Heimskringla - 22.10.1924, Page 6

Heimskringla - 22.10.1924, Page 6
6. BLAÐSIÐA. HE1MSKHIN6LA WINNIPEG, 22. OKT. 1924. “Litla stúlkan hans” SAGA EFTIR L. G. MOBERLY. Sigmundur M. Long þýddi. Litla stúlkan hlustaði á orð hans með at. hygli, og hún hafði fest stóralvarlegum augum á andlit hans, en hann hafði augun á konunni meðvitundarlausu. Hún var ungleg að sjá, varla meira en 32 til 33 ára, og þrátt fyrir ná. fölvan yfir andlitinu, sem hvíldi á hinu gráa vangstæði, var það yndislegt. Löng, dökk augna hár, láu niður á vangana, svart hár þykt, sem við fallið hafði losnað, og lá niður um háls og herð- ar, varirnar voru nettar og munnurinn vel lag aður, en í heild yfir andlitsdrögunum sorgbland in alvara. “Hvernig skyldi æfisaga þessarar aumingja konu vera”, hugsaði Giles með sér. Hvers kyns áhyggjur og erfiðleikar mundu liafa merkt þessar alvarlegu línur á hinn fagra munn, og þunglyndissvip á hið einkar fríða andlit? Og drættirnir kringum augun, eru ljós vottur þess, að hún hefur felt mörg og bitur tár, — en hvers vegna? Ávítandi leit hann upp, og á hinn stóra mann sem enn stóð í sömu sporum, og horfði stöðugt á andlit konunnar meðvitundarlausu, en andlit. ið var hart og kalt, miskunlaust, og Giles hefði næstum þorað að sverja, að kaldhæðnisbros lék um hinn vellagaða munn, og hið fríða andlit i sýndi gremju og óánægju, Giles skildi ekki í til-1 finningum sínum, hann stóð upp, losaði með gætni hendi barnsins úr sinni, og gékk svo til stóra mannsins. ■“f>ekkið þér þessa konu”? spurði hann á frönsku, eins og áður. “Stúlkan virðist vera ensk; þekkið þér þær?” Hinn aðkomni lypti upp augabrúnunum al- veg forviða, og yþti öxlum, þannig, að Tredman sannfærðist um, að það var kækur hans. “Eg? — Hvaðan ætti eg að þekkja þær”? svaraði hann. “Vagninn þeirra varð ifyrir bifreiðinni minni, og eg varð fyrir því sorglega óhappi, að vagninn brotnaði og konan meiddist, en — við erum eins og eitt af skáldunum ykkar kemst að orði, “skip sem mætast að næturlagi og gefa ( hvert öðru merki, er þau farast hjá” Giles fann það með sínum næma smekk, að þessi maður talaði ekki síður ensku en frönsku, I jafnvel þó hann áliti helzt, að hann væri Rússi, eftir skipuninni, sem hann gaf ökumanninum. “Eg bið afsökunar”, svaraði hann kurteis- lega. “Eg hugsaði, eða mér fanst, að þér að- gæta konuna svo nákvæmlega, eins og þér þekt- uð hana, líklega getur litla stúlkan sagt manni hverjar þær eru, og hvar þær eiga heima. Ætl- ið þér, herra, að sjá um samlöndu yðar?” Háðbrosið lék sem fyr um varir aðkomu- mannsins og stálbláu augun hvesti hann á Giles með lítilsvirðingu, svo hinum unga hermannii lá við að gefa honum duglegt hnefahögg í hið hörkulega en vel lagaða andlit. “Hvort sem hún er samlanda mín eða ekki, þá er það skylda mín að hjálpa henni það sem eg framast get”, svaraði hann gremjufullur. “Litla stúlkan er barn og getur engu komið til leiðar. En eg efa ekki, að þér herra gerið j fyrir þær mæðgur það1 sem þér getið, þar sem þér — ” “Þar sem eg ____ hvað?” tók stóri maðurinn fram, með stoltlegu yfirbragði