Heimskringla - 20.08.1924, Blaðsíða 5

Heimskringla - 20.08.1924, Blaðsíða 5
WINNIPBG, 20. ÁGtfST, 1924. HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSIÐ V íslendingur Sögufróði. Þegar minst er frægra feðra, — Fornra kappa minst í ljóði, Þú ert einatt eftir skilinn íslendingur Sögufróði. Haraldur og hirðmenn frægir Hlýddu’ á snjalla frásögn þína, Og í gló-vef íslands sagna Ýmsir kendu frændur sína. — Kendu þrek í þrautum stórum, Þroskað vit er landi stjórnar, Rósamt geð í raunum sárum Röm þá örlög krefjast fómar. Þegar íslenzkt efni þrýtur, Og að jóla-veizlu líður, Minnugur á sannar sagnir Sögu konungs fram þú býður. Skemtan þín var skærust birta Skammdegis á löngum kvöldum, Blys er lýsti leiðir fjöldans, Lands vors sól á dimmum öldum Hvað mun valda’ að huliðs hjálmur Horfins tíma nafn þitt dylur? Sál þín er þó engum dulin íslenzkt mál er nam og skilur. Hún var það sem hreysti dáði, Heppin svör og drenglund alla, Örlaganna ýmsu þætti Aldrei lét hún niður falla. Óf hún úr þeim undra guðvef: — Islendingsins búning glæstann, Þann er aðrar þjóðir kenna, Þann er orðstýr gat oss hæstann. Því er víst að þjóðin ann þér Þakklætis í söng og ljóði, — Þú ert hennar insta eðli, íslendingur Sögufróði. Andi þinn í álfu nýrri Efni margra sagna finnur. Þegar íslenzkt efni þrýtur Annan gullinn vef þú spinnur. Þó að breytt sé hag og háttum, Hlutverk þitt er æ hið sama: Anda þíns með eldi vinna íslendingum sæmd og frama. Jakobina Johnson. leg áletran með stórum rauðum stöfum: “WELCOME TO HORNA- FJORD!” Hér eftir, þó eg verði hundrað ára, mun eg æfinlega taka ofan |>egar eg heyri Hornafjörð á ls- landi nefndan. ‘icelandic beauties” Hornafjarðarfréttirnar eru nú byrjaðar fyrir alvöru. Kvölds og morguns birta stórblöðin hér ein- hverja nýjung frá Hornafirði. Er svo samvizkulega frá þessu öllu gengið, að halda mætti, að blöð þessi væru orðin hálf-íslenzk. Hug glaðir Iesa allir það, að afgang- ur flotans sé nú kominn til Horna- fjarðar, og dvelji flugmenniímir bar eins og blóm, í eggjum. Næsti spretturinn verður frá Hornafirði til Reykjavíkur. Er þetta birt með þumlungs-letri í einu blaðinu hér, og fyrirsögn sú þanin yfir þvera fremstu síðu þess. Hefir íslandi aldrei verið hossað hærra í erlendum blöðum. Blaða- drengir hlaupa um göturnar og orga í sífellu: “U. S. A. fliers cross Iceland!” Árla morguns, þann 5ta ágúst- mánaðar, leggja flugmennirnir svo af stað frá Hornafirði. Kvöldið áður hafði þeim verið haldið rík- mannleg veizla í húsi Daníelssonar kaupmanns. Múgur og margmenni var nú til staðar til þess að kveðja þá og árna þeim fararheilla. En einna minnisstæðast verður þó flugmönnum þessum, ef til vill, að við þetta tækifæri gefa íslenzkar ungmeyjar þeim blóm — “a number of Icelandic beauties presented them with bouquets of wild flowers”. Var flugmönnum starsýnt ,á fegurð yngismeyja þessara. Það eru víðar fallegar stúlkur en í HoIIywood, drengir! “The most picturesque country”. Hvaða Islendingur hefði ekki feginn viljað slást í för með