Heimskringla


Heimskringla - 26.12.1923, Qupperneq 6

Heimskringla - 26.12.1923, Qupperneq 6
6. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 26. DES. 1923. K Eftir Mary Roberts Rinehart. - “Þú ert að verða fallegri með degi hverjum, sem líður”, sagði Katie. Eru þetta bláu fötin, sem Harriet saumaði handa þér? Þau eru alveg hæst móðins. Mætti eg sjá bakið?” Sidney sneri sér við og Katie dáðist m/eira að henni. “Þegar eg hugsa til þess, hyernig alt hefir farið”, sagði hún. “Þú í spítalanumj og gerir, hver veit hvað, fyrir allskonar fólk, og Miss Harriet saumar svona föt og heimtar hundrað dollara fyrir pils og kápu; og er orðin svo móðins, að maður þorir einu sinni ekki að tala við hana, þegar hún er í borð- stofunni. Og vesalingurinn hún móðir þín ........ ó- jæja, þetta kemur alt fyrir eiu sinni á mannsæfi! Hann og Mrs. Howe eru einhverstaðar að daðra saman.” “Katie!” “Jæja, eg kalla það nú, því nafni. Eg er ekki blind. Eins og eg heyri ekki til hennar, þegar hún er að búa sig á hverjum degi klukkan fjögur, og svo situr hún þarna í stoíunni og bíður með dyrnar galopnar og bók á hnjánum, rétt eins og hún hefði verið =*ð lesa a'Han sfðari hluta dagsins. Ef hann stanzar ekki, þá er hún komin að stiganum og kallar til hans. “K.”, segir hún, “K., eg þarf að spyrja þig að nokkru”, eða, “K., viltu ekki koma og fá þér bolla af te?” Hún er altaf að gefa honum te og kökur, svo að hann hefir ekki lyst á almennileg- uim mat, þegar hann kemur að borðinu.” Sidney hafði hætt við að taka af sér glófann. Það var sannfæringarkraftur í orðum Katie. Var lífið að gera þarna enn eina af þessum undarjegu villum og voru þau K. og Christine í rauninni áslt- fangin hvort af öðru? K. hafði ávalt verið vin- ur hennar sjálfrar og hún hafði trúað honum fyrir leyndarmálum sínum. Að gefa Christine hann eftir — hún hristi höfuðið óþolinmóðlega. Hvað V%ar hún að hugsa? Hví skyldi hún ekki gleðja^ yfir því, að hann hefði kunningsskap við einhvem? 'Hún fór upp á loft og inn í herbergið, sem móðir henanr hafði sofið í, og tók af sér hatt- inn. Hún vildi vera ein ftil að hugsa um það, <sjr;n hefði oriflð á dagajna fyrir sér. Hún var ekki ein og öllum óháð lengur. Það gaf henni eitthvað svo undarlega tilfinningu, eins og hún væri týnd. Hún mundi giftast, ekki strax, en með tíman- um. Fyrir einu ári hafði hálfgildings loforðið, sem hún gaf Joe, verið henni dálítið til skemtunar. Hún hafði verið elskuð, og það hafði verið gaman að vita af því. En þetta var ait öðru vísi. Giftingin, sem hafði ekki verið neitt nema draumur þá, var nú veruleiki, nálægur og næstum hræðilegur. Hún hafði Iært það Iögmál lífsins, að fyrir hverja gleði borgar maður með sársauka. Konur, sem giftust, gengu niður í dauðans dal barna sinna vegna. Maður yrði að elska og vera elskaður mikið, til þess að bæta upp fyrir það — vogarskálarnar yrðu að vera jafnar. > ' t Og svo væri annað. Konur eltust og ellin væri ekki ávalt skemtileg. Það að verða móðir, væri það ekki eyðilegging á allri fegurÍ5? Hún mintist mæðra, sem hún hafði séð í spíptaianum, kvenna með sigin brjóst og þreytulegan líkama. Það var nokkur hluti verðs þess, sem maður yrði að gjalda. Harriet var vöknuð hinu megin við ganginn. Sidney heyrði hana hreyfa sig 'með þreytulegu fótataki. Þarna varhin hliðrn, — hitt valið. Maður giftist og fyndi hamingjuna eða fyndi hana ekki, eftir at- vikum, maður ætti það á hættu; eða maður yrði ó- gift eins og Harriet, og yrði þur og köld, mögur og flatbrjósta, ogy skrækróma. Það væri eins og að blómgvast og visna, eða þorna upp, án þess að hafa blómgvast. Henni fanst alt í einu hvorttveggja vera óttalegt; það var eins og hún