Heimskringla - 25.08.1924, Síða 4

Heimskringla - 25.08.1924, Síða 4
«. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 28. MAÍ, 1924. HEIMSKRINQLA (Itafu* UM) K«Mf «t 4 hverjvm ElfCDdari THE VDCING PIÍESS, LTD. Hl H lAROBNT AVK. WINNIPBÖ, TtlalBlt h-«ut TerO M«*alu «r Bl.OO lm«(«rtn k«t«- M fyrlr fram. Allar knriuli rttnunal UtMu. SIGFOS HALLDÓRS frá Höfnum Ritstjóri. HÁVARÐUR ELÍASSON, Ráðsmaður. UtanRikrlft tit klaSilui THB VIKINÍG I»RESS, Ltd>, Box 3103 Wtnnlwes, Mnn. UtnnBnkrlft tU rltstlArnnn EDITOIt H^HSKRINGLA, Box 3103 Wtnnlpow, Man. The “Heimskringla” is printed and puh- lished by The Viking Press J,td., 853-855 Sargent Ave., Winnipeg, Manltoba- Telephone: N 6537 WINNIPEG, MANITOBA, 28. MAl, 1924. Mærðartimbur. Ofanskráð snildarkenning fornskáldsins mikla á a'ð mörgu leyti vel við alla ritstjórn- ardálka “Lögbergs” sfðustu viku. Birtist berra aðalritstjórinn jjar í allra-glæsilegasta skrúða frmbulmenskunnar, sem fjármála- spekingur, alfræðingur, (encyclopedist), eðl- isfræðingur, og þá um leið skáldspekingur. Viljum vér gjama reyna að koma lesendum í skilning um eitthvað af allri þessari afar- mensku ritsniliingsins. Sem kunnugt er, hefir oss greint á við herra aðalritstjórann, nú undanfarið um fjár- hag Manitobafylkis. Höf herra aðalritstjór- inn ádeilu á oss út af grein er vér skrifuð- um það efni fyrir nokkru. Höfum vér vísað þar til fjárhagsskýrslu, í grein um það efni, er birtist í MacLean’s Magazine, merk- asta tímariti Canada, 1. apríl þetta ár. Því miður reyndust ekki allar tölur í þessari skýrslu rébtar, eins og útdráttur úr bréfi til vor frá tímaritinu, er vér birtum í síðasta töllublaði “Heimskringlu” ber vitni urn. Fann herra aðalritstjórinn þar einkarheppilegann snaga til þess að hengja hatt sinn á. En eins og vér einnig tókum fram í síðasta blaði, em tölur þessar ekki mergurinn málsins. Auk þessara talna, er herra aðalritstjór- inn gat Ieiðrétt, og annara smærri atriða, svo sem, hvort telja beri ríkisskatta með, er tal- að er um alla skaUabyrði fylkisbúa, eða þá jafnvingjarnlegu og viturlegu skýringu, að J>að sé ætlun vor og helzta starf, að hamast í saurmökstri á landið og sverta það, þá virðist oss að það séu tvö meginatríði, þar sem oss ber hreint ekki saman við herra að- alritstjórann. Hið fyrra, hvert fjárhagur Manitobafylkis sé í góðu lagi, og afkoma fylk isbúa, sérstaklega bænda, sé góð, og hið síð- ara — sem leiðir af hinu fyrra — hvernig skilja beri ríkisskuldir, eða skuldir yfirleitt, mætti kannske eins vel segja. Það er einkennilegt að jafnspakvitur og þaullærður fjármálagarpur og herra aðalrit- stjórinn er, skuli blanda saman í eitt jafn- óskyldum hugtökum og búskaparástandi fylkisins og náttúrlegum auðæfum þess. Oss hefir aldrei dottið í hug að neita, heldur þvert á móti haldið því fram, að Manitoba sé frá náttúrunnar hendi stórauð- ugt land. En því meiri auðæfi, sem land eða jörð ber í skauti sínu, þess lakari er bú- skaparaðferðin, ef hún ber sig ekki. Þetta héldum vér að væri augljós sannleikur, og margframsettur, af oss færari mönnum. Frá árinu 1914—1923, að þeim báðum með- töldum, hefir verið tap á búskapnum, að undanskildum árunum 1918 og 1919. Og ekki hefir tapið verið minna síðan þá, en ár- in á undan, meðan stríðið stóð yfir, heldur frékar meira. Með öðrum orðum, að smá- bætast við fyfkisskuldina. Það míá hver sem villl liggja oss á hálsi fyrir það, að