loft- mönnum þessum — er þeir leggja leið sína í loftinu frá Hornafirði til Reykjavíkur? Ef til vill, hefir ísland aldrei verið séð betur, ekki einu sinni af skáldinu, er forðum stóð á hinum háa tindi Heklu. Að flugmennirnir hafi verið snortnir af fegurð landsins, votta bezt ! þeirra eigin orð, er hljóða eitthvað á þessa leið í íslenzkri þýðingu: “Við skoðum ísland hið feg- ursta- og tilkomumesta land, sem | fyrir augu okkar hefir borið á okk- ar langa hring-svifi í kringum jörð- 99 ma . Glæstari orðstír hefir ísland aldrei hlotið. Flugmenn þessir koma úr leiðangri í kring um alla jörðina. Yfir fegurstu lönd hnattarins hafa þeir svifið. Og ís- land er í þeirra augum allra landa fegurst. Við, af fslenzku bergi brotnir, sem aldrei höfum séð ísland, en hugsum okkur að heimsækja það í framtíðinni, getum nú tekið undir með skáldinu: “Stolt og vonir víxlast á, Vöknar nærri um auga“. Nú tekur einhver við, og segir frá viðtökunum í Reykjavík. Minneapolis, 9. ágúst, 1924. 0. T. Johnson. Utlit heimsins í dag. Þýtt úr "THE WORLD UNBALANCED ’ Eftir GUSTAVE LE BON. Nútíðar siðmenningin rís upp fyr- ir augum vorum í tvenskonar svo gagnóiíkum sjónarfyrirbrigðum, að ef á þau væri horft frá fjarlægri plánetu, þá m,Undu þau virðast að heyra til, tveimur algerlega ólíkum heimum. Annað þessara fyrirbrigða er ríki vísindanna og nothæfni þeirra. Byggingar þeirra ljóma upp ljóssali hreinna, ómengaðra sanninda. iHitt fyrirbrigðið er svæði stjórn- málanna og mannfélagsfyrirkomu. lagið. Þetta hrörlega hrófatildur, Sem hrönglað er upp, er umgirt alls konar grillum og heilaspuna, skeik. ulleik og hatri, og æðistryltum um. brotum, sem jafnar þag oft og ein- att við jörðu. Sá mikli munur, sem gerir þessi svæðl svo gagnólík, er sú óhrekjanlega staðreynd að frumiefni þau, seirt siðmenningin er bygð úr, hlíta ekki sama lögmáli og eiga engan sameiginlegan mæli- kvarða. Félagslífið stjórnast af arfþegn- um þörfum, tilfinningum og eðlis- hvötum, sem mjeð hækkandl stigum framþróunarinnar, urðu eini leið- arsteinn hegðunarinnar. Á þessu svæði, er skapandi fram- þróun veiga lítil. Hugarhræringar metorðagirndar, öfundar, grimdar og haturs, sem stjórnuðu athöfnum forfeðra vorra, eru óbreyttar enn þann dag í dag. Allan þann tfma, sem var, eins og vísindin hafa leitt í ljós, svo ömur- lega langvinnur, var maðurinn að- eins lítið eitt frábrugðinn dýrunum, som honum þó síðar meir var ætl- að að rísá svo hátt yfir að viti til. Þar sem vér höfum verið jafn- ingjar dýranna að líkamlsbyggingu, þá erum vér þeim ekki mikið fremri hvað tilfinningalíf snertir. Það er einungi3 að viti til, sem vér höfum ákaflega mikla yfirburði yfir þau. Það er mannvitið, sem tengt hefur meginlöndin saman, og þvf að þakka, að hugsanir með ljóshraða, fá borist frá einni heims. helft til annarar. En mannvitið, sem í afkimum efnafræðisverkstdfanna, gerir svo margar uppgötvanir, hefir tiltölu- lega haft smávægileg áhrif á félags- lífið. Það dvelur undir umráðum skyndi-innblástur, sem ekki stjórn ast af