hefði verið gripin met sterkri herdi, semi lokaðist vægðarlaust utan um hana. Lítilli stundu síðan, fann Harriet hana liggjandi á grúfu á rúmu móður sinnar og grátandi beisklega. Hún tók hana tali og ávítaði hana. “Þú hefir lagt of mikið á þig”, sagði hún. “Þú hefir verið að megrast. Málið af þér fyrir þessi síðustu föt sýna það. Eg hefi aldrei verið með því að þú Iærðir þessa hjúkrunarfræði, og eftir síðasta • e *» januar — Hún ætlaði varla að trúa sínum eigin eyrum, þeg- ar Sidney með grátbólgnum augum sagði henni frá trúlofun sinni. “En eg get ekki skilið þetta. Ef þér þykir vænt um hann og hann hefir beðið þín, til hvers ertu að gráta?” “Mér þykir vænt um 'hann. Eg veit ekki hvers vegna eg fór að gráta. Það kom yfir mig svona alt í einu. Það var bara eins og hver önnur vitleysa. Eg er sæl, frænka.” Harriet hélt að hún skildi Sidney þurfti móður sinnar með, og Harriet var ónærgætinn miðaldra lcvenmaður og gat ekki gengið henni í móður stað. Hún strauk vota hendina á Sidney. “Eg held eg skilji,” sagði hún. “Eg skal hugsa um það sem þú þarft til giftingarinnar, Sidney. Við skulum sýna fólkinu hérna á strætinu, að það er hægt að hafa viðhafnarmeiri giftingu en jafnvel þá, sem haldin var þegar Christine Lorenzie og Palmer Howe voru gefin saman.” Svo bætti hún við eftir nokkra þögn: “Eg vona að Wilson fari nú að verða ofurlítið stiltari. Hann hefir ekki verið oí reglusamur.” K. hafði fylgt Christine á fund Tillie þennan dag. Palmer hafði bifreiðina með sér — sannleikurinn var sá, að hann hafði ekki -komið heim alla nótt- ina áður. Hann lék knattleik í sveitaklúbbnum, bæði á Iaugardögur og sunnudögum, og var þar þá æfin- lega nóttina. K. og Christine urðu þess vegna að ganga frá endanum á strætisbrautinni. K. hafði augun opin og sá smáfugla í runnunum og blóm á jörðinni og margt annað í náttúrunni, sem Christ- ine hafði einu sinni ekki dreymt að væri ttl. K. var óánægður með þessa heimsókn til Tillie. Christine náði tökum á henni, þótt hún vildi alt hið bezta. Hún reyndi að breiða yfir það sem henni fanst vera sannleikur, nefnilega að alt, sem Tillie kom við, væri rangt, en hún gerði það þannig, að hún reyndi að láta líta út sem það væri alt rétt. Tiltie hlustaði á hana með sorgarsvip meðan K. stóð órólegur í dyrunum og horfði á bifreiðirnar, sem beygðu útaf veginum heim að húsinu. Þegar Christine stóð upp reiðubúin að fara, kannaðist hún blátt áfram ,við að erindi sitt hefði mishepnast. “Eg kom hingað í góðu skyni, Tillie; en eg er hrædd um, að eg hafi sagt einmitt það, sem eg ætti ekki að hafa sagt. Mér finst bara, að hvað sem kunni að vera rangt þá sért þú samt heppin með tvent: manninn þinn — eg meina Mr. Schwúter þykir vænt um þig — þú kannast við það — og þú verður bráðum móðir.” Tár komu fram í augum á Tillie. “Eg var heiðarlegur kvenmaður, Mrs. Howe, en eg er það ekki nú”, sagði hún blátt áfram. “Þegar eg lít á sjálfa mig í speglinum þarna og kalla sjálfa mig réttu nafni, þá vildi eg gefa mikið til þess að vera komin heim aftur á strætið”. Hún fékk taékifæri að segja nokkur orð við K. þegar Christine fór á undan honum út úr hlöðunni. “Mig hefir langað til að tala við þig, Mr. Le Moyne”, sagði hún Iágt. Joe Drummond kemur hingað stöðugt. Scchwitter segir að hann drekki dálítið. Honum líkar ek-ki að hann þvælist hér, og hann sagði honum að fata heim á sunnudaginn var. Hvað gengur að piltincm. “Eg skal tala við hann.” “Veitingamaðurin segir, að hann beri á sér skammbyssu og tali alls konar vitleysu. Eg hélt nr^áske að Sidney Page gæti komið einhverju tauti við hann”. “Eg hélt að hann kærði sig ekki um að hún vissi það. Eg ætla að gera það sem eg get.” K. var