Heimskringla - 15.10.1924, Blaðsíða 1

Heimskringla - 15.10.1924, Blaðsíða 1
VERÐLAUN GEFIN FYRIR COUPONS OG UMBÚÐIR «OYAt, CROWN SenditJ efilr vertSlista til Royal Crown Soap Ctil., 654 Main St. Winnipeg. lio 45 XXXIX. ARGANGUR. ■ R. Pétur Hoiné St. son CITV, WINNIPBG, MANITOBA, MI.ÐVI KUDAGINN 15- QIvTGBER, 1924. VERÐLAUN GEFIN FYRIR COUPONS OG UMBÚÐIR RIOYAU, CtiowN SendiB eftir vertSllsta til Royal Crotrn Soap Ltd., 654 Main St. Winnipeg. NÚMER 3. Jakobína Margrét Kristjánsson. Fædd 6. maí, 1918. Dáin 14. okt-, 1924. Hún birtist sem. morgunskært maíblóm, og mamma og pabbi í glöðum róm, þá sungu um sumar og vor. Hún brosti mót geislum frá blíðri sól. Hún brosti, er vetrinum skinu jól, og frjálst gekk hún fyrsta spor. Á sjöunda’ ár dvaldi það sólskins barn í sumarsins faðmi við móðurarn. Og nú, þegar haustið er hér, og liljan er sofnuð — er sæla ei að sumarið lifði hin unga mey, en vissi’ ei hvað veturinn er. En nú verður hljóðara í húsinu því, sem háreistin glaðværa lék sér í, og þögnin svo þung og svo köld. Og bróðirinn ungi þig ei má sjá. Og elskandi foreldrum sýnist þér hjá nú lögð séu gleðinnar gjöld. Því dýpri sem sárasta sorgin er, þess sælli hún friðinn í skauti ber, og verður ei huggun hálf, því hjartað, sem gullið hreinsast við eld, og harmi er fegursta ástin seld. Sp ástin, sem sigrar sig sjálf. Svo máttugt er lífið, það missir ei neitt úr mótum síns eðlis, þótt veröi því breytt í fagnað, sem farsælli er. -----í guðsfriði mætasta maíbarn. Til morgunsins lands yfir dauöans hjarn, flýr vonin frá vetri með þér. Þ. Þ. Þ. T T T T T T ♦:♦ KVÖLDIN LENGJAST. i T t t t T T T T T T T T T t f t t ♦> Kvöldin lengjast. Haustið leikur hjá oss liríms og skugga feluleik á jörð. Líkt' og Eggert sumar siglir frá oss segli dauðans út á Breiðafjörð. Blikna trjálauf: brenda sumargullið — bikardjásn, sem geymdu himnavín. Nú er Helju signað síðsta fullið. Sólskinsbarnið hylur fölvans lín. Þegar jötnar Útgarðanna anda yfir bygðir, verður söngrödd hljóð. Sumarvínið súrt sem ediksblanda, sortinn drýpur inn í hjartablóð. Æva gömul álög þung því valda. Einu sinni fult var haust með söng. Þegar allir vortrú vit sitt gjalda, verður sumarblíðan æfilöng. Æðsti hugi, er alheim skóp og myndar, anda sinn í tannfé mörgum gaf, svo að allir hausts og vetrar vindar væru, ef þyrfti, kveðnir út í haf. Framtíð skal sú von í vissu ýngjast: voldugt sumar græða haustsins spor, þegar allir morgunsálmar syngjast saman einum rómi að skapa vor. Þ. Þ. Þ. ►>♦>♦>♦> f f - f f f ;♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Ágóðinn af vín&ölunni í Manitoba fylki fyrir árið sem leið hefir num ið um 1,200,000 dölum. Þar af ganga rúmir 75,000 dalir til þess að borga áfallinn kostnað við atkvæða- greið'Slu, og lík upphæð til að stofna varasjóð, að því er búist er viÖ, >en sú upphæð verður nánar ákveðin af fylki.sstjóra í fylkisráð- inu- Afgangurinn skiftist að jöfnu núm ■sameignlegs sjóðs opinberra verka og sveita- og borgarstjórna. Af þeim helmingnum er Winnipeg *Hað 39.9 prósent- Er áætlað að ®ú upphæð muni nema 175,000 döl- um- Svo einkennilega vildi til, að Lörn, sem voru að leika sér nálægt Redwoodbrúnni yfir Rauðána, á vnánudaginn var, fundu þar heil- mikinn fjársjóð af gömlum pening bm, er þau voru að róta í jörðinni- Rru