Heimskringla - 22.10.1924, Page 7
WINNIPEG, 22. OKT. 1924.
HEIMSKRINGLA
7. BLAÐSEÐA
The Dominion
Bank
HORNI NOTRE DAME AVE’
SHERBROOKE ST.
HöfuSstóll uppb.........$ 6,000,000
Varasjóður ..............$ 7,700,000
AHar eignir, yfir ....$120,000,000
Sérstakt athygli veitt viðskift-
um kaupmanna og verzlunar-
félagw.
Sparisjóðsdeildin.
_ Vextir af innstæðufé greiddir
jafnháir og annarsstaðar við-
gengst.
PHONE A 9253
P. B. TUCKER, ráðsmaður.
Vesturheimsferð
(Framhald frá 3. síBu.)
er útsýni gott og gaman aS vera þeg-
ai veður er gott. En nú var frost og
fjúk með köflum, svo að við kusum
hýruna inni. Til dægrastyttingar
gekk eg stundum eftir lestinni úr ein.
um vagni í annan, og var það góður
göngutur og margskonar fólk aö sjá.
f sumum vögnunum voru 'eintómir
karlmenti og síreykjandi, svo aS loft
var þar ilt. í öðrum voru karlar,
konur og börn. Heilar fjölskyldur,
konur með börn á brjósti og ibörn á
gólfinu að leika sér. Fremur fátæk.
legt var margt af því og hafði sínar
nestisskrínur að snæða úr. Sumt
svaf, sumt át, en sumt rabbaði sam.
an og sumir rauluðu. En andrúms-
lotfið var þungt, líkt og í káetu eða
kjallaraíbúð. Svo voru fínu vagn-
arnir með fína fólkinu. Þar var
snyrtilegt inni og alt fólk strokið og
ilmur fór um loftið af ilmvötnum og
andlitsfarða kvenfólksins. En ekki
sast neinn meiri ánægjusvipur á þessu
fólki en hinu.
40 sæti eru í almenningsvögnum,
Tveir og tveir sitja saman á fóðruðu
hægindi, en gangur eftir vagninum
miðjurn milli sætanna, gangurinn svo
breiður að tveir geta gengið hvor
fram hjá öðrum. Og hátt er til lofts.
ws. Rúðurnar eru stórar og má
iyfta þeim upp til að hleypa inn lofti
nema að mjög sé kalt, en þá má opna
vindaugu upp við mæni. Milli vagn-
anna er pallur og má standa þar og
góna út um sléttuna þegar vill. Á
kvöldin er gaman að horfa á glóandi
eimyrjuna í kolareyknum sem gufu.
vapinn fremsti gýs úr sér. Uppi á
þeim vagni er klukka á stærð við
nieðal kirkjuklukku, á ramiböldum,
sern hringir duglega, þegar lagt skal
af stað.
I matvagninum eru allskonar krás.
•r á 'borðum, og ríflega tekið til mat-
ar síns, en drykkur sést þar varla
nema vatnið tært.
Eg atti auðvelt með að komast í
samtal við menn án þess að sækjast
eftir því. Það var af því að eg
hafði íslenzka skó á fótum. Eg var
ætið vanur að nota þá innivið, því
eg þekki enga skó þægilegri. (Allra
þægilegastir eru þeir þó á gangi út
um móa. Móðir jörð er svo yndis.
ieg undir iljum. Slíkt finst aldrei á
neinum dönskum skóm.)
Þessir skór voru úr venjulegu ís.
letizku sauðskinni, en vel gerðir og
^glega bryddir með eltiskinni. Jó-
hanna í Gilinu hafði gert þá (handa
mér áður en eg fór. Skórnir vöktu
almenna eftirtekt hvar sem eg fór, og
niargir sessunautar mínir gátu ekki
a s^r setið nema að fara að spyrja
ni'í? og forvitnast um, hvaðan eg
væri og þar með skórnir. Eg sagði
þeim það og var montinn af skón-
um og af því að vera íslendingur.
Og svo sagði eg iþeim líka, að lag-
iegu vaðmálsfötin mín væru frá
verksmiðjunni “Gefjun” úr íslenzkri
ull og hefðu kostað þrefalt minna en
föt gerast í Ameríku úr heldur á-
ferðarljótum grodda þar. “Very in.
teresting,” sögðu þeir; og eg hefði
getað selt hverjum þeirra 1—2 pör
af skóm og almarga metra af “Gefj-
unar”.vaðmá1i, og grætt fargjaldið,
ef ekki meira.
