Heimskringla - 09.07.1924, Side 1
VERÐLAUN GEFIN FYRIR
COUPONS OG UMBUÐIR
ROYAU,
CROWN
SendiT! eftir verlSlista til Royal
Crown Soap Ltd., 654 Main St.
Winnipeg.
VERÐLAUN GEFIN FYRIR
COUPONS OG UMBÚÐIR
ROYAt,
CROWN
SenditJ eftlr verSIista tll Royal
Crown Soap I.(d„ 654 Main St.
Winnipegr.
XXXVIII. ARGANGUR.
WINNIPEG, MANITOBA, MIÐVIKUDAGINN
9. JÚLI. 1924
NÚjV|ER 41
Frá Ottawa er símað, að W. F.
MacLean, frá York Soufch, liafi í
hyggju að leggja fyrir \þingið, að
skora á brezka þingið, að endur-
Læta Norður Amerfku stjómar-
skrána (British North American
Aict) þanig, að Canada 'fái sjálf rétt
til þess að breyta stjórnarskrá
sinni. Hefir MacLean hugsað sér,
að það færi fram á þann hátt, að
endanlegur meirihluti verði að fást
í báðum deildum sambandsþings-!
ins.
Ástralía hefir nú þegar fullan
xétt til þess að þreyta stjórnarskrá (
sinni, og er vitanlega ekkert sann- |
gjarnara en eð Canada fáj þann
rétt líka.
Frá Ottaw a er símað 3. þ. m., að
uefnd sú, er sett hefir verið til þess
að íhuga C. N. R. og kaupflota rík-
ísins. hafi í áliti sínu skorað alvar-
lega á stjórnina, að gera alt sem í
hennar valdi sfcendur, til þess að
lækka flutningsgjald á stórgripum
til Bretlands, og þar að auki að
greiða fyrir flutnipgi á kældu
kjöti sömu leið. Bendir nefndin á,
að skip þau, er kjöt flytja frá Ar-
gentínu til Bretlands, hafi 15—30
sinum meira frystirúm, en þau
fjögur stjórnarskip, er í Bretiands-
förum eru og kælirúm hafa. Er þá
og ekki að undra, þó lítið sjáist á
brezkum markaði af þeim land-
búnaðarvörum canadiskum. sem
kæligeymslu þurfa landa á milli.
Má það ekki lengur svo argvítug-
lega til ganga.
Um miðnætti á sunnudag gekk
Crows Nest Pass samningurinn,
um flutningsgjald á járnbrautum í
vesturfyikjunum, aftur í gildi. Kom
það af sjálfu sér, þar eð þingið
gerði ekkert til þess' að skjóta hon-
um á frest, en fimtudagurinn næst-
ur á undan var siðasti dagurinn,
sem hægt vár að fitja upp á lög-
gjöfinni í því efni. En i þinginu
hefir alveg verið hljótt um það
síðan. Uað er eftirtektarvert f
þeessu sambandi, að sama dag og
útséð var um þetta, fimtudaginn,
hófu stuðningsmenn C. P. R. í öld-
ungadeildinni (senatinu) Ahlaup
það, er leiddi til slátrunar á hlið-
arlínum C. N. R. — Crows Nest Pass
samningurinn var gerður við C. P.
R. árið 1897.
Frá Calgary er símað 7. þ. m., að
félagsmenn hveitisamlagsins í Al- j
berta muni fá 2% cents meira fyrir i
hveiti sitt en þeir bændur, er utan
félagsskaparins standa, samkvæmt
skýrslu frá W. H. Wood. Samlags-
verð er $1.02 fyrir Norbhern No. 1,
en meðalverð er utanfélagsmenn
fengu, var 99% cent.
Bracken forsætisráðherra tók sig
upp í leiðangur s.l. fimtudag, og
er fyrirætlun hans að kynnast per-
sónulega ástandinu í Manitobafylki
næstu vikurnar, og koma við í flest
um eða öllum héruðum fylkisins.
Fór hann norður á milli vatna og
þá fyrst til Eriksdale og Ashern,
þar sem hann var viðstaddur á
bændasamkomu, er haldin var af
United Farmers of Manitoba. —
Næsta fimtudag ætlar hann sér að
fara á markaðssýninguna í Dauph-
ln, er opnuð verður þann dag.
