Heimskringla - 23.01.1924, Page 1

Heimskringla - 23.01.1924, Page 1
Verðlaca gefb fyrir Coupooj ðendns «ftlr vertSllsta til a«y«l Crown Soap Ltd. 654 Maln St„ Wlnnlpeg. nmlinjtir ROYAV, CROWN Coupon* °g umbúSir ROYAt, CROWN SeodKS efttr veríUlHta tU Hoyal Crovvn Sonp Ltd. 654 Mnln St., Winnlpeg. XXXVIII. ÁRGANGUR. WINNIPEG, MANITOBA, MIÐVIKUDAGINN 23. JANÚAR, 1924. NOMER 17. Canada. Manitoba þingitS. Mánud. 14. jan. I>etta var fyrsti etarfsdagur þingsins. Menn voru seinir að taka til máls. Þingmenn- irnir mintu fryst í stað á hóp af likfylgdarfólki. 3>að var eins og cnginn gæti litið upp- Éftir eina klukkustund köstuðu þeir drung- 'anum af sér. Þá byrjuðu ræðu- höldin. Að þetta væru bágbornir tímar viðurkendu allir ræðumenn- irnir. “Þessir slðustu og verstu tímar”; “hvað bóndinn má horfast f augu við’'! “minkandi ^iðskifti Jandsins”; “skattahyrðin og álög- urnar”; “ástandið, sem stríðið er valdandi”. Þetta klingdi við í öll- um ræðunum. Samt héldu ræðu- wienn að ekki væri úti öll von. J5inn sagði ástandið hafa verið verra en þetta árið 1892; þá hefði lftig skort á að bændur hefðu etið skólivengi sína. En þá girtu þeir sig megingjörðum og óx ásmegin. Það bjargaði þeim- Svo myndi enn fara. Fyldi þeim orðum lofaklapp. Og ræðumaður saup'á vatni. Aðalræðurnar þennan dag fluttu Griffiths þingmaður frá Russell, bænda sinni, og Muirliead frá Nor- folk, einnig bændaflokksmaður og Norris, sem ekki kærir sig kollóttan þó kallaður liberali. Hinn fyrst nefndi lagði til að hásætis-ræðan væri samþykt. Muirhcad studdi tillöguna. Bæður þeirra beggja voru um ástairdið yfirleitt, og voru vel rómaðar. Norrist kvaðst ætla að styiSja stjórnina í hverju atriði, scm ncfnt væri í hásætisræð- unni. Hýrnaði þá yfir stjórnar- flokknum- Bætti Norris því við, að eina löggjöfin sem þar væri gert ráð fyrir, væri að koma á hlutfalls- kosningu í sveitum úti, og það mál etyddi hann með ánægju. Stjórn- arflokkurinn klappaði ekki fyrir þessu. Norris óskaði stjó'ninni til lukku i tilefni af kosniugasigri henna-. En margt fansf honum nú ftjó’i'in gera, sein hann sjálfur vildi gera þegar liann sat að völd- umj en flokkur'trænda þá var and- stæður. Margir áheyrendur voru uppi á lofti. Teygðu þoir úr hálsinum til þess að sjá hverju fram fór í þing- salnum niðri. Darwin segir að Gíraffinn hafi orðið hálslangur á þvf að teygja sig í lauf á háum trjám- Sé l>að satt, er ekki óhugs- anlegt, að hálslangir menn sjáist í Winnipeg um það leyti^ að þingi er slitið. Þriðjud. 15. jan. iBlaek fjámála- ráðherra sat í djúpum hugsunum yfir fjárhagsreikningum* fylkisins og var að leggja safan 2—3 og 5, er hann heyrði John Queen, leiðtoga verkamanna segja, að fjármála- ráðherran ætti að skammast sín iyrir að sýna tekjuafgang í reikn- ingi stjómarinnar, þegar svo marg- ir væru, sem ekki hefðu málungi inatar. Stjórnina sagði hann hugsa svo mikið um að spara, að hún gleymdi með öllu þeim sem bjarg- arlausir væru. ' Hann bar og sam- an siðferðið sem því væri samfara, að rneta eignarréttinn meira en réttindi einstaklingsins. Reis þá Black upp,' og kvað það ósannindi, að fyikið hefði tekju-afgang. Queen sagðist hafa lesið það í tdöðunum. Blaok sagðist ekki vita úm það, en það væri ekki cftir sér haft. Queen sagði það gleðja sig a® heyra, að stjórnin hefði engan tekju-afgang, og að það væri ekki með öllu vonlaust um sáluhjálp B'acks, skildist oss. Queen óskaði