Heimskringla - 12.11.1924, Side 4
4. BLAÐSÍÐA
heimskrinola
WINNIPBG 12. NÖVEMBER 1924
(StofnnTI 188«)
Krmur öt A hverjum mltJvikudefl
EIGENDUKi
VIKING PRESS, LTD.
853 og 855 SARGENT A VE., WINNIPBO,
Tnlalml: N-6537
VerH blatSsins or »3.00 árgangurlnn borg-
ist fyrirfram. Allar borganir sendist
THE VIKING PRE6S LTD.
SIGPÚS HALLDÓRS trá Höfnum
Ritstjóri.
JAKOB F. KRISTJÁNSSON,
Ráðsmaður.
ITtanAMkrift tll hlaKnlnn:
THB VIKING PIIESS, Lt«l.v Box 3105
ITtanáMkrift tll rltMtjAranw:
EDITOR HBIMSKIiINGLA, Ilox 8105
VVIN/VIPEG, MAN.
*‘Heimskringla is pnblished by
The V'lklnK Pream Ltd.
and printed by
CITY PRINTING A PPBLISHING CO.
853-S55 Sarsent Ave., WinnlpefT* Man.
Telephone: N 6537
b ■■■ .....
WINNIPEG, MAN., 12. NÓVEMBER, 1924
Hræsnin almáttug,
Fjöldamörgum er það kunnugt, og
engum er úr minni liðið, hve afskaplega
kirkjan í öllum, löndum, — undantekn-
ingarlítið kirkjurnar í öllum löndum —
brugðust æðsta og helzta boðorði nýja-
testamentisins árið 1914. Að undanteknum
kvekurum lýstu allar kristnar kirkjur vel-
þóknun guðs yfir sínum eigin málstað
og stríðsathöfnunum,, en fordæmingu
hans og eilífri vanþóknun á vopnaburði
fjandmannanna. Kirkjurnar tóku ekkert
eftir því ósamræmi, að frá þeirra sjónar-
miði var það hinn sami Guð, er blessaði
vopn Englendinga heima fyrir, en bann-
söng þau á Þýzkalandi. Því báðar þjóð-
ir voru lúterskir prótestantar. Eða að
sami Guð, sem heimafyrir leysti sál hvers
Austurríkismanns örskoti (fljótara , úr
hreinsunareldinum, hélt þeirri sömu sál í
leilífri prísund, er komið var suður á
4talíu. Kirkjurnar allar, sem heild, bless-
\iðu vopnaburð, og nálega allir þjónandi
meðlimir þeirra, prestarnir. Og léti ein-
staka manndómsmaður meðal þeirra til
sín heyra, til þess að reyna að forða ung-
viði íands síns frá sláturdauðanum, þá
voru þær raddir svo einstakar, sem rödd
hrópandans í eyðimörku.
Fáeinir menn bentu á þessa einkenni-
legu afstöðu kirknanna meðan á stríð-
inu stóð, en engir vöknuðu í kirkjunni.
Eftir stríðið, er óráðið rann af hugum
manna, tók þeim röddum að fjölga, og
fjöldi kirkjunnar þjóna rumskaði við. Og
margir þeirra vöknuðu til fullrar með-
vitundar um það, hvílík andstygð er að
vekja stríð, hve algerlega það er gagn-
stætt öllu velsæmi og hve hryllilega til-
gangslaust það er — því tilgangurinn er
aldrei annar en sá, að olíulindir, gull- og
demantsnámar, eða frjóvir akrar og feng
Sæl veiðilönd skifti um eigendur. —
Fjöldi af kirkjunnar mönnum vöknuðu úr
vímunni með brennheitar kinnar af smán
arroða og sneypu, af því að hafa um nokk
ur ár, af öllum lífs og sálarkröftum,
spjrnt á móti, og hamast að þeim boð-
skap leiðtoga síns, er þeir játa að sé
Kristur, er hann taldi fyrir mestu, og
sem kirkjan hefir jafnan borið á vörun-
um, og utan á sér — þangað til á hefir
reynt.