slíkt getum vér ekki kallað góðann búskap, á jafn auðugu landi. Þetta verður ekki bætt, nema mpð meiri sparsemi og meiri framtákssemi. Og það var þetta tvent, sem vér höfum viljað hvetja til með grein vorri meðal annars, þó herra aðalrit- stjórinn sé svo góðgjarn, að kalla það, að sverta landið. Viðvíkjandi afkornu bænda yfirleitt. hefir herra aðalritstjórinn ekkert hrakið af því, er vér höfum þar um sagt, sem ekki er heldur von. Hann kveðst mjög veiktrúað- ur á þá staðhæfingu vora, að nokkurn vegin allir íslenzku bændur er vér höfum talað við, líti sömu augum á málið. Oss þykir leitt að han skuli draga orð vor svo í efa, eins fallega og hann þó lýsir sannleiksást vorri. — En það kemur reyndar víðar fram dálít- ið ósamræmi í lýsingu hans á oss. En sé herra aðalritstjórinn svo vantrúað- ur á staðhæfingar vorar í þessu efni, þá er- um vér satt að segja jafnvantrúaðir á það, að hann hafi enga hugmynd um að þær séu nokkuð mikið nærri lagi. Oss þykir senni- legt, að það sé aðeins lítillæti hans og yfir- lætisleysi, er gerir það að verkum, að hon- um finst óviðeigandi að vera að trana þess- um parti alvizku sinnar framan í almenning. Hann fer þess á leit við oss, að vér birt- um nöfn einhverra þessara manna. Vér skul- um gera enn betur. Vér skúlum biðja ein- hverja af þeim, við og við, eftir því, sem þeir 'kunna að eiga erindi inn í bæinn, að ganga á tal við herra aðalritstjórann. Ef tími hans, er þá ekki of dýrmætur til þess að fjalla um þessi efni munnlega. Vér erum sannfærðir um, að einhverjir af þeim verða við þeirri bón vorri. Og vér skulum reyna að sjá svo um að þeir séu ekki allir samian, “menn, sem voru mishepnaðir í sínu heima- landi og eru mishepnaðir hér, og halda svo áfram að vera það, þar til lífið er á enda, eins og Dufferin lávarður sagði — nokkufs konar rekald á sjó mannlífsins”.* Svo einkar-smekklega farast herra aðal- ritstjóranum orð, um þá “íslenzka bœndur, “senl óánægðir eru með kjör sín nú . Þetta er nú dálítið annað, en að vera sverta búalýð landsins, eins og herra aðalritstjóran- um skilst, að vér séum að géra. Mikilli þakk- lætisskuld hljóta Vesturdslendingar að standa í við herra aðalritstjórann, fyrir þetta einkarhlýlega lýsingarorð, er hann hefir lánað frá Dufferin lávarði, til umsagnar um nokkurn hluta þeirra, þó ekki sé hann kannske mikiH að höfðatölu. Þá er kemur að hinu aðalatriðinu, er oss ber á milli um, skilningnum á fyl'kisskuld- inni, þá hefir herra aðalritstjórinn riðið gáf- unum svo ógætilega, að þær hafa ramfælst undir honum, og hlaupið í gönur með hann, og ófærur. Því ófæra verður honura því miður, að færa nokkrar líkur að því, að vér höfum í svari voru verið að gefa í skyn, að hann færi með fa'ls. I svari voru segir svo: “En oss ber þó hérumlbil saman um, að fyl'kisskuldin sé um sjö^u miljón dala, eða þó dálítið yfir eitt hundrað daú á nef hvert. Að um 40 milj. dala þar af séu “arðberandi skuld”, leggjum vér tiiltölulega lítið upp úr, o. s. frv.” Vér leggjum ennþá tiltölulega lítið upp úr því. Oss þykir fyrir því, að svo virðist, sem fjármálaspekingurinn, herra aðalrit- stjórinn, vilji ekki almennilega játa, að skuld er skuld, og þarf að borgast hvert sem hún er “arðberandi”, eða ekki, og að svo ein- kennilega vill til, að “fyrirtæki, sem stjórn- ir leggja fé til, borga sig ekki ætíð fremur en önnur fyrirtæki”, eins og vér sögðum í sömu grein. Ef vér lánum $10,000, gegn 