Fyrstu tvær dagleiðirnar frá Win.
nipeg þýtur lestin yfir sléttu löndin
Manitoba og Saskatchew&n. Síðan
kemur maður í Albertafylkið, og fyrst
vestarlega í því taka við Klettafjöll-
iu og handan við þau liggur British
Columbia. Þá nálgast maður hafið
og þá fyrst fanst mér eg kunna betur
við mig, er eg bæði sá til hafs og
fjalla, fjarða og eyja, en þar á ofan
voru fjöllin há og tignarleg, snævi
prýdd og jöklum. Eg óskaði þess oft
að þarna væri umflotin ey, fjöllótt
og fögur með blómguðu dalanna
skauti og fjörðum fullum af fiski,
sem Vestur.íslendingar gætu eignast
fyrir sig, og flutt þangað allir sam.
an. En margir sögðu mér, að þó að
slík eyja fengist, myndu þeir flestir
kæra sig kollótta og una á sléttunum.
Manneskjan er vanadýr. Það má
illu venjast svo gott þyki, jafnvel tó-
baki þó það kosti ógleði og uppsölu
í byrjun, og jafnvel brennivíni þó
það brjáli minni og gefi timburmenn.
Það er þvi ekki að furða sig á þó að
menn venjist sléttu landi með nef-
lausri ásýnd, eins og B. Th. komst að
orði. En neflaus er sléttan ekki al-
staðar. Við og við er hún prýdd al.
grænu skrauti fríðra skóga sígræn.
um vetur og sumar, og hér og þar
eru vötn. Einkum í Vatnabygðinni
(Saskatchewan). Feikna stór vötn
breiða sig þar eftir sléttunum. Al.
staðar leifar frá syndaflóðinu, og
hver veit nema að nýtt sé í aðsigi.
I sumum vötnunum er vatnið salt á
bragðið. Sagði mér einn bóndi, að
saltið myndi þó ekki vera matarsalt, |
heldur nokkurskonar engelskt salt, j
þ. e. laxersalt, og þvi til sönnunar
sagði hann mér, að einu sinni hefðu |
kýrnar sínar ætlað að svala þorsta
sínum. Þær teiguðu í sig vatnið ó-
sleitilega eins og kúm er tamt, en j
varla höfðu þær drukkið lyst sína fyr
en þær fengu svo megna lífsýki, að
við sjálft lá að þær rynnu út í vatn. !
ið.
Þegar ekki eru vötnin til tilbreyt- '
ingar, þá er sjónin sama í Vatnabygð
inni eins og Manitoba. Akrar, girð-
ingar, óræktar móar, skógaslitur, 1
bændabýli úr timibri og stórar rauðar
kornhlöður úr timbri altaf eins, og
svo akrar á ný, moldin svört, já svo
einkennilega svört, þegar hún er
plægð, að eg mintist Ridder Hr. Aage
í danska kvæðinu, sem legst svo
raunalega í “Sorten Muld” strax eft-
ir brúðkaupsnóttina og Elsa skælir. i
Og þorpin eru öll svipuð, timbur.
hús á víð og dreif, timburstéttar með
fram götunum, 2—3—4 kirkjur jafn. |
vel í smáþorpum. (Því guð er lof- !
aður á mörgum tungumálum, og sín
kreddan kend í hverri kirkjunni hon.
um til skapraunar og vegsemdar þó.)
En hærra en allar kirkjurnar gnæfa
kornturnarnir 2—3 í hverju þorpi,;
allir eins, eða í laginu svipaðir reyk- \
ingaturninum hans Carls Schiöths og
dómkirkjuturninum í Reykjavík. —
Einn þessara kornturna tilheyrir
venjttlega kaupfélagi sveitarinnar, en
seint gengur andófið gegn auðmanna
valdinu, sem sogar til sín kornið í
sínar svikamyllur og spilar “púkk” ,
með það í kauphöllum stórbæjanna áj
hverjum morgni alt árið í kring.