og færði í auga- brýrnar. “Þar sem eg — hvað eigið þér við, monsjer. i “Þar sem þér eruð valdur að þessu óhappa slysi, ætlaði eg að segja”, svaraði Giles, og var forviða yfir reiði aðkomumannsins. Stóri maðurinn hló, einkennilega, sneri sér svo við, og horfði eftir veginum til Aix, það virtist sem snögglega mildaðist hörkusvipurinn á and- litiríians. “Það væri sönn ánægja fyrir mig, að geta gert sem allra mest fyrir konuna og litlu stúlk- una”, sagði hann. “En — þegar læknirinn er kominn, og — hún á hjúkrun vísa af þeim sem þekkingu hafa — hlýt eg — nauðugur þo að fara héðan, það eru áríðandi framkvæmdir;> sem alls enga bið þola, eg er neyddur til að — ” Hann þagnaði, nú heyrðist skröltið í bifreið- inni, og augnabliki seinna var hún komin þar sem þeir stóðu. Tredmann sá að hún var máluð svört. Franskur læknir, fjörlegur, stökk ofan úr bifreið inni, og horfði kringum sig með rannsakandi augum, sem fljótt skildu ástæðurnar, og með glaðlegri á svip, virti hann fyrir sér hið rólega andlit Englendingsins. “Ef þér, monsjer vilduð rétta mér hjálpar- hendi,” sagði hann við Tredmann, “ætla eg strax að skoða konuna, og svo verður að flytja hana með bifreiðinni til Aix.” “Síðustu setningunni vék hann til eiganda bifreiðarinnar, sem enn stóð í sömu sporum, sem svar hneigðu þeir sig báðir. En Tredn^gnn og læknirinn, lutu niður að konunni til ransókn- ar. “Við verðum sem allra fyrst að flytja hana á greiðasöluhús, þangað sem hún á heimili,” taut- aði læknirinn eftir lítilsháttar skoðun. “Hún” — Tann leit til Tredmanns, og er hann sá hið sorgbitna andlit litlu stúlkunnar, lækkaði hann róminn, “hún er hættulega meidd, — brjóstið er klemt — og hún er við dauðann — og — ” Á sama augnabliki hreyfði konan hendina — í sömu svifum og læknirinn studdi fingri á líf- æðina, hún opnaði augun, dökk og djúp, en dap- urleg, vegna kvala á sálu og líkama. “Segðu honum — að — hann skuli fara”, stundi hún upp. “Eg — þoli — ekki —” Setningin enti í geispandi stunu; varirnar urðu hvítar og andlitið öskugrátt. “Við verðum að flýta okkur”, sagði læknir- inn. “Ef þér viljið hjálpa mér til að lyfta henni upp í bifreiðina, verðum við eins fljótt og mögu- legt er, að koma henni þangað sem hún getur fengið alla þá aðhlynning, sem hægt er að láta henni í té — þó hún sé næstum — ” Hann þagnaði sviplega, þeir heyrðu á bak við sig, einhvern hávaða, skrölt í vagni og bresti, sem “Get eg gert nokkuð fyrir þig?” spurði hann. “Ertu að leita eftir einhverjum?” “Eg leitaði eftir yður”, svaraði hún, og horfði á hann með hinum sama sorgar og áhyggjusvip 1 og að undanförnu. “Hjúkrunarkonan sendi mig til að sækja yð- ur, hún óskar að þér komið strax”. Meðan hún talaði laumaðist hún með kalda hendina í lófa Giles, og hans sterklega dökka hendi, tók um hana hlýlega og vemdandi taki, sem auðsjáanlega var barninu hugsvölun, því lítilsháttarbros fór yfir andlit hennar, jafnframt færði hún sig nær honum og sagði: “Hjúkrunarkonan er meir en sérlega góð — en hún gerir mig hrædda, — viljið þér ekki taka mig að yður?” Giles leit með gráu