þama tvídalir og áttdalir, armbönd, gullmolar úr og gull- myntir frá Indo-China, Prakklandi Þýzkaiandi, Englandi og Banda- víkjunum, alls um $2000 virði, og skilur enginn hvernig á stendur, að þetta hefir verið þarna niður- grafið. Hjálpræðisherinn hefir með hönd úm fyrirætlanir í þá átt, að kaupa hokkur þúsund ekrur af landi til þess að æfa unga menn við og búa l>á undir iandbúnað, að þelr megi fitanda betur að vígi í baráttunni se® bændur en þeir gera nú al- "ment, er þá atvinnu leggja fyrir sig. Prá Ottawa kemur sú fregn, að járnbrautaráðið hafi sálgað Crow's ^est flutinga gjaidtaxtanum og að hálfum mánuði liðnum sé ákveð- að flutningsgjöldin skuli vera þau sömu og fyrir 6. júlí síðastlið- inn Er þegar komtn í ijós afskap- leg óánægja um öll vesturfylkin, og fullyrt, að ef' sambandsþingið bæti ekki um, þá verði málið lagt fyrir hæstarétt Canada og lávarða deild brezka þingsins ef þurfi- — Óánægjan er megn hér í öllum fiokkum. Ejn sérstaklega þefir Ro- bert Eorke, foringi bændaflokks- ins, verið einbeittur í máli út af þessu tiltæki járnbrautaráðsins og spáir því engu góðu- Kornung stúlka af norskum ætt- um, Mártha Qstenso að nafni, sem verið hefir fréttaritari við Mani- toba Eree Press, hefir hlotið $13,- 500 verðlaun fyrir skáldsögu er hún nefnir “Wild Goose”. Lýsir hún ís- lenzkri nýiendu austan við Mani- tobavatn Pimtán af hundraði hverju, er bókin selst fyrir, fær hún og í sinn hlut. Játvarður prins af Wales kom hingað til Winnipegborgar nýlega á iferð sinni heim, ®r liggur um Chi- cago. Ekkert stóð hann hér við- í Hamilton í Ontario hafa tveir rnenn, John V- Baird og J. P. Mlc- Lellan, verið teknir fastir, ákærðir fyrir að hafa svikið um 30 þilsund dali af Union bankanum þar f borg. IMr. W- B. Snowball var kosinn þingmaður til sambandsþingsins í Northumberland kjördæmi í New Brunswick nýlega, með rúmlega 600 atkvæða mun. Af hálfu con- servativa var í kjöri Mr- C. P Hic- key Hon. John Marrisey var þing- jnaður kjördæmisins, er losnaði við dauða hans. Dánarfregn. Ráðsmaður “Heimskringlu” og kona hans, Mr. og Mrs. Jakob Kristjánsson, að 788 Ing- ersoll stræti hér í borginni, urðu fyrir þeirri þungu sorg, síðastliöið þriðjudagskvöld, að missa dóttur sína sex ára gamla, Jakobínu Margrétu, hið efnilegasta og yndislegasta barn, úr skæðum barnasjúk- <}ómi,. eftir mjög stutta legu. Jarðarförin fór fram fimtudag- inn 16. þ. m.-og flutti sér Ragn- ar E. Kvaran húskveðju, en séra Rögnvaldur Pétursson talaði við gröfina. “Heimskringla” vottar þeim hjónum innilega hluttekn- ingu í sorg þeirra. Amerískir vísindamenn í New York hafa nú uppgötvað, að því er þeir fullyrða, við það að rannsaka múmíur, að ýmsir sjúkdómar, sem monn liafa haldið að komið hefðu aðallega fram á seinni tímum, eru mörg þúsund ára gamlir, þár á meðal æðakölkun, krabbi og gigt- Meðal annars fullyrða þeir ,að sá Pharaoh, er sat að völdum pegar ísraelsmenn tóku sig* upp frá Egyptalandi, hafi dáið af æða- kölkun. Frá Leipzig á Þýzkalandi kemur sú fregn, að læknar þar séu búnir að uppgötva nýjan meltingarsjúk- dóm með bvenfólkinu; stafar hann af því, að þær mála heldur mikið á sér varimar, blessaðar, svona sum ar liverjar, en ýmisleg efni eru í þeim rauða lit, sem ekki eru heppi leg til meltingar. Það fer að verða vandlifað