Mörg er búmanns raunin, og lítið j
hjálpar þó svarta moldin i Saskatche
wan sé fest og frjósöm. Það fer líkt j
og í æfintýrinu hans Andersens með
álshausinn, sem endurnar streyttust
við að tosa á land og svo kom kött-
urinn og hirti hausinn. (En nú má eg j
vara mig að hleypa ekki af stað rokna
rifrildi milli Lögbergs og Heims.
kringlu, út af þessu skrifi mínu um
heimsins bezta brauðland, Saskatche.
wan, líkt og Ágúst Bjarnason í
haust.)
Eg vil svo klykkia út þessa korn-
hugvekju mína með því, að segja líkt
og eg sagði við suma kornbændurna,
sem voru státnir af sínu korni
og fanst lítið leggjast fyrir kappann
heima, að púla uppá kúgrasið tómt.
“Eg trúi því að áður en langt um
líður muni allir lýðir ganga í korn-
bindindi, og fara að éta gras eins og
kýrhar. Dr. Sambon og fleiri enskir
vísindamenn sýndu það og sönnuðu
á stríðsárunum, að þó þýzku kafbát.
arnir bönnuðu allar bjargir, gætu
rnenn glaðir etið smára (trifolíum
repens). Og eg hefi heyrt sennilega
þjóðsögu hér á landi um konu í Öxna
dal, sem í hallæri sauð töðu handa
krökkunum, en þau sleiktu út um og
hlupit í spik. “Góð eru grösin,” sagði
Sigurður í Dal, en kraftfæða er tað.
an, að úr einni henni skttli skapast
heilar höfuðskepnur kúa og nauta
með húð og hári, hornum og mál-
n\tu í þokkabót. Og mannslikaminn
e,- úr öldungis sömu efnum gerður.
Bændur á íslandi þurfa sennilega
ekkert að örvænta um að þeir ekki
bráðum fari að framleiða góðan
mannamat handa sér og öðrum, úr !
sínu túngresi, stör og mýrakólfi og I
maríustakki. Það veltur aðeins á að j
finna þá réttu samsuðu, gott recept, :
nýja tegund af súrheyi og súrdeigi, !
eða bragðgóðan grasagraut, sem
gengur í fólkið.
(Framh.).
Ur bréfi.
, Minneapolis, 11 okt. 1924
Herra ritstjóri!
Dakota íslendingurinn í síðustu
Hkr. minnir mig á bolabít með blóð-
lifrar í skoltinum og gor á milli tann.
anna. Hann tínir það lélegasta úr
stjórnmálasorphaug Bandaríkjanna,
og má vel sjá á milli línanna, að þessi
Dakota Islendingur muni greiða at.
kvæði með La Follette.
Eg ætla ekki að fara að tala um La
Follette og hans fylgifiska; úrslit
kosninganna verða þögull dóniur j
fólksins. Eg ætla ekki að fara að
fræða lesendur Hkr. um Burton K. j
Wheeler og öll hans skammarstrik,
því líklega er margt gott til í þeim
manni, sem meira væri vert að halda
á lofti.
Svo eg sný mér að Republican
flokknum og Coolidge, og verð fá-
orður:
1. Útgjöld þjóðarinnar hafa lækk
a, árlega um $200,000,000 síðan árið
1921.
2. Skattar hafa minkað um meira
en $1,250,000,000 árlega, en verðbréf
stjórnarinnar hækkað meira en 3,000.
000,000.
3. Yfir 100,000 hefir verið vikið
frá embætti eða stöðu síðan Repu-
blicans tóku vlð völdum. Flestir þess-
ir menn voru á gömlum stjórnar.
spena.
4. Með beinum lögum hafa Repub-
licans gert meira fyrir bændur lands.
ins en nokkur önnur stjórn, og það
voru Republicans sem stofnuðu $100,
000,000 sjóð til hjálpar bændum, en
engin stjórn getur þó einsömul bjarg
að bændunum, i því erfiði, sem þeir
hafa átt við að stríða seinustu fjögur
ár. Bóndinn sjálfur, guð og náttúr.
an hafa þar mestu að ráða.
5. Bændalán yfir $300,000,000,
mun þó líklega hafa verið drjúgur
skerfur til aðstoðar bændum 1921. —
Bændur landsins eru því að komast
á réttan kjöl aftur með aðstoð Re-
publicans.
6. Republicans afmáðu 7 daga
vinnu á viku og 12 tíma á dag í öll-
um iðnstofnunum í landinu. Það er
þvi ólöglegt að menn vinni 12 tíma
á dag og 7 daga á viku.
