Heimskringla - 15.10.1924, Blaðsíða 4

Heimskringla - 15.10.1924, Blaðsíða 4
4. BLAÐSlÐA HBIMSKRINGLA WINNIPEG, 15. OKT. 1924. (StofnuTS 1886) Keraur flt A hverjum ml7Svlkudegrl. EIGENDDR s VIKING PRESS, LTD. 853 ogr 855 SARGENT AVE., AVINNIPEG, Tulními: N-6537 VertS blatSsins er $3.00 Argangurlnn borg- lst fyriríram. Allar borganir sendist THE VIKING PREfSS LTD. SIGPÚS HALLDÓRS frá Höfnum RitstjórL JAKOB F. KRISTJÁNSSON, Ráðsmaður. lltnnANkrift tll blaltfilnfii TIIE VIKING PRB98, Ltd., Box 8105 UtnnAMkrlft tll rltNtjöranN: EDITOll HEIMSKRINGLA, Box 8105 WINNIPEG, MAN. “Heimskrlngla ls published by The Viklnj; Preas Ltd. and printed by CITY PRINTING «fc PIIBLISHING CO. 853-S55 Saricent Ave., AVinnlpegr, Man. Telephone: N 6537 WINNIPEG, MAN., 15. OKTÓBER, 1924. Kosningarnar á Englandi. Nú loks er síðasta líftóran að skreppa úr ráðuneyti Ramsay McDonalds, sem lengi^hefir á heljarþröminni riðað, því aldrei var nokkur meirihluti á bak við það; verkamannaflokkurinn var ekki einu sinni öflugastur í þinginu. En mikið hefir McDonald gert fyrir Ev- rópu á þeim níu mánuðum, er hann hefir við stjórnartauma setið, þó liberali flokk- urinn oft hafi skolfið á beinunum út af þátttöku hans í evrópískri pólitík. Og nú hefir Lloyd George hamast á samnings- gerðinni við Rússa, sem reyndar ekki er fullgerð, og Toryarnir hafa notað tæki- færið, er McDonald tók aftur landráða- ákæruna á hendur kommúnistaræfli ein- um, fyrir að hvetja til uppreisnar. Hvor- ugt málið virðist nú satt að segja harla merkilegt, en, nota flest í nauðum skal. En hvað sem þeir gjamma hvelt Tory- arnir og Lloyd George, sem hvorugir sáu eitt einasta ráð út úr ófærunum í Ev- rópu, meðan þeir sjálfir sátu við völdin, þá er það víst, að McDonald hefir friðað Evrópu betur en nokkur einn maður, síð- an stríðinu slotaði. Bezta sönnun þess er sú, að nú loks eru Frakkar við því búnir að bjóða Þjóðverja velkomna í Þjóðabandalagið, Það er ekki annað hægt en að óska Englandi, að þeir þar beri gæfu til þess að senda McDonald aftur inn á þingið hálfu öflugri en fyr. Engu skal þó um kosningar þessar spá. Blöðin álíta, að liberali flokkurinn muni tapa þingsætum en aftur hægri menn vinna á, og sumir jafnvel halda fram, að þeir muni vinna stórkostlegan sigur, og það þá helzt á kostnað verkamanna. — En þó er nú ekki víst að þeim verði að því, og komið gæti fyrir að á spámönn. um þessum rættist íslenzka máJtækið: “Svo mæla böm sem vilja”. Frjáls hugsun. Framh. Hvað hefði gerst, ef Einstein hefði komið fram með einhverja samsvarandi nýbreytni á sviði trúarbragða eða stjórn- mála? Englendingar hefðu fundið ein- hvern keim af prússneskum anda í kenn- ingum hans; Semita-fjendur hefðu litið á þær sem Zíonista samsæri; landvarnar- mönnum (nationalists) í öllum löndum hefði fundist það vatnsblönduð, blóðlaus friðarstappa, og lýst því yfir af þetta væri ekki annað en klókindabragð til þess að losna undan herþjónustu. Allir gamal- dags prófessorar myndu leita til Scotland Yard til þess að fá innflutningsbann á rit- um hans. Kennarar, sem aðhyltust skoð- anir hans hefðu verið reknir frá