Heimskringla - 22.10.1924, Page 2

Heimskringla - 22.10.1924, Page 2
S. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 22. OKT. 1924. Pann 20. sept. síðastliðinn safnað- ist saman hópur af fólki úr Gimlit>æ og umhverfinu, á heimili Mr. Björns H. Jónssonar hér á Gimli. Tilefni til samfundar þessa var þaö, að hjón in Sveinn Magnússon og Halldóra kona hans áttu á þessum degi fimtíu ára giftingarafmæli. Fjöldi fólks kom saman á áðurnefndum stað, ef- laust á annað hundrað manns eldra og yngra. Gleðimót þetta hófst með því, að sunginn var sálmurinn “Þín miskunn, ó, guð”. Þar næst flutti séra Sig- urður Ólafsson nokkur ávarpsorð til gullbrúðhjónanna. Því næst var sung ið “Hve gott og fagurt og indælt er”. Þá flutti Mr. Guðm. Fjeldsted erindi til brúðlhjónanna, hlýorða viðurkenn- ingu á gildi þeirra sem meðlimum mannfélagsins, er bezt hafði sýnt sig í góðri viðkynningu við samferða- menn þeirra á leið lífsins. Ennfrem. ur mintist hann á trúarafstöðu og fróðleiksleit gullíbrúðgumans í þeim málum. Nokkrir söngvar voru sungnir og var söngurinn undir umsjón þeirra Mr. og Mrs. Helgi Benson. Taka þau hjón öllum framar iþátt í sam. komu félagslífi þessa bæjar. Þessu næst bað Sveinn Björnsson (sonur húsráðanda) sér hljóðs og mælti hann nokkur hlýyrði til gull- brúðhjónanna um leið og hann af- henti gjafir fyrir hönd viðstaddra og fjarverandi ástvina og samferða- manna. Gjafirnar voru silfurbúinn göngustafur áletraður, til brúðgum. ans, kven.handtaska perlusett með gullpeningum í, til brúðurinnar. Einnig silfurdiskur, og var á honum álitleg upphæð af peningum. Að loknum ávarpsorðum Mr. Björnssonar voru sungnir nokkrir söngvar. Þá var Mr. Guðni Thor. steinsson pwstmeistari kvaddur ti! máls. Mintist hann heiðursgestanna með vel völdum orðum, talaði um víðsýni og frjálslyndi hjónanna í trú- arefnum. ur í Barðastrandarsýslu að Fremri- Gufudal til móðursystur sinnar Þur. íðar Sveinsdóttur, svo sem henni til hugnunar, því hún hafði þá mist öll börn sín þrjú að tölu. Þar ólst hann upp til tvítugs aldurs. Þau Sveinn og Halldóra voru gef- in saman af séra Magnúsi Hákonar. syni á Stað við Steingrímsfjörð. Bjuggu þau á Kálfanesi í sömu sveit í 4 ár, en fluttust þá að Kambi í Rieykhólasveit, áttu einn fjórða af jörðinni, og voru þar í 4 ár. Það an fluttu þau að Óspakseyri við Bitru fjörð og bjúggu þar í þrjú ár. Þá að Víðivöllum í Staðarsveit og dvöldu þar eitt ár, og þaðan fóru þau til Ameríku með hinum svokall- aða Borðeyrarhóp, 1887. Mrs. Halldóra Magnússon er fædd á Brekku í Gufudalssveit 20. sept. 1850. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Bjarnason og Helga Finns. dóttir. Þau hjón Sveinn og Halldóra ha;fa eignast 11 börn. Af þeim dóu átta í æsku en þrjú lifa. Eru þau: Mrs. Þuríður Hólm, ekkja eftir Magnús Hólm, búsett hér við Gimli; Odd- fríður kona Jóns Jóhannssonar, býr 2 mílur fyrir sunnan Gimli; sonur þeirra, Jón Helgi, er til heimilis hjá foreldrum sínum. Fósturson hafa þau alið upp, Þórarinn að nafni, og hefir hann einnig tekið sér nafn þeirra. Barnabörn þeirra hjóna eru 10 á lífi, öll mannvænleg. 