7. Republicans hafa sett á stofn
fríar vinnuveitenda skrifstofur ttm
alt landið, bændum og verkamönnum
til mikils hagnaðar og þæginda.
8. Republicans eru komnir langt
á veg með að koma járnbrautum
landsins í það horf, að þær verði
fólkinu að sem mestum notum og
flutningsgjald eins lágt og hægt er
að hafa það, eins og stendur.
9. Republicans álíta það ekki fólk
inu fyrir beztu að gera stjórnina að
allsherjar verzlunarfélagi. Þeir trúa
á einstaklingsfrelsið í verzlunarsökum
sem í öðru. En þeir álíta að stjorn.
in skuli hafa hönd í bagga eða ttm.
sjón með öllu verzlunarstarfi lands-
ins.
10. Republicans álíta það lífs-
nauðsyn þ?jóðarinnar að siglingar
komist meira í hendur Bandaríkjanna,
að Bandaríkjamenn byggi skipin,
sigli þeim og eigi þau. Þetta ntál er
að komast á góðan rekspöl.
11. Skipgenga skttrði frá hinum
miklu vötnum til Atlantshafsins og
til Mexicoflóans er nú verið að niæla
út, og það verða Republicans, sera
koma því máli í framkvæmd. Einr..
ig hvað viðvíkur vatnsafli fljótan«a
og fossanna, sem nú, undir stjóm
Republicans, er að komast í gott horf.
12. Republicans halda þvl frant
að náttúruauðlegð landsins tilheyri
öllu fólkinu, og að stjórninni b' i að
j vernda þessi aiiðæfi fólksins, s>g að
j laga allar misfellur á því sviði. — Og
það hafa þeir sannarlega gert. Synd-
ir einstaklingsins eru ekki sytidir alls
flokksins fremur en syndir al < fólks.
ins.
13. Republicans álita, að á ófrið-
artimum skuli auðæfi IanJsins bera
sinn skerf, ekki siður en þeir, sem
verða að fara í stríðið. l>entokratar
virtust ánægðir með t láta her.
mennina bera alla byrðin. .
JOLIN 0 G NÍÁRIÐ I
GAMLA LANDINU
SJERSTAKAR LESTIR
Frá Winnipeg að skipshlið í Haliíax
PVRSTA IjKST, frA AVInnlpeif kl. 1«. f. h., I
ile«einl»er níí K.S. UeKlnn, sefn sljílir 7. ilesem-
ber tll (íalsKou, llelfnst ok Liverpoo*.
ÖBiNUR LEST frá WfnnlpeK. kl. 10 f. h., 5,
denember, ati E*S. Andnnin, «em slulir 8. iles-
ember t*I I’lymonth, Cherliour« ok Lonodn, elnn-
1k K*S. Sntnrnia nem MÍftlir samn dnp: t*l GlnsRow
£»R1I)JA LKST frá Winnipeg: kl. 10 f. h., 8.
desember, nb K.S. I*ittefbursr ojk K.S. Ordunn, »em
si;Kia 11. desember til CherbourK, Southnmpton ok
HamborK.
FJÖKÐA IjKST frfl Winn ipecr, ki. 10 f, h., 11
desember, aK K.S. Carmnnia, sem siKÍIr 14. dea-
ember tii Queenstown »k Llverpooi, ok K.S.
Cniuida, aem sÍKlir 14. desember tll GlnsKow,
lleifnst ok Llverpooi.
SÉRSTAKIR SVEFXVAGNAIt FRA VAXCOUVKR, EDMOXTO.X, CALGARY,
RKGINA, VKRÐA TENGDIR ÞESSUM LKSTl M 1 WINNIPEG
SASKATOÖX’,
S^rstaklr "tourtnt” ok “stnndnrd"-svefn vn«:nnr frfl Vnneouver, Kdmonton, Cai-
Kary, Snskntoon, RejKÍnn, Winnipes:* beint nb Mkip»hilh, sem hör seKlr.
K.S. Athenla, 21. nflv., frfl Montrenl tll GlasRow, ||
K.S. Unlted StateN, 4. des., frft Unlifax t’i ChrÍMt-
iaiiMand, ChrÍMtiania, Knupmnnnahnfnar.
