Heimskringla - 11.06.1924, Blaðsíða 7

Heimskringla - 11.06.1924, Blaðsíða 7
WrtWIPEG, 11. JÚNJ, 1924. iEIMSKRINGLA 7. BLAÐSIÐA «■—--------------% The Dominion Bank HORNI NOTRE DAME AVE- SHERBROOKE ST. Höfuðstóll uppb.........$ 6,000,000 Varasjóður ..............$ 7,700,000 AUar eignir, yfir ... .$120,000,000 Sérstakt athygli veitt viðskift- um kaupmarma og verzlunar- félaga. Sparisjóðsdeildin. Vextir af inmstæðufé greiddir jafnháir og annarsstaðar við- gengst. PHONE A 9253 P. B. TUCKER, ráðsmaður. ----------------------— Alríkissýoingin breska (Framha'ld írá 3. sf5u) En þó gera menn ráð fyrir, að sýn ingin mun borga sig, bæði beiniín- is iog óbeinlínis. l>eir, sem) varleg- ast hafa áætlað gestafjöldann á sýn ingu þessari, telja, að um 25 miljón ir manna muni sækja hana. Og af beirri mikla fjölda verða vitanlega fjöldamargir útlendingar, sem skilja miikla peninga eftir í landinu. Þegar komið er inn á sýninguna og farið um aðalinnganginn verður tfyrst fyrir skrautlegur blómagaður, en þá taka við tveir stærstu sýning- askálarnir, vélasýningin á vinstri hönd, en iðnsýnmgin á ihægri. Pyr- ir handan iðnsýninguna, f útjaðri sýningarsvæðisins, er listasýningin, og þar nálægt sýningarskálar Nýja- Rjálands og Malaja. 1 beinu áfram- haldi af iðnaðar- og vélasýningar- skálunum korna byggingar Astralíu og Canada, báðar stórar og íburð- armjklar, en þá tekur við íþrótta- völlurinn. Er hann taiinn vandaðri «n nokkur íþróttavöllur annar í heimjnum og fullkomnari ©n fþrótta völlur Olympfuieikanna í París. Rúmast þar 125 þúsund áhorfiend- ur, og verða fþróttasýningar þar að etaðaldri. í*au mannvirki, sem nú hafa ver- ið nefnd eru öll á vesturhelmingi eýningarsvæðisins. En fyrir aust- an þau taka við sýningar annara lýðrfkja og nýlendanna. Eru þar stærstar sýningarhailir Indlands og Suður-Afríku, en auk þeirra eiga þessar nýlendur skála þar: Nigeria, Guilströndin, Maita, Burrnah, Aust- ur-Afríka, Vestur-Aifríka, Ceylon, Hongkong, Bermudaeyjar Vestur- Indíur, Guayana, 'New-Poun<dtap< 1, Palestína, Cyprus og Eiji-eyjar. — Austast á sýningarsvæðinu er Istjórnráðshöllin; eru þar sérstök hýbýii fyrir konungsfóikið, og þar hafa ráðuneytin sýningar á því helsta sem undir þau heyrir. I>ar Rýna flotamála- og iofthemaðar- fáðunoytin heræfingar f suiáum stfl og verða þar sýningar á ýrnsun: sögulegum orustumi og viðhurðum. Par verða eftinmiyndir af ihinum ýmsu flugvólagerðum sem herinn notar, og auk þass flugvélar í fullri etærð og herskip, faibyssur og víg vélar. Á sýningin að gefa hugmynd nm þroska enska hersins frá rpp- hafi tii vorra d)atga. Á sýningu þessari ©r m.a. risavaxið upphleypt jarðlíkan, og með ijósum verður sýndur daglega vöxtur airfkisins. Par sýnir verzlunarmiálaráðuneytið aðalleiðir hriesku heimsverzlunar- innar; póststjórnin iframfarir í póst- ílutningum og sím|þj6nustu; heil- hrigðismálaráðuneytið framfarir læknisvísindanna; landbúnaðar- ráðuneytið hefir þar yfirgripsmikla sýningu, og niámustjómin sýnir mieð fullkomnum hætti námu gröft o. s. frv. Kgl vísindafélagið hefir einnig öfarfjölbreytta sýningu vísindaiegs eðlis.