11 ár dvöldu þau Sveinn og Hall. dóra í Winnipeg eftir að þau komu að heiman, en síðan við og á Gimli í 26 ár. Það er hjartanleg ósk allra vina þessara öldruðu hjóna, að æfikvöld þeirra verði fagurt, og aftanskin æfi þeirra unaðslegt., og bendi til ár. bjarma eilífðardagsins. Viðstaddur. Til Sveins og Halldóru Magnússon (I gullbrúðkaupi þeirra, 20. sept.. Þá las Mr. Hjálmur Þorsteinsson kvæði, er Mr. Sigfús Benediktsson hafði ort til gullbrúðhjónanna. Fleiri tóku til máls. Meðal annara Mr. Gísli Jónsson kaupmaður, og árn aði hann hinum öldruðu hjónum allra heilla, með einkar hlýjum og viðeig- andi orðum. Sagði meðal annars að eplið félli sjaldan langj: frá eikinni, og mintist þannig gervileika barna brúðhjónanna, er mjög líktust for. eldrum sínum. Því næst flutti Mr. Fjeldsted þakkarorð fyrir hönd gull. brúðhjónanna, fyrir kærleika þann og samúð, sem þeim hefði verið sýnd ur á þessum merka degi á æfi þeirra. Einnig talaði Mrs. Margrét Jacobsen nokkur orð, og var hún ein í hópi gestanna, er hafði setið brúðkaup þeirra fyrir fimtíu árum síðan. Meðan ræðuhöldin fóru fram, sat fólk að veizlu, því ágætar veitingar höfðu verið fram reiddar. Skemti fólk sér að því loknu við söng og samtal. Fór svo heim ánægt yfir því að hafa setið í sólskini end- urminninganna með hinum öldruðu hjónum. Sveinn er ættaður úr ísafjarðar. sýslu í föðurætt. En móðir hans hét Ragnheiður Sveinsdóttir, ættuð úr Gufudalssveit S Barðasttandar sýsl u. Sveinn er fæddur á Þiðriksvöllum í Strandasýslu 5. jan. 1845. Þar ólst hann upp hjá foreldrum sínum til 6 ára aldurs. Þá var hann léður suð- 1924. Fimtíu ár eg augum hugar renni aftur í tímann, þar sem rjóður sveinn hjá brúði stóð, og helgu tengdur henni hjartnæmu bandi, sannur, trúr og hreinn. Að unnu heiti háleitri með lotning, hann heitum kossi þrýsti að meyjar vör; Nú var hans heitmær honum kjörin drotning, og hennar var hann prins á lífsins för. Svo liðu árin, líkt og vökudraumur; þó lífið væri bæði sætt og ramt, og stundum mætti mótlætisins straumur, var meðaltalið heillavænlegt samt. Nú hér þið standið, sveipuð sigur. ljóma, á sviði lífsins gegnum bros og tár þið leiddust, eins og börn í æsku. blóma, sú brúðkaupsganga stóð í fimtíu ár. Eg man þá tíð að tjóður afturhalds. ins í töfralæðing reyrðu göfga sál, er fegurð lífs í dýki deyfðarvaldsini? nær druknað hafði; kulnað innra bál. En þá steig andinn upp í hærra veldi, í uppreist gömlu friðarböndin sleit, þá fyltist sálin sannleiks heitum eldi, og sólin græddi nýjan vermireit. Þá var það, sem mér hlýja höndu réttu þær hetjur tvær, er stigu sigurspor, og með mér síðan sömu stefnu settu; að sigla andbyr tekur dug og þor. Nú standið þið, sem hetjur hátt í elli, þó hárin gráni, er sálin ný og ung; þið hafið staðist alla ölduskelli, því ástin léttir byrðatökin þung. Nú árna vinir heilla’ yður af hjarta, að haldi stefnu lífsins sigurknör, að sjáið ennþá sigling langa og bjarta, unz sólarmegin rennur gnoð í vör. Sú gullöld dýr, sem dygðin hefir skrifað, mun dregin upp á lífsins söguspjald, hvar ástin hefir björtu lífi lifað og loksins hlotið veglegt endurgjald. Sigfús Benediktsson. --------0-------- Dómur eftir