Heimskringla - 15.10.1924, Side 2

Heimskringla - 15.10.1924, Side 2
S. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 15. OKT. 1924. +i++i++i++i++i++i++i++i++ih*i++i++i*+i*K++i*+i*+i++i*+i++i++i*ii++i++i++i++i++i++i*+i++i*ýi++i++i+K++i++i*+i**i++Í**i* X T f f f f f f f f f f f T f f Heimskringla Gerist áskrifendur að Heims- kringlu nú þegar. — Þess fleiri sem kaupa blaðið, þess lengur lifir íslenzkan vestan hafs. — Skrifið oss í dag. Jfcttnskringk ER ÁREIDANLEGA BESTA ÍSLENZKA BLADID í HEIMI. Gerist nU þegar áskrifendur. Sendið vinum og skyIdfólki yðar á íslandi HEIMSKRINGLU. ÍSLENDINGAR! Munið, að Heimskringla er blaðið ykkar. Með því að kaupa hana, hafið Ef þú hefir eitthvað til að selja, eða eitthvað til að bjóða. þá skaltu láta Heimskringlu segja almenningi frá því með fallegri og velsagðri auglýsingu. The Viking Press Ltd. 853-55 SARGENT wiNnipeg AVE. T f f f f if f f +l+*i*K++i*+i+K**i”i**i**i**i**i**i*+i*+i+*i+*i**i**i++i+*i+*i+*Z++i+*i+*i+*i++i+*i+*t++Í?+i+*i*+i++i++i++i++i++i**+* þið trygt samband við fóstur. jörðina. — Látið hana njóta *ý þess, og gerist skuldlausir við *f blaðið fyrir áramót. T f f f :_T A+1+ JAKOB F. Kristjansson RÁÐSMAÐUR. Lýðháskólinn á Þing- völlum. í uí»hafi síðasta fyrirlesturs benti ég á ummæli biskups vors um vanda kirkjunnar og verk- efni. Niðurstaða hans var sú, að kirkjan þyrfti að snúa sér með áhuga áð ákveðnu safn- aðarlífsstarfi. Ef reynt er að fylgjast með hugsanaferli mín um í síðasta fyrirlestri, mætti það og ljóst vera, að nákvæm lega það sama hvílir þar á bak við. Að eins hefi ég viljað benda á, að “söfnuðurinn’ er þjóðin öll, og því verði kirkjan samkvæmt því sem þar er sagt að gera uppeldismál þjóðarínn ar að aðalstarfi sínu. Til þess að hún á ný öðlist vald yfir hug um manna, þurfi hún að vinna fyrir og helga sér uppvaxandi æskulýðinn. Hann er framtíð in. Sinni kirkjan honum ekki, verði hún ekki andlegt vald í nánustu framtíð. Verði það ekki fyr en hún tekur æskuna að sér, eignast hjarta hennar, gáfur og viljalíf. Leiðbeini æsk unni og bendi henni á köllun- arstarf hennar á þessu landi með þessari þjóð undir himni guðs. Afstaða kirkjunnar til æskunnar og uppeldismálanna sýnir því, hvort hún er gróand- ans og lífsins megin, eða hún er hjaðnandi og hnignandi lífs- form, rúið lifandi áhugamálum, innri fyllingu andans og mátt- arins. Á þennan hátt getur hún og einungis helgað sé rhið þjóð lega, verið “þjóð”-kirkja í sönn- ustu og beztu merkingu þess orðs. Nú er það sjálfgefið, að kirkj an megnar ekki að taka að sér skóla þessa lands, svona yfir höfuð. Mætti það í fljótu bragði virðast hið sama og að hún megni ekki að taka að sér uppeldismái þjóðarinnar, því að aðalþættir uppeldisnuála vorra eru komnir í hendur skól anna. En því er nú engan veg inn þannig háttað. Fyrst ber auðvitað að gæta þess, að kirkj a gæti unnið mjög að uppeldis málum fyrir utan markalínu skólanna, og gerir auðvitað að nokkru leyti. En að ætla sér að einangra starf sitt í þágu uppeldismálanna við þau svið- in, er liggja utan skólanna, væri þó sama ög að sýna van mátt sinn í þessu starfi. Hefir og áður hér að framan verið bent á, hve heppilegur tími árin eftir ferminguna eru til þess að koma að áhrifum trúar og líf- ernisþroska. Þá eru