—Þarna verða ennfremur sýnd ör ikvikmyndir frá morgni til kvölds! fil frekari útskýringar því, sem fyr- ir augun ber á sýningunni. ÍMeðal þess sem sjá mlá á sýning- hnni er mjög nákvæm eftiriíking af 8röf Tutankhamens Egyptalands- itonungs. Ibað er orðtak sýningarnefndar- innar, að sá, sem komi f Wembley Park fræðist um meira á 1 viku en sem ferðast úr einni heimsálifu i aðra f mörg ár og nokkuð mun vera til f þessu. A sýningunni er l'öð einmitt dregið fram, sem mlest oinkennir hverja þjóð um sig, svo hð áhorfandinn nýtur vel þess sér- ^onniloga. — Á Hiongkong sýning- unni blasir við honum nákvæm eft- irmynd af kínverskri götu, þar sem Kínverjar verzla með vörur sínar. Hann getur gengið inn í kínverskt veitingarhús og neytt þar þess, sem Kínverjar neyta. Á þessari sýningu eru 175 Kínverjar. I>aðan gengur gesturinn inn f strástofu Nigeríu- svertinglja, og Isíðan til NýjabSjá- landssýningarinnar og fær að sjá þar siði og 'háttu Maorimanna. Ind- verski sýningarskáilinn er nákvæm oftirmynd frægrar byggingar aust- ur í Agra á Indlandi, mleð 100 feta liáum tumum og súlnagönguan. Þar kynnist maður iistum Indverja, málmsmíði* listvefnaði, útskurði f tré og fílabein, sem frægt er orðið um víða veröld, og viðburðir úr sögu Indverja veða sýndir í eftirlík- ingum. Og mœtti þannig lengi telja. Canada og Ástralfa hafa stærat- ar sýningar allra lýðríkjanna. — Munu ýmsir kannast við sýningar- höllina OJympia f London, en sýn- ingarskáli Ástraiíu ©r stærri en hún Áströlum er ekki nóg að sýna á fullkominn hátt afurðir lþþdsins, lifnaðarháttu og þjóðsiðu, heldur hafa þeir ©innig með ærnum koistn- aði flutt jurtir og tré sunnan úr Ástralfu og gróðursett á sýningar- svæðinu, og þar gengur Ástralíufé á beit. Ilið sama hafa Canada- menn gert. Þeir hafa einnig mjög ifjöiskrúðuga námuiðnaðarsýningu, og landbúnaðarsýning þeirra er tal- in stórkostlegri en nokkur fyrri sýn ing í þeirri grein. Pyrir kaupsýslumanninn munu þó iðnaðar- og vélasýningarnar verða eftirtektarverðastar. Bómull- ariðnaðarsýningin tekur yfir 32 þús. ferfet, og eru þar sýnd öli stig bóm- Ullar iðnaðar, alt frá því að bómull in ^ex og þangað til hún er orðin fullunnin vara. — Nefnd manna í Bradford, heimkynni ullariðnað- arins enska hefir séð um ullariðju- sýninguna, og tekur hún yfir 15 þús. ferfet. En umfangsmestur á þessari sýningu, er þó keoniski iðnaðurinn. Á vélasýningunni gefur að líta all- ar þær vörur, sem unnar eru úr imálmi. Þó gera megi ráð fyrir, að sýn- ingin hafi svo margt að bjóða, að gestir hafi ekki um annað að hugsa meðan þeir dvelja þar, hefir þó ver- ið séð fyrir almennum skemtunum jafnframt. Á eýningarsvæðinu er sérstakur skemtigarður, daiissalir, hljómhallir og annað það, sem auga og eyra girnist. Meðal hljómleik- anna má nefnda nokkra kóráiljóm- leika þar seim 10 þúis. manns syngja og 500 manna hljóðfærasveit leikur. Meðan á sýningunni stendur verða ennfremur haldnar ýmsar meiri háttar ráðstefnur, með fulltrúum frá öllum þjóðum alríkisins. 'Bretar hafa með isýningu þessari viljað sýna öllum heimi, að engin þjóð standi þeim framiar, og þeim hafi tekist þetta svo vel, að sýning- in ha.fi orðið umfangsmeiri en sýn- ingar þær, sem allar þjóðir heimis- ins eða flestar leggja sinn skerf til. Breska sýningin er stærri en lieitns- sýningarnar. Til eflingar samstarfi bresku ríkjanna er sýning þasei til ómentanlegs gagns. En út á við hef- ir hún eigi minni þýðingu. Hún færir öllum heiminum sanninn um, að Bretar standa í verzlun og iðn- aði framar ölum þjóðum. Jslendingar, sem fara til Eng- lands f sumar imunu vissulega ekki láta undir höfuð leggjast að sjá þessa sýningu. Hún gefur mönnum tækifæri, sem