Tilfinning þessarar vansæmdar hefir
orðið til þess, að flestar eða allar kirkju-
deildir, í Evrópu og Ameríku, að undan-
skildum kaþólsku kirkjunum tveimur,
hafa tekið friðarmálin á dagskrá sína, að
meira eða minna leyti. Og margar
helztu kirkjur í Ameríku hafa bundiþt
samtökum um að vinna að friði. Tóku
þær sig saman um að senda út bækling,
þessu máli til fylgisöflunar, og var hon-
um dreift manna á meðal, skömmu fyrir
11. þ. m., sem helgaður er minningunni
um vopnahléð 1918. í þessum bæklingi
eru prentaðar þingsályktanir frá fimtán
merkustu kirkjudeildunum í Ameríku,
sem telja sig til mótmælenda (prótest-
anta). Yfiir'leitt virðist ivera ákveðSnn,
fastur og einlægur vilji hjá langflestum
kirkjudeildunum, til þess að vinna ekki
með hangandi hendi að friðarmálefninu,
heldur fylgja því til sigurs með öllum þeim
afla, er þær geta lagt á vogarskálina. Ein
staka eru óákveðnar, að því er virðist, en
yfirlýsing einnar kirkjudeildarinnar er svo
gagndrepa og smitandi af hræsni, að það
minnir á ekkert annað, en það versta,
sem menn geta lesið sér til um Jesúíta.
Þessi yfirlýsing var gerð á þingi “United
Presbyterian” kirkjunnar í júní í sumar,
og fyrsta grein hennar hljóðar á þessa
leið:
“Um leið og vér afneitum allri sam-
hygð með öllum þeim athöfnum friðar-
vina, sem miða að því, að rýra hollust-
una, eða kasta skugga á glæsta þjóðem-
istilfinningu og föðurlandsást; viljum vér
samt sem áður, sem kirkja, lýsa yfir and-
stöðu vorri til ófriðar, og neita að leggja
blessun vora yfir nokkurn ófrið, þola
hann eða efla á nokkurn hátt, NEMA til
hans sé lagt í réttlátri sjálfsvörn, eða
brýna nauðsyn beri til þess að, að leysa
úr viðjum undirokaða menn eða þjóðir.”
Hér er hræsnin í fullu almætti. Hér
hefir sú gagnlega íþrótt, að blekkja sjálf-
an sig komist á það stig að verðskulda
nafnið list. Aðdáanlega viðbjóðslegri
hræsni er ekki auðgert að ímynda sér.
Fyrst er algjörlega neitað allri samhygð
með friðarvinum, ef þeir ætla að hreyfa
sig, og þar næst er lýst andstygð á ó-
friði nema . . . . Aldrei hefir því smáorði
verið haganlegar fyrirkomjð í þjónustu
i hræsninnar en hér. Því með þessu litla
orði gefur kirkjudeild þessi svo ótvírætt
til kynna, að hún ætlar ekki, og vill ekki,
hreyfa hönd né fót til þess að hugsunar-
hátturinn breytist, frá því sem verið hef-
ir. Nei þeir ætla að þvert á móti að
spyrna við því af öllum mætti, að rýrð sé
“glæst þjóðemistilfinning og . . . . ”
“words, words, Words”, eins og Shake-
speare komst að orði!
Þessir guðsmenn hafa svo megnt ógeð
á ófriði, að þó þeir ekki segi það með ber
um orðum, þá getur maður á milli lín-
anna séð það í anda, hve megna ógleði
setur að höfði þeirra við tilhugsunina um
hann. — Nema í “réttlátri sjálfsvöm” og
til þess að frelsa bandingjana undirok-
uðu!
Hefir nokkurt stríð, nú á síðari öldum
að minsta kosti, verið háð af öðrum or-
Sökum, frá sjónarmiði nokkurs aðila?