áhrifa- böndin frá prestinum oft og ein att slitin, meðal annars af því, að æskumennirnir eru þá komn ir í einn eður annan skóla. Kirkjan verður því að snúa sér að skólunum og skólastarf- seminni. En hún þarf ekki fyr ir það að leggja eða reyna að leggja skólana undir sig bein- h'nis. * Hefir í fyrirlestrunum um Sigtúnaskólann og ung- kirkjuhreyfinguna í Svíþjóð verið skýrt frá því, hvernig þar var farið að. Áþekkan skóla þyrfti ísl. kirkjan að eignast, skola þar sem hið mannlega, þjóðlega og kristilega skipaði öndvegissess í skólalífinu, skóla er gæti orðið miðstöð í sam- starfi því milli þess þjóðlega og kristilega, er eg gerði að um ræðuefni í síðasta fyrirlestri. Þaðan mætti svo leggja gagn. vegi víðsvegar út til þjóðarinn- ar*. Þjóðinni allri væri stofn- unin helguð, allir legðu því fram sinn skerf til þess að hún kæmist á, þótt kirkjan hjálpaði til, enda á kirkjan að vera æðri eining þjóðarinnar. Eg ætlast til að vér eignumst kirkjulegan lýðháskóla. En af þessum ástæðum þyrfti skólinn að standa á al- þjóðarstað. Standa á þeim stað, er allir íslendingar, hvað- an sem þeir væru af landinu, gætu skoðað, sem sína séreign, hjartfólgna og hugljúfa. Skól- inn þyrfti að standa þar sem “gulltíðaröld vor hefir glans- að” og “sagan hefir geymt sín fornu rúnaspjöld”, standa þar sem þjóðin sjálf hefir kveðið sig í kútinn, vegna hnignunar og veilu í skapgerðarþroska sínum, standa þar sem örlaga- þræðir hennar hafa verið ofn- ir ýmist til ills eða góðs, standa þar sem hjarta íslenzku þjóð- arinnar hefir slegið í gleði og sorg, eftirvænting og ótta. Skólinn á að standa þar sem íslenzk tunga hefir bergmálað visku og snild, drenglyndi óg dáð, Ijóð og sögur íslensks þjóð ernis, um fjallasal, svo að heyrðist um land alt og víðar þó, standa á þeim stað, er “í augum flestra íslendinga mun I vera eins og nokkurs konar vígður reitur”, af því “að þar er hvert einasta fótmál helg- að af endurminningum liðinna alda”. Skólinn á að standa á þeim stað, þar sem “viknar sér hver íslandsmögur, þar sem völlurinn er helgur, jörðin hei- lög, og altarið er af guði gert”. Þetta er aðalástæðan fyrir því, að skólinn á að standa á Þingvöllum, hvergi 'annarstað. ar. Þar er hið lifandi band milli fortíðar og nútíðar þjóðarinn- ar og af sjónarhæð fortíðar og nútíðarinnar ráðnar. Á Þing- völlum geta menn fylst kappi og metnaði vegna gullaldar- ljómans, þar geta menn og orð jð niðurlútir og grátið út af illum örlögum þjóðarinnar, eymd hennar og niðurlægingu, því að á Þingvöllum skilst þetta alt bezt. Og þar, á sögu- staðnum, í hinum fagra fjalla- sal, myndi svo æskumaðurinn fyllast heilagri þrá til að bæta bölið frá fyrri tíð, þar myndi vilji hans hvessast til að brjóta iþjóðinni braut og þar myndi hjartað og heilinn helgast með himinn guðs yfir höfði og sögu staðinn undir fótum, syo að barátta hans fyrir ísland og ís- lenzka menning yrði göfug og góð, hvort sem hann ynni á enginu eða í skólasalnum, verk smiðjunni eða kirkjunni, fjár- húsunum eða þingsalnum. Á síðustu árum hefir fólk streymt til sjávarsíðunnar úr ‘sveitunum, bæði af eðlilegum og óeðlilegum ástæðum. Á nokkrum síðustu áratugum hef ir þá og vaxið fram ný tegund menningar hér ái landi, bundin við Reykjavík og aðra bæi og kauptún. En hversu