viljaþrek aflögu.”
Hún hætti að taka upp bollapörin og settist nið-
ur við eldinn, eins og hún væri þreytt, en Anna hélt
áfram þessum smásnúningum, sem hún hafði ávalt
ha’ft yndi af.
Christine var búin að fá meira en nóg af stöð-
ugum samvistum við Palmer í sex vikur. Hún sat
með spentar greipar og horfði fram í tímann, sem
háfði ekkert inni að halda nema Palmer: Palmer
sofandi með opinn munninn; Palmer að raka sig
fyrir morgunverð, geðillur þangað til að hann var
búinn að fá kaffið; Pa'mer geyspandi yfir dagblað-
inu.
Og þetta var nú ekkí skuggalegasta hliðin á
myndinni. Hún sá Palmer læðast inn í herbergið og
velta út af sofandi, máske ekki drukkinn, en samt
undir áhrifum áfengis. Það hafði komið fyrir tvisv-
ar sinnum. Hún vissi, að það mundi koma fyrir aft-
ur og aftur meðan hann lifði. Drykkjuskapnum
fylgdi fleira. Hún gat ekki gleymt bréfinu, sem
hún hafði fengið giftingardaginn. Það mundi líka
koma fyrir framvegis, að líkindum.
Christine var engin gunga. Hún var að reyna
að ná í hamingjuna. En þennan fyrsta dag eftir að
hún kom heim var hún hrædd og kvíðafull. Henni
þótti vænt um að Anna fór o§ skildi hana eina eft-
;r við arineldinn.
En svo þegar hún heyrði fótatak í ganginum
fyrir framan opnaði hún hurðina sjálf. Hún hafði
hugsað sér að taka brosandi á móti Palmer. Hún
komst að raun um, að tár fengu engu áorkað. Karl-
mönnum geðjaðist að brosandi og glaðlegum kon-
um. Þeir nefndu stúlkur eins og þá, sem bréfið var
frá “dætur gleðinnar.” Hún opnaði hurðina bros-
andi. En það var K. sem stóð í ganginum. Hann
hristi af sér bleytuna eins og stór hundur, sem hrist-
ir af sér vatn. Þegar hann snéri sér við, stóð hún
og horfði á hann.
“Nei, það er þú-” sagði Le Moyne. “Velkomin
heim! ”
Hann brosti góðlega og horfði niður á hana.
“Það er gaman að vera komin heim og sjá þig
áftur. Viltu ekki koma ínn að eldinum hjá mér?”
“Eg er votur.”
“Þess meiri ástæða fyrir þig að koma inn”, sagði
hún glaðlega og hélt dyrunum opnum.
Litla stofan var aðlaðandi með glatt logandi ar-
ineld og dauf lampaljós. Þar voru skínandi silfur-
ker með blómum. K. fór inn fyrir dyrnar og horfði
í kringum sig með rannsakandi augum.
“Jæja, okkur hefír ekki farið þetta svo illa
úr hendi; eg með veggjapappírinn og rafmagns-
vírana, og þú með fallegu húsgögnin, og svo
skemmir þú það ekki sjálf.”
Hann leit snöggvast á hana með velþóknunar-
augum. Hún tók eftir því og varð glaðari í huga
en hún hafði verið lengi áður. Látbragð hennar
varð alt fegurra eins og henni var eiginlegt, hún
bar höfuðið hátt og leit á hann með hálf angurblíðu
augnaráði, sem hún hafði fundið að hafði engin á-
hrif á Palmer. Hún kveikti á spírítus-lampanum,
til þess a búa til te, dró fram bezta stólinn handa
honum að setjast í og strauk sessurnar með hvítum
og mjúkum höndunum.
Hér er stór stóll handa stórum manni”, sagði
hún’ , og sjáðu til, 'hér er fótaskör í viðbót.”
Það er hlægilegt hvað mér þykir vænt um að
láta dekra við mig , sagði K. og lét fara eins vel
um sig og hann gat. Þetta var þó betra heldur en
tómlega herbergið hans upp á l'ofti, þægilegra held-
ur en að ganga aleinn eftir Veginum út í lands-
bygð, skemtilegra en hugsanir hans.
“Og hvað er nú að frétta? spurði Christine.
Segðu mér nú alt slúðrið af strætinu.”
