Heimskringla - 20.08.1924, Blaðsíða 2

Heimskringla - 20.08.1924, Blaðsíða 2
I. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 20. ÁGÚfST, 1924. Minni íslands, 2. Ágúst 1924. Að minnast þín ísland, það er okkur kært Sem útlegðar dóminn að verðlaunum hlutum, Við höfum þinn manndóm um heiminn út fært Og hagsæld af þjóðerni alstaðar nutum. Það gleður það hjarta, sem síðan er sært, Að sanngirnis lögskyldur af okkur brutum. Vér munum þig ísland með hugljúfri hrygð Og hugsum oss mynd þína um eilífð að geyma, Hvað helg er þín frjálsasta fjalladalabygð Því fegurðar blómskrúði enginn mun gleyma, Það minnir á' hetjunnar hreinlund og dygð, Því hugsjónir dýrastar eigum við heima. Við heitstrengjum glaðir að muna þitt mál, Þá mætustu feðranna hreimfögru tungu, Sem uppvakti hugsjón í unglingsins sál, Að endast sem hetja í mannraunum þungu; Það hljómaði fagurt, sem stæltasta stál Þá stormar í lífinu feigðaróð sungu. Við syngjum þér hjartfólginn útlegðaróð, Með unaðarbrosi og saknaðartárum, Því ennþá við munum þín afburðaljóð, Sem ort voru í gleði og hörmungum sárum, Því eilífðin geymir þann andlega sjóð, Sem ávaxtast hlýtur á komandi árum. Með kveldsólar geislunum hugsum við heim, Því helgustu vonir í ljósinu búa Við trúum á máttinn í manndómi þeim, Sem mætir því örðuga kann ekki að flúa, Sem verður ei þýlyndur þræll fyrir seim, En þorir að sannleikans ljósgeislum hlúa. Við hyllum þig móðir með hrímkalda brá Og hájöklaraðir í ársólar ljóma, Vér gleymum þér ekki þó færum þér frá í fjarlægu vestri þér lofsöngvar óma, Og alt sem að frægð þína útbreiða má, Við elskum og virðum, sem heilaga dórna. Sigurður Jóhannsson. ___________ -.......J Tíu daga túr. MOTTfti Þótt þú skammförull skjögrir, Yfir skritiur og hraun; BerSu ekkert úr býtum Nema blltur og kaun. Af hendingu heyrði eg þessar hendingar mæltar fram nú nýlega. Eanst mér Þær fela í sér nokkuð »em vert er að athuga, og set eg þær því hér. En það er upphaf þessa máls, að vin minn, J. G. Breiðdal, langaði til að beimsækja æskustöðvar sínar í Islenzku bygðinni í Norður Dakota. Voru 18 ár liðin síðan hann kvaddi þá bygð, og því tími til kom Inn að endurnýja fornan kunnings- skap. Vildi hann fara i bifreið og fá samferðamenn, sem rúm væri fyrir. En svo var allur lýður önnum kaf- inn, að engan gat hann fengið, þótt frítt far væri boðið. Leit því helzt út fyrir, að hann yrði ann- aðhvort. að hætta við förina, eða fara einn, og var hvorugt æskilegt. Fyrir 2o árum eða svo, kom fjöldi fólks frá Dakota og setist að í þess- ari bygð — Vatnabygð. — Var þá hér ónumið hið friðasta land, hlað- ið frjómagni miljóna alda. Kom það 1 Ijós, að það var létt að fá þrí- Gullaldarbragur er nú úr sögunni. Við byrjum ferð okkar með því, að fara eins og leið liggur, suður til Qu’ Appelle. Er náttúrufegurð þar talin með þeim mestu í Sask- atchewan. En þar, sem við höfum áður séð þá dýrð, og ferðinni var lengra heitið, þá stönsuðum við þar ekki. Héldum áfram til Ind- ian Head, og náðum til Wapella, seint um kveidið. Næsti áfangi var Brandon, Man. Dvöldum við þar hálfan dag og nótt. í Bran- don hafði eg átt heima fyrir 35 árum. Þá nýkominn unglingur ut- an af Islandi. Kannaðist eg Því við alla staðháttu, þótt nú sé sú borg stærri, fjölmennari og feg- uri. Voru um eitt skeið töluvert margir Islendingar þar, eru nú víst fáir, þó hitti eg þar nokkra. og var mér sagt um fleiri, sem eg hafði ekki tækifæri að heilsa. Lögðum við á stað þaðan með “fullri ferð” eftir hinum ágæta vegi, sem heitir ‘‘Sólskinsvegur”. og liggur lengra en eg