máske aldrei gefist jafngott aftur, til þess að ajá mörg ríki veraldarinnar og þeirra dýrð, ón þess a ðleggja ó sig iferðalög heimsálfu úr heimsálfu. Og kaup- sýslumönnum er það vitanloga beinn hagur að koma á sýningar eem þessa. Sýningin stendur í alt sumar og lýkur ekki fyr en f október í haust. (‘'Morgunbl.”) ------------0------------- “Bölsýnismaðurmn”. Þú segir mér, bróðir, að ekkert sé að, með allskonar dæmum þú skýrir mér það og bendir á sumar og sólu; þú sérð ekki hélu né skúrir né ský né skaðvæntan þistilinn vellinum í, en einungis fiífil og fjólu. Þú kalilar það heilbrigt að hafa þá sjón, er helminginn lítur — þú telur þá flón, er gefa því gaum eða auga, að mannfélagstúnið er rotið f rót; og ræður, sem fjalla um einhverja bót, þú álítur óiheilladrauga. Þú helzt vildir brenna hvern ‘böl- sýnismann”, sem blett eða hrukku á heiminum fann og raskaði ró þeirra kindia, sem þú hefir hundreknar hnept inn í krð og haldið í myrkri unz ljósþráin dó og unt var þær allar að binda. Þú fagnar ef skyn er í fangelisi bygt, þér ifinst það alt grýla, sem stendur ei kyrt, þér býður við hugsun og hreyfing þá væri þér lífið í sannleika sælt ef sæirðu freilsið að eilffu ibælt og andlega ailsherjardeyfing. Þú talar nm ánægju eining og ifrið, en eining í hverju? — ég skýringar bið; hvort er það þá, vinur þinn vilji, að lamibið sé spakt meðan ljónið er grimt? Þú lítur það aldrei, þótt stundum sé dimt og sólina hagiskúrir hylji. Nei, kyrðin og dauðinn þau haldast i hönd, en hreyfing Og líf .eiga samtvinnuð bönd, sem aldrei að eillfu -slitna; það “bölsýnismiennirnir” byrjuðu flest, sem bygt var í heiminum traustast, og mest um hugsun og héilbrigði vitnar. Þvi hamingjan blessi hvem ‘höl- sýnismann” og bæti hvert einasta gat, er hann fiann á mannlífsins margrlfnu flíkum, en drepi það andlega óargadýr, sem ólyfjan banvænni hvervetna spýr og lifir á hálfrotnum líkum. Þefr foringjar lyftu’ ekki heimln- um ’hátt, er hikandi, svefneiskir fetuðu smátt sem lötrandi, latrækir uxar; nei, ljósið á mannkynsins fram- sóknarferð og frumtök í andlegri þjóðvega- gerð á sá einn, sem hreyfist og hugsar. Það var ekki klerkurinn klæddur skraut né kóngur, sem ruddi sér einveldis- braut, er sjálfstæði götuna greiddi; því hvar sástu uglu, sem heimtaði ljós? og hvar sástu griðung, sem tróð ekki’ á rós, er vorið ó brautir hans breiddi. Nei, bóndinn í peysunni hoginn við Plóg, sem brauðið með striti og harð- fiengi dró til nautnar úr náttúrugreipum, en sá það sitt einasta erfiðisgjald að offyUa þjóðstolið höfðingjavald og reyrast í kúgunarreipum. Og þjónninn, frá mlyrkri til myrk- urs er vann til matar — því sulturinn kúgaði hann til hlýðni við háborinn níðing, sem grátandi’ á helguim í guðshúsi sat, en grátstunur bróður síns vettugi mat og möglendum hótaði hýðing. Já, bóndinn og þjónninn, sem þektu það bezt hve þrekið var lamað af andiegri pest, þeir hófu þær hugsjónaleiðir, sem enda’ ekki fyr en við áfanga þann hvar alt verður miðað við starf- andi mann, en letingjum lögmálið eyðir. Og “bölsýnismaðurinn” það verður þá sem þjóðirnar tigna og ibent verð- ur á, af honum var hornsteinninn lagð- ur; þó skilja það flestir að fátt verð- ur bætt og fúasár heimsins ei skorið né grætt ef aldrei er sannleikur sagður. Sig. Júl. Jóhannsson. -xx------— Sitt af hverju. Eftir Eyvind. Það var einu sinni í vetur, að rit- stjóri Lögbergs var að