Heimskringla - 09.07.1924, Page 4

Heimskringla - 09.07.1924, Page 4
*. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPBG, MAN. 9. JÚLÍ. Hdmskríngla <Stofnu« 1886) Kemur fit A hverjum mlfSvIkudegrÍ. EIGENDUR: VIKING PRESS, LTD. 853 og 855 SARGENT AVE., WINNIPEG, TalMíml: 1V-65S7 Ver5 bla^sins er $3.00 árgangurinn borg- ist fyrirfram. Allar borganir sendist ráSsmanni blaðsins. SIGFÚS HALLDÓRS frá Höfnum Ritstjörl. HÁVARÐUR ELÍASSON, Ráðsmaður. 1'tanflKkrift til l»l«5sin»: THE VIKING PRESS, Ltd., Box 3105 UtnnfiMkrift tll ritnt jflrnnK: EDITOK HEIMSKHIXGLA, Box 3105 WINNIPEG, MAN. “Heimskringla is published by The Vlking Preu Ltd. and printed by CITV PRINTING PLBLISHING CO. 853-S55 Sargent Ave., \VInnlpegr, Man. Telephone: N 6537 WINNIPEG, MANITOBA, 9 JDLI, 1924 Þjóðræknisstarfsemi í>að hefir jafnan verið alsögn meðal allra kjóða, að enginn væri spámaður í sínu föð- urlandi. Ekki hehr minna borið á þessu hjá oss íslendingum en öðrum mönnum, og því ver, sem vér erum betur ættaðir, bet- ur tilorðnir, og betur mentaðir yfirleitt en aðrar |>jóðir. Heima á Islandi ‘‘dependeruðum vér af þeim dönsku”. Alveg fram á síðustu daga, í minni þeirra manna, sem nú eru yngstir komnir til fullorðinsára. — Líkt hefir venð að segja hér vestra. Þeir er hingað fluttust, töldu margir þá eina von gæfusamlegasta, að kasta sem fyrst burtu öllum ættarmerkjum og þjóðareinkennum, en samlagast sem fyrst engilsaxnesku heildinni. Altaf hafa þó verið nokkrir menn hér vestan hafs, sem ekki ein- ungis skildu það, að með því að vera tryggir þegnar þess sem bezt er í íslenzku þjóðar- fari, myndu þeir sjá framtíð þessa mikla nýja ættlands niðja sinna bezt borgið, heldur einnig hafa verið viljugir og áfúsir, að leggja Iíf og fé í sölurnar fyrir þá hugsun. Þeir hafa ekki látið glopuryrði hinna og þessara gatnagosa leiða sig frá þeirri stefnu, ekki látið gauðyrði liðhlaupanna teyma sig í gönur. Þessir menn eru nú, eftir áratuga stríð, að byrja að skera upp ávextina af holl- ustu sinni. I Þessir menn hér vestra hafa starfað í sama anda og þeir menn heima, er svo fast trúðu á íslenzka lífsmögnun, að þeir töldu oss fámenningunum fært, að standa einir sér, í alheimssamkepninni til fullnaðarþroska. Ár- angur þeirar baráttu var viðurkent sjálf- stæði vort 1918. En með því vanst meira. Með unnu sjálfstæði vanst það á. að þó stórþjóðirn- ar brostu í fyrstunni drýgindalega í kamp- in og yptu öxlum við þessari hlægilega litlu smáþjóð á hala veraldar, sem í kálfæði hefði rifið sig lausa úr hömlunum, þá fóru þær þó að taka eftir sumu af því sem gerðist nveð- al íslenzkra manna. meira en áður hafði ver- ið. Þeim fanst víst flestum í fyrstu — og vér erum smeikir um að enn þá séu lof margir á meðal vor hér vestra sem finst — að hér hafi verið snúið á heimskuráð af hálfu Islendinga. En þeir gátu ekki algjörlega gengið fram hjá okkur, sem fullvalda ríki, í öllu tilliti, þó ekki væri nema fyrir kurteis- issakir. Þeir fóru þá til málamvnda, að athuga, hvað markverðast væri við þessa smáþjóð fyrir utan Heklu, Geysir. Snorra og golþorsk- inn. Og þá fóru þeir að reka augun í nútíð- arbókmentirnar. Og þá fóru augu flestra þeirra að liúkast upp fyrir þeim sannleika — sem Þióðveriinn einn hafði áður vitað um — að mikið af