Heimskringla - 26.11.1924, Blaðsíða 5

Heimskringla - 26.11.1924, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 26. NOV., 1924. HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSÍÐA Ræða flutt 14. september síðastl., í kirkju Quill Lake-safnaðar að Wynyard, Sask., af SÍRA ELMER S. FORBES, Secretary of the Social Service Council, Boston, Mass. "Verið œtíð búnir til varn- ar fyrir liverjum manni, er krefst af yður rcikning- 'skapar fyrir þá von, sem í yffur er”. — (1. Pet. 3, 15). MeS tilliti til fólksfjölda 'er frjálsa kirkjudeildin ein af þeim minstu á þessu meg'inlandi. Nokkrar , hinna stærri kirkjudeilda hafa þúsundir kirkna og miljónir meölima og fylgj- enda. Innan Unitarakirkjunnar eru aíieins fjögur hundrutS starfandi söfn uSir, og meölimatalan í Bandaríkj- unum, fer ekki yfir tvö hundruö þús- und. Satt er, að vísu, aö frjálsar kirkjur eru þess eölis aö áhrifin, sem þær hafa á hið félagslega og borgaralega líf eru svo miklu meiri en hlutfalls. leg viö stærö þeirra; og tiltölulega óvenjulegur fjöldi af meölimum þeirra skipa trúnaöar. og áhyrgöar. stöður. En þegar alls er gáð, verð- ur þó að segjast, að vér erum að- eins mjög smár hópur innan þess landsbúafjölda, sem telur yfir hundr. að miljónir manna. Með staðreynd þessa fyrir augum spyrja menn oft, og það, að því er mér finst, ekki að ástæðulausu: “Hvernig farið þér, frjálskirkju- mennirnir, að því, að .réttlæta til- veru yðar sem sérstæðrar kirkju. deildar? Á þessum tímum, þegar til kostnaðurinn, við ofmargar kirkjur í bæjum og borgum, er meiri en nokkru sinni áður, þegar þúsundir af söfnuðum eru fyrir þá sök að greiða lítilfjörleg laun, þegar allflest. ar kirkjudeildir protestanta hafa sam vinnu og jafnvel einhverskonar sam. einingu á dagskrá, hver er þá sú séreign trúar og skipulags, sem þér hafið yður til ágætis, og réttlæti sér. stöðu yðar litla fámenna hóps?” Ekki er spurning þessi altaf sett svona vægilega fram, síst opimber- lega; en víst er um það, að hún er sett fram, og vér höfum enga ástæðu til þess, að láta oss þykja. Sér- hverri mannlegri stofnun er fyr eða síðar stefnt fyrir dómsitól almenn. ingsálitsins, og verður þar að standa fyrir sínu máli. Beinir hún brautir, eða leggur hún hergöngu framfar. anna tálmanir á veginn. Er hún enn Iþá að fullnægja mannlegum þörf- um, eða hefir hún lifað gagnsemi sína dauða. Mannkynssagan er sain- safn dómsúrskurða af þessu tagi; og svo afgerandi eru þeir og óskeik- ulir, að oss er hollast að vanda til svaranna, þegar að oss kemur. Þeir tímar kunna að hafa verið einu sinni, að Unitarar hafi getað féttlætt sig með því, að þeir af. segðu að trúa þessari eða annari játningargrein, sem systurkirkjurnar héldu á lofti. En þeir tímar eru liðn ir. Heimurinn lsatur sér það lítið koma við, hverju vér trúum ekki. Hitt varðar hann afarmiklu, hverju vér beinlínis trúum, — hvað vér á- iitum að stuðli að skapgerðarþroska einstaklingsins, og réttlæti mannfé. i^gsins. Ekki er frjálskirkjumönn- unum heldur unt að réttlæta sérstöðu sína með því, að aðeins í þeirra kirkj um fyrirfinnist hin nýja trúarllega iifskoðun. Innan hvaða kirkjudeild- ar sem er, finnast frjálshuga trú- menn, sem eru engu síður kunnugir árangrinum af vísindamensku síðari