Heimskringla - 09.07.1924, Side 6
6. BLAÐSfÐA.
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, MAN. 9. JÚLÍ.
Ekki má sköpum
renna.
SIGMUNDUR M. LONG, þýddi.
Priestly kom út og tók á móti honum. En and-
litið á honum var eins alvarlegt og harmþrungið og á
Giles, svo kom ráðskonan, madama Bowles, sem átti
bágt með að gráta ekki. Herra Burridge stóð við
boKJlöoutíyrnar, niðurlútur og drap titlinga.
Darrel talaði varla orð við neinn af Jaeim, en
hraðaði sér upp á loftið inn í svefnherbergið. Blæi-
urnar voru dregnar fyrir gluggana, til að draga ú:
birtunni.
Ein hjúkrunarkona og læknirinn stóðu hjá rúm-
inu, þar sem Sir Ansor. lá. Hann var grár í andliti,
og augun voru lokuð. Darrel laut ofan að honum,
•g hviíslaði með blíðum róm:
“Faðir minn”!
Læknirinn hristi höfuðið og sagði:
“Hann er ekki með öllu rSði”.
Ðarrel leit á hann angurvær.
"Er — er hann hættulega meiddur”? spurði
hann.
Læknirinn sjálfur var hnugginn. Hann hafði
verið við þegar Darrel fæddist, og studdi nú hend-
ir.ni á axlir hins unga manns.
“Já, það er afarhættulegt, Darrel”, sagði hann,
“það er enginn von með gamla vin minn”.
Darrel kraup á kné, og höfuðið seig niður á
handlegg föðursins. Mínúturnar liðu hver af ann-
ari eins og þær væru heilir tímar. Af og til gekk
læknirinn eða hjúkrunarkonan til hins deyjandi
manns og leit á hann. Það var dauðakyrð í herberg-
inu, og þessi ró, og hálfmyrkr.ð 'þar inni, ollu því, að
Darrel féll í einskonar svefnmók, er sýndist ætla að
vara í það óendanlega, það var reynt til að fá hann
til að koma ofan, og fá sér að borða, enhann hristi
aðeins höfuðið, og hreyfði sig ekki.
Hjúkrunarkonan hvíslaði einhverju að læknin-
um, og þau færðu sig bæði nær honum veika.
“Hann er að fá meðvitund”, sagði læknirinn,
“talaðu hægt og lágt til hans, Darrel.”
Sjúklingurinn lauk upp augunum, og þau lýstu
nokkurri rænu. Hann kom auga á son sinn og þekti
hann. .
“Darrel”, sagði hann með veikum róm, og átti
erfitt með að tala, Darrel, ertu kominn? Það er úti
um mig, drengur minn. Eg er á förumi, það það
var brúna hryssan — og það var henni að kenna.-—
En þú mátt ekki skjóta hana. Það er valinn gripur”.
Nokkur augnablik var þögn, meðan baróninn
íótti í sig veðrið, — svo talaði hann aftur, en var
þyngra um.
“Darrel — góði drengurinn minn, — Darrel —
eg er hræddur — eg er hræddur eg er hræddur —
fyrirgefðu mér, Darrel. aumingja drengurinn minn”,
augu hans voru full af sorg, en það var ekki kvíði
fyrir dauðanum, sem þjáði hann — heldur ótti um
framtíð Darrels.
“Nei, faðir minn, segðu það ekki , sagði Darrel
með gráthjóð í kverkum. “Hvað á eg að fyrirgefa
þér? þú hefir ætíð verið mér ástríkur faðir”.
Sir Anson hreyfði höfuðið lítilsháttar, og veik
stuna Ieið yfir varir hans.
“Nei, nei — ekki nógu góður, Darrel”, þrengdi
sér með erfiðleikum yfir hans nábleiku varir. “Eg
hefi — eg hefi verið — ógaötinn, en fyrirgefðu mér,
Darrel, og — og gleymdu mér ekki”.
Það voru Sir Ansons síðustu orð. Fingurnir, sem
voru utanum hönd Darrels, urðu smám saman afl-
minni, og Darrel fann dauðakuldann færast nær.