fárast um það, hvað fáir skrifuðu í blöðin. Hann sagði það ofraun fyrir rit- stjóri Lögbergs var að fárast um aði á bændur og búalýð til lið- veislu. Því hefir mér dottið í hug, að verða við þessari bón, og senda blaðinu línur, en það verður “sitt af hverju”, því gömlum og mentun- arlausum bændum lætur ekki að skrifa langar ritgerðir um stórmál. En blöðin eru full af rusli hvort sem er, svo lítill vandi er að leggja í þann sjóð. — Það væri annars þörf á því, að blöðin okkar íslenzku tækju fram- förum. Þau hafa verið dauf og ein- hiiða í seinni tíð. En sízt er umbóta von, að skora á bændur að bæta þau. Nær væri að skora á menta- menn okkar, sem við eigum svo marga, og vel lærða, eftir því, sem af er látið. Það eru þeir sem ættu að fræða okkur ómentuðu menn- ina og gera blöðin fróðleg og skemtileg. En það er svo sorg- lega fátítt að nokkuð sjáist frá þeim í blöðunum. Læknar ættu að rita um héilbrigðismál á líkann hátt og Steingrímur Matthíasson gerir heima. Lögmennimir gætu frætt okkur |urai ma'rgt sem, löjgum og réttarfari við kemúr. Búfræðing- arnir um búnaðarmiál og svo frv. En cnginn þessara manna ritar nú í -blöðin, og eru þó til vel færir rnenn, og þeir margir af ölium þess um iflokkum. Prestarnir eru þeir einu, sem stundum láta á sér bera, en því miður eru það oftast trú- máladeilur og ádeilugreinir sem frá þeim koma, en slíkar ritg-erðir vekja oft fremur sundurþykkju og þrætur, en góðar og -göfugar hugs- anir. Þið ættuð ritstjórar góðir, að semja við vel færa mentamenn um, að senda ykkur fræðandi ritgerðir f blöðin. Það mundi auka blöðun- um vinsældir, og spara ykkur ómak að tína saman ómerkilegt fréttarusl úr dagblöðunum. Eg býta við, að þú segir, að nógu hafi blöðin verið fjörug nú í seinni tíð og vitnir í blaðad-eilur þeirra séra Rögnvaldar Pétursisonar og Jóns Bíldfielis. Yíst var hún fjörug, en lítið gott hygg eg af henni leiða. Hún kastar fremur skugga á háða hlutaðeigendur, því báðir hafa far- ið lengra en 'góðu hófili ^gegndl Enginn verður stórum fróðari eiftir lesturinn, nema eí vera skildi um það, sem finna mlætti höfundunum til foráttu, því óspart hafa þeir sagt hvor öðrum til syndanna. Og það er hætt við að deila þessi geri fremur að spilia en bæta milli Aust- ur- og Yestur-íslendinga, og er það illa farið. En nú er þetta mál að vonum út- rætt. Þá kemur annað deilumál milli ykkar ritstjóranna. Það er mér ekki eins ilia við, enda þótt það kunni að Æara fullangt áður en iýk- ur. Það er opinbert mál, sem fróð- kgt er að sjá ritað um frá báðum hliðum. Og þó þið kynnuð að fara full-langt f sókn og vörn, þá er það gömul og ný saga, þegar tveir deida. Pólitiskar deilugreinir, eru oftast fræðandi, ef maður lee þær frá báðum hliðum, og ber samhn og skilur eftir öfgarnar; en löng- um eru þær skaðlegar ef maður les ekki nema aðra hliðina eins og sum hættir við. Þó eru þeir menn vanalega kallaðir “góðir flokks- menn”, f pólitfk hér á landi, er ald- rei hugsa neitt sjálfir en samþykkja blindandi það sem foringjamir segja. En svo fer alt út um þúfur á þing- inu í vetur. Um orsakirnar til þess vitum við, sem fjarri búum, ekki með vissu; en mestar lfkur eru til að d-eilan milli séra Rögnvaldar Pét- urssonar og Bíldifells hafi valdið svo mikilli æsingu í Winnipeg, a'ð flokkarnir hafi ekki getað unnið saman. Þetta er mjög illa farið, því nú sýndist komið á góðan veg með að félagið gæti