störf- um sínum. En sjálfur hefði hann náð völdum í einhverju afkima-landi, þar sem ólöglegt hefði orðið að kenna nokkuð ann að en kenningar hans, sem hefðu svo orð ið að einhverri dularfullri staðningu, sem enginn hefði skilið. Að lokum hefði verið skorið úr því á orustuvelli hvort þetta væri sannleikur eða blekking, án þess að ný gögn hefðu kom|ö fram í málinu með eða mót. Þessi aðferð er rökrétt afleiðing af “vjljanum til að trúa”, sem William James mælir með. Það sem þörf er á, er ekki “viljinn til að trúa”, heldur óskin um að fá að vita, sem er bein mótsetning þess. Ef við það er kannast, að skynsam- legur efi se eftirsóknarverður, þá fer að verða áríðandi að grenslast eftir hvemig á því stendur að svo mikið skuli vera af óskynsamlegri vissu í heimi þessum. Mjög mikill hluti þessa stafar af arfgengri óskynsemd og trúgirni flestra manna. En þetta frækom erfðasyndar vitsmunalífs- ins er ræktað og nært af öðrum öflum, en meðal þeirra gætir mest þessara þriggja: fræðslu fyrirkomulags, fylgisöfl. unar (propaganda) og fjárhagsþrenging- ar. Vér skulum athuga hvert atriði fyrir sig. 1. Fræðslufyrirkomulagið. — Barna. skólakensla í öllum löndum er í höndum rÍKisins. Embættismennirnir, sem setja kenslureglumar, vita að sumt af henni er ósannindi, og um margt annað er hverj- j um hleypidómalausum manni kunnugt, j að það eru ósannindi, eða að minsta kosti j mjög vafasamar fullyrðingar. Tökum t. i d. kenslu í sögu. Þegar einhver maður j ritar æfisögu sjálfs síns, þá er búist við að hann sýnir einhvern lit á hæversku, en þegar þjóð ritar æfisögu sína, þá em engin takmörk fyrir mikillætinu og sjálfs- lofinu. Þegar eg var unglingur, var það kent í skólabókum, að Frakkar væru ó- guðlegir, en Þjóðverjar dygðugir; nú er þessu snúið við. í hvorugt skiftið er hirt ; hið allra minsta um sannleikann. Þegar | sagt er frá orustunni við Waterloo í þýzkum kenslubókum, er látið í veðri vaka að Wellington hafi lítið sem ekkert átt eftir annað en að tapa orustunni, þeg- ar Blucher kom og bjargaði öllu við. Enskar kenslubækur skýra svo frá, sem mjög litlu máli hafi skift um Blucher. Höfundar ensku og þýsku bókanna vita hvorutveggja, að þeir eru ekki að segja rétt frá. Amerískar i kenslubækur voru fyr meir mjög fjandsamlegar Bretum, frá því á ófriðarárunum hafa þær verið álíka vilhallar Bretum, og í hvorugt skift- ið nein tilraun verið gert, til þess að segja satt frá (sjá The Freeman, 12. febr. 1922, bls. 532).. Einn aðaltilgangur kensl unnar í Bandaríkjunum hefir fyr og síðar verið sá, að breyta hinu ósamstæða sam- safni innfluttra barna í “góða Ameríku- menn”, Að því er virðist þá hefir engum hugkvæmst að i“góður Ameríkumaður” alveg eins og “góður Þjóðverji” eða “góð- ur Japani” hlýtur “sem slíkur” að vera | lélegur maður. “Góður Ameríkumaður” er sá maður, eða sú kona, sem er haldin af þeirri trú, að Ameríka sé bezta landið undir sólinni, og að það sé helg skylda að styrkja það land í hvaða deilu sem er. Það getur vel verið, að þær skoðanir séu réttar; ef þær eru það, þá hefiir enginn skynsamur maður neitt á móti þeim. En séy þær réttar, þá