hugsi, er hann fylgdi Christine út á veg- inn. Hún var mjög þögul á Ieiðinni til bæjarins. K. varð þess var oftar en einu sinni, að hún horfði á sig, og honum þótti, það undarlegt. Vesalings Christine var að reyna að setja hann í samband við þann heim, sem hún þekti. Þeir karimenn, sem hún þekti voru sterkir menn, en ekki viðkvæmir; þeir notuðu sunnudaginn til þess að skemta sér við 'knattleiki, en ekki til þess að heimsækja afhrök mann- félagsins úti um sveitir. En hvað hann var karl- mannlegur, en þó svo viðkvæmur! Hún nam staðar þar sem ofurlítil brekka var á leiðinni og lagði hend- ina á slitna gráa treyjuermi hans. Það var orðið framorðið þegar þau komu heim. Sidney sat á dyraþrepinu og beið eftir þeim. Wilson hafði komið yfir um klukkan sjö og hafði verið óþolinmóður vegna þess, að hann þurfti að vitja sjúklings um kvöldið og lofaði að koma snemma aftur. Hann hafði faðmað hana að sér í forstofunni og kyst hana, ekki á munninn, heldur á ennið og augnalokin. Hann hafði kallað hana konuna sína tilvonandi og verið hálf skönnmustulegur vegna tilfinninga sinna. Þegar hann var kominn yfir strætið hafði hann veifað hendinni til hennar. Christine gék'k til herbergja sinna og K. varð feginn að tylla sér á næsta þrep fyrir neðan það sem Sidney sat á. “Jæja, litli verndarengill, hvernig gengur alt í þessum heimi?” “Það hefir ýmislegt komið fyrir K.” “Hann rétti sig upp og leit á hana. Ef til vill var það vegna þess, að hún hafði tilhneigingu kven- mannsins, til þess að gera sem mest úr fréttunum, eða ef til vill, sem var Iíklegra, að hana grunaði að fréttirnar voru ekki kærkomnar, að hún dró á langinn að segja þær, lék sér að þeim. “Eg er komin í uppskurðarstofuna.” “Ágætt”- “Búningurinn er andstyggilegur. Eg er fram- úrskarandi Ijót í honum”. “Vafalaust.” Hann brosti til hennar. I augum hans var feg- inssvipur en augun voru spyrjandi. “Eru þetta allar fréttirnar” ? “Nei. Það er nokkuð annað, K.” Það leið nokkur stund áður en hann talaði. Hann sat og horfði fram fyrir sig, og það var alvörusvip- ur á andlitinu. Það var auðséð, að hann vildi ekki hevra hana segia fréttirnar, því þegar hann tók til m.áls, eftir nokkra stund, þá var það til þess að verða fyrri til en húji. “Eg held eg viti hvað það er, Sidney”. “,Þú bjóst við því, eða var ekki svo?” “Eg — það kemur mér ekki á óvart.” “Ætlar þú ekki að óska mér til hamingju?” “Ef að óskir mínar færðu þér nokkra hamingju, þá myndir þú hafa alla þá hamingju, sem heimurinn getur veitt þér.” Rödd hans var ekki vel styrk, en í augum hans var bros, er hann horfði á hana. “Á eg — eigum við að missa þig bráðum?” “Eg Íýk við námið, og gerði það að skilyrði.” “Svo trúði hún honum fyrir öllu: “Eg veit svo lítið, K., en hann veit svo m)ikið! Eg ætla að lesa og læra svo, að hann geti talað við mig um starf Vt. Það er það sem hjónábandið ætti að vera, samfélag hjónanna. Finst þér ekki það?” IK. kinkaði kolli. Honum hraus hugur við að líta fram í tímann, sem í hans augum var svo örlaga- þrunginn. 1 stað þess leit hann til baka, hugsaði til þeirra daga, er hann hafði stundum vonað, að eign- ast konu, sem hann gæti tálað við um starf sitt, starfið, sem hann unni, en sem var ékki lengur hans starf. Sú hugsun var honum til kvalar, eins og öll hugsun betta kvöld svo að hugur hans hvarflaði eitt aue'nablik til júníkvöldsins fyrir ári sfðan þegar hann hafði komið upp eftir strætinu og séð Sidney á samþ stað og hún var nú í skugga trjánna í tunglsljósi eins og nú var. Hann hafði verið afbrýðissamur, jafnvel það fyrsta kvöld. Þá hafði það verið Joe. Nú var það annar maður, eldri, djarfur, gáfaður og ófyrirleitinn. Nú var hann búmn að missa