Loksins fékst hann til að fara úr hérberginu. Hann
settist að í bókahlöðunni, og starði hugsunarlaust út
í bláinn, en klemdi saman hendumar, af alefli, og
með því Ieitaðist við, að láta ekki hina þungu sorg,
sem hvíldi á honum lama til fulls þrek hans og vilja-
kraft. Honum runnu í hug allir hinir farsælu dagar,
sem hann hafði verið hér með föður sínum, sem
hafði verið honum se mvinur hans og félagi. Hann
skildi það ekki, að nú væri hann dáinn, þessi fjör-
ugi og síglaði maður, væri nú þagnaður í dauðanum.
Daginn eftir hina rausnarlegu og fjölmennu jarðarför
þar sem hluttekningin var svo almenn, að flestir er
lifðu þar nærri voru til staðar, þá var Darrel einn
inni í bókhlöðunni, hugsandi um gamla daga, og
honum fanst næstum, hann heyra málróm föður síns
og hið Iipra göngulag þegar hann gekk gegnum höll-
ina með hundana á eftir sér. Allir gestimir sem
voru við jarðarförina voru nú farnir, en Darrel sat
þarna einn saman, og hugsaði um raunir sínar.
Hann vaknaði af þessum þunglyndisdraumum við
það, að bankað var á dyrnar, og herra Burridge kom
inn.
Fyrir þálfum tíma síðan, hafði hann lesið upp
erfðaskrá Sir Ansons, sem hafði verið samin, meðan
Darrel var í æsku. Darrel hafði slælega tekið eftir
því sem Burridge Ias upp, með sínu leiðinlega lestra-
lagi. Hann vissi ekki betur en að Burridge væri far-
inn heim, og varð því hverft við, er hann kom inn.
“Er það nokkuð áríðandi”? spurði Darrel þreytt
ur.
“Nei, herra Darrel,” svaraði Burridge. “En það
var annað, se meg ætlaði gjarnan að tala við yð-
ur um.”
Hann stóð innan við dymar, í sínum vanalegu
stellingum, niðurlútur með hangandi handleggi, og
opnaði og krepti hnefana til skiftis. Það var eitt-
hvað við hegðan mannsins, sem Darrel líkaði ekki
j og leiður yfir heimsókninni spurði hann óblíður í
málróm:
“Gerið svo vel og takið yður sæti — en með
leyfi að spyrja, hvað vilduð þér mér?”
“Það Var viðvíkjandi herragarðinum”, svaraði
Burridge, og settist á stól, með hendurnar á kviðn-
um, og beindi svínsaugunum á Darrel, með lymsku-
legu yfirbragði.
“Eg hugsaði að ef til vill, vilduð þér segja mér
hvað þér ætluðu yður að taka fyrir framvegis, Sir
Darrel?”
Darrel horfði á hann, eins og hann skyldi ekki.
“Hvað eg ætla mér að taka fyrir framvegis!
Hvað meinið þér með því, herra Burridge? Eg l'ík-
lega yfirgef herþjónustuna.” Hann stundi við, því
hann hafði unað sér vel í þeirri stöðu, og þótti vænt
um hana, og sambúðina við félaga sína, bað mundi
vera honum hrygðarefni að skilja við herdeildina, en
hann hlaut, samkvæmt skyldu sinm að flytja til
Summerleigh Court. Hann var nú Sir Darrel, og um
sjónarmaður eignarinnar. Já, hann vildi reyna að
feta í fótspor föður síns og gera skyldu sína.
“Nú, er það hugmyndin?” spurði herra Burr-
idge, með sérkennilegum rónu
“Já, það er yður sjálfum kunnugast. En — i :<é
datt í hug eins og nú stendur á, að þér mynduð t
verða kyrr í hernum, og það væri bezt fyrir yður,
en þér vitið betur en eg”.
“Eg hefi ekki tíma til þess”, sagði Darrel, utan
við sig. “Eg verð að vera hér og gæta skyldu minn-
**
ar .
Burridge ræskti sig, og belgdi upp andlitið.
“Eg er hræddur um, að þér skiljið mig ekki veru
lega, herra — Sir — Darrel”, sagði hann. “Eg
hélt að þér hefðuð grun um, hvernig sakir standa. En
það væri máske réttara að eg kæmi aftur á morgun
.— hvað segið þér um það?” tók hann fram í fyrir
siálfum sér, og gerði sig líklegann til að standa upp
af stólnum, en Darrel benti honum að sitja. “Hvað
er það, sem þér eigið við?” spurði hann óþolinmóð-
ur”, hvers kyns sakir eru þetta? Hvað sem það er,
komið þér með það. eg vil helzt fá upplýsing um
alt sem mér er nauðsvnlegt að vita, því skyldu-
rækinn vill eg vera. Fráfall föður míns kom svo
hastarlega og mér óvænt. En gerið svo vel að segja
mér hvað um er að vera”.