tingmönnum alls góðs, og var það Tel rómað af öllum nema einum ^’ngmanna, Bernier, en ástæðan fyrir því var sú, að hann svaf. Næstur Queen talaði séra Ivens. Bagði hann fjórar stórar bækur á væri. Allar greinar búnaðarins, jarðyrkjuna, gjriparæktina, sauð- fjárræktina, hænsnaræktina, bý- flugnaræktina og ótal margt fleira athugaði hann nákvæmlega og vakti mjög athygli á að haga yrði framleiðslu á þessu eftir sölu möguleikunum. Á vísinda og hag- fræðilegan hátt yrði að reka bún- að hér- Yar sá hluti ræðu hans, er um akuryrkjuna fjallaði einkar fróðlegur í þessu efni. Sagðist hann sjá á andlitum þingmanna, að þeir teldu þetta mál varla þess vert að tala um það á löggjafar þingi. En hann hað þá að minn- ast þess, að akuryrkjan ein væri tveir þriðju af ölluim viðskiftum þessa fylkis. Umræður um hana fyndist sér því eiga þar eins vel heima og pólitízkt flokksstagl. Var þetta ný kenning, en þingmenn viðurkendu sín á milli, að — þó Bracken risti ekki djúpt í stjórn- málum, vissi hann fjanda fjár um búnaðarmál. iDownes þ. m- í Winnipeg hafði stóran blaðabagga með sér útskrif- aðan með spurningum til stjórnar- innar uin hvernig vínsalan gengi, hvað nú væri búið að selja, hvað margar flöskur hefðu verið opnað- ar á nýársdag, hvort nóg væri til af tappatogurum eða hvort menn þyrftu að opna flöskurnar með hnífum,; einnig væri - fróðlegt að ^ita hverrar þjóðar þeir menn væru, sem með hnífi opnuðu þær. Stjórninni var annað hvort ógreitt um þessi svör, eða hún ætlaði sér I að svara þeim seinna. Einn stjórn- nýi mentamálaráðherra því til, aö ^ arsinni muldraði með sjálfum sér, j skýrsla su er birt væri, hefði ekki ^ ag grunnhygginn gæti spurt fleiri | verið látin í té af honum og liann ( spuminga á klukkustund, en vitur | œtti ekki sök á Því og bæri enga j maður gæti svarað á degi, við j ábirgð á henni. Fyrst svo væri, j hvað senl hann átti. kvaðst Haig ekki ætla að láta sig j þennan glæp ineira skifta og varð 1 hinn blíðasti á manninn. borðið, og leist þingmönnum ekki á blikuna. En bækurnar voru okki notaðar neitt móti þeim. Ivens talaði um hættuna af nautn opí- um, sem hér myndi brátt breiðast út, ef ekki væri strax við því gert- Nautn heilsuspillandi lyfja kvað hann mesta í Bandaríkjunum, og hingað myndi sú spilling berast. Ræða hans var fróðlegt yfirlit um þetta mál. i Miðvikud. 16. jan. Taylor leið- I togi coúservativa og þingm. fyrir J Portage La Prairie hélt klukku- I tíma ræðu. Hann er skemtilegur á að hlýða, en í þetta skifti þótti Væða hans mmna4)f mjög á ræðu flokks hans í síðustu aukakosning- um- Það var sem hann ætti erfitt með að gleyma þeim kosningum. Hann bar sakir á stjórnina fyrir að stofna ný ráðgjafa lembætti. Kvað l>að óþarft og aukakosning- arnar þar afleiðandi Honuin fanst lítill munur á liberala og bænda- sinna. En hann vonaði, að þekk- ing sú, sem Prefontaine öðlaðist meðan hann var conservative, kæmi ráðuneyti Brackens að góðum not- j um og velferð fylkisins. Næstur honum talaði Haig i j Winnipeg þingmaður og cohserva- tive flokksmaður. Hann gat ekki á heilum sér tekið vegna gremju út a£ breytiii stjórnavinnar. Hann I hefir lengi haft þann kvilla- 1 j þetta skifti stafaði gremjan af því, 1 að sjíýrsla frá mentamálanefnd var j birt í blöðuntnn, áður en hún kom I fyrir þingið. Svaraði Cannon, hinn i Því næst flutti Queen niðuriag- l ið á ræðunni frá þriðjudcginum. j Enn var það fjármála