6% rentu, og setjum þá í fyrirtæki er gefur oss 10%, þá er skuldin arðberandi í raun og sannleika. En ef fyrirtækið gefur aðeins 3%, þá er það aðeins “arðberandi”, “í gæsalöppum”. Þá erum vér aðeins að auka við skuldina. Og enginn, jafnvel ekki herra aðalritstjórinn, getur ábyrgst, hvert heldur er einstökum manni, eða heilu rfki, að þau fyrirtæki, er fleytt er með peningum þeirra borgi sig. Slíkt er altaf mjög undir hælinn lagt. Þessar kringilegu ástæður eru orsök þess, að vér, samlkvæmt kenningu oss býsna mikið vitrari fjármálamanna — að undan- skildum herra aðalirit&tjóranum — yiljum 'horfast í augu við hverja skuld hreinskiln- islega, unz hún er að fullu borguð, en ekki gylla svo feikimikið fyrir oss hverja lántöku, með því að hún sé arðberawdi, að það geti vegna þess orðið hætta á því, að vér gleym- um að standa straum af henni. Og vegna þess, að oss datt ekki í hug, að hægt væri að draga nókkra aðra ályktun en þessa, út úr ummælum vorum, þeim er hafa orsakað slíkt öldurót í göfugustu að- alritstjórasálinni austan hafs og vestan, að hann nefnir þau “lúalega aðdróttun”, þá var algerður óþarfi fyrir hann, — hreint og beint óhóf, — að vera að eyða dýrmtetu plássi í ritstjórnardálkunum frá frumlegri andagift sinin, til þess að prenta upp kafla úr skrælþurrum fylkisreikningununi. Nú, en kaflinn er meinlaus, og það fer eiginlega vel á honum í dálknum, — við nánari at- hugun. — Þá er nú eftir að minnast lítið eitt á al- fræðinginn, eðlisfræðinginn og skáldspek- inginn í aðalritstjórasessinum. Alfræðingurinn er nú ekki alveg eins frumlegur og áður. Hann hefir að þessu sinni, að því er séð verður, að mestu leyti látið sér nægja, að leita umsagnar um Sor- bonne í alfræðisorðabók. Er það sjálfsagt rétt endurprentað, en oss þykir verst, að hann hefir alveg týnt sálarrannsóknarstofn- uninni hans Dr. Henry’s, að því er virðist. Það er þó vonandi, að ekki verði önnur eins leit að henni, og manninum, er séra Eyjólfur ) Auðkent af oss. Melan týndi fyrir Gray í vetur, úr “Elegy” skáldsins, eða herra aðalritstjórinn týndi fyr- ii séra Eyjólfi. (Vér vorum aldrei alveg viss- ir um hvernig á hvarfinu stóð.) En altalað er, að maðurinn sé ekki fundinn ennþá. Annars hagga upplýsingar herra aðahitstjórans engu um þann skilning, sem flestir menn, í Evrópu a. m. k., leggja í orðið Sorbonne. Þó skul- um vér játa það, að vér vissum e'kki fyrri að Sorbonne væri “bygging út af fyrir sig”. En vér höfum heldur aldrei í Parísarborg verið. En sé herra aðalritstjórinn að þessu sinni, ekki eins frumilegur og vænta mætti, sem alfræðingur, |þá jafnar hann það fylli- lega upp og meira en það, sem eðlisfræð- ingur og djúphyggjandi skáldspekingur í rit- stjóraspjalli, er hann kallar “í kyrð og næði”. Gefur það og að skilja, að sú grein muni ékki samin á þeim stað, þar sem skarkali og agg hversdagslífsins nær að trufla spaikvitið4 (Heldu,r hann áfram að skýra fyrir mlönnum Ioftagna(!) kenning- una, er han byrjaði svo meistaralega á í blað- inu þ. 8. þ. m. Svo aðdáunar- og undrunarverð og sú grein var, er hún þó aðeins sem hégómiinn einber, í samanburði við þetta áframhald. Til þess sennilega að gera mál sitt alþýð- legra og viðráðanlegra fyrir andleg melting- arfteri almtennings setur herra aðalritstjór- inn hugleiðingar sínar fram í samtalsformi, svo sem helztu skáld og skáldspékingar fyrri alda, t. d. Plato eða Bunyan jafnan gerðu. Lætur