K*S. Darie, 22. növ frfl Montrenl tll Llverpool,
K.S. Stockholm, 4. des., frfl Halifax til GflteborjK*
Hver Cnnadian Nntlonnl iimbofismnlíur srefur yfl ur mefl Aniejcju fullar upplýMÍnjjrnr, ok hjfllpnr
yflur nfl rflílKera ok rflflMtnfa fliiu nnuflMynleffu*
Pantið
Nú
14. Til þess að varðveita verka.
menn landsins, hafa Republicans sett
strangar skorður við innflutingi á
fólki frá hinum suðrænu og aust-
rænu löndum Evrópu, og algert bann
á innflutningi Mongóla frá Asíu. —
Stórt spor viturlega stigið.
15. Að gera hinar sólbökuðu þurru
eyðimerkur suðvestur landsins að
grónum grundum og óvaxtagörðum,
er nú að komast á svo góðan rekspöl,
að fólkið í suðvesturlandinu er und-
antekningarlaust með Coolidge.
16. Að halda við sjóher og land-
her til varnar amerískum heimilum
og amerískri verzlun — fólkinu öllu
til varðveizlu og blessunar, er ofar-
lega á dagskrá Republicans.
17. Að greiða úr öllum misskiln-
ingi sem á sér stað meðal Svertingja
og hvítra manna, og að koma á sem
allra beztu samkomulagi í þvl efni,
er áform Republicans. Coolidge for.
seti leggur sérstaka áherzlu á að það
mál komist í sem bezt horf tafar-
laust.
18. Republicans hafa aðstoðað
kvenfrelsi meira en nokkur önnur
stjórn, og í fyrsta skifti í sögu lands
ins sitja nú konur á allsherjarþingi
Bandaríkjanna — fullir jafning'jar
karlmanna.
19. Republicans heimta heiðarl-cga
stjórn og stuðla að heiðarlegri stjórn
af öllum mætti; að beita réttvisi gegn (
brotlegum embættismönnum, sem
hafa misbrúkað stöðu sína sjálfum
sér til efnalegs hagnaðar, eða á ann-
an hátt hafa sýnt óráðvendni sem!
embættismenn þjóðarinnar. Menn
hafa verið í báðum flokkum á ýms. |
um tíinum, sem hafa verið tilbúnir að
selja sjálfa sig, og menn utan flokk- !
ann? hafa verið reiðubúnir að kaupa
stjómmálamenn og áhrif þeirra sjálf
urr sér til hagnaðar. Slíkt veikir
traust fólksins á stjórninni yfirleitt
— veikir báða eða alla flokka, og er |
haíttulegt hverri stjórn, hverju nafni
sem hún nefnist. Að veikja trú fólks
ins á stjórn landsins eða aðal embætt-
ismönnum þess, getur haft alvarlegar
afleiðingar; þess vegna mikil nauð- |
Syn að sérstök varkárni sé viðhöfð,
svo að hið sanna megi koma í Ijós.
Það er algengt í öllum löndum, að
stjórnmálamenn verði fyrir læiskum
ásökunum, og stundum beinlínis nauð
synlegt að svo se. En betra er þo
líklega, að fólkið leggi ekki dóm
sinn á málið fyr en öll kurl eru kom.
irj til grafar.
Þeir, sem illa hafa reynst í sinni
stöðu sem embættismenn landsins,
bera ekki á sér einkenni Republicans,
og engir eru hryggari en Republic-
ans, að slíkir rnenn skuli bafa fund-
ist í þeirra flokki.
Eins og Coolidge forseti hefir sagt
þá “vantar þjóðina ekki meiri efna-
legjn vöxt, heldur nteiri andlegan
vöxt, ekki meiri lærdóm, heldur
rneiri karakter. Okkur vantar ekki
meiri stjórn, heldur meiri “kultur .
Okkur vantar ekki meiri lög, held-
ur meiri trú. Okkur vantar ekki
imþiri skymsemi, heldur meira sið-
ferði. Ekki meira af því sem við
sjáum, heldur meira af því sem við
sjáum ekki”.
Coolidge og Dawes eru efalaust
beztu mennirnir, sem þjóðin hefir á
að skipa að þessu sinni.