tima, en vorir eigin kennimenn. ■^Teira að segja ganga sumir þeirra iengra en flestir Unitarar eru enn. tá tilbúnir að ganga; og sá tími get- ur komið að fráhverfingar kirkju- kenninganna í dag, verði hinir íhald- somu verndarar trúarinnar á morg- un. Víst er um það að frjálshyggju menn hafa ekkert það til síns ágæt. IS. hvað snertir kirkjtistjórn og aðr ar ytri einkunnir kirkjulífsins, sem ekki sé til í jafnríkum mæli með öðrum kirkjudeildum. Nei, það er ekki á þessum svið- um, -— ekki i neinu einkaumboði vís. mdalegrar kenslu né prédikunar, né keldur í nokkurri sérstaklega áhrifa- mikilli kirkjustjórnar aðferð, — sem Þeif finna nógu réttmæta ástæðu tii þess, að mynda sérstæðan flokk í hinu kristna mannfélagi. Geta má þess, að Unitörum og yfirleitt frjáls- kirkjumönnum, hefir aldrei, það eg veit til, verið boðið að sameinast nokkurri annari félagsheild kristinna manna. Og meðan það boð lætur eftir sér bíða, verður þeim tæplega láð svo mjög, að fara aðeins sina eigin vegi. En, svo er önnur, miklu gildari ástæða fyrir hendi. Það eru sem sé tvö frumatriði, sem auðkenna frjálsa kirkju frá öllum hinum stærri kristnu kirkjufélögum, og þau réttlæta tilveru hennar nógsamlega. Hið fyrra er það, að véband hennar, þ. e. það, sem bindur félags- heildina saman, — er yfirlýsing um samciginlcgt markmiff (declaration of purpose). Sú yfirlýsing er oft orð- uð á þessa leið: “í elskunni til sann leikans, og í anda Jesú, sameinumst vér til þess, að dýrka Guð, og þjóna mönnunum”. Og, sem grundvöllur kirkjulegs samfélags, virðist hún varla þurfa endurhótar við. H(ún er sannkristileg, og tiltekur aðdáanlega vel í fám orðum skyldu kristins manns. Ennfremur gerir hún Jesú hiklaust að leiðtoga sínum og meist. ara, án þess að leggja nokkurn dóm á deilur þær, sem öldum saman hafa geysað um persónu hans. Matthevv Arnold sagði að trúin væri þrír fjórðu hlutar breytni, eða kannske það hafi verið níu tíundu hlutar — eg man ekki greinilega hvort heldur var — en víst er um það, að hið síðara er því sanna nær. Þér munið hvernig spámaðurinn Míka spyr: “Hvað heimtar Drottinn annað af þér en að gjöra rétt, á- stunda kærleika, og fram ganga i lítil_ læti fyrir Guði þínutn?” Og þegar Jesíús vildi þrýsta meginátriðum kristilegs lífs saman í eina stutta setn ingu, sagði hann: “Þú skalt elska drottin, Guð þinn, af öUu hjarta þínu og af allri sálu þinni og af öllum huga þinum, og þú skalt elska ná. unga þinn eins og sjálfan þig. Á þess um tveimur boðorðum byggist lög- málið og spámennirnir”. Breytni, alt saman breytni! — frammi fyrir Guði og gagnvart mönn um — og yfirlýsingin sem áður var bent á, gerir Jesú að innblæstri vorum og vegarljósi, allri vorri afstöðu til föðursins himneska og bræðra vorra hér á jörðinni. Guð veit að frjálshyggjutnennirnir liafa sniðgengið hugsjónir sínar, engu síð- ur en fylgjendur annara kirkjudeilda Hefðu þeir ekki gjört það, væri heim urinn önnur vistarvera en hann er. En meginregluna, hugsjónina íiöfum vér þó, og á hverjum þeim, sem aðhvllist hið sameiginlega markmið, hvilir skyldan, að stefna að þvi á lifsins leið. í öðrtt lagi er þetta: Með því að | félagsvébandið er yfirlýsing um sam eiginlegt markmið, þá eru dyrnar opnaðar fyrir öllum þeim er inn