Var ekki síðasta stríðið algerð og rétt-
lát sjálfsvöra frá öllum hliðum, skreytt
með klingjandi orðum af latneskum upp-
runa, ýmist kallað “defensive” eða
“aggressive” sjálfsvörn? — Eða svo
maður taki til dæmis voldugustu ný-
lenduþjóð heimsins, Englendinga, — meir
af því að þeir hafa mestu undir sig náð,
en að þeir hafi á sér þeim mun meira yf-
irskin en aðrar nýlenduþjóðir — hafa
þeir ekki ávalt verið að frelsa undirok-
aða einstaklinga og þjóðir? Ætli það hafi
ekki verið af þvf, að þeim fanst “brýn j
nauðsyn” bera til þess að “leysa Indíán- :
ana úr viðjum” — eins glæsilega og þeir j
hafa með þá farið — er þeir tóku Cana- I
da af Frökkum? 'Eða af sömu ástæðu
gert, samfara dæmalausri ósérplægni, er I
brezka Austur-Asíu félagið mikla lagði
Indland undir sig? Eða efast nokkur
um, að það var “réttlát sjálfsvöm” sam-
fara kristilegu bróðurþeli, er Englend-
ingar færðu þetta háskalega illþýði Bú-
ana,—friðsama bændur—úr sauðargær-
unni — sem reyndar var alsett demönt-
um?
Það liggur við, er annað eins og þetta
ber fyrir augun, að manni finnist afsak-
anlegt, að taka undir með Faríseanum
forðum: "ég þakka þér, o. s. frv.”.
En þeir kirkjunnar þjónar, er sam-
þyktu þessa þingsályktan, og nöfn sín
settu undir hana, em þær hálfsoðnu og
iháilfvolgu sálir, er gyðja jréttjætisins á
öllum tímum spýtir út úr munni sínum
með viðbjóði.
Obregon forseti í Mexico hefir þessa
dagana stigið markvert spor í völundar-
húsi utanríkismálanna. Hann bauð Aaron
Saenz, utanríkisráðherra, að kalla heim
alla mexikanska ræðismenn frá Stór-
bretalandi, ekki síðar en fyrsta dag þessa
mánaðar, og hjó þar með á sinn enda af
viðskiftatengslunum við Englendinga. —
Þetta, að kalla heim ræðismenn úr
öðru landi, hefir jafnan þótt býsna djarft
spor og vanalega verið síðasti fyrirhoði
fulls fjandskapar og blóðugs ófriðar.
Sú er þó ekki fyrirætunin með þessu.
Þetta á ekki að vera að neinu leyti fjand-
samlegt spor, stigið í áttina til Englands,
að því er Saenz utanríkisráðherra segir.
Skýrir hann það svo, að Mexico álíti sér
það ekki samboðið, að hafa ræðismenn
í landi, sem ekki hefir, og sem auðsjáan-
lega ekki Vill viðurkenna Mexioo, scfr.
sjálfstætt og fullvalda ríki. Segir hann
að engin breyting verði á þessu af hálfn
Mexicomanna, unz þeir hafi fengið við-
urkenningu Englendinga. En sama rétt
skuli brezkir ræðismenn hafa í Mexico
og áður, ef brezku stjóminpi sýnist að
halda því emhætti við þar í landi.
Það er rétt, þó menn hafi máske ekki
alment gert sér grein fyrir því, að stjórn
Obregons hlaut aldrei opinbera viður-
kenningu Breta. Stóðu þar brezkir og
amerískir olíuhákarlar að baki. Þó var
alment álitið, að brezka stjómin myndi
viðurkenna Mexico, fyrir svo sem hálfu
ári síðan, með því að gera út þangað full-
valda sendiherra. En þá var það að hinn
brezki fulltrúi í Mexico, H„ S. Cunard
Cummins gerðist svo afskiftasamur um
innanríkismál og löggæzlu í Mexico,
vegna brezkrar konu stórríkrar er þar
var, Mrs. Evans, að Mexicostjómin æskti
þess af McDonald, að hann kallaði
Cummins heim. En eins og áður var um
getið hér í blaðinu hljóp McDonald þar
svo illa á sig og braut svo alþjóðakur-
teisi, að hann lét þá ósk, sem vind um
eyrun þjóta. Varð það til þes að Mexi-
co-stjórnin neyddist til þess að vísa
Cummins úr landi. Þar með strönduðu
vitanlega allar fyrirætlanir frá Englands
hálfu, um að viðurkenna Mexico, og ame-
| ríski sendiherrann annast nú um nauð-
synleg málefni fyrir hönd Breta.