veit suður í Bandaríkin. Stönsuðum við í Crystal City, til að fá leyfi til að fara yfir landamærin. Gekk það alt greiðlega. Var okkur sagt, að við yrðum að heilsa upp á toll þjóninn í næsta bæ fyrir sunnan tugfaldan ávöxt af því er sáð var og irteira, ef illgresi var sáð. — HJefi eg orðið kunnugur mörgu af þessu fólki, en ávalt orðið að þegja, eins og þorskur, þegar það hefir talað um Dakota, því þangað hafði eg aldrei komið. Eg lét því ekkl Breiðdal þurfa að nefna það tvisv- ar, að verða sér samferða, heldur bjó mig í snatri, og lögðum við á stað um hádegi þann 6. júlf s. 1. Ekki er hægt að segja, að við lentum í neinni torfæru eða æfin- týrum, eins og Bgill í Bjarmalands för sinni. Enda datt okkur ekki í hug. að borga greiðvikni þeirra’, hýstu okkur með því, að sneiða af þeim skeggið við hökuna, og krækja úr þeim augað, eins og sag- an segir, að Egill hafi gert við Ár- móð forðum. Enda eru gestgjaf- ar orðnir svo varasamir nú á dög- um, að þeir fylla ekki gesti sína á súru skyri og sterkum mjöð, þang- að til gestimir annaðhvort af of- fylli, eða þrælmensku, spúa öllu aaman framan í þá aftur. Nei, sá línuna. Vorum við nú hálfsmeikir um, að sá piltur mundi gera okkur ein- hvem grikk, kannske sneiða af okk- ur (hökuskeggið, eða krækja úr okkur augað, að minsta kosti mundi hann þukla alt okkar dót og láta okkur sverja þess dýran eið, að það væri ekki ásetningur okk- ar að sprengja upp “Hvíta-húsið”, eða gera annan óskunda f rfki “Jónatans frænda”. Af forsjálni hafði eg stungið flösku af “Home- brew”-tei í tösku mína, er eg fór að heiman, þótti okkur nú vissara að drekka það, ef ske kynni, að það væri á móti lögum, að flytja te f flöskum yfir landamærin. Vorum við nærri búnir að sprengja okkur á teinu og komum því, að mlnstakosti hálffullir fyrir hans herlegheit — tollþjóninn. En allur okkar ótti og vaníð var að óþörfu, því hann skoð aði ekkert af okkar dóti, spurði okkur ekki einu sinni að heitl, og þegar við sögðum honum, að við kæmum frá Foam Lake, þá sagðist hann þekkja þann stað, því þar væri einn af sínum nánustu ætt- ingjum grafinn. Hann sagðist þekkja Árna Eggertsson í Winnipeg, dr. G. Finnbogason á íslandi, og einhverja stórmyndarlega íslenzka konu„ sem væri gift enskum manni. Hann sagði að við mættum fara í friði um öll Bandaríkin, “og” bætti hann við, “ef þið komið sömu leið til baka, þá skuiuð þið ekkert hafa fyrir því, að koma fyrir mín augu.” Þótt okkur fyndist það nú nokkuð tvfrætt kompliment, þá létum við það þó svo vera, og þut- um á stað. En hálf einkennilegt fanst okkur nú þetta alt saman. Hvað kom Árni Eggertsson, Dr. Finnbogason, myndarlega konan og dauði ástvinurinn þvf við, hvort við mættum ferðast sem frjáisir menn um Bandarfkin e<5a ekki. Þetta var nokkuð sem við botnuðum ekkert f. Hann hafði ekki skoðað dót okkar; spurði ekki um nafn eða þjóðerni. Lét það duga að við kom- um frá Foam Lake, og hann þekti Áma Eggertsson, og svo frv. Við höfum ekki enn komist as neinni niðurstöðu um^. hvernig á þessu stóð, nema ef vera skyldi, að teið hans hafi verið betra en okkar. En hvað um það, þá vorum við samt sem áður himinglaðir að sleppa. Létum bifreiðina þjóta á leygiferð suður á bóginn og ætluðum við nú til Langdon, þá um kveidið. Hrað- gert. Við skyldum nú sýna honum það, að við værum frómlr líka og skila honum brúsanum aftur, hvað sem hann segði. Gekk það nú greiðlega að komast þangað sem bifreið okkar hafði stansað og endurnæra hana á lífsins legi. Komum við því brátt til baka á bæ hins greiðvikna bónda, og mæltist eg til