vilja ganga. Spurningin er aðeins þessi: Er það ósk þín að dýrka Gttð og þjóna mönnunum? Sé svo, ertu hjartanlega velkominn. Vera má að guðshttg- mvnd þín sé þér ekki fyllilega ljós, en finnir þú til þess að yfir oss og með oss sé vald, sem vér séum háð, vald, sem vér megum leita skjóls hjá, í kuldanepju mótlætis og efasemda, þá ertu velkominn í félag þeirra, sem svipað hafa reynt. Eða, sé trú þin, hinsvegar, sterk og ljós, hafir þú aldrei haft við nein ar efasemdir að stríða, hvort sem þú telur þig lúterskan, ba/btista.trúar, presbytera.trúar, kaþólskan, eða hvað annað sem væri, þá ertu jafn. velkominn, ef þú aðeins treystir þér til þess, að sameinast bræðrum þín. um til guðsdýrkunar og þjónustu. Þannig er þá hitt frumatriðiö, sent mér finnst að einkenni frjálsa kirkjtt, það, að innan hennar vébanda rikir íult frelsi mn skoffun og skilning á hinni kristnu trúfrœffi. Félagsband. ið er yfirlýsing um sameiginlegt markmið, en ekki samsinning játning ar, og fyrir þessa sök er, í frjálsum kirkjum, engin áhersla lögð á atriði sem í játningabundnum kirkjudeild- um ertt mikilvægust alls. Bæri svo við að rómversk.ka. þólskur maður gengi inn í frjálslynd- an söfnuð, þá er honum með öllu heimilt að skoða biskupinn í Róma. borg vera höfttð gjörvallrar kristn. innar, að iðka áköllun dýrðlinganna af löngun og lyst hjarta síns. Hugs. um oss ennfremur þann, sem heldttr fast í fremur hrjúfa friðþægingar. fræði og hyggur sig munu frelsast frá syndum sínum vegna líkamlegra þjáningar Krists á Krossinum. Senni. legt er að hann kysi ekki að eiga heima í frjálsri kirkju, en ekkert er samt í fyrirkomulagi hennar sjálfr. ar sem hrekti hann á brott, ef hann vildi vera með. Og þetta á við um alla hina miklu fylkingu mismunandi kirkjudeilda og sértrúarflokka í Norður-Ameríku, hundrað og fimtíu talsins, eða fleiri. Að því, er til trúfræðinnar kemur, gætu þær allar rúmast í frjálsri kirkju, ef þeim sýndist svo. Hún er kaþólsk (almenn) í sannasta skilningi þess orðs. Hún er innlykjandi; hún vinnur að sameiningu kraftanna, en gerir um leið ráð fyrir sundurleitum skoðunum. Hún leggur til verklegan grundvöll fyrir kirkjueiningu — grundvöll, sem þó að sjálfsögðu ekki verður hyltur, fyr en kristnir leið- togar allra kirkjudeilda, taka að leggja áhersluna á hin almennu, sam. eiginlegu atriði kristindómsins í stað ágreiningsatriðanna. Hið gagnstæða hefir* löngum átt sér stað, og það orðið til þess að sundra protestanta kirkjunni, og enn. fremur að nokkru leyti til þess, að miljónir góðra manna og kvenna halda sig utan allra kirkna. Þegar fólk, sem nú er utan kirkju, fer að athuga ágreiningsatriðin, virðast þau svo smásmugleg, svo óverðug þess, að vera gerð að tilefni til sundrungar, að það snýr sér í hirðuleysi burt frá öllum trúarbrögðum. Þessi hlutleysis.afstaða er nú orð- in mjög útbreidd hefð, og erfitt og mikið verk mun það reynast kirkj- unum, að ná aftur þvi haldi sem þær nú hafa glatað. Og það er sannfær. ing þess, er hér talar, að því verði ekki náð, unz þær aðhyllast megin- reglúr frjálsrar kirkju, — unz þær gera yfirlýsinguna um hið kristilega markmið, sem enginn skoðanamunur er um, að véböndum félagslífsins, i stað samsinningar á hefðföstum játn ingum, sem mikill