herra aðalritstjórinn samtalið fara fram í sal, þar sem mlætist fjöldi fslendinga hér í bæ, allavega lagaðir og litir, gáfaðir og lærðir. Mun þessi samlkunda vera samskon- ar og hinir frægu frönsku “salons”, er um miargar aldir hafa gert garðinn franska fræg- an, eins og t. d. salir frúnna Recamier, Adam o. fl. Vissum vér satt að segja ekki, að slík samkunda væri hér á meðal Islendinga ( Winnipeg, en gaman er til þess að vita, ef svo er. Samtalið lætur herra aðalritstjórinn fara fram á milli manns, sem hár er og grannur, og annars, sem er stuttur, digur og mjög f- bygginn. Þó sá hái og granni sé spyrjand- inn, þá er það þó hann, sem hefir það hlut- verk, að skýra fyrir lesendum eðii og ósig- komulag Ioftagnanna! frá sjónarmiði aðall- ritstjórans eðlisfróða. Til þess að gera hugarflug og djúpskygni þess háa og granna ennþá áþreifanlegra fyr- ir lesendum, Iætur herra aðalritstjórinn þann Stutta og digra þjázt af ofviti, eða öllu held- ur, meðvitundinni um ofvit, eða stórmensku- brjálæði (megalomania). Vér getum ekki stilt oss um, að geta iþess hér, að sökum þess hve öll framsetning á þessu samtali er algilt snild- arverk, þá finst oss dálítið varhugavert, að láta þannig vaxinn miann, koma svo fram, í jafngöfugu samkvæmi. Erum vér nfl. dá- lítið smeikir um, að almenningur kynni fyrir bragðið ósjálfrátt, að fá þá hugmynd, að það sé yfirleitt einkenni þeirra mlanna, er svipaðir eru að vexti og vallarsýn ritstjórum “Lögbergs” og “HeimSkringlu”, að vera eins afskaplega ánægðir með sjálfa sig, eins og sá digri í samtalinu. Þó skal það játað, “sannleikanum til sæmdar”, eins og herra aðalritstjórinn kemst að orði, að oss rámar hálfgert í, að hafa séð hér á meðal íslend- inga í Winnipegborg, mann, sem lengi hefir dvalið í þessu landi, stuttan mann, digrann mann, og íbygginn mann — alveg dtemalaust íbygginn mann — sem oss þykir sennilegt, að hafi þau lundareinkenni, er fyr nefndum vér, einna markverðust til að bera — og í sérlega ríkum mteli. — Eðlisfræðingurinn hái og granni hefur samtalið, á hinni undursamlegu uppgötvun Sálarfræðingsins? Dr. Henry, “um hagnýting Ioftagnanna! til “orkuafls”! ! Vér játum hreinskilnislega, að vér klökn- uðum, er vér rákumst á þenna ljómandi ný- gjörving. Svo fer oss jafnan, er vér lesum fagurtega framsett mál. Og mikið s'kelfing ei íslenzikan falleg í höndum manna eins og Jónasar Hallgrímssonar, Einars Kvaran, Guðm. Friðjónssonar og Jóns J. Bíldfell. Þar að auki vakti nýgjörvingur þessi ijúfar æskuminningar, frá þeim tímum er einstaka máljöfrar heima á Islandi töluðu um “gufu- damp”, lagajúrista, o. s. frv. Þessi orð eru að vísu hálfdönsk, en hér hefir herra aðalrit- stjórinn rutt braut, ýmsum nýgjörvingum, samstæðum “orkuaflinu”. Hvernig lízt mönnum á orð eins og t. d. “vindstormur”, “ketflesk”, eða bara “ketket”? “Heill iþér mikli, Milton íslenzkra! ” Nú greinir bá félaga á um hvert sé betra orð yfir atom, “frumeind”, eða “loftögn”. Er sá stutti þá svo hlálegur, að hallast að “frumeind”, sem búið er að fá hefð í ís- Ienz'ku máli, en sá hái virðist sjá eftir ný- gjörving herra aðalritstjórans, “Ioftögninni”! og fer það að vonum, því hann er sýnilega gáfaðri, þó hann reyni a^S fara vel með það. Mitt í þrætunni um þetta, hleypir svo sá hái þeim boðskap af stokkunum, er mikilvæg- astur mun þykja meðal vísindamanna nú- j tímans. Hann spyr: “En hvernig veiztu, að þetta séu