ný-íslenzkum bókment- um. stingur grænum frjóstofni upp úr kal- írulum jurtagróðri nútíðarbókmentanna. Beztu menn þeirra fóru að reka sig á nöfn Gests Pálssonar; Matthíasar Jochumssonar (sem Shakespeare þýðanda); Einars H. Kvaran; Gunnar Gunnarssonar og Jóhanns Siguriónssonar. Einn af þeim fáu djöfullega heimskulegu málsháttum, sem íslenzk tunga hefir lagt sig niður við að mynda. er sá. að bókvitið verði ekki í askana látið. Vegna þess hve margir hafa orðið til þess að trúa slíkri fávizku, hafa fjölda margir góðir drengir hér vestra helzt viljað kasta Islendingseðl- inu út á berangur. Þó hefir ættarhamingja, ættarstolt og ættrækni fslendingsins jafnan barist svo hvast á móti þeirri fimbulheimsku, að fögnuði sætir. Af þeim rótum er Þjóð- ræknisfélag Islendinga í Vesturheimi sprott- ið. Fjöldi þeirra manna er í félaginu standa, hafa ef til vill litla trú á tilgangi þess, á möguleikum þess. Þeir hafa fremrur gengið í þann félagsskap vegna þjóðarstolts, — vegna 'þess, að 'þeir töldu sér ámælisefni, ef um þá yrði sagt, að þeir hefðu ekkert gert til þess að velta steini úr götu, heldur en að þeir byggjust við verulegiun árangri. Og nú á síðari tímum hafa hlutir fallið svo hér vestra, að margir beztu menn hafa ýmsra hluta vegna, er aðeins snerta félagið inn- byrðis, álitið alt J>ess starf unnið fyrir gíg. Félagið hefir lifað stutt og starfað lítt, þó það hafi starfað vonum fremur. Þess gleðilegra er að vita umi þann heiður, sem það hefir getið íslenzkri orðsnild, og list- rænum íslenzkum gáfum. i Nú er svo komið, að fyrir athafnir beztu manna félagsins, er eftirtekt hinnar voldugustu þjóðar heimsins varanlega vakin á oss, og þeim gáfum, semi vér höfum flutt með oss til þessa mikla lands. Svo vel hefir ritstjóri Þjóðræknistímaritsins gert það úr garði undanfarin ár, og sérstaklega nú, að eitthvert allra frægasta tímaritið, sem gefið er út meðal enskumælandi þjóða, í höfuðstað Bretaveldis kemst þannig að orði um sáðasta ársrit félagsins: . “Tímarit (Winnipeg) menningarmálgagn Islendinga í Canada, er unaðslegt sambland af bundnu og óbundnu máli . Hefir að ínnihalda vísindalegar mál- fræðisritgerðir, og birtist í snildarfögrum búningi.” I þessu enska tímariti er dæmt um svo að segja öll merkustu tímarit heimsins (þar á meðal “Eimreiðina”). En ekkert tímarit fær jafn algjörlega Iofsamleg ummæli og Þjóðræknistímaritið. Altaf er það svo að “góður er hver geng- inn”. En hamingjunni sé lof fyrir það, að Vestur-Islendingar þurfa ekki að bíða eftir því, að hrer þeirra beztu manna séu orpin moldu, áður en þeir hljóta nokkra viðurkenn- ing. Látum oss nú að minsta kosti vera ein- huga um að þakka þeim mönnum, er tíma- ritið hafa svo snildarlega úr garði gert: Skáldunum, er hafa gefið því andagift sína; fræðimönnunum, er hafa gefið því beztu vizku sína, og ritstjóranum, er svo vel hefir skilið hismið frá hveitinu, og með svo mik- illi prýði og samvizkusemu lagt síðustu hönd á verkið. Látum oss sannfærast um það, að þess betri bjóðræknisfélagsmenn, sem vér ' erum, bess betri borgarar eigum vér að verða : í þessu yndislega landi. Látum þessa viðurkenningu verða oss hvöt til þess, að styðja Þjóðræknisfélagið. gleyma lítilsyerðum kritum, efla trúna á það, að í sál íslendingsins liggi það frækorn, sem