“Já, það er líklega það bezta”, sagði Burridge,
og skaut til neðri vörinni. “Eg verð að segja yð-
ur hvernig ástatt er, og þó mér þyki leiðinlegt að
verða að segja það, þá eru kringumstæðurnar hinar
verstu, því faðir yðar hefir veðsett eignina. Þegar
Sir Anson tók við herragarðinum, voru á honum af-
armiklar skuldir, og Sir Anson hélt áfram sömu stefn
unni, eg gerði það sem eg gat að sýna honum fram
á, að þetta gæti ekki gengið til lengdar. Honum
sýndist að meðan hann gæti fengið peninga út á
einhvern blett af fasteigninni, væri öllu óhætt. Eg
skal ekki hallmæla honum fyrir það — ”
“Segja nokkuð misjafnt um hann”, sagði Darr-
e! með þykkju svip, og snerpu í augunum. Vogaði
hann þessi maurapúki að brúka niðurlægjandi orð
um föður Darrels?
“Eg sagðist ekki ætla að segja neitt ílt um hann
herra Darrel,” sagði Burridge. “Þetta var náttúr-
úra hans og lundarfar, sumir eru fæddir til að gefa
út peningana, og aðrir til að safna þeim. Það er
mikið hægt að segja, Sir Anson til afsökunar”.
“Til afsökunar!” hafði Darrel upp eftir honum,
sem varla trúði sínum eigin eyrum, var maðurinn
frávita, að tala þannig um hinn dána húsbónda sinn.
“Hann hlýtur að hafa verið írskur að ætt”, hélt
herra Burridge áfram, þó hann vissi að Darrel líkaði
þetta ekki. “Nú í öllu falli gerði eg það sem eg gat
t i að aftra honum frá að eyða, en það hafði ekk-
ert að segja, hann hlaut að ráða, enda þó eg marg
oft sýndi honum hve: úrslitin yrðu. þvf nú er öllv
lokið, og það kemur niður á yður, Sir Darrel”.
Darrel var nú farinn að skilja, hvað Burridge
me nii. Hann hleypti bn'inum reis’d sig við í stoln
um, og sagði íólegur:
“Hvað er það þá eiginlega, sem þér eruð komn-
!r til að segja mér, herra Burridge? Mér skilst það
muni ekki vera neitt gott, en samt gerið svo vel, að
tala skiljanlega".
“Já, það skal eg gera”, sagði Burridge, og
hneigði sig 1 tilsháttar, tilfellið er Sir Darrel, að Sir
Anson er gjaldþrota. Erfðaskráin, sem eg las nýlega
er ekki virði pappírsins, sem hún er skrifuð á, af
þeirri ástæðu, að ekkert er til, Sir Anson hefur veð-
sett alt — alt — hvert fet af jörðu, byggingar, reið-
hesta, — alt, jafnvel búshlutina.” Haann leit í kring
um sig með rannsóknarsvip.
Darrel horfði fast á hann, og krepti hnefana að
stólnum, því það leyndi sér ekki, að Burridge var
glaður í anda yfir þessum málalyktum.
“Það er þá meining yðar, að eg sé félaus ,
sagði hann rólegur bæði í róm og tilliti, og skyldi
hann ekki verða sjónarvottur, að því að Darrel Iéti
hugfallast.
“Já, — eg er hræddur um það”, sagði Burridge
í sama tóm, eins og þegar hann var að selja eignir
fátæklinganna á uppboði, eg er hræddur um, að
þegar alt er borgað, verði ekki svo mikið sem einn
skildingur eftir handa yður — þvert á móti”.
“Eg skil það ekki”, sagði Darrel stillilega. “Þetta
hús, og jörðin, heyrir mér þó til, það er ættareign,
eða er það ekki svo, herra Burridge?”
Herra Burridge hristi höfuðið.
“Ekki nú”, sagði hann, “það hætti að verða
erfðafé eða ættareign á dögum afa yðar, hann var
— eins og Sir Anson”.
Það varð stundar þögn. Darrel sat hreyfingar-
laus, en á þessum augnablikum breyttist hann ger-
samlega; hann var ekki lengur hugsunarlaus, og
kærulaus unglingur. Ef Burridge hafði gert sér von
um, að Darrel yrði alveg niðurbeygður, þá brást
honum það algerlega. Darrel var að sönnu fölur,
og hrukkurnar á enninu á honum með mesta móti.