líkum. (Circumstantial Evidence). Þetta er nafnið á nýrri bók, sem skrifuð er af íslendingi. Er það j stutt skáldsaga, en þrungin af efni ! til umhugsunar. Höfundurinn er Bogi Bjarnason ritstjóri í Kelvington í Saskatchewan. Efni bókarinnar er i stuttu máli þetta: Úti í sveit eru tveir nágrann. ar; óvinátta hefir skapast milli þeirra og hélzt við alla þeirra æfi. Hjónin áttu sinn soninn hvor og ekki fleiri ibörn. Drengirnir gengu báðir á sama skóla og í sömu kirkju, og voru aldir upp báðir á svipaðan hátt. Þeir erfðu óvináttu frá foreldrum sínum, þannig að þeir höfðu horn í síðu hvor annars, stríddu hvor öðrum á skólanum og skapraunuðu hvor öðr um við hvert tækifæri sem gafst. og hann flutti sögurnar, að út af Phyllis þessari myndi eitthvað ger. ast, sem tíðindum sætti. Einn góðan veðurdag vildi svo til, að Garrick málugi var staddur úti við skamt frá heimili manns, sem Simson hét. Sér hann þá hvar Jón kemur í bifreið sinni aleinn á leið í kaupstaðinn. í sama bili kemur James sömuleiðis einn á sinni bifreið á leið heim frá kaupstaðnum. Lágur skógarrunnur var þar skamt frá, og kelda i honum, en slétta beggja meg. in. Var höggið vegstæði í gegnum skógarrunninn og vegur lagður yfir kelduna, svo mjór að bifreiðar gátu j ekki mæzt, og svo lágur að nálega vatnaði yfir. Nú sér Garrick að þeir hlytu að mætast á leiðinni yfir kelduna, en vegna skógarins sér hann ekki hvað fram fer, þegar þeir mætast. Hefðu báðir haldið áfram viðstöðulaust, þá hefðu þeir komið útúr skóginum sinn hvoru megin eftir fáeinar sek. úndur. I stað þess kom James eftir 10 mínútur ok |ók rakleiðis heim. En Jón sást hvergi. Garrick beið í hálftima, þá fór hann að gæta að, og sá hvar bifreið Jóns var hálf úti í keldunni og nálega á hliðinni. Sjálf- ur lá Jón með fæturnar úti í vatninu en höfuðið uppi á veginum, andlitið var blóðugt og hann var örendur. Garrick sá í huga sér hvernig þetta hefði viljað til. Jón og James höfðu mæzt t miðri keldunni, hvorugur hafði viljað víkja fyrir öðrum. Þeir höfðu byrjað að ónotast, slðan hafði lent í háa rifrildi og brígslyrðum — loksins í áflogum, sem þannig end- uðu, að James gekk af Jóni dauðum. Svona hafði það verið; já, það lá í augum uppi. Garrick gerði lögreglunni aðvart. Likskoðun fór fram, og saga Garr. icks, sem var eina vitnið, var talin áreiðanleg. Þegar þeir óxu upp, tóku þeir þátt 5 félagsmálum og íþróttum, en einnig þar gerðu þeir hvor öðrum alt til vanvirðu. Annar pilturinn hét Jón, en hinn En svo segir skáldið frá því, sem Garrick sá ekki; segir frá þvi hvern. ig í öllu lá í raun og sannleika. Jón og James höfðu komið á hraðri ferð og ekki gætt þess að stöðva bifreiðar James. Jón var með þeim veikleika I sinar fyr en þeir voru komnir út á fæddur, að hann var afskaplega hræddur við snáka; tapaði með öllu sjálfsstjórn, ef hann snerti þá. Þetta vissu leikbræður hans og notuðu sér óspart, einkum James. Kastaði hann stundum í hann snákum, lifandi eða dauðum. I öllum öðrum atriðum var Jón hugaður. Báðir voru piltarnir fyrirmyndar. drengir; áttu enga aðra óvini. Nú voru þeir orðnir vaxnir menn og höfðu báðir tekið við búsforráðum