Heimskringla - 09.07.1924, Page 5
WINNIPEG, MAN. 9. JÚLÍ.
HEIMSKRINGLA
6. BLAÐSIÐ
Gullfoss Cafe
(fyr Rioomey’s Lunch)
629 Sargent Ave.
Hreinlæti og smiekkvísi ræðmr I
matiartilbúnimigi vorum. Lítið hér
inm og fáið yður að borða.
Höfum einnig altaf á boðstól-
um: kaffi og allskomar bakninga;
tóbak, vindla, svaladrykki og sæt-
taidi
fjölgaði í þá átt, að gott væri að
t>ingið fengi hugmynd um }>að
helzta, sem gera þyrfti nteð fé fé-
lagsins á árinu, var samþykt að
skipa nefnd til að gera fjárhagsá-
ætlun og Ieggja hana fram fyrir
þingið á næsta fundi. 1 nefndina
voru skipaðir hr. Thor. Jensen, hr.
B. F. Lífmann og séra Rögnvald-
ur Pétursson. f
1 þessum svifum bar að
gæzlumann skólamála, hr. Björg-
vin Stefánsson. Lagði hann fram
sþýrslur um bókakaup félags-
ins á liðnu ári, bókaeign. tekjur,
útgjöld og sjóðeign; var skýrsla
hans samþykt.
í>á tók við kosning embættis-
manna. Var stjórnarnefnd kirkju-
félagsins öill eindurkosin, nema
varaskrifari, sem var fjarverandi.
í hans stað var kjörin séra Guð-
m/undur Árnason. Gjaldkeri hr.
Hannes Pétursson var og fjarver-
andi, en gaf kost á sér til starfs-
ins næsta ár, samkvæmt orð-
sendingu, ef þingið óskaði þess.
Var fundi síðan slitið.
Um kvöldið, kl. 8J/2 hófst svo
skemtisamkoma sú, er getið hef-
ir verið áður umi hér í blaðinu.
Var það mál allra viðstaddra, að
það væri einhver allra valdasta
skemtun, er þeir hefðu nokkru
sinni átt kost á að njóta meðal
íslendinga hér. Á eftir voru
rausnarlegar og ágætar veiting-
ar í kjallarasal kirkjunnar.
Fjórði þingfundur
var settur kl. 11 e. h., á sama
stað.
Fjárhagsáæilunarnefndin lagði
fram álit sitt og var það samþykt.
Ný mál komu ekki fyrir. Rætt j
nar um hvar þing skyldi haldið
næista áij. og kom ákveðið ti|-
boð frá fulltrúum Quill Lake-
safnaðar, um að hafa það að
Wynyard. Ennfremur var mælt
taeð Gihili, sem þingstað. Úr-
skurðurinn var falinn stjórnar-
nefndinni samkvœmt grundvallar-
lögunum.
Var þá fundi og þingi slitið,
og kvöddust menn með þökkum
fyrir samstarfið.
Fr. A. Friðriksson,
skrifari.
íslendingadagurinn
að Wynyard.
SumariS 1924.
Vatnabygðamenn margir gera
sér háar vonir um íslendingadag-
inn afs Wynyard 2. ágúst f ár. Und-
irbúningur er þegar hafinn fyrir
ailiöngum tíma síðan, og virðist
Vel á veg kominn.
TVrrseti dagsins er séra Harald-
Ur kSigmar, og aðalræðumaðurinn
verður séra Hjörtur .T. Leo, skóla-
stjóri. Ennfremur kemur hr. Gutt-
ormur J. Guttormsson i«káld frá
Hiverton vestur með bundið eða
óbundið mál. Karlakór, sem telur
Vfir tuttugu manns syngur ýms
i>feði áður alþekt og ný lög- undir
stjórn Mrs. B. Hjálmarson. Sú j
uiikia nýung verður ennfremur á
fcoðstólum að leikinn verður ís-
iönzki sjónleikurinn “Tengda-
niamma" sem blöðin beggja miegin
hafsins hafa rómað mjög. Er
leikurinn að sögn, sönn mynd iir
fslenzku nútíma þjóðlífi, og virðist
hvf eiga ágætis erindi inn í hátíða-
iiald þjóðminningardagsins. Verð-
Ur hann ieikinn af Leikfélagi Sam-
i’andssafnaðar í Winnipeg.