frumeindir, þar sem menn þykjast nú vera búnir að finna líf- rænar (sic ! ! !) agnir (“Electr- ons”), sem eru enn smærri held- ur en þessar loftagnir, ég meina þetta, sem þú kallar frumeindir en enskurinn “atoms”?” Það skyldi ekki undra oss, þó töluvert jarðrask hafi nýlega orð- ið í kirkjugörðum víðsvegar um heim, af því að framliðnir eðlis- fræðingar hafi snögglega byllt sér við í gröfum sínum hart og títt, er iherra aðalritstjórinn slöngvaði þessum þrumufleyg niður af himini vísindanna, mitt á meðal vor dauð- legra raanna. ‘Lífrænar’ smáagnir (“Electrons”) ! “Já, því segi eg iþað,” sagði kerhngm. Það mlunu nú liðin um 20 ár síðan Sir Ernest Rutherford, í sam- bandi við nokkra aðra heimsfræga efna- og eðlisfræðinga, þóttist hafa sannað það, að hver frumeind myndaði nokkurskonar örsmátt sólkerfi, er samanstæðir af kjama og “electrons”, er íslenzkir eðlis- fræðingar hafa kallað rafeindir, er þyrluðust kringum hann, líkt og pláneturnar í sólkerfi vom kring- um sólina. Þessar rafeindir töldu þeir vera hlaðnar negatívu raf- magni. Rutherford fékk Nobels- verðlaunin 1908, og frægasti læri- sveinn hans Niels Bohr í Kaup- mannahöfn 1922, fyrir rannsókn- ir á frum- og rafeindum. Hafa menn hingaðtil tekið orð þeirra trúanleg í þessu efni, af því ekki var völ á öðru betra, unz eðlis- fræðingurmn í aðalritstjóra sessin- um nú kemur fram með þá kenn- ingu að “electrons” séu “Iífræn- ar smáagnir”. Nokkurskonar gerl- ar ? Spyr sá, sem ekki veit. Má nú alment fara að taka und- ir með sálmaskáldinu “ég geng í hættu hvar ég fer”. En þá tiltrú höfum vér til hins nýja kenniföð- ur í eðlisfræði, að honum miuni takast að hafa þann hemil á gerl- unum(?), eða þeim “lífrænu”, að þær fyrst umi sinn auki ekki að mun bráðapest og landfarsóttir í heiminum. En hvað sem því líður, þá er auðséð, að Rutherford getur nú rólegur lagst í gröf sína, og Bohr tekið sér hvíld! frá rannsóknar- stofu 'sinni. Starf þeirra er nú í betri höndum. Ósegjanlega dýr- mætt er það fyrir oss Islendinga, að geta orðið fyrstir xnianna til þess að fylgjast með þessum ger- breytingum á sviði vísindanna, því ekki erum vér í efa um, að margar fræðigreinar líkar þess- um tveimur, muni birtast í blaði herra aðalritstjórans á næstunni. Þar um má sannlega segja: “Þetta er að kunna vel til vígs, og vera lands síns hnoss”! Ritstjórnardálkar “Lögbergs” hinir síðustu eru í orðsins fylsta skilningi “mærðar timbr, máli laufgat”. Hefir herra aðalritstjór- inn, með þeim og öðrum undan- gengnum hlaðið sér óbrotgjarnan lofköst, stærri, glæsilegri og traustara grundvallaðann en aðra er til þekkjum vér; lofköst, er standa mun óhaggaður, löngu eft- ir að pýramídamir eru muldir í duft af tímans tönn og vinddreyfð- ir út umí eyðim(örkina. Vér höfum þá lítið eitt skýrt lesendum frá helztu afreksverkum þessa ógnarbílds lista og vísinda á ýmsum sviðum. Höfum vér hugs- að oss að láta hér staðar numáð fyrst umi sinn, ef ekki kemur eitt- hvað iþví undursamlegra upp úr dúrnum á næstunni. Aðeins eitt að endingu: Herra aðalritstjórinn kemst svo að orði í einni grein sinni í síðasta blaði sínu, að mikið beri á hvefsni í sinn garð í grein vorri, þeirri er hann er að svara. Vér erum steinhissa á þessari ásökun. Vér vorum aðeins að þakka fyrir öll lofsyrðin og alt hrósið, er herra aðalritstjórinn bar á oss persónu- lega í Lögbergi þ. 8. þ. m., með því að hrósa honum aftur, sem oss fanst hann svo