skynseminni einni. Tilfinn- ingar og æðistrylling fyrstu tíma, sem mjannkynið lifði á, hafa ekki slept tökum á sál þjóðanna. og ráða enn athöfnum þeirra. Við getum ekki skilið viðburð- ina, nema að taka með í reikning- inn, þann djúpsetta mismun, sem aðskilur dultrúarmlanninn og því sem geðshræringarnar blása honum f brjóst, frá skynsamlegri yfirvegun. Hann titskýrir hversvegua einstakl- ingar, sem framúrskarandi mann- vit höfðu til að bera, hafa á öllum tímum fallist á barnalegustu trú- arhugmiyndir, svo sem dýrkun höggormsins og Móloks. Miljónir manna stjórnast enn af hugsana- vingli ötulla og skynblektra trúar- bragðastofnenda og pólitískra flokksforingja. .Tafnvel á vorum dögum, hefir kommunistiskum, iákrípamyndum hepnast að eyði- leggja risavaxið keisaraveldi, og láta önnur lönd skjálfa.af ótta. Það er einnig af þessum ástæð- um, að mannvitsþroskinn hafði lít- il áhrif á tilfinningalífið í síðasta stríði, að vér vorum sjónarvottar að því, að hámentaðir menn lögðu eld í dómkirkjur, brytjuðu niður gamalmenni og lögðu í eyði fylki og héruð af einskærri eyðileggingar; fýsn. Vér vitum ekki hvaða áhrif mflnn- vitið einhverntíma, kann að hafa á gang sögunnar. Ef þau einu áhrif þess verða þau, að skilja eftir dularfullar geðshræringaöldur, sem enn ógna heiminum með vaxandi eyðileggingaröflum, þá er öll vor mikla menning til þess dæmd, að hlíta sömu örlögum sem Asíu-stór- veldin miklu, sem með öllu sínu afli og valdi ekki megnuðu að frelsa sig frá eyðileggingu, og síðustu menj- ar þeirra nú grafnar í sand. Framtíðar sagnaritarar, munu þá þeir fara að brjóta heilann um or- sakir fyrir hruni mannfélagsbygg- ingar nútímans, komast að þeirri niðurstöðu, að tilfinningar vernd- ara þjóðanna, hafi ekki fylgst jöfn- um hraða með mannviti þeirra. Vandi sá, sem er á að ráða fram úr flóknum, mannfélagsspursmálum, er erfiðleikinn sá, að samþýða and- stæða hagsmuni. Á friðartímum á skoðunarmunur sér stað milli þjóð- anna og sömuleiðis milli stétta inn- an þeirra sömu þjóðfélaga, en lífsþarfirnar koma þó að lokum á jafnvægi milli sundurleitra hags- muna. Eindrægni og samræani kemst í fastar skorður, eða að minsta kosti að nokkru leyti. En þannig löguðu samkomulagi var ekki að heilsa, eftir uppnám það, sem hið mikla stríð hafði í för með sér. Alt jafnvægi er á ring- ulreið. Lausum við gamlar þving- anir, vakna hjá oss andstríðandi til. finningar og trúarhugmyndir, hags- munadeilur rfea upp og valda á- kafri og ofb'eldisfullri samíkepni. 'Og þannig er það, að síðan í byrj- un stríðsins hefir heimurinn ánetj- að sig í möskvum þess eirðarleysis og ókyrleika, sem hann ekki megn- ar að greiða í sundur. Og það er einkum og sérstak- lega vegna þess, að þjóðirnar og drotnarar þeirra, settu sér það markmið, að ráða fram úr nýjum vandamálum á fornan og úpéltan hátt, semi í úag er með engu móti viðeigandi. Tilfinningalegar og dularfullar hé giljur, sem hrundu stríðinu af stað ráða enn fyrir friðarhugmyndunum. Þær hafa skapað það myrkur, sem norðurálfan er sokkin