á heimilum sínum. Um það leyti kom nýr kennari í héraðið. Var það ung stúlka úr borg inni og hét Phyllis. Það hafði verið siður um langan tíma, að gjaldendur t skólahéraðinu borguðu part af skólagjaldinu með því að hýsa og fóðra kennarann í hálfan mánuð hver. Þeirri reglu var einnig fylgt 5 þetta skifti. brautina yfir kelduna sinn hvoru meg in. Þá höfðu þeir báðir getað stööv. að nógu fljótt til þess að rekast ekki á. Fóru þeir báðir niður úr bif- reiðum sínum og hjálpuðtt hvor öðr. um með góðu, þangað til bifreiðarn. ar voru komnar hvor frá annari. Síð. an ætla báðir Ieiðar sinnar. James varð fljótari af stað og ók heimleið- is. Þegar Jón fer af stað, tekur hann eftir því, að annað afturhjólið hefir grafist niður í bleytuna og hring. snýst án þess að fara áfram. Hann hallar sér eins langt og hann getur út og aftur, til þess að sjá hvort hann muni komast áfram án þess að fara út úr bifreiðinni. Sér hann I þá að endi á staur, sem var i keld- ! unni, festist í hjólinu og kastast upp ! í loft og áfram. En þannig hafði J viljað til að snákur lá yfir þann enda I staursins sem i keldunni var og kast- ast beint yfir andlitið á Jóni. Af Þegar Phyllis dvaldi á heimili Jóns,; þessu varð hann svp hræddur, að fann hann það brátt að hann hafði I hann stökk í dauðans ofiboði og hugs. aðrar tilfinningar gagnvart henni en | unarleysi út úr bifreiðinni um leið öðrum stúlkum. Phyllis var ein þess í ög hún losnaði og fór af stað. Þegar ara ástleitnu stúlkna, sem leika sér að ^ hann kom þannig niður, hálsbrotnaði því að veiða hvern einasta pilt og láta hann og dó samstundis. hann svo fara eins og særðan fugl. Þennan leik lék hún við Jón. Hann var aftur á móti eins og hver annar saklaus sveitadrengur — einlægnin sjálf og tók allri ástleitni Phyllis með fullri alvöru. Þegar hún kom á heimili James, fór á sömu leið milli þeirra. Hún tældi báða og kastaði .báðum. Þetta James var tekinn fastur. Garrick var eina vitnið eins og áður, þegar málið kom fyrir. Dómari og kvið- dómur ftindu hann sekann. Hann var dæmdur til dauða og hengdur í nafni réttvisinnair. Enginn efaðlist um sekt hins dæmda og dauða manns, nema foreldrar hans. Þau dóu bæði , . T, á þeim þriggja mánaða tíma, sem jok ovinattu þeirra. Jon var sann. I — . , - . . „ ' j James beið 1 fangelsinu eftir þvi að færður um að James hefði tælt hana frá sér, og James var jafnviss um það sama að því er Jón snerti. Báðir voru vissir uu að Phyllis væri sak- leysið sjálft. Nú lifnaði talsvert yfir héraðinu. Nú var eitthvað til þess að tala um. Fólkið vonaði, að þetta yrði til þess að kveikja reglulegt bál úr gömlu glæðunum. Maður er nefndur Garrick málugi; var hann vikakarl til skiftis á nokkr. um heimilum; þar á meðal á heimil- um þeirra James og Jóns. Þegar lund hans leyfði það ekki að hann væri lengur í einum staðnum, þá fór hann á annan, og bar æfinlega róg- burðarsögur á milli. Nú gerðist hann spámaður og sagði það fyrir um leið dómnum yrði framfylgt. Þetta er efni sögunnar. Hún er ágætlega skrifuð, málið vandað og gott. Mannlífið er þar sýnt og mál. að í réttum litum; t. d. er greinilega lýst hundseðlinu í