Heimskringla - 12.11.1924, Side 8
8. BLAÐSÍÐA
'hlMSKRINGLA
WINNIPEG 12. NÓVEMBER 1924
Séra Ragnar E. Kvaran messar í
samkomuhúsi Árborgar kl. 2/2 sunnu
daginn 16. þ. m.
Síra Rögnvaldur Pétursson mess-
ar í Sarnbandskirkjunni í Winnipeg
næstkomandi sunnudag.
Islenzku.kensla Þjööræknisfélags.
ins fer fram á hverjum laugardegi í
Jóns Bjarnasonar skóla, kl. 2/2 eftir
hádegi.
Sunnudagaskólinn í Sambands.
kirkjunni veröur haldinn kl. 2.30 til
3.30 e. h. næsta sunnudag, og á sama
tíma fram að nýári.
Félagiö “Aldan” hefur ákveöiö að
'halda samkomu 25. þ. m. — Verður
þar margt skemtilegt á boöstólum.
“FRÓN”
Þjóöræknisdeildin “Frón” kallar
alla sanna íslendinga til fundar,
mánud. þann 17. þ. m. Fundurinn fer
. fram í neöri sal Goodtemplara.húss-
ins, og byrjar stundvíslega kl. 8.30.
Eigi veröur fólk þreytt með iöng-
um og leiöinlegum starfsmálum, því
viö höfum loforö fyrir góöri og
gagnlegri skemtiskrá. Komiö því í
tíma, ekki einn, heldur allir landar
þessa bæjar og annara.
P. Hallson, ritari.
Muncipal Chapter I. O. D. E. held.
ur fund í fundarsal sinum í Y. W. C.
A. Byggingunni á Ellice Ave., þriðju
dagskvöldið 18. nóv.
Mrs. McWilliams skýrir þar frá
ferðalagi sínu um Evrópu í sumar.
Hún var á sýningunni í Wembley og
ferðaöist einnig um Norðurlönd. Sat
hún fund háskólagenginna kvenna,
er haldinn var í Kristjaníu, og mun
hafa frá mörgu fróðlegu og skemiti-
legu að segja.
Meðlimir Jón Sigurðsson félagsins
eru vinsamlega beðnir að fjölmenna
á fund þenna.
Þriðjudaginn 18. nóv., kl. 8 e. h.,
heldur taflfélagið “ísland" fund i
Jóns Bjarnasonar skóla. Unnendur
tafllistarinnar eru beðnir að fjöl-
menna, og þeir sem geta, að hafa
með sér taflmenn og borð.
Mr. Jón Rögnvaldsson trjáræktar.
frseðingur, frá Fífilgerði í Eyja-
firði, lagði á stað alfarinn til ís-
lands síðastliðinn mánudag.
Mr. Rögnvaldsson kom hingað
vestur árið 1920, og hefir síðan starf-
að mest við trjáræktarstöð í Indian
Head, Sask.
Hefir hann í hyggju að starfa að
tilraunum trjá- og matjurtaræktar
heima á ættjörðinni. Óskar Heims-
kringia” honum góðs gengis og
heillariks starfs í framtíðinni.
Kvenfélag Sambandssafnaðar bið-
ur að geta þess, að happadrættina á
mánudagskvöldið hlaut Mrs. Rann.
veig Sigurðsson, 894 Bánning, á Nr.
250, og Mr. Pétur Thomson, 668
Sargent, á Nr. 577.
Þá eru menn og konur og ámint
um að gleyma ekki sölu þeirri hinni
miklu er kvenfélagið efnir til í sam.
lag við ungmennafélagið Ölduna,
næsta þriðjudag og laugardag í
Curry byggingunni á horninu á Port-
age og Notre Dame. Salan byrjar kl.
2 síðdegis á föstudaginn og kl. 11
fyrir hádegi á laugardaginn. Verð-
ur þar alt á boðstólum, er nöfnum
tjáir að nefna, karlmannsfatnaður og
kvenna, gómsætur matur og ljúffeng.
ir drykkir.
Jón Stefánsson skáld kom hingað
ti] bæjarins frá Steep Rock á mánu-
daginn var, í samningserindum við
“Lake Manitoba Fisheries Ldt.” Mr.
Stefánsson kvað Manitobavatn ólagt
enn, nema víkur, en aðalvatnið samt
orðið fult af krapi, og verður því
bráðlega allagt, ef áfram viðrar til
hins sama. Fiskiútgerð segir hann
að muni verða óvanalega mikil á
Manitobavatni í vetur.