Að Mexicomenn bera engan kvíðboga
fyrir afleiðingum af þessu, sézt bezt á
því, að hinn nýkosni förseti þar, Plutarco
Elias Calles, sem bráðlega á að taka við
stjóminni af Obregon, og sem mun halda
sömu stjórnmálastefnu, að lyfta bænda-
lýðnum, og spyrna við útlendum fjár-
brallsmönnum, kom ekki við í Englandi,
á Evrópuferð sinni, en varði þar á móti
töluverðum tíma til þess að heimsækja
þýzk og frönsk stjómarvöld, sem og
spánsk og ítölsk, og hafði þar að auki
nokkra dvöl í Washington á heimleið-
inni.
Nú myndu kannske sumir halda, að
það væri fremur í Mexicos þökk en Eng-
lands að halda viðskiftatengslum traust-
um á milli landanna. Svo er þó ekki.
Mexico er svo vellauðugt land, að þáð er
sjálfu sér miklu meira en nóg og þarf
að minsta kosti ekkert til Englands að
sækja. Þægðin er áreiðanlega fremur
Englands megin, sem þegar hefir stórfé
bundið í fyrirtækjum, reknum í Mexico,
og blóðlangar til þess, að festa þar enn
meira fé.,,
Það er annars eftirtektarvert, svo
mikil og langvarandi mök og Englend-
ingar hafa átt við þjóðir í öðmm heims-
álfum, á ýmsu menningarstigi, og eins
vel og réttilega og ýmsir beztu menn
brezkir hafa lært að meta sálargáfur og
atgervi þessara þjóða ýmsra, hve vand-
ræðalega heimskuleg, óþjál og stirfin,
framkoma þeirra oft er, þann dag í dag
gagnvart þeim. Manni dettur oft í
hug, að það sé eitthvað meira en lítið til
í orðrómnum um brezka hræsni. Þegar
Cummins þessi, sem virðist hafa verið ó-
vanalega óþjáll stjómmálamaður, getur
ómögulega á sér setið með að blanda sér
í mexikönsk innanríkismál, þá er það
sennilega síður af illgirni eða valda-
græðgi, en af því að hann er uppalinn í
skurðgoðatrú á brezka siðgæðisyfirburði.
Og áreiðanlega er sú skurðgoðatrú sterk,
þegar jafn víðsýnt göfugmenni og Mc-
Donald, lætur hana svo gersamlega villa
sér sýn, að leiða sig út af braut almennr-
ar stjórnmálakurteisi.
Á alþjóðafundinum í Geneva
hafði þesði trú Bretans nær því
borið laglegan ávöxt hér um
daginn. Tyrkir og Englendingar
hafa átt í skærum, austur í Irak
og Mosulhéruðunum í Mesó-
pótamíu í Litlu-Asíu. Stendur
þrætan um olíulindir, sem fyr,
er báðir vilja hafa innan sinna
landamæra. Kom svo langt,
að blóðsúthellingar urðu á
landamærunum, milli varðliða.
— Skutu báðir máli sínu til al-
þjóðafundarins í Geneva, og
var Hjálmar Branting hinum
merka forsætisráðherra Svía
falið að gera á milli málsaðila.