manninum að því leyti að allir keppast við að troða niður þann, sem undir verður — þann sem ósigur bíður, en upphefja þann sem sterkari reynist. Islendingar ættu sem flestir að lesa þessa bók; hún flytur þarfar hug vekjur og myndir, sem mörgum væri holt að skoða. (Framh. á 5. síðu.) ■---^—0-------- Kæra <<Heimskringla,,! Ég og nokkrir kunningjar mínir höfðum ofurlitla kvöldskemtun ný. lega, — ekki við spil eða “home- brew”! — Bar þá margt á góma, eins og vant er, þegar vitrir og mál- gefnir menn skrafa saman í heima- húsum. Ræddum við um öll þau málefni, sem nokkurs eru virði, milli himins og jarðar, t. d. heimsspeki vísindi, trúfræð.i og pólitík. Eins iog gefur að skilja, vorum við ekki á sama máli í mörgum at- riðum, því satt að segja, erum við hver með sínu marki brendir. Þeg- ar við höfðum gripið niður hingað og þangað í þessum fjölbreyttu fræðigreinum, “bitum við okkur fasta” í pólitíkina, því, eins og þú veist, eru allsherjar-kosningar í nánd hjá okkur hérna syðra, og bar. dagjinn byrjaðitr. V;iö þöfðum til hliðsijónar allmörg blöð, með and- stæðum stefnum, og var þar gnægð skaplegra setninga, eins og alkunn. ugt er, og hægt að fá nóga texta. I þetta sinn vildi svo ti'I, að flest- ir af okkur, sem þarna vorum, eru dálitlir hagyrðingar, eins og títt er um Islendinga. Fór því svo þegar leið á kvöldið, að gáfa sú tók að brjótast út. Aldrei þarf nema einn gikk í hverri veiðistöð. Einn fé- lagi okkar kastaði fram erindi um það, sem við vorum að tala um. Ekki þurfti meira til, allir fóru að yrkja, og söng þar hver með sínu nefi. Og áður en við vissum af, var þarna komin heil idrápa, m(eð dálítið einkennilegu rími, en sæmL legu þó. Það er sagt: Margur er skáld þó jhann yrki ekki. En það má líka segja: Margur yrkir þó hann sé ekki skáld. Við skákum Iíka í skjóli því. Þegar eg fór að lita yfir það, sem við höfðum aett saman, þetta merki lega kvöld, sá ég, að það var — ekki harla gott, en viðunanlegt. Datt mér þá í hug, að gaman væri að sjá þetta verk á prenti, — það er eigiti- leiki, sem erfitt er að stríða við, — og þess vegna sendi eg þér nú, “Heimskringla” sæl', þessia óskila króa, ef þú vildir gera svo vel að útvega þeim kristilega skírn og skrá setningu í kirkjubókum þínum. Til skilningsauka óuppfræddum lesara, skal það tekið fram fram, að flest af stórviðburðum þeim, er kvæðið fjallar um, eru slanni,r, sam. kvæmt því, sem blöðin greina frá. Auðvitað er viki ðvið orðum í stöku stað, þar sem nauðsyn þótti ríms- ins vegna. Einn af höf. kvœðisins. Kosningaslagur. Nú skal kveðinn kynjabragur kosninganna rammaslagur, úrslitanna drottinsdagur og dómsins, óðum nálgast fer. Næsti fjórði nóvember. Ekkert vanst við áhlaup fyrsta, ýmsir lágt í valnum gista. Megin afli Mammonista mátti til að forða sér. — Fjörið launa fótum ber. — Gripu flóttann háif hattar hnakkadrembnir ístruskrattar. Hetjurnar, sem boruibrattar berjast fyrir “Gí. O. Pí”. Frést hefir þær færu á “spree”. Ógreitt verður Mammons megiin mannúðin þá riður veginn. FTækjast Kúlis flöggin dregin fótum troðin leirnum í. Wallstreets-klíkan veldur því. Færist nú á hana hallinn; hérna liggur Dosi karlinn, klumsa varð við kjapta.pallinn. kímdi í skeggið Jónatan. Oft er brosleg ólukkan. Sjálfstæðinga sóknin harðnar, sýnist hinum fátt til varnar. Bregðast allar blekkingarnar, bölvað verður þetta flan, nema hjálpi Klu-Klux.Klan. Mellon gamlii mestur granna, — máttarstólpi bannlaganna.