^n þetta eru aðeins aðaldrætt-
f'nir. Auk þeirra verða ýms venju-
og sjálfsögð atriði á skemti-
sirránni, svo sem íþróttir og leik-
Ir’ að dansinum og veitingunum ó-
eloynxdum.
-Aftur f ár hefir nefndin afráðið að
n°ta skautahringinn. Mun hún
kappkosta að notfæra sér sem
bezt reynslu sína frá því í fyrra,
og verður nú leik- söng- og ræðu-
pallurinn hafður fyrir miðjum
hliðarvegg. Er álitið að þaðan
muni heyrast greinilega um alt
húsið.
Komi þeir sem koma vilja — fyrst
og fremst fyrir sjálfa sig, en auk
þess í verklegri hollustu við þjóð-
ræknishugsjón ættbræðranna vest-
ur-íslenzku.
F. A. F.
Nýtt landnám.
Herra ritstjóri!
Úg má til að biðja yður um rúm
fyrir fáeinar línur í sambandi við
tilkynning þá, er blað yðar flutti
26. f. m. frá mér, um landsvæði
það suðaustur af Winnipeg, sem
nú er verift að starfræka og byggj-
ast af atorkusömum bændum og
bændaefnum. sem ha'fa f hyjggju
að gera landbúnað að lífsstarfi
sínu. Það hefir vakið allmikia
eftirtekt hjá lesendum blaðsins,
sem naumast er að furða sig á, þvf
hér er um áður óiheyrt tilboð að
ræða. Hafa mér því borist fleiri
bréf um mál þetta, en eg hefi get-
að svarað, auk þess að taka á móti
mönnum á skrifstöfu minni, sem,
komið liafa f sömu erindum. Vil
eg þvf reyna í sem fæstum orðum
að svara fyrirspurnum þessum.
Land þetta liggur, «ins og eg
hefi áður sagt 47 mílur suðaustur
af Winnipeg og liggur járnbraut sú
gegnum það, er fer milli Winnipeg
og Duluth allar götur til Chicago,
og heitir lórnbrautairstöðin þpr
Marchand. Eigandinn selur 160
ekrur lands með húsum öllum og
brunni á fyrir $5.000 og niðurborg-
un vill hann fá $1000. Fleiri lönd,
eða meira land geta menn fengið j
þar ef æskja. Menn spyrja: Tekur (
eigandinn lönd í skfftum? Nei. En j
hann er fús á að taka til yfirveg-1
unar niðurborgunina, og lfða um j
part af því, eða gefa mönnum tæki-1
færi á að vinna það af sér, þeim
sem ]>að geta, því atvinna er þar j
og verður mikil árið um kring við j
byggingar og annað, og kaup borg-
að þar sama og annarsstaðar við
gengst. Landtakandi þarf svo ekki
að ji)orga neitt í höfuðstól eða
skatt af landinu um 3 ár, nema
hann vilji svo, og því sem þá er eft-
ir jafnað á 20 ár röeð 6% rentu.
Þar að auki lánar hann bóndan-
um 10—15 mjólkurkýr, hross og önn-
ur alidýr. akurýj-kjuverldfæri, takj
tygi og annað sem hann þarf að
reka biiskapinn með. Fyrir það
borgar hóndinn með heiming af
rjóma- eða mjóikurtekjum sínum
mánaðarlega. Tekjur af öðrum af-
urðum sem hann selur hefir hann 1
sjálfur óskift. Velkomið er iand- j
takanda að flytja með sér inn íj
nýlenduna alt sem hann þarf til j
búsins og fær hann þá rýmiiega til- j
slökun á niðurborgun í fasteign- j
inni. Alt sem bóndinn kaupir til j
búsins, fær hann með innkaups-
verði, eða fyrit sama verð og það
kostar eigandann þfer á staðnum.