skoðananuinur er um, og unz þær leyfa óskorað frelsi persónulegrar trúar og trúarskiln. ings. En, nú kann einhver að spyrja sem svo: “Er ekkert hættulegt við þessi afareinföldu inngönguskilyrði, ásamt óhömluðu skoðanafrelsi einstaklings- ins ? Kann ekki svo að fara að “frjáslyndur” verði sett skör hærra en “kristinn”, og að söfnuðir og prestar slæðist burt frá öllu því, sem er sérstaklega kristilegt í kenningu og breytni ? Jú, sú hætta er efalaust vjeruleg, og hún er æfinlega fyrir dyrum. Altaf öðruhvoru ber svo við, að prestar rísa upp rneð þann boðskap, að kristindómurinn sé orðinn úreltur, að sleppa verði hugmyndinni um guð að hin háleitustu atriði kristinnar trú ar verði að berast fyrir borð, að kirkja framtíðarinnar verði mann- fremur táknaS en þaS) vinaleg (humanistic) án guðstrúar, o. s. frv. Að mínu viti mundu þessi guð-vana trúarbrögð hafa álíka mik. ið vald yfir hjörtum og hátterni mannanna, eins og duftið, sem vér göngum á. — Systurkirkjur vorar hafa ráðið fram úr slíkum öngþveit- um með villutrúarmálsóknum, og hinn brotlegi þá annaðhvort hrak. inn út úr hlutaðeigandi sauðahúsi, eða kúgaður til þagnar, af sínum kirkjulega yfirboðara. Frjálsar kirkjur hafa á hinn bóginn, engin við tekin gögn eða úrræði til þess að aga þá, sem hafa hætt að vera kristnir, en halda þó áfram að prédika í kristn um kirkjum. Fram úr þesskonar vanda verður að ráða á annan hátt. Mjög virð- ist æskilegt að inngöngusldilyrði kirkjunnar séu ekki önnur en áður er bent á. Einfaldleiki þeirra er í anda Krists, og ef vér lesum rétt hug hans, svo sem hann er að finna í nýja testamentinu, vitum vér að þau mundu njóta samhygðar hans. Og krefðist kirkjan, ,sem er lærisveina. félag Krists, einskis annars af þeim, er hana vildu aðhyllast,. en þess, að játað sé hið kristilega markmið, þá er þeim mun líklegra að menn fengju ljósa hugsun og ákveðna sannfæringu um þau trúarlegu frumatriði, sem eru sameiginlega hylt af öllum þeim er kalla sig kristna.---- Frjálskirkjumaðurinn hefir gjarna orð á því, og það með réttu, að hann tilheyri játningalausri kirkju. Eigi að sxður hlýtur sá hinn sami að hafa játningu, — sína persónulegu játn. ingu. Það hefir hver maður, þ. e. hann aðhyllist eitthvert- kerfi af frum atriðum og meginreglum, sem ráða aðstöðu hans til Guðs og meðbræðr. ■ anna. Eftir því lifir hann sem I heimilisfaðir, borgari, félagsmaður, kaupmaður, vinnuveitandi og vinnu- þegi-og hvað sem heiti hefir. Má vera að hann hafi lítið um þessa játn ingu sína hugsað án efa hefir hann aldrei skrifað hana upp, og ætti senni lega erfitt með að koma henni í orð. En sé honum sjálfum innhald henn. ar óljóst, þá er það þeim mun ljós. ara þeim, sem verða honum samferða á lífsins leið. Líferni sérhvers manns er ytra borðið á hans persónulegu játningu, og talar sínu þögula ómyrkva máli, Fjölskylda hans og hjú vita vel hvort meginreglur réttsýni, góðgirni, um. burðarlyndis og “fair play” stjórna gjörðum hans. Sé hann hjú og vinni fyrir kaupi sínu, er húsbónda hans það Ijóst, að hann virðir einhvers samninginn, sem þeir gjörðu með j sér: Viðskftavinir hans Jvita hvprt ráðvendnin er máttarstoð skapgerðar hans. Alvara hans, einlægni og holl- usta við menn og málefni, segir alt til ttm afstöðu hans