í heimi þessum, eða þá að hvíta kvenfólkið er ekki eins vel úr garði gert innvortis eins og almennir villimenn, ef þær geta nú ekki endurbætt líkama sinn sér að skaðlausu- Nú hefir Wahabi flokkurinn ara biski loks tekið hina heilögu borg Mecca fyrr fult og alt, og mun nú Soldán þeirra hafa í huga að láta úftnelfna slg til Ralífa^ þar sem Hussein kóngur er úr landi flúinn, á náðir Breta, eins og getið hefir verið um áður. Frá París er símað að franska stjórnin ætli að viðurkenna rúss nesku Sovict-vstjórnina hátíðlega og opinberlega á föstudaginn 17. þ. m- Er það þeim skilyrðum bundið fyrst um sinn, að rússneska stjómin viðurkenni formlega skuldakröfur frakkneskar á hend- ur Rússum, en þær nema 19 milj- örðum franka. Yopnahlé er komið á í Kína, eftir a® Kiangsu og Pukien herirnir hafa unnið Shanghai- Lu Yung Hsiang foringi Chekiang hersins gafst upp Og flýði um leið sjálfur til Japan. En róstusamt hefir verið í Shang- hai síðan á milli sigurvegaranna, og nú er sagt að Bretar hafi stilt til friðar, með því að taka nokkra “generala” fasta. Er búist við að Bretar muni gera upp bróðurlega á milli sigurvegaranna- Eftir því sem Decorah Posten segir frá, ætlar Wilhjálmur Stefáns son, sem nú er nýkominn heim frá ‘‘eyðimerkurferð’’ í Ástralíu, að verja næstu ámm æfi sinnar til þess að ferðast um þurkahéruð heimsins og reyna að að færa mönn j um heim sanninn um, að þau séu ekki eins óbyggileg og alrnent er álitið. Lýðveldið San Domingo hefir nú gengið í Þjóðabandalagið og sendir fulltrúa sinn til Genf á Svisslandi. Era þá alls 55 þjóðir í bandalag- inu. Hinn heimsfrægi frakkneski rit- ífBfundur og ekáld, Anatole Erance, lézt 12- þ. m. að Tours á Frakklandi — rúmlega áttræður að aldri. Hann hefir skrifað feiknin öll og flest með sama snildarmarkinu. Mr- Sigtryggur Ágústsson hér í borg hefir við og við þýtt dálítið eftir hann, og mun það vera ná- lega hið eina, er sést hefir eftir France á íslenzku. Nú fára fram bráðloga nýjar kosningar til parlamentsins á Englandi. Kom fram vantrausts- yfirlýsing á stjórninni, aðallega út af rússnesku samningunum og svo því, að ákæra um landráð á hendur manni, er Campbell heitir, var lát- in falla niður- Vildi McDonald ráðuneytið taka ifulla ábyrgð á gerðum sínum í þessum málum, og búast þeir og þeirra flokksmenn við auknu fylgi nú við kosningarn- ar. Liberalar og conservatívar munu ætla sér að vinna talsvert saman að kosningunum- Hinn 30- f. m. varð vart við tölu- verða landskjálftakippi í ríkinu Maine Lítilfjörlegir hafa þeir þó verið samanborið við íslenzku jarð skjálftana, enda ekki getið um að tjón hafi hlotist af þeim til muna. ÍFyrir sjö vikum fóru tvö sikip frá Álasundi að leita fiskjar vest ur fyrir Grænland. Skipið Storm- fugl” kom síðdegis í gær til Ála- sunds og hafði þá látið eftir afla sinn í Englandi, 30 þúsund “mál” af heilafiski- Förin tókst einkar- vel. í fyrsta sinn, sem lögð var lóð fyrir vestan Grænland, hittist á auðugt þorskfiskimið. Stóð fisk ur á hverju einasta járni þegur lóðin var dregin- Þorskurinn óvenju stór. — Þegar ísa greiddi, var haldið norður á lúðumiðin og hlóð “Stormful” þar á átta dögum. Hitt skipið lá á þorskmiðunum og hlóð. Formaður útgcrðarinnar fagnar mjög árangrinum og býst við mikl um uppgripum á þessum slóðum um ókomna