Það hefir ekkert hneyksli komið fyrir síðan
þú fórst,” sagði K. Þau hlóu bæði að þessari ó-
viljandi fyndni, vegna þess að báðum var fróun í
því að þurfa ekki að brjóta heilann um það sem
þeim var ríkast í huga.
f alvöru að tala,” sagði Le Moyne, “hefir alt
gengið mjög rólega. Kaupið ‘hefir verið hækkað
við mig, svo að eg fæ nú tuttugu og tvo dollara á
viku. Eg er varla búinn að átta mig á iþví ennþá.
Einmitt þegar eg er búinn að venja mig við fim-
tán, fæ eg tuttugu og tvo og verð svo að breyta
vana mínum. Það er skömm að því 'hvað eg er rík-
ur.”
“Það hlýtUT að vera leiðinlegt þegar að tekj-
urnar verða manni til byrði,” sagði Christine alvar-
leg.
“Það var eitthvað í fari hans, sem hún hafði
mjög mikla þörf fyrir einmitt þá, það var styrkur og
áneðanlegleiki, sem átti ekkert skylt við of mikinn
alvöruþunga. Hún fann að hann var ma$ur, sem
hún gæti treyst og næstum trúað fyrir leyndarmál-
um sínum. Henm féllu vel í geð hinar löngu og
grönnu hendur hans, hál'f slitnu en vel sniðnu fötin,
hreini vangasvipurinn og sterklega ’hakan. Hún
lagði niður alla uppgerð, vegna þess að hann var
alveg laus við uppgerð. Hún sat hreyfingarlaus í
stólnum og horfði á eldinn.
K. gat talað skemtilega þegar hann vildi. Christ-
íne og maður hennar höfðu farið til Bermuda eyj-
anna eftir giftinguna. Hann þekti eyjarnar, og það
gaf þ eim umræðuefni. Hún varð rólegri við að
heyra hina jöfnu, styrku rödd hans. Honum þótti
gaman að hetmsókninni og stóð loksins upp hálf
nauðugur.
“Það var mjög vingjarnlegt af þér að bjóða
mér inn, Mrs. Howe”, sagði 'hann. “Eg vona að þú
lofir mér að koma aftur. En svo verður auðvitað
m)ög glatt á hjalla hjá ykkur.”
Henni fanst sjálfri sem hún mundi aldrei fram-
ar verða kát. Hún vildi ekki að hann færi strax.
Hljómurinn í hinni djúpu rödd hans var svo styrkj-
andi, að henni fanst. Henni þótti vænt um hand-
tak hans, þegar 'hann loksins rétti henni hendina og
færði sig nær dyrunum.
“Segðu Mr. Howe, að mér þykir Ieiðinlegt að
hafo ekki hitt hann heima,” sagði hann. “Og —
'pakka þér fvrir.”
Ætlarðu að koma aftur?” spurði Christme
hálf raunalega.
Eins oft og þú býður mér.”
Það brá fyrir nýjum vonarglampa í augum
hennar um leið og hann lokaði hurðinni á eftir sér.
Auðvitað væri ekki alt eins og það ætti að vera, en
maður gæti þó enn átt vini, stóra og sterka með stað-
fast augnatillit og óveiklaða rödd. Hún brosti ó-
þvingað við Palmer þegar hann kom heim.
Áreynslan um daginn var of mikil fyrir Önnu.
Le Moyne fann hana á legubekknum í herberginu,
sem hafði verið saumahetbergið. Hann leit snöggv-
ast á hana og sá strax, að eitthvað mundi ganga að
henni. Koddum var hlaðið utan að henni og við
hliðina á henni lá meðalaglas.
“Það er — bara dálítil — andarteppa”, sagði
hún. “Eg — eg verð að fara ofan. Sidney — kem-
ur heim tll — kvöldverðar; og hin — Palmer og —”
Hún gat ekki sagt meira. K. þreifaði á æðinni,
hún sló veikt og óreglulega. Hann var við þessu
buinn og flýtti sér inn í herbergi sitt fyrir amyl-
nitrate. Þegar hann kom aftur var hún næstum
meðvitundarlaus. Það var jafnvel ekki tími til þess
að kalla á Katie. Hann braut sundur hýðið, sem
var utanum lyfið og hélt því í fyrstu yfir andlitinu á
henni. Andarteppu kasfcið hnaðist eftir ofurlitla
stund en ástand hennar var mjög ískyggilegt.