En hann herti sig upp, og horfði fast og stillilega á
þenna mann, sem hafði verið leynilegur óvinur
þeirra feðga, og árum saman unnið að eyðilegging
þeirra, það var ómögulegt, að sjá, að hann hefði
beig af þessum lymBka mótstöðumanni.
“Það eru alvarleg tíðindi — fyrir mig, herra
Burridge”, sagði Darrel loksins. “Þér segið, að
eignin sé veðsett og eg öreigi. Hver hefur hand-
sölin og hver á hjá mér alla þessa peninga — sem eg
get ekki borgað, eftir því sem þér segið?”
Burridge leit undan. ?
“Það gerir minst til”, sagði hann hikandi.
“Eg vil fá að vita það”, sagði Darrel með hægð
inr’.
“Ur því þér endilega viljið vita það”, svaraði
Burridge og ypti öxlum, “þá er það — eg”.
18. KAPÍTULI.
Darrel kom þetta ekki á óvart. Hann mintist
nú margra smá atvika á fyrri tímum — orða á
stangli milli föður hans og Burridge, ýmsrar ósvífni
sem Burridge hafði í frammi, — og nú mundi hann
einnig hótanirnar, sem Sampson brúkaði úti fyrir
Savoy, og svo glósurnar, sem Lafði W»stlake sló
út um föður hans, fátækan barón, hann furðaði sig
ekki yfir þessu. En gremjan sauð í honum yfir
þessu tvöfalda hrekkjaspili Burridges, og svikin
og undirferlið, sem brúkað var til að lokka föður
hans í klærnar á þessu skrímsli.
Darrel sjálfur var ekki mikið inn í fjármálum,
en lítilsháttar skildi hann þó.
“Þér segist hafa í höndum allar skuldakröfurnar,
og alt verði svo selt þér fáið það sem þér eigið til
góða?” spurði hann.
i' Herra Burridge hneigði sig. Fagnaðarglamp-
inn í augum hans leyndi sér ekki. Mörg ár hafði
hann með ánægju vonast eftir þessu augnabliki,
sem nú var komið, og naut nú ávaxtanna, er koma
til þeirra, sem hafa þolinmæði að bíða, eins og m’ál-
tækið segir.
“Alt verður að seljast”, sagði hann í kvörtunar-
róm. En eg er hræddur um, að það hrökkvi ekki
til. í seinni tíð hefir alt lækkað í verði svo eg er
sannfærður um, að eg verð fyrir stórkostlegum
skaða. Eg hefi dregið söluna í lengstu lög, en nú má
ékki heldur draga það lengur”.
Darrel var ekki svo einfaldur, að hann sæi ekki
hvað Burridge hefði verið að fara, og að honum
hafði heppnast það alt of vel, hann var dreyrrauður
í andliti og augun loguðu.
1 “Þér hafið einsett yður að kaupa jörðina, og
verða eigandi að öllu saman, yður langar tii að verða
húsbóndi hér”.
Herra Burridge ypti öxlum, og reyndi með dap-
urlegum svip að sannfæra Darrel um, að hann væri
einskonar píslarvottur í þessu máli, sem liði óbæt-
anlegt eignatjón vegna vinar síns.
“Já, svoleiðis gengur það”, sagði hann. Eg tel
víst, að enginn vilji borga svo mikið fyrir það, og
eg hlýt að verða fyrir stórfeldu eignatjóni”.
I þessu augnabliki heyrðist skóhljóð úti fyrir
hallargöngunum. Bókhlöðudyrnar voru snögglega
opnaðar og Sampson Burridge stóð á þrepskildinum
Hann hikaði við lítilsháttar, en snaraðist svo inn.
Hann hafði líka þráð þetta augnablik og var nú kom-
inn til að njóta þess. Til að hressa sig hafði hann
tekið sér gott glas af whisky, og hans pokamynd-
uðu kinnar — alveg eins og á föður hans, — voru
með rauðasta móti, og samsvöruðu hárlitnum. Hinn
ófríði munnur, var enn ógeðslegri fyrir stoltlegt
háðbros, og hin smáu augu báru óhrekjanlegan vott
um illkvitni og kæruleysi.