ráðherran; j sem hann miðaði á. Tók hann nú I textann úr biblíunni. Kváðp Skot- j ar gjarnir á það- Benti hann Black á orð mannsins frá Nazaret um að gleyma ekki að gefa sauðunum að eta, Sagði Queen að ekkjur og munaðai'leysingar liðu matarskort í Winnipeg. En á það liefði meist- arinn lagt mikla áherslu, að gefa hjörðinni saðningu. Black svaraði að ef Queen fýsti að fræðast um það hvaðan ékatturinn kæmi sem j þyrfti með til að fóðra hjörðiná, gæti hann það með því að kynna sér orð sama meistarans um það efni. Frekari skýringar gaf Black ekki og urðum vér því að fara og leita að þessu i bibiíunni. Hið eina sem þar var sjáarrlegt um þetta efni, var dæmi af manninum sem spurði hvaðan féð ætti að koma, sem með þyrfti, og honum var sagt, að taka öngul og kasta í sjóinn og leita eftir honum í kjafti fyrsta fiskjarins, sem hann drægi. En undarlega kom það oss fyrir sjónir, að blanda þannig saman ti'úarbrögðum, sköttum og fiskum- Bayley þingm. fyrir Assinboia bar upp frumvarp þess efnis, að þingirtenn ailir fengju að líta á gerðir stjórnarinnar í hinum ýmsu deildum hennar. Enginn “ studdi hað mál, en forsætisráðherra batið hverjum þingmanni. sem. væri að líta á og athuga gerðir stjórnar- deildanna eftir vild. Fimtud. 17. jan. Þetta var dag- ur Brackens, stjórnarformanns að halda ræðu- Áður höfðu allir leið- togar hinna flokkanna talað. Brackan talaði um hásætisræðuna eins og hinir, en í öðrum, og manni liggur við að segja æðra skilr.ingi. Hann mintist varla á stjórnmál. En um búnað talaði hann frá öll- um mögulegum hliðum. Kom hann ávalt að þvf, ag búnað yrði að ,gera arðsamari atvinnugrein en hann Haig krafðist að sjá bréf er stjórnarformanni og íylkisstjtóra hefðu farið á milli, og hann grun- aði að segði frá því, að samkomtu- i iag væri ekki gott milli þessara herra. Braeken kvað það heimug- logt er sér og fulltrúa konungs færi á milli. Haig hélt ekki- Verð- ur þetta síðar kapprætt. iS. J. Farmer og Tatiner verkam. 1 fulltrúar spurðu Bayley, hvernig á flótta hans stæði, og hvort hann i ætlaði að mynda nýjan óháðan 1 flokk? Og hvort sem hann teidi sig 1 af sama sauðahúsi og Hamlin? : Bayley neitaði að ný flokksmynd- I un væri á döfinni og sagði að hin- ir óháðu, þingmenn myndu haga sér sem sómam'enn- Verkamenn sögðu Bayley og Hamlin geta farið saman á “rabít-a”-veiðar en að öðru íleyti ættu þeir enga samleið. J Föstud. 18. jan. SanfoiH Evans talaði lengi um aukakosningarnar, sagði að það væri gott og vel að taia nm litia uppskeru(hjá bænd- um, en þess væri ei-nnig þörf að 'gcta, að uppskera stjórnarfarslegra vistmanna væri rýr, hjá stjórinni átti hann við. Hann sagði kjós- endur hafa sáð illa niður og því væri nú ávöxturinn eins og hann væri. Conservatíva-Stefnan bæri bezta ávexti allra stjórnmála- stefna og af fleiri af þeiim flokki vræru ijögigjafar nú gæfist eitthvað annað að lifta hér- Engin stjóm hefði verið hagsýnni og fram- kvæmdarsamari. Sumir kváðust muna enn eftir að eonservatíva- stjórn hefði verið hér við völd. Svaraði. Evans því þannig, að ef átt væri við það sem skeð hefði við fall Roblin stjórnarinnar, næði það ekki til flokksins nú og hefði aldrei náð nema til einstaakra manna. Undir eins og slíkt kom fyrir, kaus flokkurinn sér nýja fyrirliða. Og þá menn og flokk- inn yfirleitt væri ekki hægt að sakbera. Þegar stofnanir eða bankar mishepnuðust væri aldrei öllurn, sem við þær störfuðu, kent um