á að kenna þær al- staðar, en ekki í Ameríku einni. En það er dálítið grunsamlegt, að slíkum fullyrð- ingum er aldrei trúað nokkurstaðar utan þess sérstaka lands, sem verið er að dá- sama. Sannleikurinn er sá] 'að öllum tækjum ríkisins, í öllum löndum, er beint að því marki, að fá varnarlaus börn til þess að trúa fráleitum fullyrðingum, meðal annars í þeim tilgangi að gera þau fús til þess að láta lífið fyrir óheill- vænleg markmið, en í þeirri trú að barist sé fyrir sannleika og réttlæti. Þetta er einungis ein af þeirri óteljandi aðferðum, þar sem mentun eða fræðsla er notuð, ekki til þess að útbreiða sanna þekkingu, heldur til þess að gera fólkið þjált fyrir vilja drotnara þess. Ef ekki væri fyrir vandlegt blekkingar.keríi í unglinga- skólum, þá væri ógerningur að halda uppi þeim látalátum, sem nefnd eru lýð- j stjórn (democracy). Áður en skilið er við fræðslumáiln, I ætla ég að taka annað dæmi frá Banda- j ríkjunum, — ekki vegna þess, að það land sé neitt verra en önnur, heldur af ! því að það er mesta nútímalandið; þar koma í ljós frekar þær hættur, sem fara j vaxandi en hinar, sem fara þverrandi. í New York ríkinu er ekki hægt að setja skóla á stofn, nema með leyfi ríkisins, jafnvel þó tilætlunin sé, að halda honum uppi með einstakra manna fé eingöngu. Nýleg lög mæla svo fyrir, að leyfið skuli j ekki veitt þeim skóla, “þar sem útlit er i fyrir að í fræðslu þeirri er veitt verði, sé j kensla um að skipulagsbundinni stjóm I megi kollvarpa með valdi, ofbeldi eða á j ólöglegan hátt”. Og eins og The New j Republic bendir á, þá eru engin nánari ákvæði um þessa eða hina skipulags- bundnu stjórn. Samkvæmt þessum lög- um hefði það því verið ólöglegt á ófrið- I arárunum að kenna að keisarastjórninni ! þýzku skyldi kollvarpað með valdi; og stuðningurinn, sem síðar var veittur ^ Kolchak og Denikin gegn Soviet-stjórn- ! inni hefði þá líka verið ólöglegur. En I vitaskuld var þetta aldrei tilgangurinn með lögum þessum. Þetta stafar ein- ungis af klaufalegri framsetningu. Til hvers var ætlast, síst af öðrum lögum, sem samþykt voru um sama leyti, um kennara í ríkisskólum. Þau lög mæla svo fyrir, að “kensluleyfi í skólum skuli aðeins gefin þeim, sem sýnt hafi full- nægjandi; hð jþeir séu drottinho^lir' og hlýðnir stjórn þessa ríkis og Bandaríkj- anna, en þeim skal neitað um það, sem mælt hafa með — alveg sama hver og hvenær—“stjórnarfyrirkomulagi er ann. an veg er háttað en stjórn þessa ríkis eða Bandaríkjanna. Nefndin sem samdi lög þessi gat þess, eftir því sem New Republic segist frá, að sá kennari, sem “ósamþykkur er núvarandi þjóðskipulagi — verður að leggja niður starf sitt”, og “engri manneskju, sem ekki er áhuga.. mál að berjast móti kenningum um þjóð- skipulags-breytingar ætti “að vera trúað fyrir að búa eldri og yngri undir borg- aralega ábyrgð”. Þannig hefðu Kristur og George Washington verið of lítilsigld- ir siðferðislega til þess að vera færir um að leiðbeina unglingum, eftir því, sem litið er á í lögum New York ríkis. Ef Kristur kæmi til New York og segði: “leyfið börnunum að koma til mín”, þá mundi forstjóri