í, og engin vitaljós fá lýst upp. Til þess að komast hjá háska- semdum í framtíðinni, verðum vér míeð köldu blóði og hleypidóma- laust að rannsaka öll þau spursmál, sem koma fram á allar hliðar, og þær afturkastsöldur, sem þau hafa í för með sér. Það er hlutverk og tilgangur þessarar bókar. Eramtíðin býr í sannleika hið innra hjá oss, og er ofin af oss sjálf. um. Hún er ekki föstum lögum háð, líkt og fortíðin, og það er í voru eigin valdi, ef vér leggjumst allir á eitt, að umskapa hana. Starf hendingarinnar, það er að segja, ó- | þektar orsakir, eru að vísu talsvexð- ar í rás viðburðanna, en það hefir aldrei hindrað þjóð frá að ákveða og spinna sinn eigin örlagaþráð. SIGTR. ÁGÚSTSSON. Fáein orð um þjóðhá- tíðina í Wynyard. Það er nú að bera í bakkafullann lækinn, að fara að skrifa um þjóð- hátíðina 1 Wynyard, eftir að dr. Pálsson er búinn að fara um hana höndum græzkulausrar gamansemí, en mér og félögum mínum, — leik- félagsfólki Sambandssafnaðar í Winnipeg, eru viðtökurnar f W’yn- yard og öll aðbúð þar, þá daga er við dvöldum þar svo minnis- stæð, að við miegum ekki láta tæki- færið ónotað til þess að þakka. Ég get skiljanlega verið stuttorður um ! hátíðina. Það var að okkar áliti I ljómandi vel til hennar stofnað, svo að Wynyardbúum er stórsómi að. Og hafi einhverjir ekki farið alveg eins ánægðir heim og þeir máske höfðu gert sér vonir um, þá var það ekki nefndinni að kenna, heldur lítt viðráðanlegum orsökum. Hátíðin var haldin í skautaskálanum; og leiksviðið var reist fyrir miðjum vegg. En af því að baðstofan er sýnd er í leikritinu, er svo lítil, en áhorfendur svo gríðar margir, var víst þvf miður ekki unt fyrir alla að sjá og heyra alt það, er fram fór á leiksviðinu. Svo er og það annað, að jafnstórt hvolfþak og er á húsinu, endurómar lengi við hvert hljóð, sem er, og jafnan hlýt- ur að vera nokkurt rask á slíkum mannfjölda, og þar var samankom- inn. Án þess að geta §sast n0]ik- uð um hvernig leikurinn fór úr hendi, og án þess reyndar að geta fylgst fyllilega með því er fram fór, þar sem ég ekki gat setið áhorf- endabekki, hygg ég mér þó óhætt að fullyrða, að þar hafi verið á- gæt skemtun á boðstólum. Að minsta kosti heyrðust óspart á- nægjuhlátrar og lófaklapp við ræðu séra Hjartar Leó og kvæða- framsögn góðskáldsins Gutt ormls J. Guttormssonar, og söngflokkarnir báðir undir stjórn Mrs. B. Hjálm- arssonar, er virtust svo litlir í þessu feikna stórhýsi, sungu miklu fram- ar vonum mínum og mó það vafa- laust þakka góðum raddstofnum og góðri stjórn. Nefndin hefir áreiðanlega lagt á sig afarmikið starf — og mér er Það kunnugt af reynslu, að það ei býsna mikið meira erfiði e» flestir halda, er ekki vita, að stalrfa í slíkum nefndum. Hún á vafalausa þökk skilið. Alúð og gestrisni Wynyardbúa við okkur var framúrskarandi. Hvert okkar var sannfært um, að hjá sfnum gestgjafa væri sælast að búa. Og jafn-hjartanlegir voru ut- anbæjarmenn, sem innan, er við kyntustum. Okkur ber öllum sam- an um þetta, svo öðrum gestum, sem okkur