FYRIRLESTUR.
.Sunnudaginn 16. nóvember klukk-
an sjö síðdegis verður umræðuefnið
í kirkjunni, nr. 603 Alverstone stræti:
’ Kristur og lögmálið. Hverjir eru
undir lögmálinu og hverjir eru undir
náðinni ? — Allir boðnir og velkomn.
Mr. og Mrs. G. J. Óleson frá Glen
boro, M.an., voru á ferð hér í borg-
inni í vikunni sem leið, ásamt syni
^þeirra Tryggva Júlíus. Á meðan þau
dvöldu hér brá Oleson sér snöggva
ferð til Árborg, til þess að heim-
sækja gamlan vin sinn, Pétur Páls-
son, einn af frumbyggjum Nýja Is-
lands, og sem seinna nam land ná.
lægt Glenboro, og bjó þar um margra
ára skeið, hann er nú um áttrætt, og
liggur veikur að heimili dóttur sinn.
ar Mrs. L. Arnold, skammt fyrir
vestan Árborg.
Virðingarfylst,
Davið Guðbrandsson.
Þeir Jónas Hannesson, Eyford,
Bjarni Dagsson, og Sigurður
R. Johnson frá Mountain
komu hingað á miðvikudags.
1 kvöld í fyrri viku sunnan að. Á
[ miðvikudag var snjólaust á Moun-
tain, og engin snjór fyr en fyrir norð
J an linu. Mr. Dagsson var að finna
augnlæknir hér í bænum, og Mr.
Johnson brá sér út til Lundar, að
[ líta þar eftir eign sinni. Suður
sneru þeir aftur um helgina.
Mr. B. S. Apderson frá Winni-
peg Beach var staddur hér í bænum
rétt fyrir siðustu helgi, á leið ti!
Poplar Park, þar sem hann dvelur
næsta ár við fiskiútgerð.
David Cooper C.A.
President
Verzlunarþekking þýðir til þín
gltesilegri framtíð, betri stöðu,
hærra kaup, meira* traust. Meö
henni getur þú komist á rétta
hillu i þjóöfélaginu.
J>ú getur ö'ðlast mikla og not-
hæfa verslunarþekkingu meö þvi
aö ganga á
Dominion
Business Colfege
Tullkomnasti verzlunarskóli
i Canada.
301 NEW ENDERTON BLDO.
Portage and Hargrave
(næst við Eaton)
SIMI A 3031
WONDERLAND.
“The Old Fool” er ágætis skemt-
un á Wonderland á miðvikudag og
fimtudag. Það er fjörug mynd
leikin af Lloyd Hughes, Betty
Francisco og Louise Fazenda og
fleirum. Lloyd Hughes er að lík-
indum fallegastur karlmaður sem nú
leikur fyrir kvikmyndir. Bejtty
Francisco er fögur og töfrandi og
og Louise Fazenda eins skemtileg og
kvenmaður getur verið. Föstudag og
laugardag verður Cecil B. DeMilles,
“Triumph” aðalmyndin. Það er mynd
sem vert er um að tala. Samkvæm-
islífs, ástarleikur fremri öllum öðr-
um að efni, klæðnaði og hrífandi at.
vikum. Niæsta mánudag og þriðju-
dag leikur Ernest Torrence í “The
Side Show of Life”. Á laugardag
verður hin vanalega sýning fyrir
börn — aðeins 5/.
Dr. Tweed, tannlæknir, verður
Riverton þriðjudag og miðvikudag 2
og 26. nóvember og á Gimli fimtu
daginn 27. nóvember.
8. þ. m. voru þessi ungmenni sett i
embætti fyrir yfirstandandi ársfjórð-
ung, í unglingastúkunni Gimli nr. 1:
F.Æ.T.—Benetta Benson.
Æ.T.—Freda Sólmundsson.
V.T.—Ólöf Sólmundsson.
Dr.—Aurora Magnússon.
A.D.—Fjóla Sólmundsson.
Kap.—Freyja Ólafsson.
Rit.—Evangeline ólafsson.
A.R.—Kristrún Arason.
F. R.—Ruby Thorsteinsson.
G. —Katheleen Lawson.
V.—Kristín Benson.
Ú.V.—Helen Benson.
DAUPHIN BUSINESS
COLLEGE
This school is affiliated with the
Winnipeg Business College. Mr.