margt gott sem segja má um þá menningu sem t. d. við Reykjavík er bundin, má þó engu að síður margt að henni finna, þegar öllu er á botninn hvolft. Ef framtíð íslenzkrar þjóðar á að dæmast efíir horfum þeim, sem sagðar eru, að séu á um suma meðal reykvísks æsku- lýðs, virðist framtíðin vera helzti litlaus og reikul. Gestur Pálsson kvað eitt sinn: Eg er þreyttur við götur og grjót, og glymjandi stórborgar- tál. Og þessa svo stefnulaust streymandi sjót, sem starir og glápir á prjál. Kveðið myndi hann geta þetta nú og líklegast heimfært upp á vissa hlið Reykjavíkur- menningarinnar. Öflugur menningarskóli, þjóð legur og kristilegur, í skauti íslenzkrar fjallanáttúru og feg- urðar, myndi stuðla að tvennu, er til greina kemur í þessu sam. bandi: Að draga úr óeðlilegu og því skaðlegu aðstreymi til kauptúnanna og bæjanna og því sporna við slæpingshætti og streymandi stefnuleysi kaup staða og bæjarlífsins; enn- fremur mundi hann sporna við því, að sveitabæir fram til fjalla og dala legðust í eyði vegna aðstreymis til kaupstað- anna. En á1 því hefir tekið að bóla í seinni tíð. Bygðin fram til fjallanna kynni því fremur að geta haldist, og gæti þá sú æska, er þar yxi upp, reynt að “vega salt” við æskuna « úr kauptúnunum. Myndi það bamagaman íslenzku þjóðerni holt. Ymsar fjallasveitir hér hafa alið sérkennilega og táp. mikla menn. T. d. Jökuldælinga Mývetninga, Bárðdælinga, Dala karla í Skagafirði. — Dæmi hins sama eru með öðrum þjóð- um. Alkunnugt dæmi eru Dala menn í Svíþjóð. Öflugur menningarskóli, í kristilegum og þjóðlegum anda, myndi og íslenzku þjóðemi bráðnauðsynlegur á komandi tíð, ef rafvirkjun í stærri stíl kæmist hér á og verksmiðju- iðnaður kæmist á laggirnar. í kjölfar þess myndu streyma út lendingar, fremur af lakara tag inu. Ef áhrif kaupstaða- og bæjarh'fsins sýna veilu í skap- gerðarþroska íslenzkra æsku- manna sumra, eru líkurnar miklu meiri, að mjög myndi á því bera, ef iðnaður kæmist hér á laggimar og útlendingar flykt ust hingað, að þessi veila ágerð ist og þjóðerninu yrði hætta búin. Sterkur, þjóðlegur menn ingarstraumur frá “hjartastað” landsins myndi sporna við slíkri úrkynjun.------ Á Þingvöllum skildist hin dýpsta orsök sögunnar betur en annarsstaðar. Skilningurinn á þeirri orsök bærist eftir þúsund þögulum leiðum inn í hugann og hjartað. Þá skildist mann- legleikinn, þjóðemið og drott- inn, sem býr hátt yfir fjallinu. Á Þingvöllum var og meðan alþingi hið forna var og hét, nokkurs konar lýðháskóli. Eini lýðháskólinn, sem vér nokkuru sinni höfum eignast. Gullaldar- menning vor er fyrst og fremst alþingi að þakka. Á Þingvöllum óx þá og þroskaðist hin glæsi- legasta norrænasta menning, er á Norðurlöndum hefir þekst. Sumpart fyrir menningar- strauma frá öðrum löndum, en að meiru leyti þó vegna innri orsaka. Líkamlegt og andlegt atgerfi fór saman, því að á al- þingi voru leikir og íþróttir iðk- iaðar samhliða andlegri ment.. Og einræn varð þessi menning ætti yfir að ráða, og kæmi frá þjóðinni, eftir ýmsum leiðum, og síðar skal að vikið. Þingvelli ásamt hjáleigum öllum þyrfti því stofnunin að eignast, þ. e. túnin og helztu grasnytjar aðrar. Með annað hefði hún ekkert að gera. Að sjálfsögðu geta þeir, sem fundvísir eru, fundið ýmsaánn. marka á því að