leikfélagsmlönnum. Ég hitti Guttorm J. Guttormsson, og læt það fjúka hér, að mér virtist skáld- hjarta hans nærri klökt af því al- úðarviðmóti, er hann hafði alstað- ar mætt, svo hjá áhorfendum, sem nefndinni, er Þangað hafði boðið honum, enda kom það niður á rétt- um stað. Og ég er viss um, að hann firtist ekki þó ég taki mér orð hans í munn, fyrir mína hönd og leikfélaga minna um að fáa daga hefði hann skemtilegri lifað en þar vestra, og aldrei fundið ljúfari alúð um sig streyma. S. H. f. H. “Lögberg” spyr. “Lögberg” spyr, hvernig það geti verið Sambandssöfnuðinum til van- virðu, að segja frá fundarsamþykt, sem gerð hafi verið á þingi Uni- tara í Boston. Það er von að það spyrji. Samvinnan við Unitarafé- lagið í Boston hefir aldrei verið Sambandssöfnuðinum til annars en blessunar og sæmdar, svo mikill- ar sæmdar, að það er sæmd hverj- um manni að taka þátt í þeirri sam- vinnu, því hún er í þá átt, sem kristninni var í upphafi ætlað í að stefna, en hefir ávalt vilst frá, fyrir þröngsýni sinna leiðtoga. Annars á þessi spurning “Lög- bergs” líklega að vera fyndni, og fer þá eins og oftar, þegar það blað ætlar sér að verða kýmið, að það ósjálfrátt minnir á hænu, sem er að reyna að gala, — enda er nú gamallar hænusvipur kominn á flest það, sem viðvíkur því blaði; sér- staklega smámolunum í ritstjóm- ar dálkunum — þ. e. a. s. þá, sem ekki eru eftir Jóhann Bojer, eða aðra höfunda, er notaðir eru til þess að fylla þar ritstjórnardálk- ana. H. Hörmulegt morð. Aðfaranótt hins 6. þ. m. varð maður nokkur, að nafni N. J. Lind- berg, snögglega brjálaður á Great Northem farþegalest á leið frá Crookston til Cass Lake f Minne- sota. Þreif hann þungan skrúflyk- il í vagninum og barði með honum menn á báðar hendur, stökk síðan út úr lestinni og að heimili manns er C. Riehard hét; og barði þar að dymm. Jafnskjótt og Richard opn- aði hurðina réðst Lindberg á hann og barði hann í höfuðið til bana. Gjörðu nú bæjarmenn samtök til að handsama hinn vitskerta mann, sem nú hafði hlaupið f felur. Tveir ungir menn, Ray Jondahl og Sevem Hole, óku í bifreið til bónda þar skamtt frá, til þess að gjöra honum aðvart um þennan vágest, en rétt í þeim svifum kemur hinn brjálaði maður þangað þeim á óvart og skaut þegar á Jondahl, og hitti skotið hann í nárann. Svo að vörmu spori fyrirfór Lindberg sjálf. um sér með skamimbyssuskoti í höfuðið. — Jondahl var þegar flutt- ur ú spítala og reyndu læknar hið ítrasta að bjarga lífi hans, en það tókst ekki og dó hann skömmu síð- ar. (Ray .Tondahl var giftur Theresu, uppeldisdóttur þeirra hjóna Mr. og Mrs. Guðmundar Goodman í Hall- ock, Minnesota. Áttu þau eitt barn, ungan og efnilegan son. Vér samhryggjumst innilega með aðstandendum yfir þessu hörmu- lega morði. Ray Jondahl var hvers manns hugljúfi og hinn mannvæn- legasti borgari. Blöðin þar syðra fullyrða, að Lindberg þessi hafi orðið brjálaður af því að drekka “home-brew”-eitur það, sem nú gengur þar svo alment kaupum og sölum.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.