Wilson, the principal, and his
assistant, Miss Ray, are very capable
teachers. Those attending the
Dauphin School wi-11 receive high
class instruction, and will be assisted
upon graduation in securing the best
available positions.
George S. Houston
General Manager
WINNIPEG BUSINESS
COLLEGE
222 Portage Avenue.
Landamœraþrætan
á Irlandi,
Irsku deilunni var að mestu leyti
ráðið til lykta með því samkomulagi
sem náðist 1921 milli brezku stjórnar
innar og leiðtoga sjálfstjórnarflokks
ins á Suður-írlandi. En sú lausn,
sem þá fékst á máiinu, var þó ekki
endalyktin sjálf. Það var nefnilega
eftir að fastákveða landamærin milli
suður.írska frírikisins og Norðu-r.
Irlands eða Úlsters. Og í samning-
um þeim sem gerðir voru 1921 var
það ákvæði, að nefnd skvldi skipuð
til þess að fastákveða landamærin.
Áttu að skipa hana þrír fulltrúar, 1
frá Uister, annar frá fríríkinu, og
þann þriðja skyldi Bretastjórn skipa.
En svo liðu bæði mánuðir og ár
án þess að nefndin væri skipuð. Því
það kom fljótt í ljós, að þeir .væru
gersamlega á gagnstæðri skoðun Uls.
terbúar og frírikisbúar, um það, hvað
nefndinni bæri að gera. Ulsterstjórn
in áleit, að nefndin ætti aðeins að tíl-
taka nánara þau landamæri, sem sam-
komulag hefði orðið um í bráðina,
en friríkið hélt fram, að nefndin heíffi
vald til þess að flytja heil héruð frá
Ulster til Suður.Irlands. Lá það tak
mark vitanlega á bak við hjá frí-
ríkisstjórninni, að ná á þennan hátt
greifadæmum nokkrum, sem nú til-
heyra Ulster.
>Leið svo og beið, unz stjórnarskifti
urðu á Englandi. Þá fór friríkis-
stjórnin að hreyfa málinu. Verka.
mannastjórnin brezka hafði nefnilega
ýms sambönd við félög verkamanna
í Suður.írlandi, og fríríkisstjórnin
leit svo á, að nú mundi málið sækj.
ast léttara fyrir sig, þar sem stjórn,
verkamönnum vinveitt, sæti nú að
völdum. MacDonald lofaði líka
strax að nefndin skyldi verða skipuð.
En eins og málin horfðu við þá, sá
Ulsterstjórnin að þetta gat orðið
Norður-írlandi hættulegt. Og leið-
togi Ulstermanna, Sir James Craig,
ötull maður og stefnufastur, neitaði
að tilnefna nokkurn nefndarmann
fyrir þeirra hönd. MacDonald gaf
þá í skyn, að hann mundi koma fram
með Iagafrumvarp þess efnis, að
stjórninni væri heimilt að skipa
þriðja manninn í nefndina. En eftir
miklar umræður um málið í brezika
þinginu, var því frestað til haustsins.
Samt sem áður var stjórnin ekki á-
nægdi æeð þennan frest. Reyndi hún
áð koma á samkomulagi á nýju.m
grundvelli. Sendinefnd, er í voru 21
af þingmönnum neðri deildar, og þrír
stjórnmálaflokkarnir áttu fulltrúa í,
áttu á vettvangi að ákveða landamær.
ín og skera til fullnustu úr deilunni,
þó í samráði við báða aðilja, fríríkis.
menn og Ulsterbúa. Fór nefnd þessi
til írlands og reyndi að koma á ráð-
stefnu með þeim. En James Craig
heldur fram, að slík ráðstefna sé al-
gerlega þýðingarlaus. Og Ulster.
stjórnin, sem hefir á sínu bandi ýmsa
þá, sem skrifuðu undir samninginn
frá 1921, neitar enn að tilnefna
nokkurn mann.
Líkindi eru talin fyrir því, að
brezka þingið samþykki lög um, með !
fulltingi frjálslynda flokksins, að I
landamærin verði ákveðin án íhlut- |
unar Ulsterbúa. En þá er um leið
brotinn sá samningur, sem gerður
var 1921. Spá menn þvi að eitthvað
sögulegt eigi enn eftir að gerast á
Irlandi, því ólíklegt sé, að Ulsterbúar
úni því, að landamærin séu ákveðin
án þess að þeir fái neitt að leggja
til þeirra mála.