hana; hafði mist hana án þess að reyna að halda henni. Hann hafði ekki háð neina baráttu nema við sjálfan sig. “Man§tu, að það er næstum ár síðan þú komst hér fyrst upp eftir strætinu og sást mig hér?” spurði Sidney alt í einu. “Já, það er satt.” Hann reyndi að Iáta heyrast á málrómi sínum) sem hann væri forviða. “En hvað Joe var mikið á móti því, að þú kæmirhingað! Vesalings Joe! ” “Sérðu hann nokkurn tíma?” “Varla nokkurntíma núna. Eg held að honum sé miög illa við mig.” , “HVers vegna?” “Vegna þess — þú veizt hvers vegna, K. Hvernig stendur á því, að karimönnum er illa við þær konur sem elska þá ekki?” “Eg held þeim sé ekki illa við þær. Það væri iriiklu betra fyrir þá, ef svo væri. Það eru til menn sem reyna að hata konur þær, sem unna þeim ekki, eh þeir geta það ekki.” Sidney hafði ekki augun af háa húsinu á móti. Doktor Ed tók á móti sjúklingum það kvöld. Hún gat séð langa röð af fólki, sem var að bíða eftir að ná tali af honum. Menn og konur sátu hreyfingar- lausar og biðu með þolinmæði þangað til röðin kæmi að þeim, að komast inn í viðtalsstofuna. “Eg verð hinu' megin við strætið hérna,” sagði hún, “nær heldur ea eg er í spítalanum.” “Þú verður miklu lengra burt; þú verður gift”. “En við verðum vinir eftir sem áður, K. ?” Rödd hennar var eftirvæntingarfull og hún var dálítið undrandi. Hún var oft ofurlítið undrandi yf- ir honum þessa dagana. “Já, auðvitað.” En eftir dálftla þögn lengur varð hún alveg for- viða. Hún var orðin vön við að líta svo á, að hann heyrði húsinu til, jafnvel heyrði henni til sjálfri — Þykir þér mjög mikið verra þó að eg segi þér, að eg ætli að fara burt?” / “K.!” “Já, barnið mitt, þú þarft engan leigjanda lengur. Eg hefi þegið svo miklu meira en eg hefi borgað fyrir, jafnvel með þeirri smávegis hjálp, sem eg hefi getað veitt Harriet, frænku þinni. Þú ert farin burt og einhvern tíma áður en langt um Iíður, giftist þú. Sérðu ekki að mín er ékki þörf framar?” “Það er ekki þar með sagt, að þér sé ekki vel- komið' að vera.” “Eg fer ekki langt burt. Eg verð ávalt svo ná lægt að eg geti fundið þig — svo áð við getum fundist og talað saman um liðna tímann”, flýtti hann sér að bæta við. “Gamlir vinir ættu að vera þannig, ekki of nálægt hver öðrum, en samt nógu nálægt til þess að hægt sé að ná til þeirra f’ljótt, ef þess þarf með.” Hvert ætlarðu að fara?” “Rosenfelds fjölskýldan á heldur bágt. Eg var að hugsa um, að hjálpa henni til þess að ná í lítið hús einhversstaðar og leigja svo herbergi þar. Það stendur ekki á neinu nema húsgögnunum, sem þarf í það. Ef þau gætu útbúið það svo að dygði. Eg hefi ekki lagt neitt fyrir. “'Hugsarðu nokkurntíma um sjálfan þig?” hróp- aði hún. Hefir þú ávalt varið lífinu til þess að hjálpa öðrum. Ekki lagt neitt fyrir! Þó það væri nú ekki! Þú eyðir öllu handa öðrum.” Hún beygði sig niður og Jagði hendina á öxlina á honum. “Þetta verður ekkert heimili án þín, K.” Hann hefði ekkert getað sagt þá stundina, þó að hann hefði átt lífið að leysa. I huga hans reis upp óviðráðanlegur mótþrói út af því að verða að sleppa þessu bezta, sem lífið hafði honum að bjóða. Hann yrði að ganga með vonbrigðin í hjarta sín það sem eftir væri æfinnar, þótt hann þráði að fá að halda henni í örmurp sínum. Og hún var þarna rétt hjá honum, studdi hendinni á öxlina á honum og hann hefði getað lagt hendina á höfiðið á henni, án þess að hreyfa sig. “Þú hefir ekki óskað mér til hamingju, K. Manstu hvað bú sagðir, þegar eg fór í spítalann, og þú gafst mér litla úrið?” “íá,” sagði hann skjálfraddaður. “Viltu ekki segja það aftur?” “En það var kveðja”. “Er betta það ekki líka að nokkru leyti? Þú ætl- ar að vfirgefa okkur, og eg — segðu