G. T. A.
Aths. — Vér höfum ekki viljað
neita svari þessu til Dakota.íslend-
ingsi upptöku, þó ekki falli saman
skoðanir við höfund hennar, og þó
um hana gildi engu síður en um þina
greinina, að hún er aðeins þýðing á
kosninga lofgerðardrápu, sem blöð-
unum í Bandaríkjunum er borgað
fyrir að flytja. Á slíkum greinum
er að jafnaði mjög lítið að græða,
og hefðum vér heldur kosið, að sjá
menn ræða um forsetakosningarnar
frá eigin brjósti og með sjálfstæð-
ari rökum. Ritstj.
--------0--------
Frá Islandi,
bara að auka ræktaða Iandið, svo að
hægt væri að afla fóðursins með
minni erfiðleikum.
Svo mátti heita, að aldrei kæmi
regnskúr alt vorið, sífeldir þurkar og
kuldar. Tún því mikið kalin og töðu
fengur manna því með allra minsta
móti, gengur næst sumrinu 1918. Út-
engi nú farið að spretta, svo nálgast
mun meðallag. Með slættinum, sem
alment byrjaði kringttm 20. júlí, brá
til votviðra, svo að töður náðust ekki
algerlega fyr en undir miðjan ágúst.
En frátafasamt við útengjaheyskap
meðan töður nást ekki, því víðast er
langt til slægna. Veltur nú mikið á
hversu hagstæð verður veðrátta það
sem eftir er sláttar.
Fiskiafli hefir verið allgóður á
Steingrímsfirði og Gjögri, en tilfinn-
anlegur beituskortur, því síld hefir
ekki veiðst, þar tii nú fyrir stuttu,
að farið er að verða vart við hana.
Bréfkafli úr Strandasýslu. — Fyrst
er þá að minnast á veðráttuna. Síð-
astliðinn vetur var einn gjafafrek-
asti, sem komið hefir í íslausum ár-
um, um miðbik sýslunnar. Þar sem
útheysskapur var með rýrasta móti
í fyrra, þá gáfust hey upp að mestu.
Hjálpaði bezt að margir áttu fyrn. '
ingar frá hinum góða vetri í fyrra.
Skepnur gengu vel undan og lantba
höld hvarvetna góð. Menn minnast
ekki þeirra erfiðleika, sem alt vetrar.
far bakar, þegar hægt er að sleppa
skepnum í góðu ásigkomulagi út 4
vorgróðurinn, þó oft verði sú raun
löng og torsótt. Ásetningur er líka
farinn að verða svo góður, að víðast
hér hafa menn lítið af fóðurskorti að
segja, og horfellir þekkist ekki; er
þar með stigið stórt og happadrjúgt
spor á braut landbúnaðarins. Vantar
Um pólitík er riú lítið (skrafaö,
■enda strjálir mannfundir, því fast
verður að sækja starfið til sjós og
lands um þessar mundir.
Sigurður Kristjánsson bóksali varð
sjötugur í gær. Kl. 2 gengu prentar.
ar heim til hans fylktu liði undir fána
prentarafélagsins. Nam fylkingin
staðar á götunni fyrir framan hús
Sigurðar, en stjórn félagsins fór inn
til hans og flutti honum kvæði, er
ort hafði Stefán skáld frá Hvítadal.
Flutti ritari félagsins kvæðið og
mælti um leið nokkur orð. Afmælis-
barnið kom þá út og ávarpaði félags-
menn, en að því loknu var hrópað fer
falt húrra. Að lokpm afhenti Sig-
urður Kristjánsson 1000 kr. minn-
ingagjöf til styrktarsjóða Prentara.
f élagsins.
(Vísir).
♦♦♦ Nýjar vörubirgðir um tegundum, geiréttur
é.é —1 TímTnir TTioltnSnr nf r\ll
Y Timbur, Fjalviður af öll- ;
♦♦♦ °S allskonar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. ♦<
♦> V
f Komið og sjáið vörur. Vér erum ætíð fúsir að ♦<
♦> sýna, þó ekkert sé keypt. ♦<
f The Empire Sash & Door Co, <
T Limited. **
T HENRY AVE. EAST. WINNIPEG.
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦^♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^•♦<
" KOL! - - KOL! '
f
f
f
♦;♦
>♦:♦
f
i
HREINASTA og BEZTA TEGUND KOLA.
Bæði til HEIMANOTKUNAR og fyrir STÓRHÝSI.
Allur flutningur með BIFREIÐ-
Empire Coal Co. Limited
Sími: N 6357—6358 603 Electric Ry. Bldg.
:
f
f
f
T
f
f
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦^♦♦^♦♦^♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^