það- Hvf væri þá slíkt gert, er conservatívar æ.ttu hlut að ‘máli? Ymsar holur þóttu Evans vera í hásætisræðunni. En með því, að framorðið var dags, lauk hann ekki við ræðu sína, en framhaldið kem- ur í byrjun næstu viku og svör gegn henni efalaust. Craig dómsmálaráðgjafi bar fram tillögu um breytingu á greftrunar- löggjöfinni. Spurði Taylor, hvort að hún snerti nokkuð stjórnina? Craig svaraði, að svo væri, því að tvær jarðarfarir hefðu. nýlega far- ið fram i Mountain og Carillon. Craig bar einnig upp frumvarp uiu breytingu á “Moratorium” eða gjaldfrests lögunum, en því máli ef fckki iokið- Þingið tók sér hvíld til mánu- dagskvöidsins. l>ctta er auðvitað ekki löng frá- .sögn af gorðum' þingsins fyrstu vikuna. Og á margt fleira mætti minnast. En í þetta skifti nennir maður ekki að binda hugan lengur við það. Og svo heimtar prentar- inn handritið, og það hefir meira að segja, en það sem framfer á þinginu. v Sambandsþingið. Það kemur sauian 28, febrúar n. k. Stendur það eflaust iengi yfir- Kjördæmaskipunin, bankalögin, tollmáiin, skattar, stjórnarrekst- urs kostnaður og lækkun lands- skuidarinnar, eru að minsta mál, sem lengi verða kapprædd. Sum blöð í AusturtCanada hafa farið fram á, að nú þegar sé gengið að gerðu rá'ði iraeð að lækka skuld landsins, sem er yfir tvær og hálfa ir.iij n iim 25% á næstu 4 árum, sern er auðvitað gott og blessað , ef meira verður úr, en þegar mlýsnar ætluðu að hengja bjölluna á kött- Inn. Ólögleg kosning. .Kosning1 eins þingmanns bænda og verkamanna í Ontariofylki, hef-ir verið dæmd ólögmæt vegna þess, að 20 manns greiddu atkvæði ,i kjördæmi hans, sem ekki áttu heima á kjörskrámni; voru ekki búnir að vem nægilega lengi í kjördæminu til þess. Karl Homuth hét þingmaðurinn og með því að honum er ekki kent um óreglu þessa, fær hann aftur að sækja þegar aukakosning verður, en við henni. er ekki búist fyr en eftir næsta þing. Ontario fylkisþingið keníur saman 8- febrúar. Atkvæði þessara manna féllu í hlut þessa afturrekna þingroanns, en hvemig menn vita það, er hálf undarlegt. Fylkisreikningarnir. Fjárroálaráðherra Black leggur fylkisreikningana fyrir Manitoba- þíngið í dag, ef umræður um há- sætisræðuna verði því ekki til fyr- irstöðu. Er búLst við heldur betri úttkoniu en áður í þeim. Til dæm- is er sagt, að símakerfið hafi í hreinan ágóða rúmar $40,000. í ár. Frekara hefir ekki verið hægt að fræðast um reikningana. Lemieux ráðgjafaefni. Rodolphe Lemieux, þingforseti Kingsstjórnarinnar er sagt að hljóta muni dómsmálaráðherra- stöðuna, Hann var póstmálaráð- herra í Lauriers tíð og hefir setið á þingi 25 ár. Eitt sinn var sagt, að honum væri ætluð sendiherra staðan í Washington, og sé svo enn verður hann ekki í þetta embætti skipaður nema til bráðabirigðar. Sykurverð. Blöð frá Ontario segja sykur þar nýlega hafa lækkað í verði um IVz cent pundið, ef í 100 punda pokum sé kcypt. Ekki höfum vér orðið varir þessa hér annarsstaðar en í blöðunum- Nýi fylkisstjórinn í Queibec. Sá, er fylkisstjóra stöðuna í Que- bec hlaut, að Brodeur látnum, heitir Narcissa Peredeau. ----------------0---------------- Onnur lönd. Verkfall hafið. Verkfallið, sem áður var getið um að yfirvofandi væri á Eng- landi, er byrjað- Um 70,000 vél- fræðingar og kindarar á járnbraut- um hættu Vinnu s. 1, mlánudag. Lestir ganiga þvf hvergi á Eng- landi svo teljandi sé. Orsök verk- fallsins var kauplækkun, sem