skólamálanna í New York svara: “Eg sé engin merki þess herra minn, að yður sé það áhugamál að berj- ast á móti kenningum um þjóðskipulags- breytingar. Satt að segja hefir mér bor- ist til eyrna að þér séuð að boða það, sem þér kallið konungsríki himinsins, en þetta land er, guði sé lof! lýðveldi. Bersýnilegt er að stjórnin í þessu kon. ungsríki himinsins muhdi verða mjög frábrugðin stjórninni í New York ríkinu”. Ef hann svaraði ekki á þessa leið, gerði hann ekki skyldu sína, sem embættis- maður, er falið væri að hafa með hönd- um framkvæmd laganna. Áhrif slíkra laga, eru mjög alvarleg. -Vér getum hugsað oss, röksemdarleiðsl- unnar vegna, að stjórnin og þjóðskipu- lagið í New York ríkinu, væri það full- komnasta er nokkru sinni hefur á jörð þessari verið; en væntanlega mætti þó gera ráð fyrir, að hægt væri að endur- bæta það. Sérhver maður, sem kannast við þetta augljósa mál, er lögum sam- kvæmt óhæfur til að kenna við ríkis- skóla. Þannig mæla lögin fyrir, að kenn. arnir skuli allir vera annað hvort hræsnarar eða fífl. Hin vaxandi hætta, sem New York lögin eru dæmi um, er sú, sem stafar af einskorðun valds í hendur einnar stofn- unar, hvort sem það er ríkið eða “trust” eða samband af “trusts”. Um fræöslu- málin er það að segja, að þau eru í höndum ríkisins, sem varnað getur ung- lingunum frá að heyra nokkra skoðun, sem því er ógeðfeld. Eg hygg að ennþá muni vera til menn, sem ímynda sér, að lýðstjórnar (democratic) ríki sé naum- ast aðgreinanlegt frá þjóðinni sjálfri. En þetta er hin mesta meinloka. Ríkið er samsafn 'af embættismönnum, mismun- andi eftir störfum sínum, sem þiggja þægileg laun á meðan status quo (ástand- ið sem nú er óbreytt) ríkir. Eina breyt- ingin, sem þeir gætu óskað eftir í status quo, er sú, að aukið sé skrifstofuvaldið. Þess vegna er það ekki nema eðlilegt, að þeir skuli færa sér í nyt æsinguna á' ó- friðartímum til þess að ná ótakmörkuðu valdi yfir undirmönnum sínum,'''meðal annars vald til þess að svelta hvern und- irmann, er rís gegn skoðunum þeirra. Þegar kemur til mála er mannshugann varða, svo sem fræðslumála, þá eí þetta skaðræði. En þó er þetta óhjákvæmi- leg afleiðing þess, að láta alla byrjenda- fræðslu vera í höndum einnar stofnunar. Það sem á hefir unnist um trú. arbragðalegt umburðarlyndi stafar að mestu leyti af því, að fólki þykir nú ekki eins miklu máli skifta um trúmál og áð- ur var. En í stjórnmálum og fjármálum, sem nú skipa það sæti, er trúarbrögðin höfðu fyrrum, er vaxandi tilhneiging til ofsókna, og þær eru síður en svo bundn- ar við einn flökk. Skoðana ofsóknir eru alvarlegri í Rússlandi en í nokkuru auð- stefnu (capitalist) landi. Eg hitti fráL bæran rússneskan rithöfund í Péturg. borg, Alexander Blok að nafni, sem síð- an hefir látist fyrir of þröngan kost. Bolsevikarar leyfðu honum að kenna fag urfræði, en hann kvartaði yfir því, að þeir krefðust þess, að hann kendi “út frá Marx-stefnu sjónarmiði”. Honum hafði ekki tekist að átta sig á, hvernig unt yrði að tengja hljóðfalls-hugmyndir sínar við Marx-stefnu, þó hann reyndi alt til þess, til þess að forðast hungur. Og