þess við nafna mínn, að hann skutlaði brúsa á grasflötinn fyrir framan húsið. Var hann fús til þess; tvíhenti brúsann og lét hann fara, en varaði sig ekki á, hve iágt var undir þak bifreiðarinnar, svo brúsinn rakst í umgjörð þaks- ins og brotnaði þar mélinu smærra. Þótti okkur afdrif hans bæði ill og forosleg. Gátum þó ekki aðgert. Héldum sem leið lá til næsta þorps, og gistum þar, það sem eftir var nætur Um morguninn fréttum við, að ef við hefðum' haldið lengra eft- ir hinum ágæta ‘Sólskinsvegi”, þá hefðum við lent að iokum, suður við “Skollavatn” (Devils Lake), sem var aigerlega úr okkar leið. En það er líkt mönnunum þetta, að láta þann veg, sem til Skollans liggur heita “Sólskinsveg”. Komumst við nú á rétta götu til Milton og þaðan til Gardar, N. Dak. Um þrjá daga dvöldum við í ís- ienzku bygðinni. Ferðuðumst frá Gardar að sunnan, til Svoid, að norðan og heimsóttum alimarga bændur. Var það ekki fyr en á ara og hraðara þutum við yfir land- j sunnudag um kl. 3 e. h., að við fórum ið, eftir rennisléttum veginum. Sól frá Cavalier, N. Dak., áleiðis til in var að síga til viðar og kveld- Winnipeg, Man. Yfir iandamærin goian að verða naprari og napr- ari. En til Langdon skyldum við þó ná. Framundar var járnbrautar- stöð sem við nálguðumst óðum. Ekki var það Langdon, svo við þut- um í gegn, sem ör af streng. Napr- i ari og naprari varð golann, svo mér ! fanst það heiliaráð að leggja yfir mig kápuna. Þegar eg þýt yfir landið á góðum | akvegi, þá kemur þessi partur úr ; hinni alkunnu rokkvísu mér oft í hug: “Eg sit í hægu sæti og sveifia rokk með kvikum fæti”, og eins var nú, því nafni minn var við stýrið, svo eg hafði ekkert að gera nema hiusta á suðuna í rokknum, sem jókst og þverraði eftir því sem hraðinn varð minni, eða meiri. Yf- ir mig færðist nokkurskonar draum- værð, sem var á hæsta stigi, þegar eg tók eftir því, að vélin hætti að ganga, og bifreiðin stansaði: “Olíu- laust”! hrópaði Jón. “Andskotinn” sagði eg, og mundu sumir kalla það að vakna við vondan draum. Já hér var ekki um að villast við vorum strandaðir á sléttunni, og nú kom- ið fram á nótt. En það var ekki tii neins að fást um það, hitt var litum ekki á sumt af því, sem þar fórum við í Gretna og gekk það all- greiðlega. Mest af leiðinni fórvun við eftir vegi þeim, sem nefnist “Pembina Highway”. Er það sá bezti vegur sem völ er á, og betra að aka eftir honum, en Katt- arhryggjunum í okkar eigin bygð. Eftir því sem nær kom WTinnipeg- borg, fjölgaði þeim, sem á móti okkur komu. Vissum við ekki vel, hvort þeir voru að koma á móti okkur, til að bjóða okkur velkompa, eða að flýja borgina, af því að þeir hefðu heyrt, að við værum á leið- inni. Gátu og líka verið aðrar or- sakir til þessa útstraums úr borg- inni. Þess urðum við líka varir, þeg- ar til miðpunkta borgarinnar kom, að ekki höfðu allir farið út, þvf svo var mikill mannfjöldi þar á götun- um, að okkur fanst, að við gætum vart þverfótað. Reyndum við að leita uppi íslenzka kunningja okk- ar, en tókst ekki. Við tókum þvf það ráð, að koma bifreiðinni f góð- ra manna hendur, og fela okkur gestgjafa til varðveizlu yfir nóttina. Ekki fanst okkur þ’að sæma að fara svo frá Winnipeg, að við nú fyrir hendi að tinna ráð sem dygðu, til að komast til manaa- bygða. Mundum við þá, að við höfðum farið framþjá bóndabæ, ekki alls fyrir löngu, og héldum það mundi heillaráð að leita þangað eftir olfu eða gistingu. En þegar þangað kom, var enga olfu að hafa. Leituðum við því lengra til baka, og komum brátt að öðrum bónda- er talið markvert. En án