Önnur lönd.
Frá Peking er símað þann 3. þ.
m., að Dr. V. K. Wellington Koo
utanríkisráðherra hafi tekið að sér
að mynda ráðuneyti. Dr. Koo
hefir verið sendiherra kínverska
lýðveldisins, bæði í Bandaríkjun-
um og á Englandi, og f þáðum stöð
um unnið sér hin nágætasta orð-
stír. pg vináttu mikilhæfustu
manna. Er hann talinn feinhver
mentaðasti og gáfaðasti maður, er
Kína hefir á að skipa, og er senni-
legt að hann fái miklu áorkað við
að sefa innanlandsóeirðir, og koma
í veg fyrir hin býsna djörfu af-
skifti stórveldanna af kínverskum
sérmálum, en hvorutveggja hefir nú
í síðustu áratugi háð Kínverjum
stórkostlega.
Frá Ottawa er símað 8. júlí, að
þrátt fyrir allar tilraunir þing--
manna vesturfylkjanna og “On to
the Bay” félagsins, muni nú útséð
um nokkrar framkvæmdir á Hud-
sonsflóa-brautarmálinu, að minsta
kosti á þessu- ári — þar sem alls
ekkert fé var til brautarinnar veitt
á fjárlögunum, er komu fyrir þingið
kvöldið áður. Þingmenn vestur-
fylkja hafa látið í ljós megna
óánægju yfir úrslitunum, og munu
ætla sér fyllilega að láta hana í ljós
í þinginu, þegar fjárhagsáætlun
járnbrautanna ytfirleitt kemur til
frekari umræðna, og ætia að reyna
að knýja ákveðið svar út úr stjórn-
inni um fyrirætlanir hennar. Sagt
er, að heyrst hafi frá stjórnarsölum,
að þar sem Crows Nest Pass samn-
ingurinn hafi verið endurnýjaður,
þá ætti sú tiihliðrun við vesturfylk
in að vera þeim nægileg fyrst um
sinn, þó ekkert sé gert að Hudsons
flóabrautinni þetta ár.
útnefning Demokrata til forseta-
hosninga,, er að verða hlægilegur
skrfpaleikur. McAdoo, sem áður
Aðfaranótt þriðjudagsins byrjaði
að rigna í Suður Saskatchewan og
er það regn ótaldra miljóna virði.
Uppskeruhorfur voru orðnar afskap
legar víðast hvar í öllum tfylkjun-
um, sökum hins kalda vors og regn-
litla og víða regniausa sumarhita,
er undanfarna daga hefir oltið yfir
sléttuna. í Alberta rigndi mikið
daginn áður. Lítur út fyrir að
þessi rigning hafi bjargað kornupp-
skerunni, en víða mun þurfa að
rigna betur, ef nægileg grasupp-
skera á að verða, Grasspretta hefir,
að minsta kosti sumstaðar hér í
Manitoba, verið einhver sú allra
versta í manna minnum.
hafði flest atkvæði, hefir nú tap-
að svo mörgum, að A1 Smith ríkis-
stjóri er orðinn hærri. Þó er sama
og ekkert að munum, eeftir að hlut
um hefir verið varpað 93 sinnum.
Hlaut McAdoo þá 314, en Smith
35514. Aftur á móti hefir fjöldi at-
kvæða, flest frá McAdoo, farið yfir
til Samuel M. Ralston senators frá
Indiana. Fékk hann 196i4 við sið-
asta hlutvarp. Þykjast stuðnings-
menn hans vissir um, að hann muni
verða hæstur. er hlutum hefir verig
kastað tvisvar enn. Má vera að
þeeir verði sannspáir. Bæði Smith
og McAdoo virðast hafa hegðað sér
líkara óþekkum drengjum, en máls-
metandi stjórnmálamönnum —
mönnum vildum vér sagt hafa.
Veiðimaðurinn.
Trausla-tak, úr íslendingadagsrætJu, eftir Dr. J. P. Pálsson,
metS afajökun fyrir metJfertJ mína. Httf. —
i.
Blóðdrefjaðan villi-veginn,
Veiðimaður, skýli feginn,
Skreið að bróður-bæ í sveit.