sáð var fyrir öldum, sem á eftir að færa nýjan, heilnæmari og göfugri gróður — | sterkán gróður, sem á eftir að kæfa illgresið — inn í hvern þann akurreit mannfélagsins, þar sem Islendingurinn festir rætur. Islendingadagurinn. Þjóðminningardagur okkar Islendinga, 2. ágúst, nálgast nú óðum. Vill því nefndin, sem kosin var til að standa fyrir hátfða- haldinu hér í Winnipeg, minna fólk á, að greiða sem bezt götu þeirra sem að málinu vinna á einn eða annan hátt. Atkvæðagreiðslunni um það, hver skipa skuli sæti Fjallkonunnar verður lokið 15. iúlí, kl. 8 að kveldi. Þá kemur Islendinga- dagsnefndin samian á skrifstofu “Lögbergs”, til að taka á móti atkvæðunum og telja þau. Allar þær konur, sem um sætið hafa keípt verða að mæta á þeim fundi, eða senda fulltrúa fyrir sína hönd, til að vera við afhendingu atkvæðanna og talning, skila öllum peningum og óseldum atkvæðaseðlum og skal það tekið skýrt fram, að ef einhver þeirra kvenna, sem bátt hafa tekið í samr kepmnni til þessa, eða einhver fyrir þeirra hönd mætir ekki á fundinum, þá missa þær hinar sömu rétt sinn til frekari þátttöku. Fyrirkomulag atkvæðagreiðslunnar hef- ur verið þannig, að nefndin lét prenta miða sem eru hvorttveggja í senn atkvæðamiðar og aðgöngumtiðar. Á stofn miðanna eru prentuð nöfn umsækiendanna og merkir sá, er atkvæði greiðir, kross við nafn þeirrar konu er hann vill kjósa. Hinn helmingurinn af miðanum, gildir fyrir aðgöngumiða að hátíðahaldinu í River Park 2. ágúst. Miðunum hefur nefndin útbýtt til um- sækjendanna eftir því, sem hver hefur ósk- að eftir. En sölu miðanna og innheimtu gjaldsins annast konurnar sjálfar, og ber hver þeirra ábyrgð á þeim miðum sem hún hefur veitt móttöku. Þó má skila aftur til nefndarinnar öllum óseldum miðum, sem I ekki hafa verið rifnir af stofninum. At- | kvæði sem greidd kunna að hafa verið þeim umsækiendum, er síðar hafa dregið umsókn sína til baka, eru ógild. En handhafar mið- anna geta samt notað þá fyrir aðgöngumiða ; að hátíðahaldinu. Búning Fjallkonunnar kostar nefndin að öllu leyti. Og hefur verið ákveðið að hún skuli bera kórónu á höfði, klæðast ljósblá- um kyrtli með gyltu belti, skór og sokkar samhtir kyrtlinum. En skikkjan sé blá að lit nokkru dékkri en kyrtillinn. fslendingar! Kaupið allir aðgöngumiða fyrir 15. júlí, svo þér getið greitt atkvæði um það hver skipar Fjallkonusætið. Fyrir hönd nefndarinnar, Jón Ásgeirsson, Hjálmar Gíslason. Annað ársþing hins Sameinaða kirkjufé- lags Isl. í N.-Ameríku. Annað ársþing kirkjufélagsins hófst 28. júní 1924, kl. 2.30 e. h. í kirkju Sambands- safnaðar í Winnipeg, Man. Sálmurinn nr. 637 í íslenzku sálmabókinni var sunginn og Íýsti síðan forseti kirkjufélagsins, séra Ragfn- i ar E. Kvaran, þingið sett, og flutti þing- [ setningarræðu sína. Að svo búnu hófust | venjuleg þingstörf. Kosnir voru í kjörbréfanefnd, Kristján Bjarnason, Friðrik Sveinsson og Jóhannes | Melsted. Gaf nefndin skýrslu umí að þessir prestar og fulltrúar væru miættir á þinginu. Fulltrúar fyrir Quill Lake söfnuð: S. Goodman, J. G. Christianson, Thor. Jensen, J. Melsted, (M. 0. Magnússon var fjarverandi). Sambandssöfnuði í Winnipeg: Guðm. E. Eyford, Dr. M. B. Halldórs- son, Jóhannes Gottskálksson, Halldór Jóh- annesson, Guðmiundur Magnússon. Gimlisöfnuði: Guðm. B. Magnússon, Steindór Einars- son. Árborgarsöfnuði: ; B. F. Lífman, P. K. Bjarnason. Frá Árnessöfnuði: Bjöm Magnússon. Sigurjón Jónsson. Frá Lundar-söfnuði: T. B. Tónsson, Einar Johnson. Þar að auki voru eftirfarandi mönnum veitt þingréttindi: G. 0. Einarsson, frá Árborg; Andrési Fjeldsted, Oak Point; F. Sveinsson, Winni- peg; S. Biörgvin Stefánssyni, Winnipeg; Eiríki Scheving, Lundar. Prestar viðstaddir: Séra Ragnar E. Kvaran, séra Friðrik A. Friðriksson. séra Eyjólfur J. Melan, séra Albert E. Kristjánsson, séra Guðm. Árna- son, séra Rögnv. Pétursson. í dagskrárnefnd voru kosnir: séra Al- bert E. Kristjánsson, B. F. Lífmann, og dr. M. B. Halldórsson. Lauk sú nefnd störfum sfnum skjótlega og voru tillögur hennar sambyktar. Fyrst Iágu þá fyrir skýrsur embættis- manna. En vegna fjarvista þótti ráðlegt að fresta þeim lið. Næst lá fyrir inntaka nýrra safnaða í Kir'kjufélagið. Kom þá fram umsókn frá “Sambandssöfnuði Árborgar” um inntöku, og var hún veitt samkvæmt fyrirmælumi grundvallarlaganna. Þá komu útbreiðslumál á dagskrá. Til- laga kom frá B. L. Lífmann og séra Frið- rik Friðrikssyni, um að setja málið þegar í nefnd, en umræður urðn bó töluverðar. Séra Ragnar E. Kvaran hafði í ræðu sinn bent á að félag, sem ekki væri að vaxa væri í rauninni að deyja. núverandi prestar félags- ! ins væru önnum hlaðnir. og því væri börf á j auknum mannafla. Guðmundur Eyford í taldi æskilegt að til útbreiðslustarfsins vatíru fengnir mentaðir menn. sern þektu og skildu kröfur tírnans. Gottskálksson kvað vafasamt að kalla prest heiman af íslandi, án þess að hafa sérstakt kall að bióða honum. Séra Friðrik Friðriksson benti á bá hreyfingu nú- tímans, að leikmenn önnuðust um gúðsþjón- ustur. bæði prédikanir og helgisiði, og gæfu þannig prestum safnaðanna tækifæri til að vitia prestlausra isafnaða. Guðm. Eyford tók í sama 'trenginn. og taldi æskilegt, að Ieikmenn sem prédikuðu fengju aðstoð Drestanna við undirbúninginn. Séra Albert E. Kristjánsson* kvað það gleðilegt tákn j tímians, að leikmenn væru farnir að annast 5 prédikunarstörf. Beindi hann athygli manna i að þeirri hugmynd um- námsskeið fyrir . sunnudagaskólakennara, er séra Ragnar E. ; Kvaran hefði vakið máls á. Áleit hann, að I slík námsskeið gætu jafnframt stutt að pré- ! dikunarstarfi leikmanna. — Eftir nokkrar frekari umræður voru bessir kosnir í út- frekari umræður voru þessir kosnir í út- breiðslunefnd: Séra Albert E. Kristiánsson, hr. B. F. Lífmann, hr. Steindór Einarsson, hr. J. Gottskálksson og hr. S. Goodman. Þá tóku við skóla- og fræðslumál fé- Jagsins og urðu miklar umræður. Höfðu menn ýmsar sögur að segja af sunnudagar skóla-starfseminni í sínum bygðum. Kvört- margir undan kennaraskorti og allir undan vöntun hæfilegra lesbóka og annara kenslu- tækja. Til máls tóku m. a. séra R. E. Kvar- an, séra A. E. Kristiánsson, hr. Guðm. 0. Einarsson, séra Fr. Friðriksson og hr. Frið- rik Sveinssor, Mæltu leikmenn mjög með því, að prestar gerðu það að föstum lið á starfsskrá sinni að gefa sunudagaskólakennurum fyelzt víkulega leiðbejningar um kensluna. Studdust menn þar við reynslu af því, hve slíkt fyrir- komulag hefði gefist vel með Sambandssöfnuðinum í Winnipeg síðastliðinn vetur. 