Hvað kostar kýrin? er spurt að.
Eigandinn selur bændum eingöngu
Holstein mjólkurkýr, sem hiaður
með sérþekking á kúm kaupir
austur í fylkjum eða í vesturríkj-
um Bandaríkjanna. Þær eru próf-
aðar gegn sóttnæmi og skráðar
(registered) og selur þær komnar
að burði eða nýbornar á $80.00.
Hann hefir þar nú talsvert af í
kúm þessum og kynbótanaut sem '
kostaði $5000. Þegar frá líður á j
þar ekki að sjást annað kúakyn j
en Hoistein.
Búfræðingur fer á milli bænda, j
gefur þeim leiðbeiningar um með-
ferð á þessum skepnum. Reynir kýr !
þeirra til mjólkur eða smjörfitu,
hvort ekki nái því hámarki, sem
ætlast er til, ef ekki, þá er sú kýr
tekin á burt og önnur leidd inn á ;
básinn. Yfir höfuð á hann að vera
róðunautur bænda um alt, er lítur j
að búskapnum.
Eins og áður er sagt er land þetta
afbragð fjvir Mandaðan Ibiiskap.
Það þarf ekki annað en að iáta
sér detta f hug. að eigandinn hafi
fylliiega gert sér grein fyrir land-
kostunum, áður en hann réð af að
leggja fram þó feikna fjárupphæð,
sem hér þarf til að setja þenna
búskap á laggirnar.
Neyzluvatn er þar á 8—12 feta
dýpi og sumstaðar grynnra — og
hefir það sín áhrif á allan jarðar-
gj-óður. Er þess getið, að það
renni þar í sandkendu jarðlagi, því
svo er það tært og bragðgott.
Eins og áður er sagt, verður ná-
kvæmt eftirlit með því að bænd-
ur fái hæsta verg fyrir allar af-
urðir og enginn svokallaður milli-
maður kemst þar að. Eigandinn
byggir í nýlendunni smjörgerðar-
verkstæði, þar sem þægiiegast er
fyrir bændur, ostagerðarverkstæði
og byggir sláturhús þarna hjá
þeim. Pasteurized mjólkurstofnun
í Wpeg fyrir þá mjólk sem nýlendu
menn vilja selja og þar seld í
stórsölu á hótel og stærri matsölu-
hús o. s. frv. Okrarinn nær ekki
á neinu svæði í nýlendubóndann,
hann hefir þar alt hjá sjálfum sér.
Hann er við landamæri stórborgar,
sem nú teiur yfir 300.000 íbúa —
innan skams Vz miljón.
Hvað heitir þessi maður, og er
hann dólftið efnaður maður?
spyrja menn. Hann er aldurhnig-
inn maður, talinn að hafa umróð
yfir milli 40 til 50 miljónir doilara,
og það sem mikið er í varið, hann
hefir aldrei komið nálægt neinu
fyrirtæki, nema þar sem framtak-
semi og drengskapur hetfir fyigst
að. Hann heitir Davidson, og er
Bandaríkjamaður. Hann segir:
“Drengir! Ef ykkur lízt á að setj-
ast að þarna við Marchand, þá
skal eg iáta ykkur í té alla þá að-
stoð, sem auður og þekking fó ork-
að, þið eruð félagar mínir. eg vil
að við reynumst hvor öðrum góð-
ir félagar, leggið fram það bezta
sem í ykkur felst, svo okkur lukk-
ist fyrirtæki þetta, og þegar þið
hafið greitt mér það fé sem ég
hefi hér lagt fram með 6%, þá eig-
ið þið alt sjáltfir, sem innan ný-
lendu ykkar er”.