Gizkaði átt í eyðimörkum
Eftir næfra-lit á björkum,
Úlf’ og birni ruddi um reit,
Aleinn, soltinn uppi á heiðum------.
Áfram-kept, en snauð að veiðum
Morgun-skins var landa-leit!
Bróðurleifðin feðga forðum:
Feðrayrkjan, nægta-borðum
Hlaðin stóð. Nú, hlýrans erfð,
Óðal hans sem heima dvaldi,
Hjörð og akrar, þak und tjaldi,
Arinhella .höllin gerð!
Flani að stærra föðurlandi,
Flatur lá nær dyrabrandi.
Mælti bæn um morgunverð.
“Þér var ættar-erfða hróður '
Okkar veittur”, svarið bróður
Var. “Af meiri mér en þér
Stolinn! Eins og eignir sýna------
Alla tign og sögu þína
Fyrir saðning sel þú mér!
í>ú skalt nefnast: maður minni!
Minst sé á þig nokkru sinni------ '
Borgun það ei beisin er-”
II.
Sástu, á eyði-vegum vöndum,
Veiðimann frá rúddum löndum
Skapa sögu og sveita-band,
Eftirförum lirós og hæll.
Hröra vofu af eyddum þræli
Draga upp’ við þinn dyrabrand?
Fargað hafa föðurlöndum,
Forgangs-réttinn selt af höndum
Fyrir vort óheimt föðurland. ,
Stephan G.
hið mikla um 27,165; Þýzkaland
706.000; ftalía 20.000; Búlgaría 40,-
000; Tyrkland 122,000; Frakkland
170,000. — Austurríki og Ungverja-
land, Serbía og Rúmenía hafa til
samans fækkag við sig hermönnum
um 94,926. En það er sama að
segja, sem Serbía og Rúmenía, hafa
fjölgað stóirkostlega herliði sínu,
líklega um hálfa miljón. útkoman
er þá sú, að eini árangurinn af þess
ari “alheims afvopnun”,. sem Lloyd
George og ýmsir aðrir stjórnmála-
gæðingar voru að lofa á stríðstfm-
unum, er sá að Þjóðverjar hafa
verið afvopnaðir með öllu. Banda-
mönnum öllum ríður herguðinn
sem fyr, og lemur engu óvægilegar
fótastokkinn.
Þjóðverjum ýmsa linkind, en treysti
sér ekki sjáifur að hefja máis á því
opinberlega, sökum allsherjarálifcs-
ins heimafyrir.
Edward Thorlakson.
iSonur Ooolidge forseta, 16 ára
gamall, dó aðfaranótt þriðjudags-
ins, af blóðeitrun, eftir hart. og
langvarandi dauðastríð. Samhygð-
arskeyti úr öllum áttum hafa
streymt inn til forsetahjónanna,
frá leikum jafnt. sem lærðum.
Símað er frá Berlín 3. þ. m., að
búist sé við uppskerubresti á stór-
um svæðum í Rússlandi, og að
miklu leyti kent um lélegu eða.
sviknu útsæði frá Bandaríkjunum.
En líka ganga miklir þurkar og hit-
ar í Rússlandi. Býst stjórnin þar
þó við, að hægt verði að afstýra
hungursneyð, svo mannfellir verði
að, í þetta skifti.
Samkvæmt skýrslu enska hermála
ráðherrans, Mr, Walsh, eru nú
4,356,466 manns undir vopnum í Ev-
rópu. 1914 voru 5,318,468 undir
vopnum og hefir því fækkað aðeins
u mtæpa miljón. Helztu löndin, er
fækkað hafa við sig, eru. Bretland
Frá París er símað 7- þ- m-’
MacDonald, brezki forsætisráðherr-
ann, hafi tilkynt Herriot, forsæt-
isráðherra Frakka, að hann mundi
koma til fundar við hann í Parfs,
þriðjudaginn eftirmiðdag, til þess
að tala nánar við hann um sam-
bandsmálafundinn, er þeir höfðu
fyrirhugað að halda í London í
næstu viku.