tíma. Jarðfræðingurinn Niels Nielsen varði doktorsritgerð sína 9. þ- m. Er hún um jámvinslu í Jótlandi til forna- Gekk vörnin hið bezta. Andmælendur voru prófessoramir Vahl og Blinkenberg- Mjeðal á- heyrenda var Finnur Jónsson pró- fessor. Á árshátíð Dansk Kunstflidsfor ening fékk ungfrú Guðrún Eiríks dóttir frá Bakkakoti hin einu fyrstu verðlaun, sem veitt voru- Yerður hún, ásamt öðrum, er verð laun fengu, síðar leidd fyrir vernd ara félagsins, ekkjudrotninguna, sem ekki gat komið á hátíðina vegna veikinda. Frá Vatnabygðum. Hér fylgir mynd af Agli J. Laxdal , þingmannsefni Fram- sóknarflokksins (Progressive) í aukakosningunum í Wynyard kjördæminu. Egill Laxdal er fæddur 1883 á íslandi. Fimm vetra gamall kom hann til Ameríku með for- eldrum sínum. Fjölskyldan sett ist í Þingvallanýlendu. Svo bjuggu foreldrar hans í Strath- clair, Man. Egill hlaut lýðskólamentun á æskuárum, en bæði árin 1902 til 1903 og 1903 til 1904 las hann við Business College í Winnipeg. Þrátt fyrir þessa kaupsýslumentun hafði hann ekki tilhneigingu til þess að kaupa og selja samborgurum sínum, heldur settist að í Dafoe Sask., árið 1906, \pg tók þar heimilisréttarland. Varð hann útvörður bygðar sinnar í öllum skilningi. Einsetumaður var hann í mörg ár, en þótti þó ætíð frömuður bygðarinnar. Egill hefir verið í sveitarráði síðan Frá New York er símað að bann- gæzlulögreglan hafi uppgötvað tröllstórt ensk-amerískt vínsmygl- unarfélag með tíu miljón dala höf uðstól, gæzluliðið náði á laugardag inn var í brezka gufuskipið Frede- rick B-, sem hafði meðferðis 500,000 dala virði af áfengi. Skipshöfnin voru 28 mcnn, með alvæpni, og tveir kvenmenn. Yfirvöldin full- yrða að á bak við þetba smyglfélag standi amerískir, canadiskir og brezkir bankar. sveit myndaðist í héraði hans, og oftast oddviti (reeve). Hann hefir og verið forseti “Grain Growers” félagsins síðan það myndaðist í bygð hans. Enginn gerði meira fyrir “Wheat Pool” málið þar vestra en Egill. Og trúa margir því, að það sem unnið er fyrir það félag er meira virði en margar ræður og góðar (?) Svo hefir Egill verið stuðningsmaður og skrif- ari Teleplione félagsins. — t stuttu máli Egill Laxdal hefir búið hér síðan bygðin varð til og verið fremstur í öllu því, er miðar að velferð héraðsins. — Munu allir góðir íslendingar veita honum fylgi í hinum kom- andi kosningum. Á móti Agli sækir W. H. Paulson. Er hann vel þektur meðal landa hér. Var hann þingmaður þessa kjördæmis í 9 ár, en hætti því. Sáu fáir eftir honum. En nú kemur það upp á teninginn, að hin háttvirta Dunning stjórn hafi ræktað þennan mann í þrjú ár og “Summer fellow”-að hann og að nú sé hann fyrirtak. En hvað sem þessu líður, vilja land ar í Vatnabygðum helzt kjósa sinn eigin mann. Það er Egill J. Laxdal. Því verður þó ekki neitað, að hr. Paulson hefir varpað frægð arljóma yfir landa sína í Vatna. bygðum, því um þessar mundir úir og griiir af ráðherrum og heldri mönnum. Jafnvel for- sætisráðherrann fer út á út- kjálka og prédikar af krafti, um hve afar nauðsynlegt sé að kjósa Paulson. En landar hafa sína hugmynd um þessa hluti og vilja helzt greiða atkvæði eftir sínu íslenzka höfði, en ekki eftir höfði Dunningsstjórn- arinnar. Elfros, 9. okt. 1924. J. P. P.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.