3>að er þegar allmikil eftirspurn
eftir þessu landi, einkum þó í
Bandaríkjunum. og má það ekki
dragast fyrir þeim er löngun hafa
á að festa sér þarna land.
Ég held svo að með þessu sé að
mestu leyti svarað fyrirspurnum
manna f bráð.
Ólafur Thorgeirsson.
Frá íslandi.
Frá Kaupmannahöfn er símað ný-
le-ga, að enn sé ekki búið að á-
kveða, hver fara skuli mieð um-
boð Sveins Björnssonar sendiherra.
Blaðið Berlingske Tidende álítur
þó sennilegast. að ráðunautur ut-
anríkisróðuneytisins, Jón Krabbe,
sem hefir og verið sendisveitarrit-
ari íslands í Kaupmannahöfn, muni
taka við stöi'fum sendiherra. Mun
þá um leið sú breyting verða gerð
á, að sendiherraembættið verður
iagt niður, þannig að eftirmaður
Sveins Björnssonar verður aðeins
“Chargé d’Affaires”, eða erindreki
ísiands í Danmörku.
Svíþjóð.
í septemher eiga fram að íara
kosningar til þings og er kosninga-
hríðin nú í algleymingi. Sagt er,
að aldrei muni jafnaðarmenn hafa
verið sterkari þar en nú, og talið
vafalaust, að þeir muni mynda
stjórnina og sennilega róða yfir al-
gjörðum mieirihluta, svo að þeir
geti komið fram því er þeir vilja
En aðalfyrirætlun þeirra er, að
takmarka útgjöld til allra hernað-
artækja á sjó og landi, eins og
mögulegt er, og að lóta ríkið starf-
rækja allar járnbrautir. (Það starf-
rækir þegar mikið af þeim). Um
takmörkun iandhers og flota
komast þeir svo að orði í stefnu-
skió sinni:
Rússneska hættan, sem hervald-
ið notaði, sem grýlu í marga ára-
tugi. er nú með öllu horfin. Landa-
mæri Svíþjóðar og Rnlsslands liggja
hvergi saman. Og nú situr enginn
herskár og landgráðugur Czar að
völdum i Rússlandi. — þar að auki
er sigurför jafnaðarmanna og ann-
ara frjólsræðismanna á Englandi
og Frakklandi, trygging fyrir því,
að þjóðadeilur muni framvegis
verða ieystar á friðsamlegan hátt.
Alþjóðadómstóllinn og alþjóða-
sambandið hefir styrkst mjög við
þessa frjálslyndissigra á Engiandi
og Frakklandi. Yegna þess er nú
öllu óhætt rneð að byrja að afvopn-
ast, og er sjálfsagt að draga það
ekki”.
Hér taiar rödd Hjálmars Brant-
ing, er þykir bera höfuð og herðar
yfir flesta skoðanabræður sína og
samtímismenn.
Sendiherramálið.
Eins og áður hefir verið vikið að
hér í biaðinu, er það nú ráðið, að
Sveinn Björnsson sendiherra segir
af sér embætti sínu í Kaupmanna-
höfn og flytst heim hingað nú um
mónaðarmótin. í tilefni af þessu
hafa ýms dönsku blöðin átt tal við
hr. Sv. Björnsson eða skritfa um
þessi mál. Segir svo um þetta í
skeyti ekkf alls fyrir löngu:
“í viðtölum við ýms blöð, þar ó
meðal “Nattionaltidende”, “Poli-
tiken” og “Berlingske Tidende”,
segir sendiherrann. að uppruna-
lega hafi það verið meining sín, að
dvelja ekki nema tvö ár f Kaup-
mannahöfin sem jpendiherra^ en
honum hafi ávalt fallið dvölin þar
snm vel, að hann hafi átt bágt með
að tfara. Hinsvegar segir hann, að
sér finnist sér nú nauðsynlegt að
hverfa heim, þvf elia sé hætta á því,
að hann hætti að fylgjast m'eð mál-
um ísiands. í viðtalinu við “Berl.