Margar getgátur eru leiddar að
þessu bráðlæti MacDonalds, og
geta margir sér þess helzt til- að
upptökin séu hjá Herriot, er muni
•vera honum sammála í að sýna
Þjóðminningardagur vor Vestur-
íslendinga er f nánd. Þá vakna
góðir landar til meðvitundarinnar
um það, hverjir þeir eru — þjóðar-
stolt og feðradýrkun brýzt fram í
lofþrungnum ljóðum og ræðum.
Knúðir af víkingalundinni sigur-
gjörnu hefjast þá handa æiskumenn
vorir, svo sjá roegi á afreksverkum
þeirra, að “táp og fjör og frfskir
menn” finnist ennþá. jafnvel meðal
Vestur-íslendinga.
En svo er það einhvernveginn
hugðnæmara að þylja “elegiur” yfir
löngu liðinni frægð, heldur en að
veita hvatning þeim ungu íþrótta-
mönnum, sem reyna að feta í fót-
spor feðranna að líkams atgervi,
eða öðru því, sem sómi er að; og
oss hættir við að líta nokkuð smá-
um augum á viðleitni þeirra, eftir
að hafa horft f gegnum stækkunar-
glef skáldanna, aftur í fortfðina.
Samt hafa undanifamir Islend-
ingadagar leitt það í Ijós, að með-
al vor ei-u margir ungir íþrótta-
menn, er vér megum benda á með j
stolti, sem sýnishorn þess. hve vel
arfgeng líkamsatgervi feðranna j
hefir reynst oss. Og þar sem hinn j
2. ágúst fer í hönd, væri ekki óvið-
eigandi að minnast nokkuð á þá,
sem undanfarin ár hafa skarað fram
úr við íþróttasamkepni þess dags.
Máske það veki áhuga fyrir iðkun
íþrótta hjá sumum þeirra ungu
Vestur-fslendinga, sem ekki hafa
lesið ensku blöðín, og því líjfið
heyrt getið um íþróttir fslendinga-
dagsins.
Má þá fyrst nefna Edward J.
Thorláksson, því fáir fslendingar
hér vestra hafa sýnt sig eins fjöl-
hæfa á sviði íþróttanna eins og
hyin, og má það undrum sæta, þeg-
ar tekið er tillit til þess. að ann-
ríkis vegna hefir hann sáralítið get-
að gefið sig við iðkun íþrótta. En
Ed virðist hafa erft þetta forn-
Lslcnzka skapferði: að hætta aldrei
við hálfunnið verk, eira hvergi f
óæðri bekk, og taka ósigri aðeins
sem hvöt tii frekari viðleitni. Strax
bar á þessum einkennum hjá hon-
iim sem drenghnokka í leikum við
jafnaldra sína, og minnast margir
þeirra þess, hve erfitt var við hann
að keppa, í hverju sem var.
Fimtán ára að aldri innritaðist
hann í herinn, og varði fjórum ár-
um í þjónustu lands sfns. Eftir
stríðslok byrjaði hann nám við há-
skólann, en vanst eigi tími til þess
að gefa sig neitt að ráði við íþrótt-
um það árið. Sumarið eftir var
hann úti á landi, og æfðist þá lítið
eitt í hlaupum — þegar kýrnar tóku
í sig óþægðarköst.
Það sumar las hann Eddu og
fyltist móð miklum við sögurnar af
Þór og Mjölni. En svo bar til dag
einn- að hann fann blýhlunk mik-
inn, sem hann vóg upp og kastaði
—þá flaug houm í hug Þór, er hann
sveiflar Mjölni í mætti sínum, svo
hann tók hlunkinn, bræddi hann
niður og myndaði þar úr hamar;
æfði svo hamarskast.
Þessar æfingar voru ekki án á-
rangurs, því veturinn eftir var hon-
um skipað á ‘track team’ háskólans
og við næsta íþróttamót þeirra
vann “Thor” "points” í hamars-
kasti, )40 yards ihlaupi, langstökki
og stangarstökki. Tvö ár samfleytt
bar hann liti Manitoba háskólans
og var að lokum sæmdur “M” skól-
ans og sigurmerkinu, en það er sú
fylsta viðurkenning, sem háskólinn
veitir íþróttamönnum sínum. Enda
hafði hann ásamt mörgum vinning-
um í ofangreindum fþróttum, við
ýms mót skólans, kept með “track
team” þeirra við ‘Tnter University’
íþróttamótið í Saskafcoon.