1 fræðslumálanefndina voru síðan kosnir: Hr. Guðm. E. Ey- ford, séra Fr. A. Friðriksson, hr. Guðm. B. Magnússon, hr. Krist- ján Bjarnason og séra E. J. Mel- an. Næst á dagskrá var helgisiða- málið. Hafði stjórnarnefnd kirkju- fél. ekki séð sér fært að hafa framkvæmdir í því máli á liðnu ári. Tillaga kom frá séra A. E. Kristjánssyni og hr. Thor Jensen, að setja málið ^egar í þriggja- manna þingnei iTil m,áls tóku hr. B. F. Lífmann hr. Jóh. Gottskálksson, séra Fr. Friðriksson, hr. Guðm. Eyford, hr. Guðm. 0. Einarsson o. fl. Breyt- ingartillögur við aðaltillöguna, sem fram komu voru að lokum tekn- ar aftur og till. séra A. E. Krist- jánsson og hr. Thor Jensen sam- þykt. I nefndina voru skip- aðir séra Fr. Friðriksson, séra Albert E. Kristjánsson og hr. Hall- dór Jóhannesson. Þvínæst var skipað í fjármála- nefnd þeim herrum Birni Magn- ússyni, Thor Jensen og B F. Líf- mann. Nú var áliðið dags og barst þá sú frétt, að séra Rögnvaldur Pét- ursson, er halda skyldi fyrirlestur kl. 8 að kvöldinu væri forfallað- úr. Var þá samþykt að nota kveldið til almenns umræðufund- ar. Gerði séra Guðm. Árnason þinginu þann kærkomina greiða, að taka að sér, að innleiða umræð- ur. Kl. 8.15 hófst svo umræðu- fundurmn. Umræðuefnið var “Fundamentalism” og “Moder- nism” (íhaldshyggja og nýhyggja) Gekk frummælandi að verki með mælsku og skýrleika, rakti sögu og tildrög þessara hreyfinga, lýsti hinni hörðu baráttu þeirra á yfir- standandi tíð, og ræddi nokkuð að lokum um horfur þeirra fram- vegis. Síðan tó'ku ýmsir til máls, m. a. séra R. E. Kvaran, hr. G. E. Eyford, hr. Fr. Sveinsson, hr. J. Gottskálksson, séra Fr. Friðriks- son. séra A. E. Kristjánsson, séra J. P. Sólmundsson og séra Guðm. Árnason. Þótti umræðafundur- inn takast hið bezta og mikið bet- ur farið en heima setið. Áður en menn kvöddust gæddu konur Sambandssafnaðar þingheimi á kaffi og kökum. Sunudaginn 30. júní kl. 3. e. h. flutti séra Rögnvaldur Péturs- son fyrirlr>tur sinn um “Kirkj- una” og fóru fram allmiklar um- ræður á eftir. KI. 7. s. d. fór fram guðs'þión- usta í kirkju Sambandssafnaðar, og flutti séra Albert E. Kristjáns- son prédikun um “Ávaxtasamt trúboð.” __________ ] Annar þingfundur. var settur mánud. 30. júní, kl. 1 1 f. h. á sama stað. Álit útbreiðslumálanefndarinnar lá fyrir til umræðu. Var það á þessa leið: Nefnd sú, er skipuð var til þess að athuga útbreiðslumál kirkjufé- lagsins leggur til: I) Að kosin sé þriggja manna milliþinganefnd, er hafi með hönd um þessi mál á árinu. Teþum vér æskilegast, að sú nefnd leiti eftir möguleikum á því, að bæta ein- um manni við starfsmannahóp fé- lagsins, sem ferðist út unii bygð- ir lslendinga til þess að flytja á- hugamál vor og leiti þeim fylgis. Vér leggjum ennfremur til, að þessir menn skipi nefndin: séra Ragnar E. Kvaran, séra Rögn- valdur Pétursson og séra Albert E. Kristjápsson. , 2) Nefndin leggur ennfremur til,vað þ ingið skori á söfnuðina að þeir heimiili væntaniegri milli-> þinganefnd að ráðstafa störfum presta safnaðanna í útbreiðslu- þarfir um fjögra vikna tíma ár- lega.” Skýrði nefndarform., séra A. E. Kristjánsson nefndarálitið og mælti með því. Séra Rögnvaldur Pétursson gerði þá breytingartil- lögu við fyrri lið nefndarálitsins, að við hann skyldi bæta nöfnun- um “séra Guðm. Árnason, séra Eyj’ J. Melan, sr. Fr. Friðriksson”. Hr. P. K. Bjarnason, hr. J. Gottskálks- son og hr. Thor Jensen andmæltu breytingartillögunni. Hr. G. 0. Einarsson miælti með henni og studdi hana. BreytingartiIIaga við breytingartillöguna kom fram frá hr. B. F. Lífmann, þess efnis, að auk prestanna skyldi hr. P. K. Bjarnason eiga sæti í útbreiðslu- nefndinni. Eftir nokkrar umræð- ur var samþykt að fela prestum félagsins útbreiðslumálin á næsta ári; var það hin upphaflega breyt ingartillaga séra Rögnvaldar Pét- urssonar með nýju orðalagi. Var fundi síðan slitið. ---------- \ Þriðji þingfundur var settur kl. 2 e. h. s. d. Álit kenslumálanefndár lá þá fyrir, svohljóðandi: Nefnd sú, er skipuð var til þess að athuga og gjöra tillögur um fræðsumál “Hins Sameinaða Kirkjufélags” álítur: 1) að ákjósanlegt sé, að sunnu- dagaskólanefndir og kennarar fé- lagsins leggi kapp á, að hagnýta sér vikulega, eða svo oft seml kringumstæður leyfa, leiðbeining- ar um kensluna frá hlutaðeigandi presti. 2) leggur nefndir. til, að tafar- laust sé gangskör að því gerð, að afla kirkjufélaginu biblíumynda, og semja og prenta með þeim les- mál, og taki myndir þessar og les- mál við af stafrófskveri, til and- legrar fræðslu og lestraræfinga. 3) Kirkjufélagið sjái um að ekki farist fyrir að semja fyrir næsta þing lesbók við hæfi vest- ur-íslenzkra unglinga, sem notuð sé til undirbúnings undir Barna- biblíuna”. Eftir nokkrar umræður um nefndarálit þetta, sem einkum snerust um fjármálahliðina á prentun mynda-lesmálsins og les- bókarinnar, voru tillögur nefndar- innar samþyktar. Tillaga séra Rögnvaldar Péturssonar, studd af hr. G. 0.‘Einarssyni, iþess efnis. að fela stjórnarnefndiinni ,fram- kvæmdir í þessum efnum var sam- þykt. Skýrsla gjaldkera, sem áður hafði verið frestað, lá þá fyrir. I fjarveru hr. Hannesar Péturs- sonar lagði séra Rögnvaldur Pét- ursson fram skýrsluna, sem sýndi útgjöld á árinu $362.95, en tekj- ur $560.00. Var skýrslan sam- þykt. Þá kom á dagskrá helgisiðamál- ið. Álit nefndarinnar var á þessa leið: Nefnd sú, er skipuð var til þess að íhuga helgisiðamál kirkju- félagsins Ieggur til: 1) Að helgisiðamálið sé falið þriggja presta milliþinganefnd. 2) Að nefnd sú leitist við að hafa tilbúið fyrir I. janúar 1925, helgisiðahandrit, sem eftir bann tíma komi sem fyrst til álita fyrir söfnuði kirkjufélagsins, og liggi fyrir til afgreiðslu á næstkom- andi kirkjubingi. 3) Nefndin bendir á, í sam- bandi við þær raddir, sem heyrst hafa heiman frá íslandi, um nauð- syn endurskoðunar á helgisiðum og helgisiðatækjum því að æski- legt væri að leita hið bráðasta samvinnu um þau mál úr iþeirri fátt. , ; Var fyrsti liður nefndarálitsins samþyktur umræðulaust. Breytingartillaga hr. J. Gott- skálkssonar við annan lið þess efnis,, að nema þar tímaákvæðið “1. jan. 1925” í burtu var feld og orðalag nefndarinnar samþykt ó- breytt. 3. liður sarrtþyktur óbreyttur. Kosningu í helgisiða-miillibinga- nefnd hlutu séra Fr. Friðriksson, séra Albert E. Kristjánsson og séra Ragnar E. Kvaran. Þá voru fjármál aftur tekin til umræðu. TiIIaga kom frá séra Friðrik Friðrikssyni, um að fela stjórnarnefndinni, með gjaldkera í broddi fyíkingar, meðferð fjár- mála á næsta ári. En er röddum

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.