til hins mikla kerfis mannlegra áhugamála, er trú eða trúarbrögð kallast. Þegar öll kurl koma til grafar, þá er það þetta, sem ræður framferði gætinna, dugandi, drenglyndra manna og kvenna, og raiðar að því, að gjöra lífið réttlátara og sannara. Það er þessvegna harla mikilvægt að oss sé ljóst hverju vér trúum og á hvern vér trúum. En það held eg sé að velja sér traustan grundvöll, að vér byg'gjum trú vora á bæn sjálfs Meist. ara vors og Drottins. Allskonar heilabrot hafa snúist í hvassar arasir a Krist. En ekki geta slík heilabrot hreyft við vissum stað reyndum, án þess, að grafa undan máttarviðum gjörvallrar sögunnar. Jesús bar skarpara skyn á hlutina en vér. Vér rökræðum um andlega ver ö!d, sem jarðheimurinn sé eins og anddyri að; hann lifði í þeirri ver. öld. Guð var hans nákomnasti föru. nautur. Eilífa lifið hafði hann þá þegar höndlað. Svo hreinn var lífs ferill hans, svo háleit skapgerð hans, svo stórfengleg siðgæðisafrek eru frá honum runnin á síðastliðnum nitján öldum, að orðum hans fylgir sá mvndugleikur, sem hvergi annar. staðar er að finna. Hann sagði: “Þér skuluð því biðja þannig: “Faðir vor, þú, sem ert í himnunum, helgist nafn þitt”. Trúin á Guð er sameiginleg öllum deildum kristinnar kirkju — þó ekki á þann Guð, sem sé fjarlægur heimi vorum, hafi skapað hann, hrundið honum á hreyfingu, skilið svo við hann og látið hann einan um örlög sín, heldur á þann Guð, sem Jesús kallar Föður vorn. En það getur ekkert annað að afstaða Guðs til vor, sé einhvernveginn líks eðlis og afstaða jarðnesks föður til barna sinna. Vér erum börn hans. Vér stönd- um ekki ein uppi i alheiminum; Guð er með oss. Hann er hjá oss í veik- oss er vér föllum, styrkir oss í veik- leika, blæs oss hugrekki í brjóst, er vondeyfðin leggst á oss; hann er vörn vor og athvarf í öllu mótlæti. Qg þessvegna getum vér líka táXaff viff Guð. Bænin er ekki aðeins guðræki. leg geðhrif; hún er samfélag við Guð RobinHood PREMIUM Porridge Oat I nýjum, stórum ferköntuðum pakka, er kjarngóð, bragðgóð og ódýr morgunfæða sem innifelur ÖIl gæði og heilnæmi sem einkenna allar hinar Robin Hood vörurnar. Þess utan er verðmætt eldhúss, eða borðáhald í hverjum pakka. EobinHood Mills Ltd. MOOSEJAW CALGARY 'REMIUM ,PORRIDGE OATS (Pan-Dried) stundum með orðum, stundum án Deilumál kynnu enn að verða orða, en engu að síður verulegt, engu að síður styrkjandi, vekjandi, sval- andi, huggandi. Allir heimar og himnar lofsyngja einum róm: “Eg trúi á Guð, Föðurinn almáttuga.” ’Satt er það, að enginn maður hefir nokkurntíma séð Guð. Aldrei hefir nokkur heimspekingur fundið veilu. lausa sönnun fyrir tilveru hans, en ógrynni af mannssálum hafa þekt hann, hinir andlegu yfirburðamenn mannkynsins hafa framgengið í ná. vist hans. Og sé það ekki á valdi vor hinna, að ávinna oss slíka vissu sem þeir, þá getum vér þó treyst vitnisburði þeirra, og fetað í fót_ spor þeirra. Og* Tesús segir ennfremur: “Komi ríki þitt, verði vilji þinn, svo á jörðu sem á himni”. Einnig í þessu efni er hinn kristni heimur í almennu sam. ræmi. Hvex-ju nafni, sem menn kalla sig, trúa þeir því allir jafnt að með Guðsríki hafi Jesús átt við mannfé- lag, þar sem litið væri upp til Guðs sein föðtxjx-, og mennjrnir skoðaðír sem bræður