augunum sínum, niður á hið litla andlit, hann brosti, og það gerði hana hugrakkari, alment þótti bömum vænt um Giles, — hans hispurslausa framkoma og að. laðandi viðmót, dró hjörtu barnanna að hon. um„ jafnvel þeim allra einurðarminstu, þau vom aldrei hrædd við hann. Það er sjálfsagt að eg vil líta eftir þér”, var a f því, að bifreiðin var að fara, <.i: áður en þeir fengu tíma til að standa upp, og því síður svaraði hann hlylcga’ og hinn viðkvæmi geta hindrað þessar fatnalegu aðfarir, fór liin karlmannlegi rómur, hafði hughreystandi ahnf svarta bifreið með fleygiferð leiðar sinanr, þyrl-1 a h:ð titrandi bara. andi svo þykkum rykmekk, að það huldi menn. | <‘í>n verður að segja mér ef þú átt nokkra ina, sem þar voru, og númerin á vélinni, hvert frændur eða frændkonur, sem nú ættu að koma augnablik flutti hana lengra og lengra burtu Þin> Þe§ar móðir þín — er svo veik”, bætti frá hinni dauðvona konu, og mönnunum, sem i hann við, er þau leiddust upp hinn langa stiga vildu hjálpa henni. Englendingurinn og hinn franski læknir, horfðu hver á annan, og augu þeirra lýstu gremju og skelfingu. Læknirinn varð fyrri til að rjúfa þögnina. “Það er máske einhver sem móðir þfn lang- aði til að sjá?” Stúlkan hristi höfuðið. “Eg held að það séu engin skyldmenni,’ sagði hún. “Eg man ekki eftir neinum sem við höfum “Er þessi maður ófreskja í mannlegri mynd, ■ samkvæmi við eða eina fjölskyldu, eins og ann- hann getur ekki verið maður”. a® fólk”, bætti hún við hugsandi. “Það er fjandinn sjálfur”, tautaði Englend- ingurinn. “Djöfull í mannsmynd og hverju villu- dýri grimmari, — og ef eg nokkurntíma mæti honum — skal hann fá makleg málagjöld”. ‘Eg — eg vil vona — hans vegna — að þið ■ sagði: “Mamma og eg höfum verið einar saman — og engir komið til okkar.” “Máske þið eigið hér einhverja vini?” spurði Giles, en litla stúlkan hristi aðeins höfuðið, og sjáist aldrei framar”, sagði hinn litli fransmaður með semingi. En nú verðum við að leita ann- ara ráða, til að koma konu aumingjanum í húsa- skjól.” “Við þekkjum engann hér. Mamjna segir vana- lega, að hún vilji helzt enga vini hafa, og henni líkar ekki að eg sé með öðrum smástúlkum, sjá- ið þér til, mamma er ætíð svo angurvær”, hélt hún áfram með undarlega fullorðinslegri alvöru, “og því vill hún helzt að við séum einar — að- eins hún og eg”, Endurtekningin af þessum /orðum, “aðeins hún og eg”, hafði mikil áhrif á Giles, sökum kringumstæðanna, sem þær voru nú í, og hon- um fanst þrengja að andrúminu, er hann hugs- , , aði um dauðadóminn, sem læknarnir höfðu ein- gat ekki um annað huSsað en Það sem gerst i róma pkveðið yfir henni> _ og að þær stund„ hafði um daginn og hann varð mntekmn af j jr voru þegar taldar> er barnið gem hjá honum ■ gremju og meðliðun, er hann hugsaði um kon-1 ^ tala8 um «þær tvær». Hvað mundi una dauðvona og barnið, dottur hennar, og svo yerða um hana> er hún væri orðin ein síns liðs? II. KAPÍTULI. Giles Tredmann sat við lítið borð undir glugga í borðsalnum á hinu stóra veitingahúsi, og meðan hann beið eftir miðdagsmatnum, hafð'i hann