leiðsögu- manns var það Iftt mögulegt. Réð- um við þvf fyrst, að leita uppi skrif stofur fslenzku blaðanna. Komum við iýrst að "Heimskringlu”, og síð- an að “Lögbergi”. Var ritstjóri “Lögbergs” svo gestrisinn, að hann ók með okkur um borgina í klukku. tfma, eða svo; benti okkur á helztu mannvirki, og gaf okkur skýringar bæ, vöktum við þar upp og sögð-1 á því ,sem fyrir augu bar. Fór svo um erindi okkar. Brást bóndi vel j með okkur heim tll sín, til miðdags- við og kvaðst muni geta látið okk-1 verðar, og gaf okkur holl ráð til ur hafa "gallon”. Nú þegar hann frekarl ferðalags um borgina. M'átt- sá að við höfðum ekki ílát fyrir um við nú segja, eins og haft er svo mikið, þá bauðst hann til að eftir meðhjálparanum, þegar í for- láta okkur hafa ágætan glerbrúsa, j föllum prestsins, að biskupinn kom sem hann ætti og þáðum við það. til að messa, af því aðrir prestar Varð hann nú að hafa töluvert fyr. TOru ekki viðlátnir. Þá segir með- ir að ná olfunni úr bifreið sinni og'hjálparinn við biskupinn, þegar masaði mikið á meðan um hitt og messugerð var lokið: “Og okkur þetta. Heyrðum við það á máli j hefði nú dugað lélegri ræðumaður, hans, að hann var norskur að ætt j en. þér eruð, en það stóð rrn svo- og uppruna. Vildum við nú borga | ]eiðis á því, að við gátum engan honum sómasamlega fy!rir um- stangið, olíuna og brúsann. En hann þvemeitaði að • taka neitt fengið”. Já okkur hefði nú dugað lélegri leiðsögumaður, en ritstjóri “Lögbergs” — hefðum við getað nema 25c fyrir olfuna. Brúsann fengið hann. Við reyndum að ná í mættum vig eiga, og ómakið teldl hann ekki. Nú, jæja, ef hann vildi ekki taka borgun fyrir brúsann, þá var sjálfsagt að við skiluðum hon- um aftur, því leið okkar lægl þar um, — við höfðum afráðið að fara til baka til næsta þorps til gisting- ar. — Kvað hann okkur því mundu ráða, en sama væri sér um bríisann. Þótti okkur nú vænlega áhorfast, að hitta svona frómlyndan og grelð- vikinn mann. Þótti okkur það Ifk- legast, að hann hefðl ásett sér að verða einhverntíma forseti Banda- ríkjanna og ætlaði að byrja með þvf, að fá viðurnefnið “hinn frómi”, eins og Abraham Lincoln hafði Árna Eggertsson, til þess starfa, og líka til þess að segja honum frá kunningja hans, tollþjóninum, við landamærin, og að honum liði sæmi- lega. Héldum við að Ámi mundi geta gefið okkur frekari upplýsing- ar viðvíkjandi dr. Guðm. Finnboga- syni, og þessari stórmerkilegu ís- lenzku konu, sem, var glft enskum mannl f Winnipeg, og dauða ást- vini tollþjónsins, sem var grafinn f Foam Lake. Eins og til að bæta það upp, þá hittum við B. L. Baldvins- son. Kvað hann kaffi á reiðum höndum, ef við vildum koma heim til sfn, og þáðum við það. Það er ekki orðum aukið, þó sagt sé, að 5. S, % % % % % % \ % \ % \ \ % % % % % % % % % \ % \ % \ \ \ % % \ \ \ % \ % % % % % % \ \ % \ % \ \ \ % % Minni Bandaríkjanna. Landið sem að Leifur fann, Landið farmanns bernskudrauma, Fyrir þig hann þrekraun vann, Þreytti fang við brim og strauma, Hamingjunni helgað fjör, Hafði og Þór í svaðilförum; Sólbjört reyndist vona vör: Víkingsins af Snælandsfjörum. Þraukað hafði í þröngum dal, ' Þróttarstór í fósturlandi; Skrúðgrænum í skógarsal, Skörungsins nú svífur andi. Hans vér ennþá heyrum raust Hrynjandi í þrumu flaugum, Gegnum aldir áfram braust: Aflvakinn í þjóðartaugum. Landið sem að vagga varst Vesturhvelsins beztu sona, Washington á brjóstum barst Bergmál þinna dýpstu vona; Sæmdarvörðinn sannleikans, Sameiningar glæstan fána, Reisa tókst af ráðdeild hans, Og rætast láta instu þrána. Landið sem að