Tidende” segir sendihérrann, að
hann strax frá fyrsta degi veru sinn-
ar í Danmörku hafi mætt velvilja
frá öllum hliðum og fundið sívax-
andi h-aust og samúð í viðskiftum
sambandsþjóðanna. Sé það ánægju-
legt að sjá svo gæfusamlega þróun.
Friður, viðfeldni og einiæg vinátta
sé einkenni sambúðarinnar oig
betra sé ekki hægt að óska. Eftir
líkum ummælum í “Politiken” seg-
ir sendiherrann: “það er skoðun
mín, sem bygð er á reynslu, að fyr-
irkomulagið frá 1918 sé mjög heppi-
iegt”. Blaðið “Tvöbenhavn” segir.
að Sv. B. hafi á mörgum sviðum
unnið ágætt verk fyrir land sitt.
f sambúðinni við Danmörku hafi
hann varðveitt og styrkt hina
sterku samúð, sem ríkir til íslend-
inga af Dana hálfu. Hann var sér-
lega dugandi og geðþekkur fuil-
trúi þjóðarinnar og í aimennu atf-
haidi í Kaupmannahöfn”.
Um sendiherramálið hefir all-
mikið verið rætt og ritað hér
heima og skoðanir nokkuð skifst
um það. Hefir Lögrj. áður rakið
það mál. Ekki er ennþá opinber-
lega kunnugt, hvernig starfi þessu
verður ráðstafað, nú þegar hr. Sv.
B. iætur af því, er taiið líklegt,
að ekki verði skipaður í það sér-
stakur maður, en það hinsvegar
ekki látið falla alveg niður, en ein-
hver sendifuiltrúi hafður í Kaup-
mannahöfn áfram, sem jafnframt
geti þá gengt öðrum störfum til
sparnaðar, meðan á fjárkreppunni
stendur.
(“Lögrétta”).
Fridtjof Nansen «m
Grœnlandsmálin.
vHér í blaðinu hefir áður verið
sagt frá ýmsum þeim umræðum,
sem fram hafa farið f nágranna-
löndunum um Grænlandsmálin svo-
nefndu, eða deilurnar og samning-
ana um þau milli Dana og Norð-
manna sérstaklega. Milli þeirra er
málinu ekki lokið ennþá, en mikið
um Ijþað rætt í báðum löndum.
F.inn þeirra Norðmanna, sem lagt
hefir nokkuð til þeirra mála, er
prófessor Friðþjófur Nansen. Hann
setti fyrir alllöngu fram skoðun
sína á mólinu í blaðinu Tidens
Tegn. Meginatriðin í áliti Nan-
sens eru þessi: Hvorki Danir né
Norðm,enn igeta með sanngi'rni
gert kröfur til hins bygða hluta af
ströndum Grænlands. Réttir eig-
endur landsins eru Eskimóar,
skrælingjamir, og það eru þeirra
hagsmunir, sem úrslitunum eiga að
ráða. Það bezta og réttasta, sem
bæði Danir og Norðmenn og aðr-
ar þjóðir gætu gert, væri það, að
vera ekki að blanda sér í þessa
hluti, en iáta Eskimóana lifa i
friði án íhlutunar fró Evröpuá-
hrifum eða menningu að nokkru
leyti. En þar sem hinsvegar er
ekki hægt að bægja útlendingum
alveg í burtu, meðan einhvers-
konar ábatavon er annars vegar.
segist Fr. N. ekki sjá aðra leið til
úrlausnar, til þess að verjast hrað-
fara og ákveðinni eyðileggingu
Eskimóanna, en þá, að halda uppi
einskonar einkal|ej\fastjórn< svip-
að og Danir hafa gert. Þessi
stjórn er hinsvegar, segir hann,
langt tfrá því að vera nokkur fyr-
irmynd eins og nú er, en hinsveg-
ar má vafalaust bæta hana mikið.