nægann tíma til umhugsunar, hann þenna samvizkulausa fant, sem var valdur að þessu hræðilega slysi, flýði af vettvangi og lét þær eiga sig. Eftir töluverða bið, hafði hann og hinn góðsami franski læknir náð í vagn. í honum var konan flutt á veitingahúsið, sem hún hafði sezt að á þenna morgun, er liún kom frá Flórence, enskur læknir og ensk hjúkrunarkona voru kölluð til að hlynna að sjúklingum. En báðir læknarnir hristu höfuðið, og lýstu yfir því, að það væri einskis læknis meðfæri að frelsa hana frá dauðanum. Það var aðeins tíma spurs mál, hvenær hún mundi deyja, en þess gat ekki verið langt að bíða. Hvað skyldi verða af þessu bami, er hún misti; móður sína, sem hafði verið henni alt í öllu? Hann var enn niðursokkinn í þessar hugsanir,! er hin litla fylgdarstúlka hans, stansaði við dyr, við endann á hinum lága gangi, og sneri hand- íanginu á hurðinni svo gætilega, að 'enginn minnsti hávaði raskaði ró veiku konunnar. “Hjúkrunarkonan sagði að eg skyldi fylgja yður til móður minnar,” hvíslaði hún og leiddi j hann með sér inn í herbergið, og Iokaði dyrun- um háyaðalaust. Herbergið sem Giles kom inn í var mjög lít-1 ið, eitt af þessum smáu bakhe»bergjum á veit- Hún hefur lænu af og til , sagði cnski læ n ingahl'isurn er sm'ia út að lokuðu garðrúmi, og irinn við Tredmann, er hafði beðið á veitinga- með gVQ fátæklegum húsgögnum, sem mest má húsinu, eftir úrskurð læknanna. Það er auð. yera Hjúkrunarkonan var þar fyrir, og stóð séð að hún þekkir stulkuna sína, en eg hefi ekki upp yið smáþorð( hið eina sem tij Var í herbergj- getað spurt hana hver hún er, eða hveit kun i inU( og þiandaði saman meðal í glasi. Á sama í ætti vini eða venzlamenn, sem hana langaði til j augnabhki og Giles sá þenna kvenmann varð að sjá. En frá Englandi getur enginn komið í ; honum ijdst hversvegna bamið hafði beig af tæka tíð , bætti hann við alvarlegur. ^ henni. Andlitið var hörkulegt, augnatillitið “Fólkið á veitingahúsinu segir að hún heiti kæruleysislegt, og hinar þunnu samanpressuðu Burnett, og hún og barnið séu búnar að vera þar nokkrar vikur, og hún hefði verið undir læknishendi, en vini og kunningja ætti hún enga þar í grendinni,” sagði Tredmann. Mér fannst einhver hlyti að leita allra mögu legra upplýsinga um þessa bágstöddu konu, — það eru hörmulegar kringumstæður. “Já, það er þó satt”, svaraði Dr. Souvers, og sama hugsaði Tredmann, þegar nú veitinga- þjóninn setti disk með súpu fyrir framan hann, sem hann fór að borða, eins og utan við sig, hans viðkvæmu tilfinningar, framleiddu innilega hluttekningu með litlu stúlkunni, sem með biðj- andi og sorgfullum augum höfðu starað á hann, og með litlu höndunum tekið örvæntandi tm varið, sýndu hvorki viðkvæmni né vorkunsemi. j Hún leit fljótlega upp, er hinn ungi maður og barnið kom inn, og benti svo með höfðinu j þangað sem konan lá. “Eg áleit bezt að senda eftir yður”, sagði, hún með harkalegum róm. “Þér eruð sá eini j í þessu húsi, sem eitthvað veit um hana, — og nú getur það ekki dregist lengi, því hún er með vitundarlaus”. “Þessi harði, kærileysislegi