“Eg vona að eg geri ekki þessum herrrum, sem
hér eru ónæði”, sagði hann svo kompánlega, að
Darrel gramdist stórkostlega.
“Það korn símskeyti til þín í dag, gamli minn,
og mér til gamans kom eg með það hingað, því eg
gekk að því vísu að þú værir hér. Gott kvöld, herra
Frayne. — Eg bið afsökunar, Sir Darrel. Nú þér og
gamli minn sitjið hér, masandi viðvíkjandi dánarbú-
inu. Hafið þér fengið upplýsingar viðvíkjandi eign-
inni? Já, það er leiðinleg saga, það kom yður á ó-
vart — hve? — Að sönnu hefi eg vitað nokkuð um
þetta, fyrir lengri tíma, en það var svo Iagað, að
því var ekki fleygt á víðavang. Darrel horfði á
hann rólegur. Þér sögðuð mér það — eins afdrátt-
arlaust og framast var unt — inn í London um dag-
inn”, sagði hann stillilega. En þá skildi, eg það ekki
rétt.
“Þér eruð komnir til að tala við föður yðar.
Gerið svo vel. Eg vil ekki tefja yður”.
“Ó, það gerir ekkert til”, sagði Sampson.
“Verið þér kyr, herra Frayne — Sir Darrel. Húsið til-
heyrir okkur ekki — enn þá.”
Darrel fann sárann sting í hjartanu.
“Nei, það er þó satt”, sagði hann, “það er ekki
komið í ykkar eign ennþá. I það minsta er eg eig-
andinni í dag, þess vegna getið þið farið sem allra
fyrst báðir”. Um leið benti hann þeim á dyrnar,
hvítur í andliti með brennandi augu. Gamli maður-
inn brölti á fætur. Á þessu augnabliki gerði þræls-
eðlið vart við sig. Hann stóð um stund niðurlútur
og gekk svo fram að dyrunum. En Sarrtpson, sem
whisky-ið gerði hugrakkari, setti á sig þrjóskusvip,
stóð kyr, lagði hendina á öxl föður síns og glápti
ósvífnislega á Darrel.
“Ó-já, ætíð eruð þér nógu hreykinn”, sagði hann
“það er eins og þér væruð gósseigandinn, sem rekur
okkur út, eins og betlara, bíðið bara við. Nú förum
við, en komum bráðum aftur, og þá verðum1 við
þeir, sem hér ráðum, þér og hinir háttvirtu ætt-
i 'ugjar yðar, eru búmr að vera, það erum við, sem
i þér megið þakka fyrir, að þetta hefur dregist svo
lengi. Við hefðum getað verið búnir að sparka
ykkur út fyrir löngu. Er það ekki satt, gamli
minn?”
Haltu saman á þér munninum, Sampson”, sagði
Burridge.
“Já, það er vandalítið að segja svo”, tók Samp-
son fram í. En hvað lengi á maður að þola þenna ó-
jöfnuð. Eg geri það ekki. Láttu hann hugsa sig
um þenna herramann. Hann er í skuld við okkur,
samt getur hann aldrei borgað. Hefur hann ekki
gáð að því, að árum saman hefur hann lifað af náð
okkar; já, Iifað á okkur, hvað sem yður sýnist, Sir
Darrel, þá er það svona, þér getið nú íhugað þetta
um stund”.
Dar*-e! !ét hercVaa s'ga, og settist <’ stólinn. Ekki
er ómöguiegt að Burrdge, — þ<ó vondur væiri ________
hafi legið við að finna til, er hann sá hvað Darre!
tók þetta nærri sér. En hann ýtti Sampson óblíðlega
; fram að dyrunum, og er hanh sá Darrel eyðilagðan
í stólnum tautaði hann:
“I annað skifti getum við talað um þetta, Sir
Darrel; frrrðu nú Sampson”.