Síðastliðin tvö ár hefir Ed tekið
þátt f þróttasamkepni Islendinga-
dagsins, og í bæði skiftin hlotið
flesta vinninga og unnið Hanssons
bikarinn. Nú f sumar vinnur hann
ötullega að því, að hvetja og æfa
unga íþróttamenn Winnipeg-íslend
inga, svo Gunnar og Héðinn megi
lifa á ný í afreksverkum þeira 2.
ágúst.
I. G.
Fyrst þá er fregnir bárust um.
að þingmaðurinn og jafnaðarmað-
urinn Matteotti hefði verið burt-
numinn og myrtur af nokkrum
helztu mönnum Fascistastefnunnar
á ítalíu, þótti mörgum ótrúlegt og
httgðu það vera “Bolshevikalýgi”.
Nú leikur þó enginn vafi lengur á
því að fregnin er sönn Hefir Fil-
ippelli, ritstjóri helzta Fascista-
blaðsins í Róm, játað á sig, að
Matteotti hafi verið á brott num-
inn samkvæmt fyrirskipunum sín-
um, til þess að koma í veg fyrir að
hann ljóstaði upp svikum og fjár-
drætti um Finzi, undirráðherra fyr-
ir innanríkismálum. Filippelli full-
yrðir, að hann hafi ekki ætlast til
þeess., að Matteotti sStyldi myrtur,
en sennilegri væri sú fullyrðing, etf
Fascistarnir hefðu ekkl hvað eftir
annað framið ýms hryðju- og of-
beldisverk á mótstöðumönnum sín-
um. General De Boni er nú tflækt-
ur í hneykslinu, en hann er yfir-
lögreglustjóri Fascista, fyrir að
hafa komið nokkrum morðingj-
anna undan, og hefir Mussolini
vikið honum frá, til þess að reyna
að bjarga sjálfum sér. Hefir of-
beldisstjórn hans rýrnað svo í áliti
íyrir þetta hermdarverk, að jafn-
vel er búist vig að hann verði að
segja af sér, og er þá sízt að neita
því, að hann hefir gert eftirmönn-
um sínum og andstæðingum óvand
ann eftirleikinn. Fari hann frá- er
helzt' búist við að Giolotti muni
taka við stjórnartaumunum.
Þakkarorð.
Hugheilar þakkir til tfólksins á
Gimli, fyrir hina innilegu samúð er
það sýndi við hinstu kveðju til
drengsins okkar. Helga Ásgeirs, er
var fæddur 17. júlí 1914, dáinn 31.
maf 1924, jarðsunginn af séra R.
Péturssyni 3. júní s. 1. Kistan var
þakin blómum. Einum blóntsveign-
um fylgdu þrjár vísur, hér mleð
birtar.
Gimli 19. júní, 1924.
Sigríður Hjálmsdóttir.
Hjálmur Þorsteinsson.
Nú er Jan Smuts, hinn heims-
frægi forsætisráðherra Suður Af-
ríku, oltinn tir sessi og General
Herzog tekinn við stjómartaumun-
um, en hann mun vera skilnaðar-
maður í hjarta sfnu. Hefir hann 22
atkvæða meirihluta í þinginu. Þó
er ekki álitið að hann muni reyna
að fara fram á skilnað fyrst um
sinn, þvf skilnaðarflokkur hans hef-
ir orðið að styðjast við verka-
mannaflokkinn, til þess að hafa
meirihluta í þinginu. en meðlimir
þess flokks eru flestir af brezkum
rótum runnir.
Frá nokkrum vinum.
Á æskunnar leiði vér leggjum
ein lítinn blóma krans.
Sá sólbjarti, fölnaði fífill
oss fanst eiga tilkall til hans.
Yér fylgjum þér fram til grafar
og forlaga stynjum und dóm,
en flytjum heim friðsæla minning
um fölnað æskublóm.
Svo hvíl þú vig almóður hjarta
í helgri algleymis ró.
í brjóstum byrgjum vorn söknuð
eftir blómið, sem frá oss dó.
Sigf. Ben.