— húkir eins og kampvíns kanna, Kúlis ekki veitt fær lið, igrúskar heima að gömlutn sið. I syndapokann trúi’ eg hann tíni tekjurnar af stolnu víni. Aldrei Tinnir 1yst hjá svíni. Lengi tekur sjórinn við. — Þorpurunum þjóðveldið. — Höfuðverkir, bakverkir, þvagteppa eða þvagmiss. ir eru viss merki um nýrnaveiki. Gin Pills lækna fljótt og vel. 50c hjá öllum lyfsölum og lyf sölubúðum. National Drug &• Chem. .... Co. of Canada, Ltd. Toronto Canada Liggja heima í sæng af sárum, —situr dögg á gráum hárum, iðrunar og tregatárum, Teapot Dome að letnu í Deniby karl og Daugherty. Olíu þyrfti allan maka á þeim skrokkinn, síðan baka hægðameðal mætti taka og miðla þeim, litlu Whiskey í heilir yrðu þeir af því. Hér svo fyrsta hætti senna. Hver veit nema, — til að “renná” þeysi einhver afarmenna atkvæðanna fram á völl; —más’ke stærsta Mammons tröll. Þá mun verða úr djúpi dregin dulsynd mörg ein báðumegin. Mörg og pjáturs plata slegin, prýdd og víggirt dollarshöll. Kalki þvegin utan öll. Flestum þá mun verða vopnum veifað, út frá munnum opnum, Mammons fáni á frelsistoppnum flökta hátt í vindasal.— Dísarmynd með tímatal. — Þar sem skráð er s'kýrum stöfum “Skelfist eigi, því við höfurn tiraust á okkar guði og gröfum, goðmál það á sérhvern dal. Breytni vora birta skal.” Bænda merki: á skóflu skafti skreytt með hvitu ‘morgeis’ ‘drafti’ Skrímsli hjá með kraibba kjafti, krækja vill í “dókúment”, glottandi með ginið flent. Þarna nærri strákur stendur, striga klæddur, sólu brendur. Járnklump stóran hefja hendur, honum skal í ginið sent, — skjalið svo á bálii brent Þá mun verða af þjósti barist. Þá mun ibæði sótt og varist. Hætt er við að vitið farist, verði öllum reglum slept, en til sigurs aðeins kept. Öllum valda vélum snúið, versta andans gasi spúið. Sérhvert “Otó” keyrt og knúið, kastað skeytum “right” og “left” Fast að sumum kanske krept. Verkamenn og ibændur bölva, ibíta á jaxl og virkin mölva. Hræðsla setur suma fölva, sem er kallað feigðarmark. •— Sumir þola ei svoddan hark. — Báðir fram í bræði vaða. Bændur veifa mykjuspaða. Hætt er við þeim hiámentaða I hrylli við og missi kjark. — vanur eigi slíkt við slark. Mörku spáð er leiks um lokin. Lagasnápur, kirkjupokinn, bankahöldur hárastrokinn, halda að Mammon sigri víst, hvernig sem að snældan snýst. Kúlí þó að flatur falli, frægur Daddi, Wallstreets lalli standi eins' og steinn á fjalli, stjórnarlið svo verði ei níst. —Stundumi Hka skýrum skýzt.— Verkamenn og bændur brosa, brigða vanir jeljarosa hræðast enga gleiða gosa, gortara né K. K. K. Þykjast vísan sigur sjá. Foringja nú fengið hafa, flestir munu í litlum vafa, — 'hvað sem fjárbralls fuglar skrafa — frægð og völdum muni ná. Mammon rekinn ríki frá. Síðstu fréttir segja að Dosi, —sveiptur mjúku bankaflosi—

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.