járn- brautaeigendur þröngvuðu á þjóna sína nýverið þrátt fyrir öll ipót- mæli verkaroannafélaganna Og hót- anir um að gera verkfall. Alvarlegar kærúr. Alvarlegar kærur hafa verið hornar á stjórnendur sjóhersirrs í Bandarfkjunum, fyrtir óreiðu á kaupum og sölu olíu til hersins. Er talið liklegt að stjórnendumir verði að segja af sér- Hefir rann- sókn staðið yfir í málinu og koma atriði þar til grena sem haldið er að mjög spilli fyrir republika- flokknum og þá um leið fyrir Coolidge forseta við í hönd far- andi forseta kosningar. Hveiti tollurinn. Til mála hefir komið, að Banda- ríkin myndu hækka tollinn á hveiti frá Vestur-Canada enn um 50%, cða úr 30 centum á búshelinu, sem hann er samkvæmt Fordney — McCumbcr tolllöigunum, upp í 45 cents. Forsetanum cr leyfilegt að gera þetta, ef þörf krefur, og nefnd sem rannsakaö hefir það efni, leggur til að tollurinn sé hækkaður. Úr bænum. Einar Þorgrímsson, sem dvaliS hefir um nokkur ár í þessum bæ, hélt s. 1. miðvikudag af stað suð- ur til Bandaríkjanna. Förinni var fyrst heitið til Chicago. Bjóst hann við að dvelja syðra, ef atvinnu væri þar hæ/gt að fá, sem auðvelt ætti að vera fyrir Einar, svo góð- um hæfileikum sem hann er búinn- ; Óska vinir hans honum hér góðs gengis. Ungfrú Halldóra H. Bárdal Irá | Wynyard, Sask., kom til bæjarin* i og stundar nám á listaskóla hér í ■ vetur Ungmennafél. Sambandsafnaðiar heldur fund n. k- föstudagskvöld. Er þangað boðið leikmannfélaginu, stúlknafél., kvenfél., og safnaðar- nefndinni, auk allra félagsmanna sem að sjálfsögðu eiga að sækja fundinn. Á Frónsfundi s. tl- mánúdagskT. var tólf inanna nefnd kosin til þess að standa fyrir samkom* þeirri er deildin Frón heldur í sambandi við Þjóðræknisþingið. -0- Síðustu fréttir ■ Verkamenn tóku við völdum á Englandi í gær- Ramsay Mac- donald stjórnarformaður. Philip Snowidch fjármálaráðgjafi. Zíons hreyfingar. Munu Gyðing- ar eignast Palestínu einu sinni enn? Hlvað segir biblían un» þetta efni ,sem svo mikið er ritað og talað um á þessum tíma? Þetta verður hið fróðlega umræðuefni f kirkjunni á Alverstone strætinu, 603, sunnudaginn 27. jan., ki 7. siðdegis. — Allir boðnir og v*l- kQmnir- — Virðingarfylst , DAVÍÐ GUÐBRANDBSON. , Nikolai Lenin, forseti Rússlands dó s. i. mánudagskvöld af slagi. Fregnin af iáti hans mun í þetta sinni vera sönn, þvf bæði fiuttu dagblöðin í gærkvöldi ágrip af æfi hans og greftrunar daginn. WONDERLAND. “A Táilor Made Man”, sem Char- lie Ray leikur í og sýnd verður á Wonderland á miðvikudaginn og fimtudaginn, er einn af þeim allra skeiptilegustu skopleikjum, sem þú hefir séð. Og leikarinn er hvergi 1 essinu 'sínu, ef ekki þar. Á föstu- dag og iaugarlag, er ‘The Rustl* of Silk” sýnd og eru leikendur Betty Comþson og Conway Tearle. Leika þau afbragðsvel og útsýni á mynd þessari er hið fegursta. NæSffi viku eru tvær myndir ágætar: “Wandering Daughters” og Tht Custard Cup”. Hinar myndirnar eru “Pawn Tioket 210”, eftir Shir- | ley Mason, o- fl., og eru mjög ' skemtilegar. SOSCOSSOSCOSðeGCOSOSOeOOOSOSOOðCOðSOOSOSOðOSðððOK AÐALFUNDUR hluthafa The Viking Press, Ltd. verður haldinn á skrifstolu fé- lagsins, 853 Sargent Avenue, Winnipeg, íimtndaginn 24. jan | úar 1924, byrjar kl. 3 e. h. | Aríðandi málefni liggja fyr- I ir fundinum. S. Thorva/dson forseti R. Petursson ritari <e0O9QQ0S0ðQOSQQ0O!>SQG060Q6Qð09MðeCðeei

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.