(Mbl.)
—. x----------
Hrakningar ^Grönlands’
'Nielsen skipstjóri á leiðangursskip
inu Grönland hefir látið svo ummælt
'vi ðfregnritara Aftenposten í Molde,
að ferðin frá íslandi til Noregs hafi
verið verst af öllum þeim 70 ferðum
sem hann hafi farið yfir Atlantshaf.
iff. Segist hann aldréi hafa upplifað
annað eins veður. Skipið er óskemt.
Siglingafróðir menn þar á staðnum
telja það sjómannsdáð, sem vátrygg-
ingafélögin ættu að meta að makleg-
leikum, að koma skipinu stýrislausu
til Molde.
>1 viðtali við National Tidende fer
Einar Mikkelsen miklum þakklætis-
og viðurkenningarorðum um hina á-
gætu hjálp, sem Grönland hafi feng-
ið hjá íslenzku stjórninni og Jóhanni
Jónssyni skipstjóra á Þór.
WONDERLANn
THEATRE U
MVflVlKUDAQ OG PIMTUDAQi
AN ALL STAR CAST in
“THE 0LD F00L”
FÖSTUDAG OO LAUGARDAQr
Cecil B. DeMills’
“TRIUMPH”
MANIIDAG 0« ÞniBJDDAOe
“THE SIDE SHOW OF LIFE”
and
Ernest Torrence
SatiinlHj' Mornlnfc 11 o’clock
Jack Hoxle in “WHERE IS TH
Jack Hoxle In
“WHERE IS THIS THIS WEST”
and Tno Comedlen
A'lmÍMMlon for Everybody 5 Centn*
MRS B. V. fSFELD
PlanlMt & Teacher
STUDIO:
0(16 Alveratone S$rect.
Phonei B 7020
EMIL JOHNSON — A. THOMAS
Service Electric
524 SARGENT AVE-
Selja rafmagnsáliöld af öllum teg-
undum.
Viðgerðir á Rafmagnsáhöldum,
fljótt og vel afgreiddar.
Talsími: B-1507. Heimasimi: A-7286
?"■" 1 ■ .—...ii
Copenhagen
Vér ábyrgj-
umst það a5
vera alger
lega hreint
og þaö
bezta tóbak
í heimi.
Ljúffengt
og endingar
gott af því
það er búið
til úr miklu
en mildu
tóbakslaufi
MUNNTOBAK.
f
f
f
f
❖
BORGIÐ
HEIMSKRINGLU
Það er nú komið framundir ára-
mótin og enn er fjöldi sem ekki hef-
ir borgað Heimskringlu.
A nafnmiðanum á blaði yðar er
prentað til hvers mánaðar og árs
það er borgað. Lítið á hann, og
ef þér skuldið, þá sendið þóstávísun
fyrir upphæðinni.
Vér mælumst vinsamlegast til að
þér verðið við þessari beiðni.
f
f
♦;♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦■*♦♦♦;♦
ASTR0NG
RELIABLE
BUSINESS
SCHOOL
D. F. FERGUSON
Principal
President
It will pay you again and again to train in Winnipeg
where employment is at its best and where you can attend
the Success Business College whose graduates are given
preference by thousands of employers and where you can *
step right from school into a good position as soon as your
course is finished. The Success Business College, Wmni-
peg, is a strong, reliable school—its superior service has
resulted in its annual enrollment greatly exceeding the
combined yearly attendance of all other Business Colleges
in the whole Province of Manitoba. Open all the year.
Enroll at any time. Write for free prospectus.
BUSINESS COLLEGE Limited
385J4 PORTAGE AVE. — WINNIPEG, MAN.
Vetrar Skemtiferdir
Til
Austur
Canada
TIL SÖLU
daglega í desember
og til 5. janúar, 1925.
í gildi til heimferðar 3
mánuði
Kyrrahafs-
strandar
TIL SÖLU
Ákveðna daga í
desember, janúar, febrúar
f gildi til heimferðar til
15. apríl 1925
Gamla-
landsins
TIL SÖLU
daglega í Desember
og til 5. janúar 1925
til Atlantshafs-hafna
(St. Johns, Halifax
Portland)
SÉRSTAKAR LESTIR og Tourist Svetnvagnar
AÐ SKIPSHLIÐ f W. ST. JOHN FYRIR SIGLINGAR í DESEMBER.
LÁTIÐ
CANADIAN PACIFIC
RÁÐGERA FERÐ YÐAR