vitanlega hefir verið algerlega ómögulegt að fá neitt prentað, síðan Bolsevikamir kom- ust að völdum, sem miðaði að því að gagnrýna þær kenningar, sem stjórn þeirra er reist á. ») Eins og kunnugt er, er "guísriki nefnt á j ensku “kingdom of heaven". Dæmin frá Ameríku og Rússjandi yarpa ljósi yfir þá niðurstöðu, sem við virðumst neyðast til þess að komast að, sem sé þá, að á meðan menn halda áfram að hafa þá of. stækistrú á ákveðnum stjórn- málastefnum, sem nú ríkir, þá er frjáls hugsun í stjómmálum óhugsanleg, og htæta er mikil á því, að þessi skortur á frelsi hreiðist út til allra mála, svo sem orðið hefir ,á Rússlandi. Ekkert annað en einhverskon- ar stjórnmála “vantrú” getur bjargað oss frá glötun. Það má ekki gera ráð fyrir því, að þeir embættismenn, sem hafi fræðslumálin undir hönd- um, óski þess að unglingarnir verði mentaðir menn. Vanda- málið fyrir þeim er þvert á móti það, að veita fræðslu án þess að auka vitsmuni. Mentunin ætti að hafa tvennskonar mark mið: annarsvegar að veita á- kveðna þekkingu — lestur, skrift, tungumál og stærðfræði o. s. frv., og hinsvegar að skapa það hugarástand, sem gerir fólki fært að afla sér þekkingar og gera sér sjálft heilbrigða grein hlutanna. Fyrra atriðið getum vér nefnt fræðslu, hitt vitsmuni. Gagnsemi fræðslunn- ar er viðurkend í orði sem á borði; ólæs þjóð er ósamrýman- leg nútíma ríki. En nytsemi vitsmunanna er einungis við- urkend í orði. Þess er ekki óskað , að almenningur hugsi fyrir sjálfan sig, vegna þess, að reynsla er fengin fyrir því, að ilt er að ráðsmenskast með þá menn, er hugsa fyrir sjálfa sig og þeim fylgja allajafna alls- konar örðugleikar með stjórn- semi. Hirðarnir einir, svo mál Platós sé notað, eiga að hugsa; hinir eiga að hlýða, fylgja for- ystunni eins og kindahópurí. Þessi kenning hefir ekki dáið þó .stjórnmála.lýðstjórn hafi komist á, og hún hefir spilt öllu fræðslukerfi þjóðanna. Landið, sem bezt hefir tekist að veita fræðslu án vitsmuna, er síðasta viðbótin við nútíma menningu, Japan. Unglinga- kensla kvað vera aðdáanleg frá sjónarmiði fræðslunnar. En auk fræðslunnar hefir hún annað markmið, sem er að kenna dýrkunina á Mikado- inum — og sú kenning er nú miklu sterkari en áður en hin nýja breyting varð á Japan. Þannig hafa skólarnir verið notaðir til þess jöfnum hönd- um, að veita þekkingu og út- breiða hjátrú. Vér sjáum hvað fráleitt er í kenslumálum Japana, af því að vér höfum enga freistingu til Mikadó. dýrkunar. Oss finst vor eigin þjóðlega hjátrú vera svo eðli. leg og skynsamleg, að oss tekst eigi að líta hana sömu óhlut- drægu augum og hjátrú fjar- lægari landa. En ef japansk- ur ferðamaður tæki sér fyrir hendur að færa rök að því, að iskólar vorir kendu hjátrú er væri alveg eins skaðleg vits- mununum ejns og trúin á guð- dómleik Mikadósins, þá grunar mig, að honum yrði það ekki svo sérstaklega örðugt við- fangsefni. Eg er ekki að þessu sinni að leita að hagkvæmri lækningu, heldur hirði eg um það eitt að skýra sjúkdóminn. Vér stönd- um andspænis þeirri fáránlegu staðreynd, > að fræðslumá|in eru einn aðal þröskuldur í vegi fyrir vitsmuni