í Hans miklu mannlegu fjölskyldu hér á jörðinni. Lög þessa ríkis eru réttlæti og kærleikur, og til samans ná þau út yfir öll svið hins til, en með alt öðrum hætti en nú tiðkast. Verkföll og verkbönn héldu, ef til vill áfram. en verkföllin yrðu gerð af mönnum, sem væru að andmæla veglyndi vinnuveitendanna, og verk. bönnin gerð af vinnuveitendum til þess að spyrna á nxóti veglyndi þjóna sinna. Þetta litur draumóralega út, já, eins og hlægileg fjarstæða, í þessum iðn. aðarbardagans heimi. Samt er það ekki vitund fjarstæðukendara en ým_ islegt það. sem hefir beinlínis átt sér, stað þegar lög guðsríkisins voru gerð aö lögum lífsins. Víst gætum vér gert meginreglu þeirra ráðandi í stjórn- nxálum vorum; vér gætum látið hana gilda i afskiftum þjóðanna hverrar af annari. Og sérhver sá, sem gædd. ur er einhverri ögn af ímyndunarafli, getur látið sér hugsast hver árangur. inn yrði. Hvar er þá sá kristni mað- ur, sem ekki getur sagt: “Eg trúi á guðsríkið”. Og Jesús heldur áfram: “Gef oss í dag vort daglegt brauð og gef oss upp skuldir vorar, svo sem vér höfum gefið upp vorum skuldunautum; leið oss eigi í freistni, (eða samkvæmt öðru lesmáta: “Leið oss úr freistni”). manxjega félagslífs og alla hugsanlega freisa oss fra iHu”- breytni einstaklingsins. Hér gefur að sjá óbrotna viður. Ihugið, sem snöggvast, hvað gerðist kenoin?u á nxeginatriðum reynslunn. . ..... n t* 1 «vi n..LL,«... í — _ • ef Guðsrikið kæmi í fyllingu sinni til mannanna. Ef feður, mæður og börn heimilanna létu sér um það ann. ar, í þeirri merkingu er vér venju- lega tölum um reynslu — á því, að vér erum Guði háð, á fyrirgefningu ast að gera hvert öðru lífið æ indælla S;®f.erS'legra >’firsÍóna- a frelsun frá og hamixagjusamara, í stað þess að hugsa bara um sjálf sig; ef þreyttar j siðferðis-ógæfu. 'Sérhver sá er kallar sig kristinn, taugar vektu fremur góðlátlegt bros a®h}llist þessi frumatriði. Ef vér svo en reiðuleg andsvör; ef sérplægni yrði að vikja fyrir hjálpfýsi, æðru. semi fyrir þolinmæði, smásmuglegt lalíi vi® n>rtt lífssvið fyllri vaxtar og baknag fyrir góðgirni og nærgætni— œ5ri gagnsemi, þá höfum vér þá trú, ef óskum hinna eldri væri fúsri og fagnandi hlýðni. bætum við trúnni á ódauðleikann, þeirri trú að handan við hlið dauðans sint af! sem ver sannarlega getum lifatS viff j og dáið viff, — trú, sem gefur gleði Hugsum oss að þessi lög yrðu lög á hagsseldardögum, styrk í veikleika verzlunar og viðskiftalífs, og hví. og hxxggun á hrygðarstundum. I lík breyting mundi eiga sér stað. Eitt samrærn> v>ð slíka trú verður lífið “yard” yrði æfinlega þrjátiu og sex hreint, heilnæmt, réttlátt, friðsælt og þumlungar, baðmull hætti að ferðast ástrikt> °S sannleikurinn mun ríkja í ullargervi, vörur yrðu ráðvandlega! >’fir börnum mannanna. búnar og seldar fyrir heiðarlegt verð. (Framh. á 8. bls.) Skemtiferdir AUSTUR- CANADA 1. dcsember til 5. janfmr 192,1 M I D- R I K I N 1. desembcr tll 5. janfiar 1923 KYRRAHAFS STRÖND ÁkvetJnn (1:ir« des., jan., fel>r. Fullar upplýsingar gefnar með ánægju um þessi niður- settu fargjöld. Hver Canadian National umboðsmaöur mun einnig gleðjast af að aðstoða yður við nauðsyn- legar ráöstafanir og ráðagerðir.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.