Um afskifti Norðmanna af
Grænlandi segir F. N. m. a.: Mundi
norska þjóðin vera fús til þess að
fórna miklu fé árlega fyrir þann
heiður einan að haifa eignarum-
ráðin yfir Grænlandi. Eg held að
þeir staðir séu til í Noregi, þar
sem hægt væri með meiri hagnaði
að nota það Æé, sem Norðmenn
kynnu þannig að hafa aflögu.
Um austurströnd Grænlands tel-
ur Fr. N. hinsvegar nokkru öðru
máli að gegna. Frá sjónarmiði
þjóðarréttarins telur hann það
mjög óvíst, hver rétt hafi til þess
að slá eign sinni á ónumið land.
Þess vegna getur einnig verið efi
á þvf. hver rétt eigi til austur-
strandar Grænlands. En fyrir
sunnan 67. gráðu norðlægrar breidd
ar tilheyrir landið efalaust Eski-
móunum. Allur suðurhluti austur-
strandarinnar frá Hvarfi og að 69.
gráðu norðlægrar breiddar hefir
fyrst verið rannsakaður og kort-
lagður af þrem dönskum leiðangr-
um. Norðmenn geta, að áliti Fr.
N., ekkert tilkall gert til þessar-
ar strandlengju. Þeir hafa tæp-
lega stigið þar fæti á land. Þar við
gætist svo, að þetta landssvæði
er gildislaust fyrir norska starf-
semi,
Að því er kemur til framtíðar-
möguleika Græniands, taiar Fr. N.
helst um gildi þess sem ferða-
mannalands.
Um deilurnar, sem orðið hafa
milli Dana og Norðmanna um
þetta segir hann m. a„ að í raun
réttri sé spurningin mjög auðleyst,
og það sé þess vegna undarlegt,
hversu mikill hávaði hatfi orðið út
af málinu. Á öðrum stað í grein-
inni segir hann um norsku hreyf-
inguna í þessu máli: það er er að
sjálfsögðu bæði djarft og vonlaust,
að koma fram með skoðanir og at-
huganir. sem brjóta alveg í bága
við það, sem hingað til hefir verið
haldið fram í sambandi við þá
skriðu norskrar þjóðernis- og þjóð-
rétartilfinningar, sem svo margir
góðir Norðmenn hafa orðið hrifn-
ir af og lirundið hefir Grænlands-
málunum af stað. En það, að eg
geri það samt sem áðuT, er af
því sprottið, að eg get ekki bfetur
séð, en að málið hafi verið mjög
einhliða rætt f blöðunum, bæði í
Danmörku og Noregi, og að fólk sé
orðið talsvert ímyndunarveikt f
málinu, hjá hvorum aðiianum sem
er.
(“Lögrétta”).
Copenhagen
Vér ábyrgj-
umst þaS að
vera alger-
lega hreint
og það
bezta tóbak
í heimi
Ljúffengt
og endingar-
gott af því
það er búið
til úr miklu
en mildu
tóbakslaufi
MUNNTOBA K.
Men eru aldrei óvissir um
“@íadiaN (Sjb:4
WHISKY
Sambandsstjórnin ábyrgist aldurinn.
GÁID AD MARKINU Á HETTUNNI.
Vér ábyrgjumst að þessar whiskytegundir hafa dafnað í
eikarfötum í kjallaraklefum og tiltekið er á þessu marki.
LESIÐ MIÐANN Á FLÖSKUNNI.
Þú gerir kaup þín við stjórnarverzlun, og það er trygging
þess, að þú færð það sem þú biður um.
Gufusneytt og helt á flöskur af
1
Hiram Walker & Sons, Ltd.
WALKERYILLE, ONTARIO
Þelr hafa bruggað fínt Whisky siðan 1858.
MONTREAL, QUE. LONDON, ENGLAND. NEW VORK, U. S. A.