reisa slíka stofn un og hér er átt við á Þingvöll- um. Skulu nú athugaðar helstu hugsanlegu mótbárurnar. Sumir myndu ef til vil telja grasnytina of litla, er jarðirnar til láta. En svo er þó eigi. Skal þá fyrst litið á töðufallið, því að það skiftir mestu máli. Á Þingvöllum sjálfum munu nú fást um 150 hestar af töðu í meðalári, í Skógarkoti um 100 hestar og Vatnskoti um 40 hest ar, eða samtals 290 hestar. Þá er og Hrauntún hjáleiga frá Þingvöllum. Töðufall mun þar vera alt að 100 hestar. Sam- analgt töðufall því alt að 400 hestar. Þó að þetta kunni að vera meira en. í sumum árum fæst af túnunum (áætlunin er þó gerð af þaulkunnugum manni), má þó í framtíðinni gera ráð fyrir meira töðufalli með betri rækt en nú á sér stað. Á öðru mætti því, með betri ræktun en nú er fóðra 15 kýr, ef dálítill fóðurbætir væri not- aður. En auk töðufallsins er um miklar engjaslægjur að ræða á þessum jörðum, er gefa af sér kýrgresi. Er því alls ekki djarflega áætlað, þótt gert sé ráð fyrir að hafa megi 20 kýr á Þingvöllum, með dálítilli fóð- urbætisgjöf, en hún er mjólk- andi kúm nauðsynleg, hvort sem er. Vegna væntanlegrar friðunar á Þingvöllum má auðvitað ekki hafa sauðfénað innan hins frið- aða svæðis. En ekki er þó loku skotið fyrir, að sauðfjárrækt megi hafa. Eftir er enn ein jörðin ótalin, er liggur undir Þingvelli. Það er Svartagil. Sú jörð yrði utan girðingarinnar um hinn fyrirhugaða þjóðgarð, sem sjálfsagt er að komist á. Á þessari jörð myndi mega hafa allstórt sauðfjárbú. Yrði það útibú frá Þingvallaskólanum. Þá yrðu og kýrnar að vera utan girðingar sumarlangt, og er það auðvelt. Þá munu JLíka teinhverjir benda á, að ekki megi farga Þingvöllum, hvorki til eins eð- ur annars, af því að þar sé prestssetur. Mun síðar og í öðru sambandi bent á, að ekki þarf að gera skólann né sókn- ina prestslausa, þótt Þingvellir yrðu ekki lengur prestssetur í vanalegum skilningi. Skal nú litið á, hvort ókleift sé, að hafa skóla á Þingvöllum vegna samgönguerfiðleika p:g fjarlægðar, sem eðlilegast er að miða við Reykjavík. Réttast er að miða þetta við ástandið eins og það er nú. Bíl- vegur er nú alla leið frá Reykja vík til Þingvalla. Mega því sam PILLS iGin Pill hafa læknað þúsundír sjúklinga af blöSru- og nýrnaveiki. Etf þú hefir bakverki eða einhver merki u msýknt nýru, taktu Gin Pills 50e hjá öllum lyfsölum og lyfjaverzlunum. NATIONAL DRUG & CHEMICAL Co. of Canada, Ltd. TO'RONTO, ONT. 82 ekki meðan alþingi naut hress- gönguskilyrðin við Þingvelli andi lífsloftsins, sem hinir fræknu íslendingar fluttu heim með sér frá utanförum sínum. Menningargildi alþingis hins forna er svo alkunnugt, að ekki þarf að eyða orðum að því. En orsökin var sú, að alþingi var lýðháskóli, einkennilegasti og sannasti lýðháskólina er á Norðurlöndum hefir verið. Sú þjóð mun því naumast vera til, er eigi ákjósanlegri lýðháskóla stað en vér, þar sem Þingvellir eru. En nú er ekki því að heilsa, að Þingvellir séu alþjóðareign. Skólinn þyrfti að eignast Þing- velli og hjáleigur allar, þ. e. a. s. túnin og helztu grasnytjar aðrar. Gæti það orðið á tvenn an hátt. Annaðhvort að ríkis- sjóður legði fram fé fyrir nauð- synlegar lóðir og grasnyt um leið og hann keypti að öðru leyti hinn nauðsynlega hluta Þingvallasveitarinnar fyrir