innilega verð- skulda, fyrir þann hlýhug, er þar kom fram hjá honum í vom garð; sama hlýja hugarfarið, er hann heilsaði oss með, þá er vér tókum við ritstjórn “Heimlskringlu”, og það áður en hann hafði nokkuð frá oss séð á pren'ti. Vér getum fullvissað herra aðalritstjórann um Dodd’s nýmapillur eru bezto nvrnameðalið. Lækna og gigt. bakverk, hjartabilun( þvagteppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nvrunum. — Dodd’s Kidney Pilla kosta 50c askjan eða 6 öskjur fyr. •r S2.50, og fást hjá öllum lyfsöl- ««a eða frá The Dodd’s Med>c>M Co.. Ltd., Toronto, Ont. það, að umsagnir yorar um hann, eru ekki fremur af hvefsni sprobtn- ar í hans garð, en þau glæsilegu Iýsingarorð, er hann hefir um oss viðhaft, án þess að vér eiginlega vissum oss hafa verðskuldað all- ann iþann heiður. I þakklæitisskyni fyrir árnaðar- óskir og einlægnis-velvild herra aðalritstjórans í yorn garð, frá því fyrsta, vildum vér mega gefa hon- um eitt gott ráð, þó það komi máske ndkkuð seint, og komi — eins og herra aðalritstjórinn vafa- laust strax sér — þessum málum alls ekkert við. Það er, að lesa vel Islendingasögurnar, og íhuga vandlega spakmælin, sem þær hafa að geyma. Á einum stað í Njálu segir Gunnar á Hlíðarenda, að oss minnir, eitthvað á þessa leið: “Eigi veit ek hvárt ek em þeim mun óvaskari en aðrir menn, sem mér þykir meir fyrir að vega menn”. Vér gætum hugsað oss, að ein- hverntíma gæti komið maður að einhverju andstæðingablaði herra aðalritstjórans, — ef hann heldur þeim sessi í miörg ár enn, sem von- andi er fyrir alþjóð, — er ekki kynni þeim mun miður, að fara með vopn íslenzkrar tungu, er hann hefði verið neyddur út á vígvöllinn, sem honum væri óljúf- ara að ve'kja víg innan vébanda ritstjórnargreinanna. Frá vorri hálfu þarf herra aðal- ritstjórinn vitanlega ekkert að ótt- ast í iþví efni, allra hluta vegna. Vér teljum. oss í engu hans jafn- ingja. En jafnlengi og hann sýn- ir oss aðra eins persónulega vel- vild og þá, er hann heilsaði oss með í fyrstu, sem og í “Lögbergi” 8. marz, jafnlengi munum vér, og jafn afdrábtarlaust, Iáta í Ijósi takmarkalitla aðdáun vora á af- afarmtensku hans í öllum grein- um. ------------0------------ TENGDAMAMMA verður leikin fyrir Selkirkbúa mónudaginn ]>. 2. júní, ef ekkiert sérstakt hindrar. Selkirkbúar miega vænta góðrar skemtunar, ef dæma má eftir umisögnum blaðanna ís- ienzkii um leik Og leikendur, er yf- irleitt befir verið lokið lofsorði á. Er bað sízt að lasta, bví, Iheiður beirn, sem beiður ber. — En sé beirri reglu fylgt, og skemiti áhorfendur sér, ]>á ber þeim fyrst og frernsf, að þakka skemtunina og gefa heiðurinn -séra Ragnari E. Kayran, er með framúrskarandi elju og alúð hefir leiðbéint leikendum. Bæði leikendur og áhorfendur skulda ihonuíin þak-ktoeti fyrir hið mákla og ósérplægna starf er hann hefir af -h-endi lieyst f þarfir íslenzkrar 1-eik- listar hér í Winnipeg. Sotningarvilla ihafði orðið um dagin-n er .T, R. .Tohnson v-ar sett- ur u(ndir 'Eloetr. Eng. 1. ár; átti að vorða undir T.avv, 1. ár. Þá hafði og sézt yfir nafn. Edw. Walt-er Samson í verð 1 auna 1 istan u m, er fékk $100.—námstyrk. Ennfremur nafri Earl Etephen.son, Seoon-d Pre- Medical, og hlaut hann einkunin-a 1. B, og í Eleetr. Eng. 3 ár féll úr nafn Grottis Eggertsson 1. B. Biður "Heimskrinigl-a” -hlutaðcig- -enda velvirðingar á misfellunuTn.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.