Dyrnar lokuðust eftir þeim, og Darrel hafði nú
tækifæri að sökkva sér niður í örvæntinguna. Hann
| Iaut nið,ur að borðinu, lagði höfuðið á handlegg-
inn og stundi þungann. En aðeins eitt augnablik
Hann var ungur, og svo var hann Freyne. Það var
1 eins og karlmannleg hvetjandi raust, innvortis, sem
kallaði til hans, og hann svaraði. Hann stóð upp
ekki vel styrkur í fótunum, en viljinn var einbeitt-
ur, þetta hafði verið voðalegt áfall fyrir hann, en
ekki vildi hann samt Iáta hugfallast. Feðraeign hans
æskuheimilið, sem hann elskaði svo innilega, var
tekið af honum, hann var nú framandi, eins og út-
lendingur, þar sem hann hingað til hafði verið sem
húsbóndi og heimamaður. Hann var, eins og herra
Burridge hafði sagt, fátækur. Etmþá átti hann samt
æskuna, þrekið og kvenmann, sem hann elskaði. —
I sömu svipan dundi yfir hann sem reiðarslag þessi
skelfing, sem hafði mæ,tt honum, Cynthia hafði líka
yfirgefið hann. Alt var farið, ekkert eftir. — Nei,
| alls ekkert.
Hann bar þá spurningu upp fyrir sjálfum sér.
Mundi hún, er hún skrifaði þréfið til hans, haía
i vitað að hann var allslaus? þeirri spurningu gat han:
ekki gefið rúm í hjarta sínu. Cynthia, æskuvina hanf
svo fölskvalaus og hreinhjörtuð, eins og þar lægi
í fyrir honum opin bók. Að hún sneri við honum
bakinu, þó hann þekti h-m. Nti það var ómögulegt
j svo vel þekti hann hana. Lafði Westlake vissi eitt-
hvað um það, og það hafði Cynthia verið látin vita.
I ölæði sínu hafði Sampson haft í hótunum við
| hann á opnu stræti. Ekki ómögulegt, að Cynthia
hefði heyrt það. En hins vegar hefði hún vitað
| nokkuð um það, þá var það fjærri sanni að hún
heíði trúlofast honum, en hafnað Lord Northam.
Hann gekk um gólf í herberginu, í margvísleg-
um hugsunum. Eitt augnablik sakfeldi hann
Cynthiu fyrir hörku, eigingimi og trúleysi, og í sömu
svifum fríkendi hann hana fyrir öllu þessu. En til-
fellið var, hverjar sem orsakirnar voru, þá var það
S óneitanlegt, að skilnaðurinn var frá hennar hendi
kominn. Að hann var fátækur, var ærin orsök til
j þess, að hann mátti ekki hugsa til að hún yrði kona
hans. Hún var töpuð honum — og langt yfir það.
Miðdagsverð borðaði hann einsamall, eins og
j oft kom fyrir. En hann neytti ekki mikils. Priestley
1 sýndi honum innilega umönnun og vinnuhjúin litu
til hans með hluttekningu, Darrel áleit það sjálfsagt.
að láta hinn gamla kjallaravörð vita, hvað tilstæði
í þegar eftirmaturinn var kominn á borðið og Priest-
j ley ætlaði að faYa frá honum, sagði Darrel við hann
j með róm, sem hann kappkostaði að hafa rólegann.
“Það er réttast, að segja þér eins og er, Priest-
i ley, eg er á förum héðan, og kem ekki aftur. Eg tel
( víst að eignin verði seld.”
Prestley hafði verið hjá Fraynes, síðan hann var
1 drengur. Fyrst vikadrengur, svo vinnumaður. Her-
bergisþjónn og kjallaravörður, — stundi afarþungt
“Ó, herra Darrel!,’ hrópaði hann, “eg bið afsök-
unar, Sir Darrel, — “er það virkilega satt, sent
sagt er, að — að — ?” ,
“Að eg sé gjaldþrota, — já,” sagði Darrel ró-
legur, en þó með niðurbældri hugsýki. “Já, það Ht'
ur út fyrir að vera satt, Priestley, herra Burridge •
“Eg þoli ekki að heyra þann mann nefndann a
nafn, Sir,” tók Priestley fram í, mjög æstur í skapi-
“Það er alt saman hans verk. Mig hefir lengi grun-
að það — ”.
“Eg er hræddur um, að það hafi ekki verið að
ástæðulausu. En nú skulum við ekki tala um það<
Mér þykir fyrir, að fara frá yður, Priestley. En eg
fer héðan, og kem aldrei aftur”.
Darrel rétti honum hendina. Priestley tók a
móti henni, en tárin runnu niður vanga gamalmenn-
isins. Honum hafði þótt vænt um Sir Anson. En Dafr
el hafði hann helgað ást sína, og hjarta, frá þein]
degi, er hann í fyrsta sinni hafði hinn litla drenj? J
faðmi sínum, og sú hugsun, að Darrel væri oreign
var hræðileg fyrir hinn gamla heiðursmann.