rómur gramdist Tredmann, hjúkrunarkonan sýndi alls engan vott kvenlegrar meðaumkunar, sem þarna var, þó næg orsök til. Hennar kalda tillit hvarflaði frá hinni dauðvona persónu í rúminu, til litlu stúlkunnar, sem einmitt þá gekk yfir gólfið, en hendina á honum, eins og hún áliti sér borgið ! þar var ekki vottur um tilfinningu, frekar en í nærveru hans. “Aumingja litla sálin”, hugsaði hann. “Eg vona staðfastlega, að einhver velviljaður ættingi eða vinur, komi og taki hana að sér. Ef móðir hennar deyr í kvöld, sem læknirinn telur víst, hvað verður þá af — ” ' Hugsanir hans stönsuðu, því dyrnar í hinum endanum á hinum stóra sal, voru opnaðar, lítil stúlka, sem hafði stansað á þrepskildinum kom hægfara gegnum herbergið, og leit hálfhrædd til hægri og vinstri handar, hvar gestirnir sátu við smáborð, hlæjandi og masandi. Tredmann hafði strax staðið upp, hann þekti, að þetta var dóttir hinnar dauðvonu konu, og gekk á móti henni hröðum fetum. hún hefði verið steinmynd. “Hefur hún ekki minst á við yður, að það væru einhverjir sem hana langaði til að sjá, vin- ir eða ættmenn?” Tredmann talaði í hálfum hjóðum, en róm. urinn var samt harður og kuldalegur, hann var gramur yfir tilfinningarleysi hjúkrunarkonunn- ar. “Nei, hún hefir engan nefnt,” svaraði hjúkrunarkonan og ypti öxlum. “Hún liggur þarna og starir á barnið með sínum stóru, svörtu augum, svo eg verð hálf skelkuð”. “Hefur hún þá ekki sagt yður neitt?” “Nei, hún liggur þegjandi og starir út í loft- ið, svo það fer um mig hrollur, og er eg þó ekki sérlega viðkvæm”, bætti hún við meö kulda- hlátri, og setti meðalaglasið frá sér. “En læknirinn, Dr. Samers? Það er bezt að senda eftir honum, máske hún vilji biðja hann einhvers, og gefi honum upplýsingar.” “Dr. Samers var kallaður utan af landi til Englendings, sem var hættulega veikur, hann kemur varla svo fljótt aftur, að hann finni frú Búrnett lifandi”, svaraði hjúkrunarkonan í hin- um sama, harða og kalda rómi. “Áður en eg bað litlu stúlkuna að sækja yð- ur, spurði eg frú Burnett, hvert hana langaði til að tala við yður, og sagði hún já, mér er illa við að þetta sé alt á minni ábyrgð, og þér eruð Eng- lendingurinn, sem var við, þegar slysið vildi til eða var það ekki?” “Já, eg var þar — og ef eg get einhverja hjálp veitt — þá —” “Hún gefur yður bendingu”, tók hjúkrunar. konan fram í, og leit til sjúklingsins, og er Giles horfði þangað, sá hann að hin dauðvona kona hafði lypt hendinni og reyndi að gefa honum bendingu. Á sama augnabliki var hann við rúm- ið, og lagði hughreystandi hendina ofan á hend- ína á henní. “Segið þér mér, ef það er nokkuð, sem eg get gert fyrir yður”, og hafði engan formála, því hann hélt að hver stundin væri hennar síðasta. Róm- urinn var Iágur og viðkvæmur, og það virtist hug- hreysta hina deyjandí konu, sem var svo sorg- þrungin í augunum, að það skar Giles í hjartað. “Hann hefur — drepið mig”, stamaði hún, og fálmaði með annari hendinni fram og aftur um á- breiðuna, en hin hvfldi á hinu dökkhærða höfði litlu stúlkunnar, sem kraup við rúmstokkinn. “Hann — hefur — drepið sálu mína — og — nú — hefur hann drepið Iíkam|ann”. Giles horfði á hana ráðþrota, þessi sérkenni- légu og dularfullu orð, komu honum helzt fyrir sem óráðsrugl, og er hann talaði á ný, var hann enn blíðari en áður. “Eg er hræddur um, að þér og litla stúlkan yðar, séuð hér einstæðingur.” “Á ég að koma boðum til einhvers af ætt- mönnum yðar eða vinum?” “Eg — hefi — engann að senda boð til”, hríslaði hún. “Sylvia og eg — við höfum enga vini — við — erum( einmana — aðeins hún og eg — aðeins hún og eg —” það var endurtekning orðanna, er bamið hafði brúkað, og er Giles tók eftir, hvernig hin magra og litla hönd, sem lá á ábreiðunni, kreptist eins og með krampadrátt- um, eins og hinni deyjandi konu hvarflaði það fyrir hugarsjónum, hversu einm)ana og yfirgef- in hún og barnið voru. “Augasteininn minn — ” hin dökku augu litu til barnsins, sem kraup við stokkinn, með óút- málanlegri ást og viðkvæmni. Farðu og sæktu — Iitla járnskrínið — eg ætla að spyrja þennann mann — ” hún þagn- aði, og varð ennþá erfiðara um andardráttinn, en verið hafði — viljið þér — hjálpa mér?” bætti hún við augnabliki sfðar, og horfði á Giles al- varleg. “Svo mýkið sem í mínu valdi stendur”, svar- aði hann hátfðlega, með þeim ásetningi, að gera hana rólegri, og eyða kvalasvipnum af andliti hennar. Sylvía stóð upp og trítlaði hljóðlega yfir gólf- ið, og þar stóð stórt koffort í einu horninu, þeg- ar hún var komin frá rúminu, lagði móðir henn. ar sína titrandi hendi á arm hins unga manns, í þeim tilgangi að hann kæmi nær henni, hann laut að henni, og svo tók hann um hendina á henni. “Heyrið þér mig,” stundi hún upp. “Eg — vildi tala við yður — einslega, — þér — sýnist vera — sterkbygður og góður maður, en af þeim er svo fátt í heiminum. Eg — ” Hún vék höfðinu viið á koddanum. “Eg — hefi reynt — svo mlikið ilt — svo ó- hæfilega m.ikið ilt”. Setningin enti í djúpri stunu, og hún lét aftur augun. En augnabliki síðar lauk hún þeim aft- ur upp, og leit kringum sig með hálfgerðu óráði. “Hvað er þetta?” hvfslaði hún, “livar — er eg? Eg er svo lúin — svo dauð-lúin — það er — aðeins Sylvía — litla Sylvía mín — hún og eg.” “Er það nokkuð sem þér æskið að eg geri fyrir hana?” spurði Giles, sem var hræddur um, að hún væri að missa ráðið, og óttaðist að hún gæti ekki opinberað honum vilja sinn. “Takið þér hana að yður.” — Dökku augun hennar litu til hans biðjandi. “Takið þér hana að yður — guðs vegna — hún — hún er einm|ana, vera þér góðir við litlu stúlkuna mína”. Hún tók krampataki um hendina á honum, sársaukinn í hinum brestandi róm, gerði honum það ljóst, að hann mátti til að gera eitthvað, hlaut að lofa einhverju, sem friðaði hina deyj- andi konu. , “Viljið — þér sjá uní hana?” Rómurinn var veikari, og hún festi hið ör- væntingarfulla augnatillit, biðjandi á andliti Giles. “Alt hvað eg get, skal eg gera fyrir hana”, svaraði hann, seint og lágt í alvarlegum róm, og horfði um leið á hið sorgþrungna andlit. “Eg skal gera fyrir hana alt sem mér er mögulegt.”

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.