það, K.” “Vertu sæl, góða mín, og Guð blessi þig.” 23 KAPÍTULI. Trúlofun þeirra Sidney og Wilsons átti ekki að opinberast fyr en eftir eitt ár. Þótt Wilson þætti biðin löng, varð hann að kannast við, að þetta væri bezt. Margt gæti lagast á einu ári. Carlotta yrði þá búin að liúka við námið og yrði líklega búin að sætta sig við að kunningsskapur þeirra endaði. Hann ætlaði sér líka að láta hann enda. Hann ætlaði sér að efna hvert orð, sem hann hafði lof- að Sidney. Hann var ástfanginn í raun og veru, og ást hans var nú jafnvel Iaus við eigingirni — að svo miklu leyti sem honum var mögulegt að vera óeigin- gjarn. Það átti líka að halda þessu Ieyndu Sidney vegna. Það var ekki skoðað heppilegt í spítalanum, að hjúkrunarkonur trúlofuðst læknunum; það var ó- þægilegt og spilti réttum aga. Sidney var mjög sæl alt það sumar. Hún fann til mikillar ánægju í hvert sinn sem elsk-hugi henn- ar leysi eitthvert mjög vandasamt verk af hendi; roðnaði og hjatta hennar sló örar, þegar hún heyrði að honum var hælt; hún fann það á sér hvenær hann var nálægur. Hún bar hringinn, sem hann hafði gef- ið henni á örmjórri keðju, sem hún hafði um háls- inn, og varð fallegri með hverjum deginum sem leið. . Einu sinni eða tvisvar þegar hún var heima og fjær frægðarljómanum, sem hann stóð í, kom gamla hræðslan yfir hana. Myndi hann elska hana ávalt? Hann væri svb fríður og gáfaður, og það væru til konur sem væru ástfangnar af honum. Að minsta kosti væri það skrafað í spítalanum. Ef hún nú gift- ist honurn og Ihann þreyttist á henni. Hún var hrædd um að það gæti skeð, að það væri bara æska henn- ar og fegurð sú, sem tilheyrir æskunni, sem héldi honum. Og stúlkur sem höfðu komið í spítalann og legið þar, hver með sína raunasögu að baki, stóðu henni fyrir hugarsjónum. K. hafði hætt við að fara fyr en um haustið. Sid- ney hafði þrábeðið hann að yera og Harriet hafði á- réttað það með góðum, gildum bagsmunalegum rök- um. / “Ef þú ætlar að vera svo vitlaus og taka að þér Rosenfeldsfjölskylduna, þá er bezt fyrir þig að bíða með það fram í september. Tíminn til að taka menn í fæði byrjar ekki fyr en á haustin.” K. beið eftir hinum rétta tíma og gekk með sára gremju út af Sidney í huga sínum allan þann tíma. Johnny Rosenfeld lá enn í spítalanum og vár máttlaus fyrir neðan mitti. K. heimsótti hann oft. Sannleikurinn var, að Wilson hafði beðið hann að gefa nákvæmar gætur að honumj. “Segðu mér hvenær eg á að gera það”, hafði Wilson sagt, “og í guðs bænum hjálpaðu mér, þeg- ar að því kemur. Vertu við uppskurðinn. Hann treystir því, svo statt og stöðugt, að eg geti læknað sig, að eg má hreint ekki láta mér mistakast það.” K. kom þá daga, sem spítalinn var opinn heimsækj endum og fékk sérstakt leyfi til að koma á Iaugar- dögum eftir hádegi. Hann var að kenna piltunum 'að búa til körfur. Hann kunni það ekki sjálfur, en hann hafði fengið blindan mann til þess að segja sér til, og gat þannig verið ofurlítið á undan. Hinir sjúklingarnir veittu þessu hina nákvæmustu athygli. Það var eitthvað hálf hlægilegt, en þó svo þýðlegt við þennan hávaxxna, unga miann, sem var svo al- varlegur og svo óskiljanlega lipur með fingurna, þegar hann var að bregða tágunum. Fyrsta karfan var, semkvæmt fyrirmælum Johnny Rosenfelds, gefin Sidney. “Eg vil að hún fái hana,” sagði hann. “Hún fekk sigg á hendurnar af að núa mig fyrst þegar eg kom hingað og svo þar að auki — ” “Hvað!” sagði K. Hann var að hnýta mjög vandlega saman hnút og mátti ekki vera að því að líta upp. ‘Æg veit nokkuð”, sagði Johnny. “Eg ætla mér ekki að segja of mikið, en eg veit nokkuð. Gefðu henni körfuna.”

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.