unnið gagn. Það er verkefni fyrir ykkur leið- andi mennina, að jafna þann ágrein ing, og koma á einlægni í þessu -miáli. Nóg eru tækifærin, þó þetta mál gangi undan. Daufar fréttir frá Sambandsþing- | inu um undirtektir þess með Hud- son Bay brautina. Hvernig stend- ; ur annars á því, að blöðin hafa ekki | flutt neinar ákveðnar fregnir um svör þau er sendinefndin fékk, s?m austur fór. Það er 'eins og enginn þori að tala upphátt um það mál. Ski-ldu vesturfylkin þola það með þögn og þolinmæði, að það mál sé lagt til sáðu, og kröfum þeirra að engu sinnt? Þið ættuð að halda þvf máli vakandi, blaðam-ennirnir, þvf það er mál, sem fjöldinn lætur sig miklu skifta. For Asthma Duriog Winter llmiiirMimlrK læknlxnttfer'ft, mem komift hoflr tll bjar^ar Asthnin- Njúklini;iiin ofc Mtöftvar verntu köMt. — Sendu f tlaK eftir ö- keypÍM lækninvru. Ef þú þjáist af afskaplegum Ashma-köstum. þegar kalt er og rakt; ef þú færft andköf eins ogr hver andardráttur ætlafti aft verfta þinn síftasti; láttu þá ekki hjá lífta, aft senda strax til Frontier Asthmb Co. og fá aft reyna ó- keypis undralækningu beirra. í»aft skiftir engu máli hvar pú býr, efta hvert þú hefir nokkra trú á nokkru meftall hér á jörftu; gerftu þessa ó- keypis tilraun. Hafirftu þjáftst alla æfi, og leitaft ráfta alstaftar þar, sem þú hélst aft duga myndi & móti hinum hræftilegu Asthma- köstum; ef þú ert orftinn kjark- og vonlaus, pá sendu eftir þessu meftali. í»aft er eini vegurlnn fyrir þig, til aft fá vltneskju um, hvaft fram- farirnar eru aft gera fyrir þig, þrátt fyrir öll vonbrigftl þín 1 leit þinni eftir bjargráftum gegn Asthma. Gerftu þessvegna þessa ó- keypis tilraun. Gerftu hana nú. Vér auglýsum þetta, svo aft hver sjúklingur geti notift þessarar framfara-aftferftar, og byrjaft ó- keypis á þessari læknisaftferft, sem þúsundir manna nú vifturkenna aft vera mestu blessunina, sem mætt hefir þeim á lífsleiftinni. Sendu miftann í dag. Frestaftu því ekki. FREE TRIAIi COIJPON FRONTIER ASTHMA CO., Room 607 B Niagara and Hudson Sts., Bu^ralo, N. Y. Sendift ókeypls lækningaraftferft yftar 111: HEIMSINS BEZTA MUNNTOBAK COPEN HAGEN & C?PftfHÁGÉf% ' 5nuFk * Hefir góðan keim Munntóbak sem endist vel Hjá öllum tóbakssölum. Það lítur illa út mleð Þjóðrækn- isfélagið okkar. Við vorum fagn- andi yfir því bændumir, þegar það var stofnað, að það mundi verða sú taug, sem bezt gæti tengt sam- an alla flokka í þessu landi. Þetta leit mjög at©1 út í byrjuninni. Péiags- stjórnin var skipuð mönnum úr öll- um floikkum, og fram að þessu ári hefur ekki annars orðið vart en að samvinnan væri í góðu lagi. GAS OG RAFMAGN JAFN ÓDÝRT ÓKEYPIS INNLEIÐING Á GASI f HÚS YÐAR. Við höfum ágætt úrval af gaseldavélum, sem við ábyrgjumst að þér verðið ánægðir með. Gefið auga sýningu okkar á Gas-Vatnshitunartækj- um og öðru. WINNIPEG ELECTRIC CO. Á FYRS7A GÓLFI Electric Railway Charnbers. KOL! - - KOL! HREINASTA og BESTA TEGUND KOU. b*Si til HEIMANOTKUNAR og fyrir STÓRHÝSI. Allur flutningur meí BIFREIÐ. Empire Coal Co. Limited 603 Electric Ry. Bidg. Simi: N 6357—6358. CMc«- Nýjar vörubirgðir Timbur, Fjalriíhir af »lum tegundum, geirettur og aUa- konar aSrir strikaðir tiglar, hurSir og giuggar. Komið og sjáií vörur. Vér erum *etfð fúsir að sýna, * ekkert *é keypL The Émpire Sash & Door Co. L i m i t e d HENRY AVE. EA15T WINNIPEG

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.