þjóð garð, eða þá að skólastofnunin keypti það sem hún þyrfti af landi fyrir það fé, sem hún sjálf teljast góð, því að betri flutn- ingatæki höfum vér ekki ennþá en bílana. En til þess að njóta þeirra farartækja, þurfa þeir, er til Þingvalla ætla, að fara fyrst til Reykjavíkur. Telja má það auðvitað dálítinn galla fyrir sum héruð landsins. En í þessu sambandi vil ég geta þess, að komið hefir sú hugmynd fram að leggja akbraut frá hinni svo kölluðu Hyítárvallabraut, er endar ofan við Hest í Borg- larfirði, og inn Lundarreykja- Borgarfjörður og sveitir norðan og vestan lands talsvert betur settar til að ná til Þingvalla en annars. Akbraut þessi um Lund arreykjadal til Þingvalla er raunar ekki komin enn þá á, en margir eru því fylgjandi, að akbraut þessi verði lögð, þar á meðal þingmenn, enda mun og svo verða. En nú skulum vér setja sem svo, að bílar hættu að verða beztu farartækin á1 landi hér og járnbrautir kæmust á. Mættl þá ef til vill benda á staði, er samgöngur yrðu greiðari til, en til Þingvalla, og bæri því frem- ur að velja þá til slíks skóla- staðar og hér ræðir um. En nú er það alkunnugt, að miklar lík ur hafa verið taldar fyrir því, að hin fyrsta fyrirhugaða járn- braut, er lögð yrði hér á landi, — járnbrautin til Suðurlands- undirlendisins, — lægi um Þing velli. En samkvæmt skýrslu hins norska járnbrautarverk- fræðings, Sverre Möllers, til at- vinnumálaráðuneytisins, er leið in um Þingvelli ekki talin hin á- kjósanlegasta, heldur leiðin frá Reykjavík yfir Svínahraun (um þrengslin) að ölfusá. Hið eina er mælir með þessari leið, er það, að hún er styttri. Munar það 30 km. Vitanlega er það mikill ávinningur, en margt kemur þó til athugunar í þessu máli. Skal hér vikið að þvf helsta: 1) Leiðin til Þingvalla liggúr 25 km. um bygð, og eru þar talin mikil framtíðarskilyrði samkvæmt fyrri áætlunum og umræðum um járnbrautarmál- ið. Þá er og heiðin, sem jám- brautin lægi yfir, öll grasi vax- in, og hafa þar og verið talin góð ræktunarskilyrði, með bætt um ræktunaraðferðum. Væri því hugsanlegt, að bygð kæmist á meðfram brautinni alla leið til Þingvalla. Sé hinsvegar leið in yfir Svínahraun farin, liggur brautin í óbygð mestan hluta leiðarinnar og land svo hrjóstr- ugt, að bygð getur ekki aukist. 2) Þá er og að gæta þess, að ykist ferðamannastraumur, sem líklegt er talið, til landsins, mynlu útlendingar venja kom- ur sínar til Þingvalla, öllum öðrum stöðum fremur, ekki sízt ef þjóðgarðurinn kæmist á, og öflugur menningarskóli. Gæti flutningur þesasra manna til Þingvalla orðið allmikil tekjugrein. En á hinni leiðinni er um engan slíkan stað að ræða, er drægi að sér erelnda ferðamenn. 3-) Til athugunar í þessu máli kemur og væntanleg rafvirkj- un á Sogsfossunum. En þótt verkfræðingurinn telji vafa- samt, að nauðsyn sé á að leggja >i++i++i++i++i++: >i++i++i*+Í++i++i++i++i++i++i+*i**i**Í**Í**Í*'+”+' >+i++i+ +i*+i++i++i++i++i< 4 Nýjar vörubirgðir ----------------- f f f f The Empire Sash & Door Co. ♦f Limited. T HENRY AVE. EAST. WINNIPEG. ♦♦♦ um tegundum, geiréttur Timbur, Fjalviður af öll- og allskonar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur. Vér erum ætíð fúsir að sýna, þó ekkert sé keýpt. f f f

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.