og frjálsa hugs- un. Þetta stafar fyrst og fremst af því, að ríkið hefir einkum ráð yfir þessum málum; en það er alls ekki eina ástæðan. Framh. ------0------ DODD’S nýrnapillur eru bezta nýrnameÖalið. Læikna og gigt, bakverki, hjartabilun, þvagteppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Piills kosta 50c askjan, eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyf- sölum, eða frá , The Dodd’s Medicina Co., Ltd., Toronto, Ontario. Skygna stúíkan í • • Oxnafelli. JVIargTét Jónsdóttir Thorlacius- heitir hún, og er fædd og upp al- in í öxnafeili 1 Eyjafirði. Hún er af hinni nafnkunnu, eyfirzku Thorlacius-ætt hróðurdóttir séra Einars Thoriacíus, prófasts í Saur bæ á Hvalfjarðarströnd. En f móðurætt er hún rm'kið skyld skáldunum Páli J- Árdal Og frú Kristínu Sigfúsdóttur og litla skygna drengnum hennar, Jóhan- nesi Páimasyni, sem getið hefir verið um hér í Morgni. Foreldrar hennar hafa átt 13 börn. HÚn er sú 8. í röðinni, en sú 5. af þeim 1(L sem eru á lífi. Það ifyrsta, sem miinst var á við mig í Eyjafirði, í nýafstaðinni ferð minni þangað, var þessi stúlka. Eg átti þá tal við þjóðkunnan bónda, á leiðinni til Akureyrar. Ek>kt leyndi það sér, að hann var sann- færður um, að stórmerki væru að gerast í samíbandi við stúlkuna, og hann sagði, að ég yrði fyrir hvem mun að hitta hana. iEin þetta var ekki nema upphaf- ið á talinu um Möggu, sem hún virtist alment kölluð í Eyjafirði. Það var eins og hún væri á hvers mianns vörum þar. Eg hygg þð menn tali nú meira um hana f Eyjafirði, en um nokkurn annan mann. Og altaf var samia við- kvæðið, að við hana yrði ég að tala. Eg gerði það, tók mér ferð á hendur fram að öxnafelli til þess að heimsækja hana og foreldra hennar. Hún er 16 ára gömiul, há og þrekvaxin, braust og býður af sér bezta þokka. öllum her samán um það, þeim, er ©g átti tal við um hana, og voru henni nákunn- ugir, að hún væri einkarvönduð, sannorð og góð stúlka. Elest af því, sem hér fer á eftir sagði hún mér sjálf og foreldrar hennar Hitt er eftir frásögn mjög áreiðanlegs vinar míns, seml er Margrétu nákunnugur og mikið hefir talað við hana um dular- reynslu hennar. Þegar hún var enn rnjög ung, um fjögra ára, fór hún að tala ' Ijós, er hún sæi á kvöldin í fjallinu fyrir ofan hæinn. Þegar hún stálp aðist, fór hún að sjá fólk í kiett- um. Og þá komst hún í kynni við eina af þessum verum, sem húh kallar “huldufólk”. Það var karl- maður á þrítugs aldri, sem nefndi sig Eriðrik, og kvaðst vera læknir- Eg spurði hana, af hverju hún réði það, að hann væri huldumlað ur; hvort hún gæti ekki hugsað sér, að hann væri, til dæmis að taka, framliðinn maður, eða hvoTt hann hefði nokkuð sagt henni um það. iNei, hann hafði aldrei neitt um það sagt. En hún skipaði honum í flokk huldufólksins, af þvf að hún sá hann fyrst í 'kletti með mörgu ifólki- Hann gaf sig á tal við hana, og síðan liefir hann fylgt henni mjög stöðugt. Samt koma fyrir stundir og jafnvel heilir dag ar, sem hún sér hann ekki. BDann kveðst þá hafa ýmsum störfum að sinna- Bústaður hans finst henní

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.