Lincoln ól, Landið bjartra frelsisdrauma, Hjá þér aldrei settist sól, Sígöfgandi friðarstrauma. Með þér glæddist hugsjón hans Höfg er þrælaböndin leysti; Ódauðlegan knýtti krans Kærleiknum með sannri hreysti. Land hvers niðjar höfðu hug Heiminn þegar styrjöld ærði, Vanans grillum víkja á bug Valdafíkn og dómgreind særðri, Wilson fremst í flokki þar; — Firðsýn andans þróttinn léði — Ægishjálm af öðrum bar Eigin skarpleik treysta réði. Líktist bjargi austan ál, Öldubrjót við hafnarmynni; Frumlegt studdi friðarmál, Fjöldinn þó ei meta kynni. Framtíðinni fyrirmynd Fagurröggvan greypti skjöldinn, Setti mark á sigurtind; Sólskinsbros á minnisspjöldin. Röðuls enn þig reifi glit Ráðning dýrstu sigurvona, Auðgast megi afl og vit, Ókominna þinna sona. Leifs kynþáttur hæðst við hún Hefji sannleiks fánann bjarta, Skrýddann kærleiks roða rún, Og rósum friðarkend, þíns hjarta. Jóhannes H. Húnfjörð. % % % t % \ % t % % t \ t % t % % t t t t \ \ ■s fi t fi % fi t t t t i fi t % i \ i t t fi t t % i t % fi fi i 4f éf ilf <tf itf £f ff éf éf ilf éf tif jf éf éf éf ff éf\ B L. B. sé skrafhreifur og skemtinn' Mun hann hafa gert meira fyrir Is- lendinga en hann fær viðurkenn- ingu fyrir. Það má gjarnan búast við þvf, að í framtíðinni verði litið á hann sem nokkurskonar MJóses, sem hafi leitt fólk sitt, til hins fyrir- heitna lands. Ætti nú Baldvins- son, áður en æfin þrýtur, að semja bók um hag Islendinga í þessari álfu, og fjölda þeirra, og láta þar með fylgja uppdrátt af hverri ný- lendu o, s. frv. Ætlaði eg að stinga þesssari hugmynd að honum svo sem í launaskyni fyrir kaffið, en steingleymdi því, þangað til nú, sem eg vona til hann fyrirgefi. Um kl. 4 eftir hádegi lögðum við á stað frá Winnipeg. Var ætlun- in að ná til Brandon um kveldið, sem okkur tólcst, þótt vegalengdin sé um 1 0 mílur. Vorum við þar um nóttina og fram á mlðjan dag, daginn eftir. Héldum síðan til Wirden, en beygðum svo í norður, sem leið lá, alt þangað til við kom- nia til Churchbridge. Var þá kl. orðin átta að kveldi. Vorum við að hugsa um að halda til Yorkton. En af þvf að við hittum séra J. A. Sig- urðsson í Churchbridge, þá var ekki um annað að tala, en að við gist- um hjá honum þá nótt. Vorum við hálf hissa á því, að hann óttaðist, ekki, að við sniðum af sér höku- skeggið að morgni, því það mátti hann þó vita, að við vorum, í ætt við gamla Egil. Ekki skorti góðan viðurgjörning og skemtilegar við- ræður, hjá séra Sigurðsson, því maðurinn er stórgáfaður og skáld gott — máske hann eé líka í ætt við Egil, — ræðumaður með afbrigðum og einlægur þjóðernisvinur. Er það hagur og sómi fyrir Þingvallaný- lcndu að hafa hann fyrir sinn and- lcga leiðtoga. Þá var nú ekki eftir nema hinn síðasti áfangi, til að komast heim — um 100 mílur. Náðum við til Yorkton um kl. 11 f. h. Var það einn af sýningardögum þess bæjar, svo við stóðum þar við, til kl. 4 e. h. Heim komum við kl. 8 e. h. þann 16. júlí og var þá lokið þesæ um 1300 mílna túr. En nú var eftir að segja frétt- irnar. Hvað er að frétta? Hvernig gekk ferðin? Hvernig lízt þér á Dakota? þetta eru spurningarnar sem dun- ið hafa yfir mig, sfðan eg kom heirri. Hvemig. ferðin gekk, hefi eg nú í fáum orðum sagt, hér að fram- an, og á því ekki eftir að svara nema því, hvernig mér leizt á Da- kota. Á þá nýlendu leizt mér svo, að hún sé sú fegursta og frjósam- asta sem Islendingar hafa bygt, og sem eg hefi ennþá átt kost á að sjá. Fegurðina fær hún frá hinum reglu- bundnu fjöllum, er mynda hvamma

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.