Gerði hann það bæði fljótt og
vel, og leiddi rök að því, að Eng
lendingum bærí að rýma tölu-
vert mikið landsvæði — olíu-
svæði. Féll alt í ljúfa löð, unz
fulltríú' brezku stjómarinnar.j
Sir Cecil Hurst krafðist þess,
að Tyrkir gæfu sérstakt loforð
um það, að fara vel með þá
kristna menn, er við hin nýju
landskifti kæmust undir yfirráð
Tyrkja. Af þessari — óneitan-
lega býsna djarflegu — kröfu
reiddist fulltrúi Tyrkjanna,
Fehti Bey, sivo mikfjði, að Við
sjálft lá að hann gengi af fundi
og riftaði öllum samningum.
Kvað hann að það mætti í
fyrsta lagi vera brezkum stjóm
málamönnum alkunnugt, að
kristnir menn nytu sömu rétt-
inda undir tyrkneskri stjórn og
aðrir menn, og í öðru lagi sæti
það illa á Bretum að segja
nokkrum fyrir um meðferð
kristinna manna meðan mil-
jónir múhameðstrúarmanna
styndu undir brezku ánauðaroki
Gæti hann ekki annað en skoð-
að þetta sem óviðeigandi ó-
svífni.
f þetta skifti tókst að stýra
hjá stórvandræðum — líklega
mest fyrir tilstilli Brantings —
en með þeirri ólgu sem nú er í
mcþ’gum brezku nýlendunum,
mega Bretar vara sig á því að
halda of lengi áfram að gera
jafnmikið alvömverk úr því að
skrökva að sjálfum sér, og
gera það jafn samvizkusamlega.
------0------
Hugvekja.
Framh.
Þvílík fásinna, þeir selja sálu sína
og sjálfstæði fyrir peninga til aS
verSa sjálfstæSir! en viröast ekki
skynja það, aö þegar peningar eru
svo dýru veröi keyptir aö sálin er
goldin fyrir þá, getur ekki hjá því
fariö, aö þeir veröi undirrót alis ó-
sjálfstæöis og am’lóöaskapar, sem
nöfnum tjáir aö nefna. Þær eru
reyndar farnar aö sannast á býsna
mörgum gömiu þjóösögurnar um
menn sem seldu djöflunum sálu sína
fyrir líkamleg þægindi, en þó ganga
þau viöskifti enn ver, því aö nú hafa
menn ekkert lag á aö láta þann gamla
veröa af kaupunum, og fá jafnvel
ekki þægindin refjalaust heldur, svo
aö útkoman veröur sú, aö annaöhvort
hefur skrattanum fariö fram eöa
mönnunum aftur.
|Það sem eg hefi hér verið aö
reyna aö ’lýsa er stjórnandi afliö á
sviöum listanna og raunar öllum
sviðum mannlífsins, en sem betur
fer, er eigi þann veg upp að talaa,
að ekki’sé til fjöldi manna og kvenna
sem bæði sjá þetta öfugstreymi og
vildu leggja mikiö í sölurnar til aö
laga það, en fiest af Iþessu fólki fær
ekki rönd viö reist öllum þeim
djöflagangi sem umhverfir það á alla
hliöar, og rotnar því lifandi niöur án
þess aö fá nokkuð aögert. Hinir eru
mjög fáir, sem vaxa svo til vegs og
virðingar, án þess að svíkja sit bezta,
aö orö þeirra eöa verk megi sín mik.
ils enda kennir víöa í störfum þeirra
hinnar sömu ragmensku sem kemur
fjölda manns til að þegja og staf-
ar bæði hálfvelgjan og þögnin einn.
ig af því sama. Mienn hugsa sem svo
að, þaö sé ekki til neins fyrir einn
og einn, að vera aö fitja upp á nein.
um myndum, þaö geti jafnvel haft ilt
í för meö sér, og fylgjast svo hálf-
DODD’S nýrnapillur eru bezta
nýrnameðalið. Laekna og gigt,
bakverki, hjartabilun, þvagteppu,
og önnur veikindi, sem stafa frá
nýrunum. — Dodd’s Kidney PiHs
kosta 50c askjan, eða 6 öskjur
fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyf-
sölum, eða frá ,
The Dodd’s Medicina Co., Ltd.,
Toronto, Ontario.
gert eöa algert, nauöugir eða viijug.
ir meö tízkunni, þó þeir viti vel, að
hún “rambar á helvítis barmi”.
Eins og fyr er sagt, eru listamálin
í slíkri óhirðu, aö lengra veröur
ekki jafnaö, enda hefur öll mann.
félagsskipun nú um langan tíma ver_
ið sniðin og mótuð af agentum kaid-
rar og miskunarlausrar efnishyggju,
aifrir kornarst ékki aö stjórnmálum
nútímans. Listirnar eru held eg þaö
eina af því sem þjóðirnar hafa með
höndum, sem engrar lagaverndunar
r.ýtur, þaö hefur víst aldrei veriö
keyptur útgáfuréttur á svo eitruöu
leirhnoði aö stjórnarskrifstofurnar
hafi ekki troöiö það marg velkomið
í heiminn. Hver skynberandi maöur
ætti aö geta séð aö slíkt háttalag má
ekki eiga sér stað, þar eö þjóðirnar
eru sagöar að veröa spegill af þeim
skáldskap sem þær nærast á. Það
verður aö taka fyrir kverkar leir-
skáldanna með valdi, annars er aJlri
sannri menningu dauðinn vís. Þjóö-
ifrnar verðþ að’ taka leirburöimim
sama tak og þær hafa tekið áfeng.
inu, nema hvað forboð á leirburði
mætti vera þeim mun sterkara sem
þar er um enn skæöari óvin mann.
kynsins aö ræða, en áfengið er.
Þjóðirnar ættu að hafa dómstól
skipaðan sinum beztu listamönnum,
er aJt sem aö listum Jýtur yrði aö
ganga í gegnum hendurnar á, og enn-
fremitr gæslumenn af sama tagi til
aö sjá um, aö engin óþverri flytj-
ist inn í Iandið. Þaö mundi hafa víö-
tækari og -betri -breytingar á mann-
lífinu i för meö sér, en hægt er
aö telja upp í einni blaöagrein.
Mér er sagt aö jafnvel heima á
íslandi sé farið að tæra á amerísk-
um “Jazz”-Iögum, og er þaö illa far-
ið. Vildi nú ekki ísland ganga á
undan öörum þjóöum í að hreinsa til
hjá sér? Vissulega yröi sú löggjöf
sem útilokaði leirburö .frá íslenzku-m
bóka- og listamarkaöi, bæöi landi og
lýð til blessunar. Og alls ekki ó-
hugsandi að aörar þjóöir kæmu á
eftir koll af kolli, unz loks þaö yröi
aö alþjóöa löggjöf.
Reynslan er búin aö sýna aö lista.
menn og skáld nútímans eru ekki
færir um aö veita Hstunum forstööu.
Jafnvel (þó þeir væru allir af vilja
gerðir. Þaö er ekki smámennum
hent aö halda sínu bezta og fegursta
óspiltu, mitt i því skáldspillingar
feni sem er að gleypa núlifandi kyn_
sJóðir, þjóöirnar verða að hjálpa
þeim og greiöa götu þeirra, aö
minsta kosti svo vel, aö þeim geti
ekki farið aftur í listvísi á leiðinni
frá vöggu til grafar.
Eg vil aö endingu biöja menn aö
athuga þaö, aö þessar línur eru ekki
skrifaðar af illkvitni til nokkurrar
stéttar eöa manna, heldur meö því
eina markmiði, að vekja fólk til um.
hugsunar um velferðarmál sem allar
velhugsandi manneskjur hljóta að
bera fyrir brjósti. Þegar menn
’hugsa u-m, og gera sér grein fyrir
hvaöa þýöingu skáldskapur og listir
|hafa fyrjir vjelferö mannkynsinis
munu flestir komast aö raun um, aö
hér er ekki um neitt smáræöi aö
tefla, heldur hitt